Dagur - 20.03.1965, Page 8
8
ins og ungmennafélaganna við
Eyjafjörð.
Stjóm sambandsins var öil
einróma endurkjörin, en hana
skipa: Sveinn Jónsson formað-
ur, Haukur Steindórsson, ritari,
Birgir Marinósson gjáldkeri,
séra Bolli Gústavsson meðstjórn
andi og Eggert Jónsson vorafor-
maður.
Þingið naut ágætrar fyrirgr.
að Húsabakka og í þinglok buðu
Umf. Atli og umf. Þorsteinn
Svörfuður fulltrúum til rausnar
legrar veislu.
(Framhald á blaðsíðu 2).
'í'
1
FRÁ ÁRSÞINGI U.M.S.E.
ÁRSÞING Ungmennasambands
Eyjafjarðar hið 44. í röðinni var
haldið í bamaskólanum að Húsa
bakka í Svarfaðardal sl. laugar
dag og sunnudag. Sveinn Jóns-
son formaður sambandsins setti
þingið, en forsetar þess voru
kjörnir Jón Stefánsson og Egg-
ert Jónsson, og ritarar Haukur
Steindórsson, Sigurður Jósefs-
son og Hreinn Ketilsson.
Þóroddur Jóhannsson fram-
kvæmdastjóri UMSE flutti
starfsskýrslu sambandsins fyrir
sl. ár. Kom greinilega fram í
skýrslunni að starfsemin hefði
aukist mikið á árinu og verið
fjölþætt. Má þar nefna að bind
indisfræðsla var aukin, t.d. var
efnt til heimsókna í barna- og
unglingaskóla héraðsins svo og
húsmæðraskólans. Einnig var
komið á fræðslukvöldi fyrir al-
menning. Þá átti sambandið að-
ild að Bindindismótinu í Vagla
skógi um Verzlunarmannafélags
helgina og stóð að fimm ungl-
ingadansleikjum í héraðinu þar
sem áfengi var úthýst.
Sambandið starfrækti sumar
Píanósnillingurinn
Jörg Demus kemur til
Akureyrar
HANN mun leika í Borgarbíói
á hinn ágæta konsertflygil
Tónlistarfélags Akureyrar í
dag, 20. marz, kl. 5 e. h., fyr-
ir styrktarfélaga og gesti félags-
ins. Þar sem þetta var ákveðið
með svo stuttum fyrirvara,
verða aðgöngumiðar að þessu
sinni ekki bomir heim til styrkt
arfélaganna og eru þeir minnt-
ir á að vitja þeirra í Bókabúð-
ina HULD nú þegar eða í
■síðasta lagi fyrir hádegi í
dag. Geta þeir um leið feng-
ið afgreidda miða þar fyrií
nokkra gesti umfram það venju
lega. Einnig geta nýir félagar
látið innrita sig þar í félagið.
Á efnisskránni verða: Til-
brigði K. 265 eftir Mozart, Son-
ata í B-dúr Op. 22 eftir Beethov
en, Forleikur eftir Frank, Þrjár
Impromty — Impromtus Op.
Posth eftir Schubert og Sinfon-
iskar etýður í cic-moll Op. 13
eftir Schumann.
búðir að Laugalandi í Öngul-
staðahreppi þar.sem um 60 ung-
lingar nutu tilsagnar í ýmsum
íþróttum dansi o.fl. Unnið var
að söfnun og skráningu örnefna
í héraðinu og er það verk kom-
ið vel á framkvæmdastig. —
Komið var á námskeiði í starfs
íþróttum, unnið að skógrækt,
sambandið stóð fyrir Bænda-
hátíð Eyfirðinga í samvinnu við
Búnaðarsamband Eyjafjarðar og
beitti sér fyrir ýmsum öðrum
samkomum í héraðinu.
Á íþróttasviðinu var mikið
starf. Þrjá íþróttakennara hafði
sambandið í þjónustu sinni, sem
leiðbeinendu víðsvegar um hér
aðið. Var mikil þátttaka í þeim
æfingum. Sambandið stóð fyrir
mörgum íþróttamótum á árinu
og verður þeirra getið síðar.
