Dagur - 13.02.1965, Side 2

Dagur - 13.02.1965, Side 2
2 ® r >iisíiorasosiir í ÞETTA sinn hittum vi5 að máli Sigurgeir Jónsson stöðvar- stjóra á Bifröst á Akureyri. Á fjórða áratug fór hann naumast undan stýri, þar til fyrir tveim árum að hann tók við núver- andi starfi. Fyrst ók hann réyndar hestakerru, síðan fjór- hjóla hestvagni þar til aldur leyfði bifréiðaakstur árið 1930. Við sátum stundarkorn á skrif- 'stofu háns í Skipagötu og hahn sagði frá. Eg hef alltaf verið að aka vör um, stundum fólki í boddibíl, en hef verið hérna ó Bifröst síðan 1933, fékk fyrst 259 krónur á mánuði og þótti gott. Það var töluvert um eftírvirínu en hins- ' vegar lítið um eftirvinnukaup. Ódýrustu túrarnir kostuðu eina krónu. Á fyrri árum mínum á Bifröst sendi Helgi Tryggvásorí stöðvar stjcri mig oft í Fnjóskadal ogi Bárðardal. Þar var maður orð- inn kunnugur á hverjum bæ og það var eins og fólkið ætti í manni hvert bein. Slíku fólki var ekki liægt að bregðast. Eg á margar góðar minningar frá þeim ferðum. Þær voru stund- um erfiðar en það var alltaf gam an að yfirvinna erfiðleikana og komast á ákvörðunarstað með vörur og fólk, sem maður var að flytja. Einu sinni man ég eftir að ég fór austur í Mýri í Bárðardal. Það var gott að koma til þeirra Jóns og Aðalbjargar, sem þá bjuggu þar. í þetta skipti var ég alla nóttina að komast fram Bárðardalinn. Flvað eftir annað þurfti að taka allt af bílnum og lyfta honum svo upp úr gjótun- um. Þegar við komum að Mýri um morguninn í dásamlegu veðri og að loknum sigri yfir vegaleysum, fengum við grasaöl að drekka þegar í stað. Það þótti mér vondur drykkur. En það réyndist fleirá vera til á bænum þeim, sem mér geðjað- ist betur. Öðru sinni var ég á ferð um Bárðardal að vori til og á heim- leið. Þá stóð til vígsla Kvíslar- brúarinnar á Skjálfandafljóti, en brú þá byggði Karl Friðriks- son. Þá lá vegurinn ofan við Sigríðarstaði í Ljósavatnsskarði og gékk allt vel þangað. Og þar kom ég síðla kvölds. En þar sökk bíllinn og kom ég honum hvorki fram né aftur fyrr en fólkið kom á fætur um morgun inn. En þessi bjarta vornótt var dýrleg. Heitt var í veðri og mikl ir vatnavextir. Danaprins átti að koma frá Akureyri og vera við brúarvígsluna. En ferða- áætlun hans var breytt vegna vatnavaxtanna og fór hann með skipi til Húsavíkur og kom svo þaðan. Og sem ég var þá búinn að fá bílinn minn upp úr vilp- unni kom Snæbjörn Þorleifsson á bíl sínum (A-lll) frá Akur- eyri og fcr mikinn. Hann var á leiðinni til Húsavíkur til að sækja prinsinn og flytja um sveitir. Hér segir ekki frá brú- arvígslu eða tignarfólki, en þess ari vornótt við Sigríðarstaði í gróandanum gleymi ég ekki. Einu sinni fór ég ferð fyrir Sigurð á Fosshóli þangað aust- ur og ók þá eftir Ljósavatni. Annars staðar var ekki fært. Og mér fannst nú heldur ekki fært á Ljósavatni, en Sigurður sagði að það væri „slarkfært" og hann hefði farið það. Ég var á boddíbíl og með mér var séra Þormóður Sigurðsson á Vatns- enda. Hann hafði opna hurðina sín megin, viðbúinn að kasta sér út ef illa færi. Hann þekkti ísinn á Ljósavatni cg ekki sýnd- ist mér hann vera neitt óróleg- ur. En ég var hræddur, skít- hræddur -um -það á hverju augnabliki, að bíllinn færi nið- ur. Það brast og brakaði alveg ógurlega því að ísinn var veik- ur. Ég fór nasrri landi og ég ók greitt. Mér fannst timinn lengi að líða og leiðin löng þennan spöl, enda fannst mér undirspil- Fðr eins. ög dauðasöngur. E.n allt gekk vel. - Einhverju sinni að vetrarlagi fór ég sem oftar austur yfir Vaðlaheiði með vörur. Vestan í Vaðlaheiðinni var snjór og varð .