Dagur - 26.02.1964, Blaðsíða 4

Dagur - 26.02.1964, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAYÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Hvað er að gerast í stórvirkjunarmál- unum? Á ALÞINGI s.l. fimmtudag var til fyrstu umræðu í neðri deild frum- varp frá þingmönnum Norðurlands- kjördæmis vestra um virkjun Svart- ár í Skagafirði (3600 kw, stofnkostn- aður áætlaður 50 millj. króna), og er þar um héraðsfyrirtæki að xæða. í greinargerð málsins segir, að það sé flutt m. a. vegna þess, að enn ríki óvissa um framkvæmdir í stórvirkj- unarmálum. í umræður spurðist Gísli Guð- mundsson fyrir um það nt. a., hvort ríkisstjórnin myndi láta ljúka rann- sókn á stórvirkjunarmöguleikum í sambandi við Laxá í Suður-Þingeyj- arsýslu áður en ákvörðun yrði tekin um virkjunarstað. Hjá raforkumála- ráðherra, Ingólfi Jónssyni, sem varð fyiir svörum í þessum umiæðum, kom það fram, að stjórnin væri enn ekki búin að gera upp við sig, hvað hún vildi leggja til í þessum málum. Hann ræddi jöfnum höndum um Dettifoss og Búrfell og vildi ekki synja fyrir það, að vötnin í Suður- þingeyjarsýslu kærnu einnig til greina. Það er auðsætt, að hin öfluga sam- staða Norðlendinga og Austfiiðinga í Jökulsármálinu í fyria, er möigum, og þar á meðal valdhöfuin landsins, í fersku minni. Eins og sakir standa er engin ástæða til að hverfa frá hinni eðlilegu kröfu uin að næsta stórvirkjun verði á Norðurlandi. Fyrir Norðlendinga og Austfirðinga og jafnvægið í byggð landsins er hér um svo mikilsverða framkvæmd að ræða, að önnur framkvæmd á þessu sviði suður á landi getur ekki jafn- ast á við hana. Ber þar margt til, sem ekki verður rætt hér. Fyrir suður- láglendið er Þjóisáivirkjun ekki neitt keppikefli, þar sem nú er auð- sætt, að iðjuver syðra verður við Faxaflóa. Á Suðvesturlandi eru ýms allstór fallvötn og möguleikar til jarðhita- virkjunar, sem gætu á viðunandi hátt bætt úr almennri orkuþörf syðra, ef ekki er horfið til stóriðnað- ar í því sambandi. En á Norður- og Austurlandi er á komandi árum fyr- h'sjáanlegur rafmagnsskortur, sem dýrt er að bæta úr með smávirkjun í hverju liéraði. Og í þessum lands- hlutum vantar tilfinnanlega atvinnu lífsmiðstöð, eins og Austfirðingar orða það, til að hamla á móti „kraft- blökkinni“ við Faxaflóa. Með þetta í huga hefur undanfarin ár verið stefnt að stórvirkjun á Norðurlandi. (Framhald á blaðsíðu 7). TÖFRASPROTI FRAMFARANNA UNGIR Framsóknarmenn á Akureyri héldu almennan umræðu- fund um atvinnumál á sunnudaginn á Hótel KEA. Framsögumað- ur var Steingrímur Ilermannsson verkfræðingur og framkv.stjóri Rannsóknarráðs ríkisins. Sigurður Jóhannesson formaður Félags ungra Framsóknarmanna setti fundinn og kynnti frununælanda. Því næst hófust fundarstörf undir fundarstjóm Bernharðs Stefáns- sonar. Ræða Steingríms var yfirgripsmikil og athyglisverð og á eftir urðu töluverðar umræður. Fundarritari var Gunnar Hjartar- son. Fundargestir voru mjög ánægðir með fundinn. Litlar framfarir í 1000 ár. Steingrímur Hermannsson hóf mál sitt á því að minna á, að nú hefðu íslendingar byggt hið fagra land sitt