Dagur - 22.04.1964, Blaðsíða 5

Dagur - 22.04.1964, Blaðsíða 5
/ 4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Vegalögin nýju ÞOTT menn séu orðnir ýmsu vanir, brá mörgum í brún, þegar fyrsta vegaátlun samkv. nýju lögunum, þ. e. bráðabirgðaáætlun fyrir árið 1964 var lögð frarn á Alþingi nú nýlega. Búið er að hækka skatta á umferð- inni mjög verulega í því skyni að auka vegafé svo að um ntuni. Þriðjungurinn af nýju tekjunum átti að vísu að fara í gatnagerð í kaupstöðum og kauptúnum og nokk- uð til sýsluvega. Þetta vissu menn frá öndverðu. En þjóðvegirnir hafa lengst og viðhald þeirra aukizt að sama skapi. Þar við bætist, að allur viðhaldskostnaður hefur hækkað um 10—12% síðan í fyrra og í hann fara 85 millj. kr. af þeim 242 millj. kr., sem vegasjóðurinn hefur til umráða. Þessar 85 millj. kr. eru þó ekki, svo að neinu nemi, hlutfallslega hærri upphæð en í fyrra, svo lítil von er til að viðhaldið batni. Til brúargerða er áætluð 31 millj. kr. og er það víst tæplega eins og í fyrra, miðað við kostnaðarhækkanir. Til hraðbrautanna, sem eru í raun- inni ný tegund vegaframkvæmda, eru áætlaðar 10 millj. kr. Til nýbygg- inga á aðalþjóðvegakerfinu, þ. e. þjóðbrautum og landsbrautum, eru áætlaðar nál. 48 millj. kr. Til nýbygginga á aðaljtjóðvega- kerfinu voru í fyrra veittar nál. 32 millj. kr. og var það jtá enn 1000 km. styttra en nú. En rneðal hinna nýju jtjóðvega er tiltölulega mikið af óuppbyggðum vegum. Hækkunin úr 32 millj. kr. upp í 48 millj. kr. til nýbygginga, er jtví mjög lítil, eink um þegar þess er gætt, að af upp- hæðinni, 48 millj. kr. fara 10—12% í kostnaðarhækkunina eina, sem orð- in er síðan í fyrra. Hér er jtó ekki öll sagan sögð. f greinargerð vegaáætlunarinnar, sem vegamálaskrifstofan hefur samið ög er mjög skihnerkileg, er frá því skýrt, að í fjárveitingum til jrjóðveganna hvíli bráðabirgða lán, sem tekin hafi verið til einstakra vega samt. nál. 22 millj. kr. Þessi lán þarf að greiða af íjárveitingum til nýbyggingar vega. Þetta eru einkum lán, sem tekin hafa verið í hlutaðeigandi héruðum með samjtykki vegamálaráðherra til að flýta fyrir vegagerðinni, en áttu að endurgreiðast af fjárveitingum næsta eða næstu ára. Samkvæma framan sögðu er útlitið í vegamálunum mun lakara en í fyrstu var áætlað, sem- kvæmt þeim fréttum, sem Jtá birtust af málinu. □ Ólafur Árnason frá Skálpagerði M I N N IN G ÓLAFUR Árnason frá Skálpa- gerði andaðist í Sjúkrahúsinu á Akureyri 2. apríl s.l. eftir sjö ára dvöl þar. Þó heilsu hans væri þannig varið, að hann hafði fótavist að öllum jafnaði, var sjúkdómur- inn þess eðlis, að hann þurfti alltaf að vera undir læknis hendi. Ólafur var fæddur að Eyrar- landi í Kaupangssveit í janúar árið 1887 og var því rúmlega 77 ára þegar hann lézt. Á öðru ári fluttist hann með foreldrum sínum, Árna Helgasyni og Ólöfu Finnbogadóttur, að Skálpagerði í sömu sveit og ólst þar upp. Öll sín uppvaxtarár vann hann að búi foreldra sinna, og fljótlega eftir ferminguna mátti heita að hann væri aðalfyrir- vinna heimilisins þar sem faðir hans var mjög heilsuveill mörg