Dagur - 13.06.1964, Page 1

Dagur - 13.06.1964, Page 1
Dagur Símar: 1167 (afgreiðsla) 1166 (ritstjóri) Dglvík 12. júní. í gær og dag hafa eftirtaldir Dalvíkurbátar lagt upp síldarafla á Eyjafjarð- arhöfnum: Bjarmi 450 mál, Bjarmi II. 1400, Baldur 6—700, Baldvin Þorvaldsson G00, Loft- ur Baldvinsson 1000 og Björg- úlfur 1100 mál. S. H. FLUGBRAUTIN VIÐ REYNIHLÍÐ LENGD Reynihlíð 12. júní. Hér hefur vérið köld og þurr tíð að und- anförnu. Hefur hitinn komizt niður í frostmark á nóttunni og hefur birkilauf t. d. látið á sjá. Gróðri fer lítið fram og túna- slóttur mu ekki hefjast að svo stöddu. Ferðamannástraumur er mik- ill og eru útlendingar í stórum hluta. Unnið er að lengingu flug- brautarinnar. Hún var áður 300 metrar að lengd, en nú verður hún um 600 metrar. Verður þetta því mikil samgöngubót. Stefán Helgason bóndr- í - Haganesi varð 80 ára 31. maí s. l. Stefán er fæddur að Haganesi og hefur átt þar héima alla tíð. Hann er gleðimaður mikill og ágætlega vinsæll, hefur tekið virkan þátt í félagsmálum, var m. a. starfandi bæði í kirkju- og karlakórum sveitarinnar um fjölda ára. Stefán er kvæntur Áslaugu Sigurðardóttur frá Arnarvatni og verður hún einn- ið áttræð á þessu ári. P. J. Nýtt stórhýsi, Byggingavöru- og Véladeild KEA brann í gær. Reynt var að verja syðsta hlutann er síðast fréttist. (Ljósm.: E. D.) Margþætt hálíðahöld á Ákureyri á í tilefni af 17. juní og 20 ára afmæli lýðveldisins NEFND SÚ á Akureyri, sem við 17. júní er kennd og skipuð er þrem mönnum frá Akureyr- arbæ og tveim frá fþróttabanda laginu, kallaði fyrir skömmu blaðamenn á sinn fund, til að veita upplýsingar um hátíða- höldin á miðvikudag. Nefndar- formaður er Hermann Sigtryggs son og með honum eru Ingólf- ur Kristinsson (í forföllum Odds Kristjánssonar), Gunn- Húnvelningar selja hross úr landi Blönduósi 12. júní. Þurrkar eru of miklir og sprettur því minna en ella myndi. Þó má segja, að sprettuútlit sé gott, miðað við það, hve enn er skammt liðið af sumri. Sauðburðurinn gekk óvenju vel og affallalítið hjá bændum. KEISARASKURÐUR sem heppnaðist vel A LAUFÁSI í Kelduhverfi varð sá atburður í vor, að „keisaraskurður" var af heimafólki gerður á gamalli á, sem ekki gat borið lambi sínu og var ánni bjargað. Það var Kári Þórarinsson, sem aðgerðina framkvæmdi og notaði bann lyf til svæf- ingar og sótthreinsunar. Var lambið dautt fyrir mörgum dögum og snúið upp á legið. Þegar Blcikja gamla, en svo heitir ærin, scm er 9 vetra, „vaknaði,“ hafði hún lyst á góðri tuggu og nú er ln'in fyr- ir nokkru komin á fjall, vel gróin sára sinna og hin sprækasta. □ Nú er á döfinni útflutningur 60 hrossa, 4—7 vetra. Öll þurfa hrossin að vera bandvön og meðfærileg en ekki tamin að öðru leyti. Verð til bænda er um 8000 krónur fyrir hrossið og þykir það allgott verð. SÍS ann- ast kaup og sölu hrossanna og fara þau til Sviss og Þýzkalands með skipi. Kjördæmisþing Norðurlands- kjördæmis vestra hefst á sunnu- daginn og verður að Stóru-Ökr- um í Skagafirði að þessu sinni. Formaður kjördæmissambands Framsóknarmanna í kjördæm- inu er Guðmundur Jónasson, bóndi á Ási. Laxinn er byrjaður að ganga í Blöndu og hefur dálítið veiðst. Nú á hann að renna upp hinn nýja laxastiga án mikillar fyrir- hafnar og ganga snemma í Svartá — eða þess munu bænd- ur þar fremra óska. Iiinsvegar vilja aðrir að laxinn hafi örlitla viðdvöl hér niðurfrá til að veiði mönnum gefist sæmileg tæki- færi til veiðanna: Ó. S. laugur Búi Sveinsson, allir til- nefndir af