Dagur - 04.04.1964, Blaðsíða 5
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1166 og 1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERJLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
Ivö sjónarmið í
stórvirkjunarmálinu
NORÐLENZKA sjónarmiðið í stór-
virkjunarmálinu er í stuttu máli
þetta: Næstu stórvirkjun íslendinga
á að framkvæma með það fyrir aug-
um, að hún stuðli að jafnvægi í
byggð landsins. Þess vegna er tillaga
um stórvirkjun Jökulsár á Fjöllum
fram komin. Sú tillaga felur í sér að
mestur hluti orkunnar yrði um sinn
notaður til stóriðju, en að jafnframt
skapaðist varasjóður orku fyrir Norð
ur- og Austurland.
Þess vegna þurfti að rannsaka,
hvort unnt væri að framleiða raf-
orku við Jökulsá, á verði, sem væri
samkeppnisfært við heimsmarkaðs-
verð á iðnaðarorku.
Ef jákvætt svar fengist við Jteirri
spurningu, mátti gera ráð fyrir, að
hægt væri að fá erlent fjármagn til
framkvæmdanna — lán í orkuverið
og lán eða beina fjárfestingu í sam-
bandi við iðjuverið. Þó erlent fjár-
magn geti verið viðsjált og meðferð
þess vandasöm, er að margra dómi
ekki áhorfsmál að reyna J>á leið til að
hamla á móti hinum óheillavænlegu
fólksflutningum til Reykjavíkur.
Þeir, sem styðja hið norðlenzka
sjónarmið í þessum málum, hafa lit-
ið svo á, að fullnæging hinnar al-
mennu og vaxandi raforkuJ>arfar á
Faxaflóasvæðinu væri mál út af fyrir
sig, og að á Suðurlandi væru ýmsir
möguleikar til að leysa J>að mál á
viðunandi liátt, þar sem hægt er að
tryggja mikinn markað fyrir raforku
til almenningsj>arfa. Þar myndu
koma virkjanir í áföngum á borð við
Sogsvirkjunina.
En til var annað sjónarmið í J>ess-
um málum — hið J>rönga Stór-
Reykjavíkur sjónarmið. En talsmenn
J>ess eiga innangengt hjá stjórnar-
völdum landsins. Frá því sjónarmiði
var stórvirkjunarmálið ekki jafn-
vægismál, heldur allt annað. Þeir,
sem þetta sjónarmið höfðu, litu Jök-
ulsár-ályktun Alþingis hornauga,
þótt þeir teldu sér ekki henta að
hindra samþykkt liennar. Um fram-
kvæmd liennar (J>að er fullnaðar-
rannsókn) er J>að að segja, að hún
hefir verið framkvæmd bæði seint og
illa. Ahugamál sunnanmanna var að
undirbúa áætlun, um virkjun, sem
væri nær Reykjavík og á pappírnum
ódýrari, bjóða síðan ritlendingum
orku frá }>eirri virkjun, til að byggja
iðjuver og leysa í leiðinni raforku-
mál Reykjavíkur. Og nú er sjón sögu
ríkari, J>ví bollalagt er um Búrfells-
virkjun, en engin skýrsla gefin um
framkvæmd ályktunar Alþingis frá
22. marz 1961.
Hvernig verður búsetu bezt hagað á íslandi?
i.
MIÐSTJÓRNARFUNDUR
Framsóknarflokksins, sem hald-
inn var 6.—8. marz sl., sam-
þykkti einróma svohljóðandi á-
lyktun, sem er í fullu samræmi
við yfirlýsingu flokksþingsins
1963:
„Þjóðinni er lífsnauðsyn að
byggja vel landið allt. í því
skyni skal tryggja skipulega efl-
ingu atvinnuveganna og stuðla
að jafnvægi í byggð landsins.
Unnið verði að því á næstu ár-
um að gera heildarskipulag fyr-
ir öll héruð landsins og landið í
heild, þar sem sérstök hliðsjón
verði höfð af:
að stuðla að sem beztri hagnýt-
ingu gæða lands og sjávar.
að efla þéttbýliskjarna í dreif-
býlinu, þar sem aðstæður
leyfa.
að stuðla að því, að landið verði
byggt þannig og ræktað, að
auðveldað verði samstarf og
samhjálp í sveitum og skil-
yrði batni þar til menningar
og félagslífs.
að á hverjum stað byggist helzt
upp þær atvinnugreinar, sem
þar hafa sérstök skilyrði til
að blómgast.
að unnið sé gegn því, að lífvæn
leg byggðarlög fari í eyði.
