Dagur - 13.02.1965, Blaðsíða 8
8
SMÁTT OG STÓRT
Enginn árangnr
eitu
baráttunni
BARÁTTAN gegn ólöglegri
eiturlyfjasölu, einkum með til-
liti til ópíumlyfjanna morfíns
og heróíns, hefur borið næsta
fátæklegan árangur síðustu 25
árin, segir í skýrslu ópíum-
nefndar Sameinuðu þjóðanna í
Genf. Nefndin er þeirrar skoð-
unar, að ástandið muni ekki
breytast meðan leyni-framleið-
endur ópíum-lyfja ná í nægilegt
magn af ópíum.
Þeir ná í ópíum eftir tveim
leiðum, bæði frá þeim sem
rækta svefngrös raeð löglegum
hætti og þeim sem rækta þau
ólöglega. Nefndin gerir sér von-
ir um, að hægt verði að draga
mjög úr öflun ópíum eftir fyrri
leiðinni. Hér er um að ræða
180—200 tonn, og hin löglega
ræktun fer fram í löndum, þar
sem yfirleitt er heldur auðvelt
að herða á eftirlitinu.
Vandkvæðin eru fyrst og
fremst tengd hinni ólöglegu
svefngrasa-ræktun. Nefndin
gerir ráð fyrir, að samanlagt ár-
legt magn ópíums af þessum
uppruna, sem kemur á innlend-
an og alþjóðlegan markað, sé
mun meira en magnið sem fram
leitt er til löglegra þarfa. Á
svæðinu Suður-Kína, Burma,
Laos og Thailandi er magnið
kringum 1000 tonn árlega, og
Ellefu ára börn sendu
1500 kr. til Davíðshúss
ELLEFU ÁRA böm í Lang-
holtsskólanum í Reykjavík
hlýddu á upplestur Davíðs
Stefánssonar frá Fagraskógi af
hljómplötu á 70. afmælisdegi
hans. Þau skutu síðan saman
í 1500 króna gjöf til Davíðshúss
á Akureyri, sem afhent var hér
á skrifstofu blaðsins. Kennari
þessara barna er Eiríkur Stef-
ánsson. — Þetta var falleg
gjöf og þess verð, að eftir henni
sé tekið. □
af því koma 3—400 tonn ein-
gÖngu frá Burma. Yfirleitt er
híri' ólöglégajræktun helzt stund
Uð í löndum þár sem yfirvöldin
hafa ekki fulla stjórn á öllum
héruðum sínum.
Nefndin leggur áherzlu á, að
ekki sé hægt að ráða bót á
ástandinu með góðum vilja ein-
um saman. Máttleysi yfirvald-
anna í hlutaðeigandi löndum á
m. a. rætur sínar í efnahagsleg-
um og félagslegum aðstæðum.
Stórtæk alþjóðleg hjálp er nauð
synleg, ef árangur á að nást af
baráttunni við ólöglega ópíum-
sölu.
Svo virðist sem ólögleg sala
og misnotkun kókaíns hafi
færzt í vöxt síðustu árin, eftir
að dregið hafði úr henni um
skeið, segir nefndin. Það er
einkum í Bolivíu og Perú sem'
víðtæk ræktun þessa eiturlyfs
er stunduð með leynd. Opíum-
nefnd SÞ sendi 1964 hóp sér-
fræðinga til Bólivíu samkvæmt
beiðni stjórnarvaldanna. Við
það tækifæri var gerður sátt-
máli um baráttu-aðferðir sem
ætlunin er að beita um lengri
tíma.
Nefndin álítur, að við og við
komi fram tilhneiging til að
vanmeta alvöru eiturlyfjavanda
málsins, og það hafi áhrif á op-
inbera fjárveitingu til eftirlits
með éiturlyfjaverzlun. □
Fréllir úr Reykjadal
Laugum 9. febrúar. Frá því um
25. janúar hefur stöðugt þíð-
viðri vérið hé'r um slóðir og að
miklu leyti tekið upp snjó þann
sem sett hafði niður frá því um
hátíðar.