í 1100 ár eða fast að því. En í 1000 ár urðu hér sáralitlar breytingar, sagði hann. Það var búið í moldarkof- um, farartæki voru ekki önnur en hesturinn og fætur fólksins. Þá var enginn samanburður gerður milli þjóða á þjóðartekj- um og þá voru ekki háværar kröfur stétta um aukna aðild að þjóðartekjunum. Upp risu hall- ir í sumum öðrum löndum, kon ungar og keisarar komu og fóru í stórveldum Evrópu. En stórar framfarir voru að mestu byggð- ar á þrælkun almennings bæði heima og í nýlendum. Það er tæpast fyrr en í byrjun þessarar aldar, sem breytingarnar verða. En breytingarnar verða hraðari með hverju ári. íslendingar flytja úr moldarkofum í hin beztu húsakynni, stíga af hest- inurn upp í bifreiðar og flugvél- ar og endalaust má telja upp þróun á flestum sviðum. Og svona er þetta um allan heim. Töfrasprotinn. Þjóðirnar höfðu náð tökum á töfrasprota framfaranna. Og við skulum ekki halda það, að við stöðnum hér á einhverri sléttu og sitjum þar um aldir. Nei, þvert á móti, hraði breyting- anna verður stöðugt örari. En hver er þessi töfrasproti? Þjóð- irnar hafa lagt mikið kapp á að finna hann. Og hann er hvar- vetna sá sami: Aukin vísindi, tækni, menntun, þekking, bætt skipulag. Norðmenn gerðu ítarlega rannsókn á vexti þjóðarfram- leiðslunnar frá stríðsárunum. Niðurstaða varð sú, að rekja mátti meira en helming af öll- um þeim vexti til nýrrar tækni og bættrar skipulagningar. Nú hlýtur sú spurning að vakna, hvort við íslendingar höfum náð tökum á þessum töfrasprota, að þessu frumafli þróunarinnar. Mitt svar verður hiklaust nei. Það er að vísu rétt að hér verða framfarir og þær hafa vitanlega orðið.Við munum berast með straumnum og hér munu koma upp nýir atvinnu- vegir, aukin þægindi, e. t. v. enn ný farartæki. En allt þetta verður okkur til lítils gagns nema við höfum áhrif á þá þró- un, sem verður. Við verðum einnig að gæta þess, að hér mun í vaxandi mæli gæta ý-msra hlið aráhrifa þróunarinnar. Við höf- um að vísu sameinast með þing ræði, en við höfum einnig sundr azt. Einstaklingar og stéttir heyja nú kapphlaup í vaxandi mæli um aukna hlutdeild í þjóð arframleiðslunni. Nú er saman- burður á milli þjóða á hvers manns valdi. Ég óttast stefnuleysi „viðreisnarinnar“. Mér verður hugsað til grund- vallaratriða þróunarinnar og ég Steingrímur Hermannsson. er satt.að segja mjög farinn að óttast hvert stefnir með því öng þveiti, sem ríkir hér á landi í dag. Með stefnuleysi „viðreisn- arinnar" náum við aldrei tökum á straumnum. Við munum ber- ast inn í hringiðu. Við munum missa úr landi margar dugmestu dætur okkar og syni. Við mun- um missa efnahagslegt sjálf- stæði okkar og smám saman dragast undir kjólfald stórveldis eða stórveldasamsteypu. Við verðum að breyta um stefnu. Við verðum að taka upp stefnu skipulegs hagvaxtar, í stað skipulagsleysis er nú ríkir og byggist á þeirri stefnu auðvalds, sem hér hefur verið rekin upp á síðkastið. „Viðreisnin" byggist á því að jafnvægi náist í fram- boði og eftirspurn eftir pening- um. Þetta er sú gamla kenning, sem hefur verið notuð með all- góðum árangri hjá sumum