Dagur - 15.07.1964, Blaðsíða 4

Dagur - 15.07.1964, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERJLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Landsbyggðin er landvörn í RÆÐU ÞEIRRI, sem Gísli Guð- mundsson alþingismaður flutti í út- varpsumræðum frá Alþingi 12. maí s. l. bendir hann með ljósum rökum á þýðingu landsbyggðarinnar og að 'ekki mætti vanrækja hana svo, að við auðn lægi í byggilegum sveitum.. Hann sagði m. a. í þessu sambandi: „Landsbyggðin er landvörn okkar íslendinga. Af því að forfeður okkar byggðu landið allt, eigum við það nú. Af því að sjómenn okkar veiddu fisk með ströndum þess, eigum við landhelgina. Jafnvel smáþjóðir verja 20% af ríkistekjum sínum til þess að vera við því búnir að verja land sitt með vopnum, ef til kæmi. Við íslend ingar erum lausir við slík útgjöld. Með tilliti til þess ætti okkur ekki að vaxa í augum, þó að við þyrftum að verja einhverjum hundraðshluta — jafnvel þótt hann væri hærri en við Framsóknarmenn höfum nefnt — til þess að efla hina friðsamlegu landvöm byggðarinnar og skapa verðmæti. Framkvæmd þjóðmála er nú á tímum skipt í sérgreinar, og ráðu- neytum og ríkisstofnunum falin yfir- umsjón þeirra og ábyrgð. Meðal sér- greina þjóðfélagsstarfseminnar eru t. d. dómgæzla og réttarfar, íræðslu- mál, póst- og símaþjónusta, útvarp- vega- og hafnargerð, málefni atvinnu veganna, félagsmál o. s. frv. Þegar ný viðfangsefni eða aðkallandi krefj- ast þess, bætist við ný sérgrein, ný aflstöð í ríkiskerfinu. Og nú vantar einmitt slíka aflstöð, sérstaka þjóð- félagsstofnun, sem hafi þá sérgrein til umsjónar og til að bera ábyrgð á, að landið okkar haldist í byggð og eflist. Að þessu á hún að vinna með aðstoð fjármuna í samstarfi við hlut- aðeigandi byggðarlög, þannig að frumkvæðisgeta þeirra njóti sín í því samstarfi. Hún á einnig að stuðla að dreifingu opinberrar starfsemi um landið og hafa með höndum leiðbeiningar- og hvatningarstarf- semi. % Með ýmiss konar löggjöf liefur á þessari öld verið stuðlað að fram- kvæmdum í landinu, þá löggjöf þarf að efla, t. d. þarf að auka ríkisfram- lag til hafna og vega víðsvegar um land, jarðræktarframlög og margs konar lánastarfsemi til almennrar uppbyggingar. Og ljúka þarf rafvæð- ingu dreifbýlisins sem fyrst. En þar sem almenn löggjöf eða almenn lánastarfsemi nægir ekki, þar sem herzlumuninn vantar, t. d. til að koma upp atvinnufyrirtæki eða fram- kvæmd, sem (Framhald á bls. 7). ÚR DAGBÓ K LÍFSINS MIKILL áhugamaður í kennara stétt, sem ekki sættir sig við að þjóðfélagið vanræki skyldur sín ar við þau ungmenni, er lenda á villigötum, vinnur nú að næsta verkefni. Hann tók sjálf- ur kvikmynd, sem ber sannnefn ið Úr dagbók lífsins og sýnir hana víða um land þegar hann hefur tima til. Mynd þessi fjallar um vanda- mál heimila og einstaklinga þar sem hjálpar er þörf. Og hver sá er sér hana hlýtur að skilja, að ekki er sæmilegt, að vita af drengjum