Dagur - 25.04.1964, Side 2

Dagur - 25.04.1964, Side 2
2 SáifræðihjóMisfa í dreifbýlinu FRÆÐSLUMÁL hafa á ýmsan hátt orðið olnbogabarn íslenzka þjóðfélagsins s.l. 20 ár og eru orsakir þess nú sem óðast að koma í ljós. Dreifbýlið vei'ður eins og eðlilegt er fyrst illa úti sökum þess að þar er ekki að fá menntun sem börn þess verða að afla sér í samræmi við þau störf, sem þau ætla að vinna að námi loknu. Forsvarsmenn dreifbýlisins eiga um tvennt að velja í þess- um málum. Beita sér fyrir gagn gerðri endurskoðun færðslumál anna undir vel hæfri forustu, eða sjá fram á síaukinn flótta ur dreifbýlinu og jafnvel algera auðn ákveðinna landshluta. í trausti þess að einhverjir þingmenn dreifbýlisins velji heldur fyrri kostinn skal hér bent á eitt atriði sem tiltölulega auðvelt er að kippa í lag. Dreifbýlið nýtur engrar sál- fræðiþjónustu og er hvað þetta snertir ver á vegi statt en sum ný ríki í Afríku, sem hlotið hafa aðstoð á vegum Sameinuðu þjóðanna í þessu efni. Geti barn ekki fylgst með í venjulegum skólabekk er eng- inn maður í dreifbýlinu þess umkominn að skera úr svo ör- uggt megi telja hvað að er. For- eldrar og kennarar geta svo gizkað á eftir því sem andinn blæs þeim í brjóst hvort lítil námsgeta eða slæm hegðun sé litlum hæfileikum barnsins að kenna eða einhverjar allt aðrar orsakir komi til sem hægt væri úr að bæta ef rétt væri að far- ið. Hætt er við að ekki náist alltaf full samstaða milli for- eldra og kennara í þessu efni enda naumast við því að búast. Eitt er þó víst, að einn aðili verð ur oftast illa úti og það eru börnin sem. aðstoðarinnar ættu að njóta. Þess eru of mörgdæmi að skólinn skilar ólæsum börn- um út í raðir vinnandi manna eftir 8 ára skólavist. „Eitthvað er rotið í ríki Dana“ svo vitnað sé í Hamlet. VERKAMANN A- SKÝLIÐ VERK AMANN ASKÝLIÐ við höfnina, sem í eina tíð bar vitni um meiri skilning á þörfum verkamanna en aigengt var, hef ur undanfarin missiri verið bæn um til minnkunar. Þar hefur orðið eins konar drykkjumanna krá — þ. e. þangað hafa safnast ógæfusamir víndýrkendur og sett svip sinn — og blett — á staðinn. Nýlega tók Jón B. Rögnvalds- son við umsjón Verkamanna- skýlisins og mun ætla sér að hafa annan hátt á. Bæjarbúar munu fylgjast vel með því, hvernig honum gengur að hefja þetta nauðsynlega skýli upp úr niðurlægingunni og gera það eins vistlegt og unnt er — og samræma það kröfum vitibor- inna og prúðra verkamanna við Akureyrrahöfn. □ Afleiðingin getur eins vel orð- ið sú, að barnið yfirgefi skólann sinn fullt af vanmetakennd, sem síðar breytist í neikvæða af- stöðu og jafnvel hatur á þjóð- félaginu, er sökum vanrækslu hefur alið upp örðugan styrk- þega í stað sæmilegs skattgreið anda. Núverandi ástan'd er því óforsvaranlega þótt mannúðar- sjónarmiðinu sé sleppt og ein- göngu litið á fjárhagslegu hlið- ina. Til þess að bæta nokkuð úr þessu vandræðaástandi myndi ég telja heppilegt að ríkið semdi við Félag ísl. sálfræðinga um þjónustu við dreifbýlið, sem skipuleggja mætti á svipaðan hátt og augnlæknaþjónustu. Yrði landinu skift í svæði, sem Höfðínginn ÞAÐ VAR í júlí 1952 í norðan- sveljanda. Þokuslæða á fjöllum en sá til sólar við og við. Við Steingrímur bóndi í Nesi í Aðal- dal áttum veiði á neðra svæð- inu fyrir Neslandi. Það var farið að nálgast