Dagur - 21.11.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 21.11.1964, Blaðsíða 8
8 Nægilegt vatn á Dalvík EINS og fyrr var getið hér í blaðinu lét Dalvíkurhreppur hefja leit að neyzluvatni í haust, að undangengnum athug unum sérfróðra manna. Árangurinn varð gcður við borun, því í annari borholunni fengust um 15 Iítrar á sek., sem er rýflegt vatnsmagn fyrir stað inn, eins og hann er nú. Borað var við Brimnesá. Bor holunum hefur nú verið lokað, en þegar aftur lengir dag verð ur vatnsgeymir byggður og dælustöð sett upp. Vatn það, er Dalvíkingar nota nú, er úr lind um og lækjum í Ufsadal, en plönin nota vatn úr Brimnesá. Þróttmikið starf FUF á Akureyri SMÁTT ÖG STÓRT ‘ r- W#<PW»- TOGARINN Á POLLINUM Hinn svarti og ljóslausi tog- ari Utgerðarfélagss Akureyr- ipga, sem of marga mánuði hef- ur legið fyrir akkerum á Pollin- um, engum til augnayndis, en flestum til angurs, er víst sjálf- ur leiður orðinn á tilbreytingar- leysinu, því að hann fór af stað einn daginn, mönnum til hinn- ar mestu undrunar og var það ferðalag ekki af manna völdum. Nú mun vera í hyggju haft að binda togara þennan, sem áður hét Norðlendingur, við bryggju, við hlið annars togara ÚA, sem þar hefur hvílzt um hríð. Fram hefur komið tillaga um það í bæjarstjórn að kaupa all- stór fiskiskip, aðrir telja lík- legri úrlausn, þegar skipt verð- ur um veiðiflotann, að fá skut- togara í stað þeirra togara, sem nú eru hér. KVEÐJA TIL SVEITANNA Nýr ritstjóri Alþýðumanns- ins á Akureyri sendir sveita- fólki kveðju sína 19. nóvember. Hann segir þar m. a.: „Það má heita nær því ný uppgötvun í allmörgum sveitum, að skóla- hús vantaði fyrir bömin.“ Enn- fremur segir hann, að það sé ekki von að ríkisvaldið hafi lát- ið „skólahús rigna yfir þá, sem fundu ekki til þarfa fyrir þau.“ Svona er þá skýringin einföld hjá ritstjóranum imi orsök þess ófremdarástands víða um land, að fræðslulögunum er ekki unnt að fullnægja vegna skorts á skólahúsnæði. Sveitafólkið hafði bara ekki tekið eftir því, að það vantaði skólahús. Þetta er fyrsta kveðja hins nýja rit- stjóra til sveitafólks um skóla- málin. Ýmsir myndu óska, að hún hefði verið á annan veg. ÞRIÐJI HVER BÍLL í ÁREKSTRI Reykjavíkurblað segir nýlega svo frá, að á þessu ári hafi þriðji hver bíll í höfuðborginni lent í árekstri, fjöldi manna slasast og sjö manns látið lífið í umferðarslysum. Svo alvarlegt er ástandið þar og veldur miklum áhyggjum, sem von er. En við skulum líta okkur nær og gera okkur þess ljósa grein, að sú þróun, sem slíkt öngþveiti hefur leitt yfir höfuðborgina, er hin sama hér, þótt margt sé hér smærra í snið um ennþá, og af sömu rót runn in. En vegna reynslunnar, sem við blasir syðra eigum við að geta dregið nokkra lærdóma, sem að haldi koma. BANN VIÐ TÓBAKS- AUGLÝSINGUM Fram er komið frumvarp til laga um bann við tóbaksauglýs- ingum. En lengi hefur verið bannað með lögum að auglýsa áfengi og yrði þá sama auglýs- ingabannið um tóbakið, ef að lögum verður. Gott eitt er um þetta að segja, a. m. k. tilgang- inn, sem er sá, að vinna á móti tóbaksnotkun. En í sambandi við bann það, er nú gildir um auglýsingar á áfengisvörum, hafa margir lagst á eitt að auglýsa áfengið og það kröftugar en venjulegir vörubjóðar gera — en það eru blaðamenn. Dagblöð landsins birta heilsíðumyndir af áfeng- isneytendum á „glaðri stund með glas í hönd“ helzt svoköll- uðum framámönnum í veizlu- klæðum og á því stigi drykkju er allt leikur í lyndi og við há- tíðlegustu tækifæri. Á myndun um sjást hinar björtu hliðar vín neyzlunnar og er þetta því mjög einhliða áróður, og mjög sterkur áróður, miklu sterkari en sá auglýsingaáróð- ur, sem landslög banna að við- lögðum sektum. Skammt er að minnast „pressuballsins“ í Reykjavík og myndum af því. Ljósmyndarinn hefði líka átt að mynda kappsamlega nokkru síðar, þegar full álirif áfengis- drykkjunnar voru fram komin á þessu pressuballi til þess að fá sanna sögu í myndum. Því miður er það látið átölu- laust af hinu opinbera, að með- an ofnotkun áfengis þjakar einhvern eða einhverja í flest- um