Dagur - 25.04.1964, Qupperneq 4
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Simar 1166 og 1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Góður vetur
gengiun
MILDASTI VETUR, sem um get-
ur á þessari öld, er liðinn. Stillt veð-
ur og hlýindi frá því skömmu eftir
áramót og til sumarmála, og án þess
nokkru sinni brygði til hins verra,
er algert einsdæmi hér á Norður-
landi.
Og nú heilsar sumarið með sól og
hlýnandi veðri — og eins og ætíð áð-
ur, elur það óteljandi vonir í brjósti
manna, og gefur þeim fyrirheit. —
Bændur eiga nú meiri heyfyrning-
ar en nokkurn gat grunað að verða
myndi, því víða í sveitum var ásetn-
ingur tæpur í haust, að því er talið
er. Svo mildur hefur hinn norðlenzki
vetur verið, að á nókkrum stöðum
hefur fénrf'ennþá naumast verið gef-
ið strá af heyi og útigönguhrossin
munu tæpast hafa átt betri vetrar-
daga en þá, sem nú eru kvaddir.
Vetrarvertíðin sunnanlands hefur
verið betri en nokkru sinni áður,
einkum er það áberandi hve gífur-
lega mikið liefur verið veitt af
þorski í hringnót. íslenzkar fiskaf-
urðir, og aðrar vörur, sem framleidd-
ar eru fyrir erlendan markað, seljast
nijög vel og fyrir hagstæðara verð en
oft áður. Með þetta í huga er ástæða
til bjartsýni, jafnvel þótt vetrarveið-
in hér nyrðra hafi verulega brugðist.
Þegar það er einnig haft í huga, hve
atvinnutæki íslendinga eru orðin
góð í mörgum greinum, ættu marg-
ar góðar vonir að rætast.
Að sjálfsögðu eru ekki allir á eitt
sáttir um skiptingu hinna vaxandi
þjóðartekna. Snúið hefur verið að
nokkru af þeirri braut, sem áður var
svo einkennandi í efnahagslífi þjóð-
arinnar, að skipta sem jafnast og
styðja sem flesta þjóðfélagsþegna til
að verða efnalega sjálfstæðir. Nú er
fátækt fólk fátæktra en áður var, en
ríkir ríkari.
Ríkissjóður innheimtir nú þrisv-
ar sinnum hærri upphæð' af þjóðfé-
lagsþegnunum en liann gerði fyrir 5
árum, og það hefur stutt þá þróun,
að dýrtíðin vex meira en nemur
kaupgjaldshækkunum launastétt-
ann. Hin nýja efnahagsstefna á ís-
landi, sem höfundar hennar kölluðu
„viðreisn,“ er búin að gegnsýra allt
efnahagslíf svo mjög, að í dag er sá
hópur orðinn mjög fjölmennur, sem
beinlínis lifir á vaxandi verðbólgu
en þolir ekki „normaltíma.“ En þrátt
fyrir allt þetta, setjum við okkar
traust á guð og gæfuna — og batn-
andi stjórnarfar. —
GLEÐILEG SUMAR.
Nokkrir kunnir skíðainenn á Akureyri, þátttakendur í skíðamótunum í Hlíðarfjalli um síðustu helgi.
Frá vinstri: Smári, Þorlákur, Sigurður, Þórarinn, Reynir P., Reynir Br., ívar, Magnús og Viðar.
STÓRHRÍÐARMÓT AKUREYRAR
LAUGARDAGINN 18. apríl
var haldið í Hlíðarfjalli skíða-
mót sem bar nafnið „Stórhríð-
armót“, en það kafnaði algjör-
lega undir nafni í þetta sinn,
því veðrið var mjög gott, sól-
skin og hiti.
Skíðaráð Akureyrar sá um
mótið. Mótsstjóri var Ólafur
Stefánsson, en brautina lagði í-
var Sigmundsson.
Úrslit:
A-flokkur. sek.
Magnús Ingólfsson KA 101.3
Viðar Garðarsson KA 102.1
ívar Sigmundsson KÁ 103.9
B-flokkur. sek.
Reynir Brynjólfsson Þór 98,8
Sigurður Jakobsson KA 113,7
Þorlákur Sigurðsson KA 126,2
C-flokkur. sek.
