Dagur - 26.08.1964, Blaðsíða 1

Dagur - 26.08.1964, Blaðsíða 1
Dagur Remur út tvisvar í viku og kostar 20 krónux á mánuði. Dagur XLVII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 26. ágúst 1964 — 67. tbl. Dagur Símar: 1166 (ritstjóri) 1167 (afgreiðsla) Hagfræðistofiiiui landsbyggðarinnar ALLIR VITA, að íslendingar eiga fsland vegna þess að þeir byggðu það allt í öndverðu og með búsetunni er þessi dýr- mætasti réttur þjóðarinnar helg aður enn í dag. En þróun búsetunnar hefur orðið á þann veg á síðustu ára- tugum, að Reykjavík og ná- grenni hefur dregið til sín fólk og fjármagn úr öllum lands- hlutum, svo og vald. En í ýms- um héruðum fækkar fólki ört, svo við landauðn liggur. Með framhaldi á þessari þi-ó- un er skammt til borgríkis við Faxaflóa. En gegn þessari þró- un mælir það, að nýting lands- ins og náttúruauðæfa þess, svo og fiskimiðanna, byggist á bú- setunni í sveit og við sjó um allt hið byggilega ísland. FRAMSÓKNARMENN! M U NI Ð kjördæmisþingið á Laugum 29. og 30. ágúst. Þingið hefst kl. 2 e. h. á laugardag. □ Hinni miklu spurningu um það, hvort núverandi þróun,, þ. e. enn ört vaxandi þéttbýli á suðvesturhorni landsins, á kostn að „eðlilegrar" fólksfjölgunar í öðrum landshlutum sé rétt eða röng, veÆur að svara með meiri rökum en hingað til hefur ver- ið unnt. Setja þarf á fót einhvers konar hagfræðistofnun, er skor- ið gæti úr því svo óyggjandi væri, hver hlutur Reykjavíkur svæðisins er gagnvart lands- byggðinni eða öfugt, t. d. í gjald- eyrisöflun þjóðarinnar, mat- vælaframleiðslu og í gjaldeyris- sparandi iðnaði. Einnig þarf að fá svör við því, hvaðan þeir fjármunir koma og hvert þeir renna, sem um ríkiskassann fara. Á grunni hinna nýju upplýs- inga, bæði um nefnd atriði og önnur, verður að byggja upp framtíðarstefnuna í búsetumál- unum, nýtingu landsins gæða og skiptingu auðs og arðs og hafa hana að leiðarljósi. □ Á LAUGARDAGINN opnar frú Helga Weisshappel málverka- sýningu í Landsbankasalnum og stendur sýningin í 5 daga, frá kl. 3—11 dag hvern. Á laugar. dag er þó boðsgestum ætlaður tími frá kl. 3—5. Á sýningunni verða 34 mynd- ir, vatnslitamyndir, olíukrítar- myndir og teikningar og eru allar myndirnar til sölu. Listakonan hefur áður haldið 5 sýningar hér á landi, en auk þess tvær í Vínarborð og tvær í Noregi. Helga Weissapphel hefur feng ið mjög góða dóma fyrir sér- stæða list sína, ekki síður utan- lands en innan. □ MENN BRENNA SIG Á FÓTUM BLAÐINU hefur verið tjáð að öðru hverju brenni fex-ðafólk sig á fótum á leii'hverasvæðinu í Námaskai-ði. En einmitt þar, sem hinir dulai-fullu leirhverir sjóða og kraumá í mörgum lit- um, er forvitnilegt um að litast, en ekki jafn öruggt um að ganga, svo sem reynslan sýnir. Tími mun til þess kominn, að setja einhverjar skorður við ótakmai'kaðri umferð á hvera- svæðinu eða glögg merki til við- vörunar, þar sem hættulegast er að ganga. Líklegust til úr- lausnar er samvinna ferðaskrif- stofa og gistihúsa austur þar. □ BÓKHLAÐAN nýja á Akureyri verður væntaalega foklield í haust. (Ljósmynd: E. D.) LAXÁRVIRKJUN OG BÚRFELL LIELGA WEISSHAPPEL. MEÐ vísun til símtals leyfi ég mér að upplýsa eftirtalið sam- kv. áætlun S. Thoroddsen má fá alls 400 milljón kilowatta- stundir úr gljúfrunum við Brú- ar eða 305 milljón kilovatta- stundir þegar frá er di'egin sú orka, sem nú verandi stöðvar geta unnið sem gi'unnstöðvar. Kostnaðui'inn við að ná þessum 305 milljón kilovattstundum í gi'unnstöð er samkvæmt laus- legri áætlun Sigui'ðar 410 millj- ón krónur og er þá miðað við oi'kuna beint frá vélum og nú- verandi verðlag og aðflutnings- gjöld. Það eru engin líkindi á að árlegur í'ekstrarkostnaður nýrra vatnsaflsstöðva geti orð- ið laegri en 10% af stofnkostn- aði og er þá ekki í'eiknað með neinum opinberum gjöldum eða greiðslum fyrir vatns- og lands- réttindi og ekki heldur afgangi til fi'ekari öflunar rafoi'ku. Sé 10% af 410 milljón krónum deilt $ & <« X I Skelegg álfkSun H.