Dagur - 22.05.1965, Blaðsíða 5

Dagur - 22.05.1965, Blaðsíða 5
4 9 JON E. ASPAR: - HMWteL&dtátfSSísáii Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Launþegar og lífeyrissjóðir Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Þrjár slefnur HÉR á landi eru þrjár meginstefnur í stjórnmálum og efnahagsmálum. Kapitalistar setja fjármagnið í önd- vegi og hið svokaflaða frjálsa fram- tak. í reyndinni er sú stefna á þann veg, að auka aðstöðu hinna ríku tif að verða enn ríkari og valdameiri, á kostnað annarra þjóðfélagsþegna. Kommúnisminn er einræðisstefna og eru fylgjendur hennar hér á landi í stöðugum innbyrðisdeilum. Menn tala um sósíalisma en einginn skilur merkinguna síðan Alþýðuflokkur- inn lagði þjóðnýtingarplön sín á hill una. Þar er ekki lengur um stefnu að ræða. Allar þessar stefnur eru erlend ar að uppruna og fengnar að láni með misjöfnum árangri. Framsóknarflokk urinn er sprottinn úr íslenzkum jarð vegi og er meginstefna hans byggð á því að setja vinnu og þekkingu í öndvegið en gera fjármagnið að ]>jóni. Samvinnustefnan og hugsjón ir ungmennafélaganna er kjarni hennar. Flokkurinn hefur þá stefnu, að styðja beri heilbrigt einkafram- tak jöfnum höndum og hið félags- lega framtak. Með því móti á að takast að gera sem flesta efnalega sjálfstæða. Framsóknarflokkurinn er ekki mótfallinn ríkisrekstri ef það keinur í veg fyrir einokunaraðstöðu einstakfinga, og hann leggur áherzlu á, að leysa beri fjölmörg vandamál á samvinnugrundvelli, og hefur sú ]>ró un mála orðið bæði innan þjéiðfélaga og milli þjóða. Á þeim vettvangi eru nú mörg vandamál leyst. Flokk- urinn liefur barizt lyrir því að þjóðfélagið styddi að búsetu á landinu öllu, búa öllum þegn- um sem jafnasta aðstöðu til menntun ar og miða utanríkismál við íslenzka stefnu og vestræna samvinnu. Þjóðin hefur fengið reynzlu af þessum stefnum stjórnmálaflokkanna og margir þeir, sem áður fylgdu hin um vinstri og hægri öfgastefnum, komma og íhalds, finna nú mest traust í hinni ábyrgu og hófsömu stefnu Framsóknarflokksins. Hún er mezt að skapi frjálslvndra og um- bótasinnaðra manna og kvenna, enda eina stefnan, sem er afgerlega sprott in úr ísfenzkri félagshyggju og snið- in eftir íslcnzkum þörfum. Glöggur lesandi, sem lítur yfir dag blöðin, kemst ekki hjá að lesa hinar inestu skammir um Framsókn og hug leiðir þá um leið, livort slík skrif séu til orðin af ótta við fylgisaukningu Framsóknarflokksins, eða livað ann- að komi til. Hin ört vaxandi ringul- reið í efnahagsmálum, á rætur að rekja til þeirrar úreltu stjórnarstefnu sem nú er fylgt og er ekki nýtur leng ur neinnar virðingar. Á UNDANFÖRNUM árum hafa flest launþegafélög landsins fengið, í gegnum kjarasamninga sína, aðstöðu til reksturs lífeyr- issjóða. Við stofnun lífeyrissjóða er fyrsta verkið að koma á stjórn fyrir sjóðinn, og er oftar tekið fram í kjarasamningum fjöldi stjórnaraðila og hlutföllin milli launþega og atvinnurekenda, sem tíðast er launþegum í óhag, þó hér sé eingöngu verið að fara með tekjur launþega, en ekki eignir atvinnurekenda. Stjórn sjóðsins mun síðan semja „Reglugerð“ fyrir sjóðinn og að því loknu sjá um stjórn hans. Reglugerðir