Dagur - 04.03.1964, Page 5
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Sírnar 1166 og 1167
Ritstjóri og ábyrgðamiaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
Þjóðskáldið
Davíð
Stefánsson
FYRIR 45 ÁRUM kvaddi ungur
bóndasonur úr Amarneshreppi,
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, þá
nýorðinn stúdent, sér hljóðs á skálda-
þingi með ljóðabókinni Svörtum
fjöðrum. Síðan hefur hann verið
óumdeilanlegt þjóðskáld íslendinga,
notið mestra vinsælda allra skálda á
þessu tímabili, verið hinn ókrýndi
konungur í íslenzkri ljóðagerð, virt-
ur og dáður með þjóð sinni. Ungir
og gamlir lærðu ljóð hans og sungu,
rithöfundar, ræðumenn og þjónar
kirkjunnar vitnuðu í Ijóð Iians og
ræður þegar mikið var við haft.
ÞAR SEM skáldið frá Fagraskógi
tók tii máls, varð hátíðastund, sem
fæstum gleymist. Þar mátti heyra
saumnál tjætta. Bar margt til. Skáld-
ið bæði aðsópsmikið og virðulegt,
rödd þess og framsögn slíkum töfr-
um þrungin, að samanburður er
óhugsandi. Og hvort heldur sem var,
ræða eða kvæði, var þar ætíð djarfur
og drengilegur boðskapur, sem snart
dýpstu strengi í hvers manns brjósti.
BOÐSKAPUR HANS víkkaði sjón-
hringinn, dró skýrar línur milli
kjarnans og þess, sem einskisvert er,
opnaði mönnum sýn til hinna sönnu
verðmæta lífsins. Og um leið var
Ijoðskapur lians svo máttugur fagn-
aðaróður til lífsins, að hann lyfti
samtíð sinni og jók henni þrótt.
ÞJÓÐIN SYRGIR þjóðskáldið frá
Fagraskógi. Akureyri er fátækari
en áður. Norðurland er svipminna
en það var. Við finnum allt í einu,
hve Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
átti mikinn þátt í reisn okkar sjálfra,
hvers og eins. En hve mikið eigum
við þá ekki að þakka, að eiga ljóðin
lians öll, hafa kynnst honum per-
sónulega og notið hans svo lengi?
DAVÍÐ STEFÁNSSON var heiðurs-
borgari Akureyrarbæjar og hefur
bærinn óskað að kosta útför hans.
Skáldið verður lagt til hinstu hvíld-
ar í fæðingarsveit sinni, að Möðru-
völlum í Hörgárdal.
DAGUR ÞAKKAR vinsemd skálds-
ins í sinn garð á undanförnum ár-
um og sendir ástvinum þess hugheil-
ar samúðarkveðjur. □
Bandarísk ungmenni til sumardvalar á Akureyri?
Á UNDANFÖRNUM 7 árum
hefur menntastofnunin Amer-
ican Field Service veitt allmörg
um íslenzkum nemendur styrki
til skólagöngu og dvalar hjá
fjölskyldum víðsvegar um
Bandaríkin. í vetur dveljast 20
íslenzkir nemendur vestan hafs
á vegum American Field Serv-
ice, og í ágúst n. k. mun annar
ekki smærri hópur halda vestur
um haf.
Starfsemi American Field
Service byggist á nemendaskipt
um milli Bandaríkjanna og 60
annarra þjóða. Þeir, sem notið
hafa styrkja á undanförnum
árum, hafa með sér félag í
heimalöndum sínum í því skyni
að kynna starf American Field
Service og fá fjölskyldur til
þess að taka á móti bandarísku
skólafólki á aldrinum 16—18
ára til tveggja mánaða sumar-
dvalar.
Tilgangur þessara nemenda-
skipta er í stuttu máli sá að gefa
unglingum viðkomandi þjóða
kost á að ferðast og kynnast
lifnaðarháttum í öðrum lönd-
um, ekki sízt gegnum líf og
starf fjölskyldunnar, er þeir búa
hjá.
Af fjölskyldunum er til þess
ætlazt, að þær líti ekki á hinn
erlenda nemanda sem gest, held
ur sé honum veitt sama um-
hyggja og öðru heimilisfólki.