hin- um háþróuðu iðnaðarlöndum. En það hefur verið í þeim lönd- um, þar sem peningamarkaður- inn hefur verið í mjög góðu jafnvægi og breytist lítið frá ári til árs. Sérstaklega hefur þetta tekizt þar sem það hefur verið látið viðgangast, að nokkurt at- vinnuleysi væri látið taka við sveiflum í efnahagslífinu. Hér eru aðstæður allt aðrar. Peninga markaðurinn er mjög jafnvægis lítill og það eru fjöldamörg önn- ur atriði, sem hafa áhrif á mark aðinn. Gott síldarár gjörbreytir peningum í umfreð og sömuleið is viðskiptakjör erlendis. Ef vext ir eiga að hafa áhrif hér, verður að auka þá margfalt við það, sem tíðkast í þeim löndum, þar sem þessi stefna ríkir, og þá fara vextirnir að hafa önnur og óholl áhrif. Þeir verða þungur baggi framleiðslunnar og benzín á eld verðbólgunnar. Við viljum heldur ekki una því, að hér ríki atvinnuleysi í stórum stíl. Þessi stefna getur aldrei orðið farsæl hér á landi. Okkar hagkerfi er svo lítið og okkar markaður svo takmarkaður, að stjórnleysi leið ir til sveiflna í efnahagslífinu, sem geta orðið óviðráðanlegar. Dæmin blasa allsstaðar við. Inn flytjendum er leyft að taka lán erlendis og hafa notað þessa peninga til að byggja stórhýsi, sem sjá má, a. m. k. í Reykjavík. Þetta hefur dregið vinnuaflið frá vinnumarkaðinum með yfir- boðum og þessvegna gengur illa að fá nægilegt vinnuafl í nauðsynlegustu atvinnuvegina. Það eru keyptir inn margir síld- arbátar, því þegar skriðan fer af stað eru keyptir tugir ef ekki hundruð, en þó er ekki til mann skapur til að manna þá eldri og verður að leggja þeim, þótt þeir séu e. t. v. nýlegir og sæmilega góðir. Á sama tíma hefur ekkert verið virkjað og engin ný iðn- fyrirtæki reist. Sú auðvalds- stefna, sem hér um ræðir, er raunar orðin úrelt í flestum há- þróuðum iðnaðarlöndum. Hvemig þjóð viljum við vera árið 2000? Um næstu aldamót verðum við íslendingar orðnir um 400 þúsund. Hvers konar þjóð vilj- um við þá vera? Við viljum að sálfsögðu vera íslenzk þjóð þar sem velferð og jafnrétti ríkir og stórbætt lífskjör um land allt. Þjóðarframleiðsluna verður við a. m. k. að sjöfalda, ef lífskjör eiga að batna eins mikið hér og gera má ráð fyrir að þau geri í nágrannalöndum okkar. Þetta þýðir 5% aukningu hagvaxtar á ári hverju í heild eða 3% á hvern íbúa. Framkvæmdaáætl- un ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 2% hagvexti á hvern íbúa, enda mun það alls ekki óraun- hæft, með þeirri stefnu óskipu- legs hagvaxtar, sem nú ríkir, og eins og segir í áætluninni, hefur hagvöxtur hvergi verið það lágur í Evrópu, nema í Bretlandi og Belgíu, en Bretar telja það nú óviðunandi og eru að reyna að breyta þessu og komast úr því öngþveyti, sem auðvaldsstefnan, sú sama og við búum við, hefur fært þá í. Við verðurn að gera nýja áætlun. Við verðum að gera nýja framkvæmdaáætlun, ekki áætl- un, sem byggist á stjórnleysi „viðreisnarstjórnarinnar,“ held- ur áætlun, sem kannar hverja þá leið, sem fær er til að ná settu marki og til þess verðum við að lota bein og óbein áhrif ríkisvaldsins á fjárfestingu og öðrum þáttum í atvinnulífinu, eins og nauðsynlegt