-ÞinpyÍRp | FUNDUR sambands áfengisvarnarnefnda í Norður-Þingeyj- ai-sýslu var haldinn á Kópaskeri 20. ágúst. Á þessum fundi voru m. a. samþykkt mótmæli gegn því, að aldurstakmörk ungmenna, sem mega kaupa áfengi, verði lækkuð. Fundur- inn taldi nauðsynlegt að í'annsakað sé undanbragðalaust, hvei'jir selji unglingum áfengi og þeir látnir sæta þyngstu refsingu. Ennfremur samþykkti fundui'inn ályktun, sem er svohljóð- andi: „Fundurinn vill vekja athygli á, að félagsheimilin, sem í'isið hafa upp víðsvegar um landið, eru sérstaklega ætluð til að vera lyftistöng heilbrigðs félags- og samkomulífs, hvert í sinni byggð. Samband áfengisvarnai'ráðs telur því brýna nauðsyn að allir leggist á eitt, um að áfengir dx-ykkir séu þar með öllu útilokaðir og skox-ar á yfirvöldin, löggæzlu- og forstöðumenn viðkomandi stofnana, að stuðla að því, að svo megi verða.“ Q með 305 milljón kilowattstund- um er útkoma 13 V2 eyrir á kilowattstund. Sambærileg tala fyrir fullvirkjað Búrfell er 10,8 aurar á kilowattstund, sem þýð- ir að orkan úr gljúfrunum við Brúar sé 25% dýrari en frá Búrfelli. Hér er þá ekki tekið tillit til rekstraröryggis sem fyrst í stað yrði meira í virkjun- inni við Brúar, en á móti kem- ur, að í Búrfellsáætluninni mun reiknað með miklu hærri ein- ingarverðum á byggingarvinnu, þótt um stærri virkjun sé að ræða og hygg ég að nánari reikningar muni sýna að fram- angreindur munur sé allmiklu meiri. Eiríkur Briem. STJORN Laxárvirkjunar átti þess kost að sjá ofangreinda at- hugasemd við áætlun um full- virkjun Laxár við Brúar í Suð- ur-Þingeyj arsýslu og vill hér með koma eftirfarandi á fram- færi: „Ef Laxá verður virkjuð sam kvæmt tilhögun 4 (grunnaflstöð 50 þús. kw.), samkvæmt áætlun Sigurðar Thoroddsen, og núver- andi virkjanir lagðar niður, þá er eðlilegt þegar hin nýja virkj- un tekur til starfa, að hún taki þá að sér greiðslu á þeim skuld- um, sem þá kunna að hvíla á núverandi virkjunum. Skuldir Laxárvirkjunar í dag eru þessar: Skuld Laxá I ca. 0,4 millj.kr. Skuld LaxáH ca. 49,8 millj.kr. Alls ca. 50,2 millj.kr. Flest lán Laxárvirkjunar eru annuitetslán, þ. e. með jöfnum árlegum greiðslum, og gera má ráð fyrir því, að skuldir virkjun- arinnar lækki á næstu 4 árúm um a. m. k. 20 millj. kr., þannig að þær verða þá komnar niður í um 30 millj kr. Hinsvegar má gera ráð fyrir því ef núverandi virkjanir verða lagðar niður, að söluverðmæti véla, rafbúnaðar og annarra tækja mæti að verulegu leyti skuldunum. Kostnaour ofangreindrar virkj unar skv. Sig. Thoroddsen, og verð rafmagns frá henni er því óbreytt frá því sem áður hefir verið getið nema hvað fallast má á að hinn árlegi rekstrar- kostnaður sé réttari 10% en 8%, en það þýðir að verð á hverja kwst. við stöðvarvegg er um 10,2 aurar og á Akureyri um 15,5 aurar.“ SNJÓR í BYGGÐUM ÓVENJULEGUR kuldi gekk yfir landið í síðustu viku. Þá urðu heiðavegir þungfærir sökum snjóa, allt frá Norð- Austurlandi suður á Holta- vörðuheiði, og Siglufjarðar- skarð lokaðist. Við Eyjafjörð gránaði niður í sjó. Á Vaðla- heiði var skafrenningur og talið haglaust. Stór áætlun- arbíll frá Húsavík komst ekki keðjulaus um Dalsminn isveg. Öxnadalsheiði var þó auð en í Blönduhlíð og Langadal var snjóföl Á Möðrudal varð ófært nema stærstu bílum. Sunnanlands féll kartöflugras, einkum austanfjalls. Úrhellisrigning olli vegaskemmdum. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.