Dagur - 05.12.1964, Blaðsíða 4

Dagur - 05.12.1964, Blaðsíða 4
4 ATTRÆÐUR Skrifstoíur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarxnaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla^ JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Hversvegna flýtur Gunna? ÞAÐ var illa spáð fyrir stefnu núver- andi ríkisstjómar, þegar hún var kynnt og fór af stað. Nú grobbar ríkiss.tjómin og blöð hennar af því, að þessir spádóm ar hafi ekki ræst. En hverju er það að þakka, að Gunna flýíur ennþá? Það er aflagóðærunum að þakka. Hvert aflametárið rekur annað. Meiri afli í fyrra en nokkm sinni áður. Og nú segir Morgunblaðið 29. nóvem- 4- ber frá því, að sjávarútvegsmálaráðherr' ann, Emil Jónsson, hafi sagt á nýaf- stöðnum aðalfundi Landssambands ísl. útvegsmanna: „að sennilega yrði afli yfirstandandi árs meiri en nokkm sinni fyiXt . Skýrslur lægju ekki fyrir, en við lok júlí hefði aflinn verið um 3Q% meiri én- árið áður. Ætla mætti að aflinn yrði nú um ein milljón tonna og nálgaðist það hcildarafla Norðmanna, þó að hjá þeim síunduðu um tíu sinnum fleiri menn veiðar að staðaldri en hér“. Við aflagóðærið bætist svo hækkandi verð sjávarafurða á erlendum niöíííiíð- um til verulegra muna og sala á þeim er mjög ör. Er merkilega að rikisstjómin skuli geta hangið í sætum sínum, með því þó að righalda sér, þegar svona stórkostlega vel árar, vegna gjafa náttúrunhar og dugnaðar þeirra, sem sækja sjóinn? En hvar sést að svona vel árar, bæði í uppvripaveiði og hinum góðu möfkuð- um. Hvar er andvirði uppgripanna? , Kaupmáttur launa er, svo miklu mun ar, lægri nú en hann var árið 195§. menningur gengur milli bankanna og leitar eftir lánsfé til ýmsra framkvæmda og segist fá synjandi svör. _ r ' Ríkisstjómin bauð upp á ráðstafanir til að fólk gæti fengið kreppulán til að borga með skatta sína og útsvör, sem það er að sligast undir, en mun irú horf- in frá, að veita þá aðstoð. r. - ,5 íUí Hinn almenni launþegi verður að vinna klukkustundum lengur á hverjum einasta virkum degi ársins, en áður, til þess að afla sér og sínum hinna óhjá- kvæmilegu lífsnauðsynja. Þetta gérist á sama tíma og þjóðartekjumar vaxa að miklum mun — á sama tíma og ná- grannaþjóðir stytta vinnuvikuna hjá- sér vegna aukinni þjóðartekna. Ofan á þeíta bætist svo niðurþrúgandi skattpírting.T r , ■- l*r ‘ Ríkisstjómin hefur sannarlegá béðið ósigur. Gunna sú hefur bara ekki sokk- ig af því, að aflagóðæri hafa haldið henni á floti. Spámar hafa ræzt, en þannig, að góðærin hafa að mestu farið í glöp henn ar. Svo dýr hefur núverandi rikisstjórn orðið þjóðinni. □ DAGL-EGA gengur Hólmgeir Þorsteinsson frá Hrafnagili suð ur Hafnarstræti og hverfur inn í Amtsbókasafnið. Hann er ofur lítið haltur en að öðru leyti hinn hressasti. í safninu vinnur hann að ættfræðirannsóknum og rýn ir gleraugnalaust í gamlar og máðar kirkjubækur. Og í fyrra dag 3. desember, varð hann áttræður og tók á móti gestum heima hjá sér, í Munkaþverár- stræti 23. En þar hefur hann dvalið hjá Steingerði dóttur sinni og tengdasyni síðan hann varð ekkjumaður, Hólmgeir er Eyfirðingur að ætt, náfrændi Hallgríms heit ins