síðustu ár ævi sinnar. Eftir frá- fall hans tók Ólafur til fullnustu við bústjórninni með móður sinni, þá tvítugur að aldri, og hafði hana á hendi þar til móð- ir hans hætti búskap, eða í milli 20 og 30 ár. Með honum að búskapnum unnu systkini . hans jafnóðum og þau komust á legg þar til þau fóru að heim- an og'stofnuðu eigin heimili. Það, sem einkenndi Ólaf mest á þessum búskaparárum hans, var vinnugleðin. Það mátti segja, að honum félli aldrei verk úr hendi, hvorki sumar né vetur, signt og heil- agt. Alltaf fannst hon’um nóg verkefni framundan og. ekki tafði hann sig við að fara á mannamót, svo teljandi væri. Sagðist hann hafa meira gaman af að vera með ánum sínum og tigla þeim, en að sækja skemmtisamkomur fólksins. Þó var þetta ekki það, að hann væri ómannblendinn og illa lyntur, nei, öðru nær. Hvenær sem maður hitti hann, var hann skrafhreyfinn og gerði að gamni sínu ekki síður en hver annar. Ekki kærði hann sig um að tala eins og hver vildi heyra, heldur hafði hann sínar skoðan- ir og fulla einurð á því að láta þær í ljósi, hvenær sem var. - Margir hraðbátar (Framhald af blaðsíðu 1). ásamt vél, kostaði 55 þús. kr. Blaðið óskar hinum duglegu sveinum til hamingju með ár- angur af frístundastarfi þeirra. En ástæða er til að vekja at- hygli á því, nú í upphafi hrað- bátanna hér á Akureyri, að fullrar aðgæzlu er þörf í notk- un þeirra. Sú deild Æskulýðs- ráðs bæjarins, sem um þessi efni fjallar, og hefur fengið að- stöðu í gamla^ flugskýlinu, þarf að vera vel á verði um þróun þessa, ekki til að setja ungum mönnum skorður í smíði og notkun hraðbáta, heldur til að aukið öryggið í þessari grein, svo ekki hljótist slys af. Q En þrátt fyrir það, að hann væri svona heimakær og hefði í rauninni alltaf nóg að gera, þá vann hann þó mikið hjá öðr- um, ásamt yngri bræðrum sín- um, og þá aðallega við þúfna- sléttun. Þær voru orðnar marg- ar þúfurnar, sem hann risti of- an af, pældi og sléttaði fyrir ná- grannana, þó launin fyrir slíka vinnu mundu ekki þykja freist- andi nú á dögum, en þau munu hafa verið ein til tvær krónur á dag, auk fæðis, fyrir 10 tíma vinnu. Þá voru einnig ótaldir þeir tímar, sem hann gekk um fjöll og firnindi til að huga að rjúpurn, og má vera að hann hafi búið að því göngulagi seinni hluta æfinnar, því það voru fæturnir, sem fyrst biluðu hann. Eftir að móðir hans féll frá, og hann hætti búskap, var hann nokkur ár hjá systur sinni á næst bæ, en þá var heilsu hans þannig farið, að hann varð að draga sig áfram á tveimur stöf- um, algerlega ófær til vinnu síðustu árin, og má nærri geta, hvernig öðrum eins eljumanni hefur liðið þá, að geta ekki unn ið eins og aðrir menn. Hann átti ekki víðreist um dag ana. Átti lengst af heima í Skálpagerði, unz hann settist að á sjúkrahúsinu. Þar kom hann sér ákaflega vel, eins og raun- ar ævinlega áður við það fólk, sem hann umgekkst. Sérstak- lega hændust börnin að honum á sjúkrahúsinu og vildu helzt hvergi annars staðar vera en í návist hans. Helzta skemmtun hans á sjúkrahúsinu, auk barn- anna, var að sitja við glugga eða fara út á lóð