Dagur - 05.12.1964, Blaðsíða 1

Dagur - 05.12.1964, Blaðsíða 1
FRÁ BÆJARSTJORN Næst verður borað í Glerárgili En síðan væntanlega aftur vestur á Laugalandi BÆJARSTJÓRN Akureyrar kom saman á fund 1. desember. M. a. voru þessi mól afgreidd: Áskorun um tunnusmíði. — Samþykkt var einróma að skora á stjórn Tunnuverksmiðja rík- isins að láta hefja smíði á tunn um í verksmiðjunni á Akureyri hið allra fyrsta. Tillaga um sérleyfi til stræt- isvagnaferði. — Samþykkt var svohljóðandi tillaga bæjarráðs: „Bæjarráð leggur til, að bæj- arstjórn Akureyrar sæki um sérleyfi til strætisvagnaferða í lögsagnarumdæmi Akureyrar og framselji síðan SVA sérleyfi til ferða í bænum og feli íþrótta ráði að semja um fastar ferðir í Skíðahótelið. Jafnframt er gert ráð fyrir að SVA afturkalli núverandi sérleyfi sitt.“ Rætt um sjómannafrádrátt við álagningu útsvara. — Fyrir nokkru barst bæjarstjóminni erindi frá Sjómannafélagi Ak- ureyrar og Vélstjórafélagi Ak- ureyrar varðandi aukinn frá- drátt sjómanna við álagningu útsvara, þannig að fylgt verði JÓLAMARKAÐURINN % JÓLAMARKAÐUR sá, sem áð ur var um getið hér í blaðinu, verður á Hótel KEA á morgun, sunnudag og hefst kl. 1,30. Það eru félagskonur kvenfélagsins Framtíðar, sem jólamarkað þennan halda og verja þær öll um ágóðanum til styrktar Elli- heimilinu á Akureyri. Munirn ir, sem seldir verða, eru hand unir og heimagerðir af konun- um sjálfum, og þeir munu kosta frá 30—500 krónur. í sambandi við jólamarkaðinn verðué kaffi- sala og böm skemmta. □ sömu reglum um sjómannafrá- drátt við álagningu útsvars og tekjuskatts. Erindi þetta ver sent framtals nefnd til umsagnar og gat nefnd in ekki fallist á uppástungu áð- urnefndra félaga, um aukin sjó mannafrádrátt á þessu ári. — Hins vegar ákvað framtals- nefndin að taka reglur sínar til endurskoðunar varðandi þetta atriði, við ólagningu á næsta ári, án þess þó að gefa fyrirheit um fullan frádrátt samkvæmt tekjuskattslögunum. Fram kom í umræðunum að sjómannafrá- drátturinn hefði sízt verið lægri en hjá flestum öðrum bæjarfé- lögum, og að hann hefði ekki verið skertur á þessu ári eins og sumir virtust álíta. Meiri- hluti bæjarstjórnar var sam- þykkur áliti framtalsnefndar. Magnús Guðmundsson ráð- inn skíðakennari. — Eftir til- lögu íþróttaráðs var samþykkt að ráða Magnús Guðmundsson skíðakennara til skíðakennslu við skólana og Skíðahótelið frá 15. nóvember til 1 maí, og fari kennslan fram í Hlíðarfjalli. — Ráðgert er að kennslugjald skólanema gangi upp í káup Magnúsar. Á ÞRIÐJUDAGINN verður Herradeild KEA opnuð á nýj- um stað; þar sem áður var Véla og Búsáhaldadeild, Hafnar- stræti 93, á fyrstu hæð. Þar er mjög rúmgott. Deildarstjóri er Björn Baldursson. En þessari deild var skipt frá Vefnaðar- vörudeild KEA fyrr á þessu ári. Gólfteppa- og dreglasala Vefn aðarvörudeildarinnar verður EINS og áður hefur verið frá sagt í fréttum, varð mikilvæg- ur árangur af jarðborun á Laugalandi á Þelamörk, þar sem renna tóku 12—14 lítrar af 83—85 stiga heitu vatni á sek. Og þessi árangur varð fyrr en jarðfræðingar væntu. Blaðið sneri sér til Jóns Jóns- sonar jarðfræðings í fyrradag og spurðist fyrir um álit hans á hitaleitinni hér nyrðra. Hann taldi hana lofa góðu eins og nú stæðu sakir. Berggang þann, sem við fundum með segúmæl- ingum á Laugalandi, sagði hann, ætluðum við að skera með fyrstu borholunni á 800 m dýpi. Borinn skar hann nokkru fyrr og tók þá heita vatnið að streyma. En hugsanlegt er einn ig, að um fleiri ganga sé að ræða, sem borinn eigi eftir að skera, og þá mun væntanlega eitthvað ske. En hvað um hverahrúðrið of- eftirleiðis í kjallaranum. Eins og sagt var frá fyrir nokkru var ákveðið að setja upp hverfistiga í Vefnaðarvöru- deildinni, sem er á annari hæð, til þess að auðvelda viðskipta- vinunum leiðina. Þessi