Dagur - 01.05.1964, Page 2

Dagur - 01.05.1964, Page 2
2 Sparisj. SvalbarSssfrandar 50 ára HINN 6. marz.sL hélt Sparisjóð- ur Svalbarðsstrandar aðalfund sinn. Sjóðurinn var þá jiýlega orðinn 50 ára, tók til starfa í ársbyrjun 1914. Sparisjóðurinn var stofnaður a£ ungmennafélaginu Æskan á Svalbarðsströnd. Það var á fundi í ungmenna- félaginu þann 12. jan. 1913, að Helga Níelsdóttir á Hallanda, síðar kona Jóhannesar Laxdal hreppstjóra í Tungu, kom fram með þá uppástungu, að félagið stofnaði sparisjóð. Þessari uppástungu Helgu var strax vel tekið, og þegar haf inn undirbúningur að stofnun sjóðsins. Hinn 15. nóv. var sam- þykkt reglugerð fyrir sparisjóð- inn. En á fundi í ungmennafélag inu þann 27. desember 1913, var kosin fyrsta stjórn sparisjóðs- ins, en hana skipuðu Kristján Tryggvason Meyjarhóli, Helgi Valdimarsson Leifshúsum og Jó hannes Laxdal í Tungu. í reglugerð fyrir Sparisjóð Svalbarðsstrandar, sem samin var síðar, segir svo í 2. grein: „Sparisjóðurinn er stofnaður af ungmennafélaginu Æskan á Svalbai’ðsströnd í Suður-Þing- eyjarsýslu í því augnamiði að hvetja börn og unglinga á fé- lagssvæðinu til þess að leggja aura sína á vöxtu, en eyða þeim ekki. í óþarfa.“ Fyrsti gjaldkeri sparisjóðsins var Jóhannes Laxdal í Tungu, og hafði það starf á hendi til 1926, en þá tók við sjóðnum Kristján Tryggvason frá Meyj- arhóli. Kristján hafði sparisjóð- inn í 4 ár, eða þar til hann flutti burt úr sveitinni árið 1930. Þá tók við gjaldkerastörfum Jó- hannes Árnason á Þórisstöðum, og hafði þann starfa á hendi í 10 ár. Árið 1940 tekur svo Benedikt Baldvinsson á Efri-Dálksstöðum við sparisjóðnum, og hefur ver- ið sparisjóðsstjóri síðan, eða í 24 ár. Lengi framan af voru inn- stæður í sparisjóðnum mjög litl- ar, og kom sjóðurinn ekki að því gagni til útlána, sem vonir hofðu staðið tiU 'Þánnig voru innistæður í sjóðnum aðeins kr. 1957 í árslok 1920, og fóru minnkandi á næstu árum þar á eftir. Því var það, að nokkrir áhuga samir ungmennafélagar fóru að ræða um það eftir 1930; að efla þyrfti sparisjóðinn með því að fleiri aðilar stæðu að honum heldur en ungmennafélagið. Málið var svo rætt á ungmenna- félagsfundum, og þar kom að árið 1933 bauð félagið Sval- barðsstrandarhreppi sparisjóð- inn til eignar og;umráða. Fóru svo fram viðræður um málið árið 1934. Ekki var horf- ið að því ráði, að hreppurinn tæki við sjóðnum til eignar, heldur var, að fengnu samþykkl ungmennafélagsins, ákveðið á almennum hreppsfundi 26. jan. 1935, að sparisjóðurinn skyldi verða sjálfseignarstofnun með ábyrgð 12. manna. Nökkrum dögum síðar var svo fyrsti fundur hinna ný- kjörnu ábyrgðarmnana haldinn, og þar kosin fyrsta stjórnin eft- ir skipulagsbreytinguna. Þá stjórn skipuðu þessir menn: Jóhannes Árnason Þórisstöðum, Halldór Jóhannesson Svein- bjarnargerði og Benedikt Bald- vinsson Efri-Dálksstöðum, og var hann formaður sjóðsstjórn- arinnar fyrstu 5 árin. Árið 1940 tók Jóhannes Árnason við for- mannsstarfi og gegndi því í 6 ár. S.l. 19 ár hefur svo Sigurjón „GRÓÐURINN“, önnur íitgáfa FYRIR nokkru gaf Ríkisútgáfa námsbóka út fyrsta og annað hefti af Gróðriríum, kennslubók í grasafræði eftir Ingólf Davíðs- son grasafræðing. Þetta er önn- ur útgáfa, smekkleg