II.
f framanritaðri ályktun kem-
ur glöggt fram stefna Framsókn
arflokksins í búsetumálunum
og afstaða hans til dreifbýlisins.
Þjóðin á að kappkosta að sitja,
svo vel sem henni er unnt, land
sitt allt. Hún á að vinna skipu-
lega að eflingu atvinnulífs á
hverjum stað í þeim atvinnu-
greinum, sem þar henta bezt.
Viðurkenna ber þá þróunarþörf
— og koma til móts við hana
— að í héruðum eflist þéttbýl-
iskjarnar, er verði viðskiptamið
stöðvar og iðnaðarhverfi og
strjálbýlinu umhverfis til margs
konar þjónustu og öryggis.
Gera þarf áætlun um skipu-
lag byggðanna og haga fram-
kvæmdum í meginatriðum eftir
því. Hraði framfaranna með
stórvirkri tækni og kunnáttu,
sem er komin til sögunnar, ger-
ir nú orðið slíkar áætlanir og
skipulagningu nauðsynlega og
aðkallandi.
Fólki er mikilsvert að vita að
hverju er þjóðfélagslega stefnt á
hverjum stað.
Ætti áætlaunrgerð um búset-
una meðal annars að geta orðið
til þess að draga úr fólksflóttan-
um, sem á undanförnum árum
hefur átt sér stað frá ýmsum
stöðum.
Búferlaflutningur til Reykja-
víkur og grenndar hennar ægir
öðrum landshlutum. Fólkinu
fjölgar örar í höfuðborginni en
hún getur eðlilega tekið á móti.
Strjálbýlið geldur afhroð
vegna fólksfækkunar, — og
missir krafta til uppbyggingar
og framfara.
III.
Nýlega hefur Valdimar Krist
insson, viðskiptafræðingur, birt
athyglisverðar hugleiðingar um
„Þróunarsvæði á íslandi". Hann
er annar ritstjóri tímaritsins
„Fjármálatíðindi“, sem Seðla-
banki íslands gefur út. Grein
hans kom út í síðasta hefti tíma
ritsins 1963, og hefur verið end-
urprentuð í sumum dagblöðun-
um.
Valdimar Kristinsson lýsir
því í nefndri grein, hvernig
hann telur skynsamlegt, að
byggðin á íslandi þróist. Ræðir
hann þessi mál skýrt og rólega.
Dregur markalínur á kortum til
glöggvunar, en er þó alls ekki
einstrengingslegur. Sá, sem
kann að vera honum ósammála
— meira eða minna — hefur
enga ástæðu til að ýfast, heldur
telja þakkarvert að málin eru
reifuð svo skilmerkilega.
Ég vil ráðleggja mönnum að
lesa grein V. K. með athygli.
Hér er ekki rúm til að endur-
segja hana, nema í örfáum drátt
um.
IV.
V. K. talar um þróunarsvæði
með þéttbýliskjörnum, en það
er búsetuskipun, sem Framsókn
arflokkurinn hefur fyrir all-
löngu talið æskilega.
Reykjavík er mesti þéttbýlis-
kjarninn. Þróunarsvæði Reykja
víkur telur V. K. að segja megi
að nái „frá ofanverðum Borgar-
firði út á Reykjanes og austur
undir Eyjafjöll." Á því svæði
búi nú um tveir þriðju lands-
manna.
Um Reykjavík sjálfa sem þétt
býliskjarna segir hann:
„Reykjavík og nágrenni er á
góðri leið með að verða að 100
þús. manna borg. Þá mun hún á
flestum sviðum geta boðið upp
á eins góð skilyrði til fjölbreytts
atvinnulífs, menningar og
mennta eins og borg með 150
eða jafnvel 200 þús. íbúum. En
það er einmitt sú stærð, sem
Reykjavík gæti náð á næstu ára
tugum. Því mun ör stækkun
Reykjavíkur í framtíðinni ekki
hafa sömu þýðingu fyrir þjóð-
félagið, eins og verið hefur,
enda fara nú fólksfjöldans
vegna að skapast skilyrði til
myndunar annarrar borgar í
landinu, auk höfuðborgarinar."