bæjarstjórn, Jón P. Hallgrímsson og Jónas Jónsson, kosnir af ÍBA. Dagskráin er í sem fæstum orðum á þessa leið: Blómabíll, ásamt hornablásur um fer um bæinn árdegis. Eefir hádegi kl. 1,20 leikur Lúðrasveitin undir stjórn Jak- obs Tryggvasonar á Ráðhús- torgi. Bæjarstjórinn, Magnús E. Guðjónsson, setur hátíðina, en séra Pétur Sigurgeirsson flytur hátíðaguðsþjónustu með aðstoð kirkjukórs og lúðrasveitar. Há- tíðaljóð Helga Valtýssonar verða flutt. Ávarp Fjallkonunn- ar flytur Kristjana Halldórs- dóttir. — Skátar stjórna skrúð- göngu frá Ráðhústorgi út á íþróttavöll, en í fararbroddi fer Lúðrasveitin og leikur göngu- lög. — Lýðveldisræðuna flytur Ingvar Gíslason alþingismaður og minni Jóns Sigurðssonar flyt ur Jóhann Heiðar Jóhannsson nýstúdent frá Siglufirði. Geys- ir syngur undir stjórn Árna Ingimundarsonar. — Meistara- flokksmenn ÍBA frá 1954 og 1964 keppa í knattspyrnu, í klukkutíma leik. — Dýrasýning verður við íþróttavöllinn og hestar verða teymdir undir börnum, sem skreppa vilja á bak. Og fyrir börnin verður einnig sérstök barnasamkoma á Ráðhústorgi, kl. 5, og margt til skemmtunar undir stjórn Ein- ars Haraldssonar. Útiskemmtun hefst svo á Ráð hústorgi um kvöldið kl. 8,30. — Lúðrasveitin leikur og kórar syngja, ennfremur verður ein- söngur, tvísöngur og fjórsöng- ur, leikþættir, skemmtiefni eft- ir Kristján frá Djúpalæk og Einar Kristjánsson, og að síð- ustu dansað. Leiksviðið við Landsbanka- húsið, sem sett er árlega upp í sambandi við 17. júní-hátíðina, verður nú betra en áður og hærra. Munu áhorfendur því njóta ýmsra skemmtiatriða bet- ur en á fyrri árum. Athugandi er, að skemmti- kraftarnir eru allir heimafengn- ir, og samkvæmt þessari dag- skrá, sem hér hefur verið skýrt frá í aðalatriðum, ættu allir að geta við hana unað og hjálpað til þess, hver fyrir sig, að hátíð- in verði sönn hátíð ungra og gamalla. Gleðilega hátíð! Hljótt er uni Saura SAMKVÆMT lauslegum fregn- um, var jarðskjálftamælum kom ið fyrir á Saurum á Skaga, ef takast mætti að láta þá skýra hreyfingar þær og undur, sem þar gerðust í vor og mikið var Umferðarslys í Arnarneshreppi AÐFARANÓTT s.l. fimmtudags varð umferðarslys á þjóðvegin- um hjá Baldursheimi í Arnar- neshreppi. Vörubifreið frá Sigiufirði var á leið norður þjóðveginn til Dal- víkur. Mun öxull í öðru aftur- hpóli bifreiðarinnar hafa losnað með þeim afleiðingum að öku- maður missti stjórn á henni. — Lenti bifreiðin fyrst út á hægri vegarbrún, síðan kastaðist hún yfir á þá vinstri, snerist þar við og valt í skurð vestan við veg- inn og staðnæmdist þar á hvolfi, og sneri framendi bifreiðarinn- ar þá í suður. Ökumaðurinn meiddist nokk- uð en þó ekki hættulega. Einn farþegi var með og slapp nær ómeiddur. Bifreiðin er mjög illa útleikin og er mildi að ekki urðu meiri slys á mönnum. □ um rætt. Ekki hefur um það heyrst, að jarðskjálftamælar hafi áður, eða að þessu sinni, skýrt dularfull fyrirbæri, eins og þau, sem frá Saurum bárust. Þar vestra er allt kyrrt og hefur verið um langan tíma, með einni undantekningu. Fyr- ir skömmu komu þar í tvö skipti bandarískur sálfræðing- ur ásamt séra Sveini Víkingi. Munu þeir hafa heimsótt frú Láru miðil á Akureyri í norður- ferð sinni, en hún þykir vita meira um atbiirðina á Skaga en allir aðrir samanlagt. □ YFIK 20 ÞÚS. MÁL í KROSSANES í FYRRINÓTT og fram til há- deg'is í gær var stanslaus lönd- un í Krossanesi og er verksmiðj an búin að fá yfir 20 þús. mál.Q

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.