Dagur - 11.03.1964, Síða 4
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Simar 1166 og 1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
„Skáldið mitf'
BISKUP ÍSLANDS, herra Sigur-
björn Einarsson, sagði meðal annars
í ræðu sinni í Akureyrarkirkju hinn
7. marz:
Nú er skáldið mitt farið. Þessi orð
voru sögð við mig um leið og geng-
ið var hjá mér á götu, daginn, sem
andlátsfregn Davíðs Stefánssonar
barst um landið. Þau komu sem
ósjálfrátt viðbragð ástar og trega. En
á eftir, þegar ég gekk leiðar minnar
áfram, þá fór ég að hugsa um, hvort
ég hefði heldur heyrt þetta, eða sagt
það sjálfur. Það var a. m. k. mín
hugsun, hvort sem heldur var. Og
var þetta ekki raunar hugsun vor
allra, kynslóðar vorrar, íslenzkrar
þjóðar í heild? Skáldið rnitt. Eru
það ekki margir, sem hafa hugsað
svo þessa daga? Skáldið mitt. Er það
ekki þannig, sem þjóðin, ísland,
mælir eftir söngsvaninn frá Fagra-
skógi, sem nú er svifinn í hvarf.
Hvað er mitt og hvað er þitt? Vér
eigum það sem við elskum, það er
hluti af oss sjálfum. Það er líf af
voru lífi. Og um það verður ekki
deilt, að þjóðin hefur unnað því
skáldi, sem er hnigið. Þannig eign-
aðist hún Davíð Stefánsson þegar við
fyrstu kynni, að hún elskaði hann og
sú ást varð aldrei fölskvuð. Hann
flaug á hvítum fjöðrum beint inn í
barm hennar. Hún þekkti hann
strax sem óskasvein og gaf sig töfr-
um hans á vald, fullkomlega. Hann
þurfti ekki að berjast til ríkis. Hann
var borinn til þess, og auk heklur
erfinginn um leið og hann birtist.
Þjóðin gaf honum hjarta sitt á sömu
stundu og hann snerti það með
sprota sínum. Hann þurfti ekki að
venja hana við tungutak sitt, því
hún kannaðist þegar við það. Rödd-
in var hennar þó önnur slík hefði
aldrei heyrzt fyrri. Henni fannst
samt, að hún hefði átt þessi ljóð alla
tíð, þó að þau væru ósungin, þangað
til dagur þessa meistara rann. Þar
var hreimur þjóðvísunnar, þar var
dul draums og þagnar, og þar var
þrá og gleði hins íslenzka máls, eins
og það var og er, og samt var það
allt nýtt. Davíð var skáld nýrrar ald-
ar, sem markaði tímamót í sögu Ijóð-
listar á Islandi. En það eru einmitt
slíkir menn, og þeir einir, sem spor-
in marka á ferli listanna og verða
ódauðlegir í þeirra heimi. Þeir, sem
ná að slá einhverja þá grunntóna,
sem mynda stef í kenndum og við-
horfi samtíðar, en sækja jafnframt
dýpt og fylling í dulið ómdjúp þjóð-
arsálár, mannsins eilífu sálar.
, Davíð var einn af þeim fáu, sem
sigrar samtíð sína umsvifalaust, án
andspymu. Var sá sigur of auðveld-
ur? Sigldi hann of hraðan byr?
(Framhald á blaðsíðu 2).
Davíá Stef ánsson
ÞÓRARINN BJÖRNSSON skólameistari flutti eftirfarandi
ávarp í Menntaskólanum á Akureyri laugardaginn 7. marz:
í DAG kveður Akureyri heið-
ursborgara sinn, þjóðskáldið
Davíð Stefánsson.
Um rúma fjóra áratugi hefir
Davíð Stefánsson brugðið stór-
um svip yfir bæ og hérað. Á
meðan hans naut við, var Norð-
urland veitandi í andlegu búi
þjóðarinnar. Eftir hann genginn
er allt fátækara og auðara. En
norðlenzk menning þakkar Dav-
íð þá andlegu reisn, sem var á
lífi hans og starfi og lyfti fjórð-
ungnum öllum.