og telpum á sorphaugum mannlifsins án þess að rétta hjálparhönd. Kennarinn, sem myndina tók, er Magnús Sigurðsson skóla- stjóri í Reykjavík. Jólaleyfið notaði hann til ferðalaga og myndasýninga, einnig páska- og hvítasunnufrí. Og nú eru kenn- arar í sumarleyfi og Magnús er kominn á stað með mynd sína til að kynna þjóðinni staðreynd- ir í myndum og máli, af sjúkum þætti þjóðlífsins, sem þarf að lækna. Mikið fé safnast á sýn- ingarferðalögunum og á það að renna til byggingar heimila fyr- ir unglinga, sem hjálpar þurfa. Almenningur hefur skilið mál- ið mjög vel og er örlátur í þessu efni. Af ágóða af kvikmyndasýning unum er myndaður sjóður, sem ber nafnið Hjálparsjóður æsku- fólks og er í vörzlu biskupsskrif stofunnar. í stjórninni eiga sæti Ingólfur Ástmarsson biskupsrit- ari, Gunnar Guðmundsson og Magnús Sigurðsson. 240 þús. kr. hafa þegar safnást, auk þess sem verulegur hluti kvikmynda- tökukostnaðarins er þegar greiddur. Þess er að vænta, að kvik- myndin Úr dagbók lífsins fái hvarvetna góða aðsókn ,þar sem hún verður sýnd. En áætlaðar sýningar eru sem hér segir, og aðeins ein sýning á hverjum stað og getur slík áætlun að sjálfsögðu eitthvað breytzt: Sýningar í júlí. 18. Öræfum. 19. Mánagarði. 20. Höfn í Hornafirði. 22. Djúpavogi. 24. Breiðdal. 25. Stöðvarfirði. 26. Fáskrúðsfirði. 28. Reyðarfirði. 29. Eskifirði. 31. Neskaupstað. Sýningar í ágúst. 1. Seyðisfirði. 3. Egilsstöðum. 4. Borgarfirði. 5. Fljótsdal. 7. Vopnafirði. 8. Þórshöfn. 10. Bakkafirði. 11. Raufarhöfn. 12. Skúlagarði. 14. Breiðamýri. 15. Mývatnssveit. 16. Köldukinn. 17. Fram í Eyjafirði. 18. Hrísey. 19 Dalvík. Á sýningunum flytur Magnús sjálfur stutt ávarp. Hér á Akur- eyri drap hann m. a. á eftirfar- andi, er hann sýndi myndina: ÚR ERINDI SKÓLASTJÓR- ANS. Gamalt máltæki segir, að af því læri börnin málið að það er fyrir þeim haft. Gömul vísuorð hljóma þannig: Fyrrum átti ég falleg gull, nú er ég búinn að brjóta og [týna. í þessu vísuorðum var átt við leggi og skeljar og önnur leik- föng, sem börn notuðu til að líkja eftir hinum fullorðnu með því að hafa dýr. Nú gætu menn e. t. v. lagt bömum í munn, orð á þessa leið: Fyrrum átti ég hasarblöð, byssur, hnífa og leikarablöð Við, sem erum á miðjum aldri, lékum ekki Indíánaleik. Enn síður lærðu börn hann af blöð- um, bíóum o. fl. Heimili barnanna eru mjög misjöfn. En við ætlumst samt til að þau skili þjóðfélaginu góð- um þegnum. Engu að síður er það staðreynd, að mörg munað- arlaus börn eru til og önnur svo vanrækt, að þau þurfa hjálpar. Kona ein dó frá 5 bömum. Hennar síðasta ósk var sú, að börnin yrðu ekki hjá föðurnum eftir sinn dag, vegna þess að hann var mikill óreglumaður. Systkinin voru flutt á upptöku- heimili Reykjavikurborgar, Sil- ungapoll. En tvö voru síðar tek- in til ættingja á Akranesi. Að litlum tíma liðnum var þriðja barnið tekið af góðu fólki. Eftir var 5 ára drengur og 4 ára telpa. Þá hætti drengurinn