Dagur - 07.04.1965, Blaðsíða 4
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-1167
Bitstjóri og ábyrgSarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
Erfiðleikar
útvegsins
í FYRRAVOR fór nefnd norðan-
manna suður til Reykjavíkur til að
ræða ýmsa erfiðleika sjávarplássanna
hér nyrðra við þingmenn og róða-
menn í ríkisstjóm og bönkum. Ein-
hvern árangur mun það hafa borið,
en ekki mikinn. Nú nýlega hefur
blaðið frétt, að bæjarstjórinn á
Húsavík og sveitarstjórinn á Dalvík
hafi mætt á þingmannafundi söinu
erinda. Mikil aflatregða er nú búin
að vera í tvö ár á bátamiðum hér
norðanlands. Nú hefur hafísinn víða
bannað alla róðra um skeið, og von-
ir, sem menn höfðu gert sér um að
geta selt grásleppuhrogn á því liáa
verði, sem nú býðst, hafa brugðizt.
Um það er nú kvartað, að afla-
tryggingarsjóður sjávarútvegsins
komi að minna gagni en vænst hafði
verið fyrir báta hér á Norðurlandi.
Lögin, sem sjóðurinn starfar eftir,
eða grundvallarákvæði þeirra, eru
um 15 ára gömul, en nokkrar breyt-
ingar voru á þeim gerðar fyrir þrem
árum, í því skyni að veita togara-
flotanum aðgang að aflatrygging-
unni. En tekjur sínar fær sjóðurinn
að verulegu leyti af útflutnings-
sjóðsgjaldi en að nokkru tir ríkis-
sjóði.
Allvíða, ekki sí/.t á Norðurlandi,
hafa verið uppi raddir tiin ítarlega
endurskoðun aflatryggingarsjóðslag-
anna. I fyrra fluttu nokkrir þing-
rnenn Framsóknarflokksins tillögu
um að láta endurskoðun fara frain.
Sú tillaga mætti þá andstöðu valda-
manna og náði ekki fram að ganga.
1 haust var svo tillagan llutt á ný og
nú er loks búið að samþykkja hana
á Alþingi.
Fyrir skömmu fluttu þeir Gísli
Guðmundsson, Sigurvin Einarsson,
Halldór Ásgrímsson og Eysteinn
Jónsson trllögu þess efnis, að tekin
yrði upp á ný sú aðferð að greiða
vinnslustöðvum, sem hafa erfiða að-
stöðu, vinnslubætur út á fisk, sem
er sérstaklega dýr í vinnslu (smáfisk).
Þetta reyndist á sínum tíma mjög
gagnleg ráðstöfun. Viðreisnarstjórn-
in ætlaði að afnema uppbótarkerfið,
en staðreyndin er þessi: Togaramir
fá ákveðna greiðslu pr. úthaldsdag.
Greiddar eru almennar verðbætur á
allan frystan fisk og auk þess sérbæt-
ur á línu- og liandfærafisk. Það væri
þá ekki nenia eðlilegt og réttlátt, að
taka upp smáfiskuppbætur á ný, en
ekki vildi ríkisstjórnin á það fallast
að svo stöddu. n
U-
nú fyrir augað í senn bæði fróð-
legt og fallegt. En ekki er síð-
ur um það vert, að Náttúru-
gripasafnið á Akureyri á hvorki
meira né minna en um það bil
20 þúsund eintök íslenzkra
plantna. Þar er Steindórssafn
mest.
Þrjú þúsund sveppir.
Sérstætt safn Helga Hallgríms
sonar safnvarðar telur 3 þúsund
sveppi, sem gaman er að sjá og
hvergi er annars staðar til hér
á landi. Þá á Hörður Kristins-
son mikið og fullkomið fléttu-
safn geymt í Náttúrugripasafn-
inu.
Grasasafn Náttúrugripasafns-
ins er allt hið merkasta, enda
hefur grasafræðin verið mörg-
um Eyfirðingum í blóð borin,
og á sviði grasafræðinnar hafa
verið unnin merk verk hér um
slóðir. Grasasafnið er svo vand-
að, að þar á að vera unnt að
vinna að vísindalegum grasa-
fræðirannsóknum. Utgáfa tíma-
ritsins Flóru hér í bæ er einnig
í FYRRADAG skrapp ég í Nátt
úrugripasafnið á Akureyri,
hafði ekki komið þar lengi,
e. t. v. vegna þess hve nálægt
það er og auðvelt þangað að
koma. Vera má, að þar sé einn-
ig að finna skýringuna á því, að
safnið er ekki eins vel sótt af
bæjarbúum og ástæða er til.