kann að vera hverju sinni. Við getum varla vænzt þess að margfalda aflann úr sjónum. En við þurfum að áætla hve mikils afla við getum vænzt í meðal-ári og við þurfum að kappkosta að fullnýta þann efla með hverjum þeim aðferðum, sem við þekkjum og ráðum yfir, t. d. með niðursuðu, herzlu lýs- isins, nýjum aðferðum við fram- leiðslu mannafæðu úr fiskúr- gangi, á sama hátt og farið er að gera erlendis o. fl. Þannig getum við stóraukið þjóðar- framleiðsluna og um leið dregið úr sveiflum í sambandi við afla- magn. Fiskeldi. Fiskeldi er að byrja hér og ég er sannfærður um, að sú at- vinnugrein á hér mikla fram- tíð. Við þurfum að kanna heila landshluta í þessu sambandi og veita ýmis konar aðstoð við að koma upp fiskeldi á samvinnu- grundvelli til dæmis. Þetta þarf að gera með því að láta fjár- magn í té til stofnkostnaðar og þó fyrst og fremst tæknilega þekkingu. Skipulagsleysi í þessu máli o. fl. er alveg óþol- andi. Hér má skjóta því inn í, hvað aðrar þjóðir hafa gert á þessu sviði. í Skotlandi t. d. er rætt um að loka heilum firði og taka hann til fiskeldis. Hvers- vegna ekki að reyna slíkt hér? Ætli það myndi kosta meira en eitt stórhýsi við Suðurlands- brautina í Reykjavík? Landbúnaðurinn. Landbúnaðurinn mun aukast og hann mun einnig breytast. Og þar verðum við Framsóknar menn að halda forystunni. Sinnuleysi og skortur á hug- myndaflugi á þessu sviði er til vanvirðu. Ég minnist þess að merkur bóndi úr Þingeyjar- sýslu sagði í viðtali í fyrra, að öll grundvallaratriði landbúnað- arins væru gjörbreytt frá því sem þau voru fyrir fáum ára- tugum. Og þó, sagði hann, bú- um við við sama skipulag og tíðkaðist hér allt frá landnáms- öld. Fyrir örfáum árum var hvert sveitaheimili félagsheild út af fyrir sig. Nú er þetta breytt. Nú fljúga ungarnir að heiman eins fljótt og þeir geta. Nú er komin sláttuvél í staðinn fyrir kaupamann og rakstrarvél í staðinn fyrir kaupakonu og eftir sitja gömlu hjónin ein heima. Niðurstaðan verður sú, að býlin leggjast í eyði. Þróun landbúnaðarins hefur verið ör á undanförnum árum og fyrir það á Framsóknarflokkurinn áreiðanlega miklar þakkir skil- ið. Það hefur enginn atvinnuveg ur annar aðlagast betur þeim breytingum sem orðið hafa og líklega hvergi orðið eins mikil framleiðniaukning. Þetta er staðreynd. En allar breytingar verða sennilega enn hraðari á næstu árum og þá verður einn- ig að breyta stefnunni í land- búnaðarmálum. Ég er þó ekki að taka undir bólu Gunnars Bjarnasonar eða byltingakenn- inga hans, sem íhaldið virðist ætla að gera að einhverju leyti að sinni stefnu í landbúnaðar- málum, eða tölulegar rang- færslur Gylfa Þ. Gíslasonar, sem frægar eru orðnar, þótt ég haldi því fram, að við þurfum að kanna mjög vel nýjar og breyttar aðferðir í landbúnaðar- málum. Við verðum að endur- skipuleggja það félagslíf, sem áður var, en samkvæmt kröfu 20. aldarinnar. ■ Við verðum að færa kosti þéttbýlisins út til sveitanna. Hversvegna ekki stuðla að því, að býlin samein- ist, t. d. að nokkur bú hefji sam vinnubúskap, eins og nokkrir Framsóknarmenn hafa lagt til á Alþingi? Þetta á