Dagur - 13.06.1964, Side 5
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Súnar 1166 og 1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
Peningavðld
SÍÐASTA VETUR voru aflabrögð
meiri en nokkru sinni áður og veðr-
átta með eindæmum góð. Fram-
leiðsla þjóðarinnar hefur enn vaxið
mjög og verð erlendis er hærra en
áður og mega allir gleðjast af þessu.
Þegar litið er á þessar ytri aðstæður,
verður mönnum vandfundin skýring
á því, hvers vegna örðugleikar efna-
liagslífsins skuli vera svo miklir, sem
raun ber vitni í þessu landi.
Stóraukin framleiðsla, greið sala
afurða og hærra verð en áður ætti að
geta leyst margan vanda efnahags-
mála, eða svo finnst mörgum. En sú
staðreynd blasir þó við, að stöðugt
verður þeim erfiðari róðurinn, sem
stunda vilja sjálfstæðan atvinnurekst-
ur, að nokkrum sérstökum „gæðing-
um“ undanskildum. En þessir menn
eru sem óðast að ná undir sig at-
vinnutækjum, í krafti peningavalds-
ins.
Ríkisstjórnin stendur eins og illa
gerður hlutur gagnvart mörgum og
fögrum kosningaloforðum og stefnu-
skrám, notar þrásetu í ráðherrastól-
unum og hefur svikið miskunnar-
laust flest þau atriði, sem hún
lofaði landsfólkinu og fólk kaus
liana til að framkvæma.
Bátagjaldeyriskerfið í vmsum
myndum, sem stóð allt til 1960, var
fordæmt af stjómarflokkunum. í vet-
ur voru teknar upp útflutningsupp-
bætur að nýju.
Mikið var hæðst að stjórn Her-
manns Jónassonar á sínum tírna og
jafnvel enn, fyrir samstarf við al-
þýðusamtökin. í vor gengu ráðherr-
ar núverandi stjómar, með forsætis-
ráðherra í broddi fylkingar, að samn-
ingaborðinu til Hannibals. Og við
það samningaborð viðurkenndu þess
ir sömu ráðherrar að samningaleiðin
væri hin eina og sanna leið. Öðru-
vísu brugðust þeir við í vetur, er
þeir ætluðu að kúga launþegasam-
tökin með lagasetningu á Alþingi.
Verðtryggingu launa máttu þessir
stjómarherrar ekki lieyra í vetur.
Þeir samþykktu hana við borðið hjá
Hannibal. Aukin lán til íbúða
svæfðu þeir á Alþingi í vetur. Þeir
samþykktu þau við samningaborðið
með verkalýðsfélögunum, nú fyrir
skemm^tu. Kúvending ríkisstjórnar-
innar í starfsaðferðum og stefnu er
mörgum manninum hreinasta ráð-
gáta. En þeir missa ekki eitt augna-
blik sjónar af því, að auðvelda alla
aðstöðu hinna ríku, á kostnað þorra
heiðarlegra og vinnandi manna. □
Ferða|>ættir úr Færeyjum
M
Í.M
Það hafði tekið okkur rúm-.
lega 7 klukkustundir að ferðast
frá Reykjavík til Þórshafnar,
þar af rúmlega 3 klukkustundir
í lofti. Eftir að hafa skoðað höf-
uðstaðinn um stund, var ekið til
Kirkjubæjar. Þjóðminjavörður-
inn, Sverrir Dalli, sýndi okkur
þennan sögufræga stað.
Kirkjubær er gamalt biskups-
setur og skóli, þar sem prestar
fengu menntun sína. Veggir
hinnar miklu Magnúsardóm-
kirkju frá um 1300, sem aldrei
var lokið við, setja mikinn svip
á staðinn. Helgimyndir og
skraut, sem enn stendur, dreg-
ur að sér athygii ferðamannsins.
