Dagur - 21.11.1964, Blaðsíða 4
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1166 og 1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Skógræktin
SAMKVÆMT frumvarpi til fjár-
laga fyrir árið 1965, sem nú liggur
fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir, að
tíkissjóður verji rúmlega 7 millj. kr.
til skógræktarmála á næsta ári. Auk
þess hefur skógræktin (Landgræðslu
sjóður) tekjur af sérálagningu á tó-
baksvörur, og því ekki fjarri lagi að
skógræktarfé verði það ár um 10
milljónir króna.
Það hefur verið ljúfur draumur
margra íslendinga, að sjá landið
skógi vaxið „milli fjalls og fjöru“
j eins og komizt er að orði í íslend-
| ingabók um skóga landnámsaldar.
I Sumir hafa þó talið annan gróður
vænlegri til að græða „foldarsárin“,
þ. e. „melgrasskúfinn harða“ og aðr-
ar grastegundir.
Jóhann Skaptason, sýslumaður á
Húsavík, hafði eitt sinn orð á því í
blöðum, að honum þætti skógrækt-
arfé misskipt milli landshluta. Væri
rétt að verja meiru fé til skógræktar
á Norðurlandi en gert væri.
Ekki vildi skógræktarstjómin á
það fallast, að henni hefði yfirsézt í
þessum efnum. Svo kom páskaveðr-
ið mikla, sem margir muna. Hlý-
viðri breyttist í frosthörku á fáum
klukkustundum. Vaknandi vor
breyttist í vetur. I þessum páskabyl
dó drjúgur hluti af hinum ungu,
vaxandi trjáplöntum á Suðurlandi.
Jafnvel há tré visnuðu þegar kom
fram á sumarið. Hér á Norðurlandi
urðu skemmdimar litlar.
Af einhverjum ástæðum er sá
skógargróður, sem lifað hefur af
harðindatímabilin í sögu landsins
og dafnað bezt aðallega á austan-
verðu Norðurlandi og á ofanverðu
Fljótsdalshéraði. Af þessu hefði fyr-
ir löngu mátt draga þá ályktun, að
í þessum landshlutum væru skilyrði
til skógræktar bezt, og ef verja ætti
fjármunum til að koma upp nýjum
skógum, væri vænlegast að velja
þeim stað í þessum landshlutum.
En skógræktarstjómin situr suður
við Faxaflóa og á Kjalamesi og í ná-
grenni Stór-Reykjavíkur á að
nota þjóðargjöf Norðmanna til að
skapa íslenzka skóga. Það myndi víst
þykja meira en lítil goðgá, ef stung-
ið væri upp á því, að skógræktar-
stjórinn og starfslið hans sæti á Hall-
ormsstað eða skógarsveitunum hér
norðanlands. Þó er það svo, að
hvergi er líklegra til verulegs árang-
urs að rækta nytjaskóg en á Norður-
og Austurlandi og tré og runna til
skjóls og skrauts. Og fyrir 10 milljón
ir af almannafé árlega, þarf að sjást
töluverður árangur.
SJÖTUGUR:
Benedikf Baldvinsson
SVALBARÐSSTRÖNDIN er
talin ein blómlegasta byggð hér
á landi. Miklar og glæsilegar
byggingar jafnhliða stórfelldri
ræktun skipa þessari sveit í röð
úrvalsbyggða þessa lands. Hef-
ir þar haldist í hendur stórhug-
ur bænda og mikil ráðdeildar-
semi.
Einn þeirra atorkubænda, er
hér hefur lagt hönd á plóginn,
fyllir sjöunda tuginn í dag. Það
er Benedikt Baldvinsson óðals-
bóndi á Efri-Dálksstöðum.
Hann er fæddur á Veigastöð-
um á Svalbarðsströnd 19. nóv-
ember 1894. Foreldrar hans
voru Baldvin Jóhannesson og
Guðlaug Benediktsdóttir, dugn-
aðar og greindarhjón er þar
bjuggu. Ólst Benedikt þar upp,
en fluttist með foreldrum sínum
og fjórurn systkinum, öllum í
æsku, að Efri-Dálksstöðum árið
1912. Hafði faðir hans tekið
jörðina á leigu til 10 ára og
hugðust þau hjón, með hjálp
uppvaxandi barna, bæta jörð
og húsakynni, sem mjög voru
léleg. En Baldvins naut ekki
lengi við. Þá um haustið missti
hann heilsuna og varð lamaður
og óvinnufær upp frá því. Kom
það í hlut Benedikts að verða
fyrirvinna heimilisins. Stuttu
síðar missti yngri bróðir hans
heilsuna og yngsta systir hans
einnig og féllu bæði frá í blóma
lífsins með stuttu millibili. Eln
þrátt fyrir þetta mikla and-
streymi gafst Benedikt ekki
upp. Hann hafði að vísu ætlað
að ganga menntaveginn og fara
í Gagnfræðaskólann á Akur-
eyri, en varð nú að kveðja þá
æskudrauma fyrir fullt og allt.
Hugur hans hafði snemma
hneigst að búskap og ræktun
og ákvað hann nú að helga því
krafta sína. Þegar leigutími
jarðarinnar var útrunninn var
hún auglýst til sölu. Vildi þá
Benedikt kaupa, en lánastofn-
anir synjuðu um fyrirgreiðslu.
Tókst honum þó með aðstoð
góðra manna að fá jörðina
keypta og hefir hann búið þar
síðan, eða í meira en hálfa öld.
Hóf hann fljótlega ræktunar-
framkvæmdir af stórhug og
bjartsýni, en litlum efnum.
Kom það brátt í ljós, að honum
lét búskapur vel. Fór þar sam-
an dugnaður hans og óbilandi
trú á landið, en þó gætni í hví-
vetna, því hann kunni ætíð fót-
um sínum forráð. Hefir hann
fyrir löngu gert garðinn frægan
svo að jörð hans er nú í tölu
fremstu stórbýla við Eyjafjörð.
Þó ræktunarstörfin hafi átt
ríkust ítök í huga Benedikts,
hefir honum þó unnist tími til
fjölmargra trúnaðarstarfa fyrir
sveit sína og samferðamenn.
Munu þau ekki mörg framfara-
málin í sveitinni, sem Benedikt
hefir ekki látið sig varða og
stutt á margvíslegan hátt. Væri
of langt mál að telja þau öll
upp.
Benedikt var einn af stofnend
um ungmennafélagsins í sveit-
inni og formaður þess og féhirð
ir um áratugi. f skólanefnd hef-
ir hann setið í 40 ár og mörg
ár formaður, og í hreppsnefnd
16 ár, þar af 4 ár oddviti. Hann
hefir verið formaður sjúkrasam
lagsins frá stofnun 1944 og í
sóknarnefnd í áratugi Vann
hann mjög að byggingarmálum
hinnar nýju, glæsilegu kirkju
og var þar ótrauður baráttu-
maður. Þá hefir Benedikt ver-
ið deildarstjóri Strandardeildar
KEA lengi og formaður lestrar
Benedikt Baldvinsson.
félagsins var hann um fjölda
ára. Þá má sízt gleyma starfi
hans við Sparisjóð Svalbarðs-
strandar. í stjórn hans hefir
Benedikt verið frá 1922 og í
aldarfjórðung sparisjóðsstjóri.
Hefir stofnunin vaxið mjög und
ir stjórn hans og ótaldir eru
þeir, sem notið hafa hjálpsemi
hans og fyrirgreiðslu. Mun hon
um áreiðanlega falla þungt, að
synja nokkrum um hjálp.
— Svo hefir hann sjálfur
sagt mér, að þegar hann fékk
neitun um fé til kaupa á jörð
sinni, hafi hann strengt þess
heit að verða síðar meir þurf-
andi að liði, ef geta sín og
ástæður leyfðu. Það heit hefir
Benedikt trúlega efnt.
Benedikt er kvæntur Frið-
riku Kristjánsdóttur frá Helga-
stöðum í Reykjadal, hinni ágæt
ustu konu. Þau eiga þrjú börn
uppkomin og hefir Kristján
tekið að nokkru við búi með
föður sínum.
Þótt árin séu nú tekin að
fjölga, verður þess sízt vart.
Benedikt geymir enn eld æsk-
unnar, áhuga á hverju góðu
máli og gamansemi, þegar við
á. Hann er bókamaður, les mik-
ið og kann vel að velja lestrar-
efni. Á unga aldri féll það í
hans hlut á löngum vetrar-
kvöldum, að lesa upphátt fyrir
heimilisfólkið, fslendingasög-
urnar og önnur merkisrit og
varð það honum góður skóli.
