Dagur


Dagur - 08.08.1964, Qupperneq 5

Dagur - 08.08.1964, Qupperneq 5
4 S Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og óbyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Lífeyrissjóður fyrir alla ALL LANGT er nú liðið síðan ein- stakar starfsstéttir eða starfsmenn ein- stakra stofnana hér á landi byrjuðu að koma sér upp sérstökum lífeyris- sjóðum, sem tryggja mönnum það, að þeir haldi tilteknum liluta af tekj- um sínum þegar þeir láta af störfum fyrir aldurs sakir eða vegna örorku. Á þann hátt eiga menn rétt til mun hærri bóta en þeir fengju hjá al- mannatryggingunum einum. Lífeyr- issjóður starfsmanna ríkisins og raun- ar fleiri slíkir sjóðir, eru stofnaðir með lögum. Aðrir hafa orðið til í samningum milli launafólks og laun- greiðenda. Greiðslum iðjalda til sjóð- anna er að jafnaði skijit milli þeirra, sem laun greiða og laun taka. Þótt lífeyrissjóðum hafi fjölgað í seinni tíð, eru þeir þó miklu fleiri, sem ekki eru félagar í neinum líf- eyrissjóði. Þar á meðal eru bændur, sjómenn á bátaflotanum og allir al- mennir verkamenn. Árið 1957 fluttu nokkrir Fram- sóknarmenn á Alþingi tillögu til þingsályktunar um, að athugun færi fram á því, hvort tiltækilegt væri að stofna lífeyrissjóð fyrir „sjómenn, verkamenn, bændur, útvegsmenn og aðra þá, sem ekki njóta lífeyristrygg- ingar hjá sérstökum lífeyrissjóðum“. Hlaut sú tillaga samþykki Alþingis. Vinstri stjómin skipaði síðan nefnd til að athuga málið. Skilaði liún áliti á árinu 1960, og var álit hennar já- kvætt. Hiúsvegar hefur ekkert orðið úr því enn hjá núverandi ríkisstjóm, að láta undirbúa þetta mál frekar. Af hálfu Framsóknarmanna hefur þessu máli þó verið haldið vakandi, og er það Ólafur Jóhannesson pró- fessor, sem einkum hefur haft for- göngu í því efni. Á Alþingi sl. vetur var svo af hálfu flokksins flutt til- laga á ný í málinu. Féllust stjórnar- flokkamir þá á að afgreiða hana með svohljóðandi þingsályktun 13. maí síðastliðinn: * „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni að láta kanna til hlítar, hvort ekki sé tímabært að setja lög- gjöf um almennan lífeyrissjóð, sem allir landsmenn, sem eru ekki nú þegar aðilar að lífeyrissjóðum, geti átt aðgang að.“ □ Samþykkt þessarar þingsályktunar- tillögu sýnir, svo að ekki verður um villst, að stjórnarflokkarnir þora nú ekki að leggjast á móti almennum lífeyrissjóði. En mál þetta þarf að sjálfsögðu rækilegan undirbúning. Hvort núverandi stjórn er til þess treystandi er álitamál. En því mun framtíðin svara. □ HALLDÓRA BJARNADÓTTIR: Ákureyri - Höfu ÞAÐ hefur oft verið minnst á það í ræðu 'og riti hin seinni ár, að Akureyri beri að efla til for- ystu á ýmsum sviðum, svo bær- inn geti með réttu talizt höfuð- staður, hliðstæður Reykjavík. Sannarlega er það vel til fundið að gera hinn sumarfagra stað við hið yzta haf að höfuð- stað Norðurlands. — Hann hef- ur þegar haft forystu um mörg framfara- og menningarmál, en mun, við betri skilyrði, ná enn meiri fullkomnun, ef vel er að unnið og merkið sett hátt. Akureyringar sjálfir hafa ekki haldið sér mjög fram til for- ystu, en stolt og metnað eiga þeir fyrir bæ sinn og hérað, sem raun ber vitni. Ég er einn af þeim Akureyr- ingum, sem setja vildi merkið