Smári Sigurðsson KA 111,8
Hörður Sverrisson KA 143,2
Guðmundur Finnsson Þór 148,4
13—15 ára. sek.
Yngvi Óðinsson KA 33,5
Árni Óðinsson KA 33,7
Sig. Jónas Sigurbjörns. KA 33,8
12 ára og yngri. sek.
Þorsteinn Baldvinsson KA 51,1
kÉR hefur verið bent á, að
spurningar þær, sem ég bar
fram í síðasta skrifi rhínu um
íbúðarhúsabyggingar á Barðs-
túni, hafi verið það hæversk-
lega orðaðar, að litlar sem eng-
ar líkur séu á því, að nokkur
telji ástæðu til að svara þeim.
Því vil ég hér með skora á þá
aðila, sem hér eiga hlut að máli,
að gera opinberlega grein fyrir
gangi þessa máls (ég fer ekki
fram á, að leynisamningar á
milli stjórnmálaflokka, ef ein-
hverjir eru, séu birtir. Fyrst og
fremst hvort búið er að sam-
þykkja heildarskipulag yfir um-
rætt svæði og ef svo er ekki, á
hvaða forsendum svona auka
Örn Þórsson KA 69,6
Arngrímur Brynjólfs. Þór 73,7
Samtals tóku þátt í keppninni
22 aðilar frá KA og Þór. □
Yiðar Garðarsson, KA
Akureyrarmeistari
AKUREYRARMÓT í svigi var
haldið sunnudaginn 19. apríl
1964, við Strompinn í Hlíðar-
fjalli. Skíðaráð Akureyrar sá
um framkvæmd mótsins, en
Reynir Pálmason lagði brautirn
ar. Mótstjóri var Ólafur Stefáns-
son, ræsir Björn Sigmundsson,
yfirtímavörður Örn Ragnarsson
og Júlíus Björnsson var um-
sjónarmaður skíðatogbrautar-
innar, sem var í gangi alla helg-
ina og mikið notuð í hinu góða
veðri.
Úrslit:
A-flokkur. sek.
Viðar Garðarsson KA 112,9
Reynir Pálmason KA 115,4
ívar Sigmundsson KA 119,7
Brautarlengd 370 m, fallhæð
110 m, hlið 61.
B-flokkur. sek.
Reynir Brynjólfsson Þór 115,3
skipulagning er byggð. f öðru
lagi: Er það ekki brot á ein-
hverri reglu eða hefð, að út-
hluta lóðum án þess að auglýsa
eftir umsóknum og ef svo er,
hver var ástæðan til þessa
brots?
Ég vil leyfa mér, að benda
hinum ágætu ráðamönnum Ak-
ureyrarkaupstaðar á, að þeir
munu eigi taldir minni menn af,
þótt þeir geri almenningi grein
fyrir afstöðu sinni, í máli sem
slíku, jafnvel þótt þeim hafi
orðið talsvert á, en það er mitt
álit.
Með beztu kveðju.
Dúi Björnsson.
Þórarinn Jónsson Þór 120,4
Þorlákur Sigurðsson KA 140,1
Brautarlengd 360 m, fallhæð
105 m, hlið 58.
C-flokkur. sek.
Smári Sigurðsson KA 121,6
Hörður Sverrisson KA 152,1
Guðmundur Finnsson Þór 153,3
Brautarlengd 350 m, fallhæð
100 m, hlið 50.
13—15 ára. sek.
Heiðar Jóhannsson Þór 50,8
Ingvi Óðinsson KA 54,9
Sig. Jónas Sigurbjörnss. KA 67,4
12 ára og yngri: sek.
Örn Þórsson KA 95,7
Arngrímur Brynjólfss. Þór 136,7
Þorsteinn Vilhelmsson KA 184,5
Sveitakeppni í svigi
S V EIT AKEPPNI Akureyrar-
mótsins fór fram við Strompinn
í Hlíðarfjalli 19. apríl 1964. Mót-
stjórn og starfsmenn voru hinir
sömu og í Akureyrarmótinu í
svigi er fram fór þennan sama
dag.
Úrslit: sek.
A-sveit KA 444,5
Viðar Garðarsson, Reynir
Pálmason, Smári Sigurðs-
son, Sigurður Jakobsson.
