Dagur - 11.07.1964, Blaðsíða 4

Dagur - 11.07.1964, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarma'ður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Er borgin á verði? í HÖFUÐBORGINNI eru margar varðstöðvar, sem eiga að sinna þörf- um landsbyggðarinnar. ‘Margar af þessum varðstöðvum eru ríkisstofn- anir, stjórnar- og framkvæmdamið- stöðvar, póst- og símamála, vegamála, hafnar- og vitamála, raforkumála, opinberra bygginga o. s. frv, auk fjölmargra annarra þjóðfélagsstofn- ana á ýmsum sviðum, sem hér verður ekki vikið að. Stjórn landsins og lög- gjafarvald hefur samkvæmt gamalli venju eða að yfirlögðu ráði staðsett allar þessar varðstöðvar syðra. Landsbyggðin á oft mikið undir því, einkum um há-bjargræðistím- ann, að allur þessi fjöldi varðstöðva á vegum þjóðfélags og einstaklinga á einum stað, sé samvizkusamlega á verði, hvenær, sem þess gerist þörf, og þá alveg sérílagi byggðarlög, sem eru langt frá borginni og eiga ekki annarra kosta völ en að leita þangað. Algengt hefur þó verið að víkja af verðinum á helgum dögum, og er ekki að því fundið. Nú auglýsa rnarg- ar ríkisstofnanir að auki, að þar sé enginn á verði á laugardögum. Og hver veit nema verzlunarfyrirtæki fari að gera það líka? Þau eru þegar lokuð eftir hádegi þann dag. Lang- ferðamaður, sem kemiur til höfuð- borgarinnar síðdegis á föstudag, get- ur þurft að bíða þess að ná tali af hlutaðeigandi varðstöð þangað til kl. 9—10 á mánudasgmorgun. Þessi háttur málsins skal ekki nán- ar ræddur hér. En varðstöðvar höfuð- borgarinnar verða að gera sér Ijóst, að hlutverk þeirra er mikilsvert fyrir þá, sem í fjarlægð eru. Að með trúrri varðstöðu, fyrirhyggju og árvekni er hægt að gera mikið gagn. Með lé- legri varðstöðu og sinnuleysi mikið tjón og oft óbætanlegt. Það er alvöru- mál fyrir bóndann eða sjómanninn að bíða eftir varahlut í vél, og að fá að lokum skakka afgreiðslu, eða hlut- urinn sé ekki til í landinu, þegar hans er þörf. Það er mikilsvert, að opinberar framkvæmdir, hvort sem er í vegi, höfn, raforkulínu eða síld- arverksmiðju, séu unnar á réttum árstíma. Það er dýrt fyrir þá, sem byggja og hafa gert sínar ráðstafanir, að fá .ekki sementið eða timbrið fyrr en eftir dúk og disk. Það ætti ekki að koma fyrir, að áburður sé ekki kom- inn í verzlunarstað, þegar tími er kominn til að nota hann, eða pönt- uð heyvinnuvél fyrir slátt. Það ætti ekki að koma fyrir, að það vanti salt eða umbuðir um gjaldeyrisvörur. Stofnanir, sem leggja landsbyggðinni til ráðunauta eða sérfræðilega að- stoð, verða að gæta þess, að þjónustu þarf að veita á réttum tíma og að það verður að vera boðleg þjónusta, líka fyrir norðan Hvalfjörð og austan Hellisheiðar. Frélfir af sfarfsemi HSÞ HÉRADSSAMBEAND Suður- Þingeyinga hélt 50. aðalfund sinn í barnaskóla Reykdæla hjá Litlu-Laugum hinn 13. júní s.l. Fundinn sóttu 28 fulltrúar frá öllum félögum innan sambands- ins auk stjórnarmanna og gesta. Aðalviðfangsefni fundarins voru íþrótta- og félagsmál á sam- bandssvæðinu og auk þess 50 ára afmæli sambandsins, en það var stofnað á Breiðumýri 31. okt óber 1914. Samþykkt var, að af- mælishóf skyldi haldið að Laug- um 23. ágúst n.k. en einnig samkoma fyrir héraðsbúa á af- mælisdaginn 31. október í haust. Undanfarin ár hefur verið unnið að samningu