Dagur - 15.07.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 15.07.1964, Blaðsíða 8
8 1111111111111111 MIKIL BRÆÐSLA Á HJALTEYRI GRINDABOÐ, kalla Færeyingar, þegar vart verður við marsvínavöðu og þjóta þá allir af stað, sem vettlingi geta valdið. Myndin sýnir grindadráp í Miðvági, sem er skammt frá flug- vellinum á Vogey. (Ljósmynd: Ásmundur Poulsen) imimmmmm ioi var GEYSILEG síldvciði hefur ver- ið undanfarna daga á miðunum, aðallega út af Rtyðarfjarðar- dýpi' og Gerpisflaki, en einnig nokkuð út af Héraðsflóa. Frá kl. 7 að morgni s.l. laug- ardag til jafnlengdar á sur.nu- dag, fengu 120 skip samtals 110.480 mál og tunnur og er það metafladagur frá því síld- veiðar hófust hér við land. Síðan hefir veiði haldist og er heildaraflinn nú orðinn yfir 1 millj. mál og tuimur, en var á sama tíma í fyrra meira en lielmingi minni. — Síldin er mjög misjöfn að gæðum og fer mest af henni í bræðslu. Eitt- hvað er þó saltað og fryst. Sundlaug á Þelamörk opin almenningi á ný LJM s.l. helgi var sundlaugin að 'Laugalandi á Þelamörk opnuð fyrir almenning. Er hugmyndin að hafa hana opna framvegis «11 föstudagskvöld, svo og seinni parta laugax-daga og sunnudaga, svo framarlega að aðsókn verði. Það er ekki nóg að byggja dýr og vönduð íþróttamannvirki og láta þau svo standa auð og ónotuð mestan hluta ái-sins. — Með slíku háttaxlagi verða þau engum að gagni. í raun og veru ætti ekki að þurfa að hvetja fólk til að sækja sundlaugar og iðka sund, svo heilsusamlegt sem það er. En að gefnu tilefni hefur blaðið verið beðið að benda viðkomandi fólki á, að laugin mun ekki verða opin til lengdar, ef lítil aðsókn verður að henni. □ Löndunarbið er nú á Aust- fjarðarhöfnum, en fimm síldar- flutningaskip eru í förum með síld þaðan til Norðurlands- hafna. Hæsti löndunarstaðurinn er Siglufjörður, sem fengið hefir um 190 þús. mál til bræðslu. Vitað er um tvö skip, sem fengið hafa yfir 18 þxxs. mál og tunnur, og eru það Jón Kjart- ansson og Snæfell. □ BLAÐIÐ hafði samband við Véstein Guðmundsson verk- smiðjustjói'a á Hjalteyri s.l. mánudag. Síldai'flutningaskipið Alka var þá að landa þar um 3000 málum. Hefir þá Hjalteyi'- ai'verksmiðjan alls tekið á móti 39000 málum síldar til bræðslu í sumar og er það svipað magn og verksmiðjunni bai'st á allri síldai-vertíðinni í fyrra. í s.l. viku var skipað út 400 tonnum af mjöli, sem selt var hríseyÍarbátar MEÐ GÓÐAN AFLA Hrísey 14. júlí. Héðan róa 15 dekkbátar og nokkrar trillur. Afli hefur verið góður að undan föi-nu og er það aðallega ufsi, sem veiðist en einnig nokkuð af þoi'ski. Aflinn er allur unninn hér í fx-ystihúsinu. Einnig hafa smábátar frá vei'stöðvunum hér í kring landað öðru hvoru. At- vinna er mikil. Grasspretta er góð og hey- skapur hefur gengið vel. J. K. til Finnlands og 250 tonnum af lýsi og fór það til Noregs. Aðstaða er til síldai'söltunar á Hjalteyri en ekkert hefir vei'- ið saltað þar í sumar. Q JARÐSKJÁLFTA- KIPPUR ALLSN ARPUR jarðskjálfta- kippur fannst um kl. 17,45 s.l. laugardag, viða um land eða allt austan frá Húsavík til ísa- fjarðar. Hér á Akureyri fannst hann mjög greinilega, en stóð stutt. □ Krossanes með nálega 75 þúsund mál SÍLD AR VERKSMIÐ J AN í Krossanesi hefir tekið á móti nær 75 þús. málum síldar til bi-æðslu. Hefir bræðslan gengið ágætlega. Búið er að skipa út 1500 tonn- um af síldarmjöli, sem selt var til Englands og Danmeikur og 500 tonnum af lýsi til Hollands. GOÐAR HORFUR A SVALBARÐSSTROND Frá Albýðusambandi Vestfjarða Leifshúsum 11. júlí. Fyrri slætti er lokið á mörgum bæjum hér í sveit. Spretta var víðast hvar góð og heyfengur mikill, eða mun meiri en vex'ið hefur í fyrri slætti tvö undanfarin sum- ur. Kölin frá vorunum 1962 og 1963 eru líka að mestu gróin upp og engar kalskemmdir voru frá síðasta vori. Enn er of snemmt að segja nokkuð um horfurnar með kart- öfluuppskeruna. Byggingaframkvæmdir eru litlar í sveitinni. Þó er verið að byggja viðbót við tvö íbúðar- hús og stækka eitt eða tvö fjós. HAFNARBÆTUR Langanes, 10. júlí. Norðaustan- átt gerði undir miðja viku, en nú er komin þuri'kur a ný. Skurðgrafa vinnur nú á veg- um Landnáms ríkisms að fram- ræslu og mun vinna að land- þurrkun á ýmsum bæjum á Langanesi í sumar. En þar er víða raklent og nauösyn að þurrka landið til að unnt sé að auka rækta'-lond verulega. Byx-jað er að vinna að lending arbótum í Heiðarhöfn, en þar hefur íilfinnanlega skort að- stöðu fyrir smábátana, Dáiítið er komið af síld í verksmiðjuna í Bakkafirði og meira en á sama tíma í fyrra. □ Stórvii'kar jarðyrkjuvélar vinna lítið hér í sumar, en í vor var sáð grasfræi í allmikið af eldri flögum. S. V. BORAÐ I AGUST UNDIRBÚNINGUR er nú haf- inn til borunar eftir heitu vatni að Laugalandi á Þelamörk. — Standa vonir til að Norðurlands borinn stóri verði kominn þang að um miðjan ógúst. □ UNDANFARIÐ hafa staðið yfir á ísafirði viðræður á milli samninganefndar Albýðusam- bands Vestfjarða og Vinnuveit- endafélags Vestfjarða um kaup og kjör verkafólks á Vestfjörð- um. f gærkveldi náðist samkomu- lag á milli aðila um nýjan samn- ing, þó með þeim fyi'irvara af beggja hálfu, að samkomulagið verði staðfest af viðkomandi verkalýðsfélögum og atvinnu- rekendum. Gert er ráð fyrir að samning- Flugdagur á Melgerðismel um sunnudaginn 26. júlí LAUGARDAGINN 27. júní s.l. fóru 20 félagar úr Fiugbjörgun- arsveitinni á Akureyri flugleiðis til Keflavíkurflugvallar í boði Varnai'liðsins þar. Fei'ðin var farin til að kynnast ýmsum á- höldum og tækjum er þeir hafa til umráða til björgunar á sjó og landi. Kenndar voru aðferðir til að komast inn í fiugvélar á rétt an hátt, og sitthvað fleira. Var ferðin hin gagnlegasta og á- nægjulegasta á allan hátt. Gera má ráð fyrir að ferðir sem þess- ar vei’ði endurteknar. í F.B.S.Á. eru nú um 70 Sfærsfa heimasniíðaða siálfisklskip] STÆRSTA stálfiskveiðaskipi fs- lendinga, sem smíðað hefur ver- ið hér á landi, var hleypt af stokkunum í síðustu viku í skipasmíðastöðinni Stálvík h.f. Það hlaut nafnið Sæhrímnir, en eigandi skipsins er Hraðfrysti- húsið Jökull h.f. í Keflavík. smíði skipsins hófst í nóvember s.l., en teikningu að því gerði Ágúst G. Sigurðsson, skipa- tæknifræðingur. Sæhrímnir er 176,4 rúmlesta fiskiskip, knúið 440 ha. GM-vélum, auk tveggja hjálparvéla og búið öllum full- kcmnustu öi'yggis- og fiskileitar tækjum. Yfirumsión mc-ð smíði skipsins hafði Jón Sveinsson framkvæmdastjóri Stálvíkur h.f. Skipið mun hefja síldveiðar nú í vikunni. Q manns, sem ávallt eru til taks er á þai'f að halda. F.B.S.A hef- ur á að skipa snjóbíl með sleða, sjúki'abíl með drifi á öllum hjól um og verið er að byggja yfir fjallabil. Þá hefur sveitin yfir að ráða tjöldum, sjúkrasleðum, böi-um og alls konar útbúnaði til fjallgöngu og fei'ðalaga. En mikið vantar þó ó að útbúnaður sé nægilegur og er sveitin í sí- felldri fjárþröng þótt margir hafi stutt lianá með fjái'framlög- um og meðlimir sveitarin’nár leggi fram milda vinnu endui'- gjaldslaust. Því hefur FBSA ráð izt í það, ásamt Svifflugfélagi Akureyrar og Flugskóla Tiyggva Helgasonar (Norður- flug), að efna til flugdags á Mel gei'ðismelum sunnudaginn 26. þ. m. til ágóða fyrir stai’fsemi sína. Vei’ður þar m. a. sýnt svif- flug, vélflug og öll tæki FBSA. Dansleikir verða í Sjálfstæðis- húsinu á laugai-dagskvöld 25. júlí og að Hótel KEA á sunnu- dagskvöld 26. júli. □ ui-inn gildi frá og með 5. þ. m_ og er hann gerður til eins ársr og er þá uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrirvara. Hinn nýi samningur er gerð- ur samkvæmt samkomulagi því„ sem nýlega var gert á milli rík- isstjórnarinnar, Alþýðusam- bands íslands og samtaka at- vinnurekenda um stöðvun vex-ð- bólgu og kjai'abætur til handa vei'kafólki. Samningui'inn felur í sér öll sömu ákvæði varðandi kaup- gjald, vinnutíma og önnur kjara ákvæði, sem gilda í Reykjavík samkvæmt nýgerðum samningi Verkamannafélagsins Dagsbrúu við Vinnuveitendasamband ís- lands. Samningur þessi nær til allra. vei'kalýðsfélaga á Vestfjörðum,. en sambandssvæði Alþýðusam- bands Vestfjái'ða er Vestfjarða- kjördæmi. ísafii'ði, 5. júlí 1964. fHÁLMSTRÁSÐr MORGUNBLAÐIÐ birti nýlega eftii-farandi klausa í þætti „Vel- vakanda11: ^/SÍBASTA BÁLMSTa.Al»..| >'• Og þá er sjón,vasp3n>a}íé endáníega UMyfeta leitf e»_þéxc„: sétR .feeypt hafa. sjún.v%r.p«t#kfe geía iarlá 'að naga si* S hgfuki h&Mn, Bmnáatundar á BáfeÁá- hefui' nefaiSega :-jp»g§ þykkt ályktun »m ainápv'&imp ^ <1*1 Er nokkur furða þó „Velvak- anda“ blöskri á þeim ósköpum, að bændur, og það meira að segja á Bai'ðaströnd, skuli ger- ast svo djarfir að láta álit sitt í ljósi um sjónvarpsmálið? En væntanlega rnunu bændur halda áfram að gera sína sjálfstæðu ályktanir, þó einhverjum líki þær miður vel. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.