Kristinssonar og þeirra brjeðra. Hann stundaði ungur nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri, varð síðan verzlunar maður hjá Magnúsi á Grund og -hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, var fyrsti útibússtjóri KEA á Dal- vík, bjó á Hrafnagili í Hrafna- gilshreppi 1919—1923, síðan á Grund en aftur á Hrafnagili frá 1929—1948, en fluttist þá til Akureyrar og hefur dvalið þar síðan. Hólmgeir Þorsteins- son var oddviti í Hrafnagilshr. í 20 ár, frá 1922—1942 og yfir- •leitt í þeim nefndum og trúnað arstörfum, sem hægt er á einn mann að hlaða í hreppsfélagi. í yfirskattanefnd Eyjafjarðar- í sýslu og Akureyrarkaupstaðar átti hann sæti frá 1938—1962. Bunaðarþingsfulltrúi fyrir Ey- firðinga var hann frá 1938-1954 og varaþingmaður Framsóknar manna í Eyjafjarðarkjördæmi 1942-1946. Endurskoðandi Kaup félags Eyfirðinga var Hólmgeir um 30 ára skeið frá 1929—1959 og endurskoðandi hjá Sam- bandi íslenzkra samvinnufélaga á Akureyri frá 1930 og til þessa dags. Af upptalningu þessari er auð sætt, að Hólmgeir Þorsteinsson heftir notið mikils trúnaðar, enda er maðurinn skarpgreind ur, mjög vel máli farinn, ritfær ' f bezta lagi, mikill málafylgju maður, hinn ötulasti starfsmað ’ -að hverju sem hann gengur, og er annað hugstæðara en hætta við hálfnað verk. -Þegar blaðamaður hitti af- m^éíisbamið, lék það á alls oddi - Gestir byrjuðu að koma. heim kil -Hólmgeirs strax um fótá- férðatíma og fjöldi vina hans og eldri og yngri samherjar heimsóttu hann, árnuðu honum heilla og færðu honum gjafir. Konu sína, frú Valgerði Magnúsdóttur missti Hólmgeir fyrir 15 árum. Dætur þeirra eru fjórar, allar giftar og búsettar á Akureyri. ----Þú varst snemma samvinnu- maður, Hólmgeir? ■ Já, ég drakk í mig predikan- •ir Hallgríms frænda míns og vinar um samvinnuhugsjónina og hef síðan unnið samvinnu- stárfinu allt það gagn er ég mátti. Árangurinn af samvinnu starfinu hér við Eyjafjörð varð snemma svo mikill og áþrerfan légúr, að það er hverjum manni gæfa að hafa átt þar hlut að. Á þessu sviði ætlaði ég mér þó síærri hlut. Viltu skýra það nánar? Sannast að segja hef ég í tvö skipti þurft að brjóta vilja minn á bak aftur. í fyrra skipt ið var það um það leyti, sem ég var námsmaður hér á Akureyri Þá hafði ég mikinn áhuga á því að gerast kennari. Karl grúska í ætt og æfiferli for- feðra minna og formæðra og skrifa það upp. Ennfremur ætt ir gamalla og löngu gleymdra Eyfirðinga. Sumt af þessu hef ég birt, en að langmestu leyti er þetta geymt, ef ske kynni, að einhverjir hefðu síðar meir gam an af að líta í þetta safn. Og hvað viltu svo að Iokum segja um Davíðssafn á Akur- cyri? Fyrir okkur og frámtíðina tel ég mjög æskilegt, að engu verði rótað í húsi Davíðs skálds við Bjarkarstíg. Á engum öðrum stað geta menn haft það á til- finingunni, að þeir séu á minn ingarstað hins ástsæla þjóð- skálds. Munurinn á því er eins mikill og á lifandi blómum og gerfiblómum segir öldungurinn að lokum og þakkar blaðið við talið, um leið og það sendir hon um hugheilar afmælisóskir og þakkar löng kynni og góð. E.D. Flugfélagið auðveldar skólafélki ferðir heim m