Æskilegt er, að á heimilinu sé
unglingur á aldrinum 16—20
ára, þó koma roskin hjón, er al-
ið hafa upp unglinga, einnig til
greina. Þá er það og skilyrði,
Frá Meimtaskólanum
á Akureyri
AÐ gefnu tilefni leyfi ég mér
að lýsa yfir því, að einn er sá
þáttur í starfsemi Menntaskól-
ans á Akureyri, sem ég hefi
sízt haft áhyggjur af á undan-
förnum árum. Það eru fjárreið-
ur mötuneytis heimavistar í
höndum húsvarðar. Ber tvennt
til. í fyrsta lagi hefi ég í löng-
um og margvíslegum samskipt-
um reynt hann manna traustast-
an og vandaðastan í öllum pen-
ingamálum. Og í öðru lagi hafa
reikningar mötuneytis jafnan
verið endurskoðaðir að tilhlut-
un skólastjórnar og til þess
fenginn einn hinn tölugleggsti
af kennurum skólans, Brynjólf-
ur Sveinsson, sem um árabil
hefir verið endurskoðandi bæj-
arreikninga á Akureyri og því
áreiðanlega starfi sínu vaxinn.
Hefir hann ávallt farið hinum
mestu viðurkenningarorðum
um reikningshald ráðsmanna og
meðferð hans á fjármunum
mötuneytis, bæði um vexti og
annað.
Tilefni þessarar yfirlýsingar
eru hvatvísleg og mjög ómak-
leg aðdróttunarorð, sem birtust
í fjölrituðu blaði nemenda í
skólanum, og munu hafa vakið
nokkurt umtal, og þeirra jafn-
vel getið í blöðum. Virðist nóg
um reimleika í þjóðfélagi voru,
þó að þar séu ekki vaktir upp
draugar, sem engir eru.
Þórarinn Björnsson.
áð einhver tali ensku á þeim
heimilum, þar sem bandarískir
nemendur munu búa. í þessu
sambandi má benda á það, að
þarna gefst meðlimum viðkom-
andi fjölskyldna gott tækifæri á
að þjálfa enskukunnáttu sína.
Síðastliðin þrjú sumur hafa
7 bandarískir nemendur komið
til tveggja mánaða dvalar á ís-
lenzkum heimilum, og í ár er
ráðgert að auka þann fjölda að
mun. Þetta hefur gefið mjög
góða raun, og er það mál þeirra
fjölskyldna, sem hér hafa átt
hlut að máli, að það hafi verið
þeim þroskandi og ómetanleg
reynsla að hafa þessa unglinga
á heimilum sínum.
Enn, sem komið er, hafa hin
bandarísku ungmenni eingöngu
dvalizt á heimilum í Reykjavík
eða Hafnarfirði. Það er von
þeirra, sem að þessum málum
starfa, að einn eða fleiri úr þeim
hópi, sem kemur hingað til
lands í sumar, dveljist hér norð
an Iands. Þær fjölskyldur á Ak-
ureyri eða nærsveitum, er
kynnu að hafa áhuga á að taka
á móti bandarískum unglingum
til dvalar á heimilum sínum í
sumar, geta leitað allra nánari
upplýsinga hjá Geir S. Björns-
syni, formanni ísl. Ameríska
félagsins á Akureyri. □
SMÁTT OG STÓRT
SPARISTEFNA OG HVERS-
DAGSSTEFNA
Mbl. talar um „sparistefnu“
og „hversdagsstefnu“ í kaup-
gjaldsmálum. Ætli það hefi ver-
ið „sparistefna,“ sem Sjálfstæð-
isflokkurinn fór eftir árið 1958,
þegar hann ásamt Moskvumönn
um, hvatti til kaupliækkana,
sem hann svo tók aftur jafn-
skjótt, sem liann var kominn í
valdaaðstöðu órið 1959?