sjúkrahússins og horfa yfir sveitina sína og hafði hann þá gjarnan sjónauka til að sjá betur hvað gerðist þar, enda var undravert, hvað vel hann fylgdist með heyskapnum og öðrum verkum, sem þar voru unnin. En seinustu ár æf- innar naut hann ekki þessara unaðsstunda, vegna þess að sjónin var næstum því farin síðustu árin. Og nú er hann alfluttur heim í sveitina sína, sem honum var alla tíð svo kær, og þar hefði hann unað alla sína daga, ef hann, heilsunnar vegna, hefði ekki þurft að dvelja á sjúkra- húsi. Hann var jarðsunginn frá Kaupangskirkju 10. þ. m. og lagður við hlið foreldra sinna og annara ættmenna. Að lokum vil ég þakka Ólafi fyrir allar þær ánægjustundir, sem ég naut í návist hans, og bið honum drottins blessunar, bæði um tíma og eilífð. B. S. Séra Friðrik flytur að Hálsi NÝJUSTU fregnir herma, að séra Friðrik A. Friðriksson á Húsavík muni bráðlega flytja í Háls í Fnjóskadal og þjóna Háls prestakalli. En svo sem kunnugt er flutti séra Sigurður Haukur Guðjónsson þaðan fyrir skömmu er hann við prestkosn- ingar í Reykjavík, var kjörinn þar til prestsþjónustu. Séra Friðrik er 67 ára að aldri en ennþá ungur j anda og frjór í hugsun, sem fyrr. Mun hon- Knattspyrnuþjálfara- námskeið 1. MAÍ n. k. hefst hér á Akur- eyri á vegum Knattspyrnusam- bands íslands námskeið fyrir knattspyrnuþjálfara I. stigs, og er áætlað að það standi í þrjá daga. Aðalkennari verður Karl Guðmundsson fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og margreyndur og viðurkennd- ur þjálfari, mæði hér heima og erlendis. Námskeið þetta er opið öllum félögum innan K. S. í. og er líklegt að það verði vel sótt, því námskeið sem þessi geta haft mjög mikla þýðinga og gagn í sambandi við þjálfun á hverjum stað og á það ekki síð- ur við félög úti um sveitir. Knattspyrnuráði Akureyrar hef ur verið falinn undirbúningur að námskeiðinu og þarf að til- kynna þátttöku fyrir 25. þ. m. til Hreins Óskarssonar eða Jens Sumarliðasonar, Akureyri. □ um því vel fagnað í Hálspresta- kalli. Barnaskólanum í Skógum er nú lokið. Síðustu viku skólans var Séra Sigurður Haukur þar, bjó börnin undir ferminguna og fermdi síðan s.l. sunnudag og skýrði nokkur börn. Kirkju- sóknin var mjög mikil. V. K. - Nýir kjarasanming- ar bráðlega (Framhald af blaðsíðu 1). vinnur að staðaldri hjá sama at- vínnurekandi. 7) Samningsaðilar beiti sér fyrir aðgerðum til lækkunar á húsnæðiskostnaði, m. a. með sér lánum, sem veitt verði með hag- stæðum kjörum úr atvinnuleys- istryggingasjóði fyrir milligöngu verkalýðsféláganna til húsnæð- ismála félagsmanna í verkalýðs- félögunum. 8) Að samið verði um vinnu- vernd barna og unglinga. 9) Óhjákvæmilegar leiðrétt- ingar verði gerðar á töxtum og kjaraatriðum félaga á sambands svæðinu og livort tveggja sam- ræmt eftir því sem kostur er á og launatöxtum fækkar. Ráðstefnan lýsir yfir stuðn- ingi sínum við ályktun mið- stjórnar Alþýðusambands ís- lands frá 15. apríl s.l. og býður fram fyrir hönd Alþýðusam- bands Norðurlands og Alþýðu- sambands Austurlands samstarf við heildarsamtökin til lausnar á kjaramálunum í samræmi við þá ályktun.