Aðalkirkjan er 42 álnir á lengd
og 17 álna breið og veggirnir 14
álna háir. Þetta er steinbygging
hlaðin og steinlímd. Og svo er
frágangurinn vandaður og bygg
ingin traust, að hvergi hefur
steinn rótast.
Ilákon Djurhuus lögmaður. —
(Ljósmynd: E. D.)
Onnur kirkja er á Kirkjubæ,
einnig mjög forn, og hefur sjór-
inn tekið mikinn hluta hennar
og rústir einar eftir — og sú
þriðja, sem notuð hefur verið
um langa tíð. Þar vinnur forn-
minjavörðurinn að uppgreftri í
kirkjugóKinu og hefur fundið
eina mjög forna biskupsgröf og
ýmislegt fleira, sem varpar ljósi
á ýmsa þætti í færeyskri sögu
og menningu. En þetta verk er
aðeins hálfunnið ennþá. Við
blöstu beinagrindur í misdjúp-
um gröfum, þar sem þjóðminja-
vörðu'rinn rýnir í spjöld sögunn-
ar.
Gamli Kirkjubær er nú varð-
veittur, sem þjóðminjar. — í
stokkahúsinu, e. t. v. elstu bygg-
ingu í Færeyjum, er lögmanns-
stofan og rnargir fornir munir.
Fyrrum var mikil byggð í
Kirkjubæ, bæði á ströndinni og
á tanga miklum, sem fram í sjó
gekk. Nú hefur sjórinn eytt
tanganum að mestu og eftir er
eyja ein úti fyrir. Landsig hef-
ur einnig hjálpað til að eyða
byggð í Kirkjubæ.
Nokkrir bændur búa á þessu
forna höfuðbóli og þar er margt
gripa, eftir því sem gerist þar
í landi. Kúahópur stóð utan við
túngarðshliðið, stór svartur boli,
með hring í nefi, var tjóðraður
skammt ofan við og sagði ljótt.
Hvarvetna eru vörzlugarðar úr
grjóti, eins og svo víða á eyjun-
um, margir meistaralega gerðir.
Hvönn og brenninetla vaxa hér
og hvar meðfram gangstígum og
burnirótin á sillum og í sprung-
um. Garðrækt er töluverð í
Kirkjubæ.
Á meðan dvalið var í Þórs-
höfn var morgun einn gengið á
fund lögmannsins i Tinganesi,
sem hefur aðsetur í mjög gömlu
og virðulegu húsi. Miklar og
slitnar hellur mynda tröppur að
aðalinnganginum. Þar hefur
margur maðurinn átt erfið spor,
en aðrir gengið fagnandi.
Lögmaðurinn, sem er eins
konar forsætisráðherra, heitir
Hakon Djurhuus og er hár mað-
ur vexti og herðibreiður, grá-
hærður. Vel er hann máli far-
inn og hinn skörulegasti og ef-
laust er hann slyngur stjórn-
málamaður. Hann er opinskár
og viðræðugóður, bauð upp á
kapmavín, var tilbúinn til
myndatöku og að tala inn á
segulband hjá Stefáni Jónssyni
fréttamanni, sem útvarpshlust-
endur hafa þegar heyrt að
nokkru.
Úti fyrir hinni öldnu bygg-
ingu, þar sem lögmaður og land-
stjórn hefur aðsetur, tylltum við
okkur á tröppumar og ræddum
um færeyska pólitík, sem er all
flókin við fyrstu kynni og verð-
ur ekki rædd hér. En heima-
stjórn fengu Færeyingar 1. apríl
1948 og á lögþinginu eiga 30
þingmenn sæti. Og frá 1940 hafa
Færeyingar siglt undir eigin
fána um öll heimsins höf.
Næst á dagskránni var að
skoða stálskipasmíðar Færey-
inga, sem vakið hafa mikla eft-
irtekt. Skipasmíðastöðin er að
Skálum við Skálafjörð á Aust-
urey. Stigum við nú um borð
í stjórnarbátinn Tórshavn og
Sænsk-íslenzka stúlkan Nanna
Ilermanson. (Ljósmynd: E. D.)
