Dagur - 07.03.1964, Blaðsíða 8
8
SLÍPIVÉL sú, er hér birtist mynd aí, er framleidd í Járnsmiðjunni Varma h.f. Hjalteyrargötu 6.
Vélin er af nýrri gerð, og er þegar seld trésmíðaverkstæði í bænum. Ilún slípar stóra fleti — allt
að 2,60 in — hefur innbyggðan 5 hestafla mótor og sýgur sjálf rykið er myndast við slípunina. Þetta
virðist vera gott tæki. Eigendur Járnsmiðjunnar Varma h.f. eru ívar Olafsson plötusmiður og
Jónas Bjamason rennismiður. Þeir stofnuðu fyrirtæki sitt fyrir 6 árum, vinna þar aðeins tveir og
liafa nóg að gera. Þeir eru í nýju húsnæði. Nýja slípivélin þeirra, sem er bandslípivél, er talin
þola samanburð við erlendar véla, svipaðra gerða, bæði um verð og gæöi. (Ljósmynd: E. D.) □
Frá Búnaðarþingi
Enginn nýr héraðsskóli síðusu 15 árin
NÚ ER svo komið hér á landi,
að á sviði menntunar er sveita-
f<>lkið í hættu statt og hefur því
ekki verið veitt sú athygli sem
vert er.
A landinu eru 7 héraðsskólar,
allir yfirfullir, jafnvel 1-2 ár fram
í tímann. Yngstur er Skógaskóli,
15 ára gamall. Hundruðum ungl-
inga'iir sveitum og sjávarþorpum
er árlega vísað frá skóla vegna
Jirengsla — bæði í liéraðsskólum
og í skólum kaupstaðanna einnig.
Þetta vandamál cr einkum tví-
Jiætt. Bæði er vöntun á skólum,
og í öðru lagi situr sveitaæskan
við skarðan hlut í samanburði
við jafnaldra sína í bæjunum, sem
aðstöðu hafa til að njóta hvort
tveggja í senn, heimilislífsins og
skólans, án Jirúgandi- kostnaðar.
Areiðanlega stappar nærri, að í
óefni sé komið, hvað •menntunar-
aðstciðu sveitafólks snertir. Sumir
telja jafnvel, að bændastéttin sé
að verða verr menntuð en aðrar
stéttir. Að minnsta kosti hefur
komið l'ram nokkur minnimáttar-
kennd í þessu efni í dreifbýlinu,
og mun hún ekki meðölluástæðu-
laus. F.innig hefur fram komið,
hin allra síðustu ár, að bændur
hafa ekki risið undir því,aðsenda
bfirn sin í skóla, Jiegar skyldu-
námi í barnaskóla sleppir. Svo
bætist það við, þegar iill sund eru
ungmennum loktið til skólagöngu,
vegna jiess, að livergi er rúm fyr-
ir þau.
Um Jiað má að sjálfsögðu deila,
hvort héraðsskólarnir, með núver-
andi fyrirkomulagi, eigi að ráða
stefnunni í skólamálum, [regar úr
verður bætt. Kostir þeirra og gall-
ar hafa komið skýrt í 1 jós og er
liægt að byggja á reynslunni, jafn-
vel Jiótt farið yrði inn á nýjar
brautir að nokkru.
Á dagskrá eru frantkvæmdir í
skólamálum í einstiikum héruð-
um, til að bæta úr aðkallandi
Jjiirf. Nýjar stefnur hafa hins veg-
ar tæpast komið fram, Jjegar frá
er talinn fyrirhugaður kristilegur
lýðskóli í Skálholti. lCfálið Jjarf að
leysa í heild og á þann veg, að
jöfnuður verði á milli dreifbýlis-
fólks og þéttbýlisféjlks og fyrir því
séð, að uppvaxandi menn og kon-
ur í sveit og bæ geti átt kost góðr-
ar skólavistar mcð jafn auðveldu
móti.
Á ýmsum stiiðum hefur verið
komið upp únglingadeildum við
barnaskóla. Þetta er að sjálfsögðu
lofsvert, sem bráðabirgðaúrræði,
en levsir ekki vandann til fram-
búoar eða í svo ríkum mæli, sem
Jjörf er á.
