Dagur - 01.05.1964, Side 7

Dagur - 01.05.1964, Side 7
r i«*r (Framhald af blaðsíðu 8). mannshlíðar, Gleráreyrar, norð an Glerár, Barðstún, nýjar göt- ur vestan Mýrarvegar og Þór- unnarstræti, norðan Bjarkastígs. Engin eldri gata verðUr endur- byggð í sumar. Hve langar eru götur bæjar- ins? Þær munu vera um 35 km að lengd og þar af rúmléga 4 km malbikaðir og innan við kíló- meter olíumalarborinn. Vega- kerfið lengist stöðugt og vex viðhaldið mjög af þeim sökum. En gatnaviðhaldið r ekki inni- falið í tölum þeim, sem nefndar voru. Hvenær kemur hér upp full- komin inalbikunarstöð? í athugun er hjá bæjarráði, hvort tök eru á því að kaupa hrærivélasamstæðu fyrir mal- bikunarstöðina. Einnig er áhugi . fyrir því að bærinn eignist út- lagningarvél fyrir malbik. — Ákveðið er að bærinn kaupi lcantsteinavél í sumar og nýjan . tjörupott til malbikunarsam- stæðunnar. Nær fullvíst má telja að í sumar verði Kaup- vangsgilið malbikað upp að Þingvallastræti og suður að Barnaskólanum. Vissulega er æskilegt að geta malbikað sem mest, en fjármagnið takmarkar . framkvæmdirnar. En hvað um holræsagerð? Auk holræsa í nýju götunum er fyrirhugað að byrja.í sumar framkvæmdir á nýrri holræsa- lögn í Þórunnarstræti, sem á í framtíðinni að taka við öllu frá rennsli af brekkunum ofanverð um, þ. e. vestan Þórunnar- strætis, og flytja út að Glerá, þar sem aðalleiðsla á að liggja til sjávar. Þetta er nauðsynlegt fyrir framtíðina en mjög dýr framkvæmd, enda um meters víða leiðslu að ræða. Þetta verk verður að vinna í áföngum. Ér auðvelt að fá nógu marga menn í bæjarvinnuna? Búast má við erfiðleikum í því efni og því þarf bærinn að fá sem flestar nauðsynlegar vél- ar. En þær borga sig vel þegar til lengdar lætur, þótt þær séu dýrar í innkaupi, Hvaða áhrif hafa nýju vega- lögin á framkvæmdir hér? Það er áætlað, að bæjarsjóð- ur fái á þessu ári um 180 kr. á hvern íbúa bæjarins af vega- fénu, og því á að verja til end- urbyggingar Hörgárbrautar og Glerárgötu og framlengingu hennar inn úr bænum. Þetta vegafé er mikill styrkur og mun að sjálfsögðu flýta fyrir varan- legri lagningu þessara gatna. Og nú er farið að ausa sjó á göturnar? S.l. sumur hefur verið notað kalsíumklórið eða Ca C1 og vatn úr Glerá til að rykbinda göturnar. Ca C1 dregur í sig raka úr lofti og jarðveginum og bindur þannig rykið og dregur úr uppgufun, og það hefur reynzt vel í þurrkatíð en veðst upp í eðju í miklum úrkomum og eru göturnar mjög óþokka- legar. — Við höfum nú byrj- að að bera sjó á göturnar til að binda rykið. Sjórinn, sem ryk- bindiefni, er að því leyti betri en vatn, að í honum er nokkurt magn af salti eða Na Cl. Nú kunna margir að spyrja, hvers vegna ekki er notað ósalt vatn til rykbindingar. Þá er þess að gæta, að við myndum hvergi nærri anna því að hefta rykið á götum bæjarins með ósöltu vatni, vegna þess hve fljótt það gufar upp í þufrkatíð. Þess er krafizt af bænum, að hann haldi götunum eins ryklausum og unnt er. En það verður ekki á allt kosið í því efni. Reykjavík- urborg og fleiri bæir nota bæði Ca C1 og sjó til að hefta rykið. Þessi efni hafa sína kosti, en einnig sína ókosti. Við höfum áður getið þess að göturnar væru mjög sóðalegar í rigning- artíð með notkun Ca Cl. Bæði þessi efni eru ryðmyndandi. Þess vegna munu bílaeigendur e. t. v. miður ánægðir yfir því, að Ca C1 og sjór er notaðúr. En hvers veg.na ekki vatnið úr Glerá? Það kostar of mikið. Við eig- um ekki völ á öðrum efnum en nefnd voru, og við verðum því að velja mili þeirra. Því er eðli- legast að velja þann kostinn, sem bæjarfélaginu er kostnaðar- minnstur. Vegna byggingu Raf- veitunnar út við Glerá, urðum við að flytja vatnsdæluna. Hug- mynd okkar er, að sjá hvernig sjórinn reynist til að binda ryk- ið. Vitað er frá fyrri reynslu, að mun minna þarf af sjó en vatni til að halda rykinu í skefjum og því