myndarlegs afmælisrits, sem koma mun út á þessu ári. Núverandi formaður HSÞ er Óskar Ágústsson, íþróttakenn- ari, Laugum. Hinn 17. júní stóð HSÞ fyrir héraðshátíð í tilefni af 20 ára afmæli lýðveldisins. Samkoma var í íþróttahúsi Laugaskóla, þar sem til skemmtunar voru ræðuhöld, upplestur og einsöng- ur. Ræðumenn voru sr. Sigurð- ur Guðmundsson, prófastur, Grenjaðarstað og Tryggvi Stef- ánsson, Hallgilsstöðum, kvæði fluttu Jón Jónsson, Fremstafelli og Þórólfur Jónasson, Hraun- koti og Jóhann Konráðsson söng einsöng með undirleik sr. Arn- ar Friðrikssonar, Skútustöðum. Að því loknu fór fram íþrótta- mót, Lúðrasveit Húsavíkur lék úti undir stjórn Reynis Jónas- sonar og dansleikur var um kvöldið. Samkoman fór vel fram og margt fólk sótti hana, þrátt fyrir fremur óhagstætt veð ur. 18. júní hófst að Laugum æskulýðs- og íþróttanámskeið á vegum HSÞ og stóð til 28. júní. Þátttakendur voru 50 piltar og stúlkur á aldrinum 12—16 ára, allir úr Suður-Þingeyjarsýslu nema einn. Kenndar voru frjáls ar íþróttir, fimleikar, hanaknatt leikur, knattspyrna, kórfuknatt- leikur og dans. Á kvöldin voru kvöldvökur, þar sem þátttakend ur sjálfir sáu um undirbúning dagskrár. Erindi á námskeiðinu fluttu sr. Sigurður Guðmundsson, pró fastur, um æskulýðsmál og sr. Friðrik A. Friðriksson, sóknar- prestur, Hálsi, um bindindismál. Kennarar á námskeiðinu voru hjónin Kristjana Jónsdóttir og Stefán Kristjánsson, íþróttakenn arar úr Reykjavík og Arngrím- ur Geirsson, íþróttakenr; ari, AJftagerði, Mývatnssveit, og for stöðumaður Oskar Ágústsson, Laugum. Námskeið sem þetta er ný- breytni í starfsemi sambandsins og þótti gefa góða raun, svo að ætlunin er, að framhald verði á þessari starfsemi. Að loknu námskeiðinu þann 28. júní var haldið. íþróttamót fyrir ung- lir.ga úr Suður-Þingeyjarsýslu bæði þátttakendur námskeiðs- ins og aðra. Veðar var mjög ó- hagstætt og tókst því ekki að Ijúka keppni í öllum greinum. Héraðsmát HSÞ í frjálsum í- þ’óttun; — hið 41. i röðinni — og knattspyrnu fór frain að Laugum helgina 4. og 5. júlí. Mótsstjóri, eins og á hinum fyrri mótum, var Stefán Krist- jánsson, íþróttakennari. íþrótta- keppni hófst báða dagana kl. 16, og áður en keppni hófst seinni daginn, flutti Sigurður P. Björnsson, bankaútibússtjóri, Húsavík, ávarp um skaðsemi reykinga, Dansleikir voru bæði kvöldin og barnaskemmtun á sunnudaginn kl. 14.30. Þar skemmtu þeir Ómar Ragnarsson og Grétar Ólason úr Reykjavík og einnig á dansleikjunum. Þar að auki keppti Ómar sem gestur í 100 m og 400 m hlaupum á í- þróttamótinu og bar sigur úr býtum í báðum greinum. Mar- inó Eggertsson frá Ungmenna- sambandi Norður-Þingeyinga keppti einnig sem gestur og varð hlutskarpastur í 1500 m og 3000 m hlaupum. Veður var hið bezta báða dagana og fjöl- menntu bæði áhorfendur og í- þróttafólk til mótsins. Á héraðsmótum þessum er keppt um verðlaunagripi bæði í frjálsum íþróttum og knatt- spyrnu. Hinn fyrrnefnda hlýtur það félag, er hæst verður í stiga keppni innbyrðis milli sambands félaga og vai-ð Umf. Efling, Reykjadal, að þessu sinni hæst með 57% stig. Sigurvegari í knattspyrnumótinu hlýtur seinni gripinn, en aðeins tvö fé- lög tóku þátt í því að þessu sinni: Umf. Mývetningur og íf. Völsungur, Húsavík, og báru Völsungar sigur úr býtum með 3:2. Segja má, að