Hann er sá gæfumaður að
geyma enn eld þeirra hugsjóna
sem hann hyllti ungur. Bind-
indismaður hefir hann verið
alla ævi og traustur samvinnu-
maður. Hann hefir verið trúr
hugsjón ungmennafélagsskapar
ins undir kjörorðinu „ræktun
lýðs og lands.“ Og þegar þar
við bætist að hann er ætíð glað-
ur og reifur, fyndinn og gaman-
samur, þá er sízt að undra, þótt
margir sendi honum hlýjar vin
arkveðjur á þessum merku
tímamótum.
Ámi Bjarnarson.
Er íslenzkur iðnaður á uiidanhaldi?
FRA VALDASTOÐUM TIL
VETURHÚSA, brot úr end-
urminningum, eftir Björn Jó-
hannsson, skólastjóra. Útgef-
andi er bókaútgáfan Fróði.
EINHVER vinsælasta bók-
menntagrein undanfarin ár eru
minningabækur. Liggur við að
skáldsögurnar hafi orðið að
þoka fyrir þeim. Söguþjóðin
ann „íslendingasögum“ eins og
fyrr. Enda hafa vel ritaðar
minningabækur marga kosti og
að minnsta kosti einn fram yfir
skáldsöguna: Atburðirnir hafa
gerzt. Þær eru brot úr þjóðsög-
unni.
Út er komin ný minningabók
eftir Björn Jóhannsson, skóla-
stjóra í Vopnafii’ði, sem hann
nefnir Frá Valdastöðum til
Veturhúsa. Björn er Húnvetn-
ingur að ætt og uppruna. Segir
hann frá æsku sinni og upp-
vexti, og ýmsu fólki er hann
kynntist þá‘.
Kennaraprófi lauk hann 1913,
og gengur að eiga efnilega
heimasætu af Jökuldal, Onnu
Magnúsdóttur frá Hjarðarhaga,
nokkrum árum síðar. Hefur
hún reynst honum hin mesta
heilladís. Frá þeim tíma hefur
Björn átt heima á Austurlandi.
Fyrstu tvo veturna kenndi
hann á Berufjarðarströnd. Féll
honum þar vel, og er lýsing
hans á fólki þar rétt og hófsam
leg. Má segja að frásögn Björns
einkennist öll af sanngirni á
fólki því, er hann lýsir.
Meðal þeirra er hann kynnt-
ist á Berufjarðarströnd var
Guðmundur „ralli.“ En þessi
auðnuleysingi og „brennivíns-
berserkur" er frægur á þeim
ALLMENNA bókafélagið hef
ur sent frá sér þrjár fyrstu bæk
ur haustsins. Allt eru þetta bæk
ur, sem eiga eftir að vekja at-
hygli á bókamarkaðinum. Fyrst
er að nefna Þættir um íslenzkt
mál, undir ritstjórn próf. Hall-
dórs Halldórssonar, því næst
bókina Spánn eftir Hugh Thom
as úr bókaflokknum Lönd og
þjóðir og síðast en ekki sízt
fyrstu smásögur ljóðskáldsins
Guðmundar Frímanns. Bókin
heitir Svartárdalssólin og er tíu
ástarsögur.
Þættir um íslenzkt mál eftir
nokkra íslenzka málfræðinga.
Dr. Halldór Halldórsson próf.
hefur annast ritstjórn bókarinn-
ar. Þættir þeir, sem í þessari
bók birtast eru af hendi höf-
unda hugsaðir sem alþýðleg
fræðsla um íslenzka tungu og
þróun hennar. Efninu er skipt
í átta þætti.
Bókin er prentuð í Prent-
smiðjunni Leiftri en Félagsbók-
bandið annaðist bókband.
Spánn er eftir enska sagn-
fræðinginn Hugh Thomas í
þýðingu Andrésar Kristjánsson-
ar ritstjóra. Þetta er tíunda bólc
in í hinum vinsæla bókaflokki
Lön'd og þjóðir.
slóðum, þó lítið hafi verið um
hann ritað.
