Dagur - 01.05.1964, Síða 5

Dagur - 01.05.1964, Síða 5
4 iiilliiiiiMiiiiiiiiiiiiiniiiniiil Skrilstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Skaftar hækka FJÁRMÁLARÁÐHERRA lýsti tekjuskattsfrumvarpi stjórnarinnar á Varðarfundi áður en það var lagt fyrir Alþingi, og taldi að það fæli í sér stórfelldar skættalækkanir. Stjórnarblöðin tóku í sama streng og boðuðu skattalækkun. En jiegar búið var að rekja sæmilegar umbúð- ir utan af þessari sumargjöf stjórn- arinnar kom í Ijós, að innihaldið er ekki skattalækkun, heldur að miklu leyti enn ein mismunun, þar sem þeim ríku er hlíft, enda munu bæði útsvör og tekjuskattur hækka. Um þetta segir m. a. svo í Tímanum 29. Apríl s. 1.: Breyting sú, sem ríkisstjórnin ráð- gerir á útsvarslögunum, breytir engu til raunverulegrar lækkunar á útsvörum. Flest sveitarfélög hafa gef- ið mjög mikinn afslátt frú útsvars- stiganum á undanförnum árum. Breyting sú, sem felst í umræddu stjórnarfrumvarpi mun aðeins verða til þess að afslátturinn frá stiganum, sem sveitarfélögin hafa veitt, mun minnka að sama skapi. Flest sveitar- félög leggja á mun hærri heildarupp- hæð útsvara í ár en í fyrra og það mun leiða til tiltölulegri hærri út- svara, sem einstakir gjaldendur greiða. Þannig munu útsvörin raun- verulega liækka, en ekki lækka, þrátt fyrir breytingu þá, sem gerð verður. Fljótt á litið munu margir halda, að nokkuð öðru máli gegni með tekjuskattinn. Frumvarp ríkisstjórn- arinnar, er fjallar um hann, muni þó alltaf hafa raunverulega lækkun í för með sér. Þessu er þó raunveru- lega ekki svo varið. Að vísu eykur frumvarpið persónufrádráttinn um 35%, en hann ætti hins vegar að auk- ast um 55—74% ef miðað væri við tekjur og verðlag, þegar hann var seinast ákveðinn. Miðað við þær hækkanir, sem síðan liafa orðið á tekjum og verðlagi, verður persónu- frádrátturinn því raunverulega mun minni samkvæmt frumvarpinu en hann var, þegar núgildandi lög voru sett. Þetta er þó ekki aðalsporið aft- ur á bak. Til viðbótar þessu er skatt- stiganum breytt á þann hátt, að tekjuskattur, sem leggst á lágar og miðlungsháar skattskyldar tekjur, hækkar verulega. Þannig hækkar tekjuskatturinn úr 5.500 kr. í 7.000 kr. á 50 þús. kr. skattskyldar tekjur, úr 9.500 kr. í 13.000 kr. á 70 þús. kr. skattskyldar tekjur, og úr 14.500 kr. í 19.000 kr. á 90.000 kr. skattskyldar tekjur. Menn með miðlungstekjur verða þannig að greiða frá 1500—4.500 kr. hærri tekjuskatt en áður. (Framhald á blaðsíðu 7). ......... JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU: . Hvenær verður landbúnaður- inn umræðuefni bænda? BÆNDASTÉTTIN er dreifð um allt ísland. Víða er langt á milli bæja. Stéttin á erfitt með að halda fundi ef tilefni eru ekki aðkallandi. í þéttbýli við sjóinn geta menn náð saman og talað um sín vandamál eða skemmt sér við dans og spil að loknu dagsverki ef þá langar til. Landshættir á íslandi valda miklu um það að hin dreifðu heimili urðu í þúsund ár öflug virki þrautseigra og ábyrgra manna, jafnt kvenna og karla. Það er mikið giftuleysi hve langa stund sveitamenn þurfa til að kanna liðið og fylkja móti skyndilegum ófarnaði. Þetta kom í ljós með karakúlpestina. Hún kom óvænt fyrir slys og ráðaleysi margra forráðamanna landsins. Og það liðu tíu ár þannig að