íþróttalíf á sam- bandssvæðinu standi með blóma. — Knattspyrnuþjálfari starfar nú á vegum sambands- ins og næsta verkefni frjáls- íþróttamanna er væntanleg keppni við UMSE. En það við- fangsefni, sem hæst ber í fram- tíðinni, er Landsmót UMFÍ að Laugarvatni á komandi ári og í sambandi við það undankeppni í knattspyrnu og handknattleik. Þegar rætt er um grózkumik- ið íþróttalíf á vegum sambands- ins, skai ekki gleymt að geta um ágætt starf hjónanna Kristjönu Jónsdóttur og Stefáns Kristjáns sonar, sem undanfarin 4 sumur hafa þjálfað íþróttafólk héraðs- ins. Eiga þau, að öðrum ólöstuð- uðum, vafalaust drýgstan þátt í góðu gengi þingeyskra íþrótta- manna og kvenna undanfarin ár. □ SKÍÐAHÓTELIÐ HLÍÐAR- FJALLI. Opið daglega fyrir gistingu og greiðasölu. Borð og matpantanir í síma um 02. — Hótelstjóri. Héraásskóli Eyfiráinga Lárus Pálsson og Ævar kvaran í hlutverkum í Sardasfurstinnunni. S A R D A SFURSTINNAN ÓPERETTA í þrem þáttum. Tónlist eftir Emmerich Kálmán. Leikstjóri og hljómsveitarstjóri István Szalatsy. Röng afgreiðsla er ekki ný undir sólinni og hefur oft og einatt vakið mönnum kátínu. Á þessum björtu vordögum hefur íslenzka þjóðleikhúsið orðið fyr ir þeirri gráglettu stjórnarskrif- stofu austur í Ungverjalandi, að því hefur verið send allfullorðin kona, sem ekki verður heyrt eða séð að hafi náin skipti við Þalíu. Samið hafði verið um að senda hingað unga óperettusöng konu. Unnið mun nú vera að því eft ir því sem unnt er, að fá þessi mistök leiðrétt og er því ráðlegt fyrir þá, sem vilja sjá Tatjána Dubnovszky að gera það heldur fyrr en síðar. Slík gtvik, sem koma hennar upp á leiksvið Þjóðleikhússins hljóta að verða einsdæmi, svo ekki er vert að láta spaugið fara fram hjá sér. Sardasfurstinnan er ein af þessum skemmtilegu óperett- um, sem ekki hafa annan til- gang en vekja kátínu hjá fólki, en sá tilgangur er í góðu sam- ræmi við hækkandi sól, grænar grundir og blómskrúð á bala. Leik- og hljómsveitarstjórn Ungverjans István Szalatys er til mikillar fyrirmyndar og má segja, að ekki sé um veikan hlekk að ræða í allri sýningunni að undanskilinni áðurnefndri konu. Bessi Bjarnason er bókstaf- lega óborganlegur í hlutverki Boni. Það er eins og þessi ágæti leikari hafi magnazt af lífsgleði og lífsfjöri við að sjá mistökin á næsta leiti og ekki spillir mót- leikari hans, Herdís Þorvalds- dóttir neinu. Segja má að Her- dís, Bessi og Lárus Pálsson geri sýninguna minnisstæða, þótt efni hennar sé ekki mikið. Herdís leikur Stasi, stúlkuna, sem átti að giftast einum en varð ástfangin í öðrum eins og gengur. Lárus Pálsson er þjónninn, sem kann að gera gott úr öllu, og hefur Lárus ekki um langa hríð skapað eins skemmtilega persónu eins og að þessu sinni. Erlingur Vigfússon leikur Ed- win, elskhuga og síðar eigin- mann Sylviu, sem ungverska konan leikur. Erlingur hefur fallega söng- rödd, en um leik hans væri ekki sanngjamt að dæma fyrr en hann fær sambærilegan mótleik Valur Gíslason leikur Leo- pold Mariu fursta, sem er farinn að kalka og endar með því að vera gerður ambassador, svo einn æðsti maður ríkisins Fer- dinand Salvator (Ævar Kvar- an) eigi hægara með að gamna sér við furstinnuna Ceceliu, sem er leikin af Guðbjörgu Þorbjarn ardóttur. Þessir þremenningar standa fyrir sínu og vel