að geta sofið. Hann gaf þessa skýr- ingu: Ég þarf að passa, að litlu systur sé ekki stolið. — Þannig höfum við á undanfórnum árum látið stela systkinunum frá þeim börnum, sem hafa misst foreldra sína. Ég hef þá trú, að fjöldi af- biota styðjist við eðlilegar or- sakir og að þeirra sé að stund- um lengra að leita en manni kemur til hugar. Það er því miður ekki ótítt, að foreldrar viti um það, að börn taki hluti ófrjálst og láti það afskiptalaust, eða jafnvel örfi til þess. Þannig var það fyrir nokkru um dreng, sem lenti í þjófnaði, að þýfið var geymt heima hjá honum. Móðirin geymdi þýfið í eldhús- skápnum Móðir hnuplaði í kjörbúð. 11 ára dóttir hennar var með henni og sá hún atferli móður sinnar. Konan var staðin að verki. Hún ætlaði þá að koma sökinni á barnið. Maður einn hitti mig á götu í Reykjavík og talið barst að tveim drengjum, sem sendir voru á unglingaheimilið í Breiðuvík. Hann taldi upp óknytti þeirra, marga og ófagra, sem rétt var, en ég benti hon- um á eitt, sem í frásögn hans vantaði. Þessum drengjum hafði verið sagt að stela. Þar voru fullorðnir að verki. Blöðin skrifuðu um það fyrir nokkru, að tíu til tólf telpur hefðu verið staðnar að þjófnaði. Nákunnugur maður sagði, að- spurður, að af þessum stúlkum væru aðeins tvær þjófar, en hinar alls ekki og hefðu aðeins látið tilleiðast af ytri aðstæðum. Enginn okkar myndi óska, að 11. 12. eða 13. telpan væri dótt- ir okkar eða af okkar fólkL En hvað getum við gert til að af- stýra því, að slíkt geti komið fyrir? Síkilberarnir eru látnir ganga lausir. Þeir taka með sér nýja og nýja félaga, án þess nokkuð sé að gert. Áhugi fólks fyrir þessum mál- um hefur ekki verið nógu mik- ill, sem sjá má á því, að 17 ár eru liðin síðan samþykkt var á Alþingi að reisa afvegaleiddum unglingum tvö heimili, annað fyrir drengi, en hitt fyrir stúlk- ur. Drengjaheimilið er hálf- byggt, telpnaheimilið er enn óbyggt. Féleysi er jafnan um kennt. En haldið þið, að það hefði tekið svo langan tíma að byggja bankaútibú eða félags- heimili? Með sama hraða yrði telpnaheimilið komið upp eftir árið 2000. Um sparnað á fé til þessara mála, má fullyrða, að það er þjóðfélaginu miklu dýrara að sjá fyrir drykkjumönnum og öðru eyðilögðu fólki, heldur en að byggja uppeldisstofnanir fyr- ir unglingana, þar sem flestir eru leiddir til betri vegar og verða flestir nýtir borgarar. Eða myndi nokkur óska þess í dag, að Reykjalundur yrði lagð- ur niður eða berklarannsóknir, en í stað fengjum við berkla- hælin full af fólki? Hvað um það fé, sem varið var til að útrýma sullaveiki og holdsveiki? Var betra að spara það fé og eiga hundruð eða þús- undir fólks, sem þjáðist af þess- um sjúkdómum Hættulegustu berklar og holdsveiki nútímans er vanræksla gagnvart því fólki sem nú gengur á glapstigum. Vífilsstaðir, Kristneshæli, Há- skólinn og fleiri merkar stofn- anir risu upp vegna þess, að fólk tók höndum saman um það. Nú