Dagur - 21.03.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 21.03.1964, Blaðsíða 8
8 HÉR sér norður-yfir Akureyri. (Ljósmynd: E. D.) Fyrsla loðnan veiddisl á Húsavík í gær Húsavík 20. marz. Lítið veiðist af þorskinum en ofurlítið af hrognkelsi. Fyrsta loðnan veidd- ist í gær inn við Sanda. Jón Sveinbjörnsson, maður um fimmtugt, datt af palli vöru bifreiðar fyrir viku og meiddist á höfði og öxlum. Hann liggur enn á sjúkrahúsi. Slys þetta vildi til er bifreiðastjórinn varð að snögghemla vegna barna, sem skyndilega hlupu út ó göt- una. - Leikfélagið sýndi sjónleikinn, Meðan sólin skín, á Breiðumýri í Reykjadal og var aðsókn svo Leifað að íé í 8 daoa samflevft Þórshöfn 20. marz. Það má til frétta teljast, að hér hefur ver- ið unnið að plægingu, að vísu á sandbornu landi og þess vegna klakalausu nú. Bátarnir róa en afiinn ef mjög tregur. Fyrir nokkrum dögum fann Magnús Jónsson á Þórshöfn tvö útigengin lömb í Langanesfjalli, nánar tiltekið sunnan í Gunn- ójfsvíkur fjalli. Ekki náði hann þeim og fékk mann með sér, en allt fór á sömu leið. Daginn eft- ir, eða í fyrradag, lagði Magnús enn af stað og tókst þá að koma lömbunum niður í fjöru. Þar ætluðu lömbin fyrir for- vaða. Á síðustu stundu tókst Magnúsi að ná öðru lambinu, sem var hrútur, en fékk þá vonda byltu og skrámaðist á höndum og andliti. Hrútinn leiddi hann svo til næsta bæjar, Fells, en gimbrin elti. Þótti þetta vel af sér vikið hjá Magn- úsi, sem er maður á sjötugasta aldursári. Hann er hraustmenni og harðfengur vel. Lömbin, sem voru í góðum holdum, voru frá Heiði og Hlíð á Langanesi. NYSTOFNAÐ FÉLAC NÝLEGA er á Akureyri stofn- að Félag pípulagningamanna. í því eru allir þeir starfandi pípulagningamenn í bænum, sem réttindi hafa til að stunda þá iðngrein. Félagið hefur þegar beitt sér fyrir því, að unnið sé samkv. verðskrá og fer eftir verðskrá höfuðborgarinnar. Formaður hins nýja félags er Sigurbjörn Sveinsson. □ Bóndann á Hallgilsstöðum, Magnús Jósafatsson, vantaði fyrir nokkru- 74 kindur, sem hýstar höfðu verið undanfarið. Leitaði hann marga daga án ár- angurs. Bóndinn í Seli fann hins vegar 20 gemlinga hans og voru þeir þá komnir langt fram á heiði, hjá Kverká. Og enn leitar Magnús, síðast í gær leit- aði hann 13 klst. á góðum hesti og fór þá vítt yfir. Og enn vant- ar hann 32 ær. Ó. H. Fimmtán gæðingsefni þjálfuð Sauðárkróki 20. marz. Hér bar það nýlega við, að olíuskipið Kyndill tók niðri á sandrifi framan við hafnargarðinn og sat þar fast þar til á næsta flóði. Ekki mun skipið hafa lask ast. Að þessu sinni var hafn- sögumaður ekki um borð. Hér er sama eymdin hvað aflabrögð snertir og fæst varla SMÁTT OG STÓRT mikil, að tvær sýningar voru haldnar sama daginn. Leikflokk urinn naut frábærrar gestrisni ungmennafélagsins Eflingar sem efni til veizlufagnaðar. Fram- kvæmdastjóri leikfélagsins, Valdimar Halldórsson, hefur beðið blaðið að færa Reykdæl- ingum hinar beztu þakkir fyrir móttökurnar. Starfsmannafélag KÞ efndi til mannfagnaðar síðasta dag þorra. En dagurinn næsti var konudagurinn, og í tilefni hans flutti Þormóður Jónsson minni kvenna í fagnaði þessum og síð- ar um kvöldið einnig Finnur Kristjánsson. Nemendur og kennarar Gagn- fræðaskólans hér, heimsóttu ný- lega Laugaskóla. Þar var keppt í skák, sundi og frjálsum íþrótt- um og veitti ýmsum betur. Að endingu var dansað. Móttökurn ar á Laugum voru hinar ágæt- ustu. Þ. J. bein úr sjó, nema helzt rauð- magi. Skagfirðingur er nýfar- inn á togveiðar. Hestamannafélagið Léttfeti hefur hér tamningastöð um þessar mundir. Fimmtán gæð- ingsefni eru þjálfuð. Tamninga- maður er Hallur Sigvaldason. G. I. FISKIÐN SKOLI. Afgreiðsla margra mála á Al- þingi gengur hægt, sérstaklega ýmsra tillagna, sem eru til með ferðar