Eftir kirkjuathöfn í dag verð-
ur Davíð fluttur heim, heim í
Fagraskóg, þar sem vaggan stóð
og ræturnar lágu, hinar djúpu
og sterku rætur, sem skópu
honum þá festu, að hann stóð
af sér öll gerningaveður aldar-
innar og gengur frá leiknum að
leiðarlokum jafn heill og sann-
ur og hann gekk til hans í upp-
hafi.
Á mánudaginn verður Davíð
borinn til moldar að Möðruvöll-
um, þar sem hvíla faðir hans
og móðir og bróðir og fleiri
ættmenni. Þar verður hann
meðal þeirra, sem hann unni
heitast, og í þeirri mold, sem
hann ungur batt við aevitryggð.
Moldin er þín.
Moldin er trygg við börnin sín,
sefar allan söknuð og harm
og svæfir þig við sinn móður-
[barm.
Grasið hvíslar sitt Ijúfasta lag
á leiðinu þínu, Moldin er hljóð
og hvíldin góð.
Svo kvað Davíð sjálfur.
Davíð var fæddur 21. janúar
1895 að Fagraskógi við Eyja-
fjörð. Bæjarnafnið Fagriskógur
er eitt hið fegursta á landinu.
Þegar hinn ungi og glæsti skáld-
sveinn, Davíð Stefánsson, hóf
sig til flugs á sínum „Svörtu
fjöðrum“ fyrir fjörutíu og
fimm árum, brá það þegar bliki
um nafn hans, að hann var frá
Fagraskógi, líkt og hann kæmi
svífandi úr hinum dularfulla
skógi fegurðarinnar, þar sem
ævintýrin búa. Og alltaf hefir
mér fundizt síðan, að nafn
Fagraskógar kdæddi Davíð eins
og purpuraskikkja glæstan jöf-
ur. Nú er þó hlutverkum að
nokkru skipt. Nú hefir Davíð
goldið svo fósturlaunin, að það
er hann, sem Ijær Fagraskógi af
ljóma sínum. Listamönnum er
það gefið, að þeir helga þá
staði, er þeir stíga fótum á.
Maður og staður, Davíð og
Fagriskógur eru tengdir órofa-
böndum. Þeir hafa vaxið hvor
af öðrum og auðgazt hvor af
öðrum og þjóðin öll notið góðs
af. Annars er Fagriskógur
meira en nafnið tómt, þó að þar
sé raunar enginn skógur, En
staðui'inn er unaðsfagur. Óvíða,
og ef til vill hvergi, hefi ég
komið, þar sem mér hef-
ir fundizt, „að himinn jörð og
flæði“ lifðu í jafn einlægri sam-
búð, þar sem himinninn spegl-
ast í firðinum og fjörðurinn fær
lit af himninum og brosandi
hlíðin hlustar á „blævakið
bylgjuhjal“, eins og Davíð orð-
ar það. Aldrei mun ég gleyma
síðsumarkvöldi, er ég átti þar
eitt sinn. Það var eins og nátt-
úran, dul og djúp, væri á ein-
tali við sjálfa sig. Það er ekki
undarlegt, þó að gáfaður og
næmgeðja drengur, sem hér
stígur sín fyrstu spor og hér
dreymir sína fyrstu drauma,
hafi eignazt hér þann æviauð,
sem aldrei brást og aldrei þraut:
ást á landinu og tryggð við
móðurskaut náttúrunnar og við
moldir horfinna feðra.
Davíð Stefánsson var af dýru
bergi. Faðir hans, Stefán Stef-
ánsson í Fagraskógi, var merk-
ur bóndi og framfaramaður,
um tuttugu ára bil fulltrúi
Eyfirðinga á Alþingi fslendinga.
