Dagur - 17.06.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 17.06.1964, Blaðsíða 8
8 101 HRINGIIENDA SVO nefnist vísnakver, sem liefur að geyma margar góð- ar stöknr, en alls eru í kver- inu 101 hringhenda eftir Rósberg G. Snædal rithöf- und á Akureyri. Visnakver þetta er prentað í litlu broti, á góðan pappír, lætur Htið yfir sér, en mun gleðja marga þá, er vísum unna. □ SMATT OG STORT Bræðslusíldarverðið 182 kr. fyrir málið VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegs- ins hefur ákveðið bræðslusíldar- verðið í ár kr. 182,00 fyrir mál- ið, í stað kr. 150,00 í fyrra. Auk þess mun skipum, sem flytja síldarfarm sinn um lengri vegalengdir (milli landshluta), verða greiddar ákveðnar upp- bætur á málið. Síldarlýsi hefur hækkað tals- vert í verði frá því í fyrra, sömuleiðis hefur síldarmjöl hækkað nokkuð. □ Brætt af fullum krafti á Vopnafirði Vopnafirði 16. júní. Hér er brætt af fullum krafti. Um 24 þúsund mál hafa borizt síldar- verksmiðjunni. En okkur vant- ar fleiri menn til starfa. Hér var margt skipa inni yfir helg- ina, en þau eru farin út og eru að fá síld grynnra en áður. K.V. UM ERLENDU SKTJLDIRN AR Hver man ekki endurteknar fullyrðingar Morgunblaðsins og sendimanna íhaldsins um, að er- lendú skuldirnar á vinstristjórn- arárunum, fram til ársloka 1958, væru að „sökkva þjóðinni í skuldafen“. Hinar miklu skuldir voru taldar svo geigvænlegar í herbúðum núverandi stjórnar- flokka, að þeirra vegna m. a. væri hægt að afsaka hið nýja efnahagskerfi, sem kennt var við „viðreisn". Um þetta er tölulega fjallað í leiðara þlaðsins í dag, og sýnt fram á með óyggjandi rökum, að þótt inneignir bankanna hafi aukizt síðustu árin vegna met- afla ár eftir ár og hátt verð á sjávarafurðum, hafa á sama tíma verið tekin erlend lán til langs tíma og einnig mikil lán til skamms tíma (vörukaupalán- in). Samtals nemur skuldasöfn- unin, samkvæmt opinberum skýrslum, mun hærri upphæð en hækkanir á inneign bank- anna. Þannig eru staðreynd- irnar. ÍSLANDSMET GUÐMUNDAR í. GUÐMUNDSSONAR Sænska stórblaðið Sydsvenska Dagbladet birti nýlega grein um íslenzka sjónvarpsmálið, sem vakið liefur undrun frændþjóð- anna og mjög að vonum. Með greininni, sem heitir „Amerísk sjónvaypsógnun við fsland“, birtir blaðið mynd af Guðmundi f. utanríkisráðherra og telur liann hafa sett íslandsmet með því að veita leyfi til stækkunar á siónvarpsstöð varnarliðsins. í grein þessari er enn fremur get- ið um áskorun þeirra 60 fslend- inga, sem allir muna, en undir þá áskorun riíuðu margir hinir merkustu menn nöfn sín svo sem biskup fslands, Nobelsverð- launaskáldið, Gunnar Gunnars- son, Sigurður Nordal og ýmsir aðrir þekktir leiðtogar mennta- og menningarmála. Og enn er getið hinnar skel- eggu greinar Þórhalls Vilmund- arsonar prófessors, sem útvrarp- ið setti í bann, en var síðar gef- in út sérprentuð hjá Helgafelli. Frændþjóðir okkar á Norður- löndum hafa hneykslazt mjög á mólsmeðferð íslenzkra stjórnar- valda í sjónvarpsmáli því, sem við erlenda hermenn