sjóðanna eru mis munandi, þó munu þær hafa eitt sameiginlegt, að sjóðfélagi nær engum réttindum, að und- anskildum lánarétti, fyrr en hann hefur greitt í 10 ár til sjóðsins. Þetta þýðir, að ef sjóðfélagi veikist áður en hann hefur náð þessum 10 ára rétti og verður að hætta af þeirri eða annarri ástæðu, greiðslum í sjóðinn, þá getur hann fengið endurgreitt (víða með einhverjum vöxtum) aðeins 40% (eða minna) af þeim greiðslum, sem komið hafa inn í sjóðinn á hans veg- um. Hinsvegar hafi sjóðfélági far- ið yfir í aðra starfsgrein, sem einnig er með lífeyrissjóð, þá getur hann gerzt félagi í þeim sjóði og látið flytja allt tillag sitt í hinn nýja sjóð, ef þessir sjóðir hafa verið stofnaðir að lögum eða njóta viðurkenning- ar fjármálaráðuneytisins. Yfirleitt er tillag sjóðsfélaga 4+6=10% af tekjum hans, þó eru nokkrar reglugerðir, sem hafa ákveðnar hámarksgreiðsl- ur. Lífeyrissjóðirnir halda því yfirleitt fram, að því lengur sem sjóðfélagi greiðir í sjóðinn um- fram 10 árin, sé það félaganum hagstæðara er hann fer að fá greitt úr sjóðnum, þar eð þá fær hann hærri hundraðshluta af hámarksgreiðslu þeirri, er sjóðurinn innir af hendi, en upp hæð ellilífeyris er ákveðinn hundraðshluti af meðallaunum hlutaðeigandi sjóðsfélaga síð- ustu 5-—10 starfsára hans. Hér er sýnishorn frá einum lífeyrissjóði, og er sá tími, sem sjóðfélagi hefur greitt iðgjöld í sjóðinn kallaður starfstími: ':*’i Starfstími Ellilífeyr: 11 ár .. 14,0% 12 ár .. 15,5% 13 ár .. 17,0% 14 ár .. 18,5% 15 ár .. 20,0% 16 ár .. 22,0% 17 ár .. 24,0% 18 ár .. 26,0% 19 ár .. 28,0% 20 ár .. 30,5% 21 ár .. 33,0% 22 ár .. 35,5% 23 ár .. 38,0% 24 ár . . 41,0% 25 ár 26 ár 27 ár 28 ár 29 ár 3u ár eöa lengur 60,0% Margir sjóðir setja tímatak- markanir á iðgjaldagreiðslur, t. d. „Enginn greiðir iðgjöld til sjóðsins lengur en í 35 ár, né lengur en til 70 ára aldurs“. Almennasta ástæðan fyrir því að ungt fólk gengur í lífeyris- sjóð af frjálsum vilja, mun sú, að sjóðirnir lána félagsmönnum út á veð í íbúðarhúsnæði og er mismunandi hvað „starfstími“ sjóðfélaga þarf að vera til þess að geta fengið slík lán, en yfir- leitt 3 til 6 ár, og sá, sem kref- ur sjóðinn um endurgreiðslu á iðgjaldagreiðslum sínum, verð- ur jafnframt að endurgreiða lánið. Það virðist einkennileg ráð- stöfun, að flest öllum bönkum landsins skuli vera bannað að lána út á íbúðarhúsnæði, á yrði mánaðarkaup hans kr. 6.930,00 utan orlofs, eða í 10% kr. 693,00 sem eru kr. 8.316,00 á ári. Inneign hans yrði þannig: uðstól, sem félaginn hefur myndað hjá honum og þegar sjóðfélaginn félli frá, þá ætti sjóðurinn þessa upphæð sér til ávöxtunar. Vitaskuld munu við skipti sjóðsins eigi vera svona hagkvæm við hvern sjóðfélaga, en mjög sennilega við meiri- hluta þeirra. Lífeyrissjóðirnir munu því sjálfsvald sett, að flytja allt handbært fé sjóðsins úr einum bankanum í annan, sem gæti haft mjög alvarlegar afleiðing- ar í för með sér. Þau launþegafélög, sem eigi hafa enn lífeyrissjóði ættu að athuga að það er á engan hátt erfiðara fyrir atvinnurekand- ann að greiða ákveðinn hundr- aðshluta af launum starfsmanna RONALD FANGEN Eftir Innlegg alls Vextir Samtals sinna í