sveitafólkið vissi ekki hvaða tökum það ætti að taka þennan óvætt. Menn töluðu og skrifuðu um málið á víð og dreif. Vísindamenn og búfræð- ingar gáfu ráð og bendingar, en það var allt gagnslaust eða minna en það. En að lokum kom þar, þegar mjög var þrengt að bændum, að gripið var til gamals þjóðráðs: Fjárskiptum eftir föstu skipulagi. Það var unnið með ráðnum hug og fyr- irhyggju og þessi lausn málsins og reyndist sú aðferð sigursæl og nú má telja að karakúlpestin sé að verða útlæg úr landinu. Það eru fleiri stéttir en bænd ur sem eru seinir til átaka þegar hættu ber að höndum, þannig var ástatt með presta landsins 1930. Vélaöldin var að færast yfir landið. Prestar höfðu öld- um saman búið á góðum jörðum og haft eins og aðrir stórbænd- ur vinnumenn og vinnukonur eftir þörfum. En vélaöldin ger- breytti atvinnuháttum og hinar lágu tekjur prestanna gerðu þeim ekki kleift lengur að hýsa prestsetrin og vera fyrirmenn í héraðinu bæði í andlegum efn- um og í búskap. Það er glöggt dæmi frá þessu tímabili að Benedikt Kristjánsson prestur á Grenjaðarstað hafði húsað bæ sinn svo vel, án allrar aðstoðar frá ríkisvaldinu, að þessi bær er nú eitt hið reisulegasta byggðasafn á landinu. Ef Þing- eyingar ættu nú að byggja þennan bæ með allri nútíma- tækni, þá mundi sá bær kosta mörg hundruð þúsund krónur, ef ekki milljónir. Nú búa Þing- eyingar á ókomnum áratugum að þessum bæ. Þar er geymt sveitasafn sýslunnar, hin prýði- legasta stofnun. En þegar véla- öldin færðist yfir íslenzkar sveitir um 1930 hvarf hið auð- fengna vinnufólk og þegar ung- ir prestar koma frá skólaborð- inu í hin gömlu höfðinglegu prestsetur þá var það þeim ná- lega óviðráðanlegt eins og þeim hefði verið fengið stórt gufu- skip til forráða. Launatekjur presta voru þá svo lágar að ungu prestarnir sögðu að kaup fyrsta ársins nægði til að kaupa hest og messuklæði. Stórbúskap ur á þeirra vegum var óhugs- andi nema fyrir einstaka af- burðamenn. Það þurfti mikið fé fyrir presta að kaupa nýjan bú- stofn og það var næstum ókleift að fá fast starfsfólk til að vinna að búskap á stóru heimili, en prestastéttin áttaði sig ekki á þessari snöggu breytingu og margir ungu prestarnir sem dreifðust út um landið áttu á kreppuárunum við hin hörmu- legustu kjör að búa. Stjórnin setti þá nefnd í mál- ið, þrjá valda prlesta og tvo leikmenn. Þeir hefðu yfirsýn um allt málið og gerðu frum- varp á skömmum tíma og með litlum tilkostnaði um bráða- birgðar úrlausn á erfiðleikum prestastéttarinnar. Alþingi tók þessum málum vel og sam- þykkti fimm merkileg frumvörp til úrlausnar vandamálum presta. Eitt var um bókasöfn á prestsetrum. Annað var um styrk til utanferða presta. Þriðja um ferðakostnað presta, en það var raunar launbót, lítil nú, en gagnleg. Ungu prestarn- ir sögðu að jafnvel þessi litla tekjubót hefði stórbætt hag þeirra á þessum erfiðu árum. Stærsta sem þá var leyst vegna presta var bygging prestsetra. Ríkið hefur síðan byggt vel flest prestsetur á íslandi. Fjórða og síðasta málið var um kirkju- garða og skipulag þeirra. Þessi löggjöf frá 1931—32 er nokkuð einstæð í sögu íslenzkrar kirkju. Þá var með skjótum hætti ráð- ið fram úr nokkrum vandamál- um stéttarinnar, og að svo vel tókst til var ekki að þakka biskupi landsins, heldur ekki