“ Q 5 Stærsfi þorskurinn í „hringnót" SMÁTT OG STÓRT „Saklausi svalkriim“ í Freyjulundi U. M. F. Möðruvallasóknar hef- ur að undanförnu æft gaman- leikinn „Saklausa svallarann", og verður hann frumsýndur í félagsheimilinu Freyjulundi síð asta vetrardag. Sjónleikur hef- ur ekki verið sviðsettur í Arn- arnesshreppi síðastliðin 12 ár, svo segja má að þetta sé nýr og merkur þáttur í samkomulífi sveitarinnar. Leikendur, 11 að tölu, eru allir heimafólk. Leik- stjóri er Guðmundur Frímanns- son skólastjóri, Hjalteyri. Aðal- hlutverk leika Þóra Jónsdóttir, Helgi Helgason, Sigurður Þor- bergsson og Bára Magnúsdótt- h\ □ MAÍ-BOÐHLAGPIÐ HIÐ árlega maí-boðhlaup á Ak- ureyri fer fram á íþróttavellin- um 1. maí n. k. og hefst kl. 11 árdegis. Hlaupnir verða sex 100 m sprettir, þrír 200 m og einn 400 m sprettur, alls 1600 m. Þetta boðhlaup þótti nokkur við burður og vakti athygli á árum áður, en á seinni árum hefur lítil reisn verið yfir því. Má segja að Menntaskólinn hafi haldið því uppi að nokkru, því þaðan hefur jafnan mætt sveit til leiks og oft sigrað. Á s.l. ári mættu aðeins sveitir frá Þór og Menntaskólanum og sigraði sú síðarnefnda. Vonast er eftir þátt töku frá KA og jafnvel UMSE. (Framhald af blaðsíðu 8.) all og mjög vænn, verður vissu- lega ekki nýttur á annan hátt. Af eðlisávísun fyrir eða um hrygningartímann, er unnt að nota hringnótina, en ekki á öðr- um tímum. Veiðin er eins ódýr og árangursrík á þennan hátt og' yfirleitt er hægt að hugsa sér. En reynzla Norðmanna i þessu efni? Þar veiddist feiknin öll í hringnót af þorskinum og það vakti ótta.um ofveiði. Það varð ofaná, að banna slíkar veiðar. En þar- var ekki farið að ráðum fiskifræðinganna. Einhver takmörk eru þó fyrir því hvað mikið er óhætt að veiða, án þess að stefna þorsk- stofninum í liættu? Já, vissulega. Við teljum heild ar dánartölu þorsksins 60%, þ. e. 60% vegna veiði og annarra orsaka, af þeim fiski, sem orð- inn er kynþroska. Fjórir fimmtu hlutar þessarar tölu stafa af veiðunum og einn fimmti af öðrum orsökum. Við reiknum með, að ef við veidd- um 20% meira af þorski, myndi dánartalan færast upp í 65% — og það er rauða strikið, sem við miðum við. Með öðrum orðum: Við megum veiða 20% meiri þorsk, án þes að um rányrkju sé að ræða. Með þetta í huga, segir fiski- fræðingurinn, og hina öru fólks- fjölgun hér á landi, þurfa Xslend ingar árið 2000 á öllum þeim þorski að halda, sem gengur á íslandsmið, ef hlutur þorsk- veiði í þjóðarbúskapnum á að haldast. En nú munu um 40% af öllu aflamagninu á þeim mið- um, veit af erlendum mönnum. Hvað segirðu um hin niiklu aflaleysisár, sem kunn eru í sög unni? Þau geta komið svo að segja hvenær sem er, eins og svo oft áður. Þeim er ómögulegt að af- stýra, í hæsta lagi er hægt að gera sér grein fyrir þeim með tiltölulega stuttum fyrirvara. Þess vegna er heldur ekki hægt að ganga út frá árvissum afla. sem einhverju föstu lögmáli, ef náttúruöflunum þóknast að hafa það öðruvísi, segir fiski- fræðingurinn að lokur. (Svör hans efnislega rakin eftir sím- tali) og þakkar blaðið viðtalið. - POLYFONKÓRINN (Framhald af blaðsíðu 8). 