einhvern banka eða 1 ár 8.316,00 270,24 8.586,24 sparisjóð á félagssvæðinu, held 10 ár 83.160,00 30.013,39 113.173,39 ur en í lífeyrissjóð, sem er jafn- 20 ár 166.320,00 149.529,72 315.849,72 vel utan þess. Þó hygg ég að 25 ár 207.900,00 263.179,58 471.079,58 það muni koma okkur öllum 30 ár 249.480,00 429.332,14 648.812,14 betur ef okkur væri gjört skylt 35 ár 291.060,00 665.745,16 956.805,16 að greiða til Tryggingarstofnun- 40 ár 332.640,00 996.182,50 1.328.822,54 ar ríkisins t. d. 4% af launum Jón E. Aspar sama tíma og lífeyrissjóðirnir telja það sér hagkvæmt, enda byggingar víðast hvar í heimin- um taldar með beztu fáanlegum veðum, nema ef ástæðan væri sú, að ýta undir fólk að gerast félagar í sjóðunum. Eru lífeyrissjóðirnir jafnhag- stæðir sjóðfélaganum og af er látið? Og hvert er hið raunveru lega hiutverk, eða eigum við heldur að spyrja „eru lífeyris- sjóðirnir nauðsynlegir í þjóðfé- lagi sem hérlendis, þar sem eigi þarf annað en hækka tillag þegnanna til almennra trygg- inga ríkisins til þess að skapa þeim gott öryggi gegn veikind- um, örorku aða ellilífdögum?“ Stór hluti af tekjum sjóðanna mun skapast við að verulegur fjöidi þess fólks, sem byrjar í sjóðunum nær ekki, ýmissa or- saka vegna, 10 ára réttinum. Við það sitja eftir 60% af inn- greiðslum þeirra, ásamt vöxtum og vaxtavöxtum. Ennfremur munu margir sjóðir hafa í reglu gerðum sínum, að þeim beri ekki að endurgreiða 40% fyrr en að svo og svo löngum tíma liðnum frá því að félagsmaður- inn hætti greiðslum í sjóðinn. Nú mun algengt orðið, að fólk innan tvítugs gangi í líf- eyrissjóð, — fyrst og fremst vegna þeirra lánamöguleika, er það virðist skapa því, — og með tilkomu hins allsherjar lífeyris- sjóðs landsmanna, sem nú mun vera í athugun að stofna, má ætla að öllum skattskyldum launþegum, þ. e. 16 ára og eldri, verði gert kleift að ganga í líf- eyrissjóð. Af þessu má álykta að flestir karlmenn komi til með að greiða í einhvern sjóð í 40 ár eða lengur, áður en yfir lýkur. En segjum nú svo að í stað þess að ganga í lífeyrissjóð, hefðum við 1. hvers mánaðar lagt 10% af kaupi okkar í venjulega innleggsbók í ein- hverjum af bönkum landsins, er greiða 6% í ársvexti, sem færðir eru til tekna í bókina einu sinni á ári, hvernig liti það út? Miðað við launþega, sem hef- ur kr. 34,65 á tímann og skilar 200 klukkustundum í mánuði, Eftir að hafa lagt í þessa bók í 40 ár á maðurinn krónur 1.328.822,54 í henni, en 6% vext- ir af þeirri upphæð gera krónur 79.729,35. Nú mun það svo að meiri- hluti landsmanna er með hærri árslaun en þau sem hér eru notuð sem grundvöllur, en von- andi sjá menn á þessu dæmi hvað er að gerast, er þeir greiða í lífeyrissjóð, sem vita- skuld hefur að miklu leyti sömu aðstöðu til þess að gera sér mat úr þeim peningum sem hann fær inn til sín. Sjóðfélagi, sem hefur greitt í 35 ár í lífeyrissjóð, er hann verður 67 ára gamall og byrjar að fá greiddann sinn ellilífeyri, fengi greitt frá sjóðnum, miðað við kr. 6.930,00 — meðalmánað- arlaun síðustu 5 starfsára sinna, 60% af þeirri upphæð eða kr. 4.158,00 á mánuði, sem gerir kr. 49.890,00 á ári, sem nær ekki einu sinni því að verða jafnhá upphæð