Dagur - 10.10.1964, Side 1

Dagur - 10.10.1964, Side 1
Dagur Símar: 1166 (ritstjórl) 1167 afgreiðsla) Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar 20 krónur á mánuði Skemirdarverk á Golfskálanum f GÆRMORGUN var tilkynnt til lögreglunnar á Akureyri um tvö skemmdarverk Brotist var inn í skála Golfklúbbs Akureyr- ar á Golfvellinum. Var dyraum búnaður brotinn úr, farið inn í skálann, sprengdir upp skápar, og golfáhöld brotin, brotunum var dreift um skálagólfið. Einn ig voru brotnar rúður. Eldci var sjáanlegt, að um þjófnað hefði verið að ræða, lieldur skemmd arfýsn. Lögreglan sagði að einna likast væri, að þama hefið vitlaus maður verið á ferð. Á föstudagsnóttina var brot- ið upp hesthús neðan við Mið- húsaklappir. Flestar ráður í hús inu voru brotnar. Bæði málin eru í rannsókn, en ekki hefir tekist að hafa upp á þeim sem stóðu að þessum verknaði. í gærmorgun myndaðist hálka á götum bæjarins, vegna snjó- komu. Tveir bifreiðaárekstrar urðu þá, en ekki meiðsli á mönn um, og litlar skemmdir á öku- tækjunum. Noröurianasbonnn settur upp á Laugalandi a i>eiainörk, nálægt lauginni, sem þar er nú. Tum borsins verður 30 m hár og við liann vinna 10 manns á tvehn vöktum, allan sólarhringinn. Verkinu stjómar Dagbiartur Sigursteinsson. Menn þeir sem við borinn vinna búa á Dagverð- areyri. — Ljósmyndin var tekin í fyrradag. (Ljósm.: E. D.) Þá leituðu menn að heitu vatni Árangurinn sparaði bænum milljónir króna Ólafsfjarðarbáfctr byrjaðir róðra Ólafsfirði, 9. október. — í nótt snjóaði niður að sjó og er föl á jörðu. í gær var farið yfir Lágheiði, en þar mun þungfært orðið bifreiðum. Stærri bátarn ir eru byrjaðir róðra. Stígandi og Þorleifur Rögnvaldsson, fengu 3—4 tonn og Guðbjörg ætlar að fara í sinn fyrsta róð- ur í nótt. Anna er búin að róa á aðra viku og hefur fengið allt að 5 tonnum mest í róðri. Barnaskólinn, með 112 nem- endur, var settur 1. október. Skólastjóri er Björn Stefánsson. Miðskólinn var settur 2. októ- ber. Nemendur eru 71. Og þar er fjórði bekkur tekinn til starfa sem ekki hefur áður verið. Níu daga á hrakningi Hinn 6. þ.m. sáu skipsmenn á Drankajökli ljósmerki báts 100 sjómílur út af S. John í Kanada. Þar var aðframkominn maður á 8 tonna velbát ög búinn að velkjast 9 daga, vegna vélabil- unar. Maðurinn var tekinn um borð og báturinn dreginn til land. LÖGREGLAN skorar á þá, sem kynnu að gefa upplýsingar um skemmdarverk þau, sem framin voru í fyrri- nótt og sagt er frá á öðrum stað að hafa samband við lögreglu- stöðina. í honum er.u 11 nemendur og 17 í Landsprófsdeild. Skólastjóri miðskólans er Kristinn Jóhanns- son. Bændur hér í sveit fjölga fé sínu og setja fleira á vetur en áður. B. S. NORÐUIWbANDSBORINN er þessa dagana að rísa á steyptum grunni nálægt heitri laúg á bökk um Hörgár í túnfæti Laugalands á Þelamörk. Þar á að leita að meira vatni með bornum, allt að 1500 metrum í jörðu niður eða jafnvel enn dýpra ef þörf kref ur. Með jarðborunum hefur víða ótrúlegur árangur náðst, eftir forsögn vísindamanna um borunarstaði. Og hér um slóðir er árangurs beðið með óþreyju. En í sambandi við nýtízkuleg vinnubrögð við jarðhitaleit, vís indalega forsögn og stórvirk tæki, er jafnframt gaman að minnast þess, er nokkrir ungir áhugasamir