7 ár og jafnframt fengið mjög lofsamlega dóma fyrir fagran og vandaðan söng. Auk þess tók hann þátt í söngmóti í Englandi og vakti þar mikla athygli. Kórinn syngur hér aðeins einu sinni og mun vissara að Lyggja sér aðgöngumiða í tíma. Aðgöngumiðar verða seldir í Bókaverzlun Jóhanns Valdi- marssonar og hefst sala á föstu- dag. □ (Framhald af blaðsíðu ,8). um meðalþyngd dilka á tímabil inu 1957—1963. Meðalþunginn hefur farið Iækkandi. Haustið 1957 var hann 15,04 kg í landinu öllu en haustið 1963 ekki nema 13,71 kg. Ef athuguð er meðal- þyngdin sl. haust kemur í ljós, að hún er allmismunandi eftir sláturstöðum. Á Norðurlandi var Þórshöfn hæst með 14,86 kg og Hvammstangi næstur með 14,80 kg. Á Austurlandi var Seyðisfjörður hæstur með 15,07 kg. og Norðfjörður næstur með 14,59 kg. Á Suðurlandi var Reykjavík hæst með 14,05 kg. og Djúpidalur í Rangárvalla- sýslu næstur með 13,2 kg. Á Vesturlandi (fyrir utan Flatey, sem hafði 17,16 kg. meðalþyngd) var Suðureyri hæst með 16,61 kg., Óspekseyri með 16,1 kg. og Króksfjarðarnes með 15,60 kg. í Borgarnesi, þar sem flestu fé var slátrað, var meðalþunginn 13,7 kg. Lægsta meðalþyngd á sláturstað var 12,4 kg. En meðalþyngdir eru auðvit- að ekki alltaf einhlítur mæli- kvarði á kjötframleiðslu sauð- fjárbúanna. Þar sem tiltölulega margt er einlembt, ætti að mega gera ráð fyrir hærri meðalvigt. Afurðamagn ærinnar, sem skil- ar tveim lömbum með 13 kg. kroppþunga, er meira en hinn- ar, sem skilar einu lambi með 20 kg. fallþunga, sem þó er tal- ið mikið. En ef meta skal arð- semi ærinnar, verður að taka fóðureyðsluna o. fl. með í reikn inginn. Og þá er komið að sam- anburðinum á liinu gamla og nýja búskaparlagi í sauðfjár- ræktinni hér á landi. RÍKISSJÓÐUR HELDUR ENN EFTIR 200 MILLJ. KR. I leiðara blaðsins í dag er nokkuð fjallað um vegamálin og vegaféð, samkvæmt nýjum tekjustofnum og nýjum vega- lögum frá Alþingi. Þær tölur, sem þar eru birtar, gefa nokkra liugmynd um hvernig muni hafa verið áður en vegaféð var þó aukið, með nýju vegalögunum. Við fyrstu umræðu um áætlun- ina var á Alþingi rækilega á þetta bent. Af hálfu Framsókn- armanna var a. m. k. á það bent, að rikissjóður héldi enn eftir 200 millj. kr. er hann hef- ur í tekjur af umferðinni í land inu (innflutningsgjöld o. fl.), og að meiri aukning en áður á ný- byggingu og viðhaldskostnaði þyrfti til að koma. En hin mikla Iiækkun vegakostnaðarins á einu ári, er ein aðvörunin enn í sambandi við dýrtíðarstefnu ríkisstjórnarinnar. FRAMLAG TIL GATNA- GERÐA Framlagið úr hinum nýja vegasjóði til gatnagerðár í kaup stöðum og kauptúnum ,er á þessu ári áætluð nál. 180 krón- ur á íbúa þar. Þar kemur all- mikið af nýju fé til fram- kvæmda á þessum stöðum, sem innheimtist með hinni nýju liækkun bifreiða- og benzín- skattinum. Möguleikar til fram- kvæmda á sýsluvegum aukast líka nokkuð, einkum vegna þess að ríkisframlagið í licild til sýsluvega í landinu hækkar og einnig aí því að sýsluvegakerf- ið styttist, a. m. k. þangað til sýslurnar verða að taka