Dagur - 13.02.1965, Síða 1

Dagur - 13.02.1965, Síða 1
Dagur SIMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) XLVIII. árg. — Akureyri, laugardaginn 13. febrúar 1965 — 12. tbl. Dagur kemur tit tvisvar í viku og kostar kr. 25,00 á mán. í lausasölu kr. 4,00 Loftleiðir gera 700 millj. króna samning Kaupa tvær Canadaier flugvélar í viðbót f FYRRADAG voru undirritað- ir samningar í Reykjavík, milli Loftleiða og Canadair-flugvéla- verksmiðjanna. Með samning- um þessum kaupa Loftleiðir 2 stórar farþegaflugvélar af sömu gerð og þær, sem félagið keypti í fyrra — og eru þetta liæstu viðskiptasamningar, er um get- 'ur hér á landi, eða 700 millj. kr. Seljandi krafðist ekki trygging- ar banka eða ríkis. Vélarnar verða greiddar á 7 árum. Hinar nýju vélar rúma 160 farþega, en verða lengdar um 5 metra og taka þá 189 farþega. Canadair-vélarnar frá í fyrra verða stækkaðar á sama hátt. Hávaðastyrkleiki bítlanna mældur FULLTRÚI borgarlæknis mun hafa mælt hávaðastyrkleika á bítlahljómleikum 9. febrúar í Reykjavík. Mælar sýndu að jafnaði styrkleikann 100—110 decibel. Ef hávaði á vinnustað fer yfir 95 decibel þykir ástæða til að gera ráðstafanir vegna hættu á heilsutjóni. □ FRAMSOKNARVIST- INNI FRESTAÐ SÍÐASTA spilakvöldi Fram- sóknarfélaganna, sem vera átti í gærkvöld, var frestað vegna illviðris, til sunnudagskvölds n. k. og verður þá að Hótel KEA kl. 8,30 e. h. Q Stjórnarformaður Loftleiða h.f. er Kristján Guðlaugsson. Fyrri flugvélin, sem nú hef- ur verið keypt, verður tilbúin um miðjan apríl en hin síðari í maí. Vélakostur Loftleiða verður, að kaupum þessum gerðum, 4 Canadair-vélar og 5 „sexur.“ □ ------i-v BANKASTARFS- MENN SÝKNAÐIR HINN 9. febrúar var upp kveðinn dómur í máli ákæru valdsins gegn starfsmönnum Útvegsbanka íslands. Verk- fall starfsfólks bankans, hinn 2. nóvember s. 1. haust, sem hér lá til grundvallar máls- höfðuninni, var til að mót- mæla ráðningu Braga Sigur- jónssonar í útibússtjórastöðu bankans á Akureyri. Hin 5 ákærðu voru í stjóm starfs- mannafélags bankans. Voru þau öll sýknuð — fjórir karlar og ein kona. □ Akureyrartogararnir hafa verið athafnalífinu lyftistöng, — þótt útgerðin hafi gengið misjafnlega. Sexlán ara flokkunarviðgerð á Kaldbak ILLFÆRT I BJORTU ÓFÆRT í MYRKRI ÍS er nú milli Horns og Straum ness og íshroði víða við Vest- firði. Esjan sneri við á ísafirði í gær, en hún var á norðurleið. Hekla tafðist í ís á suðurleið á sömu slóðum. í tilkynningu frá Landhelgisgæzlunni segir, að siglingaleiðin þarna sé illfær í björtu og ófær í myrkri. Bátar frá ísafirði misstu eitthvað af línu undir ís í fyrradag. □ sú fyrsta, sem gerð HINUM aldna og ágæta Akur- eyrartogara, Kaldbak, var lagt 12. febrúar 1964 og beið hann 16 ára flokkunarviðgerðar. — Hinn 24. október s. 1. haust hófst flokkunarviðgerðin hér á Akureyri, og er Kaldbakur fyrsti togarinn, sem slík við- gerð er framkvæmd á hér fyrir norðan. í 16 ára flokkunarviðgerð felst m. a. úttekt og viðgerðir á ljósavélum, aðalvél, dælum, katli, tönkum, dekkviðgerð og viðgerð á skipsdælunum sjálf- um. Það voru vélsmiðjurnar Oddi og Atli, sem þetta verk tóku að sér og hafa nú lokið því, þ. e. að þeim hluta, sem unnt er að framkvæma án þess að skipið sé tekið í slipp. Botnviðgerð fer er á togara hér í bæ hins vegar fram í Bretlandi, og heppilegra þótti einnig að skipta einnig um stykki í vél þar um leið. Verður