Dagur - 20.03.1965, Side 5

Dagur - 20.03.1965, Side 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. IÍLIPIÐ AF ÞVÍ, SEM VEITT VAR ÞEGAR fjárlög voru afgreidd fyrir 1965 samþykkti meirihluti Alþingis að veita ríkisstjóminni heimild til að fresta, ef nauðsyn bæri til, að meira eða minna leyti verklegum framkvæmdum ríkisins, sem fé er veitt til á Jjessu ári, svo og greiðslum ríkisframlaga til framkvæmda á veg- um annarra aðila. í Jjessu fólst, að stjórnin gæti án leyfis Jjingsins, ef til kæmi, lækkað þær upphæðir, er fjárlagafrumvarpið sagði Jjó fyrir um. Nú cr svo komið, að ríkisstjórnin heitir Jjví niðurskurðarvaldi, setn henni var fengið, og hefur tilkynnt Jjað í prentuðu þingskjali, að hún hafi ákveðið að, að lækka Jjær upp- hæðir, sem veittar voru um 20%. Seg ir í Jjingskjalinu, að þær fjárupphæð ir, sem telja megi veittar úr ríkissjóði til verklegra framkvæmda, séu sam- tals um 600 milljónir króna. Hér er að sjálfsögðu um fjölda margar íjár upphæðir að ræða og af ýmsu tagi. En Jjegar búið verðu'r að klípa einn fimmta liluta af hverri upphæð, nema klípurnar, sem stjórnin ætlar að liakla eftir, hvorki meira né minna en 120 millj. kr. Enn er ekki fullvíst, hvort klipið verður af Jjví eingöngn, sem veitt var í fjárlögum einum eða hvort einnig á að klípa af Jjví, sem jafn- framt er bundið í öðrum lögum. Sé svo, Jjarf að koma fram á Alþingi bráðabirgðabreytingum á Jjeim lög- um. Mörgum Jjykja Jjetta, sem vænta iná, stór tíðindi og ill. Sú skoðun virt ist almenn meðal Jjingmanna við af- greiðslu fjárlaga í vetur, að framlög in til verklegra framkvæmda víðsveg ar um land, t.d. vega, brúa, hafna, skóla, sjúkralnisa, rafvæðingar o.fl. mættu ekki minni vera. Þeir, sem framkvæmdanna eiga að njóta, hafa yfirleitt á Jjeim tíma, gert sér vonir um, að ekki yrði Jjað aftur af Jjeim tekið að verulegum hluta, sem búið var að samþykkja í fjárlög tinum, og að stjómin myndi, þegar til kæmi, ekki nota valcl sitt til slíks. Menn treystu Jjví a.m.k., að stjórnin myndi ekki klípa af Jjví fé, sem verja átti til framkvæmda, sem beint og ó- beint stuðla að jafnvægi í byggð landsins. En nú er svo komið. Stjóm in segist vera í fjárjjröng. Áður var hún búin að gefa út 59 sparnaðarlof orð, sem lítt eða ekki tókst að efna. Nú hefur sextugasta spamaðarloforð ið verið gefið út og mun verða fram kvæmt þegar í stað. Og á Jjví munu margir fá að kenna á næsta sumri. Gunnar Thoroddsen hefur nú ákveð ið að yfirgefa ráðherrastól sinn. Eft- irmaður hans fær Jjað óþurftarverk að vinna, að klípa af framkvæmda- fénu. □ KARL KRISTJÁNSSON alþingismaður: Nl) ER HORFT TIL HÆSTARÉTTAR I. Sérstætt mál og þýðingarmikið er nú fyrir Hæstarétti. Vaskur foringi, Hermóður Guðmunds- son bóndi í Árnesi, formaður Búnaðarsambands Suður-Þing- eyinga, lætur þar sækja fyrir sig mál gegn ríkinu til ógild- ingar kröfu þess til hans um bú vörugjald til Búnaðarbanka ís- lands. Þetta mál Hermóðs er um leið prófmál, sem nálega öll bún aðarsamböndin í landinu standa að og kosta sameiginlega. Slík samstaða í málssókn gegn ríkis valdinu hefir ekki áður átt sér stað, — hún er einsdæmi, enda er hér um að ræða þegnréttar- málefni bændastéttarinnar, sem orðið hefir fyrir fordæmalausri áníðslu með- sérsköttun. En þó að mál þetta sé sótt f. h. bændastéttarinnar og sökum hennar málefnis, þá hefir það víðtækara gildi