Gaman er að lesa um ferða-
lög skólapilta fótgangandi til
Reykjavíkur. Og ekki síður
fei'ðasögu þá, er Björn sækir
foreldra sína á hestum vestur
í Húnavatnssýslu harða vorið
1915. Fær hann þar hlýleg eft-
irmæli bóndinn í Varmavatns-
hólum í Oxnadal. Gefa þessi
ferðalög góðar hugmyndir um
samgöngur áður en bílar komu
til sögunnar.
Þau Björn og Anna hófu bú-
skap á Jökuldal árið 1915, en
fluttust að Veturhúsum í Jök-
uldalsheiði vorið 1917 og
bjuggu þar í 4 ár. Lýkur bók-
inni er þau fluttu til Vopna-
fjarðar 1921, þar sem ævistarf-
ið, kennsla og skólastjórn, beið
hans, en margvísleg störf henn-
ar ásamt uppeldi barnanna. —
Verður ekki eitthvað sagt frá
því síðar?
Frásögnin af búskapnum á
Veturhúsum er veigamesti þátt
ur bókarinnar. Er þar jöfnum
höndum skýrt frá unaði heiðar
innar á fögrum sumardögum,
er sólin glampaði á heiðavötn-
in, og illviðrum vetranna og
mannraunum þeim, sem íbúarn
ir urðu að þreyta við frost og
bylji í smalamennsku og kaup-
staðarferðum. Áður hefur verið
skráð saga heiðabýlanna. En
mikilvægt er að fá þessa lýs-
ingu frá einum heiðarbóndan-
um á þeirri lífsbaráttu, sem
þeir uj'ðu að þreyta við ýmsa
erfiðleika. Þessar frásagnir eru
bráðskemmtilegar aflestrar.
Frá Valdastöðum til Vetur-
húsa er stór bók, 223 blaðsíður
í stóru broti með nokkrum góð-
Hér er fjallað um Spán í máli
og myndum. Landinu er lýst,
þjóðinni og menningu hennar,
lífi hennar og starfi. Þetta er í
senn falleg og fróðleg bók.
Þetta er tíunda bókin í þess-
um vinsæla bókaflokki og eru
sumar af fyrri bókum í bóka-
flokknum uppseldar en aðrar á
þrotum.
Myndaarkir í bókinni um
Spán eru prentaðar í Verona á
ítalíu en setning og prentun
texta annaðist Prentsmiðjan
Oddi. Sveinabókbandið sá um
Svartárdalssólin eftir Guð-
mund Frímann. Þetta er fyrsta
smásagnasafnið frá hendi Guð-
mundar Frímann, en hann er
löngu landskunnur fyrir Ijóða-
gerð sína. Hafa áður komið út
eftir hann fimm ljóðabækur,
síðast Söngvar frá sumarengj-
um árið 1957 og loks ljóðaþýð-
ingar árið 1958 og 1959.
Á síðustu árum hefur Guð-
mundur Frímann snúið sér að
smásagnagerð og birtist hér úr-
val fyrstu sagna hans.
í þessu safni eru tíu sögur,
sem allar fjalla um ástina, fjöl-
breyttar að uppruna og efnL
Bókin er prentuð og bundin
af Prentsmiðju Hafnarfjarðar.
um myndum. Vönduð að öllum
frágangi. Glögg og góð mynd
úr lífi íslenzku þjóðarinnar og
jafnframt lýsing á einum af
hennar beztu sonum.
Eiríkur Sigurðsson.
SAMVINNAN
OKTÓBERHEFTI Samvinnunn
ar er nýlega komið út, fjöi-
breytt að efni eins og jafnan áð-
ur. Ritstjórinn, Páll H. Jónsson,
ritar þar m. a. um blaðakost
samvinnumanna, um forseta-
frúna, Dóru Þórhallsdójtur
látna, greinina Þjóðskáld og
þrjú dæmi og grein frá kapp-
reiðum á Vallarbökkum. Hann
á og viðtal við Gísla bónda
Magnússon í Eyhildarholti og
skrifar um 65 ára samvinnuleið
togann, Jakob Frímannsson.
Jón S. Jónsson skrifar þætti úr
sögu tónlistarinnar, Agnar
Tryggvason bregður upp svip-
myndum úr íslenzkri landbún-
aðarsögu. Þá má og geta sam-
vinnufréttanna, bókaumgetn-
inga, matreiðsluuppskrifta og
hraðfrystingu matvæla.