það, einkum skapar Valur Gíslason skemmtilega fígúru úr gamla furstanum, sem alltaf fær í mag ann þegar á móti blæs. Enda þótt ágæt leikmeðferð myndi út af fyrir sig endast til að gera leikhúsgestum kvöld með Sardasfurstinnunni ánægju legt, þá munu þó hin aðlaðandi lög, sem flestir kunna, ásamt léttum, velæfðum dönsum, eiga eigi alllítinn þátt í því, að þrátt fyrir mistökin, og jafnvel að ein hverju leyti vegna þeirra, muni óperettan standa vel fyrir sínu sem liður í listahátíð í tilefni af 20 ára afmæli lýðveldisins. Ólafur Gunnarsson. Eyjafjörður finnst oss er fegurst byggð á landi hér. Þannig kvað höfuðskáldið Matt hías Jochumsson fyrir fleiri tug um ára. Og við Eyfirðingar tök- um undir með honum og syngj- um af hjartans lyst hið fagra kvæði hans. Og þó deila megi um hvar finnist fegurst byggð á landinu, þá er það víst, að Eyjafjörður er mjög fögur og blómleg sveit og afar farsæl. Og okkur Eyfirð ingum er sveitin kær og heldur áfram að vera það. LEITAÐ STUÐNINGS í S. L. febrúarmánuði var stofn- að ungmennafélag í Hrísey og voru stofnendur 20, en síðan hef ur félagatalan meir en tvöfald- azt. Nú hefur Narfi, en það er nafn ungmennafélagsins, ráðizt í það að efna til happdrættis og á ágóðinn að renna til byggingu félagsheimilis í Hrísey. Strax í upphafi var félögum Narfa ljóst að stærsti þröskuldurinn fyrir virku félagslífi væri skortur á húsnæði sem sómasamlegt gæti talizt. Var því einróma sam- þykkt á félagsfundi, að leita samstarfs við verkalýðsfélag og Kvenfélag eyjarinnar um þetta mál. Var málaleituninni vel tek ið og kosin framkvæmdanefnd •frá öllum félögunum. Eins og að líkum lætur á nýstofnað félag ekki gilda sjóði, en af bjartsýni æskunnar og í trausti á skilning og velvilja borgara landsins, leit ar það stuðnings þeirra er eigi hafa dæmt alla æsku íslands eftir atburðunum frá Þórsmörk og Hreðavatni. Æska Hríseyjar er staðráðin í því, að sýna í verki að stuðningur sá er veitt- ur verður, er eigi á glæ kastað. Við erum ekki að leita styrkjar um byggingu svall- og drykkju- heimilis í Hrísey, heldur vist- legs samastaðar fyrir heilbrigða æsku til hollrar tómstundaiðju, þar sem athafnaþrá og starfs- orka æskunnar verður beizluð til hins jákvæða en eigi til niðurrifs og til minnkunnar landi og þjóð. Saggafullt, gamalt fiskhús, það er athvarfið, sem æska Hrís eyjar á við að búa. Þeir, sem trúa á framtíð lands og þjóðar rétta æsku Hríseyjar hjálpar- hönd er þeim verður boðinn miði í happdrætti þess. Hrís- eysk æska mun þakka fyrir á þann hátt, er heil drenglund þakkar að verðleikum. Ég heiti sérstaklega á ungmennafélaga um allt land, um traustan stuðn ing. Æska íslands er sakfelld um margt, sem er sök okkar eldri. Ég treysti æsku Hríseyj- ar, og í því trausti hvet ég alla að veita umf. Narfa liðveizlu með því að kaupa happdrættis- miða félagsins. Með fyrirfram þakklæti fyrir veittan stuðning. Sigurjón Jóhannsson. Með hverju ári sem líður eykst fegurð héraðsins. Rækt- uðu löndin halda áfram að stækka. Ný hús, bæði íbúðar- hús og peningshús rísa árlega af grunni og prýða ræktuðu löndin. Og skógarreitir, bæði við bæi og á bersvæði stækka og gera sitt til að gera sveitina hlý- legri og fegurri. Og á dimmum vetrarkvöldum lýsa rafljósin upp bæina og úti- ljósin skína eins og stjörnur og