UM SJÓNVARPIÐ
Gylfi Þ. Gíslason menntamála
ráðherra gaf nýlega skýrslu á
Alþingi um undirbúning sjón-
varus Iiér á landi. Hann sagði,
að sjónvarpsstöð fyrir Reykja-
vík og Suðurnes myndi kosta 10
millj. króna, en 34 millj. króna,
ef hún næði til Suðurlandsund-
irlendisins og Miðvesturlands,
og með endurvarpsstöðvum fyr-
ir allt land 140 millj. kr. Af
þeirri upphæð taldi hann tolla
um 50 millj. kr. og skiptir það
raunar litlu niáli, því að varla
myndu tollar af innflutningi til
sjónvarps verða gefnir eftir
meðan þeir eru greiddir af lífs-
nauðsynlegum innflutningi. Út-
varpið birti nýlega fréttir af
norsku sjónvarpi, og var þar
sagt, að rekstrarkostnaður væri
gífurlegur, mun meiri en búizt
hafði verið við.
Enn berast um það fréttir
víðsvegar af landsbyggðinni, að
hlustunarskilyrði fyrir útvarp
séu slæm. Víst væri þar þörf
niikilla úrbóta, t. d. tvöfakla dag
skrá á kvöldin til þess að þeir,
sem það vilja, gætu fengið stað-
betra efni, en stundum er þar á
boðstólum nú orðið. Mikilsvert
Aðalfundur Iðju á Ak.
AÐALFUNDUR Iðju var hald-
inn fyrra laugardag. Samkvæmt
skýrslu stjórnareru félagsmenn
nú 735, þar af 469 konur, en 266
karlar.
Reksturshagnaður allra sjóða
félagsins varð kr. 463.092,13 á
árinu og bókfærðar eignir í árs-
lok kr. 1.475.517,83. Félagsgjöld
voru ákveðin kr. 400,00 fyrir
karla ag kr. 350,00 fyrir konur.
Jón Ingimarsson er formaður
og jafnframt starfsmaður félags-
ins.
væri að geta komið upp sérstök-
um útvarpsstöðvum í einstök-
um landshlutum, t. d. hér á Ak-
ureyri og útvarpa efni þaðan. □
TILKYNNIN G
frá héraðslækni
SÖKUM þess að komið hefir í
Ijós, að mótefni gegn mænusótt,
hefir minnkað verulega hjá
mörgum þeim, sem sprautaðir
hafa verið gegn þessum sjúk-
dómi, hefir heilbrigðisstjórnin
nú mælt svo fyrir, að héraðs-
læknar skuli hver í sínu læknis-
héraði gefa fólki 40 ára og
yngra kost á að fá eina mænu-
veikissprautu nú á næstunni til
að auka við það mótefni gegn
sjúkdómum, sem fyrir er..
Þó mun ekki ástæða til að
sprauta þá, sem fengið hafa
sína 4. mænuveikissprautu á
árinu 1963.
Mænusóttarbólusetningu þessa
mun héraðslæknir framkvæma
í hreppum læknishéraðsins og í
barnaskólum Akureyrar, en
heilsuverndarstöð Akureyrar
mun framkvæma bólusetningu
þessa á íbúum Akureyrarbæjar
og verður nánar auglýst síðar
hvenær hún fer fram.
Bólusetning þessi er algerlega
frjáls (ekki skyldubólusetning)
og mun kosta 60 kr. fyrir mann-
inn.
Jóhann Þorkelsson.
(Önnur blöð bæjarins beðin
að birta þessa tilkynningu).
HÁLFSÍÐIR
Fyrir ferminguna:
NÆRFÖT
SLÆÐUR
HANZKAR
MARKAÐURINN
Sími 1261
5
Ymsar frétiir frá Búnaðarþingi
HUGLEIÐING VEGNA
„BRÉFS AÐ VESTAN“
SUMA langar til að heyra eitt-
hvað frá mér vegna bréfsins að
vestan frá H. K. í næst síðasta
tölublaði dag's.
Það er rétt, að Jesús var sak-
aður uni lögmálsbrot, en hann
var ekki sekur um það samt.
Munur er á ákæru og sök. En
hann braut fyrirmæli og erfi-
kenningar fræðimanna og Farí-
sea og hafði að engu skýringar
þeirra á lögmálinu, þegar þær
voru rangar. Fyrir það hlaut
hann reiði þeirra og hefndar-
hug, sem leitaði ávallt færis að
koma honum í klípu eða dauða.