V.
Borgin, sem V. K. vill mynda
til jafnvægis, er Akureyri. í
því sambandi segir hann:
„Þegar mynda skal þróunar-
svæði utan Suðvesturlands, hlýt
ur miðbik Norðurlands að koma
fyrst í hug. Þar er mannfjöldinn
mestur, atvinnulífið fjölbreytt-
ast, stærstur bær utan Reykja-
víkur og aðstæður að mörgu
leyti svipaðar og í höfuðborg-
inni, með minni bæi í nágrenn-
inu og landbúnaðarhéruð á báð-
ar hliðar. Bendir í rauninni flest
til, að Akureyi'i sé eini staður-
inn á landinu, þar sem hægt
væri að mynda fullkomlega
sjálfstæða borg á þessari öld
aðra en Reykjavík, enda myndi
borg í nágrenni höfuðstaðarins
verða mjög í skugga hans. Á
hinn bóginn er Akureyri langt
í burtu, og þar hefur þegar skap
azt mikilvægur grundvöllur fyr
ir borg.“
Þróunarsvæði Akureyrar
hugsar V. K. sér: svæðið frá
Suður-Þingeyjarsýslu til Skaga-
fjarðarsýslu, að báðum þeim
sýslum meðtöldum, þar með að
sjálfsögðu taldir, auk Akureyr-
ar, kaupstaðirnir: Húsavík, Ól-
afsfjörður, Siglufjörður og Sauð
árkrókur.
Á þessu landssvæði telur hann
að nú búi um 13.5% lands-
manna.
Akureyri, sem er með rúm-
lega 9 þús. íbúa, segir hann að
auka þurfi að sjálfsögðu mann-
fjölda sinn verulega til þess að
geta gegnt jafnvægishlutverki
sínu. Skilyrði til þess eigi hún
að hafa. Þar megi koma upp um
boðsstjórn í ýmsum málum fyr-
ir Norður- og Austurland.
Margs konar iðnaður skipti þar
miklu máli. Staðsetja mætti þar
í grennd stóriðju. Efla þar
menntastofnanir, hafa þar mið-
stöð ferðamála o. s. frv.
VI.
V. K. segir að „fleiri borgir
en tvær geti ekki myndazt á ís-
landi í næstu framtíð.“
Hins vegar telur hann, að
„þegar litið ér á aðstæður um
allt land, virðist fjögur svæði
vera líklegust til að geta fallið
undir það, sem kalla mætti
minni þróunarsvæði. Það er
miðhluti Vestfjarða með innan
við 6 þús. íbúa, norðurhluti
Austfjarða, ásamt Fljótsdalshér
aði, með yfir 6 þús. íbúa, norð-
urhluti Snæfellsness með 3 þús.
íbúa og Vestmannaeyjar með
tæpa 5 þús. íbúa, en þær hafa
að sjálfsögðu sérstöðu sem eyj-
ar.“
Utan við þessi sex þróunar-
svæði talar V. K. um fjóra „mik
ilvæga athafnastaði.“ Þeir eru:
Vatneyri og Sveinseyri (sem
einn staður), Blönduós og Höfða
kaupst. (einnig sem einn stað-
ur), Raufarhöfn og Höfn í
Hornafirði.
Ennfremur segir þar:
„Þróunarsvæðin sex ásamt
hinum fjórum athafnastöðum,
sem rætt hefur verið um, höfðu
1. desember 1960: 159500 íbúa
eða 90% þjóðarinnar, og hefur
þeim fjölgað að tiltölu síðan.
Það eru því ekki margir, sem
skildir eru útundan, ef svo má
segja.“
Þá segir V. H, einnig: „Hér
er að sjálfsögðu ekki verið að
gefa í skyn, að 10% þjóðarinnar
KARL KRISTJÁNSSON,
alþingismaður.
eigi engrar þjónustu að njóta
og þurfi sem fyrst að flytja til
hinna 9/10 hlutanna. En þjón-
ustan við þessar dreifðustu
byggðir yrði eðlilega mun minni
en við íbúa þeirra svæða, sem
ákveðið væri að byggja örast
upp.“
VII.
