Dagur - 10.06.1964, Page 5
4
5
.................r ............................................................-...........................................................................• ----------------------------------------------1
Ferá aþættir ur Færeyjum
Skxiístoíur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Simar 1166 og 1167
Ritstjóri og óbyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
r
A móti
f ólkinu
EIN AF mörgum ráðstefnum um
þessar mundir, var nýlega haldin á
Akureyri á vegum verkalýðsmála-
nefndar Framsóknarflokksins. Hún
var fjölsótt og tókst mjög vel, og þar
er að finna ástæðuna fyrir sársauka
þeim, sem fram kemur í klaufalegri
frásögn Alþýðumannsins hinn 4. þ.
m. af þessum atburði.
Vel er skiljanlegt, að það hafi ver-
ið óskhyggja Alþýðumannsins, að
ráðstefna þessi yrði fámenn, en það
er annað mál. Frá fyrstu tíð verka-
lýðsmálabaráttunnar hér á landi
liafa launin og lengd vinnutímans
verið mjög á oddi í baráttu hennar
og svo mun lengi verða.
Árið 1961 var samið hér á'Akur-
eyri, við verkalýðsfélögin á Norður-
landi, um 10% launahækkun og
skyldu samningarnir gilda til tveggja
ára. Samningar þessir voru óvanalega
skynsamlega gerðir og gildistíminn
gaf stjómarvöldunum einstakt tæki-
færi í hendur. En þau misskildu hlut-
verk sitt og fulltrúar Alþýðuflokks-
ins, ásamt íhaldinu, svöruðu með
síðari gengisfellingunni og sviftu þar
með launþega landsins þessari rétt-
látu launahækkun og lítilsvirtu
samninga til langs tíma. Þróun þess-
ara mála síðan, er öllum kunn. Þann-
ig hefur Alþýðuflokkurinn, með því
að styðja síðari gengisfellinguna og
fleiri hliðstæðar aðgerðir, barizt á
móti því fólki, sem hann telur sig
þó fulltrúa fyrir. í þeirri baráttu er
Alþýðumaðurinn á Akureyri liðtæk-
ur eftir mætti.
Traust launastétta landsins á þess-
um flokki fer að sjálfsögðu þverrandi
með hverju ári, sem líður. Forystu-
menn flokksins hafa Josnað úr tengsl-
um við fólkið sjálft og ánetjast þeirri
afturhaldsstefnu, sem flokksbræður
þeirra í ýmsum nálægum löndum
heyja látlausa baráttu við. Eða halda
menn kannski að enski verkamanna-
flokkurinn heyi sína kosningabar-
áttu með það fyrir augum að falla í
faðm brezka íhaldsins að kosningum
loknum? Nei, slíkt getur hvergi kom-
ið fyrir nema þar, sem hugsjónir og
mestu baráttumálin eru lögð til hlið-
ar íyrir stundarsetu í ríkisstjórn.
Af þessum ástæðum o. fl. leita launa-
stéttir landsins nú trausts hjá Fram-
sóknarflokknuin í hagsmunabaráttu
sinni, meira en nokkru sinni fýrr.
Bragi Sigurjónsson, ritstjóri Al-
þýðumannsins, og félagar hans,
verða að horfast í augu við þá stað-
reynd, hvort sem þeim líkar betur
eða verr. □
í ATLANTSHAFI, miðja vegu
milli íslands og Shetlandseyja,
rísa miklir basaltklettar úr hafi.
Það eru Færeyjar, 18 að tölu
og 17 byggðar. Taldar eru þær
frá tertier-tímabilinu og mynd-
aðar af eldgosum, sem hafa hlað
ið lag á lag ofan, af hinu harða
basalti. Siðan slípaði ísöldin
þessa úthafsbúa. En kolanámur,
sem fundist hafa í Færeyjum,
benda til þess, að ekki væru ís-
ar og eldar einráðir í sögunni,
heldur einnig hlý tímabil —
löngu liðin. Þá uxu suðræn tré
á íslandi og Færeyjum. Veðr-
átta þessa lands er fremur svöl,
svo sem á öðrum eylöndum
norðursins, og Færeyjaþokan er
vel þekkt. Golfstraumurinn leik
ur um Færeyjar og veðrátta á
vetrum svo mild, að snjór liggur
sjaldan lengi. Harðir straumar
liggja um eyjar og sund, svo
harðir, að vélknúnir og traustir
bátar velja hvarvetna leiðir
með hliðsjón af þeim. En Fær-
eyjar eru annað og meira en ís-
og brimnúin klettasker í At-
lantshafi, vafðar þokum og lamd
ar stormum, því þær eru grónar
og grösugar, jafnvel upp á
fjallatoppa. Við sund og voga
eru víða hinar beztu hafnir og
vaxandi fiskigengd er nú á ná-
lægum fiskimiðum, eftir út-
færslu landhelginnar.