að frágangi. Litmyndir eru af 114 tegundum jurta og þar af eru 83.af íslenzk um villijurtum, en hinar af ýmsum ræktuðum tegundum. Svarthvítu myndirnar eru flest- ar nýjar ljósmyndir. Grasafræð- in á fremur erfitt uppdráttar í skólum landsins og er það raun ar lítt skiljanlegt, nema orsökin leynist í framúrskarandi lélegri kennslu. A . m. k. eru ungmenni mjög fróðleiksfús í þessu efni ef þau eiga þess kost að fræðast um jurtagróðurinn úti í náttúr- unni. Þá er bændum nauðsyn ' að kuhna nokkur skil á grasa- fræði og eru þessi hefti Gróð- ursins vel til þess fallin að auka þekkingu þeirra og annarra, þótt kamnir séu af skólaaldri. Með hinni nýju kennslubók, Grcðrinum, ætti grasafræðinám ið að verða auðveldara en áður í skólum landsins og. frá því sjónarmiði er hin nýja útgáfa hin. lofsverðasta. □ KyiKMYNDANIKA M.Í.R. í ALÞÝÐUHÚSINU AÐALFUNDUR Akureyrar- deildar M. í. R. — Menningar- tengsla Islands og Ráðstjórnar- ríkjanna samþykkti að efnt skyldi á vegum deildarinnar til kvikmyndaviku og hefur nú ver ið ákveðið að hún verði dagana 3.-8. maí n. k. Verða sýndar kvikmyndir alla þá daga í Alþýðuhúsinu og hefjast allar sýningarnar kl. 21 (kl. 9 e. h.). Myndirnar sem sýndar verða eru þessar og verða sýndar í þeirri röð, sem hér er talin: „Rómeó og. Júlía,“ ballett- mynd eftir samnefndu leikriti W. Shakespeare við tónlist Pro- koffjevs. Aðalhlutverkið dansar Galina Ulanova, frægasta og mest dáða núlifandi ballettdans- mær. — „Engisprettan“ eftir samnefndri sögu Tsjekov. Eitt aðalhlutverkið er leikið af Ser- gej Bondartjúk, sem er meðal fremstu leikara og kvikmynda- leikstjóra Sovétríkjanna. — „Heiður himinn“ — „Evgeni O- negin“ ópera eftir Tsjaikovsky. Aðalkvenhlutverkið syngur Ga- lina Visnevskaja. — „Leyndar- mál tveggja úthafa“ — „Frið- ur fæddum“, en sú mynd hlaut viðurkenningu á kvikmyndahá- tíðinni í Feneyjum 1962. Með öllum myndunum er ann aðhvort enskt tal eða enskur skýringartexti. Jafnhliða kvikmyndasýning- unum verður í Alþýðuhúsinu sýning svartiistarmynda eftir Verjensky. □ Valdimarsson í Leifshúsum ver ið formaður sparisjóðsins. Núverandi stjórn sparisjóðs- ins skipa þessir menn: Sigurjón Valdimarsson Leifshúsum. Bene dikt Baldvinsson Efri-Dálksstöð- um, sem lengst allra hefur verið í stjórn sjóðsins, eða í 42 ár, og Kjartan Magnússon Mógili. Eftir . skipulagsbreytinguna fór sjóðurinn að vaxa jafnt og þétt, var í árslok 1940 orðinn kr. 25.848,00. Árið 1950 voru sparisjóðsinn- stæðurnar orðnar um- 930 þús. krónur, og , varasjóður rúmlega 73 þúsund. í árslok 1963 var spariféð kr. 6.423.191,00 og eign í varasjóði rúmlega 590 þús. kr. Það er því óhætt að fullyrða að sparisjóðurinn hefur haft mikla þýðingu fyrir Svalbarðsstrand- arhrepp, þótt að starfssvið hans hafi að sjáifsögðu náð langt út fyrir hreppinn, einkum hin síð- ari ár. Auk þess gaf sparisjóðurinn 50 þús. kr. til kirkjubyggingar í sveitinni, þegar ný kirkja var vígð á Svalbarði árið 1957. □ Lið Þórs sem vann fyrsta leikinn á nýja malar vellinum á Akureyri siðastliðinn laugardag Aftari röð frá vinstri: Steingrímur, Ævar, Magnús, Pétur, Númi og Jón. Fremri röð frá vinstri: Guðni, Sævar, Samúel, Valsteinn og Páll. — Liðið sýndi lipran leik og gott