Náttúrugripasafnið er á 4.
hæð í Hafnarstræti 81, undir
sama þaki og Amtsbókasafnið,
og inngangur hinn sami.
Það fyrsta, sem safngestum
heilsar, er glottandi jagúar og
gibbonapi, sinn til hvorrar
handar, ennfremur suðræn og
litfögur fiðrildi. Safnvörðurinn,
Helgi Hallgrímsson, grasafræð-
ingur, hávaxinn maður og
skeggjaður, leysir úr hveríi
spurningu og hefur brennandi
áhuga á vexti og viðgangi þess-
arar stofnunar.
Á litlu borði í herbergi safn-
varðar stendur ný smásjá, sem
safnið er nýbúið að kaupa með
35 þús. kr. styrk úr Vísinda-
sjóði. Tæki þetta gjörbreytir
allri aðstöðu til rannsókna, er
undir vísindi heyra. Hvað er nú
hendi næst til að lofa mér að
sjá í þessu nýja tæki, spurði ég.
Helgi færir gler eitt undir smá-
sjána og segir, að þarna geti ég
séð tungu úr snigli. Þá veit mað
ur það, að sniglar hafa tungu.
Tunguskömmin var ekkert ó
merkileg og orðin töluvert stór
að sjá í þessu verkfæri og alsett
göddum, sem beygjast á aðra
hlið. Þegar dýrið slær tungunni
á kálblað eða annað lostæti,
rífa gaddarnir fæðuna með sér
inn í munninn. Hver gaddur er
ekki ósvipaður agnhaldi á öngli
eða heynálarroddi. Snigillinn
getur, eins og þeir, sem stærri
eru, rekið út úr sér tunguna.
Náttúrugripasafnið var stofn-
að 1951 og var undanfari þess
sá, að Dýraverndunarfélag Ak-
ureyrar fékk að sýna uppstopp-
að fuglasafn Jakobs Karlssonar
í Barnaskólanum o. fl. úr ríki
náttúrunnar, og var sýninð þessi
gífurlega fjölsótt. Jakob gaf
bænum síðan fuglasafnið. Það
var upphaf safn þess, sem nú
má sjá og hér um ræðir, og .er
bænum mikils virði að eiga.
Fyrst var náttúrugripasaf.nið á
hrakhólum, síðan var það sett
upp í Slökkvistöðinni, þá á
neðstu hæð Amtsbókasafnsins
og nú á fjórðu hæð þess húss,
eins og fyrr segir.
Fyrsti safnvörður var Kristj-
án Geirmundsson og stoppaði
hann upp alla fuglana og mörg
önnur dýr, af sínum fágæta
smekk og listamannshæfileik-
um, svo sem sjá má. Núverandi
safnvörður, Helgi Hallgrímsson,
hefur starfað þar í hálft annað
ár.
Náttúrugripasafnið er eigin-
lega þrískipt í sýningarsalnum,
auk dýranna í fordyri, sem áð-
ur er frá sagt og allmargra ís-
lenzkra dýra í stórum glerskáp.
Safn uppstoppaðra fugla.
F uglasafnið í sýningarsaln-
um er hið fullkomnasta hér á
landi og gefur þar að líta 200
eintök, 140 tegunda fugla. Eins
og kunnugt er, skipta margir
fuglar litum og eru allmargir
þeirra bæði í vetrar- og sumar-
búningi. Hjá öðrum tegundum
er allmikill litarmunur kynj-
anna. Af slíkum eru jafnan til
eintök af báðum kynjum, en
auk þess ungar nokkurra teg-
unda. Gefur þetta fug'.asafninu
sérstakt gildi, jafnframt hinu
óvenjulega handbragði við upp-
stoppunina. Þarna vantar þó
örn. Þá eru á þessum stað egg
allra íslenzkra varpfugla og
mörg önnur, svo sem strútsegg
og kólibrífuglsegg, svo og egg
svokallaðra flækinga og um-
ferðafugla. — Það fer vel um
fuglasafnið þótt húsrými sé auð
vitað takmarkað, og fáir munu
þeir, sem ekki hafa gaman að
sjá fuglana og fræðast um þá.
