Dagur - 01.08.1964, Page 1

Dagur - 01.08.1964, Page 1
Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar 20 krónur á mánuði. XLVII. árg. — Akureyri, laugardaginn 1. ágúst 1984 — 61. tbl. Dagur Símar: 1166 (ritstjóri) 1167 (afgreiðsla) FerðamaiinasSraumur á Héraði Gæsirnar Jiúsundum saman á Lagarfljóii í sárum Egilsstöðum 31. júlí. Veðráttan í júlímánuði hefur verið óvenju hagstæð. Hefur því' gengið vel að heyja, enda flestir bændur búnir að hirða fyrri sláttinn og háarsprettan cr mikil. Allt hey, sem komið er í hlöður, er vel verkað. Byggakrarnir eru nú svo fagrir að unun er á að líta. Vel lítur út með þroska korris- ins og líklegt að hægt verði að uppskera seinnipartinn í ágúst. Fyrir nokkrum dögum átti ég leið upp með Lagarfljóti að vest an. Þar voru heilir flotar af gæsum. En þær leita á vatnið á meðan þær eru í sárum. Síðan koma þær svo og skrafa við' bændur. Gæsirnar verpa mikið á Austurlandi, bæði í hólmum í fljótinu og upp til heiða. Bænd- ur gera grín að gæsatalningu þeirra Bretanna, sem komust að þeii-ri niðurstöðu, að hér á landi væru um 25 þúsund villt- ar gæsir. Þessi tala væri senni- legri fyrir Austurland eitt. Ferðamannastraumurinn hef- ur verið meiri en nokkru sinni áður og óslitinn í þessum mán- uði. Margir búa í tjöldum og lifa spart. Berin eru að þroskast og ætl- ar víst að verða mjög gott berja- ár. Börnin fara í berjamó og eru blá upp að augum, er þau koma til baka. Engin félagasamtök þora að efna til mannfagnaðar um verzl- unarmannahelgina, vegna fyrri reynzlu þar af. V. S. Ileitur lækurinn rennur lítinn spöl ofanjarðar en hverfur svo niður í hraunið. (Ljósmynd: E. D.) FUNDINN FJÁRSJÖÐUR I AÐALDAL Heitt vatn, sem nægir til að liita sveitaþorp Auralausir úllendingar lil ama Seyðisfirði 31. júlí. Hér bar um tíma mikið á skozkum mönnum, er hingað komu óráðnir og al- gerlega peningalausir og ætluðu þeir að sökkva upp í stóru aus- unni, fá vinnu og græða fé á VERÐUR GOTT BERJASUMAR? Ólafsfirði 28. júlí. Nú lítur út fyrir, að verði gott berja- sumar því krækiber eru full- þroskuð og bláber og aðalbláber að þroskast, en það er óvenju snemmt. Ufsaveiði er' treg, einnig er þorskur tregur og engin síld hefur komið til Olafsfjarðar marga síðustu daga. Heyskapur bænda gengur þol- anlega. En skúrir valda töfum. f gær rigndi síðast en sólskin er í dag. B. S. Mikil er sú umferð Laugum 28. júlí. Fyrri slætti er langt komið í Reykjadal eða jafnvel lokið á sumum bæjum, enda hin ákjósanlegasta hey- skapartíð undanfarnar vikur. Umferð um þjóðveginn hefur verið gífurleg og straumurinn legið til norðurs og austurs. í gær brá til norðanáttar með kulda og úrkomu. Veðurbreyt- ingin hafði þau áhrif, að fleiri bílar fóru nú suður og vestur og var umferðin sízt minni en áður. G. G. skömmum tíma. En það gerðu nokkrir landar þeirra í fyrra- sumar. Að þessum mönnum urðu hálfgerð vandræði. Hér liggja inni tugir norskra skipa. í gær urðu nokkur slags- mál meðal Norðmanna í landi. Áfengisbúðin er lokuð og eru þá drukknir ýmis konar „drop- ar“, sumir óhollir. Saltað er á þrem söltunar- stöðvum í dag og skip eru á leið- inni með síld. I*. J. AÐALDALSHREPPUR og fræðslumálastjórn létu fara fram jarðhitarannsóknir í Aðal- dal og síðan borun eftir tilvísun