við þeim vegmn, sem liætta að vera þjóðvegir eftir 5 ár. HJALP ÚR FLÓTTAMANNA- SJÓÐI? Einn af þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins, Þorvaldur Garð ar Kristjánsson, flytur nú á Al- þingi tillögu um að reyna að fá fé hjá flóttamannasjóði Evrópu- ráðsins til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Sumum þykir hugmyndin fremur óviðfeldin og vafamál hvort hún bæri ár- angur. Samtímis hefur meiri- liluti stjórnarflokkanna í þing- nefnd Iagt til eftir 150 daga um- hugsun, að frumvarpi Framsókn armanna urn raunliæfar aðgerð- ir í þessum efnum verði vísað frá í annað sinn og segja þess- ir stjórnmálamenn, að það sé óþarft, lögin um svokallaðan at- vinnubótasjóð nægi. Sú stofnun hefur í tekjur einar 10 milljónir á ári og í fyrra lánaði hún a. m. k. 1 millj. til atvinnufyrirtækja í Reykjavík, auk annarra lán- veitinga til Faxaflóasvæðisins. Það munu þeir stjórnarþing- ^menn kalla stuðning við jafn- vægi í byggð landsins og finnst nóg! Iðunn verður að víkja Björgu úr huga sínum um hríð. Það er sem þurfi hún að skipa hugsunum sínum í deildir eða flokka. Hugsa fyrst um eitthvað víst og Ijúka því, og víkja síðan að öðru. Og hugsanh' hennar spyrja ekki eftir réttri röð eða reglu. Þær koma á harða spretti og geisast hver fram úr annari. Nú verður hún að hugsa um bréfið frá Jörundi, sem hún fékk í dag. Hann ætlar að koma hingað til hennar í sumarleyfinu, fyrstu vikuna í júlí. Þetta bréf hans er svo allt öðruvísi en fyrri bréfin hans. Það er svo þrungið af gleði og glettni — og tilhlökkun um fríið, sem hann eigi í vændum með henni. — Nú ætti hún sannarlega að verða himinlifandi glöð og fegin? Hún hefði átt að skrifa honum aftur þegar í nótt og segja honum, hve lengi lengi hún hefði þráð þetta, og hve hún hlakki til að hitta hann aftur. Hún sem alltaf hefur þráð bréfin frá Jörundi og glaðst yfir hverju blíðmæli, sem hún hefur fundið í þeim, leitað að þeim og lifað á þeim, sérstaklega er hún hefur fundið til einmanaleika. Hún hefir rifjað orð hans upp fyrir sér og velt þeim fyrir sér á marga vegu. En hún ætlar samt-ekki að skrifa honum aftur í nótt, kannski á morgun eða seinna í vikunni. — Hann kemur vafalaust. — Eða, hvað er annars að henni? — Er hún í nokkrum vafa um það, hvort hún óski þess að Jörundur komi hingað? Nei, þannig er það ekki heldur. Það er aðeins það, að Jörundur er ekki einn og einráður í huga hennar. Hinn aðilinn hefir orðið gleggri og lífrænni í huga hennar upp á síðkastið. — En hún vill hitta Jörund og vera með honum á hverjum degi í hálfan mánuð! Og þá mun Jörundur fylla hug hennar allan eins og áður. Þá hefur hún spurt sjálfa sig undanfarið: Elskarðu Jörund? Já, það verður víst að teljast ást á milli þeirra Jörundar nú um tvegja ára skeið, og enn lengur. Hún hlýtur víst að elska hann, fyrst hún ber hann alltaf saman við alla aðra pilta, sem hún hittir á lífsleiðinni, hann, sem henni virtist öllum öðrum fremri og betri, — þar til nú fyrir skömmu. Hefir hún þá raun- verulega borið þá Jörund og Harald saman? Já, hún hefir gert það. Og í fyrsta