er kennt og á því yfirleitt, að íslendingar skuli taka það í mál að leyfa hermannasjónvarp á íslandi, sem nói út fyrir bækistöðvar varnarliðsins. VART SIÐMENNTAÐIR Brezkur þingmaður sagði ný- legaj að þær þjóðir, sem ekki gerðu sitt bezta til að reisa rönd við umferðar-öngþveytinu, gætu vart talizt siðmenntaðar. Hann lagði áherzlu á, að sem víðast yrði herför gerð gegn ógnunum, sem borgurum eru búnar af hinni miklu umferð. Og slíkt er einmitt gert í mörgum lönd- um. Hér á landi, og alveg sérstak- lega í Reykjavík, eru slysin (Framhald á blaðsíðu 7). Á SUNNUDAGINN Iauk reiðskóla þeim, sem Æsku- Iýðsráð Akureyrarkaupstað- ar og Léttir efndu til fyrir börn og hófst 25. maí. Börn- in voru 38 og kennari Ingólf- ur Ármannsson. Bæjarbúar lánuðu hesta. Þegar blaðið spurði íngólf um reiðskólann sagði hann m. a.: Ég kveið fyrir að börnin yrðu óhlíðin og e. t. v. líka áhugalítil. En þetta fór á annan veg. Börn- in voru svo elskuleg, að un- un var með þeim að vera. Og áhugi þeirra var slíkur, að tæpast féll úr nokkur dagur hjá þeim. En svo reyndust hestarnir líka framúrskar- andi vel, eins og þeir gera oftast, þegar þeim er treyst, og um þetta ætla ég að nefna tvö dæmi. Hross eitt var okkur lánað, sem var svo óþaégt, að eigandinn komst naumlega ó bak. En það rót- aði sér aldrei í óþekktarátt gagnvert börnunum, sem voru á aldrinum 8—14 óra og mörg voru algerlega van- kunnandi í umgengni við hrossin. Þegar börnin voru farin að venjast dáiítið, fór ég með þau yfir kvísl eina og var þar snarbrattur bakki. Það var unun að sjá, hvern- ig hestarnir létu sig síga fram af bakkanum, í stað þess að fara óhikað. Ekkert slys af neinu tagi henti okk- ur í námskeiðinu og sjálfur hafði ég mikla ánægju af þessum þriggja vikna félags- skap barna og hesta, sagði forstöðumaðurinn að lokum. Myndirnar eru af Ingólfi Ármannssyni ,t. v„ og þátt- takendum í námskeiðinu. — (Ljósmyndir: E. D.) Vörusala KVA nam 9.5 millj. kr. og hafði aukizt yfir 30 af hundraði frá fyrra ári Á AÐALFUNDI Kaupfélags verkamanna á Akureyri, sem haldinn var s.l. föstudag, sagði kaupfélagsstjórinn, Haraldur Helgascn, m. a., að vörusala fé- lagsins hefði aukizt um 32% á s.l. ári og nam vörusala sam- tals 9,5 millj. króna. Á árinu var lokið breytingu á vefnaðar- vörudeild félagsins og keypt var hús það við Helgamagrastræti, sem verzl. Kjöt og fiskur og síð- ar Kjörver, rak um skeið verzl- un í. Þar hefur félagið rekið matvöruverzlun. Framkvæmda- stjórinn taldi rekstursafkomuna fremur þrönga, m. a. vegna mik- ils kostnaðar við framkvæmdir, en með nýju ári hefði heldur létzt fyrir fæti. Albert Sölvason og Þorsteinn Svanlaugsson áttu báðir að ganga úr stjórn, en voru endur- kjörnir, ennfremur var endur- kjörinn Stefán Þórarinsson end- urskoðandi. Að loknum aðalfundi var fundarmönnum boðið að sjá nýtt útibú í Glerárhverfi, sem opna átti morguninn eftir. □ DAGUR KEMUR NÆST ÚT á laugar- daginn. Auglýsingar þurfa að berast tímanlega. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.