Dagur - 06.01.1965, Blaðsíða 7

Dagur - 06.01.1965, Blaðsíða 7
7 NY BOK EFTÍR ELINBORGU LARUSDOTTUR VALT ER VERALDAR GENGI. Horfnar kynsló'öir IV. eftir Elinborgu Lárus- dóttur. — Skuggsjá 1964. ÞEGAR rætt er um sannfræ'ði íslendingasagna, halda margir því fram, einkum í seinni tíð, að sögurnar hljóti að vera skáldskapur mestan part. Það sé óhugsandi, að samtöl og flókin atburðarás geti hafa geymzt tvær aldir eða lengur í minni manna an þess að brjál- ast til stórra muna. Þó hefur fornleifafræðin yfirleitt stutt það, að sögurnar byggist á traustum arfsögnum. Meðan þjóðin var ung í land- inu og ekki glapti menn bækur og blöð eða útvarp, voru menn langminnugir á frásagnir af sínum forfeðrum. Hvert fjall og hver steinn, hver hóll og þúfa minnti á ákveðna atburði. Or- nefnin vörðuðu vegi minning- anna. Umhugsunarefnin voru ekki eins mörg og nú. Því bar söguefnin oftar á góma og þá einkum þau, er snertu kynstofn inn. Ekki voru þá samgöngur eins tíðar og nú, og héldust því ættirnar við á sömu slóðum öld eftir öld. Ég hefi verið að hugsa um þetta í sambandi við hinn mikla sagnabálk frú Elinborgar Lár- urdóttur: Horfnar kynslóðir. Þetta er að vísu söguleg skáld- saga. Og af því að skáldkonan vill ekki láta leggja sagnfræði- legan dóm á verk sitt eingöngu, hefur hún breytt nokkrum nöfnum og lagað einstöku at- burði í hendi sér. En að mestu leyti er þó atburðarrásin sönn. Og ástæða er til að ætla, að hún hafi skilyrði til að gæða persónurnar lifanda lífi vegna þess, að þetta er hennar eigin ættarsaga. Heimildir hennar eru því traustar og henni renn- ur blóðið til skyldunnar. Þessi saga hefst fyrir rúmum tveim öldum og nær fram um 1830. Söguefnið er þetta: Sigríð- ur (Sólveig) hét dóttir séra Jóns Sigfússonar í Saurbæ. Hún var talin bæði gáfuð og fögur kona eins og hún átti ætt- ir til. Hennar bað bóndasonur - MUNKARNIR ... (Framhald af blaðsíðu 8). sem leikur Óttar. Aðalkvenhlutverkið, Sigrúnu leikur frú Þórey Aðalsteinsdótt ir. Lárus Ingólfsson teiknaði flesta búninga og málaði leik- tjöld fyrsta og þriðja þáttar en Aðalsteinn Vestmann önnur leiktjöld. Sjónleikurinn Munk- arnir á Möðruvöllum er í þrem þáttum og mun sýning standa í þrjár klukkustundir. úr Skagafirði, Bjarni (Stefán) sonur Eiríks (Hákonar) Bjarna sonar í Djgpadal. Vildi faðir hennar gefa honum meyna, en hún neitaði. Ástæðan var sú, að hún hafði bundið ástir við pilt á næsta bæ, Ólaf að nafni Jónsson. Hann var að vísu vel ættaður og hinn snotrasti mað- ur, en snauður að fé og talinn nokkuð laus í rásinni. Setti séra Jón þvert nei fyrir að þau ættust, en Sigríður fór sínu fram. Varð samband þeirra til þess, að þau eignuðust tvö börn: Benedikt (Benjamín) sem fæddur var 25. febrúar 1761 og Salome, f. 27. nóvember 1762. Við fæðingu Benedikts er einungis sagt að hann sé laungetinn og ekkert getið um foreldra. Sýnir það, að lítt hef- ur hann verið velkominn gest- ur hjá afa sínum. Aftur á móti er skýrt frá foreldrum Salome svo sem venja er til í kirkju- bókum. Skömmu