í sumarsól eru Færeyjar
stórbrotnar og fagrar, með him-
inháum sjávarhömrum, fullum
af fugli, bröttum og grösugum
hliðum, vogskornum ströndum,
og vel hýstum byggðum.
Þegar Sveinn Sæmundsson
blaðafulltrúi Flugfélags íslands
bauð mér til Færeyja, var því
boði tekið með fögnuði og er
ferðinni nú lokið. Hún var að
vísu lengri en til vina okkar í
Færeyjum og ekki ber að van-
meta unaðslega ferð um hálendi
Skotlands, en að leiðarlokum
eru Færeyingarnir og landið
þeirra mér efst í huga.
Við vorum átta saman í för
þessari, í boði Ff, og voru þeir
þessir, auk Sveins Sæmundsson-
ar, sem var fararstjóri: Stefán
Jónsson fréttamaður ríkisút-
varpsins, ívar Jónsson frá Þjóð
viljanum, Jóhann Þorvaldsson
frá Einherja, Pétur Gautur frá
Siglfirðingi, Benedikt Sigurðs-
son frá Mjölni, Friðrik Stefáns-
son frá Neista og undirritaður
frá Degi.
Lágt var af stað frá Reykja-
vík 26. maí, og komið á flugvöll-
inn á Vágar eða Vogum eftir
rúmlega þriggja tíma flug, um
hádegisbil. Sól skein í heiði, og
sögðu heimamenn okkur, að
þessi dagur væri sá fegursti á
sumrinu. Loftið var tært svo að
brött, algróin fjöll í sjó fram og
blátærir vogar og víkur nutu
sín vel.Og yfir hvað haldið þið
að Douglasinn okkar hafi rennt
sér, nema myndarlegt vatn og
foss í aðfluginu, og þó átti slíkt
ekki að fyrirfinnast í því ágæta,
landi, eða svo hafði mér verið
sagt.
Yfirflugstjórinn á leiðinni til
Færeyja var Karl Schlöth og
flugfreyja Kristín Árnadóttir.
Æðri máttarvöld höguðu veðri
á þann veg, að einhverjum datt
í hug sagan af henni Brunku,
sem eigandinn þeysti á með
kaffibolla fyrir aftan sig á lend-
inni á því ágæta hrossi og helt-
ist ekki kaffið úr bollanum eða
kólnaði á hinni miklu reið. —
Svo fim var sú brúna og fljót
í ferðum. Okkar kaffi höfðum
vrð á hnjánum.
Flugvöllurinn í Vogum er
ekki fyrir stærri vélar, en brátt
mun þörfin knýja á úrbætur,
því eftir að Flugfélag íslands
hóf áætlunarflug um Færeyjar
hefur það komið í Ijós að þörfin
er mikil og flugþjónustan á þess
um slóðum mjög mikilvæg, ekki
aðeins Færeyingum, heldur
einnig fjölda annarra manna.
Flugstöðin er hin viðkunnanleg-
asta og afgreiðslan góð.
Allmargt manna hafði safnast
saman vegna komu flugvélarinn
ar, farþegar og aðrir. Hin nýja
samgönguleið, sem Fí opnaði
Færeyingum með hinum föstu
áætlunarferðum, verður fjölfar-
in og markar þáttaskil í sam-
göngum Færeyja.
Hár maður og dökkeygur,
Hugo að nafni, trúnaðarmaður
Fí þar í landi, tók að sér alla
fyrirgreiðslu á meðan dvalið var
í Færeyjum. Hann er prúður
maður og traustur og fylgdi
okkur meðan dvalið var í landi
hans.
