Dagur - 18.12.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 18.12.1964, Blaðsíða 8
8 inu I y iki 9 er kafi sjálrs sermaium Stórmerk þingsályktunartillaga Karls Krist- jánssonar og Gísla Guðmundssonar MIKLA ATHYGLI hefur vakið þinsrsályktunartillaga Framsókn- armanna, Karls Kristjánssonar og Gísla Guðmunássonar, um að landinu verði skipt í fylki,.er hvert hafi sjálfsstjórn ýmsra sinna mála. — Tillagan og greinargerðin fer hér á eftir. — Millifyrir- SAMANÞJÖPFIJN ÞJÓDFÉ- LAGSVALDSINS í R.VÍK. Annað er þó ekki síður umhugs unarvert í þessu sambandi. Sam anþjöppun þjóðfélagsvaldsins og framkvæmdastofnana þess í Reykjavík dregur til sín eins og segull fólk, sem nútíminn þarfn ast alltaf meir og meir: sérfræð- sögnum bætt í greinargerðina- TILLAGA TIL ÞINGSÁLYKTUNAR Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa á árinu 1985 tíu manna nefnd til þess að athuga og rannsaka, hvoi’t ekki sé rétt að skipta landinu í fvlki með sjálfstjórn í sérmálum. Komist nefndin að þeirri niðurstöðu, að þetta sé rétt, .skal hún gera til- lögur um fylkjaskipunina. í fylkjunum verði fylkisþing og fylkisstjórar, er fari með sérmál fylkjanna og taki þar með við nokkru af störfum Alþingis og ríkis- stjórnar, enda verði í tillögunum ytarlega um það fjallað, hver sérmálin skuli vera og eftir hvaða reglum fylkin skuli fá ríkisfé til ráðstöfunar. Fjórir nefndarmenn skulu skipaðir eftir tilnefningu þingflokk- anna, einn frá hverjum flokki. Aðrir fjórir skulu skipaðir samkvæmt tilnefningu landsfjórð- unganna, einn frá hvei-jum fjórðungi. í þeim landsfjórðungum, sem hafa Fjórðungssambönd og fjórðungsþing, skulu menn þessir tilnefndir af fjórðungsþingunum, en annars af sýslunefndum og bæjarstjórnum sameiginlega í fjórðungi hverjum. Reykjavik tekur ekki þátt í tilnefningunni með sínum lands- fjórðungi, en borgarstjórnin tilnefnir einn fulltrúa af hennar hálfu. Félagsmálaráðuneytið skipar tíunda manninn í nefndina, án til- nefningar, og er hann formaður. Nefndin skili áliti og tillögum svo fljótt sem henni er unnt. Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr ríkssjóði- GREINARGERÐ ÓHEILL AV ÆNLEGUR STRAUMUR Á næsta ári eru 1000 ár liðin síðan hin forna skipting lands- ins í landsfjórðunga var lögtek- in á Alþingi á Þingvöllum við Öxará. Sú skipan hélzt um ald ir, og enn er allríkt í hugum manna að vilja líta á landsfjórð ungana sem einhvers konar sjálf stæðar heildir, þótt nú í seinni tíð hafi fólksfjöldahlutföllin mjög raskazt milli fjórðunganna og um stjórnarfarslegar heildir hafi ekki verið að ræða. Öllum hugsandi mönnum um framtíðarhag þjóðarinnar er orð ið það mikið áhyggjuefni, hve þungur, áhrifamikill og óheilla vænlegur sá straumur er, sem ber fólkið til búsetu í höfuðborg landsins og hennar grennd frá öðrum landsvæðum. Sú búsetu- röskun er blóðtaka og máttar- lömun fyrir þá landshluta, er fólkið missa, en Reykjavík ekki ávinningur að sama skapi, nema síður sé. Margt hjálpaðist að við að efla þennan örlagaríka straum- Samdráttur valdsins er ein af höfuðástæðunum. Allt ríkisvald ið er að heita má staðsett í Reykjavík. RÆÐA ÞÓRÐAR GELLIS íslendingabók segir frá því, að hinn málsnjalli Breiðfirðingur, Þórður gellir, hafi beitt sér fyr- ir skiptingu landsins í fjórð- unga. Þar stendur skráð í því sambandi: „Þá taldi Þórður gellir tölu um at Lögbergi, hve illa mönn um gegndi at fara í ókunn þing at sækja of víg eða harma sína ok taldi, hvat honum varð fyr ir, áður hann mætti því máli til laga koma, ok kvað ýmissa vandræði mundu verða, ef eigi réðusk bætur á.