nú væntanlega brátt siglt á Kaldbak til fullnaðarvið gerðar og bætist hann vonandi að því loknu í veiðiflotnnn, sem hann hefur nú árlangt orðið viðskila. Hin gagngerða viðgerð, sem að þessu sinni fór fram að vetri til, þyrfti ekki að taka nærri svo langan tíma að sumr- inu, þegar vinnuskilyrði eru hagstæðari. Forstjóri á Odda er Pétur Valdimarsson og forstjcxi á Atla er Alfreð Möller. — Vél- smiðjur þessar eru taldar hafa margt mjög hæfra járniðnaðar- manna í sinni þjónustu. □ HÖRKUSTðRHRtÐ A OLLU NORÐURLANDIIGÆR Árnar í Húnavatnssýslum leigð- ar fyrir á fimmtu milljón króna Blönduósi 12. febrúar. Snögg- lega skipti um veður í gær, úr sunnan blíðskaparveðri í verztu norðan hríð, svo vart sér milli húsa. Er þetta með sneggri um- skiptum veðurs. Nú er verið að semja um leigu á þeim laxám, sem eru áður í fastri leigu. TilboS í Víðidalsá upp á aðra milljón króna. Tilboð er komið í Víðidalsá, er hljóðar upp á aðra milljón. Verður væntanlega samið um veiðiréttinn í þeirri á. Laxá á Ásum var líka boðin út og verð ur eflaust há leigan á henni. — Hér eru veiðileyfin seld dýru verði, og landeigendur fá góðan hlut. — Laxárnar í Húnavatns- sýslunum báðum munu í ár verða leigðar fyrir á fimmtu milljón króna, enda er um fiski- sælar ár að ræða. Bændur byggja veiðihús. Við Vatnsdalsá hafa bændur byggt mjög vandað veiðihús, samkvæmt samningi við leigu- taka, erlendan, og er nú verið að velja í það húsgögnin. Vatns- dalsá var í fyrra leigð til 10 ára, sem þá varð frægt í fréttum. Víst er um það, að árnar færa eigendum sínum margar kringl- óttar og yfir þessum veiðiskap er ævintýraljómi. Ó. S. í GÆR geysaði norðan hörku- stórhríð um norðanvert landið og víðar. Um tvö leytið í gær, þegar blaðið grennslaðist um ástandið á vegum í nágrenni Akureyrar, fékk það þær upplýsingar, að mjólkurflutningar til bæjarins hefðu gengið illa og frá sumum deildum samlagssvæðisins kom engin mjólk. Áætlunarbíllinn frá Dalvík var þá búinn að vera um 5 klst. þaðan í Fagraskóg á leið til Akureyrar. Snjór mun ekki hafa verið mikill á vegunum, erfiðleikarn- ir voru mest vegna þess hve blindað var af hríðarkófi. — í bænum sást vart milli húsa og skólum bæjarins var lokað. □ Álvinnulífið er dauft á Siglufirði Siglufirði 12. febrúar. Hér hafa þrjú skip verið að gukta við róðra, en lítið fiskað. En nú fer Orri og verður gerður úr frá Rifi og Æskan suður í Faxaflóa og er því Hringur einn eftir. — Nýi togarinn, Siglfirðingur, ligg ur á Akureyri, í lestarviðgerð, sem mun vera að ljúka, og fer hann sennilega á síld innan skamms. Það er dauft yfir atvinnulífi á Siglufirði. Niðurlagningar- verksmiðjan starfar ekki, en hins vegar er Tunnuverksmiðj- an komin í gang og vinna þar um 40 manns. Ekki er búið að ganga frá fjárhagáætlun bæjarins ennþá. Nú er hér verzta veður — norðan kolvitlaus stórhríð. B. J. „FARA NOKKUÐ MEÐ LÖNDUM“! SUNNANBLAÐ sagði ný- lega, að nú væri búið að vekja upp „draug“ þann, er örðugt myndi að kveða nið- ur, og átti þar við „skattalög regluna“ nýju, undir stjóm Guðmundar Skaftasonar. Morgunblaðið hrökk við og sagði í leiðara sínum á fimmtudaginn um þessi mál, þ. e. rannsókn skatta- og framtalssvika, að betra væri að „seilast ekki mjög til fanga í fortíðinni“ og „fara nokkuð með löndum“! svona á byrjunarstigi. Auðséð er, hvað fyrir Mbl. vakir! □

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.