Forsíðumynd Samvinnunnar
er að þessu sinni af skagfirzk-
um gæðingi, en margar aðrar
myndir prýða þetta hefti. □
GLÆSILEGT HEFTI
ICELAND REVIEW
NÚ er komið nýtt hefti af
Iceland Review, ársfjórðungsrit-
inu, sem hér er gefið út á
ensku. Þetta síðasta hefti er 60
blaðsíður að stærð, vandað að
efni og öllum frágangi, sem
fyrri hefti ritsins, mjög mynd-
skreytt og prentað á góðan
myndapappír.
Islenzku utanríkisþjónustunni
eru m. a. gerð sérstök skil í
þessu hefti, sem hefst á ávarps-
orðum utanríkisráðherra, Guð-
mundar í. Guðmundssonar.
Agnar Kl. Jónsson, ráðuneytis-
stjóri, skrifar um utanríkisþjón-
ustuna og þróun hennar, Pétur
Thorsteinsson, sendiherra um
ísland í NATO og OECD — og
Thor Thors, sendiherra skrifar
um ísland í sameinuðu þjóðun-
um. Myndir eru af öllum sendi-
herrum íslands erlendis, skrá
yfir sendiráð, ræðismenn og
vararæðismenn íslands. Enn-
fremur eru í þessu hefti myndir
frá fundi fastanefndar þing-
mannasambands NATO, sem
haldinn var hér í sumar.
Sigurður A. Magnússon, blaða
maður, skrifar um íslandsheim-
sóknir ensk-ameríska ljóðskálds
ins W. H. Auden og birt eru tvö
Ijóða hans um ísland: „Journey
to Iceland,“ úr fyrri ferð hans
hingað — og „Iceland Revisit-
ed,“ sem Auden orti eftir ís-
landsferðina í sumar.
Steingrímur Hermannson
skrifar um vísindarannsóknir á
(Framhald á blaðsíðu 7).
Á UMLIÐNUM ÁRUM hefur
margþættur iðnaður verið að
festa rætur í þjóðlífi vorra ís-
lendinga. Margar greinar þessa
iðnaðar hafa náð verulegum
þroska. Sem heild hefur ís-
lenzkur iðnaður • nú verið það
viðurkenndur af stjórnarvöld-
um landsins, að mál hans heyra
undir einn ráðherra ríkisstjórn-
innar, iðnaðarmálaráðherra,
hliðstætt hinum aðalatvinnu-
vegum vorum, landbúnaði og
sjávarútvegi, en hvor þessara
atvinnuvega hefir sinn ákveðna
ráðherra til að gæta hagsmuna
sinna. Auk þessa hefir nú verið
komið á iðnlánasjóði og Iðnað-
arbanka til eílingar íslenzkum
iðnaði.
Það verður þó að segjast eins
og það er, að sjávarútvegur og
landbúnaður njóta í margþætt-
um skilningi, velvildar og stuðn
ings ríkisvaldsins, bæði fjár-
hagslega og siðferðilega, langt
fram yfir það sem iðnaðurinn
hefir nokkru sinni þekkt bæði
-fyrr og nú.
Sjávarútvegurinn og landbún
aðurinn njóta þeirra forréttinda
báðir að vera studdir af ríkis-
valdinu, eigi einasta með greið-
um aðgangi að bönkum lands-
ins ( samanber afurðalán) held-
ur njóta báðir þessir atvinnu-
vegir vorir beinna styrkja svo
nemur hundruðum milljóna ár-
lega. Sá er þetta ritar veit að
báðir þessir atvinnuvegir þarfn
ast þessara styrkja og illgjör-
legt mun að reka þjóðfélag vort
í dag án þeirra.
Það skal jafnframt tekið fram
að íslenzkur iðnaður hefir af
ríkisvaldsins hálfu notið stuðn-
ings í tollalöggjöf landsins, með
allháum tollum á hliðstæðum
innfluttum vörum, eins konar
verndartollum.