vegna hlið- stæðna, sem kunna að gerast í garð annarra, ef þessari áníðslu verður ekki hnekkt. Og málið er ennfremur — almennt séð — könnun þess, hvort ekki er á íslandi — eins og stjórnskipun in ætlast til — skjóls að leita hjá dómsvaldinu gegn ofríki og yfir sjónum, sem átt geta sér stað hjá löggjafarvaldinu. II. Búnaðarbanki íslands er eign ríkisins, eins og skýrt er fram tekið í lögum um hann. í þeim lögum segir einnig orðrétt: „Rík issjóður ber ábýrgð á öllum skuldbindingum bankans“. Bændur landsins eiga ekki Búnaðarbankann og bera ekki heldur ábyrgð á skuldbinding- um hans, frekar en aðrir þegn- ar þjóðfélagsins, þótt þeim se sérstaklega ætlað að eiga þar að gang að fjárfestingarlánum. Lengi vel var líka engin krafa gerð á hendur bændastéttinni um að hún gyldi sérstakan skatt vegna skuldbindinga bankans. Eigandi bankans, ríkið, annað- ist þær, svo sem lög standa til. Þeir sem fóru með ríkisstjórna valdið hverju sinni útveguðu nauðsynlegt fé til starfsemi bankans. Lán sem bankinn var látinn taka, endurgreiddi ríkið, þegar hann sem stofnun gat ekki staðið straum af þeim. Þannig jók ríkið eign sína: Bún aðarbankann. T.d. ákvað Al- þingi með lögum 1953, að ríkis- sjóður skyldi greiða samtals um 28,8 millj. kr. sem Ræktunar- sjóður ,, og Byggingarsjóður sveitabæja höfðu fengið í veltu sína með lántökum. Og árið 1957 ákvað Alþingi aftur með heimild í fjárlögum samskonar greiðslur að fjárhæð um 36,6 millj. króna vegna sömu sjóða. Þetta voru allstórar fjárhæðir miðað við kaupmátt hverrar milljónar á þeim árum. Með þessum hætti byggði rík ið þennan banka sinn upp. Lög- gjöf hans og starfsemi öll var fyrirheit um að þessari stefnu yrði fylgt áfram. Bændur stóðu við skuldbindingar sínar gagn vart bankanum sem viðskipta- menn, og tóku sinn þátt í upp- byggingu þessarar ríkisstofnun ar eins og aðrir þegnar þjóðfé- lagsins. Hvað ber þeim meira að gera? III. Núverandi ríkisstjórn kom til valda síðla árs 1959. Hún beitti sér fyrir setningu nýrrar efna- hagslöggjafar og lét fella gengi Karl Kristjánsson íslenzkrar krónu stórkostlega 1960 og aftur 1961. Með því hækkuðu erlendar skuldir Bún- aðarbankans að sjálfsögðu stór lega að krónutölu. Héldu póli- tískir áróðursmenn því mjög á lofti að stoðnlánasjóðir bankans væru þá orðnir gjaldþrota. Þetta var vitleysa, þótt sjóðirn ir yrðu að vísu fyrir þungu höggi af gengisfellingunum. Vel hefði mátt flytja gengistapið, sem Búnaðarbankinn varð fyr- ir í Seðlabankann á reikning þann, er ríkið hafði stofnað þar, samkvæmt 5. gr. efnahagslag- anna frá 1960, til að færa í gengistöp ýmiss konar sem rík- ið bar ábyrgð á. En þess í stað var gengistapið látið hvíla á- fram á Búnaðarbankanum og notað m.a. sem falsrök fyrir því að skattleggja yrði bændastétt- ina til Búnaðarbankans, rétt eins og hún ætti bankann og bæri ábyrgð á skuldbindingum hans, en ekki ríkisheildin, eða að gengisfellingin væri bænda stéttinni sérstaklega að kenna. Árið 1962 var knúin fram á Alþingi og sett — löggjöfin um Stofnlánadeild landbúnaðarins, þar sem bændur eru skyldaðir til að greiða til þessarar deild- ar Búnaðarbankans árlega 1% af brúttó andvirði framleiðslu sinnar. Nemur það skattgjald þúsundum króna af búi meðal- bónda, og kemur misræmislega niður miðað við gjaldgetu, þar sem brúttótekjur eru álögustofn inn. Er með þessum búvöruskatti bændanna létt af ríkisheildinni, að því er honum nemur fjáröfl- un til Búnaðarbankans. Ekki má bóndinn telja þessi útgjöld sín til reksturskostnað- ar frekar en fæði sitt. Bændastéttin fær ekki hið ó- afturkræfa tillag sitt til Búnað- arbankans tekið inn í reikning við ákvörðun búvöruverðs, frek ar en fjárhæð, sem ræningi hefði náð af henni. IV. Skattlagning þessi mætti hörð- um mótmælum á Alþingi og vafalaust má telja að sumir — og líklega margir — er greiddu henni atkvæði, hafi gert það óglaðir. Sannast hefir að skattheimta þessi er ósambærileg við aðra gjaldheimtu ríkisins. Stuðningsmenn löggjafarinnar reyndu að halda því fram, að skatturinn væri hliðstæður öðr- um álögum, og hefir ef til vill fundist það í fyrstu. Þeir nefndu í því sambandi gjöld útvegsins til Fiskveiðisjóðs og Aflatrygg- ingarsjóðs, — og seinna iðnrek- enda til Iðnlánasjóðs. En saman burðurinn stenzt ekki. Ástæður til þess eru fyrst og fremst tvær: 1. Gjöld þessara aðila teljast með tilkostnaði og ganga inn í verðákvörðunargrundvöll. 2. Gjaldskyldan var sett í sam- ráði við greiðendur eða samtök þeirra. Hins vegar var bændaskattur inn lögboðinn gegn hörðum mót mælum bændasamtakanna. Þá hafa verjendur bænda- skattsins sumir viljað telja hann álíka réttmætan og gjaldið, sem bændur greiða upp í byggingar- kostnað Bændahallarinnar. En þetta er fjarstæða. Bændastétt- in á Bændahöllina. Bændasam- tökin báðu Alþingi um löggjöf- ina um greiðsluna til Bænda- hallarinnar og sú greiðsla er tímabundin. Bændastéttin er að sjálfsögðu frjálst að leggja á sig gjöld. Einhverjir hafa vitnað í stór- eignaskattslöggjöfina og viljað halda því fram að þar væri for- dæmi, er réttlætti búvöruskatt- inn. Þetta er gjörónýt tilvitnun. Stóreignaskatturinn var lagður á í eitt skipti fyrir öll og náði til allra landsmanna, sem áttu eign ir yfir tiltekið mark. Búvöru- skatturinn er aftur á móti var- anlega lagður á eina stétt manna og undanskilur þar engan, hversu bágborin sem afkoma hans kann að vera. Auk þess hefir Hæstiréttur og skattayfir- völd ógilt sum ákvæði stóreigna skattslaganna. Er þar því síður en svo réttlætingu að finna. V. Þegar á allt er litið, er skatt- skylda bændanna til ríkisbank- ans fordæma- og hliðstæðna- laus í íslenzkum lögum. Með henni er brotinn á bændum þegnréttur. Hjá þeim gerð eigna upptaka, sem er óheimil sam- kvæmt stjórnarskránni. Tekjur, sem bóndinn er búinn að afla, eru vitanlega eign hans með full um og friðhelgum rétti nema hann hafi afsalað sér honum. Hvers eiga bændur að gjalda með því að hjá þeim einum er 5 gerð slík eignaupptaka til upp- byggingar ríkisstofnun? Viðurkennt er, að bændur eru launalægsta stétt þjóðfélagsins. Vitað er að erfiði sitt leggja þeir meira en aðrar stéttir í það án endurgjalds, að búa í hag- inn fyrir ókomnar kynslóðir af því að fasteignir sínar geta bændur ekki selt fullu verði og þær ganga til framtíðarinnar að verulegu leyti ókeypis, — létta með því Búnaðarbanka framtíð arinnar. Já, hvers eiga bændur að gjalda með því að vera svona grátt leiknir af ríkisvaldinu? VI. Alþingi það, sem nú situr, staðfesti fyrir stuttu bráða- birgðalögin frá s.l. sumri um al- mennan launaskatt. Við umræð ur þess máls í þinginu komu fram aðfinnslur um það, að skv. lögunum yrðu sjálfseignavöru- bílstjórar að greiða skattinn af tekjum sínum, án þess að geta komið honum í