/
héldum, sem leið liggur fyrir
Hvítanes og Kaldbaksfjörð og
síðan inn í Skálafjörð, með
fallegar byggðir á báðar hend-
ur. Á Skálum er töluvert kaup-
tún og frammi við sjóinn er
rúmt um hina nýju stórbygg-
ingu, sem byggð var fyrir skipa
smíðastöðina.
Skipasmíðastöðin á Skálum
er aðeins tveggja ára og er
maður að nafni Kjölbro aðal-
eigandinn.
í aðalskipasmíðasalnum voru
tvö skip í smíðum, 300 og 400
tonna skip, sem nú bætast við
fiskiskipaflota Færeyinga, og
munu nú hafa verið sjósett. —
Næsta verkefni er 600 tonna
skip, sem smíðað verður fyivir
Dani. En allt að 1000 tonna skip
er hægt að byggja þarna og
verðið er samkep^nisfært við
aðrar skipasmíðastöðvar á Norð
urlöndum. Reynslan sker svo
úr framleiðslugæðunum.
Um 250 manns vinna í þessari
stöð og útibúi hennar í Klakks-
vík. Sophus Tomsen verkfræð-
ingur leiddi okkur um stöðina
og síðan var boðið til þess ljúf-
fengasta hádegisverðar, sem
snæddur var í allri ferðinni.
Ef ég man rétt, þóttust þeir
geta byggt 400 tonna skip með
kraftblokk og öllum hinum
dýru siglingatækjum, fyrir 2,4
millj. kr. færeyskar. Það leyndi
sér ekki, að Færeyingar eru
stoltir af hinu myndarlega fyr-
irtæki sínu á Skálum, og ef
reynslan verður hagstæð, hvað
gæði skipanna snertir, mega
þeir sannarlega vera það.
Nú var ekið í bifreiðum inn
fyrir Skálafjörð, yfir Götueiði,
sem er lág heiði. Til vinstri
handar er sögufrægur og forn
þingstaður, eins konar Þing-
völlur. Þaðan er kippkorn til
Götu, þar sem Þrándur bjó,
frægur maður sögunnar í and-
stöðu sinni gegn kristnum boð-
skap Sigmundar Brestisson-
ar og valdi norskra konunga,
sem vildu leggja Færeyjar und-
ir ríki sitt. Með öxina reidda yf-
ir höfði sér, var Þrándur skýrð-
ur til kristinnar trúar svo og
fylgj endur hans, en Sigmundur
fagnaði sigri og Ólafur Tryggva
son Færeyskum skatti í ríkis-
kassann. Síðar hefndi þó Þránd-
ur í Götu harma sínna og lét
taka Sigmund af lífi. Máltækið
íslenzka, að vera Þrándur í
Götu einhvers, á upptök sín í
- . /r-*
Frá vinstri: Færeyskur fylgdamiaður, ívar Jónsson, Sveinn Sæ-
mundsson, Jóhann Þorvaldsson, Stefán Jónsson, Benedikt Sigurðs-
son og Hugo. Setið er á slitnum steintröppum framan við embætt-
ishús lögmannsins á Tinganesi að áheym aflokinni. (Ljósm.: E. D.)
þessari gömlu sögu. Og þótt
hliðstætt orðtak sé e. t. v. ekki
til í Færeyjum, er þar margt,
sem minnir á hann og bæinn
hans, Götu. Og Færeyingar
virða Þránd í Götu.
Við gamla Götubæinn, þar
sem fúin bein Þrándar eiga að
hvíla, rétt við kirkju þá, er þar
stendur og heitir Götukirkja,
töluðu tveir rosknir færeyingar
inn á segulband ríkisútvarpsins
og minntust staðarins.
Við Götuvog, sem kenndur er
við gamla bæinn hans Þrándar,
er ölverksmiðja. — Þeir ís-
lendingar, sem líta á slík fyrir-
tæki og framleiðslu þeirra, sem
himneska forsjón, urðu harla
glaðir við. Hópur íslendinganna
sem hér var á ferð, þótti hóf-
Kirkjubær.
(Ljósmynd: Ásmundur Poulsen)
Kæra Iðunn!
Eg hefi ekki getað skrifað þér fyrri en þetta. í hvert skipti sem
ég hefi tekið fram skriffæri og byrjað á bréfi til þín, hefir gróturinn
yfirbugað mig. Auðvitað er það vesælmennska að vera svona. En ég
er ennþá svo þreklaus og vanmegna á alla vegu.
Þú heldur sennilega, að nú hafi ég smábarn að sjá um? En ég á
ekkert barn framar. Iðunn, barnið dó tveim vikum eftir fæðinguna.
Og nú græt ég út af því, Iðunn. Geturðu skilið það? Ætti ég heldur
ekki að vera fegin að losna við þá byrði? Nei, ég er ekki fegin.
Mér finnst það óréttlátt að taka barnið frá mér! Mér þótti svo
vænt um litla stúfinn, skilurðu, þessa stuttu stund sem ég fékk að
eiga hann. Það var lítill drengur. Og Iðunn, hann hafði augu og
enni Eyvindar. Ég sá það undir eins. Og þá varð ég enn hugsjúkari.
— Ég held að þú skiljir mig. Og ég vona, að þér þyki ég ekki vera
frámunalega heimsk og vitlaus. En þessu er víst þannig hagað í
heiminum, að móðir verður að elska barnið sitt, hve ömurlega
óhamingjusamar sem kringumstæðurnar eru.
Og nú finnst mér ég vera afskaplega fátæk og aum. — Bráðum
er vorið í vændum. En hvað skyldi það geta haft í vændum fyrir
mig? — annað en óhamingjusama þrá? — — —
Iðunn leggur bréfið frá sér. Hún gleymir í svipinn öllu öðru en
vissunni um það, sem hún ætlar að skrifa Björgu! Heit gleðihrifning
gagntekur hana, meðan penninn hleypur hratt yfir örkina. Er annars
raunverulega hægt að vera svona fegin og fagnandi við hugsunina
um að geta glatt aðra mannveru?
Iðunni finnst hún verði að þakka Almættinu fyrir þá miklu gleði,
að það skuli vera hún, sem hlotið hefur þetta hlutverk að geta fært
Björgu þá frétt, að sumarið hafi góða gjöf að færa henni: Hlutverk
að vinna. Og vinna felur í sér dásamlegan lækningarmátt margra
sára! -------
Iðunn hefir lokað bréfinu til Bjargar. Nú ætlar hún að skrifa
heim. Og nú heyrir hún djúpa hlýja rödd með örlitlum erlendum
hreim:
— Farðu með okkur, Iðunn. Til Ítalíu!
— Haraldur, hvað á ég að gera? segir hún innra með sér. Penninn
liggur kyrr í hendi hennar.
XXI.
Iðunn hefir í mörg horn að líta í Stofnuninni í dag. Hún hefir haft
margar viðskiptakonur undir höndum. Hún vinnur hratt, en ekki eins
rólega og hún er vön. Einhver titringsspenningur hefir gagntekið
hana og vakið óróleika hjá henni. Margvíslegar hugsanir sækja að
henni. Og hún megnar ekki að greina þær fyllilega. Hún reynir að
halda tilfinningum sínum í skefjum og vera köld og róleg. Við snyrt-
samur á öl og annan drykk,
enda tveir af þeim bindindis-
menn. Að sjálfsögðu var bragð-
að á framleiðslunni, sem fékk
góða dóma.
Annar staður í nágrenni
Þrándar-Götu var heimsóttur.
Það var spunaverksmiðja Ólafs
Gregorssonar. Þessi verksmiðja
vinnur ýmsar tegundir bands,
sem ýmist er flutt úr landi eða
unnar prjónavörur úr, svo sem
peysur, nærföt o. m. fl. Bandið
er styrkt gerviefnum. Þessi
verksmiðja vinnur úr meira en
helmingi ullarframleiðslunnar í
Færeyjum. Færeysk ull er tog-
mikil og gróf. Ólafur sagðist
hafa reynt að kaupa íslenzka
ull til íblöndunar, en ekki tekizt
og var hann óánægður með það.
Hann sagði, að kaupin strönd-
uðu á því, að ekki fengist inn-
flutningsleyfi fyrir íslenzkri ull
vegna vöntunar á vottorðum
um, að smithætta væri ekki fyr-
ir hendi. íslenzk ull er þó seld
til ýmsra annarra landa og má
furðulegt heita, ef Færeyingum
stafar meiri hætta af íslenzkri
ull en öðrum, sem hana kaupa.
Verksmiðjan, sem var stofnsett
1960, kaupir hins vegar ull frá
Grænlandi.
Og enn litum við inn í einu
síldarmjölsverksmiðjuna í Fær-
eyjum, sem er þar rétt hjá. Hún
er ekki stór, á ísienzkan mæli-
kvarða. Færeyingar veiða ekki
síld til bræðslu, en nýta úrgang
síldarinnar til mjölvinnslu.
Eins og áður getur þarf bæði
báta og bíla til að ferðast bm
Færeyjar. Þegar bílferjan milli
Vogeyjar og Straumeyjar kem-
ur, væntanlega næsta sumar, og
brú verður byggð yfir Sundini
til Austureyjar, batna samgöng-
ur að mun. Á skemmtiferð í
góðu veðri eru þessar samgöng-
ur aðeins til að auka ánægjuna,
einkum þegar fyrirgreiðsla er
slík, og í raun og veru marg-
föld, sem í þessari för. í fyrsta
lagi höfðum við okkar ágæta
fararstjóra frá Flugfélaginu,
Svein Sæmundsson. í öðru lagi
fyrrnefndan Hugo Fjordey trún
aðarmann flugmála og síðast en
ekki sízt færeyska stéttarbræð-
ur frá blöðunum, sem hvar-
vetna buðu aðstoð sína og létu
ekki, fremur en aðrir, standa á
heimboðum, veizlugleði og fróð-
legum viðræðum. Þar sem ég
AUÐHILDUR FRÁ VOGI:
GULLNA BORGIN
46
veit enga vinnu argvítugri en
að sitja veizlur, sem eru því
verri, sem þær eru stærri, verða
þær ekki taldar upp hér eða
um þær fjölyrt, þótt þær séu af
góðum huga gerðar og mörgum
lífsnautn.
Etir eina veizluna kom lítils-
háttar slys fyrir, það eina í
giftusamlegri ferð. Fyrirmann-
legur maður úr hópi okkar ís-
lendinganna, sem vel kunni vín
að meta og önnur lífsins gæði,
lenti í veizlulok niður í kjall-
ara gestgjafans, einhverra er-
inda, sem enn eru ekki að fullu
ljós og eflaust saklaus. Þar var
myrkt og margir hlutir geymd-
ir. Maðurinn rataði ekki til
baka, en gerði þrjár misheppn-
aðar tilraunir til uppgöngu, en
hrundi jafnharðan niður og
ýmislegt fleira hrundi. Bréima
kettir hófu nú söng sinn þarna
í kjallaranum og þótti félaga
111111111111111111
ÖNNUR GREÍN
okkar vistin óyndisleg og sam-
félagið við kattarkvikindin
hvorki til ánægju né vegsauka.
Þó fór svo að lokum, að hann
varð því feginn, að vera ekki
einn í prísund þessari. Að síð-
ustu bar örvæntingarfull til-
raun til útgöngu, æskilegan ár-
angur, því hann fann loks stiga-
tröppur þær, sem hann áður
hafði gengið niður. Við nánari
athugun upplýstist, að hinn
veizluglaði vinur okkar, í eðli
sínu hin mesta hetja í mann-
raunum, hafði áður klifrað neð-
an í stiganum!
