Dagur - 27.05.1964, Blaðsíða 4
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Síniar 1166 og 1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
Yerkefni í
hafnamálum
HÉR í Norðurlandskjördæmi eystra
eru enn mikil óunnin verkefni
framundan í hafnagerð á flestum
stöðum, og eiga hlutaðeigandi
byggðalög mikið undir því, að ekki
verði alltof langur dráttur á þeim
framkvæmdum, sem liér er um að
ræða.
f Ólafsfirði er bátakvínni enn ólok
ið og fjarri því, að bátar hafi þar
viðunandi skjól, þegar verst viðrar.
Á Dalvík þarf að lengja alalhafnar-
garðinn áður en langt líður. í Hrís-
ey vantar skjólgarð. Hér á Akureyri
leikur enn nokkur vafi á um }>að,
hvernig framtíðarhöfn bæjarins
verði bezt fyrir komið. f Grenivík er
nú að hef jast gerð hafnarmannvirkja,
sem verða betur staðsett en sú báta-
bryggja, sem þar er. Á Húsavík er
gert ráð fyrir viðbótarmannvirkjum
við gömlu hafnarbryggjuna. Á Rauf-
arhöfn er enn mikið verk óunnið við
að koma upp nýrri hafnarbryggju til
vöruafgreiðslu í stað síldarverk-
smiðjubryggjunnar gömlu. Á Þórs-
höfn er legukantur nýju hafskipa-
bryggjunnar ekki nema 20 metrar en
þarf að lengjast upp í 60 metra, auk
mannvirkja í bátakví. Fleiri staði
mætti nefna og fleiri mannvirki eða
viðauka við mannvirki, sem ólokið
er, en drepið hefur verið á nokkur
aðkallandi viðfangsefni sem dæmi.
Fjárhagur hafnasjóða, ekki aðeins
hér í kjördæminu heldur um land
allt, einkum þar sem meiriháttar
framkvæmdir liafa átt sér stað á dýr-
um tíma, er víðast hvar mjög örðug-
ur. Hin dýru hafnarmannvirki eru
að langmestu leyti gerð fyrir ríkis-
framlag og lánsfé, og möguleikar
hafnasjóðanna, sem að þeim standa,
til að standa straum af miklu lánsfé-
meðan hafnir eru enn ófullgerðar og
hafa ekki borið þann árangur í at-
vinnulífi, sem vonir standa til, eru
auðvitað mjög takmarkaðir. Ríkis-
framlagið er yfirleitt 40% kostnaðar,
en allmikið vantar á, að ríkissjóður
hafi greitt það fé jafnóðum. Á því
þarf að ráða bót og má vera, að það
verði gert. En það er þó ekki nægi-
legt. Mörgum sveitarfélögum er það
algerlega um megn að greiða vexti
og afborganir af 60% kostnaðar.
Þessvegna verður að hækka ríkis-
framlagið. Framsóknarmenn lögðu
til á síðasta þingi, að það yrði hækk-
að ur 40% upp í 65%'. Sú tillaga var
ekki samþykkt að þessu sinni, en
frumvarp til nýrra liafnalaga sem
samið var af nefnd, að tilhlutan Al-
þingis, (Framhald á blaðsíðu 7).
Ivö lærdómsrík dæmi
i.
ÞEGAR núverandi rikisstjórn
hóf valdaferil sinn fyrir nálega
fimm árum og kynnti sig fyrir
þjóðinni, þá kvaðst hún ekki
mundu blanda sér í kaupgjalds-
mál og kjaradeilur, heldur láta
verkalýð og atvinnurekendur
um þess háttar málefni. Kvað
hún vinstri stjórnina hafa gert
reginskyssu og stjórnarfarsleg
afglöp með því að ætla að hafa
samráð við stéttasamtökin í
landinu um efnahagsmál þjóð-
félagsins. Hins vegar dró hin
stoltarlega stjórn ekki dulur á
það, að hún hefði aflað sér hag-
fræðilegrar formúlu, er duga
mundi fljótlega til að eyða allri
verðbólguþróun.