verðlag vinnu sinnar. Viðkomandi ráðherra lýsti því þá yfir, að úr þessari misfellu skyldi verða bætt með reglugerðarákvæði. Þessir bílstjórar höfðu sem sé átt að hljóta sama hlutskipti í skattgreiðslunni og bændurnir eiga við að búa, en ráðherrann lofaði að sjá um, að bílstjórarn- ir skyldu fá leiðréttingu, eins og rétt var. Þetta glænýja dæmi sýnir Ijóslega misréttið hjá löggjafan- um í þessum sambærilegu efn- um. Annars verður ekki betur séð en löggjafarvaldið hafi skapað sér fordæmi með búvöruskatti bændanna til Búnaðarbankans, ef dómsvaldið tekur ekki í taum ana og ógildir ekki ákvæðin um skattinn, eins og nú er krafizt fyrir Hæstarétti, og geti þá lög- gjafarvaldið hvenær sem því býður svo við að horfa, talið sér leyfilegt að gjaldskylda í þágu hins og þessa sérstaka starfshópa, gegn mótmælum þeirra og án tillits til efnahags þeirra og gjaldgetu. Má þá auð vitað einu gilda hvort þessir starfshópar eru fjölmennir eða fámennir og hvort skatturinn er hár eða lágur. Það eru þess vegna fleiri en bændur, sem um þessar mundir horfa til Hæstaréttar og telja mikilsvert, hvernig dómur hans verður í prófmáli bændastéttar innar. Það mál er prófmál, sem getur varðað þegnrétt hvers og eins á íslandi í afar þýðingar- miklum efnum. Alþingi á vitanlega að gæta vel þeirrar ríku skyldu sinnar, að setja ekki löggjafaratriði, er brjóti í bág við grundvallarlög íslenzka lýðveldisins, — stjórn- arskrána. Hinsvegar getur Alþingi yfir- sést, eins og dæmi sanna. Sú er mannleg fylgja. Á löggjafarsam komunni hendir það slys að meiri hlutinn setur lög, sem ekki fá staðizt. Þegar það vill til á að vera hægt að fá þau laga- boð afnumin með dómsúrskurði. Þess vegna er nú horft til Hæstaréttar í trausti á þá, sem hann skipa. Tíminn. Uiii hvað er verið að semja? STÓRVIRKJUN og stóriðja eru mikið rædd mál á íslandi um þessar mundir. Slíkar fram- kvæmdir geta skapað þjóðinni mikil örlög, ill eða góð, eftir því hvernig á málum er haldið. Það er því krafa íslendinga, að öll gögn þar að lútandi verði lögð fram fyrir þjóðina, svo að hún geti kynnt sér, um hvað verið er að semja, og hvernig verði samið, við hinn erlenda auðhring, kynnt sér, hvað raun verulega felst í því, sem stór- iðjunefnd og ríkisstjórnin hef- ur í hyggju að gera. Þjóðin verður að fá öll gögn málsins í hendur, hver einstaklingur verð ur að fá að mynda sér sína eig- in rökstuddu skoðun á málinu og fá að láta þá skoðun sína hafa þau áhrif, sem hann á kröfu á í lýðræðisþjóðfélagi. Ekki munu margir íslending ar sérfróðir í hinum svokölluðu stóriðjumálum, en lýðræðisþjóð félagi á ekki að vera stjórnað af sérfræðingur, heldur borgurum landsins. Þeir hafa því kröfu á að vita, hvað er að gerast. Fá gögn liggja frammi um þessar mundir um stóriðju- og stórvirkjunarmálin, og það eru því margar spurningar, sem vakna í huga hins almenna borgara. bæði þeirra eldri og ekki síður þeirra yngri, sem lengur búa að gerðum þeirra er nú ráða, góðum eða miður góð um. Nokkrar brennandi spurning ar fara hér á eftir. Er það skoðun stóriðjunefnd- ar, raforkumálastjórnar og rík- isstjórnar, að ekki sé hægt að tryggja þjóðinni nægilega raf- orku á viðunandi verði á kom- andi árum án þess að gerður sé samningur við erlenda aðila um stórfelld orkukaup? Þarf rafmagnsverð að hækka frá því sem nú er ef virkjað er smærra, t.d. Brúará, Kláffoss eða