hádegi, og við höfð- um ekki orðið varir. Ég var að kasta í Kirkjuhólmakvíslinni og var kominn norðurundir girð- ingu. Steingrímur hafði verið á Skriðuflúðinni en var nú kom- inn norður í Oddahylinn og far- inn að lengja köstin. Allt í einu heyri ég eitthvert hljóð og lít til Steingríms. Sé ég þá að stöngin hans svignar mjög mikið og hann er á harðahlaupum um bakkann. Verður mér það fyrir að spóla inn mína línu og hend- ast upp í mó þar, sem ég sæi betur til ferða Steingríms. Rétt eftir að ég sá yfir ána, stökk feikna ferlíki austurundir landí, stakk sér niður og synti upp svo hart, að ég heyrði þegar línan skar vatnið. Skipti það engum togum að lína Steingríms kom slök, og hafði laxinn slitið girn- ið. Sá ég að Steingrími var orð- ið mikið um, því hann stökk og hoppaði, sem óður væri, um bakkann. Hljóp ég nú til hans og sagði hann mér þá, að hann héldi að þetta væri stærsti lax, sem hann hefði séð, enda hefði hann verið alveg djöfulóður. Steingrímur titraði allur og var sveittur mjög. Röltum við nú vonsviknir heim að Nesi og borðuðum. Ræddum við veiðar um stund, en að því búnu vildi Steingrím- ur leggja sig, en sagði mér heim ilt að farg að ánni ef ég vildi. „Og“, bætti hann við, „kastaðu í Oddahylinn það gæti verið að hann tæki á sá stóri.“ Ég rölti nú austur að ánni og settist á bakkann við Kirkju- hólmakvíslina og fór að athuga flugur mínar. Sá stóri hafði tek- ið Sweep no. 1 hjá Steingrími. Því ekki að prófa hana, skeð gæti að fleiri vildu líta við henni en sá stóri hans Stein- gríms. Og svo ætla ég að' reyna við hann líka. Ég byrja svo að kasta í Kirkj uhólmskvíslina og sálfræðingar semdu í samráði við námsstjóra eða aðra fram- ámenn í fræðslumálum dreifbýl isins. Kostnaður allur yrði greiddur af ríki og sveitarfélög- um eins og annar skólakostnað- ur. Kennarafélög hafa æ ofan í æ skorað á fræðslumálastjórn- ina að koma þessum málum í lag. Viðbrögð hennar sanna, að hún hefur ekki áhuga á að leysa vanda þeirra barna sem verst eru á vegi stödd og minnst eiga undir sér. Siðmenntað þjóðfélag getur hins vegar ekki látið viðgangast um tíma og eilífð að sálfræði- vísindin séu látið ónotuð í fræðslumálum þjóðarinnar og mannúðarsjónarmið krefjast þess að ekki sé lengur gengið fram hjá vanda minnstu bræðr- anna. Ólafur Gunnarsson. færi mig smátt og smátt niður fyrir girðingu, og þaöan niður á Skriðuflúð. Kasta þar um stund og reyni að ná sem bezt- um köstum austur í rennuna, en allt kemur fyrir ekki, ég verð ekki var. Þetta er þýðing- arlaust, hugsa ég með mér, ég hefði átt að halla mér eins og Steingrímur. En dragnast samt niður að Oddahylnum, líklega er bezt að reyna að kasta. í fyrsta kastinu sýnist mér ólga eftir flugunni. Ég reyni aftur og nú er hann á. Þungt og ákveðið tekur hann og kafar með ofsa- hraða austur undir land og þar stekkur hann. Ó, þvílíkt ferlíki, drottinn minn! Ég fer allur að titra. Nú er um að gera að vera rólegur og taka ekki fast á honum. Þó ég verði þá með hann það sem eftir er af degin- um. En nú stekkur hann ekki - meir, heldur tekur nokkrar rok- ur upp og ofan hylinn. Eftir dá- litla stund lætur hann þó undan síga niður í Sandvikið. Þar þumbast hann góðan tíma fram í straumnum. Ég tek dálítið þétt á honum og hann kemur upp á sandeyrina og leggst á hliðina. Og nú