ekki að gera með þrælaskipulagi að rúss- neskri fyrirmynd, heldur eins og hentar sjálfstæðum■ hugsun- arhætti hins íslenzka bónda. Þá getum við eflaust, með aukn um rannsóknum og þekkingu, fundið ráð til að nýta betur land ið fyrir miklu stæi'ri bústofn, en hér er nú, auk hinnar al- mennu ræktunar. Enginn getur talið mér trú um það, að kinda- kjöt og ull af íslenzku sauðfé geti ekki orðið samkeppnisfær- ar vörur á heimsmarkaðinum ef rétt er á haldið, og áherzla er lögð á stóraukna framleiðni með auknum rannsóknum og vísind- um. Og hvers vegna ekki að reyna eldi holdanauta, jafnvel þótt því fylgi einhver áhætta. Fyrir nokkrum árum kom ég til Bandaríkjanna og hitti þá mjög auðugan mann, sem hafði holda- nautarækt fyrir tómstundaiðju. Hann átti 16 þús. naut. Hann var forstjóri í stóru aluminium- fyrirtæki, og ég fór að tala um þá hluti. Hann hafði engan áhuga á að tala um málma, en spurði hins vegar hvers vegna ekki væru holdanaut á íslandi og kjötið selt til Bretlands. Hann bauð mér upp á félags- skap á þann veg, að ég legði til nauðsynleg innflutningsleyfi en hann síðan öll holdanautin! Minkarækt. Við hófum minkarækt fyrir allmörgum árum og unnum það verk illa. Uppskeran varð að — Ég var orðin taugaveikluð, og þó enn á unga aldri. Og mér var ljóst, að senn myndi ég hrapa ofan af hástalli listar minnar. Um þessar mundir hitti ég seinni manninn minn Gilde. Hann var í verzlunarerindum erlendis. Við hittumst í norskum klúbb í Kaup- mannahöfn. Hann varð ástfanginn af mér, og mér leizt vel á hann. Hann var ákaflega stimamjúkur við mig á allan hátt, og ég hikaði ekki lengi. Við giftum okkur, og ég fór með honum til Noregs. Sannleikurinn var sem sé sá, að mér fannst ég alveg útslitin og hefði lokið öllu erlendis. Ég var því ánægð að fara með eiginmanni mínum heim í strandbæinn hans og setjast þar að ævina á enda. Þar gæti ég hvílt mig og verið alveg laus við baráttuna fyrir því að halda mér í vissri hæð andlega og listrænt. Ég skalf ekki framar við smáhrukku eða nýjan drátt í andliti. Ég þurfti ekki framar að brosa eða vera alverleg, nema ég findi hjá mér tilefni til þess. Ég var algerlega frjáls. Og hamingja okkar hjóna varð fullkomin, er við eignuðumst soninn. Við áttum aðeins hann einan. Hann er fyrir löngu fullorðinn og hefir þegar unnið sér nafn sem snjall list- málari. — Æ, þér megið trúa því, ungfrú Falk, að Haraldur er góður og ágætur drengur. Þér verðið einhvern tíma að hitta hann. Iðunn brosir ofurlítið. Frú Gilde hefur talað látlaust með klökkri röddu og dálítið þunglamalega. Hún hlýtur að vera orðin dauðþreytt, en heldur samt áfram. — Þegar Haraldur kemur heim í vor ætla ég að halda rokna veizlu. Mikla móttökuveizlu, skal ég segja yður. — En ungfrú Falk, lofið mér að segja yðum dálítið meira. Eins og ég sagði yður, var ég orðin frjáls manneskja, og allt í bezta gengi, þar til einn daginn, er ég sat og var að hugsa um sjálfa mig, unz ég fann mig raun- verulega aftur, eins”og við t. d. könnumst við hlut, sem við höfun oft séð áður, en samt ekki eins skýrt og hann raunverulega er. — Ég seig alveg