samspil, SKÁKMEISTARAR FERÐAST UM LANDIÐ AÐ undanförnu hafa þeir Helgi Olafsson, núverandi skákmeist- ari íslands, og Freysteinn Þor- þergsson, sem.var íslandsmeist- ari árið 1960, ferðast um Vestur og. Norðurland á vegum Skák- sambands íslands og teflt fjöl- skákir, haldið kennslufyrirlestra og auðgað skáklíf bæja og sveita á ýmsan hátt. Úrslit í fjölteflum til þessa hafa orðið: Helgi hefur teflt 91 skák, þar af unnið 74,.gert 10 jafntefli og tapað 7 skákum. Freysteinn hef- Úrslit urðu þessi: A-flokkur. sek. Viðar Garðarsson KA 74.9 Magnús Ingólfsson KA 76.3 Reynir Pálmason KA 88.5 Brautarlengd 1480 m, port 26. B-flokkur. sek. Reynir Brynjólfsson Þór 77.7 Aðeins einn keppandi. Sama braut og A-flokkur. C-flokkur. sek. Smári Sigurðson KA 60.5 Ingimar Karlsson Þór 64.0 Hörður Sverrisson KA 68.5 Brautarlengd 1280 m, port 21. ------------------- MAÍBOÐHLAUPIÐ ur teflt 116 skákir, unnið 99, gert 12 jafntefli og tapað 5 skák um. Alls tefldu þeir á fimm stöðum hvor. Helgi sigraði Norðurlands- meistarann, Jónas Halldórsson, á Blönduósi með 2:0. í átta skáka einvígi Helga og Frey- steins, sem fram fór á Siglufirði og víðar, var staðan eftir sjö skákir 6%:%, Freysteini í hag. Þá hafa frændurnir, þeir Helgi og Freysteinn, sem eru.tvímenn ingar, tekið þátt í nokkrum hraðskákmótum, og Freysteinn 12 ára og yngri. sek. Öm Þórsson KA 33,0 Arngrímur Brynjólfss. Þór 42,4 Þorsteinn Vilhelmsson KA 45,3 ' hefur haldið fyrirlestra með að- stoð veggborðs. Laugardaginn 2. maf taka þeir félagar þátt í Hraðskákmóti Ak- ureyrar 1964, sem gestir, og: loks mun Freysteinn tefla fjöl- tefli að Melum í Hörgárdal mánudagskvöldið 4. maí kl. 9 e. h. □: Skákþing Akureyrar EFTIR 6 umferðir á Skákþingi. Akureyrar er staðan í meistara- flokki þessi hjá efstu mönnum: Júlíus Bogason 5 vinninga, Mar- geir Steingrímsson 5, Jón Björg- vinsson 4¥> og Helgi Jónsson 3V2 og biðskák. Aðeins ein umferð er nú eft- ir, Margeir hefur þó lokið -sín- um skákum. í I. og II. flokki urðu efstir og jafnir Halldór Halldórsson og Jón Þ. Jónssan með 3 vinninga hvor og verða því að leika til úrslita um réttindi upp í meist- araflokk. Q, Frá. vinstri: Valsteinn, Guðni, Magnús, Pétur og Ingólfur. Viðar varð Akureyrarmeistari í stórsvigi AKUREYRARMDT í stórsvfgi fór fram í Hlíðarfjalli um. sL helgi. Þátttaka var fremur lítil nema í yngri flokkunum. 13—15 ára. sek. Heiðar Jóhannsson Þór 54,2. Jónas Sigurbjörnsson KA 57,4 Árni Óðinsson KA 57,7 Þór Akureyrarmeistari í körfunknattleik MAÍBOÐHLAUPIÐ, sem fram átti að fara 1. maí, verður frest- að vegna hátíðahalda verkalýðs félaganna í bænum. Er nú ákveðið að það fari fram sunnudaginn 3. maí og hefst kl. 11 árdegis á íþróttavell inum. Vitað er um 4 sveitir sem taka þátt'í hlaupinu, það er frá MA, KA, Þór og UMSE. AKUREYRARMÓTI í körfu- knattleik er nýlokið. Þór varð öruggur sigurvegari, og athygli vekur frammistaða B-liðs fé- lagsins. Úrslit einstakra leikja: KA vann MA með 77:47, Þór (A) vann KA með 55:47, Þór (A) vann MA með 82:54 Þór (A) vann Þór (B) m. 74:44 KA vann Þór (B) með 48:44 Þór (B) vann MA með. 44:39 Úrslit: Þór (A) 6 stig, KA 4 stig. Þór (B) 2 stig. MA 0 stig.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.