og ársvextir eru af þeirri upphæð, sem stæði í inn- leggsbók þeirri, er hér var ritað um með 35 ára innleggi og vöxtum. Lífeyrissjóðurinn þarf því aldrei að snerta við þeim höf- jafnt og þétt bæta fjárhagsað- stöður sínar og þess fremur, sem félagarnir eru fleiri. Ég álít því að lífeyrissjóðirnir geti orðið með tímanum mjög varasamir því að eftir því sem þeir eflast meir, munu þeir hafa úr meiru að spila og þeim mun eigi nægja að tryggja fé sitt með íbúðum eða ríkisskulda bréfum, utan þess að þær þriggja, fimm eða sjö manna stjórnir er stýra þeim, er í okkar, þannig að henni væri gerlegt að greiða fólkinu mann sæmandi ellilífeyri eða aðrar slíkar bætur, og mætti þá gera Tryggingarstofnuninni skylt að dreifa fé sínu á bankana þann- ig að þeir fengju þá leyfi til að lána fé sitt eins og lánastofnun- um ber að gera, utan þess að þá gætu launþegar fengið 6% hærri upphæð í umslögin sín án þess að nokkur aukaútlát eigi sér stað hjá ailflestum af fyrir- tækjum landsins. □ FRA AÐALFIINDI KAIJPFEL. SKAGFIRÐINGA (Framhald af blaðsíðu 8). hlutfalli við vöruúttekt þeirra. Verða 3% borguð út en afgang ur lagður í stofnsjóðsreikninga þeirra. Aðalfundur Fiskiðju Sauðár- króks hf. hafði verið haldinn nokkru áður en aðalfundur kaupfélagsins, en samkvæmt venju skýrði framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar frá hag og rekstri fyrirtækisins á fundinum. Rekst urinn byggðist nær eingöngu á dragnótaveiðinni, sem leyfð var - Haiidritin eilífu (Framhald af blaðsíðu 8). starfsemi? — Jú, — síðustu mannsaldra, og með nöfnum Rasks og Kálunds ... Annars hefir hin vísindalega rannsókn i þau 250 ár, sem handritin hafa verið í vorri vörzlu, að mestu leyti hvílt á starfi íslendinga, og þá venjulega undirbúningsstarfi að gera hin gömlu handrit læsi leg, — um eitt skeið með þýð ingum á latínu, svo að danskir og evrópskir fræðimenn gætu lesið þau. Danmörk á heiður skilið fyrir að hafa veitt fé til útgáfustarfsemi, sem einnig hef ir sérstaklega síðustu 50 árin framkvæmt mjög virðingarverð ar rannsóknir, samanborið við sænskar og norskar ofl. Að ís- lendingar hér og heima eru í broddi fylkingar á þessum vett- vangi er auðvitað. Og einmitt við það að safnið flytzt til ís- lands, munu einnig danskar rannsóknir á andlegum arfi fs- lendinga þróast framvegis. Á íslandi er töluð tunga sem ekki er mjög fjarri tungu hand- ritanna. Við Háskóla íslands starfa hópar prófessora og meist ara, sem eru að minnsta kosti í hæð við þá örfáu hér heima, sem því verkefni valda. Hið sama gildir erlenda fræðimenn frá Ameríku og Evrópu. Hér liggur ísland einnig betur mið leiðis en hin afskekta Kaup- mannahöfn. Frá Lundúnum, New York og Kaupmannahöfn er aðeins um 5 stunda flug til Reykjavíkur.... Fyrir mér hafa vakað hin víð tæku vísindalegu skilyrði til sterks og magnaðs rannsóknar starfs, fremur en hin — að mér virðist — sjálfsögðu og alþýð- legu sjónarmið Norðurlanda. Og mér virðist sjálfsagt að Reykjavík sé nú framvegis mið- stöð framhaldandi danskra rannsókna. Á íslandi er nú í byggingu mikil Menningar-miðstöð. í bóka söfnunum verða útbúnir lessal ir handa þessum könnuðum og vísindamönnum, sem á ca. 