Samgöngur hafa færzt í eðli-
legt horf og jafnframt lifnað
yfir félagslífi. Ungmennafélagið
Efling gekkst fyrir' félagsvist í
samkomuhúsi sveitarinnar að
Breiðumýri sunnudagskvöldið
24. janúar. Samkoma þessi kom
eiginlega í stað mannfagnaðar
um jólaleytið, sem ekki reynd-
ist unnt að koma á þá, sökum
illviðra og ófærðar. Ekki þótti
fært, svo sem áformað var, að
hefja þriggja kvölda keppni,
því að fólk komst ekki frá öll-
um bæjum sveitarinnar vegna
ófærðar.
Bridgerrienn byggðarlagsins
leiddu saman hesta sína s. 1.
fimmtudagskvöld og háðu tví-
menningskeppni. Ætlunin er,
að koma á slíkri keppni fram-
vegis, þannig, áð spilað verði
alls þrjú .kvöld.
Laugardagskvöldið 6. febrúar
komu hreppsbúar saman til
þorrablóts að Breiðumýri. Svo
sem venja er við slík tækifæri,
var íslenzkur matur snæddur
úr trogum. Nokkur skemmti-
atriði fóru fram undir borðum,
m. a. fluttu tveir hagyrðingar
ljóð sín, alvarlegs eðlis, og í
léttari tón. Að lokum var dans
að af fjöri miklu fram undir
morgun. — Tíðindum mundi
þykja sæta á slíkri samkomu,
að vart sá vín á nokkrum sam-
komugesta. G. G.
ÆVISAGA JÓNS Á AKRI
Lesbók Morgunblaðsins er nú
byrjuð að birta sjálfsævisögu
Jóns Pálmasonar fyrrum al-
þingismanns á Akri. Einn af
ritstjórum blaðsins aðstoðar
Jón við að setja söguna saman,
og er þetta framhaldssaga með
myndum af höfundi. Það, sem
út er komið af sögunni er að
verulegu leyti helgað Fram-
sóknarflokknum, og ber að
meta þá hugkvæmni til bjarg-
ræðis, sem í því felst hjá þeim
Morgunblaðsmönnum. Stíls-
mátinn er sums staðar eins og
höfundur væri að munnhöggv-
ast við nágranna sína á fram-
boðsfundi. Trúlega gæti hann
gert betur, ef hann fengi sér
annan skrifara.
VIÐREISNIN, ÞAÐ ERUM
VIÐ
Ríkið, það er ég, sagði Loðvík
Frakkakonungur. Viðreisnin,
það erum við, hugsa þeir Bjami
Ben. og Gunnar Thor. Þess
vegna segir Morgunblaðið, að
viðreisnin haldi áfram meðan
þessir herrar sitji í ráðherra-
stólunum — þó efnahagskerfið
gangi meira og meira úr skorð-
um!
„VAKRI SKJÓNI HANN
SKAL HEITA .... “
Fyrir fimm árum var sagt, að
viðreisnin væri í því fólgin að
afnema uppbótarkerfið og festa
verðlagið. Nú vilja menn kalla
það viðreisn, að taka upp verð-
uppbætur á útflutningsfram-
leiðsluna, auka niðurgreiðslur
og gefa dýrtíðinni lausan taum-
inn. Hér á við það, sem kveðið
var fyrrum:
„Vakri Skjóni hann skal heita,
honum mun ég nafnið veita,
þó að meri það sé brún.“
SKRYKKJÓTT TILHUGA-
LÍF
Hið pólitíska tilhugalíf Bjarna
Benediktssonar og kommún-
ista er skrykkjótt um þessar
mundir. í desember fengu
kommúnistar myndarlega jóla-
gjöf frá Sjálfstæðismönnum, m.
a. fjögur sæti í bankaráðum
ríkisbankanna, en hið fimmta
misfórst við afhendingu. Jóla-
gjöfin var að vísu illa fengin,
en gefin og þegin með gleði, að
því er virtist. Nú neitar Bjami
Ben. kommúnistum um að fá
Mörg blól í Þingeyjarsýslu
Húsavík 9. febrúar. Þorri er
blótaður víða í Þingeyjarsýslu
um þessar mundir. Tjörnesing-
ar höfðu sitt blót á fimmtudags
kvöld 4. febrúar. Reykhverf-
ingar og Aðaldælir blótuðu
saman að Hólmavaði á föstu-
dagskvöld, og Reykdælir efndu
til blóts á laugardagskvöldið að
Breiðumýri.