B-sveit KA 529,1
ívar Sigmundsson, Magnús
Ingólfsson, Þorlákur Sig-
urðsson, Árni Óðinsson.
Sveit Þórs 711,1
Reynir Brynjólfsson, Þór-
arinn Jónsson, Herbert Ól-
afsson, Guðmundur Finns-
son.
50 hlið, 100 m fallhæð og
brautarlengdin var 350 m. Q
Hafdal kveður vetur
GUNNAR S. HAFDAL bóndi
og skáld í Sörlatungu í Hörgár-
dal skrapp til Akureyrar síð-
asta vetrardag. Hann kastaði
þá fram þessari vísu:
Ársæld bætir allra hag
annáll vor þess getur
Endar fagran apríldag
einmuna góður vetur.
Smá viðauki við Barðsfúnsmáiið
- KVÖLD MEÐ EYFIRZKRIÆSKU
Tvö ný Varðbergs- Landkynningarrit F. L
félög stofnuð
DAGANA 14. og 15. apríl sl.
voru stofnuð tvö ný Varðbergs-
félög á Siglufirði og Skagafirði.
Eru þá starfandi sex Varðbergs-
félög á landinu, og ráðgerð er
stofnun fleiri félaga á næstu
mánuðum.
Stofnfundir félaganna í Skaga
firði og Siglufirði voru mjög vel
sóttir, og voru stofnfélagar um
30 á hvorum stað. Á fundunum
voru samþykkt lög fyrir félögin
kjörið í stjórnir þeirra, og um-
ræður fóru fram um starfsemi
félaganna á næstunni. Kom
fram mikill áhugi á starfi Varð-
bergsfélaganna á fundunum.
Hörður Einarsson, ritari Varð
bergs í Reykjavík, mætti á báð-
um fundunum og flutti erindi
um tilgang Varðbergs, starf þess
að undanförnu og framtíðarverk
efni.
Á stofnfundi Varðbergs á
Siglufirði, sem haldinn var
þriðjudagskvöldið 14. apríl,
voru þessir menn kjörnir í
stjórn félagsins: Pétur Gautur
Kristjánsson (formaður), Hörð-
ur Arnþórsson (ritari) og Bogi
Sigurbjörnsson (gjaldkeri). í
varastjórn voru kjörnir: Gústaf
Nílsson, Guðmundur Árnason
og Sigurður Þorsteinsson. Fund
arstjóri var Stefán Friðbjarnar-
son og fundarritari Sigurður
Þorsteinsson.
Stofnfundur Varðbergs i
Skagafirði var haldinn á Sauð-
árkróki miðvikudagskvöldið 15.
apríl, og í stjórn félagsins voru
kjörnir: Birgir Dýrfjörð (for-
maður), Halldór Þ. Jónsson (rit
ari) og Gísli Felixson (gjald-
keri). í varastjórn voru kjörnir:
Jón Karlsson, Ole Aadnegaard
og Haukur Stefánsson. Endur-
skoðandi félagsins var kjörinn
Helgi Rafn. Fundarstjóri var
Árni Guðmundsson og fundarrit
ari Gunnar Haraldsson.
Að loknum stofnfundunum
komu stjórnir beggja félaganna
saman til funda, þar sem rætt
var um starfsemi þeirra á næst-
unni.
Varðbergsfélögin eru félög
ungra áhugamanna um vest-
ræna samvinnu, og er tilgangur
þeirra fyrst og fremst að efla
skilning ungs fólks á íslandi á
gildi lýðræðislegra stjórnar-
hátta og að skapa aukinn skiln-
ing á mikilvægi samstai’fs lýð-
ræðisþjóðanna til verndar frið-
inum. Var fyrsta félagið stofnað
í Reykjavík í júnímánuði árið
1961., en síðan hafa verið stofn-
uð félög á Akureyri, í Vest-
mannaeyjum, á Akranesi og nú
síðast í Skagafirði og á Siglu-
firði.
(Fréttatilkynning frá Varð-
bergi).
FYRIR nokkrum árum hóf Flug
félag íslands útgáfu landkynn-
ingarrita, sem gefin eru út í
miklu upplagi og fjalla að mestu
um náttúru íslands. Tilgangur-
inn með útgáfu þessari er fyrst
og fremst að kynna ísland er-
lendis og kynna væntanlegum
ferðamönnum, sem hyggja á ís-
landsferð, ýmsa þætti lands-
hátta hér.