Lærisveinarnir brutu ekki fyr
irmæli lögmálsins um helgihald
hvíldardagsins. Lögmálið bann-
aði ekki að neyta fæðu á hvíld-
ardegi og leyfði hungruðum
mönnum að tína öx á akri ná-
ungans. En erfikenningar lærðu
mannanna bönnuðu þetta síðar
á hvíldardegi. Erfikenningar
manna og orð Guðs er tvennt
ólíkt
Sagan af hórseku konunni,
sem komið var með til Krists,
er hliðstæð sögunni af skattpen-
ingnum. Fræðimennirnir og
Farísearnir, sem komu með
hana, komu með hana til að
koma Kristi í Klípu. Ef hann
sagði: „Það á ekki að grýta
hana,“ gátu þeir sagt með full-
um rétti, að hann afneita'ði boð-
um lögmálsins. Ef hann sagði:
„Það á að grýta hana,“ gátu
þeir ákært hann fyrir Rómverj-
um, að hann risi gegn boðum
keisarans. Gyðingum var ekki
leyfilegt þá að taka nokkurn
mann af lífi. Það sína þeirra
eigin orð frammi fyrir Pílatusi.
(Jóh. 18. 31.) Kristur gat held-
ur ekki dæmt konuna, því að
hann hafði ekki lagalegt vald
til þess, séð frá sjónarmiði lög-
málsins, ekki fremur en skorið
úr arfsþrætumáli. „Maður, hver
hefur skipað mig dómara eða
skiptaráðanda yfir ykkur?“
(Lúk. 12. 14.). Hann var ekki
kominn til að dæma, heldur til
að frelsa. (Jóh. 3. 17.) Hann
reyndi að frelsa þessa andstæð-
inga sína með því að stinga sam
vizku þeirra með orðunum „Sá
yðar, sem syndaus er, kasti
fyrsta steini á hana.“
Er það réttskilinn kristindóm-
ur, að við eigum að lúta lögmáli
Móse í einu og öllu? Á þá lund
spyr H. K.
Hvað er átt við með orðunum
„lögmál Móse“? Þessi orð eru
notuð í þrengri og víðari merk-
ingu. í víðari merkingu er það
allt lagasafn Mósebókanna. En
það skiptist í þrennt: Siðgæðis-
lögmál, helgisiðalögmál og borg-
araleg lög. Yfirleitt munu allir
kristnir menn sammála um, að
helgisiðalög og borgaraleg lög
ísraels komi þeim ekki við.
hins vegar sé siðgæðislögmálið,
Móselögmál, í þrengri merk-
ingu, í fullu gildi. Það var að
minnsta kosti skilningur Lút-
hers, því að hann tók boðorðin
10, gefin á Sínaí, upp í fræði sín.
Þess vegna byrjaði kverið mitt,
er ég lærði sem barn, á þessa
leið, ef ég man rétt:
Spurning: Hvernig lifa Guðs
börn í heiminum?
Svar: Þau afneita djöflinum,
öllum hans verkum og öllu hans
athæfi og lifa samkvæmt lög-
máli Guðs.
Spurning: Hvar lærir þú um
lögmál Guðs?
Svar: Um lögmál Guðs læri
ég í fyrsta parti fræðanna, sem
inniheldur Guðs orð 10 boðorð.
Fyrsta boðorðið, sem mætti
mér svo í fræðunum var þetta:
„Þú skalt ekki aðra guði hafa.“
Kemur þá bannið við frétta-
leit af framliðnum okkur núna
nokkuð við?
Við skulum athuga samband
þess: „Þegar þú kemur inn í
landið, sem Drottinn, Guð þinn,
gefur þér, þá skalt þú ekki taka
upp svívirðingar þessara þjóða.
Eigi skal nokkur finnast hjá
þér, er láti son sinn eða dóttur
ganga gegn um eldinn, eða sá
er fari með galdur eða spár eða
fjölkynngi, eða töframaður eða
gerningamaður eða særingamað
ur eða spásagnamaður, eða sá,
er leiti frétta af framliðnum.