Mikið plöntusafn.
Byrjað er á því að setja ís-
lenzkar plöntur undir gler og
eru þær hreinasta skraut. Raun
ar eru þær ekki nema 75 teg-
undirnar, sem undir glerið eru
komnar. En þar gefur að líta,
u.ndir gleri, allar íslenzkar
burkna-, eltingar- og jafnateg-
undir, sem á landinu vaxa, svo
og íslenzka rósaættin, sem raun
ar er ekki fjölskrúðug. Þetta er
Fermingarbörn í Ak.
STÚLKUR:
Anna Eiríksdóttir,
Reynivöllum 4.
Anna Jónasdóttir,
Engimýri 3.
Anna Árdís Rósantsdóttir,
Litlu-Hlíð.
Anna Dóra Steingrímsdóttir,
Lækjargötu 13.
Birna Kristín Aspar,
Löngumýri 11.
Bryndís Baldursdóttir,
Víðivöllum 20.
Brynhildur Bára Ingjaldsdóttir,
Engimýri 6.
Elinborg Vilheimína Jónsdóttir,
Skipagötu 1.
Ei'la Vilhjálmsdóttir,
Hlíðargötu 6.
Erna Magnúsdóttir,
Lækjargötu 7.
Gisl. Þorbjörg Benediktsdóttir,
Strandgötu 43.
Guðrún Svala Guðmundsdóttir,
Hlíðargötu 6.
Guðrún Margrét Njálsdóttir,
Ránargötu 26.
Hrefna Gunnhildur Torfadóttir,
Austurbyggð 11.
Jenny Ásgeirsdóttir,
Hlíðargötu 7.
Kristín Gunnarsdóttir,
Aðalstræti 24.
Magnea Steingrimsdóttir,
Löngumýri 18.
Islenzkar plöntur undir gleri. (Ljósmynd: E. D.)
5
athyglisverð. En það grasafræði
tímarit var stofnað í minningu
Stefáns Stefánssonar skólameist
ara á aldarafmæli hans. Unnið
er að því að koma upp safni
fræðirita í grasafræði með rita-
skiptum. Þá má í þessu sam-
bandi minna á grasagarðinn í
Lystigarði Akureyrar, sem hef-
ur að geyma hina lifandi Flóru
íslands, næstum alla.
1 RONALD FANGEN 1
IEIRÍKUR HAMAR
I Skáldsaga |
<B><H><H><J<H><H><H><H> 27 ><H><H><H><H><H><H><H>
Auk þess, sem að framan get-
ur, eru í sýningarsal Náttúru-
gripasafnsins fiskar, spendýr,
skordýr, steinar, steingerfingar
og margt fleira, sem hér verður
ekki upp talið.
Margt af skólafólki kemur í
safn þetta, sumt langt að komið,
svo sem úr Skagafirði og Axar-
firði. Meginverkefni slíks safns
er að brúa bilið milli skólanna
sjálfra og náttúrunnar, sem
fræðslusafn. Og til þess mun
líka væntanlega ætlazt af Ak-
ureyrarbæ, sem á safnið og rek-
ur það, með lítilsháttar styrk
frá ríkinu. E. D.
irkju 11. apríl 1965
Margrét Vala Grétarsdóttir,
Aðalstræti 18.
Margrét Kristín Hreinsdóttir,
Ásvegi 26.
Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir,
Strandgötu 29.
DRENGIR:
Alwin Vigfús Guttormsson,
Hafnarstræti 18B.
Ari Axel Jónsson,
Hrafnagilsstræti 21.
Ásgeir Ásgeirsson,
Oddeyrargötu 32.
Bjarni Jóhann Sverrisson,
Hafnarstræti 95.
Bjarni Torfason,
Eyrarlandsvegi 8.
Eggert Heiðar Jónsson,
Ránargötu 19.
Gunnlaugur Sölvason,
Eiðsvallagötu 26.
Hrafnkell Guðmundsson,
Aðalstræti 13.
Jóhannes Haukur Jóhannesson,
Eyrarvegi 33.
Kristinn Sigurðsson,
Goðabyggð 9.
