Dagur - 24.03.1965, Blaðsíða 5

Dagur - 24.03.1965, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstoíur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar li.f. Á FUNDI F. U. F. um skólamál sem á öðrum stað segir frá, flutli I’órar- inn Iljiirnsson skólameistari, merka ræðu og er hér uppliaf hennar. „Skólamálin hala aldrei verið rætld eins mikið og nú, og það ekki aðeins hér á landi, heldur um gervall an heim. Það er vegna þess hve þátt- ur þeirra er örlágaríkur í ölhi fyrir- komulagi þjóðfélagsins og þau orð- in mikilvæg, ekki aðeins í fræðsl- unni, heldur einnig í fjármálum. Sumir segja, að fræðslumálin séu ekki aðeins ein fjárfrekasta fjárfest- ingin, heldur og sri mikilvægasta — og hezta, bæta surnir við, en því að- eins að hún takist vel. Breyttir þjóð- félagshættir valda því, að skóla- og fræðslumálin hafa fengið svo vax- andi gildi. Áður þurftu rnenn svo lít ið á skólafræðslu að halda, af því að þjóðfélagið var svo fábreytt, að flest ir gátu lært þau störf, sem fyrir þeim lágu, með því að nema þau af foreldr um sínum. Nú er öldin önnur og þeir gerast æ færri í þjóðfélaginu, er vinna sömu störfin og feður þeirra hafa unnið. Og til þess að geta tekið að sér ný störf, sem menn hafa ekki vanizt í æsku, þurfa menn lærdóm í skólum. Þó að þetta liafi ókosti.’verð ur ekki undan því vikizt. Og hér er það einkum tæknimenntun, sem þjóðfélagið krefst og þarfnast. En fleira kemur til. Áður var þjóð félagið tiltölulega einfalt. Nú er það miklu flóknara. Verkaskipting okk- ar tíma veldur því, að við ernm orðn ir miklu háðari hverir öðrum en áð ur var. Þá gátum við lifað miklu meira út af fyrir okkur og þurftum minna að skipta okkur af því eða vita um það, sem aðrir gerðu eða annars staðar gerðist. Ef við viljum nú teljast fullgildir og ábyrgir þjóð- félagsþegnar, verðum við helz.t að kunna skil á fleiru en því, sem við sjálf fáumst við. Við þurfum að þekkja samsetningu þjóðfélagsins. Þjóðfélags þekking er orðin nauðsyn leg. Ætlast mun til þess í æ ríkara mæli í framtíðinni, að skólarnir miðli slíkri þekkingu. En hér verða menn einnig að læra af lífinu. Mér finnst stundum nóg um. hvað menn vilja láta kenna allt, eins og menn geti ekkert lært af sjálfs athugun. Og það er erfitt að kenna margt svo vel sem skyldi í skólum, því að skólarnir eru og verða sennilega lengst af svo- Iitiar gervistofnanir. Þeir eru ekki lífið sjálft, og því vandkvæði á að búa menn þar undir lífið. En ein nauð- synlegasta breyting á skólunum nú er að brúa þetta bil millí lífsins og skólans, eftir því sem kostur er. Framhald á bls. 7, Trén segja vegfarendum söguna Ármann Dalmannsson stendur hér við hliöina á 15 ára gönilu rauð- grcni í skjólbelti í Kjarnalandi. (Lósm.: E.D.) or Jónsson sjöteior UPP úr síðustu aldamótum hófst skógrækt á Akureyri og er mælt, að flestum hafi þótt það mikil bjartsýni að búast við árangri. Innbærinn, þar sem skógfræi var sáð og smáplönt- um valinn vaxtarstaður, vitnar á þahn veg um þessa sögu, að henni verður ekki hnekkt, enda segja hin stórvöxnu tré hverj- um vegfaranda söguna svo þar fer ekkert milli mála. Síðar 'stofnuðu konur Lystigarðinn. Dönsk kunnátta og innlend þi-autseygja og bjartsýni áttu þar hamingjudrjúga samvinnu við gróðurmoldina og árangur- inn lét ekki á sár standa. En