prestastéttinni yfirleitt. Hún sá ekki hættuna og benti ekki á félagslegar framkvæmdir til úr- bóta. Gifta réði að nokkrir og vel hæfir menn fengu tækifæri til að rannsáka kirkjumála- kreppuna. Þeir fundu mörg hag- nýt úrræði til að bæta kjör prestanna og tryggja aðstöðu þeirra í landinu án þess að íþyngja landsbúum með óeðli- legum sköttum. Ég bendi á þetta dæmi til athugunar bændum landsins í þeirra núverandi vandamálum. Það gengur ósýni leg háskabylgja yfir landið. Heimilin gerast fámenn, og deyfðarbragur talinn yfir félags lífi. Kaupafólk og vetrarmenn er nálega ófáanlegt hvar sem er a landinu. Hjónin og börn þeirra eða annað náið venzla- fólk ber uppi sveitaframleiðsl- una í landinu og hafa til þess mjög víða góðan vélakost og bíla sem samgöngutæki. En þrátt fyrir nýja tækni fara marg ar jarðir í eyði. Mest kveður að þessu á Vestfjörðum, en eyði- jarðir eru nú til í flestum hér- uðum landsins. Meðfram einum þessum firði vestanlands sá ég af skipi í sumar sem leið sjö eyðibýli og ekki farið að slá tún in. Það mun sennilega hafa ver- ið gert af einhverjum um haust ið. í nánd við eitt stórbýli fyrir austan er mér sagt af sjö býl- um sem komin eru í eyði. Stór bóndi á prýðilegri jöfð norðan- lands sagði nýlega við merkan mann að synir sinir tveir vildu eiginlega gjarnan taka við jörð inni af sér og búa þar áfram en hann vildi þeim ekki svo illt að binda þá við búskapinn. Talið er að á 1200 sveitabýl- um sé engin gift kona í húsmóð ursætinu. Þar eru piltar einir eða búa með mæðrum sínum eða systrum. Þá bætist þar ofan á að stjórnarvöld landsins t. d. menntamálaráðherra, flytja ræð ur á Alþingi um að bændastétt- in sé of fjölmenn og til byrði fyrir atvinnuþróun landsins. Kunnur búfræðingur, er ógæt- inn í orðum og ályktunum fer um landið og predikar bændum að helzt muni henta íslending- um að fækka sveitaheimilum um fimm þúsund og hafa hér nokkur stórbú með fimm hundr uð kúm. Slíkar tillögur eru sorgleg gamanmál. íslenzkur landbúnaður er í mikilli hættu, án þess að nokkrir illir andar séu þar að verki. Atvinnuþróun landslns gerist með snöggu bragði og lítilli framsýn. Bænda stéttinni fer líkt og prestunum fyrir 1930 að þeir virðast ekki gæta þess að hér er hætta á ferð um. Oll önnur landbúnaðarniál á fslandi eru smáatriði og þýð- ingarlítil samanborið við þenn- an undarlegt hvíta dauða sem sækir að byggðunum. Það er sýnilegt að hér verða bændur að líta á sig sem aðila, þeir verða að taka upp vörn um sín mál og síðan breyta vörn í sókn. Ef eyðing byggðanna heldur áfram eins og nú horfir missa eigendur jarðanna jarðir sínar, húsakynni, umbætur á jörðum oð aðstöðu til atvinnu. Jörð sern fer í eyði um þessar mundir er í raun og veru óseljanleg. Ef rakin er þessi saga eins og hún horfir nú við, kemur fyrst til greina verðleysi eyðijarðanna. í öðru lagi heimilisleysi fjöl- skyldna sem áttu eignir í'sveit- inni og höfðu búið sig undir at- vinnu þar. Þegar eyðijörðum fjölgar í sveit verða margar sam eiginlegar byrgðar of þungar fyrir þá sem eftir eru við bú- skapinn. Þegar landeyðing byrj- ar í einhverju héraði er erfitt að stöðva hrunið. Nú spyrja menn um úrræði, og þau þurfa að vera mörg. Hækkun búvöruverðs, sem ekki verður komizt hjá að bændur fái, því að til þess eiga þeir