Einnig var andleg íþróttamennt
iðkuð, svo sem skák og bridge.
Birgir Marinósson gjaldkeri
UMSE skýrði reikninga sam-
bandsins. Mjög mikill kostnaður
varð við reksturinn, en þrátt
fyrir hann varð reksturshagnað
ur 34 þúsund krónur. Samband
ið naut fjárstyrks frá sveitar-
sjóðum sýslunnar, sýslusjóði,
Menningarsjóði KEA, ÍSÍ UMFÍ
og fleiri aðilum.
Mörg mál voru til umræðu
á þinginu og samþykktir gerðar
í flestum þeirra. Eru sumar
þeirra annarsstaðar í blaðinu,
en aðrar verða birtar síðar.
Um 60 fulltrúar sátu þetta
þing, og voru unjræður fjörugar
með koflum, og mikill áhugi
ríkjandi fyrir störfum sambands
•Ul'llf 'lJI'.ti! ' -
RÁÐSTEFNA A.S.Í.
ALÞÝÐUSAMBAND íslands
hefur boðið til ráðstefnu í
Reykjavík seint í þessum mán-
uði til að ræða kaup og kjara-
mál og kröfur þær, sem verka-
lýðsfélögin gera til breyttra
samninga.
Til ráðstefnu þessarar eru
boðaðir fulltrúar margra félaga
og félagasamtaka og búist við
að hana sitji um 70 manns.
MIKIÐ EFNI
bíður enn næsta blaðs og eru
greinarhöfundar beðnir velvirð
ingar á því, hve birting dregst
lengi.
jafnvel seldur meðan liann er
cnn í sjó. Hvað myndi bá hafa
orðið ef afli hefði verið tregur,
eins og komið getur fyrir?
STÓRU FYRIRSAGNIRNAR
Þess er skemmst að minnast
hve risavaxnar fyrirsagnir
prýddu fréttagreinar stjórnblað-
anna um hina auknu hagsæld
og feiknarmiklu framfarir á öll
um sviðum, og óspart var þá
vitnað í fjárlögin, sem kváðu á
um framlög til hinna og þess-
ara nauðsynlegra framkvæmda í
landinu. Jú, viðreisnin hafði svo
sem tekist, og áfram skyldi hald
ið á sömu braut! Þær eru ekki
eins rismiklar fyrirsagnirnar
núna, um niðurskurð verklegra
framkvæmda, enda kallaðar allt
öðrum nöfnum, svo sem sjá má
SÁ FYRSTI STEKKUR FYRIR
BORÐ
Það er ekkerí leyndármál, að
sterk öfl innan S'álfstæðisflokks
ins hafa um alllangt skeið kraf-
ist þess, að Gunnari Thoroddsen
yrði vikið úr ráðherraembætti
vegna þess hve flest hefur geng
ið öfugt við það, sem Iofað var
og efnaliagsmálin fyrir löngu
sýnilega komin í hið mesta ó-
efni, svo sem hver maður getur
þreifað á og engum fær dulist.
En Gunnar er maður málsnjall
og því góður liðsmaður á hinum
opinbera vettvangi, og því var
mikils um vert, að Sjálfstæðis-
flokkurinn nyti þeirra hæfileika
En með brotthlaupi Gunnars úr
ríkisstjóminni ér valdaklíka
stjórnarinnar brostin. Fyrirsjá-
anleg er upplausn á ýmsum
sviðum og vaxandi óánægja,
ekki síst á vettvangi þess ráð-
herrans, sem nú liefur kosið að
yfirgefa fósturjörðina og við-
reisnarsæluna. Þeir ráðherrar,
sem eftir sitjá, munu þVö hend
ur sínar í Velktum klæðum
Gunnars, og efiaust þurfa þeir
að grípa til rnargra annarra ör
þrifaráða, áður en þeir gefast
upp að fullu.