Jarðborunardeildar. í landi Hafralækjar var jarð- ylur, sem fyrrum var talinn kaldavermsl. Þar nærri þótti líklegt til árangurs að bora og var það gert, Árangurinn varð stórkostleg- ur. Á 50 m dýpi tók 75 gráðu heitt vatn að streyma upp úr holunní og jókst vatnsmagnið að mun á 70 m dýpi. Á næstu 25—30 m jókst vatnið ekki og var boruninni þá hætt. Vatnsmagnið er allt að 9 ltr. á sek. og nægir það til að hita upp fjölda húsa. Til samanburð- ar má geta þess, að það er 25 gráðum heitara en laug sú, sem Laugaskóli er hitaður með, og fjórum sinnum meira. Er því augljóst hvers virði heita vatnið á Hafralæk getur verið með hagkvæmri notkun. í Aðaldal er þörf á nýjum barnaskóla og einnig samkomu- húsi. Hafralækur, með sína nýju og dýrmætu uppsprettu, er nálægt miðju hreppsins og auð- veldar það notkun hins heita vatns til almenningsþarfa og e. t. v. í þágu fleiri hreppsfélaga. Verkstjóri við borun var Jón Ogmundsson. ■ Á Hafralæk búa tvenn hjón, Þórhallur Andrésson og Jó- hanna Eiríksdóttir og Ásgrím- ur.sonur þeirra og Elma Stein- grímsdóttir kona hans. □ Minkum fækkar í landinu Þrátt fyrir Jiað nema þeir árlega ný landsvæði ÞRJÚ SKIP Á LEIÐINNI TIL ESKIFJARÐAR Eskifirði 31. júlí. Hér snýst allt um síld, hvort sem það er nú að öllu leyti skynsamlegt eða ekki. í bræðslu munu komin um 80 þúsund mál og hátt á ní- unda þúsund tunnur í salt. Fimm söltunarstöðvar eru hér og geta þær tekið á móti mikilli síld til söltunar. Þrjár stöðvar voru hér í fyrrasumar, en tvær nýjar bætust við. í kvöld kemur Mánatindur með 1100 tunnur og Vattarnes og Seley með 1000 tunnur hvort skip. Verður það góð viðbót við söltunina. S. H. ÍSLENDINGAR hafa skapað sér þá sérstöðu, að banna með lögum minkaeldi í landinu á meðan Danir og Norðmenn selja loðskinn frá minkabúum fyrir hundruð milljóna króna árlega. Þetta er sannarlega athyglis- vert þegar fyrir liggur, að óvíða í heiminum fellst hlutfallslega meira til af minnkafóðri en hér á landi, samanber fiskvinnslu- stöðvarnar óg sláturhúsin. Enn fremur verða minkaskinnin feg- urri þar sem loftslag er fremur svalt, eins og hér. Og hér er villiminkyr fyrir og útbreiddur um meginhluta landsins. Aðeins BRÚIN í LAXÁRDAL, skammt frá Birnmgss töðum, sem sett var upp s.l. ár. (Ljósrn.: E. D.) á svæðinu milli Þistilfjarðar og Skeiðarársands er ennþá mink- laust land. En þótt íslendingar banni sjálfum sér með lögum, að hafa hagnað af minkaeldi, þurfa þeir að berjast við viflimink og veiddu árið 1963 um 2000 minka með ærnum kostnaði. Er það raunar minni veiði en t. d. árið 1958, því þá veiddust 3500 dýr, þrátt fyrir minni útbreiðslu þá. Að sjálfsögðu þarf að drepa (Framhald á blaðsíðu 2.) Ilarður bifreiðaárekst- ur við Engihlíð á Ár- skógsströnd SÍDDEGIS í fyrradag varð bif- reiðaslys á þjóðveginum við Engihlíð á Árskógsströnd. Bíll frá Akureyri og annar frá Dal- vík mættust þar og skullu harkalega saman. í Dalvíkur- bílnum voru tveir menn og var annar þeirra fluttur í sjúkrahús vegna meiðsla og bílstjórinn skarst af rúðubrotum. í Akur- eyrarbílnum var ökumaðurinn einn og hlaut hann smámeiðsli. Bifreiðirnar stórskemmdust báð I ar. — Framúrakstur þriðja bíls, _ orsakaði slys þetta. Q

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.