full an rétt, verður að mæta með auknum niðurgreiðslum til neyt enda eða á annan veg, t. d. með lægra verði á áburði og fóður- bæti. Bændur landsins mega vel veita eftirtekt, að fyrir fáum vikum tilkynntu forráðamenn útvegsmálanna, að útvegurinn mvndi stöðvast ef ríkið Iegði þeim ekki til 300 milljónir kr. með sérstökum aukaskatti, til að geta borgað því fólki hærra kaup sem vinnur á vegum út- vegsins. Alþingi varð við þess- um óskum og útvegurinn flýtur á þessari tekjubót, bæði þeir sem við hann vinna á sjó og landi. Ef bændasamtök hefðu verið þróttmikil og vakandi, mundu þau jafnskjótt og 300 milljón króna krafan var flutt af útvegsmönnum hafa borið fram hliðstæðar kröfur vegna bænda, en það gerðu þeir ekki. Það lítur út fyrir að samtök bændanna séu ekki virk enn sem komið er. Það er spurt um ástæðu til þess að heimilin í sveit gerast mannfá. Ungar kon ur hafa ýmsar ástæður fram að bera til skýringar á burtflutn- ingi í þéttbýlið. Þær segja, að þegar karl og kona búa með börnum sínum í sveit, þá verði vinna konunnar lítt viðráðanleg, einkum þar sem mjólkurbú eru stór. Ef bóndinn vei'ði lasinn eða þarf að fara frá, bætist við mikið og erfitt starf við mjólk- urframleiðsluna og mjólkur- flutningana. í öðru lagi segja ungar konur að þær vilji heldur giftast manni í þéttbýli heldur en í sveit, af því að þær vilji gjarnan geta aflað tekna utan heimilis og hafa af því sjálf- stæða eign. Rétt er það, að í fjölmörgum þéttbýlisheimilum vinna giftar konur lengri eða skemmri tíma hvern dag utan heimilis og sjá jafnvel fyrir fóstri barna sinna með ýmsum hætti. Þeta er oft fyrir konurn- ar atvinnuspursmál, einkum þar sem ung hjón eru að reyna að gerast sjálfstæðir húseigendur. Hér er nýr þáttur í lífi fólksins sem vaxið hefur upp við véla- iðju, ferðalög og margþætt vinnubrögð við dagleg störf. Tilgangur minn er aðeins sá að benda bændum landsins sem lesa þessar línur, á það, að stétt þeirra er í hættu, eignir at- vinna og framtíð heimila, upp- eldi barna og fleira af því tagi. Ég vil benda bændum á að hver einasta stétt í þéttbýli landsins sem mætti skyndilega svipuð- um erfiðleikum eins og sveita- bændur eiga nú við að þúa, þá mundi hún þegar i stað halda fundi, ræða málið og leggja fast að þingmönnum sínum og ráð- herrum um hagnýtar tillögur til að fjarlægja hættuna. □ Ástarbréf til Wöndu AUMINGJA WANDA, 21 árs, ljóshærð, græneygð og fönguleg stúlka með mjótt mitti en dá- lítið bústin brjóst óg lendar aug- lýsti eftir að kynnast karl- manni á góðum aldri, með hjú- skap fyrir augum. Og Wanda, sem átti heima í Hamborg, fékk mörg tilboð. Sumir voru líka svo hugulsamir að senda henni peninga, konfektkassa, blúndu- nærföt o. fl. Wanda litla var búin að fá 60 þús. kr., auk allra annarra gjafa, þegar í Ijós kom, að uppgjafahermaður og bíl- stjóri léku Wöndu og hirtu gj afirnar. Wanda var ekki til.Q HEITUR STAÐUR SNEMMA í vetur birti Dagur þá frétt að borað hefði verið í haust sem leið eftir heitu vatni í landi Stórutjarna í Ljósavatns skarði og að til stæði að byggja þar heimavistarbarnaskóla. En ekki var þess getið hver lét blaðinu þessa frétt í té og ekki heldur hver beitti sér fyrir að fá þessa borun framkvæmda, né hvaða hreppur eða hreppar hefðu hug á að byggja þarna skóla. Það