Landkynningarbæklingarnir
eru allir ritaðir af færustu
mönnum hverjum á sínu sviði,
þeir eru allir myndsTíreyttir.
Eftirtaldir bæklingar eru nú
þegar komnir út á vegum félags
ins:
Fuglalíf á íslandi eftir Dr.
Finn Guðmundsson.
íslenzki hesturinn eftir Gunn-
ar Bjarnason og Cedric Burton.
Jarðfræði íslands eftir Dr.
Sigurð Þórarinsson.
Flóra Islands eftir Eyþór Ein-
arsson, grasafræðing.
Landafræði fslands eftir Guð-
mund Þorláksson cand. mag.
Veðurfar á íslandi eftir Pál
Bergþórsson, veðurfræðing.
Öll eru þessi rit komin út á
fjórum tungumálum, þ. e.
dönsku, ensku, frönsku og
þýzku, en auk þess er landa-
fræðibæklingurinn kominn út á
ítölsku.
Auk þessara sex rita eru í
undirbúningi rit um veiðimál,
sem Þór Guðjónsson, veiðimála-
stjóri, ritar, tveir bæklingar um
Grænland, sem Björn Þorsteins
son sagnfræðingur skrifar. Ann-
ar er um leiðir þær sem farnar
eru í Grænlandsferðum Flugfé-
lags íslands en hin um sögu,
landafræði og þjóðhætti á Græn
landi.
Þá er í undirbúningi rit um
Mývatn, sem dr. Sigurður Þór-
arinsson ritar, rit um fjallaferð-
ir eftir Peter Kidson og hann
vinnur einnig að bæklingum um
Laugarvatn og umhverfi og um
skíðaslóðir í nágrenni Akureyr-
ar. Öll eru þessi rit væntanleg
á næstunni.
Þessi útgáfustarfsemi Flugfé-
lags íslands hefur hvarvetna er-
lendis þótt hin merkasta og hef-
ur félagið, svo og höfundar hlot
ið lof fyrir.
Ræðumenn í árekstri
Á SÍÐASTA bændaklúbbsfundi
á Akureyri höfðu þeir framsögu
Björn Bjarnason og Jóhannes
Eiríksson ráðunautar Búnaðar-
félags íslands og mæltist þeim
vel. — En það slys henti þá fé-
laga á norðurleið, skammt ofan
við Fornahvamm, að þeir lentu
í hörðum árekstri við annan bíl.
Urðu bílarnir báðir óökuhæfir
og ráðunautarnir marðir, bólgn-
ir og skrámaðir og Jóhannes
með hendi í fatla. Þeir héldu þó
áfram ferð sinni, allt til Akur-
eyrar, fluttu erindi sín á fund-
inum og svöruðu fyrirspurnum.
(Framhald af blaðsíðu 8).
gleðja aðra. Einnig geta slíkar
skemmtanir vakið hæfileika, er
blunda í barnssálunum, aukið
þroska og löngun til meiri og
stærri átaka.
í skólanum í Sólgarði eru 57
börn. Húsnæði er of lítið og
kennslutæki ónóg, vonandi ræt-
ist fljótlega úr með skólamál
Eyfirðinga, þar hafa þeir orðið
á eftir nú í seinni tíð.
Skólastjóri í Sólgarði er Ang-
antýr Hjálmarsson, meðkennari
frú Auður Eiríksdóttir. Frú Sig-
ríður Schiöth kennir söng og
vinnur þar, sem annarsstaðar,
gott verk fyrir sönglíf sveitar-
innar. Stundakennarar eru og
eitthvað við skólann.
Á skólaskemmtuninni söng
skólakórinn. Þá voru margir
smáleikir, upplestrar og sýndur
söngleikurinn Bumirótin eftir
Pál J. Árdal. Burnirótina lék
Anna Rósa Daníelsdóttir Gnúpu
felli, eðlileg framkoma, þýð og
hrein rödd þessarar elskulegu
stúlku gerðu leik hennar
ánægjulegan. Sama má segja
með hin börnin, er léku í
Burnirótinni og hinum leikjun-
um, flest var vel af hendi leyst,
og sumt prýðilega.