é*g .að mbka töluvert, er upp undir brúnina kom. Stóð þá svo tæpt um -skeið, að ég var hvað eftir annað að því kominn að ganga frá bílnum. Eitt hjólið var komið utan í kantinn og náttúrulega ekkert vit í öðru en reyna að fá hjálp. Einhvern veginn tckst mér þó, mest fyrir heppni,-að koma bílnum upp og brjótast í gegn um skaflana og yfir heiðina. í Skógum fékk ég auðvitað hinar höfðinglegustu Bridgemót Akureyrar Urslit fjórðu umferðar: Sveit Halldórs Helgas. vann sveit Soffíu Guðmundsdótt- ur 6:0, sveit Baldvins Ólafsson- ar vann sveit Ólafs Þorbsrgs- soríar 6:0, sveit Knúts Otter- stedt vann sveit Óðins Árna- sonar 5:1 og sveit Ragnars Stein bergssonar vann sveit Mikaels Jónssonar 5:1. Staðan er þá þessi: Sveit Knúts 21 stig, sveit Mikaels 19, sveit Ragnars 18, sveit Óðins 13, sveit Halldórs 13, sveit Baldvins 11, sveit Soffíu 1 og sveit Ólafs ekkert stig. Q Engar sampnpr - ekkert kvartað SIGURGEIR JONSSON. viðtökur, eins og æfinlega fyrr og síðar hjá Steinunni hús- freyju. Svo hélt ég heim og allt gekk vel. Mætti ég þá Georg Jóns- syni frá Akureyri sem kom með nokkra menn og var á austur- leið. Þeir félagar spurðu um veginn og ég sagði þeim að hánn væri ófær. Þeir trúðu mér ekki, enda vissu þeir hvaðan ég kom og ég man enn tor- tryggnina í svip þeirra, þegar þeir horfðu á mig, og mér (Framhald á blaðsíðu 6). Klausturseli 4. febrúar. Hér um slóðir gerist fátt sem telja má markvert. Veður eru fremur góð, það sem af er þorra, en jarðlítið fyrir sauðfé svo það er aðallega látið út til að fá ferskt loft í lungun, — -en í nótt hefur töluverð jörð komið upp undan snjónum. Hér í sveit varð ófært fyrir bíla 26. desember og var þann- ig ástatt til 26. janúar. En þar sem enginn varð veikur í sveit- inni á þessu tímabili heyrðist ekkert kvartað — þó kvisaðist, að sumir mundu vera tóbaks- litlir og á einstaka stað að verða daufar rafhlöður í útvarpi. Skólafólk varð að leggja land undir fót og fara gangandi úr jólafríi og bar það sig ágætlega og allir náðu sínum áfangastað. Hér er hægt að komast af, þótt ófært verði einhvern tíma vetrarins. Hér þarf enginn að koma mjólk á markað, og allir byrgja sig upp strax á haustin af öllum nauðsynjavörum, sem endast fram á vor. Læknir hef- ur geymd nauðsynlegustu lyf á mörgum bæjum í sveitinni og ef ófært er, þá er hægt að nota þau eftir upplýsingum, sem læknirinn lætur í té í símtali, þegar veikindi ber að, en fóllc er aldrei eins hraust eins og þegar umferð er lítil og slysa- hætta aldrei eins lítil og þá. * G. A. Enn er sama aflaleysið hjá Ólafsfjarðarbátum Ólafsfirði 12. febrúar. Síðan kl. fjögur í gær er hér stórhríð og vitluast veður og komnir eru dálitlir skaflar. Á þriðjudaginn var hér rok af suðri og fuku þá járnplötur af hálfu þaki húss eins hér í kaupstaðnum. — Sama aflaleysið er hér alltaf. Nú munu stóru bátarnir vera að hætta og fara þeir sennilega suður. Ég man aldrei eftir öðru eins aflaleysi. B. S- AFREKASKRÁ ÍSLENDINCA 1964 (frarahald) Kúluvarp. m Ragnheiður Pálsd. HSK 10,18 Helga Hallgrímsd. HSÞ 9,55 Fríður Guðmundsdóttir ÍR 9,29 Kristín Guðmundsd. HSK 9,20 Þórdís Kristjánsd. HSK 9,04 Svala Lárusdóttir HSH 8,90 Berghildur Reynisd. HSK 8,77 ólöf Hallgrímsdóttir HSK 8,73 Gunnvör Björnsd. UMSE 8,72 Valg. Guðmundsdóttir HVÍ 8,64 Elísabet Sveinbj.d. HSH 8,64 Hanna Stefánsdóttir HSÞ 8,58 Sóley Kristjánsd. UMSE 8,52 Sigrún Einarsdóttir KR 8,49 Ingibjörg Aradóttir USAH 8,46 Erríilía Baldursd. UMSE 8,45 Halla