mun hafa verið sveitar- stjórn Hálshrepps sem sótti eft- ir þessari borun og hún hefur sérstaklega hug á að þarna verði byggður barnaskóli, því barnaskóli Fnjóskdæla er nú í heilsuspillandi húsakynnum. Fræðslumálastjórn mælir nú með því að stærri heildir standi að byggingu heimavistarbarna- skóla með skyldunámsdeild og að í þessu tilfelli væri það Bárð- dælahreppur, Ljósavatnshrepp- ur og Hálshreppur, sem sameig- inlega stæðu að skóla í Ljósa- vatnsskarði, enda má segja, að þessir þrír hreppar mætist svo til á þessum stað. Ekki hefur enn sem komið er orðið samkomulag milli þessara hreppa um samstöðu í þessu máli, hvað sem kann að verða, en sannleikurinn er sá, að fram- kvæmdir í þessu skólamáli þola ekki langa bið. Fullnaðarborun var ekki fram kvæmd þarna í haust og mun eiga að bora þarna meira á næstunni, en borunin í haust leiddi þó í ljós að þarna er nægi legt heitt vatn fyrir barnaskól- ann. Og vafalaust mun fást þarna mikið og mjög verðmætt heitt vatn með meiri borun. Það er því vel þess virði að gera sér nokkra grein fyrir hvaða gildi slíkur staður sem þessi hefur fyrir þessa þrjá hreppa í framtíðinni. f sameiginlegum skóla þess- ara hreppa nytu hinir ýmsu hæfileikar barnanna sín mikið betur, og má nefna iðkun söngs, leikstarfsemi, fimleika o. fl. Einnig nýttust kennslukraftar vel þegar nægilega mörg börn lærðu saman á einum stað. Það gæti líka verið gott fyrir börn fleiri byggða að kynnast á þess- um aldri, og gæti orðið farsælt fyrir sveitabyggðina síðar. Að sjálfsögðu yrði byggð sundlaug við þennan barnaskóla á heitum stað og kæmu börnin flugsynd frá skólanum, og vafalaust mörg efni í afreksfólk í sundíþróttinni síðar. Þetta allt er þess vert að hugleiða það vel. Skortur á góðum samkomu- húsum hefur löngum háð félags lífi sveitanna, en með stofnun Félagsheimilasjóðs hefur mikil breyting á orðið víða um byggð- ir. Kinnungar hafa nú hafið byggingu félagsheimilis og Bárðdælingar hafa séð fyrir sínum þörfum í þessu efni. En Fnjóskdælir hafa ekki enn haf- ist handa um byggingu félags- heimilis. En er ekki einmitt lík- legt að þeim þyki fýsilegt að byggja sitt félagsheimili við þennan heita stað. Samgöngur eru nú orðnar þannig, og munu halda áfram að batna, að vega- lengdir skipta í sjálfu sér litlu máli. Hagnaðurinn af hitanum í okkar kalda landi er svo mik- ils virði. Eftir að byggð er hafin á þess- um stað er ekki að efa að hún bætir við sig. Ég vil hér sérstak- lega nefna eitt sem þessum hreppum er rrtjög nauðsynlegt, en það er fullkomið bíla- og vélaverkstæði. Ræktunarsamb. Þorgeii'sgarður hefur nú enga aðstöðu innan síns svæðis til að halda vélakosti sínum í lagi. Bygging fullkomins vélaverk- stæðis á þessum heita stað í Ljósavatnsskarði er mjög þýð- ingarmikil fyrir þessa þrjá hreppa og sérstaklega mundi upphitun verkstæðisins með heitu vatni að vetrinum spara mjög mikið í reksturskostnaði, og gera vinnuskilyrði starfs- manna þar notalegri og betri. Með sérstöku tilliti til véla Ræktunarsambandsins, er það augljóst, hve ákjósanlegt það væri að eiga viðgerðarverkstæði á þessum stað á mörkum hrepp anna. Vélarnar vilja „ganga úr sér“ við vinnuna' og einmitt þeg ar þær ættu þarna leið um á ferð milli byggðanna í Ræktun- arsambandinu væri hægt að lagfæra