er það nánast kostnaðurinn, sem ræður úrslitum um, hvaða efni er lotað. Ef við berum sam- an sjóinn og Ca Cl, þá verður maður að ætla, að sjórinn sé ekki verri gagnvart sliti á bif- reiðum og öðrum farartækjum, einkum þegar þess er gæ-tt, að það saltmagn sem um er að ræða, verður mun meira ef not- að er kalsíumklórið en þegar sjór er notaður, þar sem svo mikið verður að nota af Ca C1 til þess að það komi að tilætl- uðum notum, segir Stefán Stefánsson bæjarvei'kfræðingur að lokum og þakkar blaðið fyrir upplýsingarnar. Eins og viðtal þetta ber með sér, virðast framkvæmdir í þeim greinum, sem hér um ræðir, minni en æskilegt væri í sæmi- legu árferði. Verður að harma að svo er, og öðrum um að kenna en þeim, sem verkum stjórnar og blaðið hefur rætt við að þessu sinni. □ X * & ÖXNDÆLINGAR OG ÞELMERKINGAR! t X Hjartanlegar þakkir fyrir höfðinglegar gjafir og inni- + § legar kveðjur, að lokmim störfum hjá ykkur. I; f Guð blessi ykkur öll. ^ I HALLGRÍMUR SIGFÚSSON. f $ f IÐAVELLIR Nýtt félagsheimili í Vallalireppi á Héraði S.L. laugardag var vígt nýtt fé- lagsheimili í Vallahreppi á Hér- aði og heitir það Iðavellir. Heim ilinu bárust 40 þús. kr. gjafir á vígsludaginn. Húsið er 236 fer- metrar að flatarmáli og kostaði 1,7 millj. kr. Yfirsmiður var Sig- urður Kristjánsson frá Leir- höfn. □ Freysteinn Þorbergs- son skákmeistari frá Siglufirði teflir fjöl- tefli á Melum í Hörg- árdal mánudaginn 4. maí n. k. kl. 9 e. h. Skorað er á skák- menn úr héraðinu að mæta vel og hafa með sér töfl. MJÓLKURBÚÐIR eru opnar í dag (1. maí) eins og á sunnu- dögum. P o I y f o n k ó r i n n DYRALÆKNAVAKT um helg- ina og næstu viku hefur Ág- úst Þorleifsson, sími 1563. AÐALFUNDUR Fegrunaifé- lags Akureyrar verður hald- inn í Rotarysal Hótel KEA mánudaginn 4. maí n. k. kl. 8.30 e. h. Venjuleg aðalfund- arstörf. Stjórnin. SAKLAUSI SVALLARINN verður sýndur í Freyvangi laugardaginn 2. maí n. k. Sýn ingin hefst kl. 9 e. h. Ung- mennafélag Möðruvallasókn- ar. GÓÐIR GESTIR komu fljúg- andi sunnan yfir fjöllin, hingað til Akureyrar s.l. sunnudag, en gestirnir voru Polyfonkórinn i Reykjavik, er söng í Akureyrar- kirkju kl. 5 þann dag, undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar, er verið hefur söngstjóri kórsins frá upphafi, en Ingólfur stofnaði kórinn fyrir sjö árum, eða árið 1957, og var meginkjarni hans nemendur Ingólfs úr Laugames- skólanum, en við þann skóla starfaði Ingólfur sem söngkenn- ari um skeið, við ágætan orðs- týr. Polyfonkórinn hefur að ýmsu leyti sérstöðu meðal íslenzkra kóra, bæði að því er varðar söngstíl og efnisval, en kórinn syngur fyrst og fremst lög í Polyfoniskum stíl, en þar er ekki ein röddin rétthærri en önnur og hver röddin að mestu sjálfstæð laglína en mynda þó samhljómandi heild. í efnisvali er kórinn ekki einskorðaður við neitt ákveðið tímabil en syngur verk eftir meistara hins Poly- foniska söngstíls á 15. og 16. öld og einnig eftir síðari tíma meistara allt frá Bach til nú- tíma tónskálda. 'i Á söngskránni ■ á sunnudag- inn voru motettur eftir Orlando Di Lasso, Palestrina, Gesualdo og A. Scharlatti. Sálmalög í raddsetningu J. S. Bach og Kleiner Psalter, þ. e. lagaflokk- ur við Davíðssálma eftir sviss- neska. tónskáldið Willy Burk- hard (1900—1955—. Þá söng kór inn tvö lög eftir íslenzka höf- unda. Hið fyrra var lag Páls ís- ólfssonar við sálm Davíðs Stef- ánssonar „Ég kveiki á kertum mínum,“ sungið í minningu þjóðskáldsins, en síðara lagið, „í rökkurró húfl sefur“ eftir Björgvin Guðmundsson. Var það vel til fallið, þar sem svo hittist á, að samsöngurinn var á afmælisdag tónskáldsins. Svo sem sjá má á þessari upptalningu voru viðfangsefni kórsins margbreytileg og spenntu yfir tímabilið frá 16. öld til vorra daga. Ekki verður farið út í það hér að geta sérstaklega um meðfreð einstakra verkefna, en um flutn