í sameinuðu þingi. Fund- ir í sameinuðu þingi eru ekki haldnir nema einu sinni í viku, og stjórnin hefur fengið forset- ana til þess að halda enga þing- fundi á föstudögum. Eitt þeirra mála, sem enn hefur ekki feng- ist rætt, er tillaga Ingvars Gísla sonar o. fl. um að undirbúa stofnun fiskiðnskóla. Tillögunni fylgja meðmæli allra landssam- taka sjóvöruframleiðenda og fiskmatsstjóra, enda er hér um aðkallandi nauðsynjamál að* ræða. Þetta myndi aðallega verða skóli fyrir matsmenn og verkstjóra í fiskvinnslustöðvun um. Ef vel væri, þyrftu lirað- frystihús og aðrar vinnslustöðv ar að geta valið úr mönnum til að stjórna útflutningsframleiðsl- unni, svo mikilsverð, sem hún er. Ýms liraðfrystiliús hafa áreið anlega lent í vandræðum, sem þau hefðu sloppið við, ef mennt un og þjálfun hefði verið komin í viðunandi horf. SEINAGANGUR. Sum þingmál komast í nefnd að lokinni fyrstu umræðu, en sitja þar föst, af því að nefndar menn stjórnarflokkanna boða ekki til funda eða draga af- greiðslu á langinn. Þannig er t. d. um hið gagnmerka lagafrum- varp Framsóknarmanna um ráð stafanir til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Þessu máli var vísað til nefndar í byrjun október, og þegar það loks var afgreitt eftir ítrekaðar kröfur minnihlutans, var það búið að liggja nálega 150 daga hjá nefnd inni. Svo þegar til kom var meirihluti nefndarinnar á móti málinu — eins og í fyrra! Slík er umhyggjan fyrir landsbyggð inni, er á réynir. SÖLUSKATTURINN. í Einherja á Siglufirði 2. marz var athyglisverð skýrsla um á- lagðan söluskatt í kaupstöðum og kauptúnum í Norðurlands- kjördæmi vestra árið 1962. Skattupphæðin í öllu umdæm- inu (kjördæminu) var ca. 5,3 millj. kr. Er hér um töluverða fúlgu að ræða, sem almenning- ur á þessu svæði greiðir af hendi til hins opinbera á þenn- an hátt, eða hefur gert árið 1962. En nú, í ársbyrjun er búið að stórhækka söluskatt, sem kunn ugt er. HLUTUR KAUPFÉLAG- ANNA. Ástæða er til að gefa því gaum, sem fram kemur í þess- ari skýrslu, að kaupfélög þau, sem starfa í kaupstöðum og kaupstöðum í Norðurlandskjör- dæmi vestra, hafa árið 1962 greitt áberandi háar fjárhæðir í söluskatt. Á Siglufirði var all- ur söluskattur verzlana ca. 1200 þúsund kr. Af þeim greiddi kaupfélagið 455 þús. kr. og Kjötbúð Siglufjarðar 218 þús. kr., en allar aðrar verzlanir 449 þús. kr. Á Sauðárkróki var all- ur söluskatturinn ca. 1366 þús. kr. og af þeirri upphæð greiddi kaupfélagið 885 þús. kr. Á Blönduósi var allur söluskattur- inn 1223 þús. kr. og af þeirri upphæð greiddi kaupfélagið 585 þús. kr. Á Hvammstanga greiddi kaupfélagið 426 þús. kr. af 591 þús. kr. söluskatti í heild, og á Skagaströnd 83 þús. kr. af 178 þús. kr. MAÐURINN KOM EKKI FRAM. íslendingur birti nokkru eftir áramótin mynd af Lárusi Jóns- syni í Ólafsfirði og kvað hann þá hafa tekið sæti, sem vara- þingmaður á Alþingi, vegna ut- anfarar Magnúsar Jónssonar. Svo einkennilega vildi til, að þessi varaþingmaður íslendings hefur enn ekki komið fram á Alþingi, og á meðán Magnús var í utanferðinni, var stóll hans auður. *$xS>3><Sxíxí><í*í>«><$xS><^^ JARÐSKJÁLFTAR VIÐ ÍSAFJARÐARDJÚP HINN 11. marz urðu jarðhrær- ingar við ísafjarðardjúp, eink- um á bænum Ármúla í Kalda- lóni. Margir og snarpir jarð- skjálftakippir komu þar svo næstu daga, og hafa þessar jarðhræringar verið takmark- aðar við lítið svæði. Og sam- kvæmt áliti fróðra manna, eru upptökin ef til vill skammt frá Ármúla, þótt þar hafi ekki orð- ið elds vart eða umbrota á yfir- borði jarðar. Jarðskjálftamælar hafa verið sendir vestur og eiga þeir að ráða spurninguna um, hvar upp tökin eru. □ MÓRG SKIP við togarabryggjuna og löndun í fullum gangi (Ljósmynd: E. D.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.