jólin FLUGFÉLAG íslands hefir um margra ára skeið haft þann hátt á, að veita skólafólki afslátt af afrgjöldum innan lands um há- tíðarnar og auðvelda þannig þeim, sem stunda nám við skóla fjarri heimilum sínum, samvist ir við ættingja og vini á sjálfri hátíð heimilanna, jólunum. ÞESSI HATTUR VERÐUR OG HFÐUR A NÚ. Allt skólafólk, sem óskar að ferðast með flugvélum félags- ing, á flugleiðum innan lands, um hátíðarnar, á kost á sér- stökum lágum fargjöldum, sem ganga í gildi 15. desember í ár og gilda til 15. janúar 1965. Ljóskrossinn á Svalbarðskirkju Hólmgeir Þorsteinsson. Finnbogason, einn af kennurum mínum við gagnfræðaskólann var meira að segja búinn að gefa mér um það góð ráð, hvar ég skyldi leita fyrir mér um kennaramenntun ytra. En um þetta leyti veiktist faðir minn. Veikindi hans og fleira komu í veg fyrir þetta áform mitt. í hitt skiptið er ég þurfti að beygja vilja minn var ég úti- bússtjóri á Dalvík. Það var síð ara árið mitt þar. Hallgrímur Kristinsson ætlaði mér það verk efni að verða baráttumaður fyr ir framgangi samvinnuhreyfing arinnar í landinu, og á því hafði ég brennandi áhuga. Tengdamóðir mín, Guðrún Jóns dóttir á Grund lagðist þá bana- leguna. Hún óskaði eindregið, að ég gerðist bóndi og eggjaði mann sinn til að kaupa handa mér og dóttur sinni jörðina Hrafnagil. Þetta var hennar síð asta ósk og var ekki unnt að virða hana að vettugi, þar sem hún hafði mikið ástríki á okk- ur ungu hjónunum og vildi allt gera okkur í hag. Eg snéri mér því að búskapnum. Hrafnagil er indæl jörð. Hún var að vísu niður nýdd. Hús öll að hruni komin og engjar blautar. En við hjónin hófum þarna upp- byggingarstarf og byggðum upp öll hús á jörðinni, íbúðarhús, peningshús og hlöður, þurrk- uðum svokallað norðurengi og ræktuðum út túnið. Finnst þér, Hólmgeir, að brota löm hafi orðið á lífsstarfi þínu vegna hinna utanaðkomandi á- hrifa um stöðuval? Að nokkru leyti finnst mér það. Eg gat ekki unnið sam- vinnustarfseminni það gagn er ég vildi, af því ég hafnaði bar áttumannsstaríi á þeim vett- vangi. Gg störfin núna ú síðustu ár- um? Þau eru nú ekki mikil. f tómstundum mínum er ég að Leifsliúsum 1. des. Síðastliðinn laugardag var haldinn almenn ur hreppsfundur hér á Sval- barðsströnd, til þess að ræða skólamál. En undanfarið hafa farið fram umræður um að byggja einn heimavistarbarna- skóla hér í vesturhluta S-Þing. Mál þetta er þó enn á umræðu stigi. Á fundi þessum var það sam- eiginlegt álit fundarmanna að ástandið varðandi unglinga- fræðsluna í sveitunum væri alveg óviðunnandi og bráðra úr bóta þörf, því böm sem tekið hafa fullnaðarpróf úr barnaskól unum verða stundum að bíða missirum saman eftir skólavist í alþýðuskólanum. Guðsþjónusta var í Svalbarðs kirkju sl. sunnudag, þá var vígður nýr neonljóskross, sem nýlokið var vizð að setja upp á kirkjuturninn. Þegar Svalbarðs kirkja var byggð fyrir 8—10 ár um, var settur ljóskross á hana. Sá kross mun hafa verið einn af þeim fyrstu sinnar tegundar, sem smíðaður var hér um slóð ir. Hann bilaði fljótt og hefur ekkert ljós verið í honum und anfarin ár. Sjófarendur, sem um Eyja- fjörð fara, hafa