Dagur - 27.05.1964, Blaðsíða 2

Dagur - 27.05.1964, Blaðsíða 2
Fréttir trá skólaslarfinu á Löngumýri SKÓLINN kennir húsmæðra- skólanámsgreinar með svipuð- um hætti og áður fyrr, en meiri rækt lögð á kynningu góðra bók mennta. Tveggja vetra nám ekki skylda. Ákveðið er að lágmarks- aldur nemenda verði 16 ár næsta vetur. Enn er hægt að bæta við nokkrum nemendum. Þjóðkirkja íslands er nú eig- andi skólans og í samræmi við það er reynt að glæða bað bezta, sem í nemendum býr, í þeirri von að námsdvölin færi þá feti framar á þroskabrautinni. Handavinnusýning nemenda verður opin fyrir almenning föstudaginn 29. maí frá kl. 14 til 20. □ ■ i | FRÉTTA- OG BOÐSBRÉF til fyrrverandi kennara og nem- i enda skólans á Löngumýri frá Ingibjörgu Jóhannsdóttur skólastjóra Löngumýrarskóla. Kæru vinir mínir. Þakka góð og skemmtileg kynni og vináttu ykkar og tryggð við Löngumýri. Ákveðið er að halda 20 ára afmæli skólans nú í sumar. Af- mælishófið hefst með sameigin- legum kvöldverði kl. 18 laugar- daginn 30. maí n. k. Vinsamleg- ast hafið með ykkur svefnpoka og handklæði. Þátttaka óskast tilkynnt sem fyrst. Fjölmennið vinir mínir. Verið viss um, að gleðin mun sitja að völdum, þegar góðir og gamlir vinir hittast. Handavinna nemenda verður einnig til sýnis fyrir af- mælisgesti. Það skal tekið fram að kennarar og nemendur, sem dvöldu hjá mér að Staðarfelli eru einnig velkomnir til þessa hófs. Vinsamleg kveðja. Hittumst hraust og glöð' 30. maí. Ingibjörg Jóhannsdóttir. BANASLYS í VEST- MANNAEYJUM U N G U R Vestmannaeyingur, Gunnar Finnbogason (16 ára), drukknaði, er alda reið yfir kletta, og sogaði Gunnar og fé- laga hans, Kristján Rafnsson, út. Kristjóni tókst að komast í land aftur, en Gunnar hvarf í liafið. — Voru þeir félagar að liuga eftir týndum manni, er slysið vildi til. □ Þór sigraði í III. flokki í knattspyrnu VORMÓT Akureyrar i knatt- spj'rnu hélt áfram s.l. laugardag og mættust þá þriðju flokkar KA og Þórs. Veður var fremur óhagstætt til keppni, þar sem nokkur vindur var að sunnan og erfitt að hemja boltann. Þór sýndi nokkra yfirburði og vann réttlátlega 3:1: — Myndin sýnir sigurvegarana. □ >&í><í>$>4>m&S><&$><S>^^ K.R. vann landsliðið S.L. sunnudagskvöld var háður á Laugardalsvellinum í Reykja- vík knattspyrnuleikur milli KR og landsliðsins. Með KR lék Þór ólfur Beck og var mikill spenn- ingur að sjá hann leika. Áhorf- endur voru margir. Samkv. frá- sögnum sumra sunnanblaðanna var leikurinn í heild fremur lé- legur. Endaði hann 5:3 fyrir KR. Þrír Akureyringar léku með landsliðinu. □ 17. JUNI MOTIÐ I FRJÁLSUM ÍÞRÓTTUM AÐ VENJU verður keppt í nokkrum frjálsíþróttagreinum í sambandi við hátíðahöldin á Ak ureyri 17. júní. Verður keppnin tvískipt. Fyrri hlutinn fer fram 13. júní, en seinni hlutinn 17. júní. — Keppnisgreinar verða: Fyrri dagur (13. júní): 200 m hlaup, kringlukast, 400 m hlaup, stangarstökk og 1500 m hlaup. Seinni dagur (17. júní): Hástökk, 100 m hlaup, kúlu- varp, 800 m hlaup og 4x100 m boðhlaup. — 14 ára og yngri munu keppa í 60 m hlaupi og hástökki. Þátttöku skal tilkynna Reyni Hjartarsyni fyrir 11. júní. — Keppt verður um Olíubikarinn, sem veittur er fyrir bezta afrek mótsins, samkvæmt stigatöflu ÍSÍ. Einnig verða veittir. verð- launapeningar. □ FulHrúakosning í Sambandi norS- lenzkra