Nú er í ljós komið að formúl-
an var ónýt, — eða bara and-
vana .hugarfóstur óskhyggju
sjálfbirginga.
íslenzka þjóðfélagið er svo
stéttarlega upp byggt orðið og
greinist í svo sterkar samtaka-
fylkingar og hagsmunahópa, að
því verður ekki efnahagslega
stjórnað eftir allsherjarformúlu
með valdboði, heldur með víð-
tæku og tillitssömu samkomu-
lagi.
Dýrtíð og verðbólga eru að
kaffæra þjóðina.
Lostin skelfingu yfir afleið-
ingum verka sinna, fer ríkis-
stjórnin í gegnum sjálfa sig —
og tekur að leita samninga við
verkalýðssamtökin um kaup
verkalýðsins og kjör.
Svo gagnger eru umskiptin,
að ráðherrar setjast sjálfir við
samningaborðið.
Þetta verður lærdómsríkt
dæmi úr íslenzkri stjórnmála-
sögu fyrir komandi tíma.
Allir hljóta að óska og vona
að skynsamlegir samningar tak-
ist.
En ríkisstjórn, sem fordæmt
hefir fyrirrennara sína fyrir
það, sem hún síðar tekur sjálf
til bragðs, hefir kveðið upp
dóm yfir sjálfri sér.
II.
Verkalýðssamtökin — eða
þeir, sem þeim stýra — hafa
einnig hagað sér eftirminnilega.
Vinstri stjórnin starfaði sam-
kvæmt þeirri reglu að hafa sam-
ráð við þau, — og önnur aðal-
stéttasamtök landsins;
Árið 1958, í október, var kaup
máttur launa þannig að almenn-
ingur undi honum yfirleitt vel.
En vegna skæruhernaðar, sem
stjórnarandstöðunni hafði tekist
ið koma á seinni hluta ársins,
stóð til að vísitala hækkaði um
mánaðamótin nóv. — desember.
um 17 stig, en það er sama og
8V2 stig miðað við vísitöluna,
eftir því, sem hún er nú reikn-
uð.
Alþýðusambandsþing kom
saman til funda seint í nóv.
Vinstri stjórnin fór fram á það
að Alþýðusambandsþingið féll-
ist á, að framkvæmd vísitölu-
hækkunarinnar yrði frestað um
1 mánuð og sá tími notaður til
þess að semja um ráðstafttnir til
að eyða áhrifum hækkunarinn-
ar og tryggja ekki minni kaup-
mátt launa áfram en hann hafði
verið í október. Tækist ekki
innan mánaðar að ná samning-
um, er tryggðu þetta, skyldi
vísitöluhækkunin greidd í mán-
aðarlokin frá upphafi frestunar-
tímans, svo einskis yrði misst.
Meirihluti Alþýðusambands-
þingsins neitaði að samþykkja
þennan frest til samninga fyrir
ríkisstjórn, sem hafði það mark-
mið að stjórna efnahagsmálun-
um í samráði við þessi samtök.
Beri menn nú þessa fram-
komu verkalýðsfulltrúanna sam
an við það, sem gerzt hefir síð-
an gagnvart núverandi ríkis-
stjórn, sem sagði í raun og veru
samtökum verkalýðsins stríð á
hendur, þá hlýtur sá samanburð
ur að vekja furðu.
Það liggur við að segja megi,
að þeir, sem neituðu að taka í
bróðurlega hönd Vinstri stjórn-
EINS OG þegar hefir verið
skýrt frá í Ríkisútvarpinu og
Reykjavíkurblöðunum gengst
Bandalag íslenzkra listamanna
fyrir fjölbreyttri • listahátíð í
næsta mánuði í sambandi við
tuttugu ára afmæli lýðveldisins.
Listaliátíðarfargjöld með Flug-
félagi íslands.
