Dagur - 18.12.1964, Blaðsíða 1

Dagur - 18.12.1964, Blaðsíða 1
Dagur Símar: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) XLVn. árg. — Akureyri, föstudaginn 18. desember 1984 — 92- tbl. f—...... J Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar 20 krónur á mánuði l .....-- ~ ■ J ÁGÚST SIGURÐSSÖN A MÖÐRUVOLLUM: Tólf eydiiaréir í GRIMSEY í REIKNINGI þeim, sem Sigurður Jónsson príor á Möðruvallaklaustri gerði fyrir Gottskálk Kæn- ekssyni Hólabiskupi, og undirritaður er á Möðru- völlum liinn 6. nóvember 1447, eru í skrá um eyðibýli klaustursins talin 12 eyðibýli i Grimsey. Aðeins ein önnur forn heimild er til um Gríms- eyjarjarðir Möðruvallaklausturs, s. n. Sigurðar- registur, 1525. Er það eignaskrá Hólastóls þegar lierra' Jón Arason tekur við biskupsdómi, gerð af Sigurði syni lians, síðar presti og officialisáGrenj- aðarstað. — I Sigurðar-registri er ekki greint frá tölu jarða klaustursins í Grímsey, en sagt, að eign þess sé tveir lilutar i eynni. Elvort Grímseyjareign Möðruvallaklausturs liefur staðið í stað, færzt saman eða aukizt nokk- uð á tímabilinu 1447—1525 er óljóst mál af þess- um tveim fornu heimildum. í þessari grein skal reynt að svara þeirri-spurn. UM GRÍMSEY er lítið kunnugt í fornum sið. Talið er, að Jón biskup Ögmundsson hafi vígt þar kirkju einhvern tíma á árunum 1110—1120, enda er til máldagi fyrir kirkju þeirri. En hitt var alsiða, er kirkjur lágu mjög afskekkt, að þær væri seint eða jafnvel aldrei vígðar, þótt notaðar væri fullum fetum. liiskup vígði aðeins stein, sem nefndur var altarissteinn og fluttur var í kirkj- una og hafður í stokk á altarinu. Á steini þessum voru sakramentin geymd og helgi þeirra engu minni en í vígðri kirkju. Ef höfðað er til sam- bærilegra staðreynda er ljóst, að ekkert er því til fyrirstöðu að guðsþjónusta án útdeilingar náðar- meðalanna fari fram í óvígðri kirkju. En ekki munu Grímseyingar liafa þurft að óttast það að fá ekki að falla fram, því að guðshús þeirra á að hafa verið vígt af Jóni biskupi helga, eins og greindi. Dæmi af altarissteini er liins vegar til frá Þönglabakka í Fjörðum, nokkru síðar. Ilitt verð- ur að draga í efa, að Grímseyingum hafi ávallt verið séð fyrir kirkjuþjónum í fyrri sið. Til Mið- garðakirkju í Grímsey er talin tveggja prestaskyld í máldaga Auðunar biskups rauðs 1318. Aðeins er þó kunnugt um tvo presta í eynni allar þessar aldir kaþólsks siðar, Hákon, fyrir 1254 (Sturl. II, 220), og Bergþór, d. 1320 (ísl. ann. 219, Storm). í Auðunar máldaga er greint frá því, að bændur þeir, sem eiga Grímsey skuli fæða prestana, en Miðgarðakirkja á þá hálft fjórða hundrað á Möðruvöllum í Hörgárdal. Ár 1318 á Munkaþverárklaustur 3 jarðir í Grímsey: Grenivík, Sandvík og Bása, og fær í leigu lyrir þær 40 vættir skreiðar. Syðri.Grenivík, Neðri-Sandvík og Básar haldast í eigu M-unka- þverárklausturs fram úr. — Heitir svo 1446, að Munkaþverárklaustur eigi fjórðung í eynni. Lýk- ur þá Möðruvallaklaustur Grímseyjarprestum til borðs í rentu el’tir fornum vana fimm hundruð, en Munkaþverárklaustur lyrir sinn fjórðung 4 merkur og 8 álnir. Um jarðir Munkaþverárklaust- urs er ekki greint hvort verið liafi byggðar 1446, en lætur nærri að eyjan hafi þá öll verið í eyði, er hluti Möðruvallaklausturs, tólf jarðir, er í eyði 1447. Hafi eyjan ekki verið alvcg mannlaus er útilokað að meir en 3 bændur liafi tórt þar, þ. e. einn ábúandi á hverju býli Munkaþverár- klausturs. Ekki hefur verið þar margbýli, er liálf eyjan var laus til ábúðar, og ekki er líklegt að byggð liéldist frenntr einhliða á jörðum Munka- þverárklausturs en Möðruvallaklausturs. Og ekki hefur verið liægt um vik að manna bát, er svo fá- mennt var orðið. í þessari fólksfæð, eða fólks- auðn, hefur prestssetrið á Miðgörðum vafalaust verið autt. Það er því hyggja mín, að Grímsey hafi verið gersamlega mannlaus 1447, er príorinn á Möðruvöllutn gerir ábóta sínum á Hólum reikn- ing um góss klaustursins. Jörð Möðruvállaklaust- itrs, Flatey á Skjálfanda, er hins vegar í byggð, en eign klaustursins, Keflavík í Fjörðum, er auð, sem og hálfir Brettingsstaðir á Flateyjardal, en Jrá jörð átti Hólastaður hálfa á móti Möðruvalla- klaustri. í Ólafs-registri 1461,^sem kennt er við Ólaf biskup Röghvaldsson, á Munkaþverárklaustur enn hinar sömu 3 jarðir í Grímsey, en jarðaskrá fyrir Möðruvallaklaustur ]xí er engin til. I Sig- urðar-registri teljast Munkaþverárklaustri enn þessi 3 býli, en Möðruvallaklaustri, sem fyrr greinir, tveir hlutar í eynni. Hið eina, sem leiðbeint getur um samanburð á eign Möðruvallaklausturs í Grímsey 1447 og 1525 er Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 17Í3. Það gefur auga leið, að Möðruvallaklaustur á })á allar aðiar jarðir í eynni en liinar 3, sem heyrðu klaustrinu á Munkaþverá, og beneficium Miðgarða. Samkvæmt Jarðabók eru jxtð þessar jarðir: Ytri-Grenivík, Borgir, Sveinagarðar, Sveinsstaðir, F.iðar, Efri-Sandvík. í Jarðabók eru Munkaþverárklaustri taldar jarðirnar í Syðri-Grenivík, Neðri-Grenivík og Básum. Hjáleigan Aratóft fylgir liér Syðri-Greni- vík. — Við prestbólið Miðgarða segir, að prestur- inn upp beri 1 hundrað á landvísu af hvoru klaustrinu um sig. — Um fleiri hjáleigur í eynni getur alls eigi, nema tvær í landi Miðgarða. Og fleiri jarðir, eða aðrar, en þær, sem nú voru tald- ar hafa aldrei verið til í Grímsey. Er Jress sérstak- lega getið í Jarðabók, að mikil landþrengsli sé í eynni, þrátt fyrir mjög fítinn bústofn, og alls ekki talinn grundvöllur fyrir fleiri býlum. Verbúðir eru þá engar, né muna menn til þeirra, en 1713 er tekið 20 álna gjald fyrir menn úr landi á veg- um klaustranna árlega. Vandast nú málið all mjög, er finna skal hinar 12 jarðir Möðruvallaklausturs 1447, þar sem að- eins getur verið um 6 jarðir að ræða í hæsta lagi, enda er þá gert ráð lyrir skiptingu- á Grenivík og Sandvík. Prestsetrið hefur lteyrt kirkjunni á Mið- görðum. Það var lífsviðurværi prestanna og fjár- hagsstuðull kirkjunnar og kemur Jrví ekki til greina. — Um hjáleigurnar á Miðgörðum gegnir sama máli. Þær hafa tilheyrt prestsetrinu, og fólk- ið, sem þar hefur dregið fram lífið liefur verið á siíærum prestanna við veiðar og á bjargi. Hér er því aðeins til ein lausn. Og hún er sú, að tvibýli teldist ávallt á þessum 6 jörðum Möðruvalla- klausturs (og þannig er ástatt í Jarðabók 1713, nema í Efri-Sandvík, sem gat verið stundarfyrir- bæri). Aðeins með því móti gátu Möðruvalla- klaustri talizt 12 ábýli í Grímsey, 1447 (aðstaða fyrir 12 bændur á 6 jörðum). Höfuðból (= aðalból) hefur aldrei verið til í Grímsey, því að engri jörð Jaar hafa tilheyrt út- jarðir. Notkun orðsins höfuðból (og aðalból) er röng nú eða a. m. k. önnur en áðUr var. Þá var það haft um aðal-jörðina, heima-jiirðina, og var mótsetning orðsins út-jörð, sem var jörð, er lá undir aðalbólið, höfuðbólið. Ríkilátur búskapur á höfuðbólinu byggðist ekki á gæðum þeirrar jarðar einhliða, heldur á ítölum Jress í öðrum jörðunt, útjörðunum. Unt líelft Möðruvallaklausturs í Grímsey 1525 er það að segja, að framangreindar jarðir klaust- ursins hafi verið lagðar að jöfnu við hinar 3 jarð- ir Munkaþverárklausturs, sem teljast fjórðungur 1446, og Miðgarða, sem væru Jxí einn fjórði úr eynni með hjáleigunum. — 1 Jarðabókinni kem- ur fram, að 9 ábúendur eru á jörðum Munka- þverárklausturs 1713, en 11 á jörðum Möðru- vallaklausturs. Er sýnt, að svo margir bændur fá varla þrifizt í eynni, neina prestsetrið sé illa set- iðj eða a. m. k. að búskapur Jrar sé lítill. Eru tald- ir 4 bændur í Syðri-Grenivík og 3 á Básum. Væri þar 2 bændur á hvorri jörð og einnig 2 á hverri jörð Möðruvallaklausturs kæmi út rétt hlutfalls- tala, 6:12. Og hafði matsverð Möðruvallaklaust- ursjarða verið jafnt. og allra hinna er rétt að tala um tvo hluti í eynni 1525. Möðruvallaklaustur hefur ekki misst af eign sinni í Grímsey 1525. Jarðirnar hafa aldrei getað verið fleiri en 6. F.n tvíbýli á öllum jörðunum er vanalegt ástand, er Sigurður biskupsson á Hól- um gerir eignaskrá stólsins árið 1525, er faðir hans, hinn síðasti kaþólski biskup Norðlendinga, tekur við forráðum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.