varpa ljóma á héraðið. En það, sem er þó mest um vert er það, að Eyfirðingar eiga fallegt og þróttmikið æskufólk. Þó einstaka ungling hendi það slys á samkomum að bera foreldrum sínum og uppalend- um slæmt vitni með leiðinlegri framkomu sinn, þá er það svo lítill hluti, að varla er orð á ger andi. Leiðinlegt fyrir unghnginn sjálfan og aðstandendur hans, sem kennt hafa honum hvernig hann á að koma fram. Langsamlega mesti hluti Ey- firzkra æskumanna eru heil- brigðir og drenglundaðir og gera sér far um að koma vel fram. Þó framfarir hafi orðið mjög miklar í ræktun og byggingum hjá okkur Eyfirðingum, erum við á eftir ýmsum öðrum sveit- um í skólamálum. Okkur vantar héraðsskóla fyrir æskufólkið. En nú er að koma allmikil hreyf ing á það mál og er vonandi að skólinn rísi af grunni áður en langt um líður. Og farið er að ræða um hvar eigi að setja skól ann. Er nauðsynlegt að þar komi sem flest sjónarmið fram til at- hugunar, því hér er vandamál á ferðinni, því miklu skiptir að staðarvalið takizt vel, og þá ekki einungis fyrir nútíðina, heldur umfram allt sé reynt að sjá fram í tímann. Við verðum að gera okkur ljóst að Eyja- fjörður er vaxandi byggð og á mikla framtíð fyrir sér, þess vegna verður að ætla skólanum nægilegt landrými. Verðum Við að varast það, sem fram er kom ið á skólastöðum víða á land- inu, að ekki hefur verið tekið nægilegt tillit til þeirrar byggð- ar er óhjákvæmilega fylgir skóla í vaxandi byggðarlögum. Það er ekki aðeins um skólann sjálfan að ræða, heldur einnig hús fyrir kennarana og annað starfslið skólans og aðstoðar- menn. Þá verður og að gera ráð fyrir góðu íþróttasvæði við skól ann. Nú er ýmsum góðum skóla- mönnum að verða ljóst, að breyta þarf um kennslufyrir- komulag í skólunum. Skólarnir hafa ofboðið sálunni með þýð- ingarlítilli staglkennslu í ýms- um greinum, en vanrækt líkam ann, svo herfilega, að sumir skólagengnir menn hafa ekki lært að ganga uppréttir eins og frjálsbornir menn. Má telja víst að meiri áherzla verði í fram- tíðinni lögð við íþróttirnar, sér- staklega útiíþróttir. Verður því að ætla rúm fyrir gott íþrótta- svæði í nálægð skólans. Þá er og þess að gæta að hafa nægi- legt rúm fyrir útisamkomur hér aðsins í nálægð skólans, því sjálfsagt er a ðfara þar að dæmi Þingeyinga, er vegna hins ágæta húsakosts að Laugum hefur tek izt að koma á skemmtilegum héraðs- og landssamkomum að Laugum. Má t. d. nefna lands- mót ungmennafélaga, er þar fór fram og varð Þingeyingum til ánægju og mikils sóma. En þó kom þar í ljós, að landrýmið mátti ekki minna vera og tæp lega nógu samfellt. Enda munu fyrirmenn þeirrar stofnunar ekki hafa dreymt um að skólinn yrði jafnmikil stofnun og hann er orðinn. En þó nú sé svo kom- ið að landrýmið við Laugaskóla megi ekki minna vera, mun þó víðast á landinu vera þrengra um skólana. Af reynslu annarra verðum við að læra að sníða skóla okkar ekki of þröngan stakk, strax í upphafi. Manna á milli og í blöð um hafa ýmsir staðir verið til- nefndir bæði á heitum stöðum og köldum. Það mun vera svo, að fleiri skólar hér á landi eru á köldum stöðum en heitum. Ekki minnist ég þess að hafa séð eða heyrt þess getið að mik- ill munur væri á reksturskostn- aði þessara skóla. Og sennilegt þykir mér að ekki líði langir timar þar til við hitum