Það er að sjálfsögðu áhuga-
mál listamanna, að sem mest af
því efni, sem flutt verður á lista
hátíðinni nái til sem flestra
landsmanna, og hefir Ríkisút-
varpið góðfúslega heitið sam-
vinnu í því efni. Nú hefir Flug-
félag íslands tekið upp sérstök
Listahátiðai-fargjöld, sem gilda
frá öllum viðkomustöðum Flug-
félagsins innanlands til Reykja-
víkur á tímabilinu frá 5.—15.
júní. Afsláttur sá, sem Flugfélag
ið veitir vegna hátíðarinnar, er
rúm 20%, og munar þetta t. d.
því, að Listahátíðarfargjald frá
Akureyri til Reykjavíkur og til
baka er 1073 krónur, en venju-
legur farseðill kostar 1358 krón-
ur. Listahátíðarfargjaldið er
bundið þeim skilyrðum, að há-
marksviðstaða í höfuðborginni
sé 10 dagar, og að keyptur sé að
göngumiði að a. m. k. einu at-
riði hátíðarinnar. — Farseðlar
verða seldir í umboðsskrifstof-
um Fí utan Reykjavíkur, og
munu þær einnig selja að-
göngumiðaávísanir á listahátíð-
ina, bæði heildarmiða og ein-
staka miða.
Dagskráin er glæsileg og fjöl-
breytt.
Dagskrá Listahátíðarinnar er
á þessa leið:
Sunnudagur 7. júní: Setning-
arathöfn í samkomuhúsi Háskól
ans. Ræða: Halldór Laxness.
Tónlist eftir Jón Leifs og Pál ís-
ólfsson; Sinfóniuhljómsveit ís-
lands, söngsveitin Fílharmonía
og Fóstbræður flytja, stjórnandi
Igor Buketoff. — Að kvöldi
sama dags: Hátíðasýning í Þjóð-
leikhúsinu á óperettunni Sardas
furstinnan.
arinnar 1958 sér til stuðnings,
hafi síðan lengst af verið að
kyssa á vönd hinnar svonefndu
V iðreisnarstj órnar.
Dýrtíð var engin 1958 borið
saman við þá ofsalegu dýrtíð,
sem nú geisar.
í árslok 1958 var aðeins um
8V2 stigs hækkun núgildandi
vísitölu að tefla.
Eins og sakir standa nú hafa
vörur og þjónusta hækkað um
87% í tíð núverandi ríkisstjórn-
ar, en kaupgjald aðeins um 55%
— þetta 32% bil er óbrúað.
Rikisstjórn, sem sóað hefir
mesta aflagóðæri íslands í þessa
niðurstöðu, situr nú hokin við
samningsborð gagnvart mönn-
unum, sem glötuðu fyrir skamm
sýni 1958 tækifæri til að eiga
hlutdeild í að stjórna landinu.
Við skulum vona að reynsla
þessara hrakfallabálka leiði til
samninga, sem verði til viðrétt-
ingar. Karl Kristjánsson.
Mánudagur 8. júní: Sameigin-
legir tónleikar Vladimirs Asjk-
enazys og Kristins Hallssonar
óperusöngvara.
Þriðjudagur og miðvikudagur
9. og 10. júní: Leikfélag Reykja-
víkur frumsýnir nýtt leikrit,
Brunnir Kolskógar, eftir Einar
Pálsson.
Finuntudagur 11. júní: Þjóð-
leikhúsið frumsýnir leikritið
Kröfuhafa eftir Strindberg. •
Föstudagur 12. júní: Tónleik-
ar: Islenzk tónlist.
Laugardagur 13. júní: Ruth
Little heldur Ijóðakvöld. Við
hljóðfærið Guðrún Ki-istinsdótt-
ir.
Sunnudagur 14. júní (síðdeg-
is): Musica Nova kynnir ný ís-
lenzk tónverk og frumflytur
Tríó eftir Sveinbjörn Svein-
björnsson. — Um kvöldið: Bók-
menntakvöld. Upplestrar og
leikrit í einum þætti, Amelía,
eftir Odd Björnsson. Tilrauna-
leikhúsið Gríma.
