Dagur - 16.12.1964, Blaðsíða 1

Dagur - 16.12.1964, Blaðsíða 1
I Dagur Símar: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) XLVII. árg. — Aknreyri, miSvikudaginn 16. desember 1964 — 91. tbl. Dagur kemur iit tvisvar í viku og kostar 20 krónur á mánuði Vegir þungfærir víða um landið Margir fjallvegir lokaðir vegna snjóa SNJOR er lítill á Norðurlandi ennþá en þó eru ýmsir vegir þegar orðnir þungfærir og aðrir ófærir með öllu. Snjórinn er þurr og á sífelldri hreyfingu. Umferð á vegunum hefur verið mikil fram undir þetta. í Eyjafirði, framan Akureýr- ar, eru vegir ennþá færir öllum. bifreiðum- Dalvíkurvegur er að eins fær trukkum og e. t. v. jeppum og Vaðlalieiði er aðeins fær bifreiðum með framhjóla- drifi. Dalsmynnisleið er þung- fær og allt til Húsavíkur og þar fyrir austan er enn meiri snjór. Um Bárðardal er klöngr- ast á venjulegum vörubílum og jeppum. ALYKTUN FUNDUR, lialdinn í Ilugin, skólafélagi Menntaskólans á Akureyri 11. desember 1964, lýsir það eindregna ósk sína og vilja, að heimili Davíðs Stefánssonar að Bjarkarstíg 6, verði varðveitt í framtíð- inni sem minjasafn um hið ástsæla skáld. Telur fundur- inn stofnun slíks safns ekki einungis verðugan sóma við minningu skáldsins og ævi- starf, lieldur og bæ og hér- aði tii ótvíræðs menningar- lega vegsauka. □ V'/s/s/s/«/«/»s/s/«/«/sA^s-s/«/s/«/s/s/sAA/«/s/«A/'/«/«/ 50 ÞÚSUND MÁL í DESEMBER Neskaupstað 15. desember. — Vonzkuveður skall hér á s. 1. laugardag og hefir verið óstillt síðan, en nú er heldur að lægja. Snjókoma hefiuít'kki verið mik- il en þó fokið í skafla. Bílfært er um sveitina. Um 30 síldveiðiskip liggja nú hér inni og bíða veiðiveðurs. — í desember hafa borizt á land hér um 50 þúsund mál og tunn- ur síldar- Mikið af síldinni hef- ir verið fryst, en annars hefir hún farið í bræðslu. — Ekki er gert ráð fyrir að lokið verði við að bræða þá síld, sem til er, fyrr en milli jóla og nýjárs- fyrr en milli jóna og nýjárs. Vatnajökull er að lesta 1000 tonn af síldarmjöli til útflutn- ings. II. Ó. Hamrafell til Ameríku í SÍÐUSTU VIKU hélt Hamra- fell úr höfn og hefur það verið leigt til olíuflutninga í Vestur- heimi. Með samningum yfir- valdanna við Rússa, um að þeir flyttu sjálfir oliu þá til íslands, sem af þeim er keypt, voru ekki verkefni fyrir hið, mikla skip, hér heima. En Hamrafellið hef- ur verið í eigu SÍS í 12 ár. Q Vegurinn milli Reykjavíkur og Akureyrar hefur ekki teppzt og umferð stórra bíla á þeirri leið hefur ekki truflazt svo teljandi sé. Færið hefur þó versnað í Oxnadal, en Öxnadals heiði er mjög greiðfær, svo og mið-Skagafjörður og allt til Vatnsskarðs, en þar er þyngsla færi. Holtavörðuheiði er fær stærri bílum, en mikil töf hef- ur orðið af minni bifreiðum, sem þar hafa verið á ferö, en setið fastar. Borgarfjörður hefur verið fremur snjóþungur að undan- förnu og á Suðurjandsundir- lendinu er allmikill snjór, eftir því sem þar er talið- Á Austurlandi eru flestir eða allir fjallvegir tepptir. Aust- fjarðaleiðin er líka lokuð. í gær voru vegheflar að verki í Grýtubakkahreppi frá vega- gerðinni á Akureyri. Víða hafa frost verið mikil að undanförnu. Sem dæmi um það, var 20 stiga frost á Eyrar- bakka á sunnudaginn, en þá var 15 stiga frost á Akureyri. Óveður geysaði á Norðursjó um helgina, í Hollandi, Þýzka- landi, Svíþjóð og Póllandi, og olli margvislegu tjóni. □ 4- HÉR ER GOTT AÐ RENNA SÉR og engin hætta af bílunum. — En fleiri staði þessum lika þyrftu bömin að hafa aðgang að. (Ljósmynd: E. D.) <♦> Fjárhagsáætlunin til lyrri umræðu í gær r Utsvörin 46 millj. kr. og hækka um 24% FJÁRHAGSÁÆTLUN Akureyr arkaupstaðar fyrir næsta ár var til fyrri umræðu á bæjarstjórn arfundi í gær. Hækkun þessara áætlunar frá fyrra ári er 23,34%. Hækk un útsvara 24,26%. Helztu tekjuliðir eru: Útsvör 46 milljónir kr. Að- stöðugjöld 12,5 millj. Framlög Útienf skip strandað á Raufarhöfn Þór og Óðinn reyna að draga skipið af flúðinni Raufarliöfn 15. desember. Um 1100 tonna þýzkt vöruflutninga