verður þjóðin að sameinast um það, að útrýma nútíma holdsveiki, því meiri vanræksla verður þjóðinni alltaf dýr. Æskan er auðvitað að miklu leyti eins og við gerum hana. Hvaðan er áfengið komið, sem æskumaðurinn neytir? Ekki þykir mér trúlegt, að það sé allt stolið. Æskufólk gat ekki gert að því fyrir 150 árum þó það gengi með skyrbjúg og það var ekki æskunni að kenna, að hún var óskrifandi og ólæs fyrir 100 árum, Það var ekki æskunni að kenna, að hún var lúsug fyrir 50 árum. Það er heldur ekki æskunni að kenna í dag ef feð- urnir drekka og mæðurnar storka. Við stöndum frammi fyrir (Framhald á blaðsíðu 7). Vinnuaflið sfreymir úr landbúnaðinum Akranes er emi efst segir jón Friðriksson bóndi á Hömrum í Reykja- dal í viðtali við blaðið FYRIR nokkrum dögum mætti ég á götu gömlum kunningja úr Reykjadal, Jóni Friðrikssyni bónda á Hömrum. Hann er enn hinn karlmannlegasti, þótt tek- inn sé að reskjast, herðabreiður og holdskarpur. Hiklaus maður í orði og v'erki. Tókum við til saman. Hvað segirðu um búskapinn almennt, Jón? Það ætti sízt að spyrja bónda að því, því að það eru þeir, sem ekki búa og aldrei hafa bú- ið, sem taldir eru hafa meira vit á búskap en bændurnir sjálfir, bæði hvernig eigi að búa og hvernig hagur okkar er. Þú býrð í miðjum gamla Helgastaðalireppi? Já, það mun vera nálægt því. Hreppurinn náði þá norður í Sand og suður eða fram í Niða- sel á Fljótsdalsheiði, þar sem Baldvin skáldi bjó. Þá var hreppurinn bæði stór og mynd- arlegur og í honum bjó margt fólk. Hinsvegar þarf Reykdæla- hreppur ekkert að kvarta um að hann sé smár, því hann nær vestur að Skjálfandafljóti og austur fyrir Laxá. Vestan Fljótsheiðar voru Foss sel og Glaumbæjarsel en eru nú komin í eyði. Svo er Fljóts- bakki og Ingjaldsstaðir nokkru framar, einnig vestan Fljóts- heiðar og á bökkum Skjálfanda- fljóts og búið er að stofna ný- býli á báðum jörðunum. En nyrst er Vað. Austap við Laxá er svo Kast- hvammur og Árhvammur og annað nýbýli er verið að byggja úr Árhvammslandi. Ennfremur eru Hólar og nýbýli þar einnig. Af þessu sérðu, að víðáttan er nokkuð mikil þótt hreppnum væri á sínum tíma skipt og við misstum norðurhlutann, sem nú er Aðaldælahreppur. Hreppnum er eiginlega skipt í þrjá hluta, landfræðilega? Já, í Laxárdal, Reykjadal og bæina við Skjálfandafljót, og ekki hægt að fara beinustu Ieið milli bæja, ef nota á nútíma farartæki. En þetta gefur líka fjölbreytni. Fjölgar fólkinu? Breyting á íbúatölu er í rétta átt og stafar af því, að upp er að koma iðnaðarmiðstöð við Laug- ar, bæði trésmíðaverkstæði og vélaverkstæði og svo er þar í smíðum verzlunarútibú frá KÞ á Húsavík. Sjálfir þurfa skólarnir fleira fólk með fastri búsetu. Allt styður að fjölgun fólks þar. Á sveitabæjum fjölg- ar aftur á móti ekki, nema síð- ur sé og ein jörð fór í eyði nú fyrir skömmu, Stafnsholt. Hins vegar eru Stafnsbæirnir traust- ir útverðir og enn er búið í Laugaseli. Og