Mánudagur 15. júní: Ballet-
sýning, kammerópera og hljóm-
sveitartónleikar í Þjóðleikhús-
inu.
Þriðjud. 16. júní: Myndabók
úr Fjallkirkju Gunnars Gunn-
arssonar, sett á svið af Lárusi
Pálssyni.
Listahátíðin efnir ekki til
mannfagnaðar á þjóðhátíðardag
inn 17. júní, enda mun þjóðhá-
tíðarnefnd sjá vel fyrir skemmt-
anaþörf jafnt gesta sem heirr.a-
manna í höfuðborginni þann
dag. — Listahátíðinni lýkur
með samkvæmi að Hótel Sögu
föstudaginn 19. júní.
Allan þann tíma, sem listahá-
tíðin stendur yfir, verða opnar
3 sýningar, sem haldnar eru í
sambandi við hana: Myndlistar-
sýning í Listasafni íslands, bóka
sýning í Bogasal Þjóðminja-
safnsins og sýning á byggingar-
list í húsakynnum Byggingar-
þjónustunnar, Laugavcgi 26.
Fyrirvari er hafður um það,
að breytingar ,geta orðið á ein-
stökum liðum hátíðardagskrár-
innar. □
Listahátíð í Reykajvík 7-16. júní
Flugfélagið veitir afslátt á fargjöldum
5
3. VIÐAUKI VIÐ BARÐS-
TÚNSMÁLIÐ
Þar sem bæjarverkfræðingi
hefur ekki enn unnizt tími til
þess, að svara þeim fyrirspurn-
um, er ég beindi til hans, í sam-
bandi við hið margnefnda Barðs
túnsmál — en treysti fyllilega
á að hann sjái sér fært að gera
það — langar mig til þess að
bæta einu atriði við.
Er það rétt með farið, að þeg-
ar þessi „aukaskipulagning“ á
Barðstúni var lögð fyrir skipu-
lagsstjóra ríkisins. hafi hann
verið henni algjörlega andvíg-
ur, en síðan látið undan síga
fyrir ágangi heimamanna?
Þá langar mig til þess að
beina þeirri fyrirspurn til hátt-
virtrar bæjarstjórnar Akureyr-
ar, hvort ekki er kominn tími
til þess, að taka til athugunar
hið víðtæka agaleysi og jafnvel
skipulagsleysi, — er virðist
ríkja — hjá hinum ýmsu bæjar-
stofnunum. Má því til sönnunar
nefna Barðstúnsmálið, þar sem
bæjarstarfsmenn taka sér fyrir
hendur (í óþökk skipulagsnefnd
ar) að mæla fyrir einkavegi
handa þeim sjálfum og jafnvel
þótt bæjarstjórn vísi málinu frá
— eins og gert var á síðasta
ári — þá láta þeir sig ekki,
heldur sækja sér aðstoð til höf-
uðstaðarins, með miklu harð-
fylgí-
Margt er hægt að tína til, svo
sem það, að menn fara algjör-
lega sínu fram og virðast ekki
vera undir aðra gefnir, mæta
þegar þeim hentar o. s. frv. Það
skal þó tekið fram, að til eru
bæjarstofnanir, sem reknar eru
með þó nokkrum myndarbrag,
en þær eru bara alltof fáar. Bæj
arstjórninni hlýtur að vera
Yfirlýsing frá banka-
ráði Útvegsbanka
r
Islands
I TILEFNI af grein í blaðinu
„Degi“ 21. þ. m., sem fjallar um
viðskipti Brynjólfs Brynjólfsson
ar, veilingamanns á Akureyri,
við útibú Útvegsbankans þar,
þar sem fullyrt er, að útibús-
stjórinn hafi fengið fyrirmæli
„frá æðri stöðum“ um að halda
áfram útlánum til Brynjólfs
kunnugt um, að mikið er farið
að ræða um vinnuhagræðingu
hér á landi og mætti segja mér
að ekki væri minnst þörfin fyr-
ir slíkar athuganir hjá okkar á-
gætu bæjarstofnunum. Ég held
að nefnd myndi ekki koma að
gagni í máli, sem þessu, — það
sem vantar er það, að bæjarfull-
trúarnir kynni sér rækilega hin-
ar ýmsu bæjarstofnanir og
rekstrargrundvöll þeirra og láti
sér ekki nægja að samþykkja
bókanir viðkomandi nefnda,
eins og algengt mun vera.