5 klst geta komið til Reykjavíkur frá Lundúnum, New York og Kaup mannahöfn. Handritin verða auðvitað ekki afhent óðar að samþykkt þjóð þingsins lokinni. Eftir margvís lega hrakninga, þar sem þau m.a. björguðust við illan leik frá algerri tortímingu í bruna Kaupmannahafnar (aðeins 15 skinnbækur glötuðust, en allt einkasafn Árna Magnússonar), urðu þau að kúldrast um langa hríð á lofti Sívalaturns-kirkju, síðan í Háskóla-bókasafni, nú á nýjum stáð, — þurfa þau loka- hreinsunar og endurbóta við, og orðabókamenn nota þau einnig. Munu því ef til vill líða ein 10 ár, áður en söfnin séu heim- komin. Og þá verður einnig öll um undirbúningi lokið á ísland Þá verður unnt að halda fram magnaðri rannsóknar-starfsemi, ekki sízt í þeirri miklu deild safnsins, s^m Dönum hefir að mestu verð myrkri hulin, þ. e. þeir hlutar sem varðveitzt hafa af bókmenntum íslands eftir söguöld, hinar síð-kaþólsku bók menntir, Maríuvísurnar, hin þjóðlega listgrein sem rímur nefnist, ásamt brotum og verk- um nafngetinna íslenzkra skálda fram í miðja 18. öld. Auk þess íslenzka sagnfræði, lög- fræði o.s.frv. (Síðarihl. næst). EIRÍKUR HAMAR SSiSiJ»í«««««««««» Skáldsaga 40 IS^SSSOÍBSÍHSÍHSISÍBSÍHS' í fyrsta sinn sl. sumar eftir um 20 ára bann. Varð sú ráðstöfun greinileg lyftistöng fyrir ailt at vinnulíf í bænum. Veruleg aukning var á afla ýsu og flat- fisks og reyndist sá fiskur hag- stæðari til vinnslu en sumar- veiddi þorskurinn. Varð afkoma Fiskiðjunnar því allgóð á árinu og til muna betri en útlit var fyrir fram eftir árinu. Á yfir- standandi ári hefur útgerð og fiskvinnsla legið niðri. Síðan í febrúar hefur ekki verið farið á sjó að kalla má og nú um tveggja mánaða skeið, hefur allt verið fullt af hafís og höfnin og veiðisvæði bátanna lokuð. Hefur af þessu skapast hið alvarlegasta ástand, sem ekki verður úr bætt nema með opin berri aðstoð. Fiskiðjan hefur notað þennan dauða tíma til endurbóta og hag ræðingarframkvæmda í frysti- húsinu, sem nú er lokið, og að- eins beðið eftir verkefnum. Á árinu 1964 greiddu kaupfé lagið og Fiskiðjan samtals fyrir vinnulaun akstur og þjónustu um 21 milljón króna, sem er meira en 5 milljón króna hækk un frá árinu á undan. Meðal samþykkta, sem aðal- fundurinn gerði var að fjölga skuli í stjórn félagsins úr fimm í sjö, ef félagssvæðið stækkar, en viðræður um sameiningu kaupfélaganna í Skagafirði eru á byrjunarstigi. Einnig var sam þykkt sú breyting á samþykkt- um félagsins, að félagsdeildum er skylt að viðhafa hlutfallskjör á fulltrúum til aðalfundar, ef til tekinn fjöldi óskar eftir. Úr stjórn félagsins áttu að ganga Tóbías Sigurjónsson, bóndi í Geldingaholti og Bessi Gíslason, bóndi í Kýrholti. Voru þeir báðir endurkjörnir. Auk þeirra eru í stjórn félagsins, Gísli Magnússon bóndi Eyhild- arholti, Björn Sigtryggsson, bóndi Framnesi og Jóhann Sal berg Guðmundsson, sýslumað- ur, Sauðárrkóki. Sauðárkróki 18. maí 1965. KAUPFÉL. SKAGFIRÐINGA: kosti við öll vandræði á leikhúsinu. Þann sigur að yfirgefa leikhúsið af fúsum vilja, vildi luin ekki neita sér um. Hún liefði séð nóg af því, hve fólk var miskunnarlaust í dómum sínum, bæði meðal samherja á leikhúsinu og á meðