Dagur - 17.06.1964, Page 1

Dagur - 17.06.1964, Page 1
Dagur XLVII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 17. júní 1984 — 49. tbl. 1F* ? Dagur Símar: 1166 (ritstjóri) 1167 (afgreiðsla) ^ ---------------- 17. JÚNÍ íslenzka lýðveldið 20 ára í dag í DAG, 17. júní, heldur þjóðin hátíð, sem að þessu sinni er bœði helguð freísishetju ísletidinga, Jóni Sigurðssyni, og 20 ára afmœli lýðveldisins. Hin hefðbundna 17. júni hátíð verður hér á Akur- eyri, og sennilega um land allt, með liku fyrir- komulagi og áður. En að sjálfsögðu mun 20 ára af- mœli lýðveldisins setja sinn sviþ á hátiðahöldin, svo sem verðugt er. Hin harða, langa bar- átta íslendinga fyrir fullu frelsi og sjálfstceði. má aldrei fyrnast, eða á hana falla móða gleymskunnar, því þá er hinu þráða marki, fullu þjóðfrelsi, heett. Með auknu sjálfstæði jukust framfarir h'cr á landi, svo að segja má, að frelsi og framfarir héld- ttst i hendur. Saga síðustu 20 ára undirstrikar þetta þó betur en nokkuð ann- að, svo mjög hefur þjáð- inni skilað fram á veg þann tirna, i áþreifanlegri og örri þróun. Að sjálf- sögðu týnist eitthvað af J>vi á örum breytihgatim- um, sem vanmetið er um stund á hinni efnahags- legit sigurgöngu siðustu áratugina. Og sennilegt er einnig, að við liöfum oft litið of björtum aug- um á erlendar ,,fyrir- myndir“. En á meðan nógu margir þekkja sögu þjóðar sinnar nœgilega vcl og virða dýran arf feðranna, er ástœða til að horfa fagnandi fram á veginn. Á SUNNUDAGINN liaíði Snæíeli iandað á rnunda þusund máium og lunnum, efdr hálfs mánaðar veiðitíma, og liásetahluturinn var farinn að nálgast 50 þúsund krónur. Ilér er skipið við lönd unarkrana í Krossanesi. (Ljósmynd: E. D.) Stórkostlegt brunat jón er eldur varð laus í nýbyggingu K.E.A. við Glerárgötu síðastliðinn föstudag ÞÚSUNDIR manna horfðu á / 0 eldsvoðann mikla við Glerár- göíu s.l. föstudag, þegar nýbygg ing KEA brann. Eldsins varð vart klukkan rúmlega sex síð- degis og slökkviliðið kom fljótt á staðinn og gat bjargað að mestu tvílyftum suðurhluta KOSNIR FORSETAR BÆJARSTJÓRNAR OG BÆJARRÁÐ Á FUNDI bæjarstjcrnar Akur- eyrar í gærdag fór fram kosn- ing bæjarráðs og forseta bæjar- stjórnar. í bæjarráð voru kosnir: Jak- ob Frímannsson, Stefán Reykja- lín, Jón G. Sólnes, Árni Jónsson og Ingólfur Árnason. Jón G. Sólnes var endurkjör- inn forseti bæjarstjórnarinnar með 11 samhljóða atkvæðum. Stefán Reykjalín var kjörinn fyrsti varafórseti með 6 atkv., í stað Braga Sigurjónssonar, og Ingólfur Árnason annar vara- forseti. Q bygg'ngarinnar. Norðurendinn brann alveg og strengjasteypu- bitarnir standa þar einir eftir. Sá hlutinn, sem brann var einn- ar hæðar. Öll var bygging þessi um 1000 m-. Eldhafið var gífurlegt. Mikið af vörum var geymt í þeim hluta hússins er brann og eyðilögðust þær með öllu. Hins vegar skemmdust vörur ekki teljandi í suðurendanum tví- lyfta, en þar er Byggingarvöru- deild og Búvörudeild. — Þar komst þó eldur í þak og er það ónýtt. Miklir timburhlaðar stóðu úti fyrir byggingunni norðan við og í þá komst eldur, sem strax var yfirunninn. Veður var kyrrt. Eir.s og Dagur hafði fyrir skömmu eftir slökkviliðsstjóran um á Akureyri, vantar tilfinn- anlegá öfluga vatnsleiðslu í Glerárgötuna á þessu svæði, og enginn brunahani er nær en á Þórshamri, um 150 metra frá. í gær var ekki lokið við rann sóknir á brunatjóninu, en víst er, að um milljónatjón er að ræða. (Vörutjón um 700 þús.). Um eldsupptök, sagði slökkvi liðsstjóri, að þau hefðu stafað af gaslofti frá eldfimu lími, er byggingaiðnaðarmenn voru að vinna með í byggingunni. Byggt Svarfdælingar á ferð Á SUNNUDAGINN heimsótti myndarlegur hópur svarf- dælskra bænda stéttarbræður sína í Saurbæjarhreppi. Eyfirð- ingarnir tóku á móti gest- um sínum hjá Hólshúsum og fylgdu þeim um Djúpadal, Vill- ingadal, síðan til fremstu bæja í Eyjafirði og einnig að Þormóðs stöðum í Sölvadal og kvöddu þá við hreppamörk hjá Öxnafelli á hreppamörkum Öngulsstaða- og Saurbæjarhrepps.. — Þoka hamlaði ferð upp á Hólafjall. Naumast þarf fram að taka, að veitingar voru góðar og ræð- ur voru fluttar, bæði af gestum og heimamönnum og Benedikt Ingimarsson flutti kvæði til Svarfdælinga. Ferð þessi þótti hin bezta. Formaður Býnaðarfélags Svarf dæla er Gunnar mmmmmmson, en formaður búnaðarfélagsins í Saurbæjarhreppi Jón Hjálmars- son í Villingadal. En kynnis- ferðin var á vegum þessara félaga. □ Frá brunanum mikla á föstudagskvöldið. (Ljósmynd: E. D.) verður að nýju á hinum 700 m2 brunarústum. □ BÆNDAFÖR BÚNAÐARSAMBAND Eyja- fjarðar undirbýr bændaferð til Austurlands. Lagt verður af stað á laugardaginn og komið heim annan sunnudag. Farið verður allt til Vopnafjarðar. Far arstjóri verður Ragnar Ásgeirs- son. Búist er við að um 70 manns, karlar og konur, taki þátt í förinni. □ AKRANESKAUP- STAÐUR 100 ÁRA f GÆR varð Akraneskaup- staður 100 ára, þ. e. 100 ár liðin síðan Kristján konung- ur IX. gjörði kunnugt, að við Lanibhúsasund skyldi löggiltur verzlunarstaður vera. Akranes er nú orðinn blómlegur útgeröar- og verzl unarbær, með mikla fram- tíðarmöguleika. □ SKIPIN BVRJIIÐ AÐ VEIÐA Á NÝ SÍÐDEGIS í gær var komið gott veður á síldarmiðunum nyrðra og síldarskipin byrjuð að kasta 60—70 mílur út af Sléttu. Talið er, að 250 skip stundi síldveiðar fyrir Norður- og Austurlandi í sumar og eru 225 þeirra þegar byrjuð. Síldaraflinn s.l. laugardags- kvöld var 154 þúsund mál og tunnur, en var á sama tíma í fyrra aðeins 57 þúsund mál og tunnur. □

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.