Á hitt má jafnframt benda,
að tollar af vélum, varahlutum
og margþættum efnivörum til
íslenzkt iðnaðar, eru í tollaflokk
um, sem óvíða eða hvergi munu
þekkjast í nágrannalöndum vor
um. í því sambandi má t. d.
nefna, að af öllum vélum til ís-
lenzks iðnaðar verður að greiða
35% toll og að auki 6,05% toll
af innkaupsverði og tolli við-
komandi véla. Sama máli gegnir
um vélavarahluti. Fataiðnaður
þarf í flestum tilf. að greiða
65% toll af tilleggi og í sumum
tilfellum 80 og 90%, eftir vöru-
Einnig má benda á, að í nokkr-
tegundum, sem þó verður að
flytja inn vegna sama iðnaðar.
um tilfellum má finna tolla af
efnisvörum sem fluttar eru inn
í sambandi við ullariðnað og
sútun skinna sem reiknaður er
110% af verði vörunnar að við-
bættu flutningsgjaldi o g vá-
tryggingu.
íslenzkur iðnaður ér ungur
að árum. Hann þarfnast því
skilnings og aðhlynningar ráða-
manna þjóðfélagsins meðan
hann er að festa rætur og kom-
ast á legg. Það ber vel að hafa
í huga að okkar ungi íslenzki
iðnaður verður að keppa við há-
þróaðan erlendan iðnað, sem
hefir í þjónustu sinni margfalt
fjármagn, vélakost, útbreiðslu-
tækni og síðast en ekki sízt„
starfslið sem á að baki þjálfun,
kynslóð fram af kynslóð.
Það er athyglisvert að hinn
nýi forsætisráðherra Bretlands
hefir látið það verða eitt af sín-
um fyrstu verkum að hækka
um 15% alla tolla af innfluttum
iðnaðarvörum, til að bæta efna-
hag landsins eins og sagt er, en
þessi tollahækkun er jafnframt
Arnþór Þorsteinsson.
verndartollur þeim háþróaða
iðnaði, sem rekinn er í Bret-
landi. Þannig hugsa Bretar um
sinn iðnað og ber vissulega að
vona að íslenzk stjórnarvöld,
undir forystu iðnáðarmálaráð-
herra, haldi vöku sinni og geri
engar þær ráðstafanir í tolla-
málum, sem koma hinum unga
íslenzka iðnaði á kné.
Frændur vorir, Norðmenn,
hafa skilið, að það er ógerlegt
að byggja upp iðnað, sem jöfn-
um höndum á að starfa fyrir
norskt þjóðlíf og skapa aukinn
útflutning iðnaðarvara, nema
hlúð sé að honum af ríkisvalds-
ins hálfu. Kemur þar margt til,
svo sem fjármagn, tollar, aukin
iðnmenntun og margþætt fyrir-
greiðsla á erlendum vettvangi.
Þessi skilningur norska ríkis-
valdsins hefir einnig borið þann
árangur að norskar iðnaðarvör-
ur sjást nú í vaxandi mæli á er-
lendum mörkuðum víðsvegar
um heim.
í sambandi við tollamál
norsks iðnaðar má benda á að
t.d. vélar sem fluttar eru til
landsins og hafa það megin tak
mark að vinna úr norskum hrá
efnum, eru tollfrjálsar. Eins og
fyrr ségir í þessari grein verður
íslenzkur iðnaður að greiða um
40% toll af innfluttum vélum og
vélavarahlutum. Á þessu og
fleiru er lýtur að íslenzkum iðn
aði þarf vissulega að verða
breyting og það fyrr en seinna.
Hinn ungi íslenzki iðnaður á
nú í samkeppni við háþróaðan
erlendan iðnað, eigi einasta frá
nærliggjandi löndum, heldur
einnig frá löndum sem greiða
sínum iðnaðarmönnum laun,
sem eru aðeins lítið brot af
þeim launum sem íslenzkur iðn
aður greiðir í dag. Lönd sem
keppast við að koma íslenzkum
og fleiri landa iðnaði fyrir
kattarnef, með launakúgun og
fleiri aðgerðum, svo sem dump-
ing verði, eða verðlagi sem ligg
ur langt undir kostnaðarverði
vörunnar. Flestar eða allar rík-
isstjórnir nærliggjandi landa,
munu verða vel á verði fyrir
slíkum innflutningi og hrein-
lega banna hann, nema á ís-
landi, mun slíkur innflutningur
leyfður í vaxandi mæli.
Af þessum og fleiri sökum
hafa nokkrar greinar hins ís-
lenzka iðnaðar nú þegar orðið
fyrir áfalli og aðrar hafa orðið
að rifa seglin að fullu. T.d. mun
skóiðnaður ' sem rekinn var í
Reykjavík, og framleiddi um
100 þús. pör af skóm, vera svo
til alveg hættur störfum. Skyrtu
gerðir mur.u flestar eða allar
vera að hætta starísemi sinni.