Móðirin, kona Stefáns, var
Ragnheiður Davíðsdóttir, dóttir
séra Davíðs Guðmundssonar á
Hofi, sem var merkur prestur
á sinni tíð, og er Davíð skáld
heitinn í höfuðið á þessum afa
sínum. En móðurbróðir séra
Davíðs var þjóðsagnasafnarinn
alkunni, Jón Árnason, og er
hann því langömmudróðir Dav-
íðs skálds. En móðurbróðir Dav-
íðs Stefánssonar vai' Ólafur
Davíðsson, fræðaþulur og nátt-
úrúfræðingur, sem dó fyrir ör-
lög fram og Matthías kvað um
eitt af sínuni fögru erfiljóðum,
þar sem segir: „Sál vors lands
var sálin hans,“ en engan ís-
lending hefi ég þekkt fyrr né
síðar, sem ég myndi fremur
segja slíkt um en einmitt Davíð
Stefánsson. Davíð átti því ekki
langt að sækja sína íslenzku
sál, ást sína á landi og þjóð, á
íslenzkri tungu og íslenzkum
erfðum.
Og skáldgáfan var heldur
ekki ný í ættinni. Valdimar
Briem, eitt merkasta sálmaskáld
sinnar tíðar, er ömmubróðir
Davíðs, og þeir eru að þriðja
og fjórða að frændsemi, Davíð
og Hannes Hafstein, báðir
komnir af Gunnlaugi Briem,
sýslumanni á Grund, sem ung-
ur nam höggmyndasmíð í Kaup-
mannahöfn og var skáldmæltur,
og hið sama Ólafur sonur hans,
langafi Davíðs, en öll er þessi
ætt af stofni Eggerts Ólafsson-
ar. Skáldskapurinn virðist því
lengi hafa búið um sig í ættinni,
unz skáldlaukur hennar verður
fullþroska með Davíð Stefáns-
syni. Mun ekki óalgengt, að
ættir séu þannig lengi að bera
sinn fegursta blóma.
Hér hefi ég með örfáum orð-
um lýst því náttúru-umhverfi,
sem Davíð er vaxinn upp í, og
þeirri ætt, sem hann er runninn
af, ef það mætti verða til ein-
hverrar glöggvunar á sumum
ríkustu og dýrustu eðliskostum
skáldsins og mannsins Davíðs
Stefánssonar.
Davíð verður stúdent 1919,
og sama ár sendir hann. frá sér
fyrstu Ijóðabók sína, Svartar
fjaðrir. í einni svipan er hann
orðinn frægur, dáður og elskað-
ur af allri þjóðinni. Kom sér
vel að vera enginn hégómamað-
ur, enda held ég,- að slíkt verði
seint sagt um Davíð Stefánsson.
í Svörtum fjöðrum kveður við
nýjan tón. Ný öld er að renna.
Úti í heimi er lokið hinum ægi-
legásta hildárleik, íslenzka þjóð-
til lífsins eftir váleg veikindi,
þar sem hann hafði fundið
kuldagust dauðans. Honum
svellur lífsmóður. Hann losar
um ljóðformið, og funi heitra
tilfinninga, sem minnir á suð-
ræna glóð, fær frjálslegri og
hispurslausari túlkun en menn
áttu að venjast. Ljóðið verður
skynrænt, þrungið lífsþorsta og
lífsnautn, gagntekið fögnuði
þess að vera til og njóta, svo
að sumum kann að hafa þótt
nóg um. En annar strengur óm-
aði með, strengur gamalla stefja
og viðlaga, oft með tregabiöndn-
um seim. Þrá aldanna vakti
ekki síður í ljóði skáldsins en
lífsþorsti stundarinnai'. Hér
vann Davíð það afrek að sam-
eina gamalt og nýtt, bæði í
formi og anda, og varðveita
þannig það órofasamhengi, sem
verið hefir líftaug íslenzkrar
menningai'. Davíð hefir sagt um
íslenzku þjóðina: „Hennar líf
er eilíft kraftaverk.“ Hér var
það hann, sem óf einn þáttinn í
hinu eilífa kraftaverki.
Davíð hefii' alls gefið út níu
Ijóðabækur: Svartar fjaðrir
1919, Kvæði 1922, Kveðjur 1924,
Ný kvæði 1929, í byggðum 1933,
Að norðan 1936 (heildarútgáfu
Helgafells 1952 nefnir Davíð
einnig Að norðan, og sýnir það
hug hans), Ný kvæðabók 1947,
Ljóð frá liðnu sumri 1956 og í
dögun 1960. Auk þess liggja
eftir hann fjögur leikrit: Munk-
arnir á Möðruvöllum 1925,
Gullna hliðið 1941, Vopn guð-
anna 1944 og Landið gleymda
1956, skáldsaga í tveimur bind-
um, Sólon íslandus 1940, og síð-
ast í haust Mælt mál, safn af
ræðuni ýmiss konar. Af þessari
upptalningu má sjá, að Davíð
hefir ekki setið auðum höndum.
Hann kastaði þó aldrei höndum
til neins, en eljusamur var hann
og árrisull.
Ég ætla méi’ auðvitað ekki þá
dul að gera skáldskap Davíðs
skil á .stuttri stund. Slíkt reyni
ég ekki einu sinni. En eitt lang-
aði mig til að benda á og leggja
áherzlu á. Síðasta mannsaldur
hefir Davíð öllum öðrum frem-
ur stuðlað að því að varðveita
samband íslenzkrar Ijóðlistar
við fólkið í landinu. íslenzk Ijóð-
list hefir um aldir verið snar
þáttur í þjóðarsálinni, og ef sá
þáttur brestur, verður þjóðin
aldrei söm eftir. „Þjóðin deyr,
ef hverfa Ijóð af tungu,“ segir
Matthías í erfiljóði eftir Jón
Árnason, frænda Davíðs. Hér
hefir Davíð unnið sitt mesta
verk. Hann hefir langa ævi lagt
ljóð á tungu íslenzkrar þjóðar.
Ljóð hans hafa verið lesin og
lærð meira en nokkurs annars.
Þess vegna er hann þjóðskáld-
ið, sem þjóðin öll kveður með
þökk og trega. Og hér er það,
sem verðui' erfiðast að reisa
hið fallna merki, því að mest
hætta ungu skáldanna er sú að
verða viðskila við þjóðina. Ef
.svo fer, er hætt við, að íslenzk
ljóð verði í hæsta lagi litfögur
stofublóm, en ekki það kjarn-
gresi íslenzkrar nioldar, sem
þjóðinni er mest næring í.
Þó 'að Davíð hafi verið höfð-
og fyrirmaður, eða ef
til vill . einmitt af því að
in fagnar nýferignu frelsi og ingi
Davíð sjálfur hefir aftur horfið
Blóm og liransar við kistu Davíðs í Akureyrarkirkju.
(Ljósmynd: Niels Ilansen)
kveiki á kertuni mínum”
hann var sannur höfðingi
og fyrirmaður, stóð hann,
að ég ætla, í nánari tengsl-
um við alþjóð og ekki sízt
alþýðu þessa lands en önnur
samtíðarskáld. Sönn fyrir-
mennska og óspillt alþýða eiga
gjarna samleið og skilja hvor
aðra. Báðar eiga sama skyn
hins einfalda og sanna, ríka
réttlætiskennd og drengskap í
raun. Davíð var vinur hins
óbreytta alþýðumanns, sem
vann verk sitt af ást og trúnaði,
en hann þoldi að sama skapi illa
alla sviksemi og sýndar-
mennsku. Hann unni móður
náttúru og þeim börnum henn-
ar, sem næst henni stóðu. Hin-
ir, sem héldu sig yfir hana
hafna og köfnuðu í alls kyns
mannasetningum, áttu sízt virð-
ingu hans eða samúð. Sjálfur
gekk hann aldrei undir ok
neinnar kenningar, en tilfinning
hans var þeim mun ósviknari.
