Dagur


Dagur - 27.06.1964, Qupperneq 4

Dagur - 27.06.1964, Qupperneq 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjórí og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Héraðsskóli EINS og segir á öðrum stað í blað- inu í dag, hafa konur í Eyjafirði fram, gefið 50 þús. kr. til fyrirhug- aðs héraðsskóla í Eyjafirði. Með því hafa þær sýnt vilja sinn í verki, svo ekki verður um villst. Yngsti héraðsskóli landsins er 15 ára gamall. Allir eru þeir yfirfullir á 'hverjum vetri og samkvæmt um- sögn skólastjóranna, er fjölda ung- menna synjað um skólavist í þessum skólum árlega vegna þrengsla. Ung- lingar í sveitum landsins, sem livergi fá skólavist, skipta hundruðum. Þyk- ir mönnum, sem nú sitji æska dreif- býlisins við skarðan hlut í menntun- araðstöðu, í samanhurði við jafn- aldra sína í bæjunum, sem flestir hafa aðstöðu til að njóta bæði skóla- vistar og heimila sinna og án tilfinn- anlegs kostnaðar. Þessi aðstöðumismunur á sinn þátt í bústaðaskiptum þeim og straumn- um til þéttbýlisins, sem nú ógnar framhaldsbyggð í sumum sveitum þessa lands. Unglingadeildir við barnaskóla, sem á ýmsum stöðum hefur verið komið á stofn, bæta úr brýnni þörf, þótt um bráðabirgðaráðstöfun sé að ræða. Mál þessi voru rædd á Alþingi s.l. vetur og í fyrra. Fyrst flutti Ingvar Gíslason tillögu um liéraðsskóla í Eyjafirði og aftur nú í vetur, ásamt fleiri þingmönnum Framsóknar- I flokksins, og þá á breiðari grundvelli og með nauðsynlegar undirbúnings- rannsóknir fyrir augum. Allsherjar- nefnd, sem fjallaði um málið, skilaði tveim álitsgerðum og lengri varð áfanginn ekki í bráð. Allt er mál þetta byggt á hinni miklu og óvéfengjanlegu þörf og kröfunni um jafnrétti til menntunar- aðstöðu Þeir, sem reynt hafa að kynna sér menntunaraðstöðuna út frá stað- reyndum, sem fyrir liggja, liafa talið þörf fyrir 8 nýja héraðsskóla í land- inu, af heppilegri stærð. Eyfirzku konurnar, sem fyrr get- ur, og gefið hafa álitlega peninga- upphæð og sent frá sér áskorun til annarra félagssamtaka að leggja mál- inu lið, hafa gefið gott fordæmi. því að Eyfirðingar og Norður-Þingey- ingar þurfa að sjálfsögðu að sýna í verki vilja sinn, jafnframt því að sækja mál sitt á öðrum vettvangi. □ Vinnu- og félagsheúnilið Bjarg á Akureyri. (Ljósmynd: E. D.) Sjálfsbjörg á Akureyri stækkar heimili sitt, Bjarg við Hvannavelli r Fyrsta félagslieimili fatlaðra á Islandi í SÍÐUSTU VIKU kvaddi Sjálfs björg, félag fatlaðra á Akureyri, fréttamenn að Bjargi. Bjarg er fyrsta vinnu- og fé- lagsheimili, sem félag fatlaðs fólks hér á landi hefur reist og mun sú framkvaemd teljast af- rek í félagsmálastarfi. Bjarg er vistlegur staður, stendur við Hvannavelli, er nál. 200 ferm bygging á einni hæð. En nú gefur á að líta að Bjargi. Þar er nú verið að byggja við heimilið á þrjá vegu, m. a. stóra vinnustofu og annað nauðsynlegt húsnæði fyrir vax- andi starfsemi. Gólfflötur húss- ins alls er um 400 m-, viðbygg- ingin fokheld. En nú mun fjárs vant til að ljúka verkinu, sem áætlað er að kosti 300 þúsund krónur. Erfðafjársjóður, velviljuð fé- lagssamtök, einstaklingar og hin aðdáunarverða þrautseygja hínna fötluðu, hafa til þessa i sameiningu lyft því Grettistaki, sem vinnu- og félagsheimilið Bjarg er. Nú verður almenning- ur að rétta hjálparhönd við loka átakið. ið í Húsavík í lok síðasta mán- aðar. Á þessum þingum hefur verið fjallað um hin ýmsu mál, sem sérstaklega snerta