Síðast en ekki sízt ber að
nefna þá hættu, sem er í þyí
fólgin, að menn séu fremur vald
ir í stöður eftir stjórnmálaskoð-
unum en hæfileikum.
Með beztu kveðju.
Dúi Björnsson.
Brynjólfssonar eftir að hann
hafi viljað stöðva þau, vill
bankaráð Útvegsbankans taka
fram eftirfarandi:
Útlán útibúsins á Akureyri til
Brynjólfs Brynjólfssonar hafa
frá byrjun farið fram án sam-
þykkis bankastjórnar aðalbank-
ans í Reykjavík og án samráðs
við hana. Og allt frá haustinu
1961, er skuld hans var komin
í 1,4 m. kr., hafa lánveitingar til
Brynjólfs farið fram gegn munn
legum og skriflegum fyrirmæl-
um frá aðalbankanum. Þannig
var þegar haustið 1961 af hálfu
bankastjórnar aðalbankans
„lögð áherzla á að fá skuldina
lækkaða.“ Útibússtjórinn hefir
þrívegis fengið skrifleg fyrir-
mæli um að lækka skuldir
Brynjólfs við útibúið. Auk þess
var lagt fyrir hann að taka full-
nægjandi veð fyrir þeim, þótt
útibússtjórinn teldi þær tryggð-
ar á annan hátt. Um þessa af-
stöðu bankastjórnar aðalbank-
ans liggja fyrir skrifleg gögn
hjá bankaráðinu.
Reykjavík, 23. maí 1964.
Bankaráð Útvegsbanka Islands.
ATII. Yfirlýsing bankaráðsins
barst ritstjóra Dags, þegar hann
var á förum úr bænum til
nokkurra daga dvalar erlendis
og mælti hann svo fyrir, að hún
yrði birt í blaðinu í dag. Mál
það, sem hér er um að ræða,
verður nánar rætt síðar.
Yfirlýsing frá Jónasi
G. Rafnar, alþm.
FRÁ Jónasi G. Rafnar alþm.
hefir blaðinu borist eftirfarandi:
„ÓSANNINDUM ANDMÆLT
I blaðinu „Degi“ 20. þ. m.,
er grein eftir ritstjórann, Erling
Davíðsson, þar sem hann full-
yrðir, að ég hafi stuðlað að lán-
veitingum Útvegsbankans á Ak-
ureyri til Brynjólfs Brynjólfs-
sonar, veitingamanns.
I tilefni af þessu vil ég taka
fram, að ég hefi .aldrei mælzt
til þess við Júlíus Jónsson, úti-
bússtjóra, eða aðra ráðamenn
Útvegsbankans, að bankinn lán-
aði veitingamanninum, enda við
skipti hans verið mér óviðkom-
andi.
Ritstjórinn hyggst finna stoð
fyrir þessari hugarsmíð sinni
með því að benda á, að ég hafi
átt hlut í Félagsgarði h.f., sem
leigði Br. Br. Ég var á sínum
tíma einn af sjö stofnendum
Félagsgarðs, en seldi eignarhlut
minn í félaginu árið 1959. Rekst
ur Br. Br. í húseign félagsins
mun hafa byrjað á árinu 1960.
Að ég hafi átt einhverra persónu
legra hagsmuna að gæta í sam-
bandi við leigu Br. Br. á hús-
eign félagsins er hrein fjar-
stæða, sem ritstjórinn gæti hæg-
lega fengið staðfest ef hann vildi
hafa fyrir því að leita upplýs-
inga hjá eigendum Félagsgarðs,
sem hann þekkir mjög vel.