upp öll híbýli okkar með raforkui Einn af þeim stöðum, sem hafa verið tilnefndir, eru Möðruvellir í Hörgárdal. Á Möðruvöllum er mjög fallegt og sólríkt. Hinn góðkunni skóla- og fræðimaður, Steindór Steindórsson, hefur skrifað og gefið út ágrip af sögu Möðruvalla. Og munu fáir er lesa þann bækling telja æskilegt að héraðsskóli Eyfirðinga verði reistur á þeim óhappastað. Enda varð reynslan af þeim skóla, er þar var, hin ömurlegasta. Lá við að skólinn leýstist alveg upp á öðru ári, og eftir aðeins 21 ár, á útlíðandi vetri, hrökklaðist skólinn þaðan, eftir að skólahús- ið brann til kaldra kola. En þrá- látir húsbrunar er ein af þeim óhöppum, sem virðast fylgja Möðruvöllum. En sjálfsagt er fyrir ráðamenn að athuga þann stað eins og aðra staði, sem bent er á. Ég vil benda á og ræða um Einn stað er ég álít að mörgu leyti heppilegan. Það eru Mel- gerðismelar. Á stríðsárunum tók herinn sér þar bækistöð og reisti þar marga herskála. Munu hermenn er þar dvöldu hafa skipt fleiri hundruðum, er þeir voru þar flestir. Var það haft eftir einum er búinn vara að fara víða um landið, a ðhann kynni hvergi eins vel við sig og á Melgerðis- melum. Þarna kom herinn upp flugvelli, er notaður var af Flug félagi íslands í mörg ár. Er því mörgum stáðurinn kunnur. Sól- ríkt er á Melgerðismelum og veðursæld eins og bezt gerist í Eyjafirði. Er oft riiikill munur á hvað veðrið er betra þar en á Akureyri og þar fyrir norðan. Nú hefur verið rætt um það í blöðum að breyta þurfi sveita- stjórnarlögunum og meðal ann- ars að stækka sveitafélögin, þá myndu þrír hreppar sunnan Ak ureyrar verða eitt sveitarfélag. Þá yrðu Melarnir í miðju þess nýja sveitarfélags og í 20 km fjarlægð frá Akureyri. Landrýrni er nægilegt á Mel- unum fyrir stóran og vaxandi skólastað. Þar eru stórir og sjálf gerðir íþróttavellir upp á Melun um. Og austan í Melunum er afbragðs íþróttasvæði. Þar er hvammur einn mikill og geta setið þar í grasi grónum halla þúsundir áhorfenda. Og í og við hvamminn er stór og sléttur grasigróinn völlur, er þar ágæt- ur staður fyrir frjálsar íþróttir, og áhorfendur er sætu í hvamm inum gætu séð og fylgzt með öllu, er þar færi fram. Er því víst, að þegar búið væri að reisa skólahúsin á þessum stað, muni verða ágætasta aðstaða til ð halda þar glæsilegar samkomur vegna landrýmis og veðursæld- ar. Því eins og öllum er Ijóst, er veðrið stórt atriði á útisam- komum og því mikils virði að hafa stað, sem er nokkuð viss með að geta boðið gott veður. Sjálfsagt væri að gera þarna skógarreiti, einn eða tvo, 10—20 hektara að stærð. Færi vel á því að ungmennafélög og kvenfélög héraðsins ættu þar hvert og eitt sinn blett. Og ekki færi illa á því að nemendur skólans gróð ursettu hver eina eða tvær hrísl ur. Þá væri og sjálfsagt að gróð- ursetja tré við skólann og aðra bústaði er þarna yrðu reistir. Vel hirtir skógarreitir mundu í framtíðinni auka mjög á fegurð staðarins og gera þar enn hlý- legra. Margt fleira kemur hér til greina, sem ég sé ekki ástæðu til að ræða að svo stöddu. En ég vona að þeir, sem koma til með a ðráða því hvar skólinn verður settur, géri sér ljóst að skólinn á að byggjast fyrir blóm legt og vaxandi hérað, eins og Eyjafjörður er og verður, og þess vegna verða þeir að láta víðsýni og framsýni ráða gerð- um sínum