hags- muni fatlaðs fólks í þessu landi, en það gefur auga leið, að það á á ýmsan hátt við erfiðari kjör að búa, en fullhraust fólk, nema sérstök aðstoð eða tilhliðrunar- semi komi til. Eru það því margvísleg mál, sem landsþing- in og hin einstöku félög hafa tekið til meðferðar og leitað úr- lausnar á. Einkum hefur verið lögð áherzla á ýmsar hliðar tryggingarmála og að skapa fötl uðu fólki aðstöðu til virkrar og fullrar þátttöku í atvinnulífi þjóðarinnar. í sambandi við samþykktir síðasta þings er sérstök ástæða til að vekja athygli á áskorun til löggjafarveldsins um, að sett verði löggjöf um endurhæfingu öryrkja á grundvelli lagafrum- varps, sem fyrir liggur, að lög- in um ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla verði endur- skoðuð, einnig reglugerð um út- hlutun örorkustyrkja. í því sam bandi er sérstaklega lögð þess handa um húsbyggingu, og var fyrsti hluti byggingarinnar tekinn í notkun 1960, húsið Bjarg við Hvannavelli. Hefur þar síðan verið miðstöð félags- starfseminnar, þar hafa fundir félagsins og aðrar samkomur verið og þar hefur verið haldið uppi föndurvinnu á vetrum. Á árinu 1962 var svo haldið áfram byggingaframkvæmdum og komið undir þak þeim hluta byggingarinnar, sem ætlaður er um stuðningi bæjaibúa, svo að takist að ná settu marki með að koma hér upp vinnustoíum og koma þannig fleirum en verið hefur til virkra starfa fyrir þjóð félagið. Vill félagið benda á, að mjög kærkomið er, að fólk ger- ist styrktarfélagar, einnig stuðn ingur við árlegt happdrætti landssambandsins, en hluti af hagnaði þess rennur til fram- kvæmda hinna einstöku félaga. Fyrir nokkru síðan gaf Sjálfs- björg, landssamband fatlaðra, út lítið kynningarrit, sem dreift hefur verið ailvíða. Þeir, sem fengið hafa rit þeta í hendur, ættu að kynna sér það, og þar er að finna eyðublað fyrir þá til að útfylla, sem gerast vilja fé- lagar, hvort sem aðal- eða styrkt arfélagar. Eyðublað þetta út- fyllt má senda, hvort sem vill til landssambandsins eða hinna einstöku félagsdeilda. Fullgildir félagar í Sjálfsbjörg á Akureyri eru nú 133 og styrkt arfélagar jafnmargir. Formaður félagsins er Adolf Ingimarsson, ritari Ágústa Tómasdóttir, gjald keri Kristín Konráðsdóttir, með stjórnendur Heiðrún' Steingríms dóttir og Líney Helgadóttir. Varaformaður er Sigvaldi Sig- mrðsson.11 □ Fyrsfa málverkasýningin haldin á Elías B. Halldórsson sýndi þar myndir sínar Frostastöðum 10. júní. Óþarfi er að láta sér sjást yfir þann merk- isatburð, sem skeði á Sauðár- króki um s.l. helgi. Þar var sem sé opnuð tveggja daga mál- verkasýning. Mér er ekki kunn- ugt um að áður hafi slíkur við- burður átt sér stað í þeim bæ. Og sannarlega þarf til þess mik- ið áræði fyrir févana listamann að ráðast í svona kostnaðar- samt fyrirtæki sem það, að efna til sýningar á verkum sínum í fámennum bæ, þar sem fæstir íbúanna hafa átt þess kost að kynnast því af eigin raun hví- líkur ánægju-, menningar- og þroskaauki það er hverjum ein- staklingi að komast, þótt ekki sé nema í stundarsnertingu, við verk góðra listamanna. Mér er kunnugt um, að málarinn, Elías B. Halldórsson, hafði í hyggju, ef að vel tækist til um þessa sýningu, að freysta þess að fá aðra myndlistarmenn til þess að feta í þá slóð, sem hann hafði nú troðið og sýna á Sauðár- króki en ég óttast því miður að Frá vinstri: Kristín Konráðsdóttir, Líney Helgadóttir, Adolf Ingimarsson, Heiðrún