Gjaldþrot Br. Br. er rauna-
saga. Að rifja hana upp, eins
og Erlingur Davíðsson gerir,
þjónar ekki öðrum tilgangi en
að koma illu til leiðar.
Reykjavík, 23. maí, 1964 I
Jónas G. Rafnar.“
•—o—
ATH. Framanskráð yfirlýsing
barst blaðinu eftir að ritstjórinn
var farinn úr bænum. Blaðið
náði sambandi við hann í síma
og kvað hann rétt að birta yfir-
lýsinguna nú þegar enda þótt
sumar hugleiðingar höf. ættu
ekki heima í slíkri yfirlýsingu.
í samræmi við nefnt símtal vill
blaðið á þessu stigi aðeins segja
þetta: Gjaldþrot Br. Br. og af-
leiðingar þess hafa verið og eru
mjög umrætt mál hér í bænum
og víðar og því hlálegt að tala
um, að Dagur hafi orðið til þess
að „rifja upp“ þá „raunasögu.“
J. R. er varla dómbær um það,
að skrif Dags um þetta mál
„þjóni ekki öðrum tilgangi en
að koma illu til leiðar.“ f þess-
um málum hafði „illt“ þegar
skeð (gjaldþrotið o. fl.) áð-
ur en á þau var minnst opinber-
lega. Að öðru leyti mun ritstjóri
Dags athuga þessa yfirlýsingu
nánar síðar. □
LEIÐRÉTTING. í afmælisgrein
um Guðmund Guðlaugsson í
, Degi 23.- maí er prentvilla,
sem hérmeð leiðréttist. — í
greininni átti að standa:
Bræður Guðmundar eru þeir
Kristján, þjóðkunnur athafna-
maður, og Jónas heitinn Guð-
laugsson skáld. /
— Ég get fylgzt með í öllu, sem þú tekur þér fyrir, hvort þú borðar
mikið eða lítið, hvort þú liggur og smádottar oft. — Já, ég sé, að þú
ert alveg hissa. —Hm.
— Já! Það liggur við, að hann sé stuttur í spuna.
— Ég er semsé spánný sameiginleg vinnukona og hjúkrunarkona
hérna á bænum. Vona að þú verðir ánægður með mig?
— Er þetta alvara þín, Sigríður? Það er kuldi í röddinni. En Sig-
ríður greinir dulinn undirtón.
— Já, mér er þetta full alvara! Brosið hverfur af vörum hennar.
Henni tekst víst ekki að dylja sig með glettni og gamanyrðum. Hun
sér glöggt allan raunveruleikann. Hún sér hitaroðann spretta upp
og hverfa á víxl í kinnum hans, og enni hans verða vott og gljáandi.
En nú verður hún að segja eitthvað meira. Hún verður að brosa, já,
því annars fer hún að gráta.
Lárus strýkur hendi um enni sér og hárið.
— Hversvegna hefirðu fundið upp á þessu? Hann horfir beint
í augu henni. Hann krefst svars. Hún þykist sjá, hvers virði það
svar muni vera honum.
— Viljirðu endilega vita það, þá orkaði ég ekki lengur að vera
í borginni.
— Ég trúi þér ekki! Hversvegna ættirðu að hafa skipt svona
skyndilega um skoðanir þínar á borginni? Sagðirðu ekki einu sinni
eitthvað í þá áttina, að þú hefðir snúið baki við sveitinni fyrir fullt
og allt?
Sigríður leit framhjá honum út um gluggann, út á hvítt haglendið.
— Maður segir nú svo margt, sem hann sjálfur trúir á og treystir
í svipinn, en seinna —
— Sigríður?
Hún snýr sér snöggt að honum og horfist í augu við hann.
— Segðu mér, hversvegna þú ert komin einmitt hingað til okkar?
Hún stendur upp og styður höndum á rúmgaflinn.