þær, en það þýddi að þær ynnu sífellt með meiri og betri afköstum bændunum í hag, en sá háttur hverfa, að þær væru á ferðinni meira og minna lamaðar til starfa, til tjóns fyrir bændur, bæði hvað varðar vinnuafköst og viðgerð- arkostnað. Margt fleira mætti hér nefna. Væri ekki hugsanlegt að erlend ir ferðamenn fengju þarna dval arstað að sumrinu. Heit og köld böð yrðu á staðnum. Baðströnd við Ljósavatn og skemmtisigling ar á vatninu. Skilyrði til fjall- göngu ákjósanleg. Skammt að Goðafossi og í Vaglaskóg. Stang arveiði í Fnjóská og Skjálfanda- fljóti og að sjálfsögðu yrði verzl un á staðnum. Gæti ekki innilúið kaupstaðar fólk fengið þarna aðstöðu til or- lofsdvalar að sumrinu, gæti það ekki stuðlað að því að kaup- staðafólk virti meir sveitalífið en það gerir yfirleitt nú. Einhverjum myndi henta að stofna þarna til smáiðnaðar í fleiri greinum og fleira mætti nefna. En þetta sem hér hefur verið sagt ætti að nægja til að vekja fólk í nágrenni þessa stað ar til umhugsunai' um framtíð hans og mun þá mörgum sýn- ast að tímabært sé að nýta kosti hans og hefja framkvæmd- ir. En þess verður að gæta í upp hafi að skipa öllum byggingum niður af framsýni og smekkvísi og láta ekkert skipulagslaust handahóf eiga sér stað. Mundi þá rísa þarna upp menningar- miðstöð til sóma og eflingar byggðunum í kring. Kunnugur. Sígarettusala minnkar ÁFENGIS- og tóbaksverzlun ríkisins hefur gefið þær upplýs- ingar, að 3 fyrstu mánuði þessa árs hefðu íslendingar keypt 25% minna af sígarettum en á sama tíma 1963. Mun þetta ár- angur af birtingu læknaskýrsl- unnar bandarísku um áhrif síg- arettureykinga. Sala á pípum og píputóbaki hefur aftur á móti aukizt mjög. □ Að kvöldgöngunni lokinni komu þau Iðunn og Jörundur upp að hlöðunni á sýslumannssetrinu. Sveitaæskan hafði fengið leyfi til að dansa á hlöðupallinum í kvöld. Iðunn og Jörundur ganga hægt upp yfir hlöðubrúna. Það er hálfrokkið inni á pallinum. — Eeigum við —? segir Jörundur og lítur snöggt á hana. — Já, segir hún aðeins. Þau smeygja sér inn í hópinn á hlöðupallinum og dansa eftir drag- spilsleiknum. Tónarnir eru langdregnir og viðkvæmir. Einstöku rödd raular með danslaginu, lágt og dulið: — I sæludraumi glaður geng ég nú, — og glöð fylgir mér ætíð aðeins þú!--------- Iðunni finnst að nú sé hún fær í flestan sjó: að hlæja, syngja, gráta, — já, helzt gráta af eintómri gleði og sælu, núna í faðmi Jör- undar. Henni hlýtur að þykja vænt um Jörund! Rökkrið þarna inni vefst ástúðlega utan um þau. Og svo höfugur hey-ilmurinn! Hún nær varla andanum. En samt er hún gagntekin af magnaðri sælu. — I sæludraumi..... Harmónikan leikur sama lagið enn einu sinni. Og yfir í heybólstr- unum grillir Iðunn fleiri og fleiri andlit í rökkrinu. Þar sér hún jarðeigandann, sjélfan húsbóndann. Hjónin bæði spjalla og hlæja með unga fólkinu umhverfis sig. Hann hefir harða kúluhattinn sinn á höfði og tyggur tóbakstöluna sína vendilega. Holdug og hressileg kona hans hristir stundum höfuðið ofurlítið, en hlær samt, þegar bóndi hennar varpar einhverju glettnisyrði yfir í ungmennahópinn á pallinum. — „Það var nú alveg dæmalaust, hve vel við skemmtum okkur á æskuárunum, kona góð! — Fannst þér það ekki, heilla mín?