Sigurðard. UMSE 8,34 Hólmfr. Friðbjörnsd. HSÞ 8,30 Sigríður Sigurðardóttir ÍR 8,25 Kringlukast. m Dröfn Guðmundsd. UBK 34,77 Ragnheiður Pálsd. HSK 34,76 Fríður Guðmundsd. ÍR 34,26 Ása Jacobsen HSK 31,54 Svala Lárusdóttir HSH 31,25 Guðbjörg Gestsd. HSK 30,84 Sigrún Einarsdóttir KR 23,16 Kristjana Jónsdóttir HSÞ 27,76 Hlín Torfadóttir ÍR 27,46 Ingibjörg Ai-ad. USAH 27,35 Sigríður Snæland HSK 27,03 Bergljót Jónsdóttir UMSE 27,00 Þórdís Kristjánsd. HSK 26,75 Hanna Stefánsdóttir HSÞ 26,70 Lilja Friðriksdóttir UMSE 26,64 Helga Hallgrímsd. HSÞ 26,21 Anna Guðmundsdóttir ÍR 25,78 Súsanna Möller KA 25,64 Ragnh. Guðm.d. USAH 25,04 Lilja Sigurðardóttir HSÞ 25,04 Spjótkast. m Elisabet Brand ÍR 33,95 Sigríður Sigurðardóttir ÍR 32,68 Valg. Guðmundsd. HVÍ 31,12 Birna Ágústsdóttir UBK 25,95 Guðbjörg Sveinsd. UBK 21,70 Dóra Ingólfsdóttir UBK 21,60 Dröfn Guðmundsd. UBK 21,45 Kristín Guðmundsd. HSK 20,34 Ragnheiður Pálsd. HSK 18,88 Fríður Guðmundsd. ÍR 18,78 Sólveig Hannam ÍR 16,48 Fimmtarþraut. stig Sigríður Sigurðardóttir ÍR 3532 (8,25 — 1,45 — 28,11 — 12,9 4,86). Lilja Sigurðardóttir HSÞ 3135- Linda Ríkharðsdóttir ÍR 3050 Skídakennsla í Lai’pskóSa Mikii sipríör M.Á.-n8menda Kjartan Guðjónsson stökk 1.94 m í hástökki UM s. 1. helgi léttu körfuknatt- leiksmenn úr Msnntaskólanum á Akureyri heimadraganum og héldu suður í Borgarnes og Stykkishólm, til keppni við heimamenn þar. Varð sú för næsta sigursæl, því liðið sneri heim aftur ósigrað. í Bofgar- nesi lauk leik með 62 stigum MA gegn 60. Var sá leikur afar jafn og harður frá upphafi til enda. Þar var einnig leikið gegn Gagnfræðaskólanum og lyktaði þeirri viðureign með sigri MA 41:32. Daginn eftir var haldið í Stykkishólm og lauk leiknum þar með sigri MA 61:40. Bæði þsssi fyrrnefndu lio eru meðal keppenda í 2. deild ís’andsmótsins riú í ár. Á hsim- leiðinni var sialdrað við að Reyk'um í Hrútafirði og s’.egið upp hraðmóti með þátttöku H Sraðsskólans þar, auk A- og B-Iiðs MA. Bar A-Iiðið sigur af hólmi. Að loknum leik var efnt til keppni í hástökki með at- rennu. Vann Kjartan Guðjóns- son MA þar það ágæta efrek að stökkva yfir 1,94 m, sem mun vera hæsta stökk íslendings á þessum vetri. □ Laugum 9. febrúar. Haraldur Pálsson skíðamaður úr Reykja- vík hefur s. 1. tvær vikur starf- að að skíðakennslu meðal nem- enda Laugaskóla og barnaskóla sveitarinnar. Snjór var nægur lengst af tímans og eru nokkur ár um liðin síðan skíðaíþrótt hefur hér um slóðir verið jafn kappsamlega iðkuð og þennan tíma. Nú um helgina kepptu svo allmargir þátttakendur í skíða- námskeiðinu í göngu og svigi. Gengnir voru 8 km og voru þátttakendur úr Laugaskóla, að einum undanteknum. Úrslit í göagunni. mín. Páll Dagbjartsson 20:27,0 Geir Garðarsson 22:02,0 (keppti sem gestur) Héðinn Sverrisson 22:12,0 Sigurður Jónsson 22:28,0 Sigurður er 15 ára, sonur Jóns Kristjánssonar, Arnarvatni, — hins landskunna göngumanns. í svigi kepptu bæði nemend- ur Laugaskóla og barnaskólans- í stúlknaflokki bar sigur úr býtum Auður Ármannsdóttir, Laugaskóla. í flokki 11 ára og yngri, Þór- arinn Illugason, Barnaskóla. I flokki 12 ára og eldri, Vign- ir Valtýsson, Laugaskóla. Heðan hélt Haraldur Pálsson til kennslu í Húsavík og mun e. t. v. að henni lokinni kenna í Mývatnssveit. G. G. SKÍDAMÓT U.M.S.E. Á DALVÍK SKÍDAMÓT Ungmennasamb. Eyjafjarðar hefst laugardaginn 20. þ. m. kl. 1,30 e. h. og fer fram á Dalvík. Keppt verður í svigi karla og kvenna og 4x5 km boðgöngu karla. □

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.