Með núverandi samgöngum
eru Færeyjar viðkomustaður í
flugleiðum milli nokkurra landa
svo margir stíga þar á land og
sjá svipmót landsins. Færeyjar
eru að opnast umheiminum á
annan hátt en fyrr.
Áður en löng stund var liðin
hóf flugvélin okkar sig til flugs
á ný, en við ferðafélagarnir
stigum upp í bíla og ókum af
stað, áleiðis til höfuðstaðarins,
Þórshafnar. Þangað liggur
hvorki beinn né breiður vegur,
en hann var þó malbikaður og
kemur mörgum íslendingum
það á óvart.
skilja við opin moldarflög, þar
sem jarðrask hefur farið fram.
Jafnvel mógrafirnar verður að
skilja við eftir settum reglum,
og eru reglurnar miðaðar við
gróðurinn.
Ekki eru skógarlönd í Fær-
eyjum frá síðari öldum en tré og
runnar þrífast vel í húsagörð-
um. Hins vegar teygir lággróð-
ur sig upp á fjallatoppa. Fær-
eyjar eru fjalllendi. Fjöllin eru
að vísu ekki mjög há, og vina-
leg eru þau vegna græna litar-
ins. Undirlendi er nálega ekk-
ert, á þeim leiðum, um Voga
og Straumey og Austurey,
sem við fórum. Fjallshlíðarnar
eru aðeins mismunandi brattar
alveg niður að sjó. Ég sá aðeins
tvo staði þar sem mér sýndist
viðlit að vinna með dráttarvél.
En byggðin við víkur og voga,
sem eru óteljandi, sýnir velmeg
un og sums staðar mikla smekk-
vísi. Kassa- og skúrþakastíllinn
hefur ekki numið land, og æp-
andi litir spilla ekki heildarsvip
byggðanna.
Áður en löng stund var Iiðin
ókum við í gegn um Miðvág og
síðan Sandavág. Þetta eru snot-
ur nágrannaþorp. Barnaskólinn
stendur þar mitt á milli og mætt
um við fjölda léttklæddra barna
á veginum. Skólinn er fyrir
bæði þorpin, og er til fyrirmynd
ar undir stjórn Sigurðar Peter-
sen, sem einnig er forystumað-
ur íþróttamála í Vogey.. Enn
var ekið, og allt norður að Fúta
kletti eða Fógetakletti. Þar kom
póstbáturinn Helgi öslandi og
lagðist snarlega upp að klettin-
um. Það var sjáanlega ekki
fyrsta ferðin.
Helgi skreið nú með okkur út
á Vestmannasund, sem skilur
Voga og Straumey. Gott var í
sjóinn og enn glampandi sól. En
miklir eru straumarnir í sund-
unum milli eyjanna. Var það
straumvatni líkast. Brátt sáum
við háspennulínur yfir fjörðinn
og þótti okkur ekki stutt milli
staura þar. Á vinstri hönd unnu
stórvirkar grjótvélar að vega-
gerð o. fl. Þarna á næsta sumar
að koma bílaferja yfir til Vest-
mannahafnar á Síraumey.
Vestmannahöfn er myndar-
legt kauptún við fjarðarbotn.
Þar eru þrjár rafmagnsstöðvar.
Á hálendinu upp af firðinum er
vatni safnað saman á stóru
svæði, síðan leitt ■ í gegnum ■
fjallið, rétt ofan við kauptúnið,
sett þar í fyrnamikil rör, sem
liggja niður bratta hlíðina inn í
vatnsvélarnar í stöðvarhúsinu í
kauptúninu. — Rafmagnsfram-
leiðslan á þessum stað nægir
um það bil 60 af hundraði íbú- ■
anna, en þeir eru um 35 þúsund
talsins í Færeyjum. Aðalstöðin
kostaði 27 millj. færeyskra kr.,
og sést af því, hve átakið hefur
verið mikið við þessa rafvæð-
ingu.
Frá Vestmannahöfn var ekið
upp á fjall og liggur hinn mjói
og malbikaði vegur mjög tæpt
utan í fjallsbrúninni, þar til
Hún ekur stórum grjótflutninga
bíl við vegagerð. (Ljósm.: E. D.)