Því að hver sá, er slíkt gerir, er
Drottni andstyggilegur, og fyrir
slíkar svívirðingar rekur Drott-
inn, Guð þinn, þá burt undan
þér. Þú skalt vera grandvar
gagnvart Drotti, Guði þínum,“
(V. Mós. 18. 9.—13.)
Hér setur Drottinn fréttaleit
af framliðnum á bekk með
göldrum, særingum og- öðru
þess háttar, kallar þetta svívirð-
ing, sem geri þann, er aðhefst
þetta, Drottni andstyggilegan,
utan og innan ísraels, án lög-
máls Móse eða undir því. Hann
sagði við ísrael í III. Mós 19. 31.:
„Leitið eigi til særingaranda né
spásagnaranda; farið eigi til
frétta við þá, svo að þér saurg-
ist ekki af þeim; ég er Drottinn,
Guð yðar. í næsta kap. (20.
1.—6.) ræðir Guð um skurðgoða
dýrkun, að taka fram hjá sér,
ef leitað er til særingaranda og
spásagnaranda.
Fréttaleit af framliðnum er í
raun og veru brot á fyrsta boð-
orðinu. Jesaja spámaður ritaði
mörgum öldum seinna: „Á ekki
fólk að leita frétta hjá Guði
sínum? á að leita til hinna
dauðu vegna hinna lifandi?“
(Jes. 8. 19:) Á að varpa orðum
Drottins að baki sér og gera sig
honum andstyggilegan?
Páll postuli ritaði: „En and-
inn segir berlega, að á síðari
tímum muni sumir ganga af
trúnni, er gefa sig að villu-önd-
um og lærdómum illra anda.“
(II. Tím. 4. 1.) Þetta hefir rætzt.
Menn, jafnvel prestar, hafa yf-
irgefið kenningar Jesú Krists
vegna kenninganna, er svo
nefndir andar framliðinna
manna flytja. Sumar kenningar
handan yfir og sumar kenning-
ar Drottins vors sameinast ekki
eða samþýðast ekki betur en
eldur og frost, olía og vatn.
Þær eru hreinar, fulkomnar,
algerar andstæður. Ég stend
með kenningum Krists og vil
því aðvara þá, sem hafna þeim.
Kristur er frelsari nú, en hann
kemur aftur og þá sem dómari.
Trúið Drottni Jesú og orðum
hans, meðan enn er tími til
þess: „Það liggur fyrir mönnum
eitt sinn að deyja, en eftir það
er dómurinn.“ Þetta eru tvær
staðreyndir, sem ekki raskast.
Það er betra að mæta Drottni
öðru vísi en andstyggilegur
honum eða hlaðinn brotum á
boðum hans þegar dagur dóms-
inn rennur upp. S. G. J.
(Framhald af blaðsíðu 8).
þingmenn Norðurlandskjördæm
is eystra hafa flutt í sameinuðu
þingi, nr. 299, um að gerð verði
áætlun um stofnkostnað og
rekstur fóðuriðnaðarverksmiðju
á Norðurlandi.
Búnaður ökutækja.
Fyrir Búnaðarþingi lá reglu-
gerð um gerð og búnað öku-
tækja. Var henni breytt nokkuð
á þinginu og nýjum greinum
bætt við, s. s. um skoðunar-
skyldu einu sinni á ári á dráttar
vélum, um meira öryggiseftir-
lit og að öryggiseftirlit rikisins
og Vélanefnd skuli halda nám-
skeið, þar sem kennt sé með-
ferð og notkun dráttarvéla og
ýmissa landbúnaðartækja.
Hafnaði tillögunni.
Frumvarp til laga um breyt-
ing á lögum um búnaðarmála-
sjóð, sem Jónas Péturson hefur
flutt á Alþingi, lá fyrir Búnað-
arþingi og var samþykkt svo-
hljóðandi ályktun:
Búnaðarþing getur ekki mælt
með samþykkt þessa frumvarps.
Frumvarpið fjallar um breyt-
ingu á skiptingu sjóðsins til
búnaðarsambandanna þannig að
helmingurinn skiptist eftir tölu
búnaðarfélagsmeðlima í hverju
sambandi en hinn helmingurinn
eftir framleiðslumagni á svæð-
inu.