Þegar skólamálin verða tekin til
meðferðar á breiðari grunni en
nú er ger't, Jjarf einnig að endur-
skoða og endurskipuleggja bæði
húsmæðraskólana og bændaskól-
ana alveg sérstaklega, og gera á
Jjeim gagngerðar breytingar í
samræmi við nútíðina. □
SAMÞYKKT var ályktun Jjar sem
BúnaðarJjing felur stjórn Búnað-
arfélags lslands að beita sér fyrir
því við Seðlabankann og ríki^-
stjórnina, að rekstrarlán landbún-
aðarins verði hækkuð um 100%
frá Jjví, sem nú er. Segir Jjar, að
Jjessi lán hali orðið hvert um 162
milljónir króna á ári og hámarks-
upphæð Jjeirra staðið óbréytt um
mörg undanfarin ár. Á sáma tíma
hefur magn rekstrarvara landbún-
aðarins aukizt mjiíg, t. d. hefur
magn tilbúins áburðar vaxið. úr
34 Jjús. smálestúni, að verðmæti
60 millj. kr. árið 1958, í um 50
Jjús. smálestir á þessu ári, að verð-
mæti um 160 millj. króna.
Út af erindi um áburðarvérzlun
var samþykkt eftirfarandi álykt-
un:
„BúnaðarJjing vekur athygli
stjórnar Áburðarverksmiðjunnar
hf. á, að margir bændur telja, að
verkanir kjarnaáburðar fari sí-
minnkandi eftir Jjví, sem hann
hefur verið borinn lengur á sama
land, einkum ef ríflega er borið
á. Ennfremur, að rannsóknir, sem
framkvæmdar hafa verið hin síð-
ari ár, bæði á Hvanneyri og til-
raUnastöðvunum, Ijcnda ótvírætt
til, að kjarnaáburður minnki
Frá Tónlistarfélaginu
ÓPERUSÖNGVARINN norski,
Olav Eriksen, syngur í Borgar
bíói með aðstoð Árna Kristjáns
sonar píanóleikara, þriðjudag-
inn 10. marz kl. 8,30. Aðgöngu-
miðar verða seldir styrktarfélög
um, en nýjir meðlimir geta snú
ið sér til Haraldar Sigurgeirs-
sonar gjaldkera félagsins.
Barytonsöngvarinn Olav Erik-
son.
Olav Eriksen er fæddur 10.
febrúar 1927. Hann lærði til
söngs fyrst í höfuðstöðum Norð
urlanda, en síðan í Róm, þar
sem hann vann keppni til inn-
töku í St. Cecilia Konservator-
íið haustið 1954. Hann varð nr.
1 en yfir 100 kepptu og aðeins
10 voru teknir.
Sumarið 1955 kom hann fram
í Rómaborg, sem Nardo í óperu
Mozarts „La finta Giardiniera“
og sem lyriskur baryton við
óperuna í Mainz. 1958—60 sem
fyrsti baryton við óperuna í
Regensborg. Ferðaðist þá sem
söngvari um Þýzkaland.
Olav Erikson hefur tvö síð-
ustu árin ferðast um mörg Evr-
ópu sem konsertsöngvari og
sungið sem gestur í óperum.
Sérstaklega hefur Olav getið
sér orðstýr sem Grieg-söngvari.
Sviðin voru eitruð
HÉRAÐSLÆKNIR tjáði blaðinu
að lokinni rannsókn matvæla í
Sjálfstæðishúsinu, eftir matareitr-
unina, sem Jjar kom upp á dög-
unum, að prossuðum sviðum væri
um að kenna.
Matargerð Jiessi fór fram í
nefndu lnisi. Sviðahausarnir voru
soðnir og „úrbeinaðir", en sviðin
síðan pressuð og síðan sneidd nið-
ur. Og Jjar lá „hundurinn graf-
inn“.
Alvarleg eflirköst urðii engin,
Jjótt veikin tæki marga geyst. □
Leikfélag Ak. frumsýndi Góðir eiginmenn sofa heima
Á ÞRIÐJUDAGINN frumsýndi
Leikfélag Akureyrar gamanleik
inn „Góðir eiginmenn sofa
heima,“ eftir Walter Ellis. Leik-
stjóri er Jóhann Ögmundsson.
Leikurinn fjallar um framhjá
hald, peninga, hreina ást ungs
fólks og ýmis konar misskiln-
ing. Allt gamalkunnugt efni.
Lítið er um spaklegar samræð-
ur og boðskapur fyrirfinnst
enginn. En þrátt fyrir þetta er
leikurinn góður á sinn hátt,
sem gamanleikur og til þess
gerður að létta mönnum í skapi
— og til þess sýndur hér á Ak-
ureyri. Einhvers staðar var um
þennan sjónleik sagt, að hann
sé skemmtilega vitlaus, og það
er hann.
Því miður er fátt um létt og
fyndin leikrit eftir innlenda
höfunda, og of lítið um leikrita-
gerð yfirleitt. Nú er þó sá tími
upp runninn að þörf er á íslenzk
um leikritahöfundum, því leik-
listin virðist svo hraðvaxandi,
a. m. k. á Norðurlandi. í því
sambandi má nefna, að í skamm
deginu í vetur unnu á þriðja
hundrað manns í frístundum
sínum að leiksýningum, flestir
undir stjórn lærðra leikara, á
svæðinu frá Blönduósi til Húsa
víkur.