saman. Já, ég kveinaði innvortis og kvartaði. Ég kreppti hnefana, svo að neglurnar sukku í lófana. Ég spurði sjálfa mig upp aftur og aftur: — Er þetta raunverulega mitt and- lit? Getur það verið að ég líti þannig út? Hvenær fékk ég þessa þreytudrætti? Þessar djúpu línur kringum munn og nef? — Og nú hófst striðið á ný til varðveizlu fegurðar og æsku. Ég varð þreytt og tortryggin við manninn minn og rifrildisgjörn. Ég hélt að hann hefði líka orðið þess var, hve mér hefði farið aftur. Ég ásakaði hann fyrir tryggðarrof, og að hann héldi við aðrar kon- ur. Ég var því svo vön frá fyrra lífi mínu, að eiginkonur væru vanræktar, þegar nýjar konur og fallegar urðu á vegi eiginmanna þeirra. Ég þekkti ekki tryggð og trúfestu, og trúði heldur ekki að aðrir ættu til að bera. Og alls ekki eiginmaður minn, er hann sæi, hve árin hefðu vanfegrað mig. Já, ég hélt að það væri aldurinn, þó að ég væri enn aðeins á fertugsaldri. — En það voru ekki aðeins árin, sem á mig lögðust, heldur einnig annað fleira og meira. — Æskulíf mitt hafði verið svo þrungið spennu og óróleika, að það markaði varanleg spor í andlit mitt og hafði svo að segja skráð þar ævisögu mína. Ég varð alveg frá mér út af öllu þessu, en sár- ast var þó að glata fegurðinni án þess að geta nokkuð aðhafst. I huga AUÐHILDUR FRÁ VOGI: GULLNA BORGIN 16 sama skapi rýr. Minkaræktin hjá okkur var ekki byggð á þekkingu. Hún var eins konar íhlaupavinna einstaklinga. — Minkarnir sluppu út í náttúr- una og hafa gert mikinn skaða. Viðbrögðin urðu snögg því minkaeldi var þá algerlega bannað. Danir hófu mirtkarækt með vísindalegum aðferðum um svipað leyti og við settum þetta * bann á hjá okkur. Ég var í Danmörku fyrir nokkrum dögum og ræddi þá við kunnugan mann í minka- ræktinni. Minkaræktin í Dan- mörku er orðinn stór liður í þjóðarbúskapnum þar og hafa Danir boðist til.að flytja minka- stofn hingað til lands og hefja hér minkaeldi, því slík-.atvinnu- grein hefur mun betri skilyrði hér á landi en í Danmörku. Amerískur framleiðandi minka- skinna er, samkv. blaðafrétt, að flytja mikinn hluta af þess- um búskap sínum til eyju einn- ar við Japan, þar sem loft er rakara og kaldara og mikið til af fiskúrgangi. Þar var eins og lýsingin væri skrifuð fyrir ís- land. Það er, að mínum dómi, sorglegt dæmi um úrræðaleysi að banna minkaeldi hér á landi. Hinsvegar eigum við að setja því strangar reglur. Við gætum vel varið milljón krónum eða svo til að setja upp vísindadeild mínum blasti við hið mikla dýrðleg líf, sem ég hafði lifað svo stutta hríð. Ég varð sjúk af þrá eftir þessu lífi. Hrífandi áhrif mín á leik- sviði blöstu töfrandi við mér, og ég þóttist viss um að geta endur- vakið þau á ný. — Ég fór til höfuðstaðarins og fann að máli gamla samherja. Ég leitaði uppi nýja leikstjóra. Og meðan á þessu stóð, hafði ég reynt að dubba mig upp og snurfusa og snyrta allt útlit mitt. Mér fannst líf mitt liggja við að komast aftur á leiksviðið. — Jæja. — Ég fékk hlutverk, allstórt og kröfufrekt hlutverk. Áróður í blöðum og áuglýsingum: — Mikil lista-leikkono væri kom- in aftur til