inginn í heild er það að segja, að hann var sérlega vandaður og áferðarfagur og kórnum og söngstjóra hans til hins mesta sóma. Raddblær kórsins er sér- lega fagur og söngurinn fágað- ur og með miklum menningar- blæ, en kvennaraddirnar finnst mér þó bera af. Kórinn hefur í vetur notið raddþjálfunar frú Guðrúnar Tómasdóttur og hef- ur starf hennar auðheyranlega borið góðan árangur. Þess hefði mátt vænta, að Akureyringar hefðu fyllt kirkj- una, er þessi ágæti kór söng hér í fyrsta sinn, en því miður vant- aði nokkuð til að svo væri, en þeir sem í kirkjunni voru áttu þar ánægjulega og hátíðlega stund. Hafi Polyfonkórinn og söng- stjóri hans beztu þakkir fyrir heimsóknina. J. í FRÉTTATILKYNNINGU frá fundi fræðsluráðs Eyjafjarðar- sýslu, sem birt var í síðasta tbl., var þetta sagt um umræður þær, er fram fóru að loknum framsöguerindum fundarins: Þórir Jónsson taldi að einn skóli mundi ekki anna allri kennslu gagnfræðastigsins og mælti með eflingu Dalvíkurskól ans. Þá ræddi hann um barnapróf, taldi þau .iítt þörf, þai^.sem lög- skipað fræðslukerfi .væri komið í framkvæmd. En tók fram að mjög skorti á um framkvæmd- ir í þá átt. Edda Eiríksdóttir taldi fyrir- komulag skólans á Húsabakka mjög athyglisvert fyrir fleiri sveitaskóla og áréttaði þau um- mæli fleiri ræðumanna, að börn in hefðu sömu kennara yfir skyldunámstímann. Stefán Halldórsson taldi mið- ur farið að fræðslumálastjóri skyldi ekki geta mætt á fund- inum. Ekki taldi hann ráðlegt að staðsetja héraðsskóla á Dalvík, sem væri vaxandi þorp og héldi sínum gagnfræða- og landsprófs skóla áfram. Mælti Stefán með Laugalandi á Þelamörk sem heppilegum stað fyrir væntan- legan héraðsskóla Eyjafjarðar- sýslu. Aðalsteinn J.ónsson ræddi skólamálin á víð og dreif. Taldin hann mikinn áhuga hjá einstaklingum og félögum fyrir héraðsskóla og tók fram, að nauðsynlegt væri að skapa einingu um málið. Menn yrðu að beygja sig fyrir því sem heppilegast þætti að beztu manna yfirsýn. Matthías Gestsson ræddi um, - SKATTAR HÆKKA (Framhald af blaðsíðu 4). Hækkun tekjuskattsins verður hins vegar lítil hjá þeim, sem hæstar tekjur hafa. Þannig hækkar tekju- skatturinn, sem maður með 250 þús. kr. skattskyldar tekjur greiðir, aðeins um 7%, en á þeirn, sem hafa 30 til 70 þús. kr. skattskyldar tekjur, hækkar skatturinn um 20—37%. Mest verður hækkunin á allra lægstu tekjunum. □ að fáar tillögur kæmu til úrbóta í kennslumálum frá skólamönn- um. Taldi hann hlut dreifbýlis- þeim efnum um langt skeið. manna lítinn í skólamálum og lítið eða ekkert hefði áunnist í Hann taldi'það tilhlýðilegt fyrir Eyfirðinga að reisa héraðsskóla á hinum fornu höfuðbólum Möðruvöllum eða Grund. Jóhannes Óli Sæmundsson A^gði, að mikið. yantaði.á að ráð andi menn fræðslumálanna létu * kennara eða aðra opinbera starfsmenn fræðsluskyldunnar hafa erindisbréf og bæri að átelja slíkt. Þá mótmælti hann því, ef leggja ætti niður störf námsstjóra eins og margt benti nú til. Taldi hann kennara þurfa tilsögn í starfi sínu. Þeir- hefðu líka gott af svolitlu eftirliti. Jó- hannes sagði, að fræðsluráði Eyj afj arð arsýslu bæri að hafa forystu um skólamál í sýslunni og koma hreyfingu á þau til hins betra. Ekki vildi hann ræða um staðsetningu héraðsskólans, á þessu stigi málsins, efla þyrfti unglingadeildir barnaskólanna og leysa þannig mesta vandann í bili. Framhaldsskóli kæmi síðar, þó taka myndi nokkur ár að fá hann. Fræðsluráði bæri skylda til að jafna aðstöðu barna í sýslunni til námsins. Enn væri skólahald mjög ósam- ræmt og skólaganga mislöng. Séra Benjamín Kristjánsson ræddi byggingamál skóla al- mennt. Nauðsynlegt að fundur- inn sendi áskorun til sýslunefnd ar, fræðsluráðs og fræðslumála- stjórnar að leysa þessi mál, sem allra fyrst, jafnvel í skipulögð- um áföngum, ef nauðsyn krefði.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.