í leikskrá L. A. segir Þórar-
inn Björnsson svo:
„Engum skyldi koma á óvart,
þótt næsta átak í íslenzkum
bókmenntum yrði á sviði leik-
ritagerðar.
Hingað til hafa íslendingar
einkum verið kenndir við sög-
ur og ljóð. Þar hafa þeir náð
hæstum tónum. Samkeppnin
við fortíðina er hér erfið fyrir
unga höfunda. En á íslenzkum
leikritum er hörgull. Það er því
eðlilegt, að framgjarnir menn
eygi þar veginn til fyrirheitna
landsins.
Margir munu og telja, að
skáldsagan hafi lifað sitt feg-
ursta, að minnsta kosti um sinn.
Og hið kyrrláta ljóð á óhægt
um að ná eyrum fjöldans í ys
og hávaða aldarinnar. Er því
ekki einmitt leikritið vænleg-
asta leiðin að huga fólksins? Á
sviðinu veitir það félagsnautn,
margir njóta þess sameiginlega,
en slíkt mun vel henta hóp-
hneigð nútímns. Og leiklistin er
(Framhald á blaðsíðu 2.)
kalkmagn heysins og geti sýrt
jarðveginn.
Búnaðarþing skorar [jví á stjórn
Áburðarverksmiðjunnar, að haga
svo fram'vegis framleiðslu og inn-
flutningi áburðar, að éjskum
bænda um val einstakra áburðar-
tegunda verði fullnægt. Sérstak-
lega leggur Jjingið áherzlu á, að
kalkmagn áburðarins vérði aukið
frá ]j\ í, sem verið hefur', en þang-
að til það hefur verið gert, hafi
Áburðarsalan á boðstólum áburð-
arkalk á hverjum útsölustað á-
burðar."
Svofelld ályktun var samjjykkt
varðandi erindi Agnars Guðna-
sonar og Jónasar Jónssonar um
verzlun, innflutnings og eftirlit
með sáðvöru:
„Búnaðarþing ályktar, að fela
stjórn Búnaðarfél. ísl., að leita
samstarfs við Búnaðardeild At-
vinnudeildar Háskólans- og Til-
raunaráð jarðræktar um, að Jjcss-
ir aðilar tilnefni sinn manninn
livor í nefnd, er semji frumvarp
til laga um verzlun og eftirlit með
sáðvöru. Erumvarpið leggist fyrir
næsta Búnaðarþing."
SamJjykkt var ályktun um, að
stjórn Búnaðarfél. ísl. léti athuga
möguleika á því, að sjá bændum,
sem Jjcss óska, fyrir leiðbeiningar-
þjónustu í Jjví að koma upp æð-
arvarpi, einnig um meðferð þess
og hirðingu. Fé því, sem varið er
á fjárlögum 1964 til leiðbeininga
og tilrauna með æðarvarp, vcrði
varið í Jjessu augnamiði.
Erindi Búnaðarsambands Húna-
(Framhald á blaðsíðu 2.)
AKSTURINN MEÐ
TUNNURNAR
Þegar „skip kemur að landi“
með efni í tunnur, taka bílar
tunnuefnið og flytja það til
Dagverðareyrar. Seinna er efn-
ið aftur tekið á bíla og flutt í
Tunnuverksmiðjuna á Akur-
eyri. Þar eru tunnurnar smíð-
aðar og þeim síðan ekið til Dag
verðareyrar. Þaðan er þeim ek-
ið að skipshlið á Akureyri, en
stundum alla leið til Austfjarða.
Þessi flutningur til og frá, er
hin mesta óhæfa vegna kostnað
ar. Hann er dæmi um það, hve
vinnuhagræðingu er víði ábóta-
vant.
##############################
Margir ferðamenn
ÁRIÐ 1963 komti til íslands
30.699 ferðamenn, en árið 1962
koniu 28.476 og 23.594 árið 1961.
Sjálfir eru Islendingar fjölmennir
í þessum tiilum. Til dæmis voru
erlendir lérðamenn, sem hingað’
komu sl. ár 17.575,. en hitt voru
íslenzkir ferðamenn, sem mjög
hafa fjölmennt til litlanda síðan
ferðamál greiddust og samgijngur
við útlönd.
Erlendu ferðamennirnir komu
sl. ár frá 52 Jjjóðum. Sumir höfðu
örskanuna viðdvöl, aðrir lengri
dvöl. Gjaldeyristekjur af ferða-
miinnum hafa síðustu árin verið
töluvert iniklar, svo um munar í
þjéjðarbúið. □