í Eyjafirði hafa verið, og eru,
góðir leikarar, og líkur benda
til þess, að þar séu leikaraefni.
Sérlega falleg tjöld prýddu
leiksviðið, gerð af Kristni Magn
ússyni. Sá maður á haga hönd
og glöggt litaskyn.
Upplestur Elinborgar Angan-
týsdóttur, Sólgarði, og Viðars
Hreinsonar, Hríshóli, var athygl
isverður, skýr framburðui', þar
sem hvert orð nýtur sín, hljóm-
ui’ málsins ferskur og fram-
koma barnanna sérlega eðlileg.
Viðar litli þó aðeins 7 ára gam-
all.
Að lokum dönsuðu börnin og
skemmtu sér og áhorfendum
vel.
Dansnámskeið var í skólanum
í vetur. Kennari frú Margrét
Rögnvaldsdóttir. Það var auð-
séð að börnin höfðu hlotið til-
sögn í þeirri grein, svo tillits-
söm og kurteis voru þau gagn-
vart þeim minnstu. Það var gam
an að horfa á þennan fallega
hóp, þetta er glöð og heilbrigð
æska með fögur blik í augum
og frjálsmannlega framkomu.
Hér mátti sjá svipmót feðra og
mæðra í ættir fram í máli og
söng, komu og erfðir glöggt í
Ijós.
Uppeldið er undirstaða að
hamingju hverrar þjóðar. Það
er mikill vegsauki þeim eldri að
búa æskunni hin beztu skilyrði,
að efla hana og hvetja í námi,
leik og störfum, því að aldrei
megum við efast um góðleik og
getu þeirra ungu, þeirra er
framtíðin.
Unga fólkinu inni í Eyjafirði
sendi ég kveðjur og beztu óskir
um að það verði það sem vonað
er og beðið er um því til handa.
Þökk fyrir ánægjulegt kvöld.
Gestur.
— Hvað er það, sem þú hefir svo ríkt í huga, Iðunn? Jörundur
bandar frá sér ásæknu bitmýi.
— Nú í svipinn er ég að hugsa um litlu skýullar-hnoðrana, sem
þú .sérð þarna uppi.
— Því trúi ég ekki!
— Jú, sérðu hve hægt skýhnoðrarnir sigla um silkibláa hvelfing-
una? Sérðu hvernig þeir smátt og smátt leysast í sundur, smækka
í sífellu, unz eftir verða aðeins örmjóar rendur og rákir hingað og
þangað? — Þannig eru einnig hugsanir mínar. Þær berast áfang-
anna milli, leysast upp og hverfa. — Já, það er satt, segir hún og
sprettur upp í skyndi og hleypur tvö-þrjú skrefin fram í flæðar-
málið.
Jörundur nær henni aftur. — Þau kljúfa sólbjartan sæflötinn og
ná samtímis út í skerið. Gargandi mávahópur flýgur upp frá hvítu
skerinu. Iðunn og Jörundur klifra upp í skerið í staðinn. Þau sitja
þögul um stund og blása mæðinni eftir sundsprettinn. Friður ríkir
umhverfis þau. Aðeins mávagargið rýfur kyrrðina öðru hverju.
— Að hugsa sér, — nú er sumarfríinu þínu senn lokið. — Og
ég fer austur aftur! Jörundur strýkur bleytuna úr hárinu á sér.
— Já, segir hún aðeins og horfir inn til sveitarinnar. Það er sem
feli hún sig í þessu eina orði. Henni finnst hjarta sitt fullt af öllu
því, sem hana langir til að spjalla við Jörund, áður en þau fari
héðan. En það er sem eitthvað taki í taumna. Hún situr þögul,
eins og hún búist við einhverju, að Jörundur muni segja meira. En
hún finnur á sér, að hann muni draga það við sig.
Kyrrðin og þögnin á milli þeirra virðist samt svo undarlega góð
og allt að því verðmæt, auðug af því, sem eigi verður með orðum
sagt. Hún lætur augun hvila á slegnum túnunum inni í sveitinni.
