Dagur - 08.08.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 08.08.1964, Blaðsíða 8
8 (Ljósmynd: E. D.) Gömul mynd aí Snæfelli — þá var ekki búiö að kasta nótabátunum. Gamla Snæfell enn meðal afla- hæstu síldveiðiskipa Rætt við Trausta Gestsson skipstjóra EFTIR HÁDEGI á fimmtudaginn ræddi Dagur litla stund við Trausta Gestsson skipstjóra á Snæfelli frá Akureyri. Hvar eruð þið staddir núna, Trausti? Við erum staddir um 200 sjó- mílur austur frá Raufarhöfn og erum á landleið. Og með fullfermi eða hvað? Fengum 1700 mála kast, og meira þó, því að við náðum því ekki alveg. Þetta er svona hátt í fullfermi. Það er dálítill strekk ingur. Við fengum þetta á 220 mílum. Hvernig er síldin? Þetta er held ég fjögurra ára sild, eða stór millisíld, ekki sölt- unarhæf. Það er hæpið að koma söltunarhæfri síld til lands, þótt góð væri, því að það er sólar- hringssigling til lands. Eru mörg skip á svipuðum slóðum og þú veiddir þessa síld? Nei, flest síldarskipin eru á 120—180 mílum. Þó er Sigurður TRAUSTI GESTSSON. Bjarnason enn lengra úti og fékk þar feikna kast og sprengdi nótina. Svo er loftur Bjarnason á svipuðum slóðum og sprengdi líka. Hafrún frá Bolungarvík Stórutungu 6. ágúst. Tún spruttu seint vegna kulda, en mun verða í meðallagi og sums staðar betur. Þurrkar liafa verið stopulir og enn verið skammt í kuldann. Allgóður þurrkakafli kom þó seinnihluta júlí, en skúrasamt var. Sums staðar er búið að slá tún, en all mikið er óhirt. Jarðýta hefur farið um og brotið land til ræktunar hjá bændum. Einnig hafa einstakir bændur unnið sjálfir ræktunar- lönd. Nokkuð er um byggingar og feru það peningshús og hlöður. Það sem gerist í vegamálum :— auk öræfaleiða sem áður er frá sagt — er, að byggður hefur .verið upp þriggja kílómetra vegakafli á leiðinni frá Víðikeri að Svartárkoti og einnig lag- fært að Stórutungu. Þetta er sýsluvegur. Annað er ekki um nýbyggingu vega að ræða. Eitt- hvað mun verða sett möl í veg, sem áður er búið að byggja. — Enn er ástand í vegamálum þannig, að langir kaflar eru svo niðurgrafnir, að umferð teppist við fyrstu snjóa. Mjólkurflutningar eru fjóra daga í viku. □ var líka með stórt kast. Enn lengra úti eru Norðmenn og hafa mokveitt. Snæfell var aflahæsta skipið í flotanum um tíma? Já, þetta gengur svona til skiptis. Mörg skip eru með góða veiði. Einn er aflahæstur í dag (Framhald á blaðsíðu 7). Grímsey 6. ágúst. Fyrir nokkr- um dögum sáum við hylla undir hafísinn héðan úr eyjunni. Marg ir jakarnir voru mjög stórir. — Þetta var fremur kuldaleg sjón, og sem betur fer líka óvenjuleg á síðustu tímum. En hafísinn minnti þarna á sig og minnti okkur líka á, að landið okkar er á sama stað og alltaf áður. Annars er hér mikið sólskin í sumar. Við höfum stundum sól hér úti þótt dimmt sé inn til landsins. Engin sild hefur enn borizt hingað og verðum við í því efni að lifa á fornri frægð og svo voninni. Heyskapurinn gekk mjög vel og voru sumir búnir að hirða fyrri slátt um 20. júlí. Margir hafa aðstöðu til votheysgterðar. Spretta var mikil. Ufsinn, sem mokveiddist í allt fyrrasumar, er tregur nú, en vonandi er ufsaveiðinni ekki lokið. Tveir aðkomubátar halda hér til og veiða á handfæri. Oðru hverju hefur verið reit- ingsafli. Og bátar frá Ólafsfirði og víðar að leggja hér upp. í vor Vonda bragðið að mjólkinni NOKKRIR neytendur hafa kvartað yfir annarlegu bragði flöskumjólkur frá Mjólkursam- lagi KEA á Akureyri. Blaðið leitaði upplýsinga um þetta hjá Jónasi Kristjánssyni samlagsstjóra og gaf hann eftir- farandi upplýsingar um málið: Það er rétt, að stöku neytend- ur hafa kvartað yfir vondu bragði flöskumjólkur. Samlagið