Magnús Örn Garðarsson,
Eyrarlandsvegi 27.
Ólafur Sverrisson,
Ránargötu 16.
Óskar Sveinn Jónsson,
Grenivöllum 20.
Páll Arnar Árnason,
Ægisgötu 29.
Pétur Þorsteinn Stefánsson,
Eyrarvegi 5A.
Sigurður Björgvin Björnsson,
Ránargötu 13.
Sigurður Kristinsson,
Lögmannshlíð 23.
Sævar Örn Sigurðsson,
Vanabyggð 8D.
Þorsteinn Pétur Pálsson,
Byggðavegi 124. □
Sæluvika Skagfirðinga
(Framhald af blaðsíðu 1).
kom jakahröngl alla leið inn á
sand og þétt á köflum.
Varla er hægt að segja að far
ið hafi verið á sjó. Rauðmaga-
veiði hefir þó verið nokkur, en
ónæðissöm vegna íssins.
Inflúensan gengur hér, en
meira er gert úr útbreiðslu
hennar en efni standa til t.d.
eru ekki mikil vanhöld í skól-
um.
Starfsfræðsludeginum hér hef
ir verið frestað þar til annan í
páskum. G.I.
samræmi í þessari óhófs glæsimennsku sem umlykur yður
hér og bér teljið yður eiga, — og yðar sjálfs?
— Ég verð að hafa það!
— Afsakið, en þetta kalla ég b.ull og vitleysu. Og auk
þess: hversvegna ættuð J>ér að Jrurfa að lifa eins og stór-
eignamaður? Þér, 25 ára að aldri. Nú hafið þér fé og getið
þá fjandinn sjálfur farið að vinna eins og maður.
— Það getið þér sagt, Hatnar, sem eruð flugfær og dug-
legur náungi. Mitt leyndarmál er það, að ég dugi ekki.
— Þetta er kyndug fullyrðing. Það er þá fyrst: Hvað vit-
ið þér um það? Þér hafið svallað og drabbað, en ekki unn-
ið, og afsakið yður svo með Jjeirri trú, að þér getið ekki
unnið. Og í öðru lagi: væri þetta satt, hversvegna eruð Jrér
Jrá sárhryggur eða hissa á Jjví að Jrér verðið að víkja frá og
afsala yður risafyrirtækjum yðar? Það hlyti þó einmitt að
vera léttir og velkomin hvíld að losna úr J>eirri risa-ábyrgð?
— Já, jæja. En þótt Jséi' hefðuð nú rétt í þessu, Jrá er Jrað
einmitt ný sönnum fyrir mig að ég dugi ekki. —
— Svo er að heyra sem J>ér blátt áfram gælið við Jressa
hugmynd um dugleysi yðar.
Bjartur stóð upp og horfði sárreiður á Eirík:
— Gæli við J>að! Ég hata Jrað. Ég hefi hatað Jrað alla ævi!
— Hefir yður alftaf fundist Jretta svona?
— Já, nærri Jrví alltaf. Alveg frá J>ví ég var drengur. Ekki
fundið til þess, heldur reynt það Jrannig. (Hann brosti allt
í einu og blandaði sér í glasið á ný). — Ég get Jró að minnsta
kosti komið fyrir mig orði í kvöld. Er ekki svo? var Jretta
ekki haglega orðað?
— Jú, það er rétt, Jxí er það fyllilega greinilegt.
— Ég hefi alltaf verið klaufabárður og orðið mér til
minnkunar á alla vegu, svo Jretta er víst alveg rétt. Það hefir
alltaf farið illa fyrir mér á einn eða annan hátt, af hinum
og þessum ástæðum. (Hann leit á Eirík með svipbrigðum
sem væri hann að trúa honum fyrir miklu leyndarmáli.) Ég
er svo hræðilega óverklaginn og klaufi í höndunum.
— í höndunum?
— Bræður mínir hæddust alltaf að mér. Ég gat ekki teikn-
að, ég gat ekki tekið J>átt í skólasmíðum. Og ég var líka
klaufi í leikfimi.
— Er þetta svo saknæmt?
— Nei, en bræður mínir hæddust alltaf að mér fyrir þetta
og höfðu alltaf undirtökin.
— \:oru þeir ekki góðir við yður, bræður yðar?