Hún sér vegarrákina nokkru fjarri. Hún fylgir vegarbrúninni með
augunum spölkorn, unz þau nema staðar við hvítu húsin tvö á
sýslumannssetrinu. Þetta eru gömul hús. Hún veit að þarna hafa
þau staðið svo öldum skiptir. A milli húsanna er aðeins hellulagt
hlaðið. En samstæð eru þau engu að síður. Hún þekkir svo vel
þessi hús og þennan bæ. Hér hefur hún leikið sér í bernsku, bæði
utanhúss og innan, þegar móðurafi hennar sagði lausu lénsmanns-
umboði sínu lengra inni í firðinum, sökum aldurs, og flutti hingað
úteftir á gamla ættaróðalið sitt.
Afa þótti mjög vænt um óðalið sitt. Hann hefði ekki getað sætt
sig við að selja minnstu skák af jörðinni. ÖII lénsmannsár sín leigði
hann aðeins jörðina. Iðunn man eftir því, að mamma hennar hefði
eitt sinn minnst á, að móðurafi hefði aldrei orðið jafn sárreiður sem
þegar hann frétti, að einhver bóndinn inni í Fjörðum væri að kljúfa
sundur ættaróðal sitt og selja það í smá-skákum.
Þessi gömlu hvítu húsin eru svo einkennilega innréttuð innan-
húss. I neðri hæðinni var aðeins ein feiknastór stofa í hvoru þeirra,
og eitt herbergi auk eldhúss og gangs. I annari hæð eru tveir
langir og mjóir salir. Ef til vill er þó annað húsið furðulera en
hitt. Og það var kannski einmitt þess vegna sem Iðunn hafði skrifað
eigandanum og beðið hann að leigja sér stofu og herbergi handa
þeim Jörundi í sumarleyfinu. Hana langaði til að sjá aftur húsið
AUÐHILDUR FRÁ VOGI:
I GULLNA BORGIN |
•^^*>»>i>»> •>»>*>»: 32 -<*>^«>í'»>»>*>»>*>»:
og bæinn allan. Það var alltaf svo gaman að koma í gamla sýslu-
mannssetrið hans afa. Sérstaklega var gaman að koma inn í stóru-
stofu. Þar var húsbúnaður með ævagömlum ártölum og mörgum
skrítnum munum, sem gengið höfðu að erfðum ættliðanna milli.
Mamma Iðunnar hefði svo oft sagt henni frá þessu. Iðunn minntist
einnig margra mynda á veggjunum, þar voru myndir kvenna og
karla í einkennilegum búningum og ægilega alvarleg í andliti.
Nú er ekkert eftir af þessu í stofunni. Mestallt var selt á upp-
boði, þegar móðuramma féll frá skömmu á eftir afa. Æ-i, Iðunni
finnst sárt að hugsa til þess, að slíkir ævagamlir erfðamunir skuli
dreifast út í veður og vind. En það var víst ekki um annað að
ræða, fyrst mamma var einkabarn, og afi átti tvær jarðir. Það var
svo ótalmörgu að sinna á báðum þessum stöðum. En verðmætustu
munirnir frá þessum tveim bæjum voru nú samt heima hjá mömmu
og pabba. Það var aðeins sorglegt, að nýi eigandinn skyldi ekki
kaupa húsgögnin öll, eins og þau voru staðsett í sýslumannsstofunni.
En honum þykir vist miklu fínna að dubba allt upp með rauðum
„pluss-mublum“ með skúffum og dinglum-dangli í tízku á uppskafn-
ingsöld hér og hvar. — En Iðunn hefir dálæti á gömlum og verð-
mætum erfðamunum. Hún er sennilega fædd með þeirri erfða-
hneigð. —
En við hliðina á sýslumannsstofunni er dálítið herbergi. Þegar
gægst er þangað inn, er allt þar skínandi hvítt, húsgögn og veggir.
Það liggur við að Iðunn sé ofurlítið smeyk að sofa þarna inni um
nætur. Þá getur hún ekki látið vera að minnast þess til hvers her-
bergi þetta var nota áður fyrr: Frá ómunatið um margar aldir var
það notað sem líkstofa, er einhver í ættinni var látinn þar á bæn-
um. —
Iðunn getur ekki látið vera að hugsa um þetta, þegar hún liggur
á nóttunni í breiðu hjálm-rekkjunni með hvít, flögrandi rekkjutjöld
umhverfis hana alla, og svo i viðbót hvítan fellingarfald utan um
alla rekkjuna neðanverða. Iðunni virðist einna helzt sem kaldur
blær andi um sig, er hún opnar hurðina að utan.