hverfi- stigi er nú tilbúinn, til notkunar og sparar manni sporin. Deildarstjóri Vefnaðarvöru- deildar er Kári Johansen. □ an við veginn hjá Laugalandi? Þar hefur heitt vatn runnið, það leynir sér ekki. Ég hef haft spurnir af, að svo hafi verið fram yfir miðja 18. öld. Mér þykir líklegt, að næsta hola, sem þarna yrði boruð, verði rétt ofan við veginn, aðeins norðar en þar sem nú er verið að bora. En allar áætlanir um borun geta auðvitað tekið breyt ingum ef veruleg tíðindi, sem Þeir koma á morgun LION SKLÚBB ARNIR um heim allan hafa á margvíslegan hátt lagt lið ýmiskonar líknar- og hjálparstarfsemi í sínu bæj- arfélagi. Til þessa hafa þeir safnað fé með skemmtanahaldi, eigin vinnu og á annan hátt. ,'Félagar í Honsklúbbnum Huginn hér í bæ munu í næstu viku hefjast handa um fjársöfn un, sem ætlað er að renna til ýmsra mannúðarmála í bænum nú fyrir jólin. Á sunnudaginn munu þeir hefja sölu á raf- magnsperum og ganga þá í hús og bjóða til kaups perupakka, en fyrir jólin er hverju heimili nauðsyn að vera vel birgt af þessari nauðsynjavöru. Þeir vænta því góðrar viðtöku bæjar búa — jafnvel þótt þeir verði snemma á ferðinni á sunnudags morgun. Laugardaginn, 12. desember n.k. efnir sami Lionsklúbbur til dansleiks í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri, sem nánar mun aug- lýst síðar. ekki er fyrirfram reiknað með, taka að gerast. En slíkt kemur stundum fyrir. Ég hef lagt til, að næsta bor- un verði gerð eins nálægt gömlu laugunum í Glerárgili og unnt er. Þar er gangakerfi, sem þarf að prófa með einni holu a. m. k. Mér þykir frekar sennilegt að þar fáist vatn. Þótt það yrði lítið er ■ hægt að nota það strax. Líkurnar eru svo miklar þar, að sjálfsagt er að gera tilraun. Já, mér lízt vel á þetta eins og er, sagði Jón Jóns- son jarðfræðingur. Stefán Stefánsson bæjarverk- fræðingur stjórnar nú yegalagn- ingu upp með Glerá að austan. Við Laugarhólinn verður steypt undirstaða undir Norðurlands- borinn þegar vegurinn er til- búinn, ef tíð leyfir. □ NÝ SÍMANÚMER í NÓTT, aðfaranótt sunnudags- ins, verður unnið að breytingu símakerfisins hér í bæ. Aug- lýsing um það er annarsstaðar í þessu blaði. Á morgun ber símnotendum að hafa í huga, að þá verða öll símanúmerin fimm stafa tölur, þannig að tölu stafurinn 1 bætist framan við símanúmerin. Símanúmer Dags eru 1166 og 1167, en á morgun verða þau 11166 og 11167, og er þetta tekið sem dæmi. Breytingar þessar eru í sam bandi við hið sjálfvirka kerfi, sem væntanlega kemur til notk unar snemma á næsta ári. t) FRÉTTIR liermdu í gær, úð mikið ljós hefði séðst samtímis í fyrrakvöld frá Sauðárkróki, Mývatnssveit, úr flugvél, er var á leið milli Færeyja og fs- lands og Hornafirði. Klukkan var þá rumlega 11. Blaðið náði tali af manni ein- um, sem var á leið frá Mývatns sveit, austur á land. Hann heit- ir Arnkell Jónas Einarsson og vinnur í Áhaldahúsi vegagerð- arinnar í Reykjavík. í fyrra- kvöld var hann staddur við Nýjahraun, skammt austan við vörðuna, móts við sæluhúsið eða Péturskirkju. Klukkan var 11,05. Þá sáum við, sagði hann, mikið gulleitt ljós í suðri, eða aðeins austan við suður, þó vestan Herðubreiðar. Ljós þetta var nokkuð hátt á lofti, ívið hærra en toppur Herðubreiðar. Við Jón Egilsson frá Reyðar- firði, sem með mér .var, horfð- um á þetta í var mikil stórt svið við sjóndeildarhring- inn. Ég hafði þegar í stað sam- band við Gufunes til að segja frá þessu, og hélt svo áfram för minni. Loftleiðaflugvél, stödd 170 km vestur af Færeyjum, sá fyr- irbæri þetta á sama tíma. Bjart varð í stjórnklefa. Flugmenn sáu ljósið „springa." í Hornafirði varð lesbjart á sama tíma og það birti í fjöll- um. Mun hér stór loftsteinn hafa verið á ferð eða e. t. v. hluti úr gerfitungli? □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.