þá tók fleira að vaxa, sem ekki var minna um vert, þ. e. trú manna almennt á skógrækt til yndis og síðar fór menn að dreyma um nytjaskóg. Stjórn Skógræktarfélags ís- lands skrapp hingað til Alcur- eyrar fyrir nolckru og hélt fund með forráðamönnum skógrækt- arfélaga og skógarvörðum í Norðlendingafjórðungi að Hótel KEA á laugardaginn, Guð- mundur Kar! Pétursson yfir- læknir og formaður Skógrækt- arfélags Eyfirðinga bauð gesti velkomna með stuttri ræðu. Síðan tck Hákon GuðmundsSon stjórnarformaður Skógræktar- félags íslands og yfirborgardóm ari til máls. Kvað hann þann hátt nú upp tekinn að halda slíka fundi úti um land til gagn,- kvæmrar kynningar. Nýlega hefði stjórn félagsins t.d. haldið slíkan fund á Suðurlandi, og hefði það haft hin ágætustu á- hrif vegna þeirra atburða er þar hefðu gerst og nokkuð hefðu bælt skógræktaráhugann (skóg- arskemmdir í vorhretinu í fyrra). Norðlendingar þyrftu aft ur á móti ekki á slíkri uppörvun að halda en gætu miðlað öðrum. Því væri stjórn Skógræktarfé- lagsins gott hingað að koma. Fundir, sem þessi, væri hinn þarfasti tengiliður milli félags- stjórnar og hinna ýmsu skóg- ræktarfélaga víðsvegar um land. Hókon Bjamason skógræktar stjóri kvað þann vanda leystan, sem fyrr hefði staðið skógrækt' á íslandi mest fyrir þrifum, en það var skortur á plöntum. Nú væri hinsvegar svo komið, að í sveitum hamlaði fólkseklan skógræktarstarfseminni og í þéttbýlinu virtist einnig skorta verkafólk til slíkra starfa. Úr þessu yrði ekki bætt nema með meiri fjárráðum svo unnt væri að borga betur. Þá gat ræðumaður hinnar ýmsu gagnrýni á skógræktina. Úlfaþytur hefði verið gerður af annarlegum tilfinningum o.s.frv. En störf hinna ýmsu skógrækt- arfélaga væru óumdeilanlega mikil og merk og tæplega myndi Vaðlaskógur, Leyningshólaskóg ur eða Vaglaskógur bera þann svip, er nú bæru þeir, ef ekki hefðu störf skógræktarfélaga komið til. Skógræktarfélag Ey- firðinga væri 35 ára á næsta vori og gæti það litið með ánægju yfir farinn veg. Ræðu- mað.ur sagði, að fleiri skógar- reitir væri að tiltölu í S-Þing. en í nokkurri annarri sýslu landsins, og þar væri héraðs- skógur í landi Fosssels. Skagfirðingar vissu naumast IIÁKON BJARNASON skógræktarsijóri að skógur yxi í héraðinu. Þó dafna vöxtulegar bjarkir í Keldudal, sem er fremst frammi í Austurdal í Skagafirði, en.þannig settar, að SNORRI SIGURÐSSON erindreki hvorki menn eða skepnur náðu til að eyða þeim. Við Hóla er nú ár hvert plantað í allstórt afgirt land, lítil gróðrarstöð er í Varmahlíð. í Austur-Húnavatnssýslu var jörðin Gunnfríðarstaðir gefin til skógræktar og með því örfað skógræktarstarf. Skógræktarstjóri sagði, að um þriðjungur af fé skógræktarfé- laganna kæmi frá því opinbera. Snorri Sigurðsson erindreki Skógræktarfélags íslands flutti síðan erindi og minntist þess í upphafi máls síns, að 1750 félag ar væru í sex skcgræktarfélög- um í Norðlendingafjórðungi og 200 skógargirðingar væru á þessu svæði. Hann kvað það fremur stefnu Skógræktarfélags ins að styrkja stærri fram- kvæmdir í skógrækt, heldur en einstaklinga, enda hefðu sumir einstaklingar brugðist vonum i þessum efnum og aðstoð við þá hefði ekki komið að notum. Með aukinni plöntusölu síðan 1955 hefðu skógræktarmöguleikarnir opnast. Hlutur Norðlendinga- fjórðungs í skógræktarstarfinu væri mikill og heildargróður- setningin á þessu svæði hefði síðustu 5 árin verið um 40% af gróðursetningu félaga. Osam- ræmi sagði hann að væri í fé- lagsgjöldum hinna ýmsu félaga eða allt frá 5—50 krónur á mann og þyrfti víða að hækka árgjöld in. Það myndi t.d. muna um það í S.