barnakennara LAUGARDAGINN 9. maí voru talin atkvæði til fulltrúakjörs á þing S. f. B., sem hefst í Rvík laugardaginn 6. júní. Á kjörskrá voru 73, en atkvæði greiddu 43. Aðalfulltrúar voru kjörnir þeir: Tryggvi Þorsteinsson, yfir- kennari, Akureyri. Kári Arnórsson, skólastjóri, Húsavík. - Minjasafnið á Akur- eyri opnað á ný (Framhald af blaðsíðu 8). það jafnt um yngri sem eldri. Eins og fyrr segir verður safn ið opnað sunnudaginn 31. þ. m. og verður framvegis opið al- menningi alla daga frá kl. 13,30 til 16, nema mánudaga, þá er það alveg lokað. Þá er einnig hægt að hafa samband við safn- vörð um aðra tíma til skoðunar, ef um ferðahópa er að ræða. — Sími safnsins er 1162, en sími safnvarðar er 1272. Minjasafnið er stofnað af Ak- ureyrarbæ, Eyjafjarðarsýslu og Kaupfélagi Eyjaffirðinga, og sjá þessir aðilar um rekstur þess. □ - Starfsemi togaraút- gerðarfélagsins (Framhald af blaðsíðu 1). og ríkissjóði hefur það fengið um 8 millj. kr. vegna útgerðar- reksturs á árinu, sem er sem næst því að vera rekstrartapið að meðtöldum afskriftum, ef fyrrnefndar bætur úr aflatrygg- ingasjóði og ríkissjóði væru ekki taldar til tekna’. Á árinu fór fram 12 ára flokkunarviðgerð á Sléttbak. Skuldir félagsins voru í árs- lok nál. 108 millj. kr., þar af rúml. 24 millj. við Akureyrar- bæ. Eignaverðmæti eru að sjálf sögðu mikil, þar sem er hið stóra og vandaða hraðfrystihús og aðrar verkunarstöðvar, vöru- birgðir (ca. 13 millj.), flutninga- bifreiðar og áhöld og svo togar- arnir fimm, auk ýmissa annara verðmæta. Ákveðið er nú, að Hrímbakur verði ekki gerður út áfram, þar sem viðgerð á honum yrði mjög kostnaðarsöm. Erfitt er að halda togurunum úti á veiðum vegna manneklu. Er í athugun að fá menn frá Skotlandi á þá, en þar er at- vinnuskortur hjá sjómönnum. í stjórn ÚA voru kosnir Al- bert Sölvason, Helgi Pálsson, Jakob Frímannsson, Arnþór Þorsteinsson og Tryggvi Helga- son. □ Eiríkur Sigurðsson, skóla- stjóri, Akureyri. Indriði Úlfsson, kennari, Ak. Björn Stefánson, skólastjóri, Ólafsfirði. Valgarður Haraldsson, kenn- ari, Akureyri. Jóhann Sigvaldason, kennari, Akureyri. Jónas Jónsson, kennari, Ak. Varamenn voru kjörnir þeir: Sigurður Flosason, kennari, Akureyri. Páll Gunnarsson, kennari, Akureyri. Árni Rögnvaldsson, kennari, Akureyri. Angantýr Einarsson, skóla- stjóri, Keldunessskólahverfi. Hjörtur L. Jónsson, skóla- stjóri, Akureyri. Jóhannes Óli Sæmundsson, skólastjóri, Laugalandi. Njáll Bjarnason, kennari, Húsavík. Jóhann Daníelsson, kennari, Akureyri. BILASALA HOSKULDAR Hundruð bíla á söluskrá. Árgangar frá 1941—1963. BÍLASALA HÖSKULDAR Túngötu 2 — Sími 1909 CHEVROLET 1955 eða VOLIvSWAGEN 1956- 1958, í mjög góðu lagi, óskast til kaups. Útborg- un ef um semst. Uppl. í sima 1057 kl. 7-10 síðd. TIL SÖLU: Góður Rússajeppi. Skipti á góðum fólksbíl koma til greina. Ólafur Ásgeirsson, Oddeyrargötu 32, Ak. Sími 1677. V O L V O VÖRUBIFREIÐ til sölu. Byggð 1961, yfirbyggð 6 tonna. Upplýsingar gefur Þór Árnason bílstjóri hjá Heildverzlun Valg. Stefánssonar Akureyri. Fjögurra eða fimm manna FÓLKSBIFREIÐ óskast til kaups nú þegar. Eldri en 5 ára kemur ekki til greina. Uppl. í síma 2216 kl. 18-20. ÍBÚÐ ÓSKAST TIL KAUPS Góð útborgun. Upplýsingar í síma 1009 frá kl. 9—19.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.