En það er fleira í sambandi
við vegina, sem kemur íslend-
ingum einkennilega fyrir sjónir
svo sem það hvað vegakantar
eru snyrtilegir og grónir, og að
jarðvegssár utan vegar vegna
jarðrasks við vegagerðina sjálfa
eru klædd grasþökum um leið
og vegurinn er gerður. íslend-
ingar gætu nokkuð af þessu
lært. Færeyingum er annt um
gróðurinn, svo sem vera ber.
Þar liggja sektir við því, að
Aldraður Færeyingur á morg-
ungöngu. — (Ljósmynd: E. D.)
upp kemur á hálendið. Þaðan
er útsýni mikið og fagurt, niður
yfir firði og víkur með kunnug-
legum nöfnum. Má þar nefna
Kollafjörð og Kaldbaksfjörð.
Upp af Kollafirði er vegagerð
mikil. Þar er breiður og góður
vegur í byggingu. Við létum
bílana okkar kasta mæðinni um
stund og höfðum tal af vega-
vinnumönnum. Ung og hraust-
leg stúlka sat undir stýri mikils
grjótflutningabíls og sýndist
una hag sínum vel við þá at-
vinnu. Færeyskar stúlkur verða
að vinna mörg karlmannsverk
vegna sjósóknar karlmanna. —
Upp af Kaldbaksfirði er Loran-
stöð, sem Danir sjá um, en
NATO setti upp á sínum tíma.
Kl. hálf fimm komum við nið-
ur til Þórshafnar. Til hægri
handar við veginn, rétt um það
bil, sem höfuðstaðurinn blasir
við ferðafólki á þessari leið,
minna þrír sprengjugígir með
fárra metra millibili og í beinni
röð, á síðari heimsstyrjöld.
Sprengjunum þeim var ætlað að
hæfa höfuðstaðinn. Á leið okkar
sáum við búpening á beit, bæði
sauðfé, kýr og hesta.
f Færeyjum er 60—70 þúsund-
ir af fullorðnu fé, en 110—120
þúsundir á fjalli. Ærnar ganga
að mestu úti og er í raun og
veru villifé. Það er háfættara
en íslenzkt fé, hlaupalegt og
með mikinn brúsk í enni. Lítið
er um tvílembur, enda enginn
Halldór Pálsson kennt þeim há-
marksafurðastefnu og húseldi.
En náttúran sjálf, sem lika er
kennari og stundum harður,
hefur lagað sauðféð eftir land-
inu og veðráttunni. Ærnar bera
í apríl og dilkarnir eru nokkru
vænni en hér á landi, enda mán
uði eldri er þeim er lógað.
Fógetakletturinn, þar sem Helgi lagðist að til að taka okkur.
Ljósmynd: E. D.)
Mig langar ekki til að sleppa henni alveg. Mér var farið að þykja
vænt um hana þennan stutta tíma, sem ég hefi verið eigandi hennar.
Þetta hefir orðið eins og hluti af sjálfum mér, þar sem allt, hver
smáhlutur, hefir verið gerður, eða skapaður, eftir mínu höfði. Eg
beitti allri sköpunargáfu minni, er ég ákvað, hvernig hver einstakur
hlutur skyldi vera. Og Stofnunin hefir stuðlað að því og styrkt mig
í baráttunni gegn minnimáttarkenndinni, bæði í æsku, og síðan hér
í borginni!
— Ég segi yður allt þetta, ungfrú Falk, til þess að yður verði
ljóst, hvers virði Stofnunin hefir verið mér persónulega. Og er ég
nú fer aftur til Ameríku, er það fyrst og fremst Stofnunin, sem mér
er umhugað um. Og auk þess mun ég sakna yðar og Haralds og frú
Gilde.
En eigandi Te-hússins? flýgur Iðunni í hug. Hefir hann í rauninni
ekki verið nánasti umgengnisvinur Rossís síðastliðið ár? — En hún
segir samt ekkert.
— Þegar ég fer nú burt frá ykkur, sem ég tel meðal vina minna,
þá er erfiðast að skilja við Stofnunina. Hún er eins og kær vinur, og
vinur sem aldrei bregst né svíkur.
— En hvers vegna farið þér þá burt, Rossí? hrýtur Iðunni af vör-
um.
Hann lítur undan augnaráði hennar.