— Sökum þess að ég vil búa mig dálítið undir það, sem ég ætla
að leggja fyrir mig seinna. Ég hefi sótt um upptöku í hjúkrunar-
skóla. Og ég vona að geti byrjað í Rauðakross-deild fyrir norðan
núna í haust. Hún reynir að ná augum hans. En nú lítur hann undan
og framhjá henni, af ásetningi að hún heldur.
— Jæja, segir hann aðeins. Þreytuleg rödd hans smýgur í gegnum
hana. Og nú finnst henni allt vonlaust og fávíslegt, allar hennar
fyrirætlanir, og að vista sig hérna! Og geti hún ekki sannfært Lárus
— já, hvað þá? Hún getur ekki leikið á Lárus og blekkt hann. Hann
myndi brátt greina tilfinnirigar hennar, hverjar og hvernig þær eru.
En fyrst henni sjálfri er ekki ljóst um tilfinningar sínar, hvernig getur
hún þá framkvæmt það, sem hún hefir ætlað sér? Hvernig megnar
hún þá að hjálpa Lárusi, vekja lífsþrána hjá honum og hleypa í hann
kjarki? Hún sem hafði látið berast með straumi eigin tilfinninga að
hverju því, sem hún taldi henta sér bezt.----------
Reyni hún að vekja hjá Lárusi trúna á lífið, ætti hún þá ekki að
láta kyrrt liggja allt tillit til tilfinninga hans í hennar garð? Hún þarf
aðeins að læra að hafa öll tök á sjálfri sér í fyrstunni. Þá ætti henni
einnig að takast að vita full deili á sínum eigin tilfinningum. Hér
AUÐHILDUR FRÁ VOGI:
GULLNA BORGIN
41
veltur allt á því, að hún sé nægilega sterk til þess starfs, sem hún
hefir tekið að sér, *— að hjálpa öðrum, — að hjálpa Lárusi til að
vinna á sjúkleika sínum, svo að hann geti hafið lifið á ný. Og líf hans,
já, það er hún sjálf. Það hefir hann sagt henni áður. Og hún sér það
enn í augum hans. Þau eru ekki skær aðeins af hita veikindanna.
Þess vegna brosir hún bjart og frjálst við honum og birtir allar sínar
beztu tilfinningar í augum, sem mæta augum hans.
— Nú verðurðu að flýta þér að verða frískur aftur, Lárus! segir
hún loksins og lútir, í áttina til hans. Það hefir verið þögn á milli
þeirra um stund.
— Guð einn veit, hvort ég verð nokkurn tíma frískur aftur! segir
hann með vonleysisþunga á hverju orði.
Hún kappkostar að bæla bros sitt. — Veiztu nú hvað, Lárus! Þú
verður bara að gera svo vel að hafa þig á fætur eins fljótt og þér
er unnt!
•— Það gagnar ekkert, þó maður vilji.
— Jú! Hún brýnir röddina. — Það er gagn í að vilja, Lárus! Það
er ekkert betra hjálparmeðal en góður og einbeittur vilji. Og sé
viljinn nógu sterkur, blessast nær alltaf það, sem honum er beitt að.
Á ég að segja þér, hvað ég ætla að gera, þegar ég hef lokið mér af
nyrðra og er útlærð hjúkrunarkona? Þá sæki ég um starf hérna í
sveitinni. Ekki til að hjúkra þér, því þú átt að vera sama sem full-
frískur, áður..en ég fer héðan, skilurðu! En ég vil vera sú, sem kem
óðar, þegar einhver er lagstur veikur. Og ég vil ekki aðeins hjúkra
þeim sjúku verklega, heldur einnig keppa að því að vekja hjá þeim
trúna á lífið! Og það getur oftast verið bezta meðalið, þegar vonirn-
ar vilja slokkna! Skilurðu hvað ég á við, Lárus? Þú veizt og þekkir
mig nógu vel til að vita, að það sem ég vil, það vil ég!
Lárus hefir legið hreyfingarlaus allan tímann og horft kærulaust
á einhvern blett á veggnum. Svo lítur hann aftur á Sigríði, ófúslega
þó að því er virðist. Hún sér að hann muni enn ekki vera sérlega
sannfærður um það, sem hún hefir verið að segja honum, — ekki
ennþá! En hún vonar heilum huga, að henni takist að sannfæra hann.