Laxá fullvirkj uð ? Er ekki fyrirhugað að full- nægja orkuþörf Norður og Aust urlands? Ef svo er, þá með hvaða hætti? Hafa verið kannaðir mögu- leikar á útvegun lánsfjár til þeirra virkjana, sem bent er á hér að ofan? Hefur verið kannað, hvort sala rafmagns til almennra þarfa og innlendrar framleiðslu gefi minna í arð en sala rafmagns til alúmíníumverksmiðju? Hafa umleitanir við erlenda aðila um útvegun lánsfjár til virkjunarframkvæmda aðallega verið bundnar því meginmark- miði, að stóriðja yrði aðal orku kaupandinn? Hefur verið gerð nákvæm á- ætlun um orkuþörf þjóðarinnar sjálfrar á komandi áratugum? Myndi ekki alúmmíníumverk smiðja, ef miðað er við, að hún stækkaði upp í venjulega stærð (Framhald á bls. 7). RONALD FANGEN EIRÍKUR HAMAR Skáldsaga újkbkbkbkhkbkhk 22 KbkbkbKbKbKhKHJ í sömu svifum kom -Fylkir á hraðri ferð. Hann var í seinna lagi, bað afsökunar, heilsaði á báða bóga og nam staðar hjá Eiríki. — Jæja, Jjá mætumst við hér, Hamar, úr sinni áttinni hvor. Einkennilegt tilfelli, sennilega einstætt í öllurn mál- flutningi hérlendis. En við því er ekkert að gera. — Nei, við því er ekkert að gera, sagði Eiríkur og skild- ist fyllilega fjarsýnið í ummælum Fylkis. En hann mátti ekki vera að Jjví að hugsa frekar um Jjað. Friðriksen setti fundinn, losaralegur í fasi, röddin byrst. Það er í rauninni mjcig hentug gríma, svona höstugur allt að Jjví ókurteis, hugsaði Eiríkur. Það hefir sennilega sína kosti. — Herrar mínir, hóf hann mál sitt, — Jjá er víst mál til komið að við byrjum. Ekki var ætlast til, að þetta væri neinn opinber fundur. Við hlutaðeigendur sem eigum hagsmuna að gæta í skipsreiðar fyrirtæki Bjarts, vildum að- eins spjalla saman og ræða málavöxtu. Sökum Bjarts sjálfs höfum við ekki haft Jjetta í hámælum, heldur farið stillt með Jjað. En einhver hefir samt snuðrað Jjað upp, og við Jjví var auðvitað ekkert að segja. Síðan hringdi Hamar lög- maður og bað um að fá að sækja fundinn til að annast mál- ið á Bjarts vegurn. Og ég sagði við hann í sírna, að hafið Jjér ekkert Jjarfara að fást við að verja, er Jjað velkomið mín vegna, sagði ég, he, he, he, hm! Það er nú mitt álit. Og Jjað kemur seinna í ljós, get. ég sagt. Og nú eru þeir hér báðir mættir, herra Fylkir og herra Hartiar, he, he, já og jæja, gjarnan það, mín vegna. Og nú mun ég steinþegja fyrst um sinn, ég er ekki fjölorður maður. Fylkir lögmaður mun nú flytja okkur allar nauðsynlegar upplýsingar. Fylkir leit snöggt á fundarmenn, og eldsnöggt blik augna hans snart Eirík. Nú lifnaði skyndilega yfir daufum og drumbslegum andlitum Jjeirra Friðriksens og Gemla, og brá Jjar fyrir greinilegum eftirvæntingarbjarma. Fylkir var mjög fágaður yfirlitum og bar nú fremur en nokkru sinni hið aljjjóðlega snurðulausa fjármálafas. Hann talaði lágt og áherzlulaust, en liðugt og hressilega. Hann fullyrti að frá hlutlausu og almennu viðskiptalegu sjónarmiði væri útgerðarfélag Bjarts og önnur þau félög sem hann ætti yfir að ráða í slíku efnahagslegu ástandi, að algjörlega ábyrgð- arlaust væri að láta Jjetta halda áfranr undir hans stjórn. Ilér væri ekki aðeins um það að ræða, að Bjartur hefði í einkafjárráðum sínunr gengið svo nærri, óverjandi nærri félögunum um laus og handbær peningaráð. Það væri atriði útaf fyrir sig, sem hann nryndi síðar \ íkja að. Miklu mikil- vægara væri Jjó hitt, að síðustu árin hefði skipum Bjarts verið afar illa stjórnað. \?