Steingrhnsdótt- ir og Ágústa Tómasdóttir. (Ljósmynd: E. D.) tómlæti Sauðkræklinga hafi reynst heldur mikið til þess að af því geti orðið. Þar voru bæj- arbúar slyppifengir. LISTAMENN OG FÓLKIÐ Við dreifbýlisbúar eigum þess að öllum jafnaði því miður lít- inn kost að kynnast verkum okkar ágætu myndíistarmanna. Það eru íbúar höfuðborgarinn- ar, sem fyrst og fremst sitja að þeim andlega heilsubrunni, — og virðist ýmsum auk heldur þykja eðlilegt. Ég man ekki betur en að á síðasta alþingi kæmi fram tillaga um það, að ríkið stuðlaði að aukinni list- kynningu út um land. Það sjón- armið fann ekki náð fyrir aug- um meirihluta þingmanna og er þó meiri partur þeirra sendur á þingbekki af því fólki, sem úti á landsbyggðinni býr. Hvað veldur slíkri afstöðu? Telja menn sig kannski vera að vernda blessaða kjósendurna fyrir listamönnum eða lista- mennina fyrir fólkinu? 58 MYNDIR Af þeim 58 myndum, sem mál- arinn sýndi á Sauðárkróki, voru 3 olíumálverk, 8 pastelmyndir, 3 krítarmyndir, 30 túsmyndir, 13 tréristur og 1 kol. Flestar þótti mér þær athyglisverðar án þess mér detti þó í hug að kveða upp neinn dóm um listgildi þeirra. Til þess er ég ekki bær. Og mér finnst það heldur ekki skipta neinu megin máli. Mér hefur virst, að hinir svonefndu „listdómarar,“ á hvaða sviði sem er, séu oftar en hitt ósam- mála í dómum sínum og við hvað á sá þekkingarsnauði að styðjast? En ég hafði mikla ánægju af að sjá þessa sýningu og hlaut þó að hafa þar miklum mun skemmri viðdvöl en ég vildi. Einkum tóku mig fanginn Sauðárkróki hinar skemmtilega táknrænu túsmyndir, sem listamaðurinn hefur gert við Tímann og vatn- ið, eftir Stein Steinarr. MENNTAÐUR MAÐUR Elías B. Halldórsson er ætt- aður úr Borgarfirði eystra. — Listnám sitt stundaði hann fyrst við Handíða- og myndlistarskól- ann í- 3 ár en síðan við listahá- skólana í Stuttgart og Kaup- mannahöfn. Hann hefur áður haldið sýningu á verkum sínum, bæði í Bogasal Þjóðmynjasafns- ins og austur á Norðfirði. Fæst af verkunum á sýningunni er nýgert en þó eru nokkrar tré- ristumyndirnar frá s.l. vetri. Aðspurður hvaðst Elías ekki hyggja á frekara nám, í venju- legum skilningi þess orðs, en líklegt þykir mér, að listamenn nemi alltaf eitthvað nýtt við sköpun nýs verks. Undanfarin missiri hefur Elías átt heima á Sauðárkróki og unnið þar iðn- aðarstörf, blátt áfram til þess hans hjartfólgið hugðarefni og sú er einlæg ósk hans, að mega helga sig henni einvörðungu. að geta lifað. Myndlistin er En það reynist mörgum torvelt að lifa á listinni einni saman á íslandi. Alltof margir íslenzkir listamenn eru neyddir til að sinna venjulegu brauðstriti, tímunum saman, oft þegar verst gegnir, og má nærri geta hver hemill það er á þroska þeirra og listgleði. Verður aldrei met- ið né vegið hversu mikilla verð- mæta þjóðin fer á mis af þeim sökum. Lengra hefur okkur nú ekki ennþá borið frá örlögum Sigurðar Breiðfjörð og nafna hans málara. Vonandi verður næsta mál- verkasýning á Sauðárkróki bet- ur sótt. Hygg ég, að Elíasi B. Halldórssyni þyki þá sem hafi hann til nokkurs barizt. —mhg FIMMTI VIÐAUKI VIÐ B ARÐSTÚN SMÁLIÐ JÆJA, þá er nú þjóðhátíðin um garð gengin og þá fer mað- ur vonandi að fá annað svar en „alveg vonlaust fyrir þann 17., en reyndu að tala við mig þá.