-Þing. að hafa 50 krónu ár- gjöld, því þar í sýslu væru 400 félagar. Ræðumaður benti á héraðs- og sveitarskóga, er vert væri að keppa að með allmikl- um stórhug. Ármann Dalmannsson skógar vörður á Akureyri benti á, í sambandi við styrkveitingar frá hinu opinbera, að þær tölur “þyrfti að taka með varúð. T.d. þyrfti Skógræktarfélag Eyfirð- inga að greiða ríkinu 30 þús. kr. aftur að því 50 þús. kr. fram- lagi, er það hefði hlotið. Kæmi þar til launaskattur, söluskattur þungaskattur og slysatrygginga gjöld. Þyrfti því að athuga fleiri en krónutöluna eina þegar rætt væri um opinbera aðstoð. Þá vék ræðumaður máli sínu að nauðsynlegu samstai-fi í rækt un. Engin ræktunargrein mætti einangra sig eða sérhæfa á ann arra kostnað. Með nágrönnum okkar á Norðurlöndum hefði þessi þróun e.t.v. orðið of mikil, en nú væri þar skörulega á hana bent til viðvörunar. Land græðsla og skógrækt og almenn ræktun væri í eðli sínu óaðskilj anlegir þættir og bændasamtök in þyrftu vissulega að koma meira til samstarfs í þessum mál um. Ræðumaður fagnaði fram- komu frumvarpi um garðyrkju skóla á Akureyri, og taldi vel geta komið til mála, að kenna þar skógrækt og útskrifa skóg arverði og skólinn gæti haft sam eiginleg námskeið fyrir ýmsa þætti ræktunarmála, ekki síst í skógrækt. Þá benti ræðumaður á, að æskilegt væri að skógrækt arfélögin yrðu þátttakendur í landbúnaðarsýningunni 1966. Að framsöguerindum þessum loknum hófust almennar og fjör ugar umræður er stóðu lengi dags. Þar var m.a. skýrt frá fyrir- huguðu starfi skógræktarstöðv- arinnar að Mógilsá og þýðingu þess að sú stöð geti haft sam- starf við tilraunastöðina á Keld (Framhald af blaðsíðu 8). Daníelsdóttir leika ungar blóma rósir og Sigrún Friðriksdóttir unga móður. Sjónleikurinn Ást og mis- skilningur er í þrem þáttum. Um val þessa sjónleiks má deila og víst hefði það verið ánægju- legra að UMSE hefði tekið veiga meira verkefni til meðferðar. Hitt ber að viðurkenna og þakka hve mikinn dugnað ung ÓLAFUR JÓNSSON ráðunaut- ur á Akureyri varð sjötugur í gær, 23. marz. Hann er ættaður af Austurlandi, nam búfræði á Hvanneyri og síðan í Dan- mörku. Árið 1924 varð hann framkvæmdastjóri Ræktunar- félags Norðurlands og gengdi því starfi í aldarfjórðung. For- maður Búnaðarsambands Eyja fjarðar varð hann við stofnun þess 1932, átti sæti í bæjarstjórn Akureyrar, var búnaðarþings- fulltrúi og svo framv. Nú hef- ur hann um árabil verið ráðu- nautur í nautgriparækt hjá ey- firskum bændum. Ólafur varð snemma þjóð- kunnur rr.aður fyrir störf sín hjá Ræktunarfélaginu og fyrir leiðbeiningastörf meðal bænda- stéttarinnar. Enda er maðurinn gáfaður, ritfær og mælskur, og það sem mest er þó um vert: að öll sín störf vinnur hann að fá- gætri trúmennsku, áhuga og bjargfastri trú á framtíð íslenzks landbúnaðar. Á sviði landbúnað ar hefur Ólafur lengi verið með al þeirra manna, sem mest og mezt hafa unnið honum, og mun enginn ágreiningur þar um. Samhliða umfangsmikilli til- raunastarfsemi