Ég hefi engan frið til kyrrsetu langa hríð. Get ekki ílenzt hér!
Já, það er kannski líka ástæða, hugsar Iðunn. En samt er það
engin fullkomin ástæða til að afsala sér glæislegustu Stofnun borg-
arinnar, sem auk þess er mjög arðvænleg. En Rossí vill ekki skýra
neitt frekar, hvers vegna hann raunverulega fer á brott. Það skilst
henni. Hann hefir á sér þetta dulræna yfirbragð, sem vísar öllum
spurningum á bug. Eftir stutta þögn horfir hann beint framan í Ið-
unni.
— Ég hafði þá fyrst hugsað mér að spyrja yður, hvort þér væruð
ekki fáanleg til að taka að yður að stjórna Stofnuninni fyrir mig
í mínu nafni.
— En góði Rossí, ég —? Iðunn verður að horfa rækilega á Rossí
núna og virða hann fyrir sér með athygli.
— En svo minntist ég þess, að þér eruð víst ekki neitt sérlega
rótgróin hér í borginni. — Og hér vestra yfirleitt. — Og einn góðan
veðurdag kynni yður að langa til að flytja til annars staðar. Þess-
vegna hefir mér dottið í hug ungfrú Sand síðustu dagana. Björg Sand,
sem fór svo skyndilega frá Stofnuninni. Ég hefi ekki gleymt því,
hve erfitt það var fyrir hana. Þetta var svó prýðileg og ágæt stúlka.
Hún var svo hreinskilin og áreiðanleg, þakklát fyrir hvert smáatriði
sem fyrir hana var gert. Og ég man að hún hafði svo skemmtileg
tök á viðskipta-aðilunum. Hún gat jafnvel komið allra skapstirð-
ustu konunum til að brosa. Það er mikils virði að hafa slíka stúlku
að starfi!
Ég er yður sammála, algerlega sammála, segir Iðunn hlýlega. Ég
kynntist Björgu einmitt þannig! En haldið þér, að hún orki að stjóma
Stofnuninni eftir yður? Hún er svo ung, eins og þér vitið. En ég held
hún sé nægilega sterk til að framkvæma það, sem henni er falið.
AUÐHILDUR FRÁ VOGI:
GULLNA BORGIN
45
Skerpikjötið, sem er vind-
þurrkað kindakjöt, er nokkurs
konar þjóðarréttur Færeyinga,
mjög ljúffengur. Fyrrum var
nær allt kjötið verkað á þann
veg í Færeyjum, en nú er það
einnig fryst. Færeyingar kaupa
mikið af íslenzdru dilkakjöti.
Færeyingar framleiða ekki
nægilega mjólk fyrir sig. Kúabú
svo sem hér er kallað, eru fá.
Aðeins í Þói-shöfn er mjólkur-
vinnslustöð og er mjólk þar
gerilsneydd. Mjög víða í byggð-
unum er aðeins ein kýr á bæ,
enda erfitt að rækta og tún
furðulega smá, grýtt og brött,
eins og fyrr segir. Fram að
þessu hefur vöntun á ræktar-
landi hamlað því, að Fær-
eyingar væru sjálfum sér nógir
með mjólk. Öðru máli gegnir
með sauðféð, sem gengur sjálf-
ala. En strangar reglur gilda
um fjölda sauðfjárins. Þar hefur
ítala verið í heiðri hörð, svo
Iengi sem sögur herma og er
enn, skv. ,Seyðabrævir‘ frá 1298.
Ferðamenn sjá allmarga hesta
og flestir eru þeir bleikir eða
bleikálóttir, afkomendur norska
Fjarðahestsins og þess færeyska
og eru þeir svipaðir íslenzkum
hestum í útliti. — Brúnir
hestar eru líka til og taldir til
þess gamla stofns, sem lengi hef
ur þar verið. Einhverntíma voru
íslenzkir hestar fluttir til eyj-
anna. En hvort þeir hafa bland-
ast þeim færeysku, skal ósagt
látið.
Þótt snöggvast væri staðar
numið á hæðinni ofan við Þórs-
höfn, gafst þar ekki langur
— Það er þetta, sem ég hefi verið að hugsa um, hvort ég eigi að
áræða að fela ungfrú Sand að stjórna Stofnuninni að öllu leyti. Mig
langar til þess af fleiri ástæðum: Fyrst og fremst fá borgarbúar þá
ríkulegt umræðuefni löngu eftir að ég er farinn. Þa munu þeir ásaka
mig fyrir að fela ungri stúlku og óreyndri stjórn stærstu Stofnunar
borgarinnar. Svo verður einnig spjallað um, hversvegna ég háfi ein-
mitt falið ungfrú Sand þetta. Það atriði mun eflaust valda öllum
kvennaklúbbunum óhemju heilabrotum! — Já, þér megið trúa mér,
ungfrú Falk. Ég þekki þetta fólk svo vel, þrátt fyrir það^ þótt ég
hafi lítið umgengist okkar góðu borgarbúa að þessu sinni. Ég þekki
þá samt. Margir þeirra þjást illa af veikinni þeirri, sem nefnist for-
vitni og öfund. Og ég segi yður satt, að hin síðarnefnda hefir ágæt
gróðurskilyrði hér í borginni. Ég hygg að meira megi læra um ná-
ungann við að þegja og hlusta, heldur en að spjalla og spyrja.
— Nú þykir yður víst ég vera dómharður um of og óréttlátur,
segir Rossí að lokum og lítur framan í Iðunni.
•— Nei, að minni hyggju er þetta meira en rétt hjá yður, svarar
Iðunn ákveðin. Henni virðist allt í einu, sem hún sjái hér annan
Rossí og nýjan. Ekkn kærulítinn og veiklyndann Rossí, heudur Rossí,
sem er orðinn sterkari en áður, sem sér og heyrir meira umhverfis
sig, en áður var haldið við lauslega kynningu.
— Jæja, ungrfú Falk, hélt Rossí áfram spjalli sínu. Eins og þér
vitið hafði ungfrú Sand ekki alveg lokið námi sinu. En nú gæti hún
lokið því. Og á meðan vildi ég spyrja yður, hvort þér gætuð tekið
að yður ---------
Iðunn gripur snöggt fram í fyrir honum. Hún finnur hitabylgju
fara um sig. Hversvegna? Það veit hún ekki. En öll innri verund
hennar andmælir því fastlega að verða hér eftir i Stofnuninni, þegar
Rossí er Jarinn. Hversvegna? Hún er ekkert háð Rossí. Nei, það er
allt annað. Ægilega ásækinn ferðahugurinn hefir magnast mjög við
ummæli Rossís. Það er allt og sumt. Iðunn veltir þessu fyrir sér
um hrið.
— Nei, segir hún loksins. — Þér megið ekki spyrja mig um þetta.
Ég get ekki tekið það að mér! Rödd hennar er hálfhás af bældum
spenningi.
— Þér getið það ekki? Rossí lítur einkennilega á hana.
— Vitið þér að Haraldur ætlar að fara til Italíu aftur? spyr hann
allt í einu.
— Já. Hún er stutt í spuna.
tími til hugleiðinga og ókum
við inn í kaupstaðinn, sem er á
stærð við Akureyri. Tvennt
einkennir þar umferðina: Þröng
ar götur og hraður akstur. Litir
húsanna eru mildir, byggðin að
nokkru skeifulaga umhverfis
hina mjög hreinlegu og stóru
höfn. Trillurnar skifta þúsund-
um í Færeyjum, og í Þórshöfn
eru margar, og að sumu leyti
líkari sportbátum en fiskibátum.
Þær þjóna báðum hlutverkum
og nær allar eru þær framúr-
skarandi vel hirtar og með sínu
lagi eru þær, fara vel í straum-
þungum sjó og hafa kraftmiklar
vélar.
Nú eru á þriðja þúsund Fær-
eyingar við fiskiveiðar á Græn-
landsmiðum og margir voru á
vertíð hér við land í vetur. Fær-
eyingar eru fyrst og fremst sjó-
menn. Nær allir fullorðnir karl-
menn eru — eða hafa verið sjó-
menn — þrátt fyrir vaxandi
verkaskiptingu í stærri bæjun-
um. í byggðum og minni bæj-
um er búskapurinn stundaður
með sjósókninni og annast kon-
ur hann að mestu. Við hittum
marga Færeyinga, bæði í hópi
bílstjóra, iðnaðafmanna, verzl-
unarmanna, blaðamanna og em-
bættismanna, sem hafa starfað
lengur eða skemur á íslandi.