allmikið haft orð á því að þeir sakni Ijós- krossins. Nú geta þessir menn ásamt öðrum, glatt sig við að sjá hinn nýja kross, sem er mun stærri og veglegri heldur en hinn fyrri. Heilsufar er sæmilegt hér í sveitinni um þessar mundir, en í haust gengu ýmsir smitandi kvillar. Sauðfjárböðun stendur nú yf ir hér, og er við fi-amkvæmd hennar farið eftir fyrirmælum dýralæknis. SKÁKMÓT U.M.S.E. SÍÐASTA umferð á Skákmóti UMSA fer fram í Landsbanka- salnum á Akureyri n. k. sunnu- dag kl. 1,30 e. hj Keppnin hefur verið jöfn og spennandi og hafa fjórar sveitir enn möguleika til vpr?in pfc:tar l Þessi fargjöld eru 25% lægri en venjuleg einmiðafargjöld inn an lands. Afsáttur þessi er háður þeim skilyrðum að keyptur sé tví- miði og hann notaður báðar leið ir og að sýnt sé vottorð frá skólastjóra, sem sýni að við- komandi stundi nám við skól- ann. Það skólafólk, sem hugsar sér að notfæra sér þessi hlunn- indi, ætti að panta far með góð um fyrirvara, því samkvæmt reynslu undanfarinna ára, verða síðustu ferðir fyrir jól fljótt fullskipaðar. Auk DC-3 flugvélanna, mun Viscountflugvélin „Gullfaxi“ verða í innanlandsfluginu um hátíðarnar. Verið er að æfa sjónleikinn „Spanskflugan“ og stendur til að sýningar hefjist, á leiknum, um næstu helgi. Það er ung- mennafélagið Æskan sem stend ur fyrir þessari leiksýningu. Leikstjóri er Júlíus Oddsson frá Ákureyri. Slysavarnasveitin Svala er nýbúin að hafa hina árlegu sam komu sína, til ágóða fyrir starf semi deildarinnar. Nokkrar aðrar samkomur hafa verið í haust og vetur, m. a. spiluð Framsóknarvist. S.V. NÝTT CISTIHUS LOFTLEIÐIR hófu fyrir viku síðan framkvæmdir við bygg- ingu nýs gistihúss við Reykja- víkurflugvöll. Verður hún fjög- Urra hæða með 97 gistiherbergj um, sem rúma um 200 manns. Til samanburðar má geta þess, að Hótel Saga í Bændahöllinni rúmar 150 gesti. Gistihúsavandræði eru mikil á íslandi og hafa lengi verið. Ört vaxandi straumur ferða- manna knýr fast á úrbætur í þessu efni, en peningarmenn hafa fundið fjármunum sínum líklegri staði til ávöxtunar fé sínu, en í gistihúsarekstri. — Þessa framkvæmd má telja hina þörfustu. ENN LÆKNISLAUST Ólafsfirði, 1. des. — Ennþá er- um við læknislaus, því okkar læknir er enn sjúkur og undir læknishendi í Reykjavík. Hofsóslæknir kemur tvisvar í viku, þegar hægt er að kom- ast og hefur þá mikið að gera því hér er kvillasamt. Hvotsótt in herjar hér ennþá. Drengur ein handleggsbrotn aði um daginn. En þá var lækn irinn staddur hér og bjó um brotið. Gæftir eru stopular til sjósókn ar. Bezt aflaðist sl. fimmtudag, en þá var róið fram að Grímsey en síðan hefur ekki gefið á sjóinn. B.S. HOLLENZKU KRUÐURNAR komnar aftur. Enn fremur 5 tegundir HOLLENZKAR SMÁKÖKUR KAUPFÉLAG VERKAMANNA KJÖRBÚÐ OG ÚTIBÚ Nýir kjólar á mánudag. KULDAHÚFUR ný sending LEDURBELTI á kjóla margii; litir HVÍTA PRJÓNANYLONIÐ er komið. MARKAÐURINN Sími 1261 N ý k o m i ð : Stíf UNDIRPILS á dömur og telpur PÍFUBUXUR, telpna KAUPFÉLAG VERKAMANNA Vefnaðarvörudeild ÐIXAN ÞVOTTADUFTIÐ KAUPFÉLAG VERKAMANNA KJÖRBÚÐ OG ÚTIBÚ DANSKIR DÖMUJAKKAR með V-liálsmáli, gráir — svartir og tvíofnir mislitir. STÓRAR