seinni runnu þessi ástamál prestsdótturinnar í Saurbæ út í sandinn vegna þess að Rauðhúsa-Ólafur var ekki við eina fjöl felldur í ásta- málum. Er hann nefndur „flysj- ungur“ og andar heldur kalt til hans frá eyfirzkum ættfræð- ingum. Féllst þá Sigríður á að giftast Bjarna í Djúpadal enda átti hún þá ekki margra kosta völ, og var haldið veglegt brúð- kaup þeirra að Saurbæ. Talið var þó, a'ð ekki væri hún manni sínum mikið unnandi fyrst í stað, en vegna einstakrar vel- mennsku hans rættist brátt vel af um ástir þeirra og varð hún áður en langt leið rótgróin í Djúpadal og elskuð þar og virt af öllum. Andaðist ekki fyrr en um 1830, þá komin á tíræðis- aldur. Synir þeirra Bjarna voru meðal annarra barna: séra Eiríkur seinast á Staðarbakka (Hókon yngri í DAL) og hinn nafnkunni skáldprestur (Sím- on) prestur að Ríp, sem var frábær hæfileikamaður og rímnaskáld, íþróttamaður, en þótti glannafenginn í orðum ut- an kirkju. Mjög var hann þó elskaður af sóknarbörnum sín- um. Af lausaleiksbörnum Sigríðar er það að segja, að dóttirin, Salome ólst upp í Eyjafirði. Hún átti seinna Árna Jónsson frá Hvammi og var þeirra dótt- ir Sigríður, sem giftist Þor- steini Gíslasyni fræðimanni á Stokkahlöðum. Dómhildur hét dóttir þeirra, kona Ólafs Briem, timburmeistara á Grund, og var hún móðir séra Valdimars Briem vígslubiskups og þeirra mörgu og merku systkina. Benedikt fluttist vestur með móður sinni. Hann lærði undir skóla hjá séra Jóni Jónssyni prófasti á Hjaltastöðum. Eign- aðist hann þá 17 ára gamall barn með Sigríði (Mörtu) dótt- ur séra Jóns, en hún var þá 19 ára. Þessi dóttir var Evfemía (Droplaug) er seinna giftist Gísla Konráðssyni sagnfræð- ingi (móðir Konráðs Gíslason- ar). Séra Jón var talinn vel lærður og merkismaður, en ætlað hafði hann dóttur sinni aðra giftingu og slitnaði nú upp úr því. Kunni því prófastur því Benedikt litlar þakkir fyrir hans tilverknað og átaldi hann þunglega. Hólfdán Einarsson, skólameistari á Hólum, bauðst þá til að útvega Benedikt skóla vist til að jafna þetta mál og féllst prófastur á að hann fengi stúlkunnar, ef hann lærði til prests, en Benedikt var þá orð- inn svo reiður og sár, að hann vildi engin boð þekkjast. Fór hann við það af landi á burt og var í siglingum til Indlands. Seinna gerðist hann veitinga- sali í Kaupmannahöfn, staðfesti þar ráð sitt og á þar afkomend- ur. Talinn var hann glæsimenni og mjög vel gefinn, en aldrei kom hann til íslands eftir þetta. Prófastsdóttirin á Hjaltastöðum lagðist í þunglyndi og andaðist 23 ára gömul. Af þessu má sjá, að hér eru ærin söguefni, stórbrotið fólk og dramatískir atburðir. En hvernig berst nú þessi saga til frú Elinborgar? Þannig, að Þór- ey móðir hennar var sonardótt- ir séra Hannesar á Ríp og amma hennar, Margrét Árna- dóttir, var dótturdóttir séra Eiríks og ólst upp með honum. Hafa henni því verið nákunn- ugir margir þessir atburðir, og haft hefur hún spurnir af öðr- um, enda sögð minnug og flug- gáfuð. Dvaldi hún í elli á Tunguhálsi hjá dóttur slnni, móður