Dagur - 20.03.1965, Síða 1

Dagur - 20.03.1965, Síða 1
Dagur SÍMAR: 11166 (ritstjóri) 11167 (afgreiðsla) XLVIII. árg. — Akureyri, laugardaginn 20. marz 1965 — 22. tbl. Kvenfélag Húsavíkur sjötíu ára KVENFÉLAG HUSAVÍKUR minntist 70 ára afmælis síns 13. íebrúar s.l. með veglegu hófi í samkomuhúsinu á Húsavík. í hófinu voru flutt möng dag- skráratriði til fróðleiks og skemmtunar. Formaður félags- ins, frú Arnheiður Karlsdóttir, hafði tekið saman stutt ágrip að sögu félagsins og var sögu- ágripið flutt í hófinu. Varafor- maður félagsins, frú Þuríður Hermannsdóttir, stýrði hófinu, en að því loknu var stiginn dans langt á nótt fram. Kvenfélag Húsavíkur var í iyrstu stofnað sem deild í „Hinu íslenzka kvenfélagi“ og nefndist þá því langa nafni, ARNHEIÐUR KARLSDOTTIR „Sambandsdeild hins íslenzka kvenfélags á Húsavík.“ Stofn- endur voru 12 konur, sem héldu stofnfundinn í lítilli stofu í gömlu skólahúsi, 13. febrúar, 1895. Aðalhvatamaður að stofn- un félagsins og fyrsti formaður þess var prófastsfrú Elísabet Jónsdóttir frá Grenjaðarstað. Þær áttu við mikla hleypi- dóma að stríða, konurnar, á fyrstu árum félags síns, því að á þeim árum þótti það hin mesta fyrra ef konur létu fé- lagsmál til sín taka. í apríl árið 1902 varð félagið sjálfstætt félag, leggur þá niður langa nafnið og heitir upp frá því „Kvenfélag Húsavíkur.“ ís- lendingar, sem gátu lesið í forn um bókum, að áar þeirra létu sér sæma að bera virðingu fyrir konum sínum, urðu mörgum annarra þjóða mönnum fljótari að læra að meta að verðleikum félagsmálastörf kvenna. Kven- félag Húsavíkur ávann sér á nokkrum árum þá virðingu Húsvíkinga, sem það nýtur ávallt síðan. Kvenfélags-konur hafa látið sér fátt mannlegt óviðkomandi, en líknarmál eru þeim jafnan ofarlega í huga. Snemma beittu þær sér fyrir því, að hjúkrunarkona var ráð- in til Húsavíkur. Þær stofnuðu ekknasjóð árið 1897 til styrktar ekkjum á Húsavík. Ymsir aðrir sjóðir hafa, vegna áhrifa kven- félagsins, verið stofnaðir á Húsavík til hjálpar sjúkum og fátækum. Margs konar félags- og menningarmál önnur láta konurnar til sín taka. Strax á (Framhald á blaðsíðu 2). Akureyringar kaupa soðninguna syðra Algerður aflabrestur undanfarið. En í gær var útlitið betra hér norðanlands UNDANFARNA daga hefur verið fisklaust á miðunum fyr- ir norðan land, að heita má. Á Akureyri eru trillurnar, sem oft hafa aflað drjúgt, frosnar jnni. Helzt hefur verið fisk að fá frá Húsavík, en síðustu daga ekkert nema rauðmaga. Akureyringar þurJa því að fá soðningu að sunnan og munu nokkur tonn vera á leiðinni frá Akranesi, og mun slíkt eins- dæmi. Svalbakur, sem kom af veið- um í gær, bætti úr brýnni þörf. En þær fréttir bárust í gær, að vænlegar horfði með aflabrögð- in því bátur frá Ólafsfirði mun Ármann Dahnannsson afhendir Þórarni Björnssyni skólameistara gjöf Akureyrardeildarinnar til Davíðshúss. Ljósmynd: E. D.) Akureyrardeild K.E.A. gaf 12 þúsuiid kr. til Davíðshúss þá hafa fengið ágætan afla í net, og er það fyrsti góði afl- inn, sem um getur á nálægum bátamiðum hér í vetur. □ AÐALFUNDUR Akureyrar- deihlar Kaupfélags Eyfirðinga var haldinn að Hótel KEA í fyrrakvöld. — Deildarsíjórinn, Ármann Ðalmannsson, setti fundinn og stjórnaði Iionum, Torfi Guðlaugsson skráði gerð- ir fundarins og Guðmundur Blöndal, Haraldur Þorvaldsson og Tryggvi Helgason önnuðust