“ Það var sama hvar maður kom, allir varu önnum kafnir við að fegra og snyrta bæinn okkar og má segja að viða hafi tekizt vel. En væri nú ekki ráð að reyna að halda í horfinu svo að menn þurfi ekki að leggja saman dag og nótt þegar hátíðlegir dagar nálgast. Já — það var þetta með Barðs túnmálið, ég var búinn að ítreka nokkrar spurningar til bæjarstjórnar og bæjarverk- fræðings, en auðvitað hafa þeir verið á kafi í undirbúningi — ekki síður en við hinir — og nú vonar maður að þetta lag- ist allt saman, ekki sízt þar sem bæjarstjórnarfundir verða ekki haldnir í júlí og ágúst. Það lít- ur öllu verr út með svör frá bæjarverkfræðingi, þar sem rik- isstjórnin hefur nýlega skipað hann í stjórn verksmiðjubákns, sem reisa á við Mývatn, 'cn all- ir sem kunnugir eru málum munu sammála um, að störf þau sem hann nú hefur með hönd- um muni einum manni ofviða. Því hefur verið skotið að mér að bæjarstjómarfulltrúar muni ekki alltof ánægðir með endan- lega afgreiðslu margnefnds Barðtúnsmáls, en eigi auðvitað ekki gott með að játa það opin- berlega, — en margir líta á þögn þeirra sem viðurkenningu á þeim ásökunum, sem fram hafa komið. Til er ákaflega einföld lausn á málinu, — en hún er sú að fresta öllum framkvæmdum á barðstúni og þegar kemur að því að samþykkja heildarskipu- lag það sem fyrir liggur^ strik- ast vega- og byggingafram- kvæmdateikningar á því svæði hreinlega út — það er nú allur vandinn. Hverju byggðarlagi er nauð- synlegt að hafa traustu og vel- útbúnu slökkviliði á að skipa. Hér á Akureyri hafa — um ára- bil — starfað fastráðnir bruna- verðir. Einhver veila virðist vera í ráðningu þessara manna, þar sem enginn þeirra kom til greina, þegar varaslökkviliðs- stjóri var skipaður á síðasta bæjarstjórnarfundi, en fyrir val- inu varð einn af hinum önnum köfnu bæjarfulltrúum. Við yf- irumsjón með viðhaldi bifreiða og véla komu þeir auðvitað ekki til greina, til þeirra hluta vald- ist einn ágætur bifvélavirkja- meistari hér í bæ. Er í raun og veru nokkuð vit í að láta þessa menn vera eina á vakt. Ef sú skýring skyldi nærtækari að erfitt þyki að gera upp á milli varðanna, virðist þetta nú vera vafasöm aðferð til úrlausnar, — eða á maður ef til vill eftir að heyra það, að Skarphéðinn í Amaró sé ráðinn varakaupfé- lagsstjóri KEA og Ingvi í Hafn- arbúðinni hafi yfirumsjón með gluggaútstillingum. Með beztu kveðjum. Dúi Björnsson. Þótt Bjarg, heimili fatlaðra, sé úr dauðu grjóti og jámi, eins og flest önnur hús, hefur það aðra og meiri þýðingu en flest önnur félagsheimili, því þar hafa menn og konur, sem í einhverju er áfátt likamlega, fundið gleði sína og sjálfstraust við fjölbreytta vinnu og félags- störf. En þó hefur samfélagið ekki hlynnt nógsamlega að fötluðu fólki, þótt almennur skilningur á séraðstog við það sé mjög vaxandi. Sjálfs- bjargarfélögin og almenningur vinna að því að auka skilning landsfeðranna á þessum málum og miða þau mál í rétta átt. í fréttatilkynningu Sjálfsbjarg ar á Akureyri, segir: „Félagið Sjálfsbjörg á Akur- eyri var stofnað 8. október 1958 en fyrsta Sjálfsbjargarfélagið var stofnað á Siglufirði í júní 1958. Hafði Sigursveinn D. Kristinsson, tónskáld, forgöngu um stofnun bcggja þessara fé- laga og einnig fleiri félaga, er á eftir komu. Landssamband þess- ara félaga var stofnað í júní 1959. Var 6. landsþing þess hald áherzla á, að fellt verði niður hið óréttláta ákvæði um úthlut- un örorkubóta til fatlaðra hús- mæðra, en að þeim verði tryggð- ur sami bótaréttur og öðrum þjóðfélagsþegnum. Og loks, að aðstandendum barna með skerta orku verði