Rétt er að geta þess, að ís-
lenzku ferðamennirnir brugðu
sér á ball í Þórshöfn eitt kvöld-
ið. Þar þóttust menn ekki sjá
(Framhald á blaðsíðu 7).
ingu hverrar konu, sem hún hefir undir höndum í dag, sprettur sama
'hugsunin upp hjá henni:
— Þetta er í síðasta sinn. Og viðskiptakonurnar vita það líka. Þær
stara á hana öðru hverju. Hún gefur sig ekki að því að tala við
neina þeirra sérstaklega. Það er sem rísi múrveggur milli hennar og
viðskiptakvennanna í dag, múrveggur úr forvitni. En engin þeirra
áræðir að spyrja hana um eitt né neitt. Henni verður á að brosa í
laumi. Þær áræða ekki sökum þess, að þær halda að hún standi í
nánu sambandi við forstjórann, Villa Rossí, á^einhvern hátt.
I dag blaðra og hjala litlu og stóru búðarstúlkurnar í belg og
biðu við viðskipta-aðila sína um nýjustu æsifréttirnar um forstjór-
ann í Fegrunarstofuninni! Það hefir kvisazt síðustu dagana, að Rossí
sé að fara úr borginni. Og samtímis fari einnig ungfrú Falk í hörunds-
og fótsnyrtingardeildinni. Forvitnin er eins og sprengitundur í öllum
kvennakollunum, því samtímis fara einnig Haraldur Gilde listmálari
og móðir hans. Og verst af öllu er það, að enginn þeirra í búðunum
hefir enn fundið samhengið í öllu þessu!
Borgarslúðrið um Rossí hefir haldið góðu lífi allan dvalartíma
hans í borginni. En nú er það komið í sjálfheldu og tekið að villast,
því nú er kvenmaður kominn til skjalanna. Iðunn getur ekki stillt
sig um að brosa, er henni verður hugsað til þess, að kvenmaðurinn
er hún sjálf! En alvaran grípur hana brátt á ný. Hugur hennar leitar
í austurátt. Henni þykir vænt um, að hún hefir ráðgazt við foreldra
sina um hitt og þetta. Og það veitir henni styrk og jöryggi, að þau
hafa ekkert á móti Italíuförinni. Og þess vegna var auðveldara fyrir
hana að taka við peningum frá pabba til fararinnar.
Foreldrar hennar treystu víst líka ferðafélögum hennar. Eða
treystu kannski mest og bezt henni sjálfri. Þau þekkja ef til vill eitt-
hvað til Haralds Gilde, en meira til frú Gilde, því Iðunn hefir oft
minnzt á hana í bréfum sínum og hælt kostum hennar. En Harald
hefur hún lítið minnzt á. Það var erfiðara viðfangs. Þegar hún ný-
skeð var heima, fann hún á sér, að augu móðurinnar spurðu um af-
stöðu hennar til Jörundar, eftir að Haraldur var kominn til sögunnar.
Já, hefðu foreldrar hennar vitað, hve efins hún var og óviss um til-
finningar sínar!
Jörundur var farinn til Valdres, þegar Iðunn kom heim. Var það
af ásettu ráði, að hann var farinn burtu þær tvær vikurnar, sem hún
var heima? Hún er í vafa um hvað halda skuli. Hún reynir aðeins
að dylja vonbrigði sín þessa dagana. Hún reyndi meira að segja að
Tveir Færeyingar og íréttamaður íslenzka útvarpsins á sögu-
staðnum Götu. (Ljósmynd: E. D.)
telja sér trú um, að nú væri það bara Haraldur. Nú hefði hún að-
eins hann í huga, þótt hann hefði aldrei látið neitt í ljós við hana
um tilfinningar sínar. Og væri það ekki bezt svona, fyrst henni þætti
ekki nægilega vænt um Jörund til þess að hugsa aðeins um hann. En
enginn ræður tilfinningum sínum, að minnsta kosti ekki Iðunn Falk.