kjörnefndarstörf. Ármann skýrði' frá störfum og hag deildarinnar á síðasta ári. Félagar í Akureyrardeild eru nú 2467. Fjórtán bændur lögðu 763 þús. lítra mjólkur í Mjólkursamlag KEA og er það rúmlega 50 þús. lítra aukning. Fitumagn var 3,9%. Samlagið greiddi í reikninga kr. 4,65 fyr- ir hve:n lítra. Félagsmenn lögðu inn 1100 fjár og var meðalfallþungi dilka 11,77 kg. Deildin styrkti Minjasafnið á Akureyri með 12 þús. kr. Og á fundi þessum afhenti deildar- stjórinn Þórarni Björnssyni skólameistara 12 þús. kr. gjöf deildarinnar til Davíðshúss, en Þórarinn þakkaði gjöf og hlý- hug. Að ræðu deildarstjórans lok- inni flutti Jakob Frímannsson framkvæmdastjóri KEA yfirlit um rekstur og hag kaupfélags- ins á síðasta ári, og síðan hóf- ust fyrirspurnir, sem fram- kvæmdastjórinn svaraði. Þar sem áður hefur verið greint í stórum dráttum frá rekstri KEA í fréttum af félags ráðsfundi, virðist ekki ástæða til að endurtaka þær. í stjórn Akureyrardeildar KEA voru kosnir þeir Brynjólf ur Sveinsson og Sigurður Jó- hannesson og í félagsráð Erling ur Davíðsson. □ ÞjóðræknisféEðg sfofneð á Ák. Stór hópur Vestur-íslendinga væntanlegur VINNUDEILUR LEYSTAR VINNUDEILUM þeim á ' Ákureyri, sem frá- var sajrt í síðasta blaði, er lokið bg iðn- íyrirtæki þau, er stöðvuð voru, hafa aftur tekið til starfa. Þá er lokið verkfalli yfir- manna á kaupskipafiotanum með samningsgerð, eftir 52 klst samningafund. Þótt fagna beri lausn vinnu deilna, hvílir skuggi yfir iðnframleiðslunni svo sem víða' hcfur fram komið og nær einnig hingað. 1 sum- um greinum er samdráttur, og fyrirsjáanlegur r öðrum, svo sem uppsagnir iðnverka íólks bera með sér Iiér á Ak- ureyri. □ NÝLEGA var hér í bæ stofnað Þjóðræknisfélag Akureyrar — vinafélag Vestur-íslendinga. Tilgangur þess er sá, að vinna að auknum kynr.um við frændur okkar í Vesturheimi og standa fyrir móttöku þeirra, er þeir leggja leið sína hingað. Jafnframt hefur félagið þegar í athugun, að gangast fyrir hóp- ferð vestur. Hinn 28. maí í vor kemur 90 til 100 manna hópur frá Winni- peg. Mun hið nýja félag, í sam- starfi við aðra góða borgara, greiða götu þeirra eftir föng- um. Fararstjóri Véstur-lslend- inganna verður Jakob F. Kristj- ánsson, sem margir Akureyring ar kannast við. Fargjöld í slíkum hópferðum fram og til baka, munu ekki fara yfir 10 þús. ísl. kr. á mann, ef þátttaka er nægileg. Með það í huga er líklegt, að grundvöll- ur sé fyrir hópferð vestur um haf ef ötullega er að því unnið. í stjórn Þjóðræknisfélagsins eru: Séra Benjamín Kristjáns- son, Gísli Olafsson, Árni Bjarn- arson, Jónas Thordarson, séra Pétur Sigurgeirsson, Jón Rögn- valdsson og Bjarni Jónsson. □ STEIG ÚT f GEIMINN RÚSSNESKUR geimfari vann það afrek í fyrradag, er hann, ásamt félaga sínum var í einni ferð sinni umhverfis jörðina, að hann steig út úr geimfarinu og dvaldist utan þess í 10 mínút- ur. Heitir sá Leonow, er þetta gerði og varð ekki meint af. Far artækið fór 8 km. á sek er mað urinn tók sér þessa heilsubótar göngu í háloftunum. Geimferð þeirra félaga er sagður undirbúningur að ferð til tunglsins, sem sovéskir vís- indamenn telja skammt undan. Kapphlaup stórveldanna í austri og vestri í geimferðum hefur þegar leitt til hinna ólík- legustu afreka, sem fyrir skemmstu voru talin óhugsandi.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.