Húsvíkingar ættaðir af Tjör-
nesi, sýndu sveitungum sínum
rausn mikla. Þeir buðu þeim
að sitja veizlu í samkomuhús-
inu á Húsavík, með svo marga
gesti sem þeir vildu með sér
hafa. — Sú veizla var ger á
laugardagsaftni hins síðasta og
stóð lengi á nótt fram. Áður
höfðu Húsvíkingar setið marg-
ar og góðar veizlur hjá Tjör-
nesingum að Sólvangi, þ. e. fé-
lagsheimili Tjörnesinga.
Húsvíkingar sækja sjó, sem
jafnan áður, þegar gefur. Þorsk
afli er tregur, rauðmaga hefur
lítillega orðið vart. Þ. J.
menn í raforku- og stóriðju-
nefnd á eðlilegan liátt, og bera
þeir sig illa, sem von er og virð-
ist þeim þetta viðkvæmt mál.
SKRÍTINN ER ÞJÓÐVILJINN
Einkennilegt er það, að Þjóð-
viljinn skuli ónotast í garð
Framsóknarmanna fyrir að
taka sæti í nefndinni, þegar
þeim var boðið það. Heldur
Einar Olgeirsson & Co. að hon-
um sé stætt á því að ámæla
öðrum fyrir að taka þátt í
nefndarstarfi, sem hann og
menn hans krefjast sjálfir að fá
að taka þátt í? Framsóknar-
menn hafa átalið þá leynd, sem
ríkt hefur í þessum málum og
töldu þá auðvitað ekki rétt að
neita aðstöðu, sem boðin var
til að afla upplýsinga og gera
grein fyrir sjónarmiðum sínum.
Þeir telja sig ekki hafa ástæðu
til að hefja samúðarverkfall út
af sambúðarerfiðleikum Bjama
Benediktssonar og kommúnista.
VILDU ÞINGENFND í
MÁLIÐ
Hitt er svo annað mál, að Fram
sóknarflokkurinn lagði það til
fyrir löngu, að samstarfi í þess-
um málum væri liagað á þann
veg, að Alþingi kysi sjö manna
nefnd til að fjalla um stórvirkj-
unar- og stóriðjumálin og lá í
hlutarins eðli að allir þingflokk
ar ættu þar sæti. Á þetta vildu
stjórnarflokkarnir ekki fallast.
NEITUNIN EKKI SKYN-
SAMLEG
Það er á ýmsan hátt ósann-
gjarnt að neita Einari Olgeirs-
syni og hans mönnum um að-
gang að nefnd, sem á að fjalla
um stórvirkjun og stóriðju hér
á landi. Kunnugt er, að Einar
(Framhald á blaðsíðu 7).
SAFNA í DAVÍÐSHÚS
Á SKAGA
Skagaströnd 12. febrúar. Hér
eru haldin þorrablót og árshá-
tíðir og fólk gerir sér glaðan
dag, þótt fremur sé dauft yfir
atvinnulífinu. — Húni og Helga
Björg fóru sinn síðasta' róður í
gær, en svo fara þessir bátar
suður á net. Húni hefur reynd-
ar fengið sæmilegan afla siðasta
hálfan mánuð. — Lionsklúbbur-
inn hér á Skagaströnd hefur nú
hafið söfnun til Davíðshúss á
Akureyri. n_
ELDUR f BÍL
SLÖKKVILIÐ Akureyrar var
kvatt tvívegis út s. 1. fimmtu-
dag. í fyrra skiptið vegna
íkviknunar i rusli í skúr við
Iðunn. Skemmdir urðu engar.
Hitt útkallið var að bíl, sem
kviknað hafði í þar sem hann
stóð mannlaus á bílastæðinu
norðan við POB. Kviknað hafði
í rafmagnsleiðslum í mælaborði
bílsins, en fljótt tókst að kæfa
eldinn. Skemmdir urðu þó all-
miklar á bílnum. ,Q