Dagur - 08.08.1964, Blaðsíða 1

Dagur - 08.08.1964, Blaðsíða 1
Dagur kemur út tvisvar f viku og kostar 20 krónur á mánuði. Dagur XLVII. árg. — Akureyri, laugardaginn 8 ágúst 1964 — 63. árg. Dagui Símar: 1166 (ritstjóri) 1167 (afgreiðsla) Hér sér yfir Grenivík, sem er snyrtilegt þorp — og nú fær bætt hafnarskylyrði. (Ljósmynd: Baldur Sigurðsson) var hafið, alls 15 manns undir verkstjórn Baldurs, og hefur miðað vel. Vinnutæki eru m. a. hin fræga norska ámokstursvél, Bröyt X 2, sem lyftir stærðar björgum á bíla, allt að 7 tonna þungum, fjórir flutningabílar, jarðýta, sem Grýtubakkahrepp- ur á, loftpressa o. fl. Ríkið hefur greitt 550 þúsund kr. til þessa verks, það sem af er. Blaðið ræddi í fyrrakvöld við oddvitann í Grýtubakkahreppi og Baldur Sigurðsson verk- stjóra og verktaka og eru upp- lýsingar þessar staðfestar af þeim. Létu báðir í ljósi ánægju sína yfir framkvæmdinni. Vinnu vélarnar hafa skilað fullum af- köstum allan tímann og engar bilanir eða óvæntar tafir orðið á framkvæmd verksins. En Baldur Sigurðsson er hinn mesti röskleikamaður og hefur raun- Sverrir Guðmundsson oddviti á Lómatjörn svarar nokkrum spurningum blaðsins ar flutt inn og notað fleiri tæki, sem hér voru ekki áður og hafa reynzt vel. Við leggjum nú nokkrar spurningar fyrir oddvitann, Sverri Guðmundsson bónda á Lómatjörn. Hvað viltu segja okkur um út- gerðina í Grenivík, Sverrir? Þar var fyrrum útræði, nú nokkur útgerð, sem þó er erfið- leikum bundin vegna hafnleysis. Bakkabúð og Skarðsbúð voru byggðar frá Grenivík endur fyr ir löngu og fleiri verbúðir (Framhald á blaðsíðu 7). hagsbóta fyrir útgerðina. En í vor hófst þar hafnargerð, sem valda mun tímamótum í sögu staðarins. Unnið er að öldubrjót, sem orðinn er 100 m langur og verður lengdur um 30 m í sumar. Hann liggur frá Keldulágarhrygg, sem er austan víkurinnar, í suðvestur. Veitir hann þegar mikið skjól. Siðar á að lengja hann enn og verður öldubrjótur þessi þá sveigður meira til suðurs. Þetta verk var hafið 18. júní í vor, samkvæmt teikningum og áætlunum vitamálaskrifstofunn- ar. Verkið var boðið út og var tilboði Baldurs Sigurðssonar frá Akureyri tekið, enda var það lægst. Alls bárust 7 tilboð. Hið hæsta hljóðaði upp á 4,6 millj. kr. en tilboð baldurs 2,137 millj. kr. Grjótið í öldubrjótinn er áætlað 13200 rúmmetrar. Grjót- ið er tekið úr Gljúfrárgili, þar sem bergir er 27 m á hæð. . Baldur og félagar hans hafa unnið sleitulaust síðan verkið BÆNDASKÓLÍNN Á HVANNEYRI75 ÁRA Stórbýsi, sem búið verður Iiinum vandaðasta vélakosti, sem völ er á fyrir þami iðnað VIÐ Sjávargötu á Oddeyri, ná- lægt Sláturhúsi Kaupfélags Ey- firðinga á Akureyri, hefur í sumar risið stórhýsi af grunni. Það er ný kjötvinnslustöð KEA, sem liér um ræðir og er það ca. 2900 fermetra strengjasteypu- hús, er nú má heita fokhelt orð- ið í umsjá Dofra h.f., er þar stendur fyrir verki. Kjötvinnsla sú, eða kjötiðnað- ur, sem leitt hefur til verulegra breytinga í daglegri neyzlu fólks á sér stutta sögu hér, vart meira en aldarfjórðungs gamla. En í -þessu efni hefur þróunin orðið ör. í stað þess að salta kjöt í tunnur á haustin, svo sem siður var um land allt, kaupir þétt- býlisfólkið, og raunar miklu fleiri, hvers konar unnar kjöt- vörur núorðið. Kjötvinnslustöð KEiA eða Pylsugerðin við Kaupvangs- stræti, annar ekki lengur vax- andi verkefnum og hefur held- ur ekki vaxtarmöguleika á þeim stað. KEA ákvað því að byggja nýja og hófst undirbúningur að þvi fyrir nokkru og voru kunn- áttumenn sendir til Danmerkur til að kynna sér hliðstæðar kjöt- (Framhald á blaðsíðu 7). SVERRIR GUÐMUNDSSON. eins og víðar við strendur lands- ins vantaði þar góðar hafnir frá náttúrunnar hendi. Um aldir varð að notast við þær eins og þær voru, og svo er raunar víða enn, þótt mörg hafnarmannvirki hafi verið gerð á síðari árum. Nú er Látraströnd í eyði inn undir Grenivík. En frá Grenivík hefur útgerð verið stunduð um langan aldur. Þar stóðu til skamms tíma sjóbúðir fornar og standa kannski enn, kenndar við nöfn stórbýla í nágrenninu. En Grenivík nýtur ekki skjóls fyrir norðanáttinni og þótt hún sé innarlega við Eyjafjörð brim- ar þar oft. Fyrir áratug eða svo var þar bryggjustúfur gerður til Á MORGUN verður þess minnst á Hvanneyri, að skólinn þar er 75 ára um þessar mund- ir. Hátíðahöld í tilefni af þessu merka afmæli hafa verið kynnt í útvarpi. í tilefni dagsins sendir hlaðið skólanum hinar beztu ámaðar- óskir. □ Bröyt X 2 sést hér að verki. — Ljósmynd: Magnús frá Skógi. ALLT frá dögum Þengils mjög- siglandi mun fiskur hafa verið dreginn úr sjó af bændum á Látraströnd og Grenivík. En Nýja kjötvinnslustöðin við Sjávargötu í byggingu, eins og hun er nú. (Ljósmynd: E. D.) í LANDNÁMI ÞENGILS MJÖGSIGLANDI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.