STÆRÐIR. Verzl. ÁSBYRGI Kínverskar SILKIMYNDIR Bóka- og blaðasalan Brekkugötu 5 JOLASKRAUT mjög mikið úrval JÓLATRÉSTOPPAR LOFTSKRAUT ENGLAHÁR Óbrothaett JÓLASKRAUT JOLAKORT JÓLAPAPPÍR BÖGGLABÖND Bóka- og blaðasalan Brekkugötu 5 FRÁ DANMÖRKU : KULDASTÍGVÉL fyrir telpur, 32—36. TELPNASKÓR með hælbandi, nýjasta tízka. No. 32-36. SKOVERZLUN M. H. LYNGDAL H.F. Samkvæmiskjólaefni breidd 180 cm. Hreculon nylon KAUPFÉLAG VERKAMANNA Vefnaðarvörudeild Sem nýr SVEFNBEKKUR til sölu. Uppl. í síma 2976. TIL SÖLU: Ljósmyndastækkari. Uppl. í síma 1493 eftir kl. 8 e. h. TRILLA, 1.8' tonn að stærð, til sölu. Upplýsingar gefur Karl Magnússon, Vélsmiðjunni Odda h.f. KLÆÐASKÁPUR TIL SÖLU Lágt verð. Uppl. í Ránargötu 12, efri hæð, sími 2707. SKÍÐI TIL SÖLU Hef til sölu lítið notuð og vel með farin KASTLE- skíði og stálstafi. Hallgrímur Jónsson, Klapparstíg 1, sími 1274. Óska að taka á leigu GOTT HERBERGI. Uppl. í síma 2647. BÍÍÍlÍiÍiGÍÍiR: TIL SÖLU: MOSCHVITHS, árg. ’59. Ekinn 39 þús. km. Skipti á ódýrari bíl koma til greina. Uppl. í síma 2430 í kvöld og næstu kvöld. TIL SÖLU: VOLKSWAGEN 1957 Gísli Sigurðsson, Ingjaldsstöðum. Sími um Fosshól. JEPPABIFREIÐ til sölu (herjeppi). Bifreiðin er mikið yfir- farin. Uppl. í síma 2808 kl. 12-13 og 7-8 e. h. TAPAÐ Síðastliðið laugardags- kvöld tapaðist KARL- MANNSÚR í samkomu- husi Glæsibæjarhepþs. Finnandi liringi í sírna 2397, Akureyri. , HEÍÐRUÐU SAMB0RG4RAR! MÆDRASTYRKSNEFND AKUREYRAR leitar hér með til yðar, og væntir |>ess, að þér veitið bágstöddum samhorgmum aðstoð með því að láta nefndinni í té PENINGA eða FATNAÐ, er hún mun úthluta fyrir jól. Æskilegt er að fatnáðurinn sé hreinn. Eins og að undanfömu munu skáfarnir veita gjöfum yðar mót- töku. Þeir munu innan skamms heimsækja yður. Með fyrirfram þökk fyrir gó'ðar undirtektir. Virðingarfyllst, Soffía Thorarensen (Kveníélagið Framtíðin) Ingibjörg Firtksdútli'r”fVerkakvennafélágið -Eining) Margrét Antohsdóttir (Kvennadeild Slysavarnafél.) Guðrún Melstað (Kvennadeild Slysavarnafélagsins) Elísabet' Eíríksdóttir (Yerkakvennfélagið Eining) Guðrúrt Jóhannesllöttir (Glerárþorpi) Sólveig Éirtarsdóttif~(Kvenfélagið Hlíf) Guðný Magnúsdóttir, hjúkrunarkona. Sæíaferðir í Skíðahófelið SÆTAFERÐIR fra LÖND & LEIÐIR laugardaginn 5. descmber kl. í og 2.15 e. h. Sunnudaginn 6. desember kl. 10 f. h. og 1.30 e. h. ATVINNA! Viljum ráða góða áfgreiðslustúlku nú þegar, eða um áramót. Aðeins stulká'vö'n verzlunarstörfum kemur til greina. Upplýsingar gefur verzlunarstjórinn milli kl. 11 og 12 L h. og kl. 6—7 e. h. Fyrirspurnum ekki svaráð í síma. BÓLSTRUÐ HÚSGÖGN H.F. AMAROHÚSINU - AKUREYRI NÝ, GLÆSILEG SENDING AF HOLLENZKUM VETRARKÁPUM .r::, « Vérðið mjög hagstætt. Einnig LOÐHÚEUR í mörgum litum. 1 ^ ' --- Glæsileg sending af SAMKVÆMISKJÓLUM I/W..'. vY£T7h væntanleg um helgi. VERZI.liS BERMIARÐS LAXDAL ó*1 •fj •\al Lítið í gliiggcina um helgina. Verzl ið tímanlega til að forðast ösina. BLGMABUÐ JÓLAGJAFIR fyrir konur og karla, unga og aldna. KAUPIÐ JÓLAGJAFIRNAR SEM FYRST. HJÁ OKKUR. AUÐVITAÐ. OSKABUÐIN - Strandgötu 19

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.