Vonbrigðin höfðu þjakað hana, meðan hún var heima, vonbrigðin
yfir fjarveru Jörundar einmitt þá, að geta ekki hitt hann, er hún
var aðeins stutta bæjarleið frá Hellulandi! Og þetta var henni sjálfri
að kenna. Hún hafði bægt Jörundi frá sér. — Æ-já. Jörundur var
alltof skynsamur til þess að skilja ekki, hvað hér væri á ferðum, að
hugur hennar beindist að öðrum manni samtimis honum. Jörundi
þykir vænt um hana, það veit hún, ef til vill enn meira en hún hefir
gert sér í hugarlund, fyrst hann kom hingað á bændahátíðina í sum-
ar, aðeins til að hitta hana. Hún veit að þannig lá í þessu. Hann sagði
það áð vísu ekki blátt áfram. En hún skynjaði það á svo mörgu. En
að hann skyldi fara burt, þegar hann vissi, að hennar væri von heim!
Hún hafði skrifað honum skömmu áður. Og hún hafði brugðið sér
yfir að Hellulandi og heilsað upp á foreldra hans, þegar hún var
heima í tvær vikur. Hún hafði talað lengi við móður hans. Og þær
höfðu minnzt á Jörund öðru hverju. Og meðan hún var á Hellulandi,
hafði hún reynt að telja sér trú um, að allt þetta væri sér óviðkom-
andi. Hún hafði reynt að hugsa um Harald í staðinn. En á leiðinni
heim aftur í læknissetrið spratt upp í huga hennar öll viðkynning
þeirra Jörundar frá æskuárum. Og hún hafði orðið veik af þrá eftir
að tala við hann. Tilfinningar hennar í garð Jörundar höfðu gagn-
tekið hana og gert hana máttvana. Dagarnir heima runnu um huga
hennar með æsandi þrá. Hvar serti hún fór hér heima í sveitinni,
minnti það hana á Jörund.
Daginn áður en Iðunn fór vestur aftur, fékk hún landssímasamband
við Jörund, þar sem hann var í Valdres. Og hún var svo aum og
máttvana, að hún réð sér varla, meðan hún beið þess að heyra rödd
hans í símanum. Hún var búin að hugsa sér allt, sem hún ætlaði að
segja við hann. Hann skyldi fá að heyra, hve bilt henni hefði orðið
við og liðið illa síðan, er hún heyrði, að hann væri farinn burt, ein-
mitt þegar hún kom heim.
En hún hafði ekki sagt neitt af þessu við hann, er hann kom loks í
símann. Hún veit ekki enn, hvers vegna! Hún megnaði það kannski
ekki sökum þess, að hún vissi með sjálfri sér, að hún var að leggja
af stað í langferð. Og yrði kannski lengi í burtu erlendis. ‘
— Iðunn! hafði hann sagt með dálitlum undrunarblæ í röddinni.
Og hlýja sterka röddin hans hafði óðar svipt hana magni og mæli.
Og hún sem þó var vön að vera svo sterk og róleg!
— Jörundur, — gat hún þó loks sagt hálfkæíðri röddu. — Ég vildi
bara kveðja þig. Ég ætla að fara — til Italiu! Meira gat hún ekki
sagt. -
— Iðunn, bíddu! hafði Jörundur hrópað í símann. En Iðunn kom
ekki upp orði. Hefði hún sagt meira, myndi Jörundur þegar hafa
skynjað grátinn í rödd hennar. Og það vildi hún ekki. Að hugsa sér,
að hún gráti! Hún sem alltaf er svo sterk á hverju sem gengur. Hún
vildi alls ekki láta Jörund verða varan við klökkva í rödd sinni. Frh.