menningarmiðstöð er að Laugum? Laugar eru menningarmið- stöð, ekki aðeins fyrir hreppinn, heldur sýslunnar allrar. Þar gengur vel og aðsókn gífurleg. Það er okkur mikils virði að þetta mikla menntasetur er til orðið og efalaust eiga Laugar eftir að þjóna enn fjölþættara hlutverki en nú er. Segðu mér, Jón. Er það satt, að grjót í skrautvegg þann hinn mikla í útibúi KÞ nálægt Laug- um, hafi verið sótt að Saurum? Sú saga gengur. Víst er um það, að eitthvað af grjótinu var sótt vestur á Skaga, en ekki veit ég um staðina. Sumir segja jafnvel að það hafi verið tekið úr gamalli dys, rétt áður en Sauraundrin gerðust. Annars er ýmsu logið. Líka heyrðist, að ekki hefði þótt ráðlegt að sækja meira grjót vestur. Var þá farið norður á Reykjaheiði til grjót- náms. En þar var litlu skárra, því þar fórst hermaður á stríðs- árunum. Með það var grjótnámi einnig hætt þar. Og þá var far- ið í Mýraröxlina því þar er ekki vitað, að maður hafi hlunnfarið sig á fingri hvað þá meira. Já, það er margt skrýtið. Og nú er skrautgrjótið úr öllum áttum og' verður gott þegar það kemur saman! Hverjir eru sérkennilegustu mennirnir, sem þú mannst í Reykjadal? Þeir eru nú margir og veit ég varla hverja ég ætti helzt að néfna. ÞóT vil ég þar fyrstan telja Sören í Glaumbæjarseli. Við þekktumst vel. Hann var fluggáfaður og svo minnugur, að hann gat farið orðrétt með heila kafla úr því, sem hann hafði lesið. Hann var líka flug- mælskur, talaði ekki oft á mann fundum, en af mikilli mælsku, ef hann á annað borð kvaddi sér hljóðs. Viðræðugóður var hann líka með afbrigðum. Sem ungur maður vann hann mikið að landbúnaðarframkvæmdum hér og þar, enda búfræðingur. Sören var blindur síðustu árin og var þá í skjóli Bjöms bónda og oddvita á Brún, systursonar síns, og hann andaðist þar. Þá er mér Sigurjón Friðriks- son, sem fyrst bjó á Einarsstöð- um og síðar á Litlu-Laugum, mjög minnisstæður maður og reyndist hann mér vel. Hann var sérstæður maður um margt og vel gerður og mikið skáld. Og svo ég nefni annan mann, sem líka fékkst við að yrkja, dettur mér í hug Baldvin Jóna- tansson í hug. Hann hugsaði og talaði í hendingum og kastaði fram ótölulegum fjölda vísna, hvar sem hann var staddur. Margar vísur hans eru góðar, jafnvel ágætar, en allt var látið flakka. Baldvin bjó á Viðaseli, fremsta bænum. Þar byggði hann upp og bjó þar mörg ár. Eftir að hann missti konuna, 1915, fór hann af jörðinni. Ræktun og byggingar eru vel á vegi í Reykjadal? Á síðustu 15—20 árum hefur orðið gjörbylting í þeim efnum. Túnin stækkuðu ört og húsa- kosturinn leynir sér ekki. Þessi þróun heldur áfram. Kúm fjölg- ar en sauðfé fækkar á síðustu árum. Margir hafa þó meiri áhuga fyrir sauðfé og þykir það skemmtilegri búgrein. Hvernig finnst þér að búa síð- ustu árin? Það er ekki gott. Það er erfitt. Verstur er lánsfjárskorturinn. Það fæst ekkert fé í reksturinn. Og til jarðræktarframkvæmda, sem alltaf taka einhver ár, þar til þær skila einhverjum af- rakstri, fæst ekki eyrir fyrir út- an hið lögboðna. Þetta er fjötur á framkvæmdunum. f bankana þýðir ekkert að fara slíkra er- inda, að biðja um lán til þeirra framkvæmda. Nú vita allir það, hvað vélavinna við ræktun kost ar, ennfremur sáðvörur og áburður. Þegar svo heyið er fengið af nýrækt, þarf að gera það verðmætt sem mjólk eða kjöt. Allt þetta tekur langan tíma, 2—3 ár eða lengur. Eða hvernig ætli færi um annan at- vinnurekstur, ef ekki fengjust peningar til brýnustu fram- kvæmda. Og þetta eru þó vissu lega traustari framkvæmdir en ýmsar aðrar og eru gerðar fleiri en einni kynslóð til hag- sældar. Mér finnst merkilegt að heyra ráðandi menn, svo sem landbúnaðarráðherra og aðra leiðandi menn, tala fjálglega um aukna ræktun og nauðsyn á því að halda ræktunarfram- kvæmdum áfram — án þes.s að sjá grundvallaratriðin — þ. e. að bændurnir verða að hafa möguleika eins og aðrir til að halda áfram á sömu braut og rM * í jhCr'r KEPPENDUR á þessu sund- móti voru frá Umf. Tindastóli á Sauðárkróki og Knattspyrnufé- laginu Vestra á ísafirði. Úrslit í einstökum greinum: 50 m bringusund karla. sek. Fylkir Ágústsson V 35,0 Birgir Guðjónsson T 39,2 Tryggvi Tryggvason V 42,4 100 m skriðsund karla. mín. Birgir Guðjónsson T 1:10,2 Tryggvi Tryggvason V 1:10,3 Hilmar Hilmarsson T 1:15,5 50 m baksund karla. sek. Birgir Guðjónsson T 39,3 Tryggvi Tryggvason V 40,1 Sveinn Marteinsson T 41,1 50 m flugsund karla. sek. Fylkir Ágústsson V 33,4 Einar Einarsson V 41,5 3x50 m þrísund karla. mín. Tindastóll 1:53,8 Vestri 1:54,8 50 m flugsund kvenna. sek. Kolbrún Leifsdóttir V 40,8 Telpna met. 50 m bringusund kvenna. sek. Kolbrún Leifsdóttir V 41,1 TVEIR knattspyrnuleikir fcru fram í I. deild um helgina. Fram vann Akranes 4:1 og Valur og Þróttur gerðu jafn- tefli 2:2. Leiðinlegt atvik átti sér stað í leik Fram og Akraness. Mark- verði Fram og Ríkharði Jóns- syni Akranesi lenti saman á vellinum og framdi markmaður inn gróft brot með því að slá ■ Ríkharð í höfuðið, svo hann féll við, en hlaut ekki meiðsli. Mark manninum var vísað af leikvelli, en eftir er að taka mál hans til dóms. Akranes er enn efst í I. deild með 10 stig, Keflavík er með 8, Valur 7, KR 6, Fram 5 og Þrótt- ur 4 stig. □ r r SIGUKVEGARAR A 17. JUNI-MOTI H.S.Þ. Jón Friðriksson bóndi á Hömr- um í Reykjadal. síðustu 15—20 árin, sem er mik- ið framfaratímabil. Búin þurfa að stækka verulega ennþá og þau þurfa að geta keypt vinnu, eins og aðrir atvinnuvegir. Við eigum aldrei frí, a. m. k. ekki kúabændur og það er þreytandi. Hvað segir þú um margum- talaðan fólksflutning úr sveit- um? Mér finnst hann mikil blóð- taka. Við getum ekki greitt land búnaðarverkafólki sambærilegt kaup og aðrir. Sú leið er því lokuð. Að stofna til nýbýlabú- skapar er svo erfitt, að það er þrekvirki að komast fram úr því. Ekki sé ég eða heyri á það minnst, að það sé að nokkru metið