ungmennafélagar á Akureyri leituðu að heitu vatni með berum höndunum fram í Glerárgljúfri og grófu eftir því með handverkfærum. En árang ur af því er milljónasparnaður fyrir Akureyrarkaupstað í upp hitunarkostnaði sundlaugarinn- ar meira en þrjá- síðustu ára- tugi. Glerárdalur, með 50 metra háum gljúfrum, fossum, skýld- um hvömmum og fjölbreyttri náttúrufegurð, er í se'nn hrika- legur og fagur, enda leggja margir málarar og ljósmyndarar leið sína þangað á síðustu tím- um. Og síðan akvegur vár byggð ur fram með Gleránni, hefur bæjarbúum orðið tíðförullt þang að til að eiga þar hvíldarstund ir í faðmi náttúrunnar. Frammi við mestu gljúfrin er Smalalaug og þar var líka ofur lítill smalakofi. í snarbröttum leirflögum og klettum má sjá rör og leiðslur hér og hvar. Fyrir 37 árum fór ofurlítill hópur ungmennafélaga á Akur eyri upp í Glerárdal með haka og járnkalla til að leita að heitu vatni. f þeirri för voru meðal (Framhald á bls. 2). Það var mjög erfitt að leiða tóksí. vatnið niður Glerárgil. En það (Ljisniynd: E. D.) Verða íslenzku síldveiðiskipin að hætta veiðum vegna ágengni rússneskra skipa? SAMKVÆMT fréttum, sem blaðið hefur fengið frá síld armiðunum fyrir austan, gerast nú rússnesk skip, sem veiða þar með reknetum, svo ágeng, að helst lítur út fyr- ir að íslenzku síldveiðiskip- in verði að hætta veiðum þar. Svæðið, sem síldin heldur sig á, fer minkandi og hrúg- ast því rússnesku skipin í hundraða tali á þetta svæði, sve þétt, að næstum er ó- mögulegt að kasta þar nót. Tvær síðustu nætur, sem íslenzku skipin voru úti eyði ■ Iögðu eða stórskemmdu fjög ur skip nætur sínar. Varð það «neð þeim hætti að þeg- ar isleuzku skipin voru búin að kasta, komu rússnesk skip og keyrðu í næturnar. í tveim tilfellum voru rek- netin lögð yfir nætumar. Samkvæmt sögn sjómanna virðist það engu hafa breitt þótt næturnar væm lýstar upp með kastljósum og verð ur ekki annað séð en Rúss- amir geri þetta af ásettu ráði. Þarna gilda að sjálf- sögðu alþjóðalög um veiðar á útliafinu, en Rússamir virðast lítið fara eftir þeim. Það verður sennilega erf- itt fyrir íslenzka sjómenn og útvegsmenn að sækja þessa menn til saka, þó þeir af ásettu ráði valdi hundmðum þúsunda króna tjóni á veiðar færum þeirra. BANASLYS Á RAUFARHÖFH ÞAU sorglegu tíðindi bárust frá Raufarhöfn í gær, að þar hefði banaslys orðið í umferðinni kvöldið áður. Fréttaritari blaðs ins á staðnum Hreinn Helgason, segir svo frá: Níu ára drengur, Kristján Pálsson, lést af slysförum í gær kveldi. Tildrög voru þessi. Krist ján heitinn stcð utanlega á veg inum, skammt frá Pósthúsinu ásamt öðrum dreng, 12 ára. Þar eru gatnamót. Bifreið héðan úr kauptúninu kom norðan aðal- götuna og ók á þá báða. Kristj án lést skömmu síðar en skaddaðist á fæti. Mál verður rannsakað nánar þegar sýslumaðurinn kemur hingað síðar í dag (föstudag). Myrkur var á er slys þetta varð og kraparigning. Talið er að bíl- stjóri sá, sem hér á hlut að, hafi blindast af ljósi annars bíls, er hann mætti í sama mund. Foreldrar drengsins er lézt, heita Páll Árnason, verkamaður og formaður verkalýðsfélagsins hér á staðnum og Una Kristj- ánsdóttir kona hans. Þau eiga annan son, 14 ára gamlan.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.