Hugleiðingar sínar segir V.
K. að séu tilraunir til að setja
fram tillögur á kerfisbundinn
hátt um það, hvernig megi hafa
jákvæð áhrif á þróun byggðar-
innar í landinu og „tryggja
þróttmikla byggð“ — — „án
þess að hamla gegn hagvextin-
um“.
Tillögurnar eru þörf hreyf-
ing mikilsverðs vandamáls.
Hún kiprar munnvikin lítið eitt, er hún tekur í hönd Rossí. Það
er eins og að taka í höndina á anda, hugsar hún. Fastara var hand-
takið ekki. En Haraldur Gilde, hann. ..
Rossí er á heimleið. Hann smeygir sér í skyndi inn til sín. Og þá
fyrst getur Iðunn gefið brosinu lausan tauminn. Hún hlær innvortis
að öllu samn. Að ungu vorinu, hugsuninni um Rossí á garðsvölunum,
hrópandi hátt í sálarneyð sinni! Hm! — Hann náði að minnsta kosti
að trufla eitthvað, — en það vissi hann ekkert um! Og hefði hann
vitað það, myndi það eflaust hafa orðið enn verra fyrir Rossí.
XJII.
Björg vaknaði um fimm leyti morguns, þegar Iðunn var að koma
heim úr veizlunni hjá frú Gilde. Henni virtist hún vera alveg útsofin.
Hún lá glaðvakandi í rúminu og varð að brosa. Hún var svo fullkom-
lega hamingjusöm. Já, hana langaði helzt til að brosa og hlæja
allan daginn. Hún hafði vist þá eina hugsun í kollinum. Eitt nafn
hljómaði í huga hennar, er hún sofnaði, og óðar, er hún vaknaði aftur:
Eyvindur!
Björg heyrði Iðunni læðast stillt inn í svefnherbergi sitt til þess
að vekja hana ekki.
— Bu-u, — B-ú-ú! baulaði Björg allt í einu dimmrödduð og bola-
lega. Hún bældi niður í sér hláturinn með rúmfötunum. Hún heyrði
eitthvað detta á gólfið inni hjá Iðunni, og að vörmu spori var hún
komin inn til Bjargar.
— Þú gerðir mig dauðhrædda, sagði hún hlæjandi og settist á
rúmstokkinn hjá Björgu.
— Segðu mér nú allt! sagði Björg og vafði yfirsænginni vel að sér.
Iðunn krosslagði handleggina á brjóstinu og brosti.
— Jæja, bara að ég vissi á hverju ég ætti að byrja!
— Byrjaðu bara þar, sem Haraldur Gilde kemur til sögunnar!
En það gerði Iðunn einmitt ekki. Hún sagði frá allt öðru. En Har-
ald Gilde nefndi hún ekki. Hún sagði aðeins, að þau hefðu setið
saman til borðs.
Björg rís upp við olnboga í rúminu, horfir alvarlega á Iðunni með
glettni í augum: — Nei, þú segir það ekki! Jæja, gekk það þá svona
fljótt!
— Hvað? Hvað áttu við? — segir Iðunn hlæjandi. Hún skildi vel,
hvað Björg átti við.
— Hvað verður nú um aumingja peyjann í ramma á náttborð-
inu þínu eftir þennan dag? — Þegar nú er kominn málaraskarfur
á slóðina?
Iðunn vafði yfirsænginni utan um höfuðið á Björgu.
— Nú skaltu sjálf segja mér, hvað þú hefur hafst að og haldið
til núna á annan mánuð. Þú sleppur ekki, fyrr en þú hefir sagt
mér frá því!
— Æ-i, góða, ég get ekki sagt þér frá því! stundi Björg upp. —
Það er dálítið einka-ævintýri mitt. Eg skal segja þér það einhvern
tíma seinna, þegar . . .
Myndin sýnir þróunursvæóiu og aðra mikilvæga at-
hafnastaði. sem rætt er um í greiniuni. Orvarnar ciga
að tákna. hvert eðlilegast sé að sækja ýmiss konar
þjúnmtu, eftir að þéttbýliskjarnarnir hafa þróazt
frekar. Af tengihrautunum milli þróunarsvæðanna
ér leiftin frá Borgarfirfti í Skagafjörft lang'míkiívæg-
( ust, þar seni hún tcngir saman höfuöborgarsvæftið j
\»g A k u r <■ y r a r s v a- öiA.
5
Ólöf, Ilallmundur og Baldur í hlutverkuni sínum. (Ljósm.: G.P.K.)
Gimbill leikinn í Freyvangi
Hins vegar má ekki taka þær
of bókstaflega eða sem lausnar-
orð.
Með tillögunum vantar —
enda eðlilegt að svo sé á þessu
stigi — ýtarlega greinargerð
um það, með hvaða ráðum þær
yrðu framkvæmanlegar.
í tillögunum er gengið á sjón-
arhól, en varla skyggnzt nógu
langt. Það er nærtækt að hugsa
sér að sjá í anda kerfisbundna
byggðaþróun. Og áreiðanlega
þarf að leitast við að hafa skipu
lag á þróun byggðarinnar. Hing
að til hefur þróunin verið að
kalla mætti sjálfvirk. En hún
gæti líka hins vegar orðið um
of stjórnvirk. Hún gæti leitt til
aleyðingar mannabyggðar utan
„þróunarsvæðanna", ef of geyst
er farið í kerfisbindingu.
Þjóðinni fjölgar ört. Talið er
að um næstu aldamót sé líklegt
að hún verði orðin hátt á fjórða
hundrað þúsundir manna eða
meira en helmingi fjölmennari
en hún er nú.
Að því ber að stefna — að
mínu áliti — að tryggja í höfuð-
atriðum jafnvægi í byggð lands-
ins með þéttbýliskjörnum — og
vöxt borgar norðanlands til mót
vægis aðdráttarafli höfuðborg-
arinnar syðra.
En jafnframt á, eins og segir í
ályktun miðstjórnar Framsókn-
arflokksins, „að vinna gegn því
að lífvænleg byggðarlög fari í
eyði.“
Það víðsýni er nauðsynlegt að
hafa í þessum málum.
Hin öra fólksfjölgun í landinu
á að geta gert kleift að fullngja
báðum þessum sjónarmiðum, ef
vel er á haldið.
VIII.
Um leið og þjóðinni fjölgar
þarf hún meira og meira til sín.
Atvinnuvegirnir þurfa að geta
vaxið með henni.
Sú skoðun er uppi, að fisk-
stofnarnir á íslandsmiðum þoli
ekki nema 20% meiri veiði en
nú er. Ekki getur útvegurinn,
samkv. þvi, tekið á móti vænt-
anlegri fólksfjölgun, nema
stutta stund.
Iðnaðurinn getur að sjálf-
sögðu aukizt takmarkaminna,
en hann er að miklum hluta
ekki beinn frumgjafi lífsþarfa
á sama hátt og sjávarútvegur og
landbúnaður, þjónusta hans í
þjóðarbúskapnum er í eðli sínu
fyrst og fremst til aðstoðar og
þægindasköpunar, nema að því
leyti, sem hann getur lagt til út-
flutningsvöru.
Á hvað verður þá mest að
treysta, þegar fram í sækir?
Verður það ekki landið sjálft —
gróðurmoldin?
Sagt hefur verið, að aðeins
3% af hinum ræktanlega hluta
íslands séu komin í rækt. í
þessu virðist liggja mesta fram-
tíðaröryggi íslenzku þjóðarinn-
ar.
Þjóðir, sem búa við land-
þrengsli mundu telja það mikil
auðæfi að eiga 97% af stóru
landi ótekin til ræktunar.
Strjálbýlisfólkið er aðalvarð-
sveitir þessara landkosta okkar.
Það verndar og viðheldur þeim
(Framhald á blaðsíðu 7).
Á MIÐVIKUD AGSKV ÖLDIÐ
frumsýndi Leikfélag Önguls-
staðahrepps sjónleikinn Gimbil
í félagsheimilinu Freyvangi.
Leikstjórinn er Guðmundur
Gunnarsson á Akureyri og hafa
æfingar staðið í tvo mánuði
með tveim æfingum á viku.