hátt fvrir bæ og hérað, en aldrei hafði ég nú hugsað svo hátt, eða búizt við, að Akureyri eignaðist Háskóla (University). — En um það mál er nú skrafað í fullri alvöru í seinni tíð. Guð láti á gott vita! Er það kannske upphaf að mikilli reisn! Ekki gekk það nú hljóðalaust hérna um árið, að koma upp Háskóla í Árósum, eða Verkfræðingaháskólanum í Þrándheimi. — Og svo mætti lengi telja. — Allt átti að vera í höfuðstaðnum. En allar menningarþjóðir hafa komið sér saman um það á seinni árum, að dreifa úr þétt- býlinu og efla þá staði til for- ystu, sem hæfilegir þykja. Það verður gaman að sjá hvað úr þessu verður. En und- irstaðan er þegar lögð, að mörg- um menningar- og menntamál- um í hinum sumar- og vetrar- fagra stað við yzta haf: Akur- eyri. - MEISTARAMÓT Á NORÐURLANDI (Framhald af blaðsíðu 2). í hinum Siglufjörður, Ólafsfjörð ur og Ungmennasamband Skaga fjarðar. Þetta fyrirkomulag á knatt- spyrnumóti er alveg nýtt hér norðanlands, enda hafa aldrei áður verið skráð jafnmörg lið í Knattspyrnumót Norðurlands, sem nú. Tveir fyrstu leikirnir verða á milli Þórs og KA, Ólafsfjarðar og UMSS. Sundmótið að Laugalandi. Sundmótið fer fram að Lauga landi á Þelamörk 29. og 30. ág- úst. Keppt verður í yfir 20 greinum karla og kvenna í þrem aldursflokkum. Ungmennasamband Eyjafjarð- ar sér um mótið að þessu sinni, Frjálsíþróttamótið á Akureyri. Meistaramót Norðurlands í frjálsum íþróttum verður hald- ið á Akureyri sömu daga og sundmótið, en á öðrum tíma dagsins. Þar eru skólar, miklir og góðir, Lystigarður til fyrir- myndar, fögur kirkja og ágætt sjúkrahús. Margt fleira mætti telja fram bæ þessum til ágætis, ef við ætti, svo sem upphaf Reglunn- ar, samvinnustarfið og upphaf æskulýðsstarfsins. En hér skal nú staðar numið að sinni, en staldrað við stund- arkorn hjá Matthíasarbókhlöð- unni, sem nú er í smíðum. - Við það hús eru miklar vonir bundnar. Húsið rís nú hér á einum allra fallegasta stað í bænum, eins og sjálfsagt var og tilhlýði- legt. — Sá staður var bókhlöð- unni ætlaður fyrir 30 árum síð- an en lengi drógst að byrja á byggingunni, svo maður var orðinn dauðhræddur um að lóðin góða gengi úr greipum hlöðunnar, í eftirsókn lóða, því lengi drógst að byrja á verkinu. Þá rann upp sá mikli dagur: 100 ára afmælisdagur kaupstað- arins og þar með miklar fyrir- ætlanir og framkvæmdir, ásamt milljónagjöf frá ríkinu til Matt- híasarbókhlöðunnar. Það var ekki vonum fyrr, því blessað safnið hafði verið á ein- lægum flækingi í hálfa aðra öld. Safnið á það því skilið, að það fái mikla og góða þjónustu eftir öll þessi hrakningsár, enda munu hlutaðeigendur hafa hug á að svo megi verða og veita því hin beztu skilyrði. Húsið, höllin, sem bókavörð- ur kallar, er nú að rísa á lóð sinni við Brekkugötu: 30 metra langt og 16 metra breitt, og von- ir standa til að húsið verði fok- helt í haust, svo þar megi starfa áfram, þó vetur gangi í garð. Akureyrarbær lagði bygging- unni til, árið sem leið, eitt þús- und krónur dag hvern, eða 365 þúsundir á árinu. Ríki og hérað leggur einnig fram sinn skerf, enda mun ekki af veita. Bygg- ingin ein, og allur umbúnaður bókasafns, kostar mikið fé, og þá ekki síður öll þjónusta karla og kvenna. — Til menntunar manns í