Þeir, og aðrir, tóku okkur með
hinni mestu vinsemd og greiddu
götu okkar svo sem bezt mátti
verða.
I næstu grein verður sagt frá
heimsókn til lögmannsins, stál-
skipasmíðastöðvarinnar á Skál-
um og sitthvað fleira. E. D. ..
Frú Gilde nefndi þaS fyrir nokkru, að skeð gæti, að þér
líka
— Hvað? Það dregur niður í Iðunni.
— Já, að þér færuð kannski líka.
Iðunn reyndi að víkja undan galopnum ljósbrúnum augum Rossís.
— Nei, segir hún. — Það veit frú Gilde ekkert um! Hún finnur
bylgjutitring fara um sig og hitafiðring í kinnum. Hvaða skollans
gremjukast er nú þetta? Grunar Rossí kannski eitthvað? Hvað eru
þau annars að ímynda sér? Allt, en ekki það rétta! Jafnvel Haraldur
veit ekki með vissu, hversvegna hún færi, þótt úr því yrði.
— Fyrirgefðu að ég var að grennslast eftir þessu! segir Rossí
lágt. Ég vona bara, að þér viljið biðja ungfrú Sand að koma hingað.
Iðunn er gröm sjálfri sér. Hvað skyldi Rossí halda um að gremjast
svona saklausri spurningu? Hún reynir að eyða þessu með brosi.
— Já, segir hún hressilega. — Ég skal skrifa ungfrú Sand þegar
í kvöld.
— Má ég bjóða yður líkörglas? Rossí stendur upp og lítur á hana.
— Þakka yður fyrir, segir hún. En ég þarf að skrifa nokkur bréf
í kvöld, svo ég verð víst að snúa mér að því. Þakka yður fyrir til
næst!
— Eins og yður lízt, segir hann og opnar hurðina fyrir henni. —•
En það get ég sagt yður, ungfrú Falk. Mér er miklu léttara fyrir
brjósti eftir að hafa talað við yður um allt þetta. Þér vitið að ég
hef ekki marga að tala við um þess háttar, fáa sem ég get treyst.
Ég treysti aðeins yðúr og Haraldi, þegar til kastanna kemur!
— Þakka yður fyrir það, segir hún brosandi og gengur hratt
yfir í herbergi sitt. Óg þar taka hugsanir hennar á rás í sjóðandi
hringiðu að vanda!
Rossí aftur til Ameríku! Hvað veldur þessari skyndiákvörðun
hans? Enginn annar én Rossí gæti fengið svona fáránlegar hugdett-
ur! Koma fyrst aftur til Noregs og hingað í borgina, setja hér upp
glæsilega Fegrunarstofnun, starfrækja hana í nokkur ár með miklum
árangri, og hverfa svo burt aftur án nokkurra raunverulegra ástæðna.
Aðeins vegna friðvana ferðahugs og óróleika! Getur það eitt verið
ástæðan? Eða er eitthvað annað undir niðri? Eitthvað sem sviptir
hann kjarki og starfsvilja?
Iðunn vill ekki telja sér trú um neitt sérstakt. I raun og veru er
Rossí henni ókunnugur, þrátt fyrir að henni finnst, að nú ætti hún
þó að vera farin að þekkja Villa Rossí sæmilega vel.-----------
En nú ætlaði hún að skrifa bréf. Fyrst til Bjargar!
„ Hvernig skyldi nú Björgu lítast á þetta? Gæti þetta aðeins hresst
hana og hleypt í hana kjarki og vakið hjá henni á ný trú á lífið!
Ef til vill er hún enn verr farin en áður. Og veturinn nýliðni og
fyrstu vordagarnir hafa ekki verið skemmtilegir fyrir Björgu!
Iðunn minnist síðasta bréfsins frá Björgu. Hún tekur það fram.
Sums staða heíir blekið flotið út og myndað bletti á örkina, senni-
lega hafa þung tár fallið niður á örkina, meðan Björg var að skrifa
bréfið. Iðunn verður að lesa þetta bréf upp aftur, áður en hún fer
að skrifa Björgu: ,
Framhald. j