Hann skal verða að trúa henni! Hann skal verða frískur! Það skal
ekki verða nauð.synlegt að senda hann á heilsuhæli!
— Nei, nú hefi ég víst þreytt þig alltof mikið, segir hún og gengur
stillt fram að dyrunum.
— Sei-sei-nei, segir hann snöggt. — En ég skil bara ekkert í þér,
átta mig alls ekki á þér!
— Ekki ég heldur, svarar hún snöggt og brosir. Hún þykist sjá
bregða fyrir stöðugu bliki í augum hans, og henni hitnar í kinnum.
Hún tekur í hurðarhúninn..—^ Hafirðu ekkert á móti því, þá kem
ég inn til þín, hvehær sem er í dag og næstu dagana. Hefirðu nokkuð
á móti því?
— Afskaplega mikið! segir hann án þess að brosa. |
Hún lítur í augu hans og liggur við brosi.
— Jaeja, þá kem ég! segir hún og lokar hurðinni stillt á eftir sér.
Hún nemur staðar á stigabrúninni. Henni finnst, að hún sé sam-
tímis bæði máttvana og sterk. Og að hún skuli verða enn sterkari.
Og í rauninni er hún alltof sterk til að sitja við kassaborðið hjá
Rossí og sýsla við tölur og peningaseðla. Það er ekki hennar líf. Og
það getur einhver máttarminni en hún gert allt eins vel. En sjálf
verður hún að fá að reyna sig á einhverju, sem gerir lífið einhvers
virði. Hún er ung og sterk og hraust! Og nú finnur hún í fyrsta sinn,
að likami og sál eru í fyllsta samræmi.
Nú er hún ákveðin í því, að verði þess þörf sökum heilsu Lárusar,
að hún verði hér lengur, en ætlað var í fyrstu, þá verður hún kyrr
hér, þar til hann hefur yfirbugað veikindi sín og getur háfið lífið
að nýju. Síðan getur hún snúið sér að því, sem hún telur muni vera
köllun sína: að verða Rauða-kross systir. Hún veit að heima hjá
foreldrunum er hennar ekki lengur þorf. Nú hefur mamma Maríu
fullþroska til heimilisverkanna, og pabbi hefir vinnumann. Nú er
röðin komin að Marteini að kynna sér borgarlífið. Ef til vill fer hon-
um eins og henni, að honum finnist borgin tómleg og þröng og kæf-
andi, er hann kynnist henni nánar. Hann er barn náttúrunnar og ætti
að elska móðurmoldina eins og Lárus, framar öllu öðru. En þau
systkinin höfðu ekki alizt upp við þess konar ást. Snemma hafði
faðir þeirra kennt þeim, að borgin væri sá staðurinn, sem sækjast
bæri eftir. Þess vegna hefði þessi nagandi borgarþrá og borgarlífs-
ástríða þroskazt með þeim í uppvextinum.
En nú hefir Sigríður lokið sér af í borginni. Ekki sökum þess að
hún elski gróðurmoldina og hverfi þess vegna frá borginni. O-nei,
nei. Það mun eflaust líða nokkur tími enn, þar til henni tekst að þagga
að fullu ýmsar raddir innra með sér. Raddir sem veikja vilja hennar
og festu og varpa enn gullnum töfrabjarma á borgina og borgarlífið.
En hún hlýtur samt að eiga innra með sér eitthvað af hinu gamla
ættarþreki með djúpar rætur aftan úr aldagömlu Stóra-Áss-ættinni.
XIX.
1
Veturinn er að hverfa. Voldug hljómsveit náttúrunnar leikur þrot-
laust daga og nætur og endurtekur beztu þættina í sífellu. Frumstofn
hljómkviðunnar, sem almættið sjálft hefir samið, ómar ljúflega út
um geiminn, kallar á ljósið og vekur allt líf náttúrunnar úr vetrar-
svefni.