Dagur - 25.04.1964, Síða 1
Karlakórinn Heimir
syngur í dag
KARLAKÓRINN HEIMIR í
Skagafirði syngur í Samkomu-
húsinu á Akureyri í dag, laug-
ardag, kl. 5 e. h. og í kvöld kl.
9,30 á Dalvík.
Heimir er skipaður á fjórða
tug söngelskra Skagfirðinga. —
Söngstjóri er Jón Björnsson, en
einsöngvarar eru Sigurbjörn
Jónsson á Hafsteinssstöðum,
Pétur Sigfússon í Álftagerði og
Stefán Haraldsson í Víðidal.
Kórinn hefur áður farið í
söngferðir í vor,.en þá véstur á
bóginn. . □
Utilokum sóðaskapinn
1 SJÖTTUBEKKINGAR Menntaskólans á Akureyri eru hér í hópferð um bæinn, syngjandi og hrópandi. Þeir heimsækja kennara §
I sína í ferðinni. Sumir fóru á stórum dráttarvögnum, aðrir á mótorhjólum eða hestum. (Ljósmynd: E. D.) |
.................................................... •iiiminimninniiiiiiiiiimiMiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiMHiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiuiiniiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiniiií
í miðbænum
ÓHEMJULEGT ryk í umferð-
inni í miðbænum spillir ánægj-
unni af útiveru þar. Bréfarusl
og hvers kyns óþverri angrar
augað. Enn verður að takast á
við rykið, sem er hrein plága
og sezt auk þess á öll matvæli,
sem óvai'in standa. Burt með
rykið. Það á að fara aðra leið en
í lungu borgaranna. Q
Kaupið hækkaði um
84% á sama tíma
En „kauphækkunarbraskararnir“ setja allt
efnahagslífið úr skorðum, segja stjórnarblöðin
ÁBURÐUR
VERÐIÐ á áburði hefur nú
hækkað um 13—17%, og staf
ar það af því, að ríkisstjóm-
in liefur hætt niðurgreiðsl-
um á honum, ásamt ýmsu
Öðru.
Kjarninn kostaði í fyrra
2.760 kr. tonnið, en kostar nú
3.240 kr. Hækkunin nemur
því 17,4%. Þrífósfat og fósfat
kostaði í fyrra 2.620 kr. tonn-
HÆKKAR
ið, en kostar nú 2.930 kr.
Hækkunin nemur 12,98%.
Kalí-klórsúrt og kalí-brenni-
steinssúrt kostaði í fyrra
1.800 kr. tonnið, en kostar nú
2.040 kr. Hækkunin þar nem
ur því 13,30%. Blandaður
garðáburður kostaði í fyrra
2.920 kr. tonnið, en kastar nú
3.300 kr. Hækkunin 13,01%.
(Tíminn).
ÞÓTT stjórnarblöðin fyrir sunn
an haldi því stöðugt fram, að
dýrtíðarvöxturinn sé launastétt
unum að kenna og þetta berg-
máli í málgögnum stjórnarinn-
ar hér fyrir norðan, er hér um
falsrök ein að ræða, eða hald-
lausar fullyrðingar, sem hver
tekur eftir öðrum í nauðvörn.
Nokkrar staðreyndir í þessu
efni hefur Alþýðusamband fs-
lands rifjað upp í opinberri
ályktun til ríkisstjórnarinnar
nú fyrir skömmu, um leið og
óskað er viðræðna við hana um
kaupgjaldsmálin.
Nær ördeyða á norðlenzku miSunum
En fyrir sunnan er landburður af fiski daglega
VERTÍÐIN sunnanlands hefur
skilað meiri afla en nokkurn
tíma áður á sama tíma. Margir
bátar eru þó bundnir við hafn-
arbakkann og eru ekki gerðir
út vegna mannfæðar. En nýju
bátarnir eru líka margir og
eiga góðan hlut í hinni miklu
aflasæld vetrarvertíðarinnar.
Svo virðist, að hringnótaveið-
in beri af, síðustu vikur a. m. k.
En þessi nýja þorskveiðiaðferð
var tekin upp af nokkrum bát-
um í fyrra og gafst vel, en marg
ir' eru með hringnót nú og slá
hvert aflametið öðru glæsilegra.
Því miðui' nýtist ekki allur
aflinn, sem skyldi, vegna vönt-
unar á fólki í landi til að vinna
aflann, og nú vegna saltleysis.