sé ég fyrt hvílíkt feikna ferlíki þetta er, þar sem hann liggur flatur á fets djúpu vatni og er þó hluti af bolnum upp úr. Ég er ofurlítið uppi í mó og heldur hefur titringurinn vaxið, því nú virðist nálgast leikslokin. Ég spóla inn á hjólið og færi mig nær ánni. Þá reisir hann sig og syndir rólega fram í strenginn. Ég tek þéttings fast á honum, hann er hálfgert á hliðinni með hausinn upp úr. Allt í einu setur hann á sig hnykk og línan slitnar. Ég verð fyrst agndofa, en síðan tryllist ég. Stekk aftur og fram um bakkann og öskra ógurlega. Ég hef oft síðan lofað. skaparann fyrir það, að enginn sá eða heyrði til mín. Þegar skapið fór aftur að róast, fór ég að reyna línuna og reyndist hún þá svo léleg, að ég sleit hana niður í smá búta. Kjartan Stefánsson. SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). hin „gömlu og góðu rök,“ sem ætíð áður af hendi atvinnuveit- enda, að því miður geti atvinnu vegirnir ekki greitt hærra kaup. SÖGULEG HLUTDRÆGNI Þegar launastéttirnar höfðu fengið nokkra leiðréttingu sinna mála, fyrst opinberir starfs- menn og síðan aðrir, tilkynntu leiðtogar útgerðarmanna stjórn- arvöldum landsins, að öll út- gerð myndi leggjast niður, ef ríkisvaldið sæi sér ekki fært að bæta hag útvegsmanna. Útvegsmenn færðu rök að þörfinni fyrir aðstoð við útveg- inn. Þau voru af stjórnarvöld- unum talin nógu sterk til að af- saka nýja 300 milljón kr. skatt- lagningu á borgarana. Sagt er, að ef ríkisstj. hefði ekki orð- ið við kröfu þessari, hefði út- vegur á íslandi lagst í dá, fisk- urinn gengið ótruflaður að landi og frá. En bændur hafa með enn sterkari rökum bent á, að þeir hafa þriðjungi minni tekj- ur en Iög mæla fyrir, og eru langtum tekjulægri en viðmið- unarstéttirnar og jafnframt tekjulægsta þjóðfélagsstéttin á íslandi. Þeir hafa enga leiðrétt- ingu sinna mála fengið. OPINBERAR STOFNANIR FLUTTAR Stjórnskipuð nefnd hefur lagt til við norsku ríkisstjórnina, að 20 tilteknar ríkisstofnanir verði fluttar burt úr Osló og staðsett- ar í ýmsum öðrum borgum. Um 1440 manns starfa í þessum stofnunum og er talið, að flutn- ingurinn muni snerta um 5000 manns alls. Nefndin telur, að hentugt sé, að stofnanir, sem starfa að skyldum verkefnum séu allar staðsettar í einum og. sama bæ og þær, sem vinna að verkefn- um sérstaks landshluta, séu staðsettar þar, og yfirleitt sé reynt eftir megni að dreifa þeim ríkisstofnunum um landið, sem ekki eru tengdar beint athöfn- um þings og stjórnar. □ HANZKAR Mikið úrval. NÝKOMID. Margir litir. Margar gerðir. r- Verzl. Asbyrgi HERBERGI helzt á eyrinni, óskast til leigu strax. Uppl. gefur Grétar Benediktsson, B.S.A.-verkstæði. AÐALFUNDUR Fjáreigendafél. Akureyrar verður lialdinn mánudag- inn 27. þ. m. kl. 8.30 e. h. að Hótel KEA. Venjuleg aðall'undarstörf. Önnur mál. Stjórnin. TVÍBURAVAGN með einu skýli til sölu. Upplv í síma 2791. TIL SÖLU: Skýliskerra og bamarúm,, mjög ódýrt. Uppl. í síma 2663. TIL SÖLU: Sófasett og stofuskápur. Tækfærisverð. Uppl. í síma 1879. Ódýrt! - Ódýrt! AKUREYRINGAR, NÆRSVEITAMENN! Höfum fengið binar margeftirspurðu ERGO KARLMANNASKYRTUR stærðir 37—45. Verð aðeins kr. 150.00. ERGÖ ÐRENGJASKYRTUR stærðir 26—35. Verð frá kr. 115.00. GÓDIR LITIR. - GOTT SNIÐ. HERRADEILD

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.