sinn hefir komið fyrir, að hún hefir hikað í dómi sínum. En hún keppir að því marki að láta Jörund vinna enn einu sinni í samanburðinum! Og nú kemur hann eftir liðugar tvær vikur! Og á þeim tveimur vikum mun hún eflaust hitta Harald. Það veit hún með vissu. Og hún finnur áhrif hans og aðdráttarafl líka. Til þess eru margar ástæður. Hann er gáfaður, dásamlega skilningsríkur og háttvís, kurteis og nærgætinn. Hann ræðir um list sína eins og kært og dýrmætt málefni, sem krefst alls hins besta í honum. Augu hans eru djúp, dimm og alvarleg og svipúðug, er hann talar við mann. Hann er nærgætinn við móður sína og verður mjög alvarlegur á svipinn, er hann sér hana gera of mikið af vínnautn sinni. Iðunn minnist þess, að hann var vanur að líta til hennar, er móðir hans tók að verða óvenju hávær og hlægja of mikið. Iðunni hitnar af góðvild til mæðginanna, er hann lítur þannig til hennar. Því að það er eins og hann spyrji hana með þögninni, hvort hún geti skilið þetta? AUÐHILDUR FRÁ VOGI: GULLNA BORGIN v w ' Æjá, vissi hann aðeins, hve vel hún skilur hann, og skilur einnig móður hans! Hana langar til að gera eitthvað raunverulega gott fyrir þau. Rossí gæti víst einnig skilið frú Gilde og séð gegnum fingur um bresti hennar, því að hann sér eflaust hið góða í henni, þrátt fyrir breyskleika hennar. — En Iðunni lærist víst aldrei til hlítar að þekkja Rossí fyllilega. Því hjá honum bregður ótal óvæntum svipbrigðum fyrir frá mörgum hliðum! Samt ætti hún að vera farin að þekkja hann núna. Þau hittust stundum hjá frú Giulde eftir upplestrartímana hennar, og einnig í bílferðum með Haraldi, en Iðunn afturí hjá frú Gilde! Rossí setzt semsé umsvifalaust við hliðina á Haraldi!------ Iðunn rís upp. Hún er bæði stirð og stíf af því að hafa setið hreyfingarlaus svona lengi. Hún veit vel, að nú er framorðið. En ætlaði hún samt ekki að skrifa Jörundi í nótt? Það er óvíst, hvort henni hentar það eins vel seinna í vikunni. Hún nær sér í ritföng og reynir að halda andliti Jörundar í huga sínum, rifja upp síðustu samverustundir þeirra. En mynd jörundar tekur breytingum í huga hennar. Hún sér augu Haralds. Þau horfa á hana. eins og vilji hann segja: — Hvers vegna ertu að fást við bréfið það arna? — Nei, hvaða vitleysa er nú þetta! Hvað skyldi Harldur kæra sig um hana og bréfaskriftir hennar? Ekki hefir hann látið í ljós neitt í þá átt, hvorki í orðum né — nei, hann hefir meira að segja aldrei snert hana, ekki síðan fyrsta kvöldið í veizlunni forðum hjá frú Gilde. En þá var það vist líka ævintýralega ljómalýsingin í garðinum og allt veizluskrautið, sem töfraði þau þau bæði og tryllti. Iðunn hefir einskonar hugboð um það, að Haraldur vilji helzt ekki minnast framar á þá veizlu. Iðunn fer að skrifa á auðu bréförkina fyrir framan sig. — Sat hún hér raunverulega og gleymdi bréfinu, sem hún ætlaði að skrifa Jörundi? O-nei, það var eins og svalandi blær að hitta Jörund aftur. Það myndu verða henni mikil vonbrigði, ef hann kæmi ekki! Nú er klukkan eitt, en hún er alls ekki þreytt. Og nú ætlar hún að skrifa Jörundi. Fylla