Hin mikla veiði syðra er auð-
vitað öllum landsmönnum gleði
efni. Hins vegar hafa þeir Norð-
lendingar, sem veiðar stunda
frá heimahöfnum aðra sögu að
segja um aflabrögðin. Þrátt fyr-
ir góðar gæftir og dugnað við
sjósókn, bæði með línu og net,
eru hlutir smáir. Á sama tíma
og fréttir útvarpsins segja frá*
ótrúlega mikilli veiði syðra, fá
norðlenzkir bátar stundum
færri fiska en Sunnlendingar
tonn. Svo misjafnt er „gæðun-
um skipt“ að þessu sinni.
í gær var sama ördeyða fyrir
Norðurlandi, nema gi'ásleppu-
veiði er víða góð.
„Síðustu daga er aflinn enn
minni ef hægt væri,“ sagði
hreppstjórinn í Hrísey í gær.
„Það er steindauður sjór. Sjó-
menn fara að missa móðinn ef
ekki breytist.“
Fréttaritari Dags á Raufar-
höfn sagði í gær: „Enn er sama
fiskleysið. Hér er aflinn talinn í
fiskum, en ekki í skippundum
eða tonnum.“
Fréttaritarinn í Ólafsfirði
sagði: „Aflinn glæddist aðeins
á færi um daginn en datt svq
niður aftur. Sumir eru að hætta,
því aflinn er svo sáralítill.“ Q
55% en vöruverð um
f grein Alþýðusambandsins
segir um þetta efni:
„Óhrekjanlegar staðreyndir
sýna, að fyrst var kaupið lækk-
að með lagaboði um 5,4%, sam-
kvæmt opinberum útreikningi.
Síðan var skellt á stórfelldri
gengislækkun, vaxtahækkun og
hækkun söluskatts, sem orsak-
aði verulega verðhækkun, og
verðlagsbætur voru afnumdar.
í nærri 21/-* ár var engin kaup
hækkun gerð, en kaupmáttur
launa rýrnaði jafnt og þétt á
þessu tímabili vegna síhækk-
andi verðlags.
Síðan hafa kauphækkanir
verkafólks verið gerðar aðeins
til þess að vega nokkuð upp á
móti dýrtíð, sem áður var á
skollin.
Kauphækkanir hafa alltaf orð
ið minni en verðhækkanir og
komið á eftir. Það er því alger
fjarstæða að telja orsakir dýr-
tíðarinnar liggja í of miklum
kauphækkunum verkafólks.
Verkalýðssamtökin hafa ver-
ið í varnarbaráttu síðustu árin
og reynt að verja meðlimi sína
fyrir áföllum dýrtíðarstefnunn-
ar. Um þessar mundir standa
málin þannig, að dagkaup verka
manna hefur hækkað frá febr-
úar 1960 að telja um 55%, en á
sama tíma hefur vöruverð og
þjónusta hækkað um 84%.“
Þannig hljóðar þessi kafli í
ályktun stjórnar Alþýðusam-
bandsins. Þær tölur, að vísitala
vöru og þjónustu hefur hækkað
um 84% meðan dagkaup verka-
manns hefur hækkað um 55%,
sýna bezt, að það er ekki kaup-
gjaldið, sem hefur sprengt upp
dýrtíðina á þessum tíma, heldur
öfugt. Þar hefur verið að verki
sú óheillastefna ríkisstjórnarinn
ar, að kaupgetan væri of mikil
og því yrði að hækka verðlagið
meira en kaupgjaldið. Það er
þessi stefna, sem hefur orsakað
ófarnaðinn í efnahagsmálum og
valdið hefur þessari einstæðu
öfugþróun, að kaupmáttur
venjulegra daglauna hefur rýrn
að stórlega á tímum mesta góð-
æris í sögu þjóðarinnar. Q
BLÓM
jj TIL ÚTFLUTNINGS
ii BLÓMAFRAMLEIÐENDUR
;! hér á landi hafa fengið til-
; boð í 30 þús. nellikur tvisv-
1; ar í viku, sem yrðu sendar
til Bandaríkjanna ef samn-
;; ingar takast.
!; Einnig er í athugun að
;! selja fleiri blómategundir
!; vestur. Þetta mun fyrsta til-
;! boðið um niikinn útflutning
!; blórna frá íslandi, en skil-
!; yrði hér á landi til blóma-
;! ræktar gefa garðyrkjumönn
!; um algera sérstöðu til ódýrr
;! ar framleiðslu í stórum stíl,
!; sem sjálfsaft er að nota eins
!; vel og unnt er. O
Kristján í Fremstafelli
ÚTFÖR Kristjáns Jónssonar frá
Fremstafelli verður gerð í dag.
Jarðsett verður á Ljósavatni.
Kristján var 83 ára er hann lézt.
Hans verður nánar minnst hér
í blaðinu síðar. Q
é é
•(*
&
Qle&ilegt sumarí Pökk fyrir ueturinnJ
t
í . I