— Þér vitið að ég var yngstur okkar bræðra, og móðir
mín dekraði víst allmikið við mig.
— En faðir yðar J)á?
— Hann var réttlátur. Hann gat ekki fylgst með því að
ég var svo heimskur. Ég skal segja yður: ég var ekki bein-
línis heimskur, t. d. í reikningi og stærðfræði, en Jregar á
Jrurfti að herða, var eins og heilinn í mér ofhitnaði, ég gat
ekki séð, ekki hugsað, svo að nærri allt varð vitlaust. Það
var ætíð rétt aðeins að ég spjaraði mig fremur óvirðulega á
yztu nöf. Og oft gerði ég blátt áfram endemis vitleysu. Ég
átti t. d. einu sinni að halda ræðu á menntaskólafundi og
hafði hugsað allt svo prýðilega fyrirfram. En Jiegar ég var
kominn í stólinn, var mér öllum lokið, allt saman varð
eintóm kolbrjáluð vitleysa! Hneyksli, skömm! Miðbróðir
minn sem er aðeins tveimur árum eldri en és:, s;ekk af fundi.
Og þegar ég kom lieim skellti hann á mig heljarmiklum
löðrungi og sagði að ég væri fjölskyldunni til stórskammar.
Bjartur sat hugsi. Allt í einu skellihló hann.
— Og nú hefir hann sannarlega rétt fyrir sér. Nú er ég
þó orðinn fjölskyldunni til skammar! Er ekki svo, Hamar?
Það getur enginn frá mér tekið!
— Hve gamlir eru bræður yðar? spurði Eiríkur.
Sá eldri er fimm árum eldri en ég, og hinn aðeins tveim
árum. Þeir eru sáttir og sammála, siðsamir og dualeoir
menn og framgjarnir.
— Hvað er starf Jreirra?
— Móðir mín varð auðvitað að skipta á milli okkar, þeg-
ar pabbi dó, svo að við fengum ríflegan peningaslatta hver
okkar. Sá eldri á herragarð í Danmörku, hinn er í sendi-
ráðinu í Rómaborg. En nú liafa Jreir báðir verið heima á
fjölskyldufundi.
— Þér vitið }>á um þetta?
— Já, ég held nú J>að. Ég vissi Jætta daginn sem ég talaði
við yður á skrifstofunni. Þá hafði ég fengið opinbert fjöl-
skyldubréf, Þér vitið víst hvað í Jpví stóð. Hann, Jjorparinn
Sanne, var á fundinum. Þér vitið auðvitað ekki að faðir
minn kostaði alla menntun hans?
— Var faðir yðar svo gamall?
— Sei-sei, já. Hann var háaldraður J>egar hann dó. Hafði
Jiá látið frá sér rekstur fyrirtækisins og allt saman. Rvænt-
ist seint, skiljið ]>ér. Svo er nú }>að. En ég hafði nú, guði sé
lof, sama rétt til þeninganna og bræður mínir.
— Hvað eigið ]>ér við með ]>ví?
— Ég á við að þáð sneri nú ekki þannig, að þeir gætu
tekið allt frá mér.
— Þar sögðuð þér nokkuð. — Hefir yður fundizt að þeir
vildu taka eitthvað frá ýður?
— Nja. — Það er víst ekki rétta orðið. Ég er ekki jafn-
leikinn í að komá réttum orðum að málinu og áður. Ég
verð að hressa upp á tálandann! (Hann tók nokkra teyga
úr glasinu.) — Nei, það er ’ekki þeim að kenna að heili
minn hljóp í hita. Ef til vill fengu þeir — og aðrir — mig
til að skynja, hve fátæklegt ástand mitt væri. En ég var að
minnsta kosti ekki fátækur á fé.
— En svo urðuð þér fullorðinn, Bjartur. —
— Já, alltof snemma, greip Bjartur framí. Ég tók furðu
snemma að fá skilning á því, hvílíks ríkidæmis ég gæti aflað
mér með peningunum.: Kaupgetan, sjáið þér!
— Ég á ekki við }>að, sagði Eiríkur. Ég á við að svo tók-
uð ]>ér til starfa sem fullorðinn sjálfstæður maður í yðar
eigin fyrirtæki. Og það gekk vel.