lét þegar í stað rannsaka málið, m, a. voru rannsóknarstofu Há- skólans send' sýnishorn til um- sagnar. Niðurstaða rannsókn- anna leiddi í ljós að cbragð mjólkurinnar kom samtímis því, að í notkun var tekinn nýr og mjög fullkominn kælir í (Framhald á blaðsíðu 7). SMÁTT OG STÓRT LÍFEYRISS J ÓÐIRNIR Hugmyndir Framsóknar- manna um lífeyrissjóði fyrir alla landsmenn hafa vakið mikla athygli, allt frá því að nokkrir þingmenn flokksins fluttu það mál fyrst á Alþingi 1957, að athugun færi. fram á því, livort ekki væri tiltækilegt að bændur, sjómenn, verka- menn o. fl., nytu svipaðrar að- stöðu og aðrir, sem þegar höfðu komið sér upp lífeyrissjóðum, þ. e. komið á fót sérstökum líf- eyrissjóðum fyrir þá. Síðast í vetur fluttu Fram- sóknarþingmenn með Ólaf Jó- hannesson í broddi fylkingar mál þetta á Alþingi á ný. Stjórn- in þorði ekki að sýna málinu al- gert tómlæti lengur og lét af- greiða málið til ríkisstjórnar- innar, sem á nú að láta „kanna til hlítar“ þetta mál. Vonandi gerir hún það en stingur því ekki undir stól. Ef það verður ákveðið með lögum, að lífeyrissjóðafyrir- komulagið taki til allra stétta eða allra landsmanna, er gert ráð fyrir að starfsemi almanna- trygginga myndi halda áfram en lífeyrissjóðir eða almennur lífeyrissjóður veita viðbótar- tryggingu á sama hátt og nú. En sáu hafísinn var mikil grásleppuveiði. Unnið er í hjáverkum við byggingu félagsheimilis og fisk- verkunarstöðva. Lítið er um hópferðir hingað í sumar, en þó koma hér all- margir eins og áður, margra er- inda og til að sjá þessa norð- lægu byggð. Um verzlunarmannahelgina var dansað hér af fjöri, eins og víða um þá helgi, og allt fór vel fram, eins og ætíð hér. Enn er gott veður en fremur svalt. Enginn veit hvað við tek- ur eða framundan er. Síbreyti- leiki náttúrunnar, sem við er- um svo mjög háð, er mikill, og morgundagurinn ber alltaf eitt- hvað nýtt í skauti sínu. S. S. með hugmyndinni, sem hér hef- ur verið rædd (sjá einnig leið- ara blaðsins í dag um þessi mál) og hinni nýgerðu ályktun Al- þingis, sem er jákvæð, er að því stefnt, að allir landsmenn hafi þá aðstöðu, sem þeir einir hafa nú, sem njóta tryggingar í sér- sjóðunum. Sérstakt viðfangsefni er það að sjálfsögðu hvemig haga skuli iðgjaldagreiðslum þeirra, sem ekki taka Jaun hjá öðrum, t. d. bænda og útvegsmanna og hvort hér verði að einhverju leyti um frjálsa tryggingu að ræða eða skyldutryggingu eingöngu eins og nú tíðkast bæði hjá almanna trygginguni og lífeyrissjóðnum. Þórólfur leikur með landsliðinu á mánudas o LANDSLIÐ ÍSLANDS hefir nú verið valið til keppni í landsleik í knattspyrnu við Bermuda n. k. mánudagskvöld. — Er það að mestu óbreytt því liði sem lék við Skota á dögunum. Þórólfur Beck leikur með liðinu og ætti hann að styrkja það nokkuð. — Einn nýliði er með að þessu sinni, Karl Hermannsson frá Keflavík. — Annars er liðið skipað þessum mönnum: Heimir Guðjónsson, Hreiðar Ársælsson, Jón Stefánsson, Sveinn Teitsson, Högni Gunn- laugsson, Jón Leósson, Eyleifur Hafsteinsson, Þórólfur Beck, Ríkharður Jónsson, Ellert Schr- am og Kai'l Hermannsson. Q BRENNANDI BÚSLÓÐ „STURTAГ AF BÍL Lauslegar fregnir herma, að maður einn, sem var að flytja búferlum til Norðurlands, hafi orðið fyrir óhöppum er hann var á norðurleið. Sú óheppni or- sakaðist af eldi, sem upp kom í farangrinum á palh bílsins. Það ráð var tekið í snatri, að skera á bönd þau, er búslóðin var bundin með, og sturta henni af pallinum. Fregn þessi er óstað- fest og liggja ekki fyrir upplýs- ingar um brunatjón og aðrar skemmdir. Q Frá Grímsey. (Ljósmynd: E. D.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.