í Gróðrarstöð- ini og tímafrekum leiðbeiningar störfum og félagsmálum bæði mennafélagarnir hafa sýnt með því að setja sjónleik þennan á svið og að með þessari starfsemi auka þeir tilbreytni skemmtana lífsins í sveitunum. Áður en sýn ingin hófst á Reistará, ávarpaði framkvæmdastjóri UMSE, Þór- oddur Jóhannsson, leikhúsgesti með nokkrum orðum. Og í lok sýningarinnar flutti Haukur Steindórsson ritari UMSE eým ig stutt ávarp. fyrr og síðar heíur Ólafur sam ið bækur í bundnu máli og ó- bundnu. Nægir þar að minna á stcrverkin Ódáðarhraun og Skriðufjöll og snjóflóð. í Ársriti Ræktimarfélags Norð urlands, sem Ólafur hefur lengi ritstýrt og víðar, hefur hann rit að fjölda gagnmerkra greina um flest það er gróið getur í ís- lenzkri mold og um landbúnað- armálin almennt. Vart mun of- mælt, að árangurinn af lífsstarfi ÓLAFURJÓNSSON Ólafs Jónssonar sé mikill orð- inn. Og gildur myndi sjóður sá samankominn á einn stað, er runnið hefur í vasa þændanna, sem tileinkuðu sér í búskap sín um niðurstöður tilrauna sem Ó1 afur hefur að unnið. Hér er stiklað á stóru, frem- ur til að minna á afmæli merks manns en gera æfistarfi hans þau skil er verðugt væri og öðr um er skyldara. En ekki má þó minna vera en að Dagur sendi afmælisbarninu kveðju sína og árnaðaróskir, S''0 mörg hafa áhugaefnin ver- ið sameiginleg, og svo mörg eru samskiptin um liðin ár og ára- tugi, og öll góð. E.D. um. - GAMANLEIICUR UNGMENNASAMBANDSINS i RONALD FANGEN I EIRÍKUR HAMARj | Skáldsaga 1 $ „ 8 •JKHKHKHKKHKHKHK KhKhKhKhKhKhKK — Honum þætti tónn herra málaflutningsmanns Hamars all rannsóknardómaralegur og vildi segja honum, að það færi illa á því. Hér væri við fulorðna menn að ræða. Herra Sanne segði, að það væri fjölskyldan sem krefðist sviptingu fjárráða. — iEn ég spurði líka aðeins, hver það væri, sem fyrst datt þetta í hug og stakk upp á því! — Datt það í hug, stakk. upp á því, endurtók Friðriksen hátt og í reiði. Flvað kemur okkur það við, mætti ég spyrja? Hefir ekki fullorðið fólk leyfi til að ræða og ráðgast sín á milli? — Fyrst og síðast! — En annars, — var það ekki fjöl- skyldan sem fyrst datt þetta í hug, er ekki svo, Sanne? Sanne svelgdist á: — Jú, jæja. Það er að segja. Jú ,skilmálalaust. — Látum mig sjá. .'. . — Jæja, þá hafið Jrér fengið svar við því, greip Friðriksen frarn í. — Hm. Athugasemdir herra Hamars viðvíkjandi á- standi þessara félaga bera það vissulega með sér, að hann hafði rétt að mæla er hann sagði að hann væri ekki shipp- ing-maður. — Heilbrigt og heilbrigt, gott og gott. Hann gæti svo sem sagt það. Enginn hefir sagt, að það væri alger- lega vonlaust. Svo langt er það auðvitað ekki komið. Því ef svo hefði verið, væri ekki nein ástæða til að sitja hér og semja um málið. En það væri satt og rétt, sem herra Fylk- ir hefði sagt, að með tilliti til þessara tíma væri árangurinn greinilega lélegur og ófullnægjandi. Og það væri nú ein- mitt málefni sem við reiðarar ættum að geta rætt um, vænt- anlega að minnsta kosti, við ættum semsé að hafa ofurlítið vit á þcssu, hö, hm. Og það getum við fullyrt, að Bjartúr er lélegur reiðari og aumur forstjóri, sem kanzr ekki sínum störfum að sinna. — Hvað segir þú, Gemli? — Rétt, alveg rétt, við hverjum fjandanum má annast bú- ast af honúm? Það er ekki svo auðvelt að fást við skipaút- gerð, hvorki á sjó né landi, ha? Og Níelsen frá Björgvin var sammála: — Hann er til einskis nýtur. Enginn dugur í honum! Eiríkur: — Sérfræðinni ber að lúta. Ég mun því ekki tala frekar um stöðu félaganna í svipinn. Ég vil aðeins láta í 1 jós undr- un mína á því, að báðir herrarnir Friðriksen og Gemli hafa verið samherjar Bjarts í ýmsum fyrirtækjum hans og fram- kvæmdum og blátt áfram verið busenfreunde hans. Þá hefði átt að vera hentugt tækifæri til að segja honum til syndanna og stappa dálítið í hann stálinu! — Eg andmæli! hrópaði Gemli. Þetta er að blanda saman einkamálum og viðskiptum. Fylkir mælti kuldalega: — Það er einnig mín skoðun, að lierra Harnar blandi saman óskyldum atriðum. Ég legg til að við höldum áfram. Eiríkur: — Þá tillögu styð ég af alhug, því hve lélegt sem ástand félaganna telst vera, þá eru það þó sennilega ekki for*send- ur þess að talið sé nauðsynlegt að svipta Bjart fjárráðum. — Ekki talið nauðsynlegt, heldur er það fjölskyldan sem krefst þess, sagði Friðriksen. Fylkir bað um orðið: — Undirstaða væntanlegra ráðstafana gegn Bjarti per- sónulega væri viss fyrirbæri í prívatlífi hans, sem talið var að bæru vott um óeðlilega og veika afstöðu hans til raun- veruleikans, eða með öðrum orðurn óeðlilega sterkan þátt léttúðar. Og hve hart og óviðfeldið sem það kann að virð- ast, var ekki um annað að ræða en að líta á málið eins og það lá fyrir, blátt áfram volgurslaust. Og það gerði hann líka. FylUigga nákvæmar tölur gæti hann ekki lagt fram að sinni, en það væri að minnsta kosti áreiðanlegt, að sem nú stæði gæti Bjartur ekki borgið skyldum sínum og væri með öðrum orðum gjaldþrota. Hann óskaði þess helzt, að sínu leyti, að kornist væri hjá að svipta Bjart fjárráðum, það væri ætíð óviðkunnanlegt brennimark á manni. Og hjá því yrði sennilega komizt, gengi Bjartur góðfúslega að ráðstöfunum á öllu þessu. Og Fylkir taldi sennilegast að hann gengi að þessu þar sem hann gæti ekki hugsað sér, að Bjart langaði raunverulega til að fá öll sín einkamál lögð fram á opin- berum vettvangi. Beinar trygginga-ábyrgðir Bjarts væru gífurlegar og aðkallandi, m. a. væru 200.000 krónur sem greiðast ættu í marz næstkomandi. . . . — Má ég skjóta fram einni spurningu? sagði Eiríkur. — GerÍðj SVo vel, sagði Fylkir með augljósri þykkju. — Er þetta ekki ábyrgðin fyrir skipasmíðastöðina í Moss, sem varð gjaldþrota? — Jú- Eiríkur sneri sér snöggt að Friðriksen: — Þar voruð þér líka aðili, herra Friðriksen, og það vor- uð þér sem stofnuðuð til ábyrgðar Bjarts, — er það ekki svo? — Getur vel verið. Man það ekki neitt nákvæmlega. — Þér töpuðuð ef til vill talsverðu sjálfur á því fyrir- tæki? Friðriksen lyfti sér í stólnum: — Er það um mig, sem fundurinn á að fjalla? Ég sé um mín mál, herra Hamar, þér megið treysta því! Ég er lieldur ekki mjög heimskur! — Þér segið víst þetta sökum þess, að þér losuðuð yður við yðar hlutabréf skipasmíðastöðvarinnar í fyrra með sæmilegu sfeno-i. . O O O — Hvað segið þér! Mætti ég leyfa mér að spyrja, hvort ég muni ekki kaupa og selja mín hlutabréf án yðar leyfis? Ég snýst annars við mínu tapi þar eins og maður. Ég dett ekki á rassinn undan því. — Það er líka allmiklu minna en tap Bjarts, aðeins fjórði hluti, þótt þér gæfuð honum í skyn, að yðar tryggingar- ábyrgð