— Það voru allglæsilegir tímar, sagði Bjartur og hló allt
í einu aftur. Kannist þér við að þetta eru orðatiltæki þeirra
Gemle og Friðriksens? Ég umgekkst svo sem skipsreiðara
hérna í borginni! Og mér þótti J>að afar skemmtilegt. Ég
var umkringdur trausti og vináttu og var jafnoki hinna. Og
J>á gerði ég blátt áfram góð rekstursviðskipti.
— Já, vissulega. Og því hefðuð þér auðveldlega getað
haldið áfram — hefðuð þér bara nennt því og gefið yður
að }>ví!
Þér talið eins og vitið leyfir, Hamar. Ég nennti sannar-
lega og beitti öllum kröftum. Ég var blátt áfram frá mér
numinn. Ég græddi líka of fjár. Ég svallaði að vísu, — en
ég vissi að ég gat það og mátti. Já, það var dásamleg kennd!
En, — en, — já, svo veit ég ekki, svo hvarf það. Öryggið
mitt. Það er að segja: Þá fór allt að verða svo flókið að ég
gat ekki fyllilega áttað mig á hvernig það var.
Hann blandaði sér í glasið á ný.
— Ég geri mig nú víst annars að mesta sakleysingja. En
lofið mér nú að ljúka spjallinu um rekstur og viðskipti mín,
ég get sem sé ekki um annað hugsað, hvort sem er. — Ég
komst brátt að }>ví að eldri reiðarar og trúnaðarmenn á
skrifstofunni, — að J>eir, já, treystu mér samt ekki, töldu
mig aðeins ríkan, nautnasjúkan, dálítið hégómlegan ungan
munaðarpeyja, bjuggust við að ég rnyndi þá og }>egar gera
einhverja stórvitleysuna og heimskulegar ráðstafanir. Og þá
fór aftur að ruglast í kollinum á mér, og öðru hverju skildi
ég ekki allra einföldustu hluti sem höfðu verið mér eins og
að drekka kalt vatn, }>egar ég var á shipping-skrifstofunni í
Lundúnum.
— Svo ]>ér hafið }>á líka verið }>ar?
— Já, og ]>ar skildi ég allt, en ég var ekki duglegur þar
heldur, gerði oft endemis vitleysur. — Nei, ég dugi ekki,
Hamar. Og samt veit ég að ég er snillingur, séní.
— Snillingur! Það er ekkert smáræði.
Bjartur s.tóð upp og gekk alvarlegur yfir gólfið.
— Já, ég er séní. Ég get eiginlega allt. Gerði ég kannski
ekki glæsileg viðskipti? Það var hreint ekki auðvelt, skal
ég segja yður, }>að var djarft og áhættusamt fyrirtæki, ég
tókst á hendur geysimikla áhættu, en ég skildi ]>að prýði-
lega að — já, allt saman! — Slík og slík eins og Níelsen segir.
Sagði hann }>að ekki á fundinum?
— Jú, sei-sei, jú.
Bjartur hló: __
— Slík og slík! — Bannsettur grasasninn! Ég er miklu
meira v.irði en allur }>orparalíðurinn samanlagt. Ég finn
J>að á mér. Ég skil. Ég veit!
Hann fleygði sér aftur niður í stólinn.
— Æ, fjandinn sjálfur! Að J>eir skyldu bola mér út úr
öllu saman núna! Hefði ég bara fengið að vera ríkur enn
um hríð! —
— „Vera ríkur"!
— Já, vera ríkur. Ríkidæmið — ]>að er tryggingin á verð-
mæti rnínu. Ætti ég ekki að vera ríkur, fyrst ég dugi ekki til
neins! Hvað eiga bræður mínir að gera með peninga, }>eir
eru dugandi, }>eir }>ykjast vera hainingjusamir, — og }>eir
sem eru dugandi, þeir geta elskað starf sitt. En ég get bara
elskað lífið, nautnir, fólkið umhverfis mig, og allt fallegt
og skemmtilegt sem það segir, og alla ástina sem ég get
fengið sökum ]>ess, að ég get borgað ]>að allt saman. Þannig
hefir J>að alltaf verið. Haldið þér að félagar mínir hafi verið
andstyggilegir og drembnir gagnvart mér, — J>ví fór fjarri,
— J>ví ég hafði peninga. Ella hefðu }>eir víst fengið annað
Framhald.