bókasafnsfræðum, ut- anlands og innan, þarf að hugsa með góðum fyrirvara. — Allt kostar það mikið fé. En því má treysta, að allur almenningur, bæði þeir, sem fjárráðin hafa, og aðrir hlutaðeigendur leggi fram krafta sína til hins ýtrasta, þessu máli til sigurs. Matthíasarbókhlaða, helguð okkar ástsæla þjóðskáldi, mun verða miðstöð menningar og mennta á Norðurlandi innan tíðar. Þess óskum við öll! □ Hvað þurfa síldarskipin að afla fil að hafa fyrir kaupfryggingu? MÖNNUM leikur alltaf nokkur hugur á að vita um verðmæti afla og tekjur manna á bátun- um. Ekki beinist athyglin sízt að því, hve mikið bátarnir á síldveiðum þurfa mikið að afla til þess að hafa fyrir kauptrygg- ingu áhafnarinnar. Við leituð- um til Landsambands íslenzkra útvegsmanna í dag og spurðum um þessi atriði. Veitti Kristján Ragnarsson okkur góðfúslega greinargóðar upplýsingar um þetta. Tölurnar, sem á eftir fara, miðast við mánuð, en vandalaust mun hverjum sem vill að gera sér nokkra grein fyrir afkomu áhafna og útgerða hinna einstöku báta við athug- un á tölunum. Eftir því, sem bezt verður séð af aflaskýrsl- unni, sem birtist í blaðinu í gær, hefur yfirgnæfandi meirihluti flotans þegar aflað fyrir kaup- tryggingu á tveggja mánaða út- haldi, og vel það, því að meðal- aflinn er kominn yfir 7000 mál á skip eftir tæpa tvo mánuði. Sést af töflunni, að aflaverð- mæti á smæstu bátana þarf að vera kr. 220.000,00 á mánuði til að hafa fyrir tryggingunni en á stærstu bátunum kr. 305.000,00. Ennfremur sést, að hlutur há- seta í máli og tunnu fer minnk- andi eftir því sem báturinn er stærri, enda skiptist þá hlutur- inn í fleiri staði. Að öðru leyti vísast til töflu LÍÚ, sem fer hér á eftir: Til þess að afla fyrir kauptryggingu miðað við einn mánuð þarf að afla fyrir: Á bátum undir 60 rúml. (10 menn) kr. 220.000,00 eða 1210 mál. Á bátum 60—120 rúml. (11 menn) kr. 251.700,00 eða 1380 mál. Á bátum 120—130 rúml. (12 menn) kr. 258.600,00 eða 1420 mál. Á bátum 130—240 rúml. (13 menn) kr. 282.100,00 eða 1550 mál. Á bátum yfir 240 rúml. (13 menn) kr. 305.600,00 eða 1680 mál. Hlutur háseta úr máli í bræðslu og uppsaltaðri tunnu er eftir- farandi: Uppsöltuð tunna Mál í bræðslu Á bátum undir 60 rúmlestum Krónur 13,02 Krónur 7,53 Á bátum 60—120 rúmlestir Krónur 11,38 Krónur 6,57 Á bátum 120—130 rúmlestir Krónur 11,08 Krónur 6,40 Á bátum 130—240 rúmlestir Krónur 10,15 Krónur 5,87 Á bátum yfir 240 rúmlestir Krónur 9,37 Krónur 5,42 Framanrituð grein birtist í Alþýðublaðinu í Reykjavík, 5. ágúst s.l., merkt G. O. □ !ur mm i FYRIR réttum hundrað árum bjuggu á hálfu Ytra-Krossanesi öldruð hjón, er 15 árum áður höfðu flutzt þangað utan úr Höfðahverfi, Ilálfdán Hallgríms son og Ragnhildur Andrésdótt- ir. Þau áttu nokkur böm og meðal þeirra var Hálfdán, sem þá nýlega var tekinn við búi á hinum helmingnum af tengda- móður sinni, sem jafnlengi for- eldrum hans hafði búið á jörð þessari, flutzt þangað utan frá Böggvisstöðum í Svarfaðardal með börnum sínum, 8 eða 9. Ekkja þessi var Guðríður Bene- diktsdóttir frá Litlu-Hámundar- stöðum. Eiginmann sinn, Snorra Flóventsson, skipstjóra, hafði hún misst um Jónsmessuleytið 1842, en þá týndist hákarlaskip- , ið Svarfdælingur með allri áhöfn (11 mönnum, sem