skip, Susanne Reith, strandaði s. 1. föstudag á Kotflúð við inn- siglinguna hér. Ætlaði skipið að taka hér síldarmjöl. Öll siglingamerki í höfninni voru í lagi þegar óhappið skeði. Hafn- sögumaður var ekki með og skipstjóri ókunnur staðháttum. Við innsiglinguna lenti skipið of vestarlega og ætlaði skip- stjórinn að sveigja til hliðar, en lenti þá upp á fyrrnefnda Kotflúð. Veður var sæmilegt. Varðskipið Þór kom daginn eftir og hefir verið hér síðan. Hefir það reynt með hverju fjóði að bjarga skipinu, en án árangurs, og situr skipið sem fastast. Skipið er talið mikið skemmt og er mikill leki kominn að því og hafa dælur þess ekki haft undan. Hafa verið fengnar dæl- ur til viðbótar úr landi og einn- ig frá virðskipinu Þór. Nú er varðskipið Óðinn einn- ig komið hingað til aðstoðar. Er ákveðið að bæði varðskipin reyni að kippa hinu strandaða skipi af flúðinni á flóðinu í kv'öld, milli kl. 6 og 7. En menn óttast það mjög, að skipið kunni að sökkva um leið og það losn- ar- — Norðan og norðvestan strekkingur er hér, með snjó- éljum af og til, en sæmilega er kyrrt inni á höfninni. Snjór er mikill hér og akveg- ir allir í grendinni ófærir. H. H. úr jöfnunarsjóði 9,5 millj. Tekj- ur af fasteignum og skattar af þeim 5,7 millj. Samtals nema tekjuliðirnir 74.7 millj. kr. Nokkrir helztu gjaldaliðir eru: Stjórn bæjarins 3 millj. kr. Lög gæzla 1,8 millj. Eldvarnir 1,4 millj. Til félagsmála, (Þar með tryggingar 11 millj. Framfærsla 3,9 millj., framlög til sjóða 2,6 millj. barnaleikvalla o.fl. 1,2 millj. kr.) Samtals 18,6 millj. kr. Til skóla og annarra mennta- mála 6 millj., Heilbrigðis og hreinlætismála 4,6 millj. Til gatnagerða og skipulagsm. 13,2 mill. Hitaveiturannsókna rekst ur strætisvagna o.fl. 5,8 millj. Eignabreytinga 8,4 millj. Véla kaup 1 millj. Til kaupa á bóka- safni Davíðs 1,4 millj. Samtals eru útgjaldaliðirnir kr. 74.7 milljónir króna. Eins og fyrr greinir eru hækk unarliðir nokkrir, svo sem til gatnagerða, hækkun nær 4 millj. til félagsmála rúml. 2,5 millj. hækkun og ýmis útgjöld um rúml 3 millj (þar í borkostn aður). En lítilsháttar lækkun er á fjórum kostnaðarliða samtals um 250 þús. Fjárhagsáætlun þessi, tekur eflaust einhverjum minnihátt- ar breytingum í meðferðinni. En hún gefur engu að síður skýra mynd af þróuninni í fjár málum bæjarins. DEAN RUSK í HEIMSÓKN DEAN RUSK utanríkisráð- herra Bandaríkjanna kom til Reykjavíkur á laugardag- inn, með tveggja hreyfla flugvél, frá Keflavíkurflug- velli, en áður með þotu vest- an um haf. Bjarni Benedikts ! son forsætisráðherra tók á : rnóti Ðean Rusk á Reykja- víkurflugvelli. Hinn banda- ríski ráðherra, sem stundum hefur verið nefndur „hinn þögli,“ fór daginn eftir til Parísar- □ Geysileg ísmyndun er í Þjórsá SIGURJÓN RIST vatnafræðing ur hefur oft bent á, að ísmynd- un á vatnasvæði Þjórsár og Ilvítár væri svo mikil, að vanda mál yrði, ef í stórvirkjun yrði ráðist þar. Nú hefur einn kunnasti ísa- sérfræðingur heims, — Edvig Kana\in, — rannsakað vatna- svæðið og sagt álit sitt. Hann sagði t. d. um þetta vandamál, að vatnsrennslið í Þjórsá hefði minnkað úr 400 rúmmetrum á sek. í 70 rúm- \ t f metra í fyrsta kuldakastinu i haust. S- I. föstudag liefði vatns magnið aðeins verið 200 rúm- metrar á sek. Milli Halds og Búrfells væri ísmyndun mest, en einnig kæmi mikið ísrek lengra að. Hann kvað ísrekið lijá Haldi hafa komizt í 2 millj. rúmmetra á einum sólarhring, 1,2 millj. tonna. Fræðimaðurinn taldi, að hrcidd ánna hefði mik- il áhrif á ísmyntíunina. □ INNBROTSTILRAUN AÐFARANÓTT mánudags var gerð innbrotstilraun í útibú KEA í Strandgötu. Var brotin rúða bakdyramegin og reynt að seilast til læsingar innan á úti- dyrahurðinni, en án árangurs. Allmargir bifreiðaárekstrar hafa oroið í bænum að undan- förnu, en flestir smávægilegir og án meiðsla. Mikil ölvun var um síðustu helgi og varð að taka nokkra menn úr umferð. Fangageymsl- an yfirfylltist, svo sem oft áð- ur. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.