fjölskyldum þessa lands, leggur fjölmörg heimili í rúst, er orsök margra slysa og flestra (Framhald á blaðsíðu 2.) Sigurður lóhannesson eiiflurkjörinn formaður AÐALFUNDUR Félags ungra Framsóknarmanna á Akureyri var haldinn í Rotary-sal Hótel KEA sl. fimmtudag 12. nóvem- her. Fundarstjóri var kosinn Haukur Árnason. — Fundurinn var vcl sóttur, og gengu 13 nýir meðlimir í félagið. Félagar eru nú rúmlega 100, en undanfarið hafa margir félagar fluttst til vegna aldurstakmarka. Fráfarandi formaður flutti skýrslu stjórnar. Minntist hanrt á samþykkt sem gerð var á fé- lagsfundi ungra framsóknar- manna snemma vors 1964 um virkjunarmál og stóriðju. Var þetta gert til að koma af stað umræðum um málið, sem og varð raunin á sbr. nýorðna sam þykkt bæjarstjrónar. Gat hann einnig um að félagið stóð fyrir því að fá Steingrím Hermanns- son norður til að hafa fram- sögu um stóryðjumál. Þá gat hann um þátt félagsins í svo- nefndri verkalýðsmálaráðstefnu sem var haldin hér á Akureyri á vegum Framsóknarflokksins. Hann gat um þátttöku félags- manna á Kjördæmisþingi að Laugum og 10. þing SUF á Blönduósi. Gat um skemmtana hald á vegum félagsins og er skemmst að minnast félagsvist anna sem enn standa yfir. Þá ræddi hann nokkuð um fram- tíðarverkefni. Kvað mega vænta áframhaldandi spilavista eftir áramót, ef þær gengju vel nú. Ennfremur hvatti hann yngri mennina til þess að sækja meir Klúbbfundi Framsóknar- félaganna í bænum, sem eru mjög vinsælir. Þá gat hann að hann síðan helztu tekju- og gialdadálka til skýringar. Gat hann sérstaklega um gatnagerð og malbikun, sem væri stór lið- ur gjaldamegin eins og raun ber vitni sl. sumar. Þó væri ekki hægt að segja að slíkum átökum beri að þakka neinum ákveðnum stjórnmálaflokki. Framsóknarmenn í bæjarráði hefðu það að höfuðmarkmiði að ná samstöðu um málin, fremur en að neyta atkvæðisréttar. Hinn góði andi innan bæjar- stjórnar væri að miklu leyti Framsóknarmönnum að þakka. Urðu nokkrar umræður um erindi Jakobs og ýmsar fyrir- spurnir varðandi bæjarmál, sem hann svaraði greiðlega. Fóru þá fram kosningar til stjórnar: Formaður var kosinn: Sigurð ur Jóhannesson, Haukur Árna- son, varaform. Kristján H. Sveinsson, ritari. Hákon Hákon arson, gjaldkeri, Þórarinn Magn ússon, spjaldskrárritari, Karl (Framhald á bls. 2.) Jón Kjartansson enná sild ÁSGRÍMSSAFN hefur látið prenta nýtt jólakort eftir mynd í safninu, „Á flótta undan eldgosi“. Þetta kort er í sömu stærð og fyrri kort safnsins í litum, en Ásgrímssafn hóf þessa útgáfustarfsemi 1961, og hefur aðeins gefið út eitt kort á ári, en vandað mjög til prentunar þess. Listaverkakortin frá Ásgrímssafni eru seld í Blómabúð KEA. — (Fréttatilkynning). lokum um að teknir yrðu upp kvöldverðarfundir einu sinni í mánuði, þar sem ákveðinn frum mælandi er hverju sinni. Reikningar félagsins voru samþykktir einróma. Eskifirði 29. nóv. Mikil atvinna er hér og vantar fólk til al- mennra starfa, sérstaklega við síldariðnaðinn og byggingar. En segja má, að allt snúist um síldina og byggingaframkvæmd ir sitji á hakanum, enda erfitt að fá faglærða menn til þeirra starfa. Viðbótarbygging við sam- komuhúsið stendur yfir, og verður þar m. a. komið fyrir bókasafni og smærri fundaher- bergjum. Læknisbústaðurinn er orðinn fokheldur og í smíðum eru nokkur íbúðarhús til viðbótar. Síldveiðiskipin hér eru hætt veiðum, nema Jón Kjartansson, hann fcr á veiðar í morgun. Ein lítil trilla, sem einn mað- ur rær á, hefur fengið ágætan afla á línu, allt upp í 600 kíló , róðri, aðallega innfjarðar. Nýtt fiskiskip, 250 tonna, er væntanlegt hingað á næstunni. Hefur það hlotið nafnið Krossa- nes og eigandi er Hraðfrysti- húsið h. f. Veðurfar hefur verið rysjótt, lítill snjór og allir vegir færir. Rjúpur halda sig í fjöllum og hefur lítið af þeim náðzt. S. H. Siguröur Jóliannesson. Þá flutti Jakob Frímannsson erindi um bæjarmál. Hann gat um það hvernig bæjarsjóði er séð fyrir fjármagni með samn- ingu fjárhagsáætlunar í desem- bermánuði ár hvert. Nefndi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.