æri auðvelt að rökstyðja, að farm- gjöld Jjau sem innheimt eru, væru neðan við meðallag. Og scikum fjármálalegrar óstjórnar á skipunum sjálfum urðu tekjurnar enn lélegri. Þetta væri blátt áfram „látum-bara- fokka-rekstur“ af versta og ábyrgðarlausasta tagi. Þetta væri að taka því fyrsta sem byðist, og maður skyldi ekki ætla, að að hér væri um stórt útgerðarfélag að ræða Jjar sem telja mætti, að stjórnin hefði sérþekkingu og fylgdist vel með á markaðinum. Raunverulega hefði Bjartur um eitt skeið rekið prýðilega útgerð, og hvort sem sá góði árangur staf- aði af tilviljandi heppni, eða Jjessi síðari vandræðalegu skakkafcill af — við skulum segja: skorti á einbeitni og áhuga, Jjá er Bjartur að minnsta kosti nú óhæfur stjórnandi. Fylkir vildi ekki hallmæla neinum af samstarfsmönnum Bjarts, Jjeir væru eflaust duglegir menn og vel færir, en hvað stoðar Jjað, Jjegar stjórnandinn sjálfur bregzt. Ennfremur vildi Fylkir vekja eftirtekt á því, að hér væru hvorki fastir sjóðir né varasjóðir. Og fyrst stjórn og reksturs- árangurinn reyndist svo ófullnægjandi, og það nú á þessum óvenjulegu uppgripsárum, hvernig myndi þá horfa við, ef erfiðir tímar færu í hönd! Og nú sæist á gengisfalli hluta- bréfa félagsins, að traustið á skipum Bjarts færi hraðminnk- andi. Og Jjað væri sú loftvog sem ekki brygðist. Hinar ýmsu upplýsingar sínar og staðhæfingar rökstuddi Fylkir með tölum og skýrslum. Hann lauk máli sínu með Jjeim orðum, að til bráðabirgða hefði hann aðeins æskt að flytja Jjessar nákvæmu upplýsing- ar og láta í ljós álit sitt eftir nánar og rækilegar athuganir. Hann myndi nú gjarnan vilja heyra, hvað hinir stærri hlut- hafar hefðu til málanna að leggja. Stafangur-Sanne bað um orðið: — Hann væri nú nánast fulltrúi fjölskyldunnar. Og Jjað væri nú sannarlega ekki gaman. Það versta sem hann vissi, væri þegar þannig færi áð déilur og missætti risi upp í gam- alli fjölskyldu, liver á móti öðrum, systkin gegn systkinum og í miðju kafi gömul móðir sem vildi þeim öllum vel. Þetta væri ekki gott né glæsilegt ástand. Sanne var reglulega blíðmáll í upphafi, en varð brátt djarfmæltari: — Eins og ástandið væri, hefði hann orðið að telja Jjað skyldu sína að annast og varðveita hagsmuni og áhugamál hins hluta fjölskyldunnar. Það væri alveg ófært að láta einstakan ungan mann, sem hann frá sínu sjónar- rniði yrði að telja nánast geggjaðan, eyðileggja allt fyrir hinunr. Og Jjað Jjví fremur sem hin, bæði móðirin og systir- in væru algerlega háðar fjármálum fjölskyldunnar, sem nú væru bundin í útgerðinni, í skipafélögum Bjarts. Og Jjótt hart og hrottalega kunni að láta í eyrum, þá hefði hann skipun systkinanna að krefjast þess, að Bjartur verði svipt- ur fjárráðum, vilji hann ekki af fúsum vilja afsala sér öll- um viðskiptum, og að fundarmenn þessa fundar geti ráð- stafað öllurn Jjessum málurií Jjannig, að allir megi vel við una. Hann gæti Jjví nú þegar lýst Jjví yfir, að hann yrði að beita hörku .og vísa á bug, ef svo mætti segja, allri við- kvæmni og tilfinninasemi! ’ Nú var Sanne gerbreyttur. Ljc'isbláu barnsaugun hans vöru nú kuldaleg og gráðug, — Hann er alveg kolbrjálaður, Jjvoglaði Gemli: — Eins og skipreiðari reiðir sæng sína, Jjannig fer um hann í rúm- inu, ha, ha, ha! Hefirðu ekki heyrt Jjað, Frissi? — Jú, sei, sei-jú. Skollans