hvað sveitirnar leggja öðrum starfsgreinum mikið af ungu og hraustu fólki, sem við höfum komið á legg. Þetta ágæta vinnuafl streymir árlega í aðrar atvinnugreinar, segir Jón Friðriksson bóndi að lokum og þakar Dagur viðtalið. E. D. 100 m lilaup. sek. Sigurður Friðriksson E. 11,7 400 m hlaup. sek. Halldór Sigurðsson G. 63,6 Langstökk. m Sigurður, Friðriksson E. 6,53 Kúluvarp. m Guðm. Hallgrímsson G. 13,56 Spjótkast. Kristján Yngvason M. KONUR. 100 m hlaup. Lilja Sigurðardóttir E. Langstökk. Lilja Sigurðardóttir E. Sundmót í Sundlaug Sauðárkróks 22. júní 1964 Elín Jóhannsdóttir V 43,1 Helga Friðriksdóttir T 43,8 50 m skriðsund kvenna. sek. Margrét Jónsdóttir V 37,2 Sigrún Halldórsdóttir V 37,3 Inga Harðardóttir T 39,1 50 m baksund kvenna. sek. Helga Friðriksdóttir T 43,4 Inga Harðardóttir T 43,5 Guðmunda Jónsdóttir V 45,0 3x50 m þrísund kvenna. mín. Vestri 2:03,0 Tindastóll 2:11,7 ATH. Enda þótt hér séu öll sund skráð karla- og kvennasund, voru keppendur flestallir á drengja- og telpnaaldri. □ Kúluvarp (drengir). Kristján Yngvason M. m 9,95 Kúluvarp (sveinar). Páll Dagbjartsson M. ‘m 12,66 Kringlukast. Guðm. Hallgrímsson G. m 40,06 Kringlukast (drengir). Kristján Yngvason M. m 32,48 Kringlukast (sveinar. Páll Dagbjartsson M. m 41,20 r Urslit á Unglingamóti Héraðssambands Suð- ur-Þingeyinga 100 m hlaup. Jón Benónýsson E. sek. 11,7 Kúluvarp (sveinar). Páll Dagbjartsson M. m 13,24 Kúluvarp (drengir). Kristján Yngvason M. m 11,28 Kringlukast (sveinar). Páll Dagbjartsson M. m 41,64 Kringlukast (drengir). Kristján Yngvason M. m 27,30 STÚLKUR. 100 m hlaup. Þorbjörg Aðalsteinsd. G. sek. 13,5 Kúluvarp. Hanna Stefánsdóttir V. m 8,64 Langstökk. . Eva Jónsdóttir E. m 4,23 HVERAVELLIR Húnvetningar á Akureyri ráðgera hópferð til Hvera- valla \ ið Kjal-veg laugardaginn 25. þ. m. — til móts við Húnvetningafél. í Rvík. o. fl. Upplýsingar um ferðina gefnar í Söluturninum, Hafnarstræti 100 (sími 1170) og lijá Rósberg G. Snædal, sími 2196. HÚNVETNINGAFÉL. Á AKUREYRI m 37,80 sek. 13,7 m 4,65 m Kúluvarp. Helga Hallgrimsdóttir G. 8,62 Kringlukast. m Kristjana Jónsdóttir V. 24,43 DANSLEIKUR að Melum í Hörgárdal n. k. laugardagskvöld 18. þ. m. Hefst kl. 9 e. h. Taktar og Hjalti leika og syngja. Ungmennafélagið. ELDRI-DANSA KLÚBBURINN Dansað verður í Alþýðu- húsinu laugardaginn 18. júlí kl. 9 e. h.. Húsið opn- að fyrir miðasölu kl. 8 sama kvöld. Stjórnin. Til sölu: Tjögurra herberggja í B Ú Ð við Fjólugötu. Haraldur Valsteinsson, sími 2547. Til sölu: 4 herbergja íbúð í góðu, steinstevptu tvíbýlishúsi. Áhvílandi lán 60 þús. Útborgun rífleg. Bílskúrsréttindi. Nánari upplýsingar gef ég í síma 1070. INGVAR GÍSLASON. HÚSNÆÐI Vil selja nú þegar litla þriggja herbergja íbúð. Hagstætt verð. Góðir greiðsluskilmálar. Nánari uppl. gefur Viktor A. Guðlaugsson í síma 2910, miðvikud.- og fimmtudagskvöld kl. 20-22.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.