Skóli hestamanna.
Erindi Bjarna Bjarnasonar og
Sigurjóns Sigurðssonar um und
irbúning að stofnun ríkisskóla í
hestamennsku.
Er þar skorað á Alþingi og
ríkisstjórn að veita Landssam-
bandi hestamanna fé til að halda
námskeið í hestamennsku fyrir
ungmenni. Einnig að stefnt sé
að því að koma á fót ríkisskóla,
svo fljótt sem verða má, sem
starfi á svipuðum grundvelli og
reiðskólar flestra annarra menn
ingarþjóða heims. Samþykkt.
Brunatrygging á heyi.
Erindi stjórnar Búnaðarfélags
íslands um brunatryggingu á
heyi.
Svofelld ályktun samþykkt:
Búnaðarþing felur stjórn Bún
aðarfélags íslands að leita enn
til Brunabótafélags íslands og
Samvinnutrygginga um iðgjalda
stiga á brunatrygingu heys, eft-
ir mismunandi þátttöku bænda
þannig:
1. Ef allir bændur tryggðu
( skyldutrygging ).
2. Ef 3000 bændur tryggðu.
3. Ef 2000 bændur tryggðu.
Að fengnum þessum upplýs-
ingum verði málið sent til
hreppabúnaðarfélaganna, er
taki brunatryggingar á heyi til
athugunar á aðalfundum sínum
og kanni vilja bænda um þátt-
töku í tryggingu.
K. G.
Iðunn hefir reykt vindlinginn. Nú kremur hún glóðina í öskuskál-
inni. Hún furðar sig stórlega á Rossí. Hvað skyldi hann vita um
sveitakonur. En samt veit hún og trúir því, að hann hafi rétt fyrir
sér. Hún er líka kunnug bæði í borg og byggð og hefir sínar skoð-
anir um hvort tveggja. En að Rossí — hvernig getur þessi fínfágaði
furðulegi maður vitað nokkuð um þess háttar?
— Þekkið þér raunverulega slíka konu? segir Iðunn til að leita
fyrir sér.
Rossí verður alvarlegur á svipinn. —- Já, slíka konu þekkti ég
mjög vel, segir hann. — En samt veit ég það núna, að ég þekkti
hana of lítið. — Hún var móðir mín!
Iðunni verður orðfall í svip. Hún vill gjarnan spyrja um eitthvað.
'En hún gerir það ekki. Því hætt er við, að sá spurði dragi sig í
hlé, sé ónærgætislega spurt og af forvitni einni.
— Þér hafið þá átt ágæta móður, segir hún aðeins.
Rossí stendur upp. — Hafið þér gaman af að sjá mynd hennar?
— Já, mjög gjarnan, þakka yður fyrir.
Iðunn stendur upp og gengur með Rossí yfir ganginn til íbúðar
hans. Þykkt austurlandateppi hylur allt gólf stofunnar, sem þau
koma inn í. Rossí lokar hurðinni á eftir sér. Iðunn finnur daufan
sérkennilegan ilm þarna inni. Hann hlýtur að vera af kóngareyk-
elsi blandaður vissri blómaangan. Ross fylgir henni yfir að flygl-
inum til hliðar við gluggann.
— Þetta er móðir mín! segir hann og bendir á stóra málaða
konumynd á veggnum uppi yfir flyglinum. Iðunni virðist erfitt að
hugsa sér þessa konu nokkuð skylda Rossí. Þetta er myndarleg
sveitakona. Og hann — ja, það er varla hægt að hugsa sér hrein-
ræktaðri borgarbúa en hann.
Rossí virðist lesa í huga Iðunnar og sjá furðusvip hennar og segir
því: — Eg er víst ekkert sérlega líkur mömmu. Ekki nú orðið,
bætir hann við og ltur undan. Hefði ég fengið að eiga hana lengur,
hefði ég kannski orðið öðruvísi. En hún andaðist, meðan ég var
aðeins stráklingur og hafði hennar mesta þörf. Hin systkini mín
voru þá fullorðin. Eg var síðbirni. Þess vegna var mamma svo afar
umhyggjusöm við mig og varkár í allri meðferð, eins og ég væri
afar viðkvæmur og brothættur kostagripur. Þess vegna varð allt
svo erfitt fyrir mig, þegar hún fór frá mér.
Rossí hafði horft á myndina meðan hann talaði. Iðunni dauðlang-
aði til að spyrja um hitt og þetta: Er þessi kona norsk? Er Rossí
norskur? Hvaðan er þessi húsbóndi hennar ættaður? En hún spyr
ekki neins. x stað þess aðgætir hún nafnið Haraldur Gilde í einu
horni myndarinnar. Rossí veitir þessu athygli.
— Já, segir hann. Haraldur Gilde málaði myndina fyrir mig
eftir lítilli fremur lélegri mynd, sem ég ber alltaf á mér. Ég kynntist
Haraldi í norskum klúbb fyrir vestan.
— Hafið þér verið lengi í Ameríku? spyr Iðunn snöggt.
— Já, svarar Rossí stutt. En segir svo á ný:
— Um þær mundir var ég að búa mig undir að stunda fegrunar-
snyrtingu. Ég gekk í Burnham School of Beauty Culture á daginn.
Á kvöldin var ég við afgreiðslu á næturklúbbi og fékk þar góð
AUÐHILDUR FRÁ VOGI:
GULLNA BORGIN
<f ■ «
laun. Rossí brosir. — Ég minntist góðs vinar, sem ég kynntist þarna.
Hann var listdansari og hélt sýningu á hverju kvöldi. Þetta var
kornungur maður, á mínum aldri og á stærð við mig. Hann dansaði
auðvitað fyrir borgun. en þó mest sjálfrar skemmtunarinnar vegna.
Hann vilda að ég skyldi fá mér danskennslu og bauðst til að kenna
mér, svo að ég síðar gæti orðið samherji hans. Mig hálflangaði
einnig til þess, en þó varð ekkert úr því. I þess stað lærði ég að
leika á slaghörpu í frístundum mínum. — Eins og yður er eflaust
kunnugt, er svo auðvelt að verða snillingur og jafnvel meistari í
öllu mögulegu í Ameríku. Rossí segir þetta bæði í gamni og alvöru.
Iuðnni dauðlangar allt í einu til að reyna flygilinn. Hún sígur
niður í stólinn án nokkurrar hvatningar.
— Má ég grípa sem snöggvast í hljóðfærið yðar?
— Rossí hrekkur upp úr Ameríku-hugleiðingum sínum. — Nei,
en hvað það er gaman, ungfrú Falk! Já, þér leikið auðvitað á
hljóðfæri, þykist ég vita.
— Já, -ofurlítið segir Iðunn með hógværð og lætur fingurna
tifa um nótnaborðið í leitandi leik. Og innan stundar renna tón-
arnir saman ílag eftir Ketelbey: „Frá leyndardómur Egyptalands."
Tónarnir smjúga mjúklega út um alla stofuna, seiðandi, svefnhöfgir
og dularfullir í margvíslegum tilbrigðum. Þeir svífa og sveipa sig
um sinn og sansa og tæla huga manns á gandreið yfir fjöll og firn-
indi.
Iðunn lýtur upp frá nótnaborðinu og á svartgljáandi flygilflötinn,
sem speglar alla stofuna. Og í skærum fletinum sér hiin fallegt
kvenandlit. En henni er ljóst, að það er engin kona, sem hún sér.
Það er bara Rossí! Hann situr skammt frá henni dreyminn á svip.
Og hún skynjar, að tónarnir hrífa hann, og það eykur tilfinningar
hennar og magnar leikinn. Hún finnur dularblæ hljómverksins vefj-
ast fastar um þau bæði. Hún og Rossí verða eins konar svifléttar
andaverur í æviritýrahöll! Það er sem hjartsláttur hennar sameinist
hljómlistinni. Ef til vill er Rossí líkt farið. Eða er það hinn þungi
og sæti ilmur hérna inni, sem þessu veldur? Hefir hann slík örvandi
og allt að því ölvandi áhrif á hana, að hjá henni vakni þessi töfr-
andi hugblær?