í kirkjubókum eru allir taldir drukknaðir). Um hvarf þessara manna urðu óvenjuleg eftirmál, þar eð vafi þótti á því nokkur, að mennirnir hefðu drukknað, en um þá óráðnu gátu verður ekki fjallað í þessum þætti. Kristín Snorradóttir og-Hálf- dán Hálfdánarson bjuggu lengi á Krossanesi og eignuðust marga afkomendur. Móðir Krist ínar, Guðríður, er um þetta leyti (1863—4) að láta af bú- skap, og er til heimilis hjá dótt- ur sinni. Systkin Kristínar eru sum einnig til heimilis hjá henni, þeirra á meðal Hildur Snorradóttir, sem þá er orðin Ijósmóðir í Glæsibæjarhreppi, þrítug að aldri (fædd 31. ókt. 1833). í sóknarmannatali Glæsi- bæjarsóknar er hún fyrst titluð yfirsetukona árið 1961, þá bú- sett í Ytri-Skjaldarvík hjá öldr- uðum kaupmannshjónum, sem þangað höfðu flutt frá Akureyri (Þórarni Thorarensen og konu hans). Þessi ljósmóðir varð , snemma allfræg fyrir nærkonu- störf sín. Á síðustu áratugum 19. aldar mun hafa látið nærri að nafn hennar væri á allra vör- um hér um sveitir. En helzti seint er nú brugðið við til að rita æviþátt þessarar merku konu, og því er það, að ég birti þessi brot og sérstök tilmæli til lesenda í greinarlokin. II Hildur Snorradóttir var snemma á árum mjög umtöluð sem nærfærniskona og Ijósmóð- ir. Hún fór ung að taka á móti börnum, heppnaðist það mjög vel og gat sér þegar hinn bezta orðstír. Ekki verður fullyrt, hvernig sá orðrómur lagðist á, að Hildi gæti ekki skeikað í nær konustarfinu, en hitt ber öllum heimildum (munnlegum) saman um þennan átrúnað, og fullyrða trúað því, að allt gengi örugg- lega vel, væri altryggt, ef hún kæmi nærri. Margir, sem enn muna þessa konu, en heyrðu þó mest um hana talað, eru enn til vitnis um þennan átrúnað, og fyllyrða, að Hildar hafi verið leitað langt út fyrir sitt umdæmi þess vegna t. d. mjög mikið frá AkureyrL éflir - Brol úr æviþælti Var þetta allt að einu eftir að Hildur var orðin gömul og hæp- ið talið, að hún gæti innt starf- ið af höndum, sökum vanmátt- ar og hrumleika, jafnvel eftir að hún hafði ekki um hönd tilskil- inn þrifnað. Allt kom að einu, því að aldrei misheppnaðist fæðing, þegar Hildur Snorra- dóttir var annars vegar. Hún trúði því líka sjálf, að sér gæti ekki skeikað og að ákveðin trygging væri fyrir fullkominni velfarnan þeirra sængurkvenna, sem hún sæti yfir. Er enn til frásagnar fullskýrt fólk, sem heyrði hana sjálfa segja þetta og aðra taka undir það. Ummæli læknanna á Akureyri styrkja þessar frásagnir. Fullyrt er, að Guðmundur Hannesson hafi sagt: „Ef hún Hildur Snorradótt ir getur ekki hjálpað, þá get ég það ekki frekar." Þorgrímur Jóhnsen fékk Hildi áhöld, a. m. k. töng til að nota við fæðingar ög var slíkt þó ekki leyfilegt, svona treysti hann henni. Sig- urður Hjörleifsson, sem mælti eftir Hildi með stuttri blaða- grein, segir, að hjá henni hafi sameinast „kraftur, stilling, kjarkur og nákvæmni.“ Hann segir einnig, að Hildur hafi ver- ið „ein af þeim fáu, sem læknar hafi trúað fyrir að brúka verk- færi við barnafæðingar í forföll- um sínum.“ Þessi ummæli héraðslæknis- ins á Akureyri eru prentuð í blaðinu Norðurlandi fáum dög- um eftir lát hennar, og verða ekki véfengd. Þar segir ennfrem ur, að þessi kona hafi verið „af- bragðs-yfirsetukona“ og muni hafa „tekið á móti hátt á annað þúsund börnum.“ Ég hef talað við þó nokkuð marga, sem vita með vissu, að Hildur var Ijósa þeirra. Sumt af þessu fólki minnist þess sérstak lega, að í foreldi-ahúsum hafi verið talað um Hildi ljósmóður af einstakri virðingu og þakk- læti, svo ekki verði um villzt, að almennur átrúnaður og að- dáun ríkti um störf hennar. Ekkert virðist hafa verið því til frádráttar. Þá muna það og nokkrir, hve forspá Hildur var um sitthvað er snerti starf hennar. Bendir það ótvírætt til dulargáfna þess arar Ijósmóður, þó að af þeim fari annars ekki glöggar sögur. Það kom oft fyrir, að Hildur klæddist um miðjar nætur og beið þess albúin, að verða sótt til sængurkvenna. Brást það oft ekki, að kannski aldrei, að skömmu síðar, jafnvel á sama klukkutímanum, væri barið að dyrum, eða guðað á glugga og beðið um ljósmóður. Einn minn- ist þess, að Hildur hafi sagt, eftir að hún var orðin mjög elli- hrum, þegar einhver lét í Ijós, að hún gæti þetta nú ekki leng- ur: „O, þetta fer allt saman vel. Ég er ekki ein í ráðum. Mér er hjálpað." Og svo fór allt vel! Þessi ummæli Hildar höfða til þess, að staflaust gekk um allt, löngu áður en Hildur var göm- ul orðin, að álfkona eða huldu- kona væri að verki með henni. Átti samstarf þeirra að hafa haf- izt með því, að einhverntíma á yngri árum Hildar, hafi þessi hulda komið til hennar og beð- ið hana að hjálpa dóttur sinni, er væri í barnsnauð. Gerði Hild- ur þetta, segir sagan. Huldan kvaðst svo eigi geta launað henni með öðru en því, að mæla svo um (og leggja á?), að henni skyldi jafnan vel heppnast nær- konustörf, hversu lengi sem hún við þau fengist. Og þetta reynd- ust áhrínsorð, hvort sem sagan er upprunnin í vöku eða draumi. III Ég undirritaður hef dálítið reynt að ná saman frásögnum af lífi og starfi Hildar Snorradótt- ur, en ekki orðið mikið ágengt. Nokkrar upplýsingar liggja þó fyrir nú, svo sem um dvalar- staði og búskaparár þeirra hjóna, Erlends Jónssonar og Hildar, afkomendur þeirra, skilnað þeirra o. fl. Nokkrir hafa reynt að lýsa Hildi, en enga hef ég fundið, sem muna hana nema mjög aldraða, sem varla er við að búast, þar sem hún er sjötug orðin skömmu eftir alda- mót. (Framhald á blaðsíðu 7). NÍUNDI VIÐAUKI VIÐ BARÐSTÚNSMALIÐ ÉG get ekki látið hjá líða, að votta hinum vísu feðrum kaup- staðar okkar þakklæti mitt fyrir það, hversu vel þeir hafa brugð- ist við áskorunum mínum, um að gefa skít í öll gömul loforð og áætlanir, til þess að geta far- ið dálítið myndarlega af stað með væntanlegt listaverk á Barðstúni. Strax daginn eftir að fyrsta skóflustungan var tekin, mátti sjá þar heljar mikla jarð- ýtu að verki og bylti hún jarð- veginum með slíkum krafti að unun var á að horfa. Einn þröng sýnn kunningi minn hafði orð á því við mig, að réttara hefði nú verið, að rista þarna þökur, þar sem hörgull hefði varið á þeim í bænum undanfarið. Ég bað manninn að láta ekki svona nokkuð út úr sér, ef hann vildi teljast með öllum mjalla. Síðan hefir verið unnið þama sleitu- laust og hafa ýmsar stéttir átt þarna fulltrúa sína — um lengri eða skemmri tíma — svo sem verkamenn, raflínumenn, iðn- fræðingar o. fl. Drjúgur hópur rafveitumanna hefir lagt sitt af mörkum, tvær