tryggð greiðsla á öllum kostnaði, sem af fötlun þeirra leiðir. Undanfarin ár hefur jafnan verið úthlutað nokkrum fjölda bifreiða til fatlaðs fólks og veitt- ur afsláttur af tollgjöldum. En þessi úthlutun hefur verið bund in við ákveðnar tegundir bif- reiða og ekki ætlast til, að ör- yrki njóti þeirra hlunninda nema einu sinni á æfinni. En bílar endast sjaldnast heila mannsæfi, og því er það krafa Sjálfsbjargarfélaganna, að þeim verði gefinn kostur á að endur- nýja umræddar bifreiðir, eink- um með. það fyrir augum, að þeir, sem þess þurfa, geti átt kost sjálfskiptra bifreiða eða á annan hátt sérstaklega útbúinn án aukakostnaðar. Félagið Sjálfsbjörg á Akur- eyri hófst fljótt eftir stofnun fyrir fastar vinnustofur. Er reiknað með því, að lokið verði við þann byggingaráfanga á þessu ári, ef framkvæmdir ekki stöðvast fyrir fjárskort. Ekki er enn að fullu ákveðið, hvers konar vinnustofur eða hvaða framleiðsla verður þar stunduð.En vafalaust verður þar um einhvern léttan iðnað að ræða, og standa yfir athuganir á því, hvað hentugast muni að taka fyrir. Vegna hins mikla iðnaðar hér á Akureyri hefur auðveldara verið hér en víða annarsstaðar fyrir fólk, sem eitthvað er fatl- að, að komast út í atvinnulífið, en þó er alltaf nokkur hópu-r, sem ekki hefur neina möguleika til að sækja hinn almenna vinnu markað, og fyrir það fólk sér- staklega eru væníanlegar vinnu stofur hugsaðar. Til framkvæmda hefur félag- ið notið styrks og lána frá Erfða fjársjóði, og einnig hafa margir einstaklingar og fyrirtæki stutt félagið myndarlega. Væntir fé- lagið, að framhald verði á góð- — Mamma er niðri í klefanum sínum, segir hann. — Ég fer þá ofan og heilsa henni fyrst, segir Iðunn, og fer þegar ofan til frú Gilde. Hún hefir náð sér ótrúlega þetta sumar. Þreyttir andlitsdrætir hennar eru nú miklu blæfrískari en áður. Og þolinmæði og ró móta svip hennar. Á einhvern hátt hefir Haraldi tekizt að bæla niður áfengisþrá hennar. Ef til vill hefir hún náð í einstöku glas í laumi, en aldrei svo mikið, að verulega bæri á því. Hver veit, hvað henni kan að takast með varanlegri einbeitni. Það glaðnar mjög yfir frú Gilde, þegar Iðun kemur inn til henar. Hún spjallar lét og fjörlega um allt og ekkert. Og hún er með nýja bók i höndunum. Já, Iðunni er Ijóst, að þessi ferð getur orðið frú Gilde sannkallað björgunarbelti. Hún hefir hlakkað til ferðarinnar með eftirvæntingu og forvitni. Og raunverulegi þurfa allir að eiga eithvað í vændum, sem þeir geta hlakkað til! — Vitið þér, hvort Rossí er kominn um borð? spyr frú Gilde allt í einu. — Nei, ég hefi ekki séð neitt til hans né heyrt síðan um nónbilið. — Furðulega! Frú Gilde opnar bókina og blaðar dálítið í henni. — Það er annars aldrei að vita, nema hann kunni að finna upp á að hætta við allt saman, hætta við ferðina á siðustu stundu, bætir hún við. — Já, Rossí er nú einu sinni Rossí! En nú skal ég ganga upp og sjá hvað setur. Iðunn gengur aftur upp á þilfar og finnur Harald þar úti við Öldustokkinn. Hún nemur staðar við hliðina á honum. Þau horfa bæði ofan á bryggjuna. Bílar eru þar á ferð og flugi fram og aftur með ferðafólk og farangur. Iðunn litur upp á Harald, háah og glæsi- legan, og fallegan vangasvip hans. Hvað skyldi hann vera að -hugsa um núna. Hún hélt að nú þekkti hún hann svo vel eftir langa við- kynningu. En í þessu augnabliki er hann henni samt ókunnugur. Hún horfir aftur ofan á