“ Segja má, að saga sú, sem Þórður talar um, endurtaki sig á 20. öldinni, þótt ástæður hafi breytzt og menn þurfi ekki lengur að mæla eftir frændur sína, er vegnir hafi verið, sem í fornöld. Mönnum reynist lang sótt og oft ekki harmlaust að leita samfélagsréttar síns og nauðsynlegrar og réttmætrar að stoðar til valdstöðva ríkisins í höfuðborginni, eins og nú verð ur að gera í allt of mörgum efn um- Þetta færist ört í aukana eftir þvi, sem þjóðfélagið þró- ast til fjölþættara samfélags og framkvæmdavald ríkisins nær til fleiri málaflokka. Það getur verið örðugt að koma á framfæri hjá opinber- um stofnunum og embættis- mönnum ríkisins í Reykjavík sérsjónarmiðum landshlutanna og þeirra, sem eiga heima fjarri höfuðborginni. Nákunnugleiki valdhafanna nær eðlilega alls ekki til þeirra. Á þá löngum við þó að í lýðræðislandi sé, gamli málshátturinn: „Það er löng leið til keisarans." Karl Kristjánsson inga og kunnáttumenn, sem menntun hafa hlotið til starfs, svo og marga aðra, sem af einni eða annarri ástæðu telja sig hafa skilyrði til forustu eða ein hverskonar frama í félagsmál- um, viðskiptum, atvinnulífi, lær dómslistum og vísindum. En að sama skapi vex hættan á því, að fólk skorti í þessum efnum annars staðar í landinu. Dæmi um þetta eru deginum ljósari- Séu athugaðar búsetubreyt ingar innan þjóðfélagsins síð- Gísli Guðmundsson ustu ár, virðist glögglega mega sjá, að valdasetrin og þjónustu stöðvarnar umhverfis þau hafi einnig haft mikil aðdráttaráhi'if á almenning. Fleira virðist þurfa til að koma en aukin fram leiðsla og hráefnisöflun. Fólk fer t.d. gjarnan að sunnan í síld arvinnu um veiðitímann norður og austur, en tekur sér fátt ból- festu þarna, þó að vel veiðist. HEIMASTJÓRN NAUÐSYNLEG Það er nauðsynlegt að efla at- vinnulíf allra landshluta. En það eitt virðist þó ekki vera nóg til byggðajafnvægis, og tekst varla, nema eflt sé stjórn arfarslegt vald landshlutanna um leið. Það þarf að gefa lands hlutunum rétt til verulegrar heimastjórnar í ýmsum sérmál- um, sem þeim „gegnir illa at fara í ókunn þing at sækja“, dreifa að nokki'U til landshlut- anna hinu mikla miðstöðvar- valdi, sem setzt er upp í höfuð borgini, án þess að hún þarfn- ist þess, óski eftir því eða hafi af því velfarnað. Vert er að athuga vel og ræki lega, hvort endurtekningu sög- unnar frá fornöld á vandræðun um, sem Þórður gellir talar um, sé ekki ráðlegt að mæta með endurtekningu í höfuðatriðum á úrræðunum, sem þá var til gripið. Flutningsmenn þessarar til- lögu telja rétt, að Alþingi kjósi nefnd til þess að athuga sérstak lega, hvort ekki sé vænlegast, eins og nú standa sakir, að dreifa valdinu með því að skipta landinu í nokkur fylki, er hafi sjálfstjórn í sérstökum tilgreind um málurn, fylkisþing og fylkis stjóra, — og fer ekki illa á, að sú athugun sé gerð 1965, þegar fjórðungaskiptin gömlu eiga sitt 1000 ára afmæli' Flutningsmenn vitna til sögu íslands um fornu fjórðungaskiptin, af því að sag- an er jafnan lærdómsrík, þótt að sjálfsögðu sé hún ekki óyggj- andi fyrirmynd, af því að tímar breytast og menn og þjóðir með. ERLENDAR FYRIRMYNDIR Hins vegar er einnig auðvelt í þessu sambandi að taka dæmi sem fyrirmyndir úr nútímanum frá náskyldum þjóðum okkur íslendingum. í Noregi eru 20 fylki starf- andi, sem ná yfir allan Noreg samanlögð, og Svíar skipta sínu landi í 25 lén (Stokkhólmur þá meðtalinn), sem eru hliðstæð fylkjunum í Noregi. Talið er, að þessar þjóðir telji þessa skip an gefast vel og séu ánægðar með hana. Er sjálfsagt, að um- rædd nefnd kynni sér ýtarlega fyrirkomulagið í Noregi og Sví þjóð og ef til vill víðar erlendis. Stundum heyrist sagt, að af því að við íslendingar séum fá- mennari en flestar aðrar þjóðir, eigum við að geta komizt af með einfaldara stjórnarkerfi en þær. En þau rök nægja ekki til mót mæla, þegar um þetta er að ræða, vegna þess að við búum í hlutfallslega stóru landi, sem okkur greinir nú orðið ekki á um að við verðum að leggja kapp á að halda öllu í byggð. Skilyrði landshlutanna eru sundurleit og hæfir ekki einn og sami stakkur. Verða lands- hlutarnir því, hvað sem fólks- fjölda þjóðarinnar í heild líður, að fá vald til að sníða sér sjálf- ir stakkana að talsverðu leyti. Til þess að þjóðfélag okkar nái að standa traustum fótum, þarf að grundvalla byggðajafn- vægið með dreifingu valds í föstum, skipulegum formum, er myndi undirstöður heimastjórn ar í landshlutum (fylkjum) og safni um sig fólki, er hafi þar viðfangsefni fyrir hæfileika sína og annað, er til nútíma lífs- þarfa heyrir, svipað og á öðr- um stöðum og myndi sterkar samtakaheildir, er verði í senn liðfylking og kjölfesta þjóðar- skútunnar- TILRAUNIR IIEIMA FYRIR Tilraunir hafa verið gerðar heima fyir í sumum landsfjórð- ungum á þessa átt með því að stofna svonefnd Fjórðungssam- bönd. Þau hafa í mörg undan- farandi ár verið starfandi a.m.k. á Vestfjörðum, Norðurlandi og á Austurlandi. Þau eru greini- legur vottur þess, að fólkið í þessum landshlutum finnur til náttúrlegrar samtakaþarfar sín á milli, og eru því tvímælalaus meðmæli með því, að lögleidd verði fylkjaskipun. Fjórðungssamböndin hafa haldið fulltrúasamkomur (fjórð ungsþing), sem rætt hafa mál- efni síns landhluta og samþykkt áskoranir til valdhafanna. En þau hefur skort vald til annars gagnvart ríkinu og orðið þess vegna að láta sér nægja að bera fram bænaskrár í formi áskor- ana, sem venjulega virðast hafa farið í hinar stóru bréfakörfur miðstöðvarvaldsins, — því mið- ur. Fjórðungssamböndin hafa þó með starfsemi sinni undirbúið jarðveginn fyrir fylkjaskipun í landinu. TILLÖGUR FJÓRÐUNGS- SAMBANDA Fyrir hálfum öðrum áratugi eða svo báru Fjórðungssamböndin á Austur- og Norðurlandi fram tillögur um, að landinu yrði skipt í fimm eða sex fylki, og gáfu út á prenti með skilmerki- legri greinargerð- (Fjórðungs- sambandið á Vestfjörðum var og meðmælt þeim tilhögum). Til lögurnar virtust eiga mikinn hljómgrunn hjá almenningi víða um land, en á „hærri stöðum“ var þeim fálega tekið og goldin að mestu þögn við þeim. Einhverjir sögðu, að með fylkja skipun mundi verða aukning mannahalds við stjórnarstörf, sem þegar væri þó orðin um of. Þessum athugasemdum var svarað með því, að ef rétt væri a tekið, ætti að mega flytja starfsmen frá ríkisstofnunum með verkefnunum til fylkjanna, og í öðru lagi, að fólki mundi hvort sem væri halda áfram að fjöiga við opinber störf, þó að við sama skipulag sæti, og þá um leið vaxa ójafnvægið enn meir. Framhald í blaðinu á morgun. Símaklukkan SÍMAKLUKKUNNI verður breytt í kvöld, föstudaginn 18. des- kl. 22, úr 03 í 04.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.