Ríkust var samúð hans með
þeim, sem voru misskildir eða
áttu séi' þrá, sem aldrei varð
svalað. Til þeirra, sem gengu
með leyndan harm í brjósti og
áttu engan að tala við, kom
skáldið eins og skilningsríkur
vinur, sem létti þeim einmana-
leikann.
Þó að Davíð sé um fram allt
ljóðrænt skáld, söngsvanur, sem
skynjar hið upprunalega, sól og
jörð, í innileik þess og eilífleik,
má finna margvíslegan boðskap
í ljóðum hans, sem nútímanum
gæti verið hollt að hlusta á:
boðskap karlmennsku á öld
þæginda, boðskap tryggðar á
öld rótleysis, boðskap heilinda
á öld blekkinga. Það er naumast
hending, að síðasta Ijóðlínan í
síðustu kvæðabók hans er
þessi:
Að bera eitthvað þungt —
það er að vera.
En nú miðast allt við að létta
byrðarnar.
Annars eru það tvær Ijóðlín-
ur úr næstsíðustu bók hans, sem
orðið hafa mér sérstaklega hug-
stæðar:
í gegnum alla heimsins harma
hillir undir hvítan bjarma.
Það er þessi „hvíti bjarmi,“
sem leikur um tvær síðustu
bækur hans, bjarmi hinnar
tæru fegurðar og himinþrár.
Og á öðrum stað segir:
Hvert lítið orð’i sem lífinu
[fagnar,
er ljóð við sönginn, sem aldrei
[þagnar.
Það er þessi söngur, sem Dav-
íð var sá gæfumaður að nema.
Á meðan hann var ungur, var
söngurinn oft dynur í ólgandi
æskublóði, með aldrinum varð
hann fjarrænni og enn fegurri,
ómur „frá ókunnu landi.“ Það
er þessi ómur hins eilífa lífs,
sem skapar ljóðum Davíðs hina
dulrænu fegurð. Og það eru
tengslin við upprunann, við guð
og náttúruna, sem gerðu Davíð
sannan og sterkan til hinztu
stundar.
t t t
Davíð Stefánsson var tengdur
þessum skóla á ýmsan hátt.
Hann var gamall nemandi skól-
ans, gagnfræðingur 1911, Eitt ár
(1922—23) kenndi hann sögu í
skólanum, og um langt árabil
var hann prófdómari í íslenzku
við gagnfræðapróf. Og fyrr á
árum, meðan hann var heill
heilsu, kom hann oft á sam-
komur í skólanum og flutti
stundum erindi. Varð hver
mannfagnaður svipmeiri við ná-
vist hans. Og glæsilegri mann í
ræðustól gat ekki að líta. Fór
þar saman fyrirmannleg fram-
koma og frábærlega fagur róm-
ur, djúpur og hljómmikill.
Hlaut það að verða hverjum
manni ógleymanlegt, sem átti
því láni að fagna að sjá og heyra
Davíð í ræðustól. Á veglegustu
hátíð, sem skólinn hefir haldið,
á fimmtíu ára afmæli sínu 1930,
orti Davíð hátíðarljóð. Þá varð
skólasöngurinn til, Undir skól-
ans menntamerki....