“ Iðunn heyrir síðustu orðin handan úr heybingnum. Hún mætir augum Jörundar og brosir. En hún furðar sig á því að heyra roskinn manninn áræða að kannast við æslku sína og æskuár. Og það furðu- lega er, að það virðist svo einlægt og skemmtilegt að sjá roskið fólkið spjalla og skemmta sér með unga fólkinu. En það voru víst fáir líkar eiganda sýslumannssetursins. Hann leyfði æskunni að skemmta sér í hlöðunni sinni sökum þess, að þeim hjónum þótti gam- an að hafa ungt fólk umhverfis sig. Hér fær Iðunn efni í hugmynda-vefinn sinn: ívaf eða uppistöðu. Alls staðar finnur hún eitthvað til að safna í sarp athugana sinna og heilabrota. Hún geymir margt af þessu vandlega í leynihólfum hugar síns. I kvöld dansar hún, flytur fætur sína í samræmi við hreyfingar Jörundar. Hljóðfall og hrynjandi dragspilsins er fast ákveðið. En samt er hljóðfallið og allt þetta eins konar undirleikur hugsana hennar! Aðeins stutta stund hafði hún algerlega útbyggt hugsunum snum. En nú hafa þær tekið völdin á ný. Nú greinir hún sundur allan hópinn hérna, mótar hvern einstakling og myndar og geymir þá eins og efnivið til afnota á sínum tíma. Síðan lítur hún aðeins á Jörund. Hefir hún einnig þörf fyrir hann á þennan hátt? í örlaga-efnivið í hugmyndavefinn mikla? Guð varð- AUÐHILDUR FRÁ VOGI: GULLNA BORGIN 34 veiti hana frá slikum hugsunum. Og Guð varðveiti hana frá þeirri hættu að geta ekki greint á milli eigin tilfinninga og hugaróra sinna! Þeir mega ekki ná of miklum tökum á henni. Hún verður að spyrna á móti. Ef hún aðeins gæti það! Gæti hún aðeins verið frjáls og frí eins og til dæmis ungu stúlkurnar, sem hlógu og skemmtu sér hérna á hlöðupallinum í kvöld! En þessir hugarórar hennar og hugmyndaflug aðskilja hana og einangra frá öðrum, þegar hún ætlar sé rað vera frjáls og skemmta sér með öllum hinum. En hún vill ekki flækja Jörund inn í þennan hugaróra-heim sinn. í samvistum við hann vill hún vera frjáls. Hún vill vita full deili á tilfinnigum sínum, vera fullviss um, að henni þyki vænt um hann, miklu vænna heldur en um nokkurn annan! Henni finnst líka, að hún sé viss um þetta, þegar þau snúa baki við dansfóllkinu á hlöðupallinum og fara út aftur yfir hlöðubrúna. Allt umhverfið verður svo skýrt og greinilegt fyrir augum þeirra Jörundar í kvöld, því þetta er sðasta kvöldið þeirra hérna. Þau fara aftur inn i sýslumannsstofuna sina. Þar er rökkur, en þau kveikja ekki ljós. Þau segja sitt hvað, út í bláinn, allt annað en það sem þau langar helzt til að segja og spjalla um. Þannig er að minnsta kosti Iðunni farið. Hvorugt þeirra sezt niður. Orólegur spenningur heldur þeim föstum tökum. Iðunn finnur til veikleika síns. Kæfandi þyngsl fyrir brjóstinu er bæði vond og góð tilfinning. Æ-i, fengi hún aðeins, — já, en hvað? Hún veit það ekki. Ef til vill kannski, fengi hún að halla höfðinu að barmi Jörundar og láta frjálsan hug sinn tala. Gætu þau aðeins haldið áfram, eins og þau byrjuðu niður á söndunum í dag, eða —. Nei, hún hefir þegar tekið í snerilinn á herbergishurðinni. Jörundur gengur um gólf í stofunni. Hann strýkur hendi um hár sitt öðru hverju. — Skyldi hann taka nokkuð eftir því, að hún sé hérna? — Góða nótt! segir Iðunn lágt. Það er eins og hann hrökikvi við. Hann nemur staðar við gluggann og lítur einkennilega á hana. Æ, augun hans! Hún lokar hurðinni á eftir