Gimbill er nefndur „gesta-
þraut í þrem þáttum“, sniðin
eftir „George and Margaret“
eftir G. Savory.
Gimbil er gamanleikur, sem
margt var um talað í höfuðborg
inni, er hann var sýndur þar,
og þótti ómaksins vert að sjá
hann, sökum fyndni og fjörs.
Um efnið verður ekki fjölyrt
hér, en aðeins á það bent, að
það er til þess ætlað að veita
skemmtun, fremur en flytja
veigamikinn boðskap, og í því
ljósi verður að meta hann. En
að sjálfsögðu gerir Gimbill engu
að síður kröfu til góðs leiks og
leikstjórnar og er engan veginn
auðveldur í meðferð.
Guðmundur Gunnarsson leik-
stjóri hefur lagt sig vel fram
við leiðbeiningar, og fengið í sín
ar hendur furðu góða leik-
krafta, þótt flestir leikendur
séu nýliðar, eða því sem næst.
Hér hefur það enn einu sinni
sannazt, eins og mörg dæmi
hafa sýnt í vetur, að hvarvetna
í sveitum er hægt að grípa upp
(Framh. á bls. 7).
AUÐHILDUR FRÁ VOGI:
| GULLNA BORGIN I
26 *>*>8>=®<'8>=s
— Þegar hvað? Ertu kannski að trúlofa þig rétt framan við nefið
á okkur?
Björg brosti aðeins og svaraði þessu engu. Hún varð snöggvast
hugsi. Henni varð hugsað til þess, að Eyvindur hefði aldrei nefnt
neitt um trúlofun. En honum þætti verulega mjög vænt um hana.
Og það ætti nú að vera aðalatriðið.
— Hér er þá um pilt að ræða? sagði Iðunn og stóð upp í rúminu.
— Já, það er það, sagði Björg og lagði beran, ávalan handlegginn
undir höfuð sér.
Iðunn geispaði. — Jæja, nú verð ég líka að halla mér út af dálitla
stund, sagði hún og gekk inn til sín. —-
Björg dáðist að Iðunni. En hve hún var falleg! Þvílíkan hörunds-
lit hafði Björg aldrei séð á nokkurri stúlku. Gullinbrúnn blærinn fór
dásamlega vel við hvítan samkvæmiskjólinn. En Björg öfundaði hana
ekki af neinu. Hún óskaði þess eins að mega alltaf vera vinkona
Iðunnar. Hún væri aldrei tilgerðarleg eða meinleg í orðum. Og hún
var harla ólík öðrum borgarstúlkum. Hún gat spjallað um ýms mál-
efni alveg eins og sveitastúlka. Henni þætti víst jafn vænt um sveit-
ina sem borgina. Og hún þekkti vel hvort tveggja.
Björgu hafði í rauninni langað til að segja Iðunni allt ævintýrið
sitt. En hún hafði samt hikað við það. Hún fann eiginlega á sér, að
Iðunni myndi ekki geðjast að því öllu, — og til dæmis þykja alltof
óvarkárt að fara að kvöldi dags um borð í skip til ókunnugs karl-
manns. Og það hafði henni sjálfri í rauninni einnig fundizt. — En
svo hefði hún vísað öllu slíku á bug. Hér var eiginlega engin hætta
á ferðum. Það myndu allir sanna, ef þeir vissu, hve góður og nærgæt-
inn Eyvindur væri. Hann hefði alls ekki reynt að kyssa hana fyrr
en í annað skiptið sem hún kom til hans.
Fyrsta kossinn hans ætlar hún sérstaklega að muna! Enda var
það líka fyrsti karlmannskossinn, sem hún hafði fengið. Það var
henni alger nýjung. Hún fann einkennilega sælukennd streyma um
allan líkamann. — Vinkonur hennar myndu víst hafa orðið heldur
en ekki hissa, hefðu þær komizt að því, að hún 22. ára gömul væri
svo barnaleg að hafa aldrei kysst nokkurn pilt!
Björg minnist annars laugardagsins, sem þau Eyvindur voru sam-
an. Hún var jafnhrædd og í fyrra skiptið við að klöngrast um borð.