ári gott! — Almennur hlátur. Síðan bað Eiríkur um orðið. Fjandsamlegum — aumkunnarkenndum svip brá fyrir á öllum andlitunum, aðeins Fylkir hélt óbreyttum svip sín- um, — væri eigi aðeins urn örlítinn eftirvæntingarvott í augnaráði hans að ræða. — — Það væri alveg rétt sem Friðriksen reiðari hefði sagt, að Eiríkur hefði fyrst fyrir skömmu fengið nokkur afskipti af málum Jjessum, og þá annars samkvæmt beiðni Bjarts sjálfs. Ef til vill fylgdi Jjessu sá kostur, að einmitt Jjess vegna liti hann á málið frjálsum augum og óvilhöllum. Hann gæti áð minnsta kosti upplýst, að hann væri Jjví hvorki tengdur né háður á neinn hátt. Tveir—Jjrír hlutir hans í einu af skipum Bjarts, — nú, jæja, hann vildi auðvitað síð- ur tapa Jjeim, og að Jjví leyti væri hann í sama bát og Jjessir Jjrír herrar, en á hinn bóginn væri ekki lífið um að ræða fyrir hann, svo að Jjesir hlutir skyldu að minnsta kosti ekki rugla hann í ríminu né villa honum sýn. Og ættartengsl og Jjess hátta kæmu hér ekki til mála. — Það hefur heldur enginn sagt. Ég vil biðja herra Ham- ar að víkja að efninu, greip Níelsen frá Björgvin fram í. — Tafarlaust, herra skipsreiðari, sagði Eiríkur. Mér virð- ist aðeins þess vert í upphafi að leggja áherzlu á, að hvað mig snertir stend ég hér algerlega frjáls og óháður, alger- lega utangátta. Afsakið, að ég tel rétt að nefna þetta! Ann- ars vil ég, sem svo nýskeð hefi fengið afskipti af þessu máli, leyfa mér að bera fram fáeinar spurningar í tilefni af nokkr- um ummælum samherja míns herra Fylkis lögmanns og herra hæstaréttarlögmanns Sanne: — Fylkir lcígmaður nefndi, að í eigin félagi Bjarts hefði ekki verið sinnt um neina höfuðstóls-innstæðu. Herra Fylkir hefir Jjó sennilega veitt Jjví athygli, að er handsala fór fram við síðustu skipskaup félagsins í fyrra, var upphæðin greidd úr höfuðstóls-innstæðu af áðurnefndri hagnaðar-innstæðu í banka, og með að minnsta kosti herra Friðriksens skilyrðis- lausu samþykki. — Ég mun svara Jjessu, Jjegar herra Hamar hefir lokið máli sínu, sagði Fylkir. Eiríkur kvaðst ekki neita því, að félagið væri í peninga- Jjröng í svipinn, en tvenn allmikil farmgjöld féllu til greiðslu á tveim næstu mánuðum. Eiríkur kvaðst að vísu ekki vera shipping-maður, en fyrst væri sú staðreynd, að fé- lagið hefði haft góðan hagnað, og á hinn bóginn teldi hann sig hafa nægilega verkræna þekkingu til að geta fullyrt, að Jjótt staða félaganna væri ekki neitt framúrskarandi, þá væri hún góð. Heilbrigð. Og einmitt Jjess vegna væri gengisfall- ið á Jjessum hlutabréfum honum, hrein ráðgáta! Væri hér ekki alloft utanaðkomandi áhrif að verki? Orðrómur, hrein tilviljun orkuðu oft blátt áfram furðuverkum á Jjessum vettvangi! — Herra Sanne lýsti yfir, að hann væri hér fulltrúi fjöl- skyldumálanna. í tilefni af Jjví vildi Eiríkur gjarnan fræð- ast um, hvort fjölskylda Bjarts hefði leitað til herra Sanne að fyrra bragði, eða hvort herra Sanne hefði snúið sér til hennar! Og Jjegar á allt er litið, hvort Jjað væru systkini Bjarts eða herra Sanne sjálfur, sem fyrst hefði hugkvæmzt að svipta Bjart fjárráðum? Sanne var orðinn eldrauður í andliti og varð tres:t um mál. En Friðriksen varð á undan honum. Raddbreiður og svipgrimmur — en ofurlítið hik leyndist Jjó einhvers staðar með honum — tók hann til máls: Framhald.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.