Nei, þá er nú Jörundur öruggari í allri raugu flosa-dýrðinni í
stóru stofunni hinum megin! — Hún hafði nærri gleyrnt því, að
hann situr hérna rétt við hliðina á henni á skerinu, og að hún var
að búast við, að hann segi eitthvað. — En að hún skuli geta setið
svona og hugsað um allt þetta, sem hún hefir verið a vðelta fyrir
sér rétt núna. I dag! Síðasta deginum þeirra hérna inni í Fjörðum.
Þess vegna beinir hún huganum inn á hættulegar brautir. — Eða
er það kannski aðeins eðlilegt, að hún rifji upp fyrir sér endur-
minningar frá bænum hérna, láti hugann dvelja við allt hér, bæði
úti og inni. Kannski kemur hún hingað aldrei framar. Og það er
sennilegast. Og hún veit að pabbi og mamma muni heldur ekki
koma hingað framar. — Mamma hafði ekkert á móti því að flytja
austur í fæðingarsveit pabba.
Og Gunnhildur systir er svo ánægð með lífið, þar sem hún er.
Þegar þau ívar hafa lokið öllum læknisprófum sínum, setjast þau
sennilega að einhvers staðar nyrðra. — Já, Gunnhildur getur verið
hamingjusöm, sem á sér lífstakmark framundan, og er auk þess
gift elskhuga sínum. En samt veit Iðunn það með sjálfri sér, að enn
vildi hún ekki hafa skipti við systur sxna.
Iðunni þykir vænt um, að enn er hún aðeins 21 árs gömul, og
að enn er henni ekki full-ljóst hvers lífið muni krefjast af henni.
— Eða hefir hún ef til vill innst inni eins konar hugboð um, að
hugmyndavefurinn, sem hún nefnir svo, eigi einhver ítök í henni,
og að örlög hennar séu tengd þessu á einhvern hátt, sem henni er
ekki enn fullkomlega ljóst. Jæja, er henni þetta annars ekki full
ljóst? Hefir hún ekki haft það á tilfinningunni, að lífsbraut hennar
stefni i ákveðna átt? Það er aðeins hún sjálf, sem hemlar, eða getur
ekki losað sig frá öllu öðru og siglt fullum seglum út á lífsæinn.
Nei, hún er ekki örugg. Hún æskir enn ekki að vera viss um
þetta allt. Því það er svo margt annað, sem hún verður fyrst að
ljúka. Hún verður að hafa náð fullum tökum á sjálfri sér, — einnig
í þessu sem öðru og síðasta. Hún vill ekki hugsa um neitt í dag,
heldur ekki það, að nú er þetta síðasti dagurinn, sem þau Jörundur
sitja hérna saman á skerinu. Hann hálfsnýr sér að henni og brosir, —
þessu brosi, sem henni þykir svo vænt um. Hana langar helzt til
að faðma hann að sér, þegar hann brosir þannig, — drengjabrosi,
samtímis sem drættir munnsins gera hann karlmannlegri og sterk-
ari.
— Nú vil ég spyrja þig, um hvað þú sér að hugsa? segir hún og
færir sig nær honum.
— Ekki um skýja-hnoðrana að minnsta kosti. Brosið loddi enn
við varir’hans.
— Ég held þig sé farið að langa austur aftur. Hún gerir sig al-
varlega í máli.
— Það heldurðu ekki!
— Nei, ég geri það heldur ekki. Hún hló. En hláturinn var ekki
fyllilega frjáls. Hún hafði á tilfinningunni, að Jörundur væri alvar-
legur núna. Hann fæli sig aðeins með brosinu.
— Langar þig ekki líka, Iðunn, að fylgjast með mér austur
aftur núna? segir hann allt í einu og horfir út á sjóinn, sem nú
teygir sig upp eftir skerinu án þess þó að snerta fætur þeirra.
— Þú ætlast þó ekki til, að ég segi frá mér vinnunni í hvínandi
hvelli, segir hún glettin.
— Jú, því ekki það? Ég held annars að það sé eitthvað, sem
heldur í þig hérna. Það hlýtur að vera.
Framhald, j