Nú voru þau frjálsari í tali og öllu viðmóti en í fyrra skiptið. Hann
skákaði henni umsvifalaust niður við hliðina á sér, stakk sykurmol-
um í munninn á henni og gældi dálítið við höndina á henni. — Æ,
hún mundi svo vel, hve hann allt í einu hafði tekið utan um hana,
þrýst henni fast að sér og horft lengi, lengi á hana, og faðmað hana
fastara og fastara að sér, unz hún lá í faðmi hans og fann hendur
hans strjúka um brjóst sitt, andlit og háls. Hún fann hita þeirra
gegnum kjólinn. Hár hans hafði snert enni hennar og augu, og hún
hafði strokið hendi sinni í gegnum það.
Áður en hana varði höfðu varir hans þrýstst fast að munni hennar.
Henni hvarf allur heimur. Eyvindur þrýsti henni enn fastar að sér
án þess að sleppa munni hennar. — Hvað hefði hún hugsað þessa
stundina? Helzt ekkert. Og heldur ekki eftir á, er þau hálf lágu fast
saman með kinn við kinn. Það var orðið rökkvað í klefanum, blikaði
aðeins á ofurlítið gljáandi kaffidótið á borðinu. Hún hafði heyrt sjáv-
argjálpið á skipssúðinni og langt burtu á milli skipanna, og það olli
því, að hún hafði þrýst sér enn fastara inn að Eyvindi. Hann hafði
haldið fast utan um hana lengi, lengi.
Tíminn var horfinn og gleymdur umhverfis þau, unz Eyvindur reis
upp við olnboga og náði sér í vindling og sagði eitthvað á þá leið,
að nú færi víst að verða framorðið fyrir hana. Þá hefði hún risið
snöggt upp og skammast sín fyrir, að hún skyldi ekki hafa verið fyrst
til að ympra á þessu. Það hefði alls ekki átt að vera hann, sem þurft
hefði að segja þetta!
Svo hefðu þau setið þarna stundarkorn og aðeins séð glóðina á
vindlingnum, sem hann var að reykja. Hún hefði staðið upp og ætlað
að fara, en hann hefði dregið hana aftur niður til sín og slökkt í vind-
lingnum. Hún hefði samt átt að fara þá þegar. En hún var of veik.
Hún sá ekki einu sinni eftir því, þegar hún nú rifjar þetta upp fyrir
sér. Hann hafði fundið munninn hennar á ný. Og tíminn hefði liðið
og horfið þeim, án þess hún yrði þess vör. Henni hefði þá fundizt,
sem væri þessi stundin mikilvægasti þáttur lífsins, sem hún yrði að
njóta til fulls sem allra lengst. Hún hefði getað verið hjá honum
alla ævi. Kinn við kinn og munn við munn.
Það hefði orðið seint þetta kvöld, dálítið of seint. En það hefðu
orðið mörg slík kvöld. Tvisvar og þrisvar sömu viku fór hún með
bæjarferjunni yfir Voginn. í kvöld eiga þau líka að hittast. Fyrst á
bíó, og síðan.. . Dýrlega dásemdar-borg! Hún getur ekkert annað
sagt. Borgin verður óefað hamingjuvegurinn hennar, eins og hún
hefði búizt við.---------
Iðunn reyndi að sofna í snatri, en það tókst eki. Fyrst og fremst
var fuglasöngurinn í trjánum í Sjúkrahússgarðinum svo hávær og
morgunfagnandi. Og á hinn bóginn gat hún ekki látið vera með að
hugsa um veizluna hjá frú Gilde, eftir að hún var háttuð. Hún var
dauðþreytt. Allur líkami hennar var þungur sem blý, eftir að hún
var komin í rúmið. En heilinn starfaði traust og skýrt fullum fetum.
Og þá var ekki að hugsa til að sofna.
Hún sá Harald Gilde fyrir sér frá öllum hliðum. En oftast alvarleg-
an. Og í þeirri mynd hafði hann bæði góð og miður góð áhrif á hana.
En svo smaug Rossí inn á milli í huga hennar. Hvað var það, sem
kom yfir hann í kvöld? —
Nei, hún getur ekki sofnað. Hugur hennar er allur á reiki. Augu
hennar nema staðar við myndina af Jörundi á náttborðinu. Framh,