Þér spilið alveg dásamlega, segir Rossí lágt, er Iðunn lýkur
leik sínum. Rödd hans er grönn og þýð. Áður hafði hún verið gróf-
ari og harðari. Iðunni virðist helzt, sem hún eigi tal við tvo ólíka
aðila samtímis.
— Þér eruð alveg snillingur á hljóðfærið. Hvílík dýpt í leik
yðar! Hvers vegna hafið þér ekki haldið áfram á þessari braut?
Þér verðið að segja mér það.
— Já, bara að ég gæti sagt það, segir Iðunn alvarlega. Og hefði
ég aðeins vitað, að þetta væri sú leiðin, sem mér væri ætluð, þá
skyldi ég fúslega halda hana áfram. Mér hefir ætíð verið hljóm-
listin kær. Ég lifði mig inn í það, sem ég var að leika, fann gleðina
streyma um mig alla, þegar ég spilaði vel. En ég hélt samt, að
þetta myndi ekki fleyta mér fram að fullnægjandi takmarki sem
ég þráði. Já, ég gat oft setið við æfingar, og sva allt í einu fundist,
að nú væri ég að eyða tímanum í einskisnýtt starf. Tíma, sem ég
ætti að nota til einhvers annars, sem ég vissi þó ekkí hvað var.
Rossí lýtur áfram í stólnum. — Hafið þér raunverulega haft
slíkar tilfinningar? Þetta hefir lka komið fyrir mig, þegar ég var
önnum kafinn prófunum fegrunarskólanum, sem ég nefndi áðan.
Þá spurði ég sjálfan mig: Ertu nú ánægður með þetta starf, sem
þú hefir valið? Ætlarðu þá að gera það að ævistarfi þínu? Ég hlust-
aði ekki á þessar raddir. Ég hafði ásett mér að koma heim til
Noregs á þann hátt, að þeir þekktu mig ekki aftur hérna í bænum.
Þeir voru mér ekkert vinsamlegir, þegar ég var hér um hríð í æsku.
Ég fór ungur til Ameríku, og móðurbróðir minn tók vel á móti
mér og reyndist mér vel. Hingað ætlaði ég að koma aftur, svo að
segja í nýrri myndr svo að bærinn þekkti mig ekki aftur. Ég vildi
hverfa bænum sín með erlendu skrauti og smekkvísi, sem þeir
þekktu ekki til hérna! Bæjarbúar vita ekkert hver ég er. Ég hirði
ekkert um vini. Bezti vinur minn er Haraldur Gilde, listmálarinn.
Ég heimsæki móður hans, þegar hún æskir þess. Hún er hyggin
kona, en á hér fáa vini og umgengst fáa. Þess vegna hefir bæjar-
slúðrið krækt í hana klónum.----------—-
Iðunn heyrir nú klukkuna slá ellefu. Hún stendur upp og veit,
að nú er mál að hypja sig inn aftur í sitt eigið herbergi.
— Nei, nú heyri ég klukkuna slá ellefu, segir hún og brosir í
afsökunarskyni.
— Við verðum að spjalla oftar saman ungfrú Falk, segir Rossí
og stendur upp. — Ef þér hafið ekkert á móti því.
— Þetta hefir verið mjög skemmtilega! segir Iðunn og opnar
hurðina. — Góða nótt segir hún, en dettur þá allt í einu í hug, að
það er forstjóri fegrunarstofnunarinnar ,sem hún er að tala við.
En hún finnur samt ekki vitund til neinnar feimni, er hann kinkar
til hennar kolli og lokar hurðinni.
Iðunn gengur hægt yfir ganginn. Hún mætir Sigríði, sem er að
koma að utan. Hún rekur upp stó.r augu og glápir á Iðunni með
augljósa forvitni í hverjum andlitsdrætti.
— Hefirðu verið hjá Rossí? segir Sigríður. Raddblærinn ber
þess greinilega vott, að þetta sé furðulegt. Þessu hefði hún ekki
bnizt við.
Iðunn skilur hvað fyrir henni vakir, og segir því aðeins já, stutt
og laggott, án þess að gefa kost á frekari umræðum.
Framhald. •