Dagur - 14.11.1964, Page 8
8
SMÁTT OG STÓRT
Frá Akureyrarflugvelli í fyrradag.
(Ljósmynd: E. D.)
élag Islands tekur upp ódýr Ijö!
skyldufargjöld innanlands
FLUGFÉLAG ÍSLANDS hefir
ákveðið að taka upp sérstök
fjolskyldufargjöld á flugleiðum
félagsins innanlands, er gilda
frá og með 1. nóvember.
Fjölskyldufargjöldin eru þann
ig, að forsvarsmaður fjölskyldu
í ferðinni (eiginmaður eða eig-
inkona) greiðir fullt gjald, en
aðrir fjölskyldumeðlimir aðeins
hálft gjald.
Fjölskylda telst í þessu til-
felli foreldrar með börn sín að
21 árs aldri.
Skilyrði fyrir fjölskyldufar-
KLÚBBFUNDUR
FRAMSÓKNARFÉLAG-
ANNA
NÆSTI klúbbfundur Fram-
sóknarfélaganna verður í
Félagsheimilinu Hafnarstr.
95, sunnudaginn 15. þ. m.
kl. 4. e. h.
Frummælandi Ingvar
Gíslason alþingismaður, og
ragðir hann um stjórnmála-
viðhorfið. Mætið stundvís-
lega.
Eldur í íbúðarhúsi
við Spítalaveg
HINN 9. þ.m. varð eldur laus
í íbúðarhúsinu við Spítalaveg 9
á Akureyri, kl. 7 að kveldi. Hús
þetta, sem er kjallari, hæð og
ris, er úr timbri og varð eldsins
vart í litlu herbergi á rishæð.
Slökkviliðið rauf göt á þekjuna
og réði niðurlögum eldsins, þótt
ohægt væri um slökkvistarf. Á
efri hæðinni urðu miklar
skemmdir af vatni.
Á neðri hæðinni bjó Kjartan
Olafsson póstur og á efri hæð-
inni Valdimar Jónsson, járniðn
aðarmaður og Birgir sonur hans
og eru þeir allir fjölskylaumenn
Húsið Spítalavegur 9 er rúm-
lega sextugt hús. Þar bjuggu
fyrrum Guðmundur Hannesson
og síðar Steingrímur Matthias-
son.
gjaldi er, að keyptir séu tvímið-
ar og notaðir báðar leiðir og að
fjölskyldan hefji ferðina saman.
Miðarnir gilda í 14 daga frá því
ferð er hafin, en hamli veikindi
ferð til baka, framlengist gildis-
timinn. Einnig ef ferð, sem við-
komandi hefir ætlað með til
baka er fullbókuð; þá fram-
lengist gildistími farmiðanna til
næstu áætlunarferðar.
Fjölskyldufargjöldin gilda á
öllum flugleiðum Flugfélags ís-
lands innanlands.
(Framhald á blaðsíðu 4).
a mipi
sem frú Kolbrún Daníelsdótir veitir forstöðu
FRÚ Kolbrún Daníelsdóttir frá
Saurbæ, húsmóðir á Akureyri,
hefur opnað snyrtistofu í Hafn
arstræti 92, 3. hæð. Hún dvaldi
í Svíþjóð um hálfsárs skeið við
nám í þekktum snyrtiskóla, og
hefur haft einskonar farand-
snyrtistofu á ýmsum stöðum á
Norður- og Austurlandi síðan
hún kom heim, þar til nú, að
hún hyggst stunda starf sitt hér
framvegis. Blaðið hitti frú Kol-
brúnu sem snöggvast að máli
og lagði fyrir hana spurningar
um nám og starf.
Hvað var einkum kennt við
snyrtiskóla þann, sem þú dvald
ir á í Svíaríki?
Skólinn, sem ég dvaldi á, er
sex mánaða skóli í Gautaborg,
sem heitir Flave og eftir þeim
skóla nefndi ég mína snyrti-
stofu hér á Akureyri. Þar lær-
ir maður allt, sem viðkemur
andlitssnyrtingu, um húðina,
gerð hennar og starfsemi, and-
lits- og hálsvöðva, hvar og
hvernig þei'r liggja og hvaða
hlutverki þeir hafa að gegna,
hver fyrir sig. Make up var auð-
vitað mikill liður í náminu, og
var okkur gert það ljóst frá
byrjun, að undirstaða þess að
vel takist, er að húðin sé hrein
og laus vio bólur og fílapensla.
Nú, og hvað gerirðu svo fyr-
ir karl eða konu, sem vill fá
svolítið skárra andlit?
Starf mitt byggist einkum á
nuddi og húðhremsun. Að vísu
er make up mjög mikið atriði,
en allar konur geta lagt það
sjálfar eftir að hafa lært það á
snyrtinámskeiðum. Aftur á móti
verður nudd og hreinsun að
vera unnið af kunnáttu, einkum
nuddið, vegna þess, að sé það
ekki gert á réttan hátt, getur
árangurinn orðið þvert á móti
því, sem til var ætlast. Það er
að segja, að andlitsvöðvarnir
slakna í stað þess að styrkjast.
Hve oft þarf að taka andlits-
böð?
Fyrir venjulega húð er talið
hæfilegt að taka andlitsböð einu
sinni í mánuði. Það gildir hið
sama um konur á öllum aldri.
Og það er aldrei of seint að
byrja.
(Framhald á blaðsíðu 5).
IIVAÐA SKEPNA ER ÞAÐ?
Ilvaða skepna á fslandi er það,
sem étur meira en þyngd sína á
dag, en vex þó ekki? Þetta er
gáta, sem menn henda á milli
sín síðustu daga. í samsæti einu
hafði gátan verið höfð til gam-
ans og heitið verðlaunum fyrir
rétta ráðningu. Náttúrufræðing-
ur, sem þar var og allfróður er
talinn, lyngdi augum, velti vöng
um og sagði: „Þetta gæti verið
grasmaðkurinn, ef ekki væri
tekið fram að skepnan yxi ekki“
„Getur verið, að þetta sé lítill
en fullvaxinn hákarl“, sagði
kona ein — og fékk nokkrar
undirtekíir. Þá reis úr sæti sínu
bankastarfsmaður og mælti hátt
og hiklaust: „Auðvitað er þetta
Alþýðuflokkurinn“. Bankastarfs
manninum voru strax aflient
verðlaunin.
Hinn 6. þ.m. var birt í Al-
þýðublaðinu frétt undir rosafyr
irsögn, sem hljóðaði þannig: „91
ungur jafnaðarmaður kjörinn í
trúnaðarstöður“. Jú, sama var
lystin. En hvernig stóð á þess-
um fjölda? Var Alþýðuflokkur-
inn tekinn að vaxa? Nei, við at
hugun lsom nefnilega í ljós, að
sömu mennirnir voru taldir
tvisvar og þrisvar sinnum. Og
svo voru þetta bara trúnaðar-
stöður innan flokksins, sem ekk
ert vex. Matfangaæfingartrúnað
arstöður má e. t. v. kalla þær
efdr því hvemig flokkurinn er
nú rekinn af forystumönnum
hans.
Alþýðuflokksmenn eru sár-
gramir yfir því að flokkurinn
vex ekki heldur minkar. Þeim
gramdist mjog að þeir fengu
engan mann kjörinn til Alþing-
is í Norðurlandskjördæmi
eystra við síðustu kosningar. En
Alþýðuflokksinenn mega for-
ystuliði sínu um kenna. Flokkur
inn vex ekki um millimetra
þótt reynt sé að tylla honum á
tá, eins og gert var með frétt
Alþýðublaðsins 6. þ.m. Hann
vex ekki heldur þótt foringja-
liðið fái embætti á embætti of-
an hjá Sjálfstæðisflokknum fyr-
ir þjónkun við íhaldsstefnuna í
ríkisstjóminni. Flokkurinn vex
ekki þó að foringjarnir eti marg
Á snyrtistofu Kolbrúnar.
(Ljósmynd: E. D.)
falda þyngd af þeim réttum. Al-
þýðuflokkurinn vex ekki og
dafnar ekki fyrr en hann geng-
ur í þjónustu jafnréttisstefnunn
ar, sem ól hann, og nærist af
því, sem hún ber á borð.
SKÓLASJÓNVARP Á
AKUREYRI!
Nýlega varpaði einn bæjarfull
trúi á Akureyri fram þeirri til-
lögu á bæjarstjómarfundi, að
hið fyrsta yrði athugaðir mögu
leikar á því að setja upp skóla
sjónvarp fyrir bæinn. Segir í
greinargerð, að Akureyri sé
lilutfallslega mestur skólabær
landsins og því færi vel á því að
sá bær taki forystuna í þessu
efni. Má af því ráða, að flutn-
ingsmaður telji það eðlilega þró
un mála ,að bæir landsins stofn
seti og reki sínar eigin sjónvarps
stöðvar sjálfir vegna skóla
sinna. Er þetta mjög nýstárleg
röksemdafærsla, fram borin á
sama tíma og verið er að ráða
fyrstu starfsmenn hins íslenzka
ríkissjónvarps sem á að gegna
sama hlutverki að verulegu
leyti. Sennilega hefur maðurinn
aldrei heyrt nefndan kostnað í
sambandi við það, að hefja sjálf
stæðan sjónvarpsrekstur með
eigin sjónvarpsstöð.
ÍÞRÓTTAHÚS
Meðal ráðamanna á Akureyri
mun nú sameiginlegur áhuga
vera fyrir því, að byggt verði
mikil íþróttahöll. Hið tvítuga
íþróttahús bæjarins er mjög ó-
fullnægjandi orðið til lögboðinn
ar kennslu og fyrir íþróttastarf-
semi hinna ýmsu félaga. Og
auk þess er enginn staður til á
Akureyri, þar sem hægt er að
sýna fimleika eða löglega íþrótta
keppni t.d. í handknattleik
og körfubolta, Verða Akureyr-
ingar að fara í aðra landshluta
til keppni í þeim greinum og
er naumast hægt frá því að
segja, kinnroðalaust.
Bæjarstjórn hefur tekið vin-
samlega afstöðu til málsins, svo
og fræðsluráð, skólastjórar og
stjórnendur íþróttafélaga. Má
því ætla að málið nái fram að
ganga ef vandaður verður und-
irbúningurinn heima fyrir og
bæjarbúar bera gæfu til sam-
komulags.
Frá Bridgefélagi Ák-
ureyrar
ONNUR umferð í sveitakeppni
fyrsta flokks fór fram s.l. þriðju
dag og urðu úrslit þessi:
Sveit Magna Friðjónssonar
vann sveit Hafliða Guðmunds-
sonar með 6:0, sveit Óðins
Árnasonar vann sveit Sturlu
Þórðarsonar með 6:0, sveit
Kai'ls Jörundssonar vann sveit
Stefáns Gunnlaugssonar með
6:0, sveit Ólafs Þorbergssonar
vann sveit Aðalsteins Tómas-
sonar með 5:1, sveit Bjarna
Jónssonar vann sveit Jóns H.
Jcnssonar með 4:2.
Næsta umferð verður spiluð
n. k. þi-iðjudag.