hverja örkina af annarri. Jörundur hefur svo góð áhrif á hana. Þau eru svo þaulkunnug. Þau þurfa ekki að brjóta heilann um, hvað anr.að hvort þeirra meini með því að segja þetta eða hitt. — Þau skilja hvort annað! — Iðunn lyftir pennanum frá blaðinu. Er hún nú farin að hugsa um Harald aftur? Nei, alls ekki. Jú, en •— getur hún ekki látið vera að hugsa um Harald og allt umhverfis hann, aðeins þessa stuttu stund, meðan hún er að skrifa Jör- undi? Hún víkur huganum inn á aðrar brautir frá deginum liðna. Rossí hafði beðið hana að koma inn í skrifstofuna til sín. Hann þyrfti að ræða visst málefni við hana. Hann ætlaði að biðja hana að hafa eftirlit með öllu í stofnuninni um hrið. Hann færi í ferð um óákveð- inn tíma, — í einskonar suniarfrí, hefði hann bætt við og fléttað saman grönnu fingurna sína. Þau höfðu orðið ásátt um ýmsar ráð- stafanir, sem hún átti að framkvæma í Stofnuninni í fjarveru hans. — En hótel heimilisfang yðar, ef eitthvað kæmi fyrir? hefði hún sagt. — Hja-a, hefði hann fyrst sagt. — Ég gisti víst hvergi á hóteli. Ég fer uppí sveit, dalasveit í einum af Fjörðunum. Og þar vildi ég helzt fá að vera í friði. Þér stjórnið bara öllu, eins og yður hentar bezt, meðan ég er í burtu, ungfrú Falk. Eg treysti yður! sagði hann að lokum. En Rossí hafði ekki nefnt þessa sumarferð sína um kvöldið hjá Gilde. Iðunni hefði langað til að vita, hvort Haraldur færi með honum. Það væri svosem eðlilegt, að Haraldur færi með Rossí í þessa dalaferð. En það var þó einmitt það, sem hún gat ekki fyllilega áttað sig é!-------- Iðunn lyfti pennanum frá örkinni. Var hún raunverulega búin að skrifa Jörundi tvær arkir? — Hún las þær báðar. Hún fann einhvern veginn á sér, að orðin sem hún hafði skrifað, væru ekki ætluð Jörundi. Hún hafði vandað svo vel hverja setningu, hverja hugsun og orðasamband. —Helzt mætti ætla, að bréfið væri til einhvers annars, Haralds til dæmis. Hún stingur bréfinu í umslagið. — Hún er í rauninni nærri því hamingjusöm í nótt. Dagurinn hefur annars verið örðugur á vissa hátt. Sumir dagar eru víst ætlaðir til andlegs auðs, gæða og gleði. XV. Iðunn og Jörundur liggja samhliða í sólvermdum sandinum. Þau liggja með lpkuð augu eins og í svefni. Sólskinið er heitt og ákaft. Öðru hverju líta þau upp lygndum augum og horfa beint upp í himinhvolfið. Fáeinir mjallahvítir skýjahnoðrar svífa þar efra. „Stormvakin ský eru lýf mitt og lán. . .. “ raular Jörundur og rís upp við olnboga. — Iðunn! segir hann, það er bros í röddinni. Hann smeygir handleggnum undir hnakka hennar. — Sértu mér sammála, hlaupum við útí aftur og syndum út í skerið. Eigum við það ekki? Hann tekur létt.undir hökuna á henni. Iðunn brosir upp til hans, án þess að svara né opna augun. Einmitt núna er hún gagntekin af hamingjukennd. Svona gæti hún legið lengi. Hú veltir sér ofurlítið á hlið, svo að kinn hennar snertir handlegg Jörundar. Hún finnur saltan sjávarilminn af hörundi hans. Hún lítur upp og framhjá augum hans og fylgist með svifi skýja- hnoðranna. Framhald J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.