og ályktunum. M. H. Áraason. - Golfmótið (Framhald af blaðsíðu 1) núverandi íslandsmeistari, Magnús Guðmundsson, A, með eitt högg yfir par, eða 71 högg. Annar var Óttar Ingvarsson, R, með 72 högg. Síðan komu jafnir með' 76 högg þeir Pétur Björns- son, R, Gunnar Konráðsson, A, og Hafliði Guðmundsson, A. □ - Heyskapur , (Framhald af blaðsíðu 1). sér nógir hvað snerti kjöt og mjólk. Nú er sú breyting á orð- in, síðan mjólkurstöðin tók til starfa, að kýrnar hurfu, nema á tveimur stöðum, þar sem fólk stundar mjólkurframleiðslu. En það er á Hóli, þar sem Sigtrygg- ur Fl. Albertsson býr og í Kald- bak, en þar býr Guðbjörg Jóns- dóttir. — Hinsvegar eiga margir fé, eins og alltaf hefur verið, en Gunnar Maríusson er eini sauð- fjárbóndinn og hefur fé sitt á Bakka. □ 6. VIÐAUKI VIÐ B ARÐSTÚN SMÁLIÐ Ef til vill finnst ýmsum, að nú sé nóg komið af þessu þusi um hið margnefnda Barðstúnsmál, en ég er nú það einfaldur að ríghalda mér í þá trú, að ein- hver af þeim mönnum, sem hér eiga hlut að máli, — verði til þess, að þvo þann blett af, sem óhjákvæmilega á þá fellur, ef þeir ekki svara, þegar þeir eru kurteislega ávarpaðir. Einnig væri fróðlegt, að fá úr því skor- ið, hvort forráða- og starfsmeníi bæjarins telja sig yfir það hafna að gera almenningi grein fyrir verkum sínum — ef þess er ósk- að. Ef svo illa skyldi vilja til, að þeir, sem svara ætla, væru bún- ir að týna spurningunum, mun ritstjóri Dags geta útvegað þær með stuttum fyrirvara. Mér finnst ekki óeðlilegt, að taka fleiri mál til atliugunar, í þessum viðaukum, því mér virð ist Barðstúnsmálið ágætur sam- nefnari fyrir það siðferðisleysi, sem ríkir í afgreiðslu ýmissa mála, bæði í bæjarstjórn og hjá ýmsum bæjarstofnunum. Skyldi það vera rétt, sem ég heyrði ný lega, að bæjarskrifstofurnar yrðu ábyggilega komnar í sitt nýja húsnæði fyrir árslok 1980 og það sama ár yrði umferða- vika, sennilega um haustið. Einn vinur minn benti mér á afbragðslausn á togaraútgerðar vandamálum okkar, en það er að leigja togarana útlendingum til gistingar, þeim þætti vafa- laust matur í því að geta sagt frá því að hafa verið á togara. Nokkuð hefur verið rætt um götusópun og sýnist sitt hverj- um. Fyrir nokrum laugardögum síðan, voru nokkrir menn að verki, við sópun, nyrzt í Skipa- götu, á mesta umferðartímanum fyrir hádegi. Stinningsgola var og mun minnst af rykinu hafa lent í þar til ætlaðar kerrur, heldur í og á þó vegfarendur, sem ekki voru nógu fljótir að hlaupa. Fer nú ekki að nálgast það, að við sjáum eitthvað á- hald, sem notað. verður, í það minnsta, með kústunum. Ný fjárrétt var tekin í notkun um síðustu helgi, hér rett ofan við bæinn. Gamla réttin við Glerá, sem flestir bæjarbúar •munu kannast við, varð að víkja fyrir hinum nýja tíma, og er það ekki nema eðlilegt, en marg ir munu eiga góðar endurminn- ingar frá Glerárréttinni. Margt er vel um hina nýju rétt, en þó eru þar gallar, svo sem vöntun á sérinngangi fyrir fólk og vönt un á heppilegum ofaníburði eða annarri úrlausn á moldarflagi því, sem þarna er. Þessum göll- hefði verið hægt að komast hjá, ef þeir, sem um sáu, hefðu haft samráð við þá, sem þessum mál- um eru kunnugir, eins og t. d. Fj áreigendafélagið. Með beztu kveðju. Dúi Björnsson,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.