„EF ÞIÐ OPNIÐ FYRIR VÍN-
IÐ ER ÉG FARINN“
Haugasund í Noregi er útgerð-
arbær. Þar er engin vínbúð og
er um deilt eins og víðar. Lífs-
reyndur og mikils virtur maður
þar í bæ, sem auk þess er um
svifamikill útgerðarmaður, hef
ur ekki legið á skoðun sinni í
þessu umdeilda brennivínsmáli
þar í Haugasundi. Hann hefur
sagt á þá leið, að ef opnuð verði
áfengisútsala sé hann jafnskjótt
farinn með alla sína útgerð.
ÞÉTTUR ÍS LOKAR
SKIPALEIÐUM
í GÆR var þéttur ís á siglinga
leið fyrir Horn og engu skipi
fær. ísinn Iá frá Horni og allt
inn á Hrútafjörð. En yfirleitt
var íslítið á grunnslóðum fyrir
Norðurlandi. Við Langanes var
þó ísinn orðinn nærgöngull í
gær. Á Húnaflóa var komið tölu
vert mikið af borgarís.
Sveinn Jónsson formaður Ungmennasambands Eyjafjarðar setur ársþingið.
(Ljósmynd: (Þ. J.)
NIÐURSKURÐURINN
Á mánudag lýsti ríkisstjórnin
því yfir, að hún myndi minnka
framlög ríkisins við verklegar
framkvæmdir um fimmta liluta
frá því sem nýlega hafði verið
samþykkt í fjárlögum. Á þann
veg segist stjómin „spara“ 120
milljónir króna er hún þurfi
að greiða með uppbót á fiski, 25
aura á kg handfæra og línufisks
og svo til frystiliúsanna. Ríkis-
stjórnin segir ástand efnahags-
málanna þann veg farið, að eng
in önnur ráð séu tiltæk, nema
þá álagning nýrra skatta. Rikis
stjóm, sem grípur til einhliða
niðurskurðar verklegra fram-
kvæmda á þennan veg, er vissu
lega illa á vegi stödd.
ER SJÁVARÚTVEGURINN Á
HELJARÞRÖIH
Fyrir ári síðan var söluskattur-
inn hækkaður til að bjarga úí-
gerðinni. Sú söluskattshækkun
var auðvitað framlengd en er nú
ekki nóg, heldur verður að
grípa til þess neyðarúrræðis, að
skera niður verklegar fram-
kvæmdir í landinu, jafnt fram-
Iög til sjúkrahúsa, sem skóla,
hafna, vega o.s.frv. Svona illa
er þessi undirstöðuútflutnings-
atvinnuvegur á vegi staddur
eftir hvert aflametárið öðru
meira og er þó hver einasti uggi
seldur hærra verði en áður og
FJÁRMÁLARÁÐHERRA MINNESOTA-
RÍKIS FLYTUR ERINDI Á AKUREYRI
ÞRIÐJUDAGINN 23. þ. m.
koma góðir gestir til Ak-
ureyrar í boði íslenzk amer-
íska félagsins, en það eru
Valdimar Björnsson fjár-
málaráðherra í ríkinu Minne
sota í Bandaríkjunum og
kona hans frú Ingibjörg
Jónsdóttir frá ísafirði.
Á þriðjudagskvöldið verð-
ur efnt til kaffikvölds að
Hótel KEA, eii þar mun
Valdimar flytja erindi, en
hann er ræðumaður með
ágætum, rökvís og harð-
skeyttur, ef þess þarf með,
en gamansamur og glettinn
þar sem það á við. Er þess í;
að vænta að fjölmargir Ak-
ureyringar og nærsveita-
menn vilji notfæra sér þetta
einstæða tækifæri til þess
að hlusta á Valdimar og
hitta þau hjón að máli. ;i
Að lokinni í-æðu Valdi- ;i
mars mun Karlakórinn Geys íí
ir syngja nokkur lög undii' <;
stjórn Árha Ingimundarson- ;;
ar. ;;
Kaffikvöldið hefst klukk- i
an 20,30 og kostar aðgangur i
krónur 25,00. Ollum er heim-
ill aðgangur meðan húsrúm
leyfir. □ í
SMÁTT OG STÓRT