væri jafnstór og sú sem hann tók að sér. Hnefi Friðriksens small skyndilega hart í borðið. —’ Þetta er lygi í yðar munni, herra málafærslumaður. Ég læt ekki bjóða mér slíkt! — Bjartur er fús til að staðfesta þetta með eiði fyrir hverjum rétti sem vera skal. Það hefir hann skrifað yður í bréfi fyrir skömmu, — og ég hef afrit af þessu bréfi hérna í tösku minni. — Ég sinni ekki því, sem geggjaðir menn segja. Þetta ruglast allt í höfðinu á Bjarti. — Ruglist allt fyrir honum, þá er yðar minni heldur ekki laust \áð sama fyrirbæri. Friðriksen þagði. Hann sat digur og heitur í fundarstjóra- stól sínum og blés þungt og mæðilega, kringlótt útstæð augu hans störðu látlaust á Eirík, eins og hann gæti ekki trúað því, sem hann sá fyrir sér, en vonaði samt að augnaráð sitt mætti reynast banvænt. Fylkir virtist heldur ekki vera ánægður né líða vel. Og það örvaði og jók spenning Eiríks: — Hvernig Fylkir myndi bregðast við, er honum hlyti að vera ljóst, að þessir náung- ar hans væru harla mannorðssnauðir karlar, þegar þannig væri flett ofan af þeim. Þetta vissi Fylkir auðvitað áður, hann sem vissi allt, en að Eiríkur sæti þarna og staðfesti þetta, meðan Fylkir væri verjandi þeirra gegn honum, — það var samt sem áður talsvert spennandi! Andlit Fylkis lýsti hámarksátökum innra með hontun. Eiríki var nú Ijóst á ný, að hann var ekki lengur ungur maður. En rólegur var hann. Og frjálsmannlega og umsvifa- laust smeygði hann sér undan: — Getur þetta litla intermessó, sem ekki snertir Bjarts- málið beint, nú ekki talizt lokið? — Hann leit ekki á Eirík, en vék orðum sínum að honum: Eiríkur: — Jú- — Nú skyldi Fylkir fá að halda áfram: — Áðurnefnd tryggingarábyrgð væri langstærsta ttpphæð- in, samanborið við hana væru varla nefnandi öll hin smærri plöggin með nafni Bjarts, hann hefði skrifað undir alveg af handahófi lyrir vini og kunningja, sitt á hvað, og allt til tínt yrði þetta samt talsverðar upphæðir. Hvað Bjartur sjálfur hefði notað í fyrra á ýmsan hátt, gæti Fylkir ekki sagt nákvæmlega, en nefndi hann 700.000 króna upphæð, væri óefað ekki of djúpt tekið í árinni. Sanne tók nú að hrista höfuðið og tvinna þumalfingurna. — Mætti ég fá leyfi? spurði hann. Fylkir kinkaði kolli og.létti sýnilega yfir honum við hlé- ið. — Já, ég hefi heyrt um þetta, sagði Sanne, — svona ugg- vænleg upphæð! Ég get ekki skilið hvernig hægt sé að eyða svona miklum peningum, nei, það get ég alls ekki skilið! Og það af manni sem runnin er af gömlum og góðum fjölskyldurótum, stór upp á sig að vísu, en á mannaðan borgaralegan hátt. Mætti ég spyrja um eitt: Hversvegna kvænist ekki svona velstæður ungur maður í stað þess, — ja, ég lýst víst ekki upp neinu leyndarmáli, — í stað þess að halda við dýrar ástmeyjar, hreinasta harem, eða kvenna- búr, hefir mér verið sagt. (Lækkar róminn ísmeygilegur og læzt skelkaður), heilt harem eins dýrt og hjá soldáni Aust- urlanda! í París skal þetta víst hafa náð hámarki, hefi ég heyrt hvíslað. — Hversvegna hefir hann ekki kvænst og orðið siðaður borgari! — Ef til vill sökum þess að munur er á ástleitni og ást, kallaði Eiríkur upp, en sá strax eftir því. — Það gleður mig að heyra afburða sálfræðilegu skyn- bragði yðar beitt á þessu sviði, sagði hann. Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.