vélgröfur hafa markað sín spor og ekkí er mér grunlaust um, að bæjarverkstjóri hafi verið staðinn þarna að verki. Síðast en ekki sízt, er svo það, að ég tel mig hafa það eftir áreiðanleg um heimildum, að bæjarverk- fræðingur muni hafa séð sér fært, að fórna alveg ótrúlega miklum tíma í þetta þýðingar- mikla verk. Það hljóta allir heil- í DAG kl. 2 opnar Kristinn G. Jóliannsson málverkasýn- ingu í Landsbankasalnum. — Kristinn er Akureyringum kunnur, enda Akureyringur sjálfur, en nú skólastjóri í Ólafsfirði. Sýning þessi er fimmta sýning hans á Akureyri. En tíu ár eru liðin frá því að kostur þess gafst hér að sjá verk hans. Á sýningu Kristins eru 33 myndir, allar unnar með vatns litum og tusch. Þær eru gerð- ar tvö síðustu árin í Ólafs- firði og einnig í Svarfaðardal. Flestar myndanna lýsa líf- inu í sjávarplássi, góðviðri og gæftaleysi. Ljósmyndin sýnir Kristinn lijá einni myndanna á sýning- unni. — Spor í snjónum lieitir myndin. □ Málveraksýning Krisfins G. Jóhannssonar á Ák. FRÁ FUNDI BÆJAR- RÁÐS AKUREYRAR BÆJARRÁÐ Akureyrar kom saman á fund s.l. fimmtudag, og afgreiddi nokkur mál. Malbikun við kirkjuna. Erindi hafði borizt frá sóknarnefnd Ak- ureyrar um að bærinn léti mal- bika í kring um kirkjuna. Sam- þykkti bæjarráð að verða við þeim tilmælum og skyldi verk- inu lokið í sumar. Land undir hesthús. Hesta- mannafélaginu Létti var úthlut- að allstóru svæði á Kjarnaný- rækt undir hesthúsbyggingar. Lóð fyrir verzlunarhús. Þá var Helga Pálssyni kaupmanni veitt lóð undir verzlunarhús á horni Glerárgötu og Eyrar- vegs. □ vita menn að sjá, að slíkur glæsi bragur á framkvæmdum hlítur að þarfnast mikilla fjárupphæða og hrökkva hinar 75 þúsund kr. — sem bæjarstjórnin pírði í þetta — heldur skammt. Virðist því vera um tvennt að ræða — að bæjarstjórn geri hlé á sum- arleyfi sínu og samþykki stór- aukið framlag eða þá að leitað verði til almennings um fjár- framlög til þessa stórmerka máls. Búið er að staðsetja högg- myndina „Systurnar“ austan við Andapollinn, en hvers eiga þær að gjalda, að þær skuli faldar þar? Er ef til vill eftir að fjar- lægja trén eða á að setja upp skilti er vísa á felustaðinn9 Með beztu kveðju. Dúi Bjömsson. U M Ð A G i G VEGINN, LITLA HAFMEYJAN Undur er margt við Eyrarsund, yndi um fold og víði, sem drjúgum hefir að Danagrund dregið framandi lýði, þar hefir listamannsins mund mótað eitt herlegt smíði, hafmeyjan litla, um langa stund, var lýðfrægust Hafnar prýði. Nú lieíir orðið atvik Ijótt, sem um verður naumast þagað. Einhver dóni, með illsku gnótt, — hvers ódæði skjótt var klagað — haldinn ágimdar-höfuðsótt, hefir, það mjög íær bagað, að hafmeynni starfað heila nótt og höfuðið burtu sagað. Nú drjúpir í hryggð liin danska strönd, djásninu fræga rúin, en dóninn með koparhaus í hönd af hólmi er brottu flúinn, leit að honum um höf og lönd af hörku og dug er knúin, svo skal með reiddan refsivönd rummungi hegning búin. Með frændþjóð vorri vér fimium til og fordæmum hrekki slíka, og reynum við þá, of hafsins hyl, hryggð vorri og samúð flíka, minnist þess og um aldabil ættland vort, þjánar-ríka, að hér urðu bols og höfuðs skil á hinum og þessum líka. DVERGUR.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.