sér og stendur nú inni i hvita herberginu. Svalur kvöldblær andar inn um opinn glugga og bærir ofurlítið Iéttu rekkjutjöldin hvítu. Hún sezt á rekkjustokkinn. Jörundur sagði ekkert, þegar hún fór inn. Eða sagði hann kannski góða nótt? Nei, hún getur ekki farið að sofa núna. Sofa? Hún er alls ekki svefns þurfi. Hún er glaðvak- andi, finnur ekkert til þreytu. — Omurinn af harmónikuleiknum á hlöðupallinum nær enn inn til hennar. Skyldi Jörundur vera háttaður? Skyldi hann fara að sofa? — Fyrst hann veit að þetta er síðasta kvöldið þeirra hérna? —■ Skyldi------- Jörundur opnar hurðina. Henni verður ekkert bilt við. Hún bjóst við þessu. Já, satt að segja? — Iðunn, segir hann, mér finnst — — Mér líka! segir hún hraðmælt. Þau brosa bæði. Gamla skilningsríka brosinu sínu. Hann sezt við hliðina á henni á rekkjustokkinn og segir eitthvað spaugsamt um rekkjutjöldin. Hún veitir því enga sérstaka eftirtekt. Hún er svo ótrúlega ánægð. Ánægð? Það er alltof meinlaust orð. Henni finnst hún vera hamingjusöm, framúrs;karandi glöð! Þau halla sér aftur á bak á rekkjuna, liggja þversum yfir hana, að nokkru leyti innan rekkjutjaldanna. Jörundur snertir hana ekki, legg- ur ekki einu sinni arminn undir hnakka hennar. En samt finnur hún til hans nær sér en nokkru sinni. Hún finnur, að nú hafa þau það sama í huga. Samt veit hún það ekki. En henni finnst það á sjálfri sér. Jörundur liggur með arminn undir höfði sér. — Iðunn, segir hann stillilega. — Hvernig lízt þér á, að ég segi upp starfinu í Osló og taki við jörðinni heima? Hún starir upp í rekkjuhimininn. — Það er sennilega það allra bezta, sem þú gætir gert! -— Meinar þý það? — Já, Jörundur. Það veiztu vel, að ég geri! — Þú hefir ekki séð nýja húsið þeirra pabba og mömmu, Iðunn. — Nei, segðu mér hvernig það er núna, þegar það er fullbúið. — O, — það er nú ekki beinlínis frá miklu að segja. Það er orðið eins og venjuleg lítil og lagleg einbýlis-íbúð. Eg get varla vanizt þeirri hugsun, að mamma og pabbi eigi að verða próventuhjón þarna. — Eða er þetta kannski sökum þess, að ég hefi arkað svo lengi um borgargöturnar, að ég sé farinn að verða ókunnugur heimahögunum og háttum þeirra. Höfuðborgin hefir annars ekkert taumhald á mér. Þar er í raun og veru enginn dvalarstaður fyrir þá, sem í sveit eru fæddir. Eg hefi alltaf haft það á tilfinningunni, að borgin sé aðeins áfangi á lífsleiðinni, þar sem tækifæri gefst til að læra ýmislegt af því, sem unglinginn oft dreymir um heima í sveitinni sinni. Iðunn liggur og veltir fyrir sér þessari hugsun: Hvernig hafðist Jörundur við í Ósló, þegar hún var farin? En hún spyr ekki. Og Jörundur segir heldur ekkert um þetta. Og hví ætti hann líka að gera það? Hann spyr heldur ekki um það, hvernig hún hafi notað tímann hérna í bænum syðra. Og hún hefir heldur ekki sagt neitt um það. Jörundur grípur snöggt og fast um úlnliði hennar, færir hana nær sér og þrýstir henni létt að sér. — Iðunn, skilurðu ekki, hvað ég meina? segir hann hratt og dá- lítið ákafur. — Nei, segir hún og reynir að brosa dálítið glettnislega, því að nú óttast hún alvöruna, þótt hún á hinn bóginn finni til sælukenndar við hana. Og bros hennar hverfur jafnhratt og það/birtist. Framhald. j

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.