Menntaskólinn á Akureyri
þakkar Davíð Stefánssyni vin-
áttu og þær andans gjafir, er
hann færði skólanum. í virðing-
ar og þakkarskyni við líf hans
og starf eru nemendur beðnir
að mæta við kirkjuna kl. 4 í
dag og standa þar heiðursvörð,
á meðan kista skáldsins er flutt
burt — áleiðis í Fagraskóg. □
í MINNING ARRÆÐU, sem
séra Pétur Sigurgeirsson sókn-
arprestur á Akureyri flutti í
Akureyrarkirkju við kistu Dav-
íðs Stefánssonar skálds frá
Fagraskógi 7. marz, sagði hann
m. a. svo:
DAVÍÐ STEFÁNSSON var
með stórt verkefni, sem tók
hug hans föstum tökum, 350 ára
minning séra Hallgríms Péturs-
sonar. — Og ljóðaflokkurinn
um séra Hallgrím var að mestu
fullmótaður. Hann hafði séð
fyrir endann á verkinu, og átti
aðeins eftir að leggja á það sein-
ustu hönd. —
En hér var hann að yrkja sín
seinustu Ijóð. Að kvöldi sunnu-
dags 23. fébrúar, viku áður en
hann dó, — var hann fluttur á
sjúkrahúsið, — og svo á drott-
ins degi hinn 1. þ. m. var hann
kallaður inn í vorið eilífa.
t t f
Eitt sinn var Davíð spurður
að því, hvað þyrfti til þess að
verða skáld. Hann svaraði: Náð
og nám. Svo bætti hann við:
„Það hefur alltaf verið sjald-
gæft að akrar grói ósánir. —
Fyrst þarf að plægja landið,
auðga það frjóefnum og sá í það.
Þá fyrst má vænta uppskerunn-
Skáldskaparuppskerunni er
líkt farið.i — Þar þurfa bæði
hugur og hjarta að vera að
starfi, — þrotlausu starfi. Oft
fylgja því andvökur og örvænt-
ing. — En svo keraur stundin.
Stund gleðinnar, stund sköpun-
arinnar. Þá er hvorki tími né
rúm og skáldið gleymir sjálfu
sér. —
Ég hugsa um þetta, þegar ég
fletti blöðum og vel bækur, sem
Davíðs orð geyma. — Ég geng
þar um algróin lönd, finn ilm-
inn, og horfi á hinn fegursta
gróður. — Ég sé fylkingar aðdá-
enda, kynslóðir, sem koma og
fara heim í Fagraskóg, — nema
staðar í Bjarkarstíg. —
t t t
Og ég opna sálmabókina við
sálminn hans. — Vér eigum
sálmasafn sem ber vott um
andagift og gefið hefir þjóðinni
trúarstyrk, — og nú er það einn
sálmur sérstaklega sem ég hef
í huga:
„Ég kveiki á kertum mínum
við krossins helga tré.“
Þó að Davíð hefði ekkert ann-
að ort en þennan eina sálm
væri það fullkomið tilefni til að
segja: Og andi Drottins kom
yfir Davíð.
Því að svo sterkur er þessi
sálmur af trú og auðmýkt
frammi fyrir guðshetjunni á
Golgata. —
Einu sinni bað ég Davíð. að
segja mér, hvernig sálmurinn
hefði orðið til. —
Þá sagðist hann hafa verið í
Noregi og gist á litlu hóteli
skammt frá Osló, — það var
um páskaleytið. Á föstudaginn
langa voru gestir hótelsins sam-
(Framhald á blaðsíðu 2).
r
Astsælasta skáld
þjóðarinnar látið
Nú drjúpa fjöll og dalir
í djúpri, hljóðri sorg,
því harpan dýrsta er hljóðnuð
og liennar töfraborg.
En fyrir handan fljótið
hún fegurst hljómar, þar
sem vinir biðu í varpa
með vorsins hugarfar.
Nú fölnar Fagriskógur
því farinn er á braut
lians fnegi, fríði drengur
sem friðinn djúpa hlaut.
Frá leiði hans slær Ijóma
á ljóðsins tigna mál.
Og Island, það varð auðugt
af anda hans og sál.
Vér þökkum góðum guði,
sem gaf oss þennan mann,
því enginn hefur elskað
Island meira en hann.
Hann varð þess stóra stjarna,
þess styrkur, Ijós og von.
Og alltaf mun það rnuna
sinn mikla góða son.
SIGURÐUR SVEINBJÖRNSSON.
frá Syðri-Bakka.
Ættingjar bera kistuna út í Fagraskógi. (Ljósniynd: E. D.)