Kexiðnaðurinn á í vök að verj-
ast og er byrjaður að draga
saman seglin. Fleirri iðngreinar
mætti nefna sem líkt er ástatt
Munkaþverarkirkja.
Á síðastliðnum vetri bættist
Munkaþverárkirkju veglegur
blómavasi úr messingu með á-
letruðum silfurskildi, sem gef-
inn var af frú Steinunni Jóns-
dóttur Inge_, Foam Lake, Sask.,
Frú Steinunn Jónsdóttir.
og dóttur hennar Mrs. Gróu
Eyjólfsson, til minningar um
frú Kristínu Kristjánsson. Vas
inn er hinn fegursti gripur og
var honum komið fyrir á altari
kirkjunnar.
Frú Inge var systir Jakobs
Normanns skálds í Foam Lake,
sem nú er nýlega látinn, og
voru þau systkini ættuð úr
Skagafirði. Var hún gift Ingi-
mundi Eiríkssyni frá Árhrauni
á Skeiðum, landnámsmanni að
Foam Lake, sem dáinn er fyrir
um, en hér skal staðar numið í
bili.
íslenzkt máltæki segir, að
það sé- seint að byrgja brunn-
inn, þegar barnið er dottið of-
an í hann. Já það er vissulega
rétt. Það er seint að fara að
rétta, íslenzkum iðnaði hjálp-
arhönd, þegar búið er að
jafna hann við jörðu. íslenzkir
iðnrekendur og íslenzkir iðn-
aðarmenn þurfa að halda vöku
sinni, því þótt segja megi að
þeir hafi á umliðnum árum
verið mjög hógværir í kröfum
sínum, til íslenzkra valdhafa,
þá verða þeir að hafa fulla gát
á þróun mála iðnaðarins og að
sjálísögðu er það fyrst og
fremst þeirra að gæta hags-
muna iðnaðarins nú og ávalt.
A.Þ.
allmörgum árum. Hann var
hinn merkasti maður og eftir
honum skírði stjórn Saskatche-
wanfylkis flóa nokkurn í norð-
urhöfum Jnge Bay.
Frú Inge stendur nú á ní-
ræðu, en er þó vel ern og les
og ritar íslenzku eins og hún
hefði aldrei af íslandi farið. Um
hana og afkomendur hennar má
lesa í II. bindi af Vestur-islenzk
um æviskrám, sem nú eru í
þann veginn að koma á mark-
aðinn.
Kaupangskirkja.
Sveinbjörn Jónsson, hinn fjöl
vísi byggingameistari og stór-
iðjuhöldur í Reykjavík, sem
fyrstur manna bjó að Knarrar-
bergi í Kaupangssveit, stóð fyr
ir byggingu Kaupangskirkju
fyrir rúmum 40 árum.
Var hann hér á ferð á sl.
sumri og hitti sóknarprestinn
að-máli og gat þess við hann, að
hann hefði fengið að líta inn í
kirkjuna og lét í ljós ánægju
sína yfir því, hversu kirkjunni
hefði verið haldið vel við og
sóknarmenn hefðu auðsjáanlega
gert sér far um að hlynna að
henni í hvívetna. Eitt þætti sér
þó á skorta, að enginn kross
væri á turnir.um. Þar sem þetta
væri eina kirkjan, sem hann
hefði lagt hönd að, vildi hann
nú úr þessu bæta og gefa kross
á turninn.
Seinna í sumar kom hann og
lét setja upp mikinn og vand-
aðan kross úr ryðfríu stáli og
ganga vandlega frá honum á
turninum. Fer hann einkar vel
á kirkjunni og er söfnuðurinn
gefandanum þakklátur fyrir
þessa veglegu gjöf. Var þessa
minnzt við guðsþjónustu að
Kaupangi sunnudaginn 11. okt.
síðastl.
Hólakirkja.
Við guðsþjónustu að Hólum f
Eyjafirði sl. sunnudag afhenti
sóknarpresturinn kirkjunni
gjöf frá Kjartani Júlíussyni,
bónda á Skáldsstöðum, að upp-
hæð sex þúsund krónur, sem
(Framhald á blaðsíðu 7).
Þrjár nýjar bækur frá A B
Gjafir til kirkna