Elinborgar, og hefur skáldkonan þannig haft ærin tækifæri að hlusta á frásagnir hennar. Þar á heimilinu var og góður bókakostur úr búi þeirra bræðra, séra Eiríks og Hannes- ar, og margt, sem minnti á þessa liðnu daga. Hér er glöggt dæmi um það, hvernig tveggja alda gömul saga hefur varðveitzt óbrjáluð í öllum meginatriðum í hugum eftirkomandanna, og skildi þá ekki hið sama geta átt sér stað um margar íslendingasögurn- ar? Eigi væri þá heldur fjarri lagi að gera ráð fyrir, að kunn- ugleiki ættarinnar hafi í báð- (Framhald á blaðsíðu 2). - RONALD FANGEN (Framhald af blaðsíðu 8). Ronalds Fangen, á rót sína að rekja til meginþátta eðlis hans og alls þess, sem hann semur og hugsar: karlmannlegt látleysi og hlédrægni, riddaraleg lotn- ing og viðkvæm virðing fyrir öllu því, sem í og með mann- verundinni lifir og hrærist. .. .“ Ronald Fangen fórst í flug- slysi í útjaðri Oslóborgar, er flugvél var að leggja af stað til Svíþjóðar, árið 1964. Akureyringar! Auðveldið SORPHREINSUN í bænum. Hafið greið- an aðgang að sorpílátum yðar. Haldið þeim snjólaus- um og staðsetjið þau sem næst götu. BÆJ ARVERKSTJ ÓRINN. □ RÚN 5965167 — Frl. Atkv. H. & V. MESSAÐ í AKUREYRAR- KIRKJU kl. 2 e.h. n.k. Sunnu dag. Sálmar nr..: 579 — 581 — 105 — 70 — 680. P.S. MÖÐRUVALLAKLAUSTURS PRESTAKALL. — Messað að Bægisá n.k. sunnudag kl. 2. e.h. — Sóknarprestur. SUNNUDAGASKÓLI Akureyr arkirkju verð.ur n.k. sunnu- dag kl. 10,30 f.h. EldiTbÖrn í kirkjunni, en yngri í kapell- unni. Sóknarprestar. FUNDUR VERÐUR haldinn í aðaldeild Æ. F. A. K. fimmtu- daginn 7. janúar n.k. kl. 8,30 e.h. í Kapelluni. Venju- leg fundarstörf — Veitingar — Stjórnin. KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION Sunnudaginn 10. jan. Sunnu- dagaskóli kl. 11 f.h. Öll börn velkomin. Fundur Kristniboðs félags kvenna kl. 4 e.h. Allar konur velkomnar. Samkoma kl. 8,30 e.h. Allir velkomnir. LIONSKLÚBBUR AK- UREYRAR — Fundur í Sjálfstæðish. fimmtudag inn 7. janúar kl. 12,15. Stjórnin FRÁ KARLAKÓR AKUREYR AR. Æfingar hefjast að nýju fimmtudaginn 7. janúar kl. 8,30. — Stjórnin. ÞANN 20. des. sl. var dregið í happdrætti Sumarbúða Æ.S. K. við Vestmannsvatn, og upp komu eftirtalin númer: 2606, 1282, 2886, 2782, 5394, 6603, 3648, 6631, 8636, 465. (Birt án ábyrgðar). I.O.G.T. ST. ÍSAFOLD - FJALL KONAN NR. 1. — Afmælis- fundur sunnudaginn 10. janú ar kl. 8,30 e.h. að Bjargi. — Vígsla nýliða, skýrslur em- bættismanna, innsetning em- bættismanna, afmælisins \ minnst — Ýmis skemmtiatriði — Kaffi og dans. — Allir templarar velkomnir — Mæt um vel og stundvíslega. Æ.t. FRÁ IÐNSKÓLANUM: 3. bekk ingar komi til skráningar kl. 6 síðdegis fimmtudaginn 7. jan úar í Húsmæðraskólanum. :— 1. bekkingar komi kl. 5 sama dag. Kennsla í flatarteikningu hefst daginn eftir, föstudag. Námskeið í stærðfræði (al- gebru o. fl.) verður fram haldið í annari viku janúar fáist næg þátttaka. Nánari upplýsingar veitir skólastjór- inn Jón Sigurgeirsson, sími 11274. - Vegirnir lokuðust (Framhald af blaðsíðu 1). gerðin gerir ekki ráð fyrir að ryðja vegina, meðan veðurútlit helst ótryggt. Hinsvegar munu tæki frá vegagerðinni aðstoða bíla út á þjóðvegunum eftir því sem við verður komið. Ekki er kunnugt um s)ys á mönnum eða tjón á mannvirkjum í sambandi við þennan óveðurskafla. CÓÐ AUGLÝSING - GEFUR CÓÐAN ARÐ HJÚSKAPUR: Á jóladag voru gefin saman á Bakka í Öxna- dal ungfrú Guðrún Ágústa Halldórsdóttir, Steinsstöðum, og Gunnar M. Friðriksson, Skíðabraut 7, Dalvík. HJÓNAVÍGSLUR. — Eftirtalin brúðhjón hafa verið gefin sam an í Akureyrarkirkju: — 25. des. ungfrú Signý Kolbrún Jónsdóttir og Thorleif Káre Johannsson, iðnverkamaður. Heimili þeirra verður að Munkaþverárstræti 19, Ak- ureyri. — 26 desember, ung- frú Ásdís Maggy Björnsdótt- ir og Jón Kató Friðriksson, iðnverkam. Heimili þeirra verður að Aðalstræti 4 Ak- ureyri. — 27. des. ungfrú, Anna Jóhannesdóttir og Þór- ólfur Þorsteinsson járnsmíða- nemi. Heimili þeirra verður að Hóli Höfðahverfi. 31. des. ungfrú Ágústa Sverrisdóttir og Björn Heiðar Garðarsson, iðnnemi. Heimili þeirra verð ur að Norðurbyggð 10 Akur- eyri. — 31. desember ungfrú Baldrún Jóhanna Pálmadótt- ir og Matthías Þorbergsson húsasmiður. Heimili þeirra verður að Hafnarstræti 84, Akureyri — 2. janúar Kol- brún Heiðars Lorauge og Þröstur Þórhallsson sjómað- ur. Heimili þeirra verður að Safamýri 46, Reykjavík. — Á gamlársdag voru gefin sam- an í hjónaband brúðhjónin Anna Björnsdóttir og Hjalti Þorsteinsson, málari. Heimili þeirra er Hafnarstræti 29. Ak BRÚÐKAUP: Þann 25. desem- ber voru gefin saman ungfi-ú Sólveig Erlendsdóttir og Magnús Ingólfsson húsa- smíðanemi. Heimili þeirra er að Ránargötu 12. — Ungfrú Leónóra Jóna Pétursdóttir og Einar Múller, sjómaður. Heim ili þeirra er að Einholti 6 b. — Þann 26. desember voru gefin saman í hjónaband ung- frú Sigríður Jónsdóttir og Hörður Sverrisson" rafvirkja- nemi. Heimili þeirra er að Byggðavegi 113. — Ungfrú Þórdís Helga Sigurjónsdóttir og Stefán Manasesson verka- maður. Heimili þeirra er að Jaðri Dalvík. Þann 29. des. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Guðbjörg Marin Stef- ánsdóttir og Jón Aðalsteinn Jóhannsson vélstjóri. Heimili þeirra er að Engimýri 7. Þann 31. des. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Guðrún Helgadótir og Bergþór Njáll Guðmundsson sjóm. Heimili þéirra er að Aðalstræti 8. Þann 1. janúar voru gefin saman í hjónaband ungfrú Fjóla Axelsdóttir og Gunn- laugur Grétar Björnsson bóndi. Heimili þeirra er að Haukbæ Glæsibæjarhreppi. HJÓNEFNI. — Um áramótin opinberuðu trúlofun sína ung frú Rósa Aðalsteinsdóttir frá Kristnesi og Brynjólfur Ingv- arsson stud, med. Reykjavík. NORRÆNA skíðalandsgangan á Akureyri fer fram við íþróttahúsið daglega frá kl. 5- 7, nema laugardaga og sunnu daga kl. 2-4. MINNINGARSPJÖLD kvenfé- lagsins Hlífar. Öllum ágóða varið til fegrunar við barna- heimilið Páhnholt. Spjöldin fóst í bókabúð Jóhanns Valde marssonar og hjá Laufeyju Sigurðardóttur Hlíðargötu 3.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.