Dagur - 22.04.1964, Blaðsíða 1
Dagur
kernur út tvisvar í viku
og kostar 20 krónur á
mánuði.
XiLVII. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 22. apríl 1964 — 33. tbl.
Dagur
Símar:
1IG6 (ritstjóri)
1167 (afgreiðsla)
NÝIR KJARASAMN-
INGAR BRAÐIJEGA
Alþýðusambönd Norður- og Austurlands óska
eftir umboði til verkfallsboðunar 20. maí
ALÞYÐUSAMBOND Norður-
og Austurlands héldu ráðstefnu
á Akureyri fyrir helgina. Þau
hafa óskað heimildar sambands
félaganna um að boða til vinnu-
stöðvunar frá og með 20. maí n.
k., hafi samningar ekki tekizt.
Samböndin samþykktu ályktan-
Tvíburabáf-
arnir frá KEA
SKIPASMÍÐASTÖÐ KEA
hefur nýlokið smíði þessara
fallegu báta, sem sjást hér á
siglingu: Farsæll EA 130 og
Venus EA 15, og afhentir eig
endum, sem eru, Sigmar Jó-
hannesson, Gunnar Jóhann-
esson og Óli Björnsson, Hrís-
ey, sem eiga Farsæl, og Guð-
mundur Benediktsson og syn
ir hans 'þrír, Litla-Árskógs-
sandi, sem eiga Venus.
Bátarnir eru byggðir úr
eik, 18,75 lestir að stærð og
með 200 HK Volvo Penta
vélum. Þetta munu vera
minnstu bátar hér um slóðir
sem hafa radar en að öðru
leyti eru þeir búnir venju-
legum tækjum.
Þetta er 99. og 100. bátur
og skip, sem stöðin hefur
smíðað og er hún löngu lands
þekkt fyrir sérlega vandað-
an og góðan frágang.
Á myndinni hér fyrir neð-
an sjást, frá vinstri, Gunnar
Jóhannesson, Tryggvi Gunn-
arsson, yfirsmiður stöðvar-
innar, er gerði teikningar af
bátunum, og Guðmundur
Benediktsson. Ljósm.: E. D.
ir um samningsgrundvöll. Fara
þær hér á eftir:
1) Að óhjákvæmileg launa-
hækkun komi til framkvæmda
15. maí n. k. og síðar í áföngum,
ef um langan sanmingstíma gæti
orðið að ræða.
2) Að verkalyðsfélögin og
samtök atvinnurekenda beiti öll
um áhrifum sínum til þess að
afnumið verði bann við verðlags
SIGURJON OG ÞORSTEINN á bát sínum.
(Ljósmynd: E. D.)
bótum á laun og að því fengnu
verði samið um fullgilda verð-
fryggingu á það grunnkaup sem
um kann að semjast.
3) Gerðar verði raunhæfar
ráðstafanir til styttingar vinnu-
dagsins með eða án atbeina lög-
gjafarvaldsins.
4) Orlofsréttindi verði aukin
svo að lágmarksorlof verði 21
virkur dagur og orlofsfé 6%.
5) Greiðslur til sjúkrasjóða
verði 1% af öllum greiddum
vinnulaunum.
6) Vikukaup með óskertu
kaupi fyrir helgidaga verði tek-
ið upp fyrir allt verkafólk, sem
(Framhald á blaðsíðu 4).
Margir hraðbátar í smíðum á Akureyri
Sá fyrsti er fullgerður og gengur 33 mílur
ÁHUGI hefur vaknað fyrir þvi
á Akureyri, að nota Pollinn til
að stunda þar ýmis konar sjó-
sport. Fyrrum var hann drjúg
matarkista bæjarmanna og er
það raunar enn, en hann er líka
sem kjörinn til siglinga, sport-
veiða, kappróðra og hvers kon-
ar sjósports. Kappróðrar hafa
verið stundaðir mörg undanfar-
in ár og kappróðrarmenn frá
róðrardeild Æskulýðsfélags Ak-
Slagsmál í bænum
Seytján ára gamall piltur fótbrotnaði
MJÖG MIKIL ÖLVUN var á Akureyri á laugardagsnóttina. Slags-
mál urðu víða í miðbænum, samkvæmt umsögn lögreglunnar.
Margir urðu blóðugir og rifu föt sín. Piltur einn, 17 ára, fót-
brotnaði í þessum óeyrðum og liggur hann nú á sjúkrahúsi.
Fólk innan 21. árs var þarna í stórum meirihluta, og óeyrðimar
og hin áberandi ölvun- á götum bæjarins gætti þá fyrst að marki,
þegar fólkið kom af dansleikjum í Alþýðuhúsinu, Sjálfstæðis-
húsinu og Hótel KEA, svo mjög undir áhrifum víns, sem raun
ber vitni.
Þessi greinargerð lögreglunnar þarf ekki skýringar við. Hvort
liún verður þeim umhugsunarefni, sem gæta eiga framkvæmdar
ureyrarkirkju hafa í þeirri
grein vakið sérstaka athygli.
Tími kajakanna er líka upp-
runninn hér og hafa margir
unglingar haft mikla ánægju
af. Og hér eru einnig seglbátar,
sem of lítið eru notaðir.
Og nú eru hraðbátarnir í upp-
siglingu. A. m. k. sex hraðbát-
ai' eru í smíðum í bænum, flest-
ir ætlaðir tveim mönnum. Fyrsti
hraðbáturinn var fullgerður fyr
ir fáum dögum og var þá reynd
ur á Pollinum, fjölda áhorfenda
til mikillar skemmtunar.
Þessi hraðbátur mun sá fyrsti
sem hér er smíðaður og tekur
sex manns. Hann er 13 feta
langur, flatbotna, með 40 hest-
afla utanborðsmótor og gengur
33 mílur. Hann er gerður eftir
amerískri teikningu. Eigendur
eru unglingarnir Sigurjón Jóns-
son og Þorsteinn Björnsson.
Smíðuðu þeir bátinn og eyddu
til þess 800 klst. samanlagt.
Efnið í grind er úr eik og kross-
við, mjög vönduðum. Efnið,
(Framhald á blaðsíðu 4).
DEYDDIBARN
SITT í ÖLÆÐI
S.L. sunnudag skeði það á Hell-
issandi, að ungur, ölvaður fað-
ir banaði barni sínu, ellefu mán-
aða syni. Faðirinn heyrði son
sinn gráta, ætlaði að hugga
hann. Tók hann um fætur
bamsins og sveiflaði því síðan
kring um sig. .1 þeim svifum
hrasaði hann og lenti höfuðið á
barninu á steinvegg og var það
þegar örent. □
SKAUT AÐ FOLKI
f REYKJAVÍK skaut maður
einn, eitthvað „við skál“ og
meira truflaður, sex skotum á
verkamenn, sem unnu í hús-
grunni. Ekki varð slys að þessu
og skall þó hurð nærri hælum,
því sumar kúlurnar fóru mjög
nærri. Q
áfengislaganna, er svo annað mál. Q