bryggjuna. Þar kemur enn einn bill og stöðvast við landgöngubrúna. Og i þetta sinn er það Rossí! En hann er ekki einsamall. Eigandi Te-hússins er förunautur hans, ferða- AUÐHILDUR FRÁ VOGI: | GULLNA BORGIN klæddur. Hann fylgist með Rossí út í skipið. — Þetta grunaði mig ekki, segir Haraldur lágt, án þess að líta af þeim tveim, sem nú eru að koma. Iðunn horfir í sömu áttina. Hún svarar engu. Haraldur segir þá: — Sástu hver var förunautur Rossís? segir hann og snýr sér hálfvegis að henni. Hún kinkar kolli. — Ég veit ekki annað að segja: Ameríka sleppir aldrei aftur því, sem hún hefir náð fullum tökum á, segir Haraldur hugsi. Iðunn finnur sannleiksgildi þessara orða Haralds. Nú eru landfestar leystar. Vélar skipsins taka að hreyfast. Iðunn horfir ofan á bryggjuna til að gá að Björgu. En hún hefir sennilega ekki orðið laus, þótt seint sé, — eða kannski ekki treyst sér til að koma og kveðja Iðunni á ný! Landfestar siga fram eftir bryggjunni, og lykkjan fellur þungt niður í sjóinn. Skipið sígur frá bryggjunni. I þessu vetvangi finnst Iðunni, sem kaðallykkjan sú arna hafi leyst hana frá borginni hérna fyrir fullt og allt. Borgin hefir aðeins verið biðstöð hennar um hríð. Og á vissan hátt vísað henni veginn lengra áleiðis. Haraldur og Iðunn standa enn við öldustokkinn, meðan skipið sígur áfram út milli næstu hólma og skerja. Septembermyrkrið sveipast um þau. Borgin minnkar óðum í augum þeirra. Þúsundir ljósa lifa og blika þar inni. Gullna borgin! hafði Björg éinu sinni sagt. Þannig hafði Björg nefnt borgina, áður en hún kom þangað. En nú — ? Æ-já, borgin á sennilega jafnmarga dimma skugga sem blikandi ljósleiftur, þegar nær er komið. Hægur vindblær leikur um farþega þá, sem enn eru á þiljum uppi. Iðunn lokar augunum snöggvast. Það er sem hönd strjúki létt um vanga hennar. Jörundur sprettur upp í huga hennar og sviptir hana mætti og megni. Hún hefir reynt að víkja þessum hugsunum á bug og sem allra lengt frá sér í dag. En samt hafa þær vsít dulist henni allan tímann. Hversvegna er hún að hugsa svona órjúfandi sterkt til Jörundar núna? Hversvegna þráir svo óhemjusterkt í átt- ina til hans? Er það kannski sökum þess, að hún — og ef til vill allir — þrá það, sem þeir ekki eiga? Og þangað sem þeir ekki eru? Og nú heyrir hún rödd hans í huga sér, eins og hún var siðast: Ið- unn, bíddu! hafði hann hrópað hátt í símann. — Nei, hún verður að átta sig. Jörundur er langt héðan. Fjarlægðin milli þeirra eykst í sífellu. — Jörundur! ómar innra með henni. Hana langar til að nefna nafnið hans út í bláinn. — Jörundur, finnurðu ekki, hve hugur minn og hugsun öll heldur samt fast í þig? Einhverntxma, og það áður en mjög langt líður, skal ég svara þér, þegar hugmyndavefur minn leitar aftur hingað með ívafið allt á bókarblöðum. — Þar muntu finna svarið, Jörundur! Myrkrið umhverfis þau þéttist í sífellu. Ljósin inni á ströndinni fækka og dofna stöðugt. — Eigum við að fara ofan? segir Haraldur. Nú man Iðunn allt í einu eftir, að Haraldur stendur fast hjá henni. Hún kinkar kolli. Augu hennar stara enn út myrkrið á ljósin inni á ströndir.ni. Haraldur leggur höndina létt ofan á hönd hennar á öldustokknum. — Komdu þá, Iðunn! - j Hún fylgir honum burt eftir þilfarinu, án þess að líta aftur. Og skipið stefnir áfram út í nóttina. Langt úti í fjarðlægð deplar landtöku-viti augum. E N D I R .

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.