leikhússins. — En hlutverkið varð of stórt, — og reyndist of heimtufrekt handa mér . . . Ég var í höfuðstaðnum til loka. Sneri síðan heim aftur hingað til strandbæjarins eins og tilfinningalaus svefngengill. — Búið! — Öllu lokið! söng í huga mínum og allri mér. — Um þessar mundir hafði maðurinn minn orðið gjaldþrota. En hann reis upp á ný. Þetta endurtók sig, en hann brauzt fram úr því. Honum var engin aðstoð í mér. — Ég sat helzt heima með glas fyrir framan mig. Gamla áfengisþráin hafði vaknað hjá mér á ný. Ég fann huggun í víninu. Það gerði lífið ofurlítið bjartara. Maður- inn minn dvaldist lítið heima, eftir að ég kom úr höfðustaðarförinni. og talaði títið við mig. Við vorum eins og ókunnug. En ég veit, að honum þótti vænt um mig allt fram í dauðann. — Ég var oft órétt- lát við hann í sambúð okkar. En ég varð samt víst nokkru blíðari um hríð. — Hann var ærlegur maður og samvizkusamur, en þá eiginleika skorti mig mörg ár . . . . — Getið þér skilið, ungfrú Falk, hvers vegna ég er að segja yður allt þetta um sjálfa mig? Þér eruð þó í rauninni alveg ókunnug mér. Ég skil það meira að segja ekki sjálf. Ég held það hljóti að vera björt og djúpsæ auðu yðar, sem laða mig til að segja svo margt og mikið. Ég finn einhvern veginn á mér, að þér skiljið náunga yðar á einkennilega mildan hátt. Herra Rossí hefur sagt mér að þér séuð læknisdóttir. Kannski foreldrar yðar séu góðar og skilningsríkar manneskjur, sem auðvelt er að tala við um allt milli himins og jarðar. Iðunn brosir alvarlega. — Þakka yður fyrir yðar góða álit á mér. — Alls ekki of gott! Það er ég alveg viss um. En nú verðið þér að segja mér eitthvað um sjálfa yður og heimilið yðar fyrir austan, á meðan þér hafið mig nú undir höndum. Viljið þér vera svo væn? Frú Gilde hagræðir sér í rúminu og dregur þungt andann. í minkaeldi og láta fylgjast vel með þeim minkabúum, sem ■ yrðu reist. Hér er um atvinnu- veg að ræða, sem hentar ágæt- lega okkar staðháttum. Þetta mætti t. d. gera á félagsgrund- velli náyægt landbúnaðarmið- stöðvum eða í sjávarþorpum, þar sem nægilegt fóður er fyrir hendi. í Smáiðnaður — Stóriðnáður. Okkur ber að leggja áherzlu á að breyta grundvelli efnahags lífsins. Við megum ekki vera um of háðir sveiflum sjávarút- vegsins. Þétta getum við með því að auka verðmæti þess hluta sjávaraflans, sem telja má öruggan og auk þess verð- um við að auka annan iðnað sem allra mest. Spurningin er þá sú, hvaða iðnað? Sumir leggja áherzlu á svokallaðan smáiðnað, aðrir vilja stóriðnað, þótt skilgreiningin liggi raunar ekki ljóst fyrir. En hversu sem menn skil- greina smáiðnað og stóriðnað, er ég þeirrar skoðnuar að sá iðnaður, sem hér kemur upp, verði að grundvallast á ein- hverju, sem við höfum umfram aðrar þjóðir, hvort sem það eru náttúruauðævi eða þekking. Að vísu hefur byggst hér upp alls konar iðnaður fyrir innlendan markað, venjulega verndaður með háum tollum. Þróunin verð ur áreiðanlega sú, að tollarnir lækka, og ekki síst ef við ger- umst einhvers konar aðilar að alþjóða tollabandalagi, eins (Framhald á blaðsíðu 7). — Já, það get ég auðvitað gert, segir Iðunn eftir ofurlitla þögn. En er hún hefir sagt aðeins örfá orð, lokast augu frú Gilde, og andardráttur hennar verður hægari og rólegri og ber þess brátt vott, að hún er sofnuð. Iðunn smyr hreinsandi smyrslum létt og mjúkt um andlit hennar. Síðan strýkur hún um kinnbein hennar með föst- um og jöfnum handtökum. Frú Gilde hreyfir augnalokin öðru hverju, en annaFs er hún í þungum svefni. Iðunn athugar andlit hennar. Hún leggur hendurnar fast utan að gagnaugum hennar og strengir á hörundinu upp á við. Jú, frú Gilde hlýtur að hafa verið Ijómandi falleg á æskuárum. Andlitsdrættirnir eru óvenju fagurmótaðir. Á leiksviði hefur hún óefað verið geisl- andi fögur, er hún brosti við leikhúsgestum með fögru vörunum sín- um. Aumingja frú Gilde. Nú er hún eflaust orðin hrukkóttari, en til var ætlast.. Aðeins sökum þess að hún alla ævi og enn í dag stuðlar að því að festa aldursstimpilinn á sig.--------- Iðunn lýkur snyrtiaðgerðum sinum, tekur tösku sína með öllu snyrtidótinu og fer stillt út úr svefnherberginu. Hún vill ekki vekja frú Gilde. Það er bezt að lofa henni að sofa úr sér síðustu eftir- stöðvarnar af vimunni. Iðunn getur hvort sem ekki talfært við hana núna að fá lestrartíma hjá henni. Til þess er frúin enn of þung í höfði. Iðunn gengur hægt ofan stigann. Hún nemur staðar í forhöllinni og athugar málverkin á veggjunum dálitið nánar. Jú, Haraldur Gilde kann að mála! Myndirnar ná tökum á henni, fjötra hana og verða lifandi fyrir augum hennar. Hún stendur kyrr og liggur við, að hún gleymi sér. — Er nokkuð í heimi jafn dýrðlegt og list! Að geta skap- að lifandi list. Finna efni í eigin huga og geta birt það öðrum og látið þá gleðjast við það og télja sig auðugri, er þeir finna eitthvað af sjálfum sér í listinni. Og svo að sjá sál listamannsins bregða fyrir í verkum hans.! Iðunni verður aftur hugsað til frásagnar frú Gilde. Listabraut hennar hafði verið hvort tveggja, bæði afar glæsileg og ákaflega ömurleg. En er vegur listamannsins ekki einmitt þannig oft og tíð- um? Hann liggur í ýmsar áttir, frá hæstu sjónarhólum sólskinsdýrð- ar til dimmustu skuggahverfa vonbrigðanna. Samt getur þettá ekki skotið henni skelk í bringu. Hún finnur að taskan litla með dótinu frá fegrunarstofnuninni þyngir hönd hennar. Já, því að þar á hún ekki heima. Og heldur ekki framtíð hennar. — Heimilisþerna frú Gilde kemur hljóðlátlega eins og andi og hleyp- ir Iðunni út. — í þessu húsi hef ég enn ekki lokið erindi mínu, hugsar Iðunn, er hún gengur um rökkvaðann garðinn. Það tekur eflaust sinn tíma, áður en við frú Gilde erum kvittar. Og Harald son hennar get ég gjarnan hitt, ef hún æskir þess. Iðunn lokar þungu eikarhliðinu hægt á eftir sér. Hún lítur enn einu sinni upp til hvíta hússins, heimilis férú Gilde. Seint í kvöld vaknar hún sennilega af þungum svefni. Henni finnst þá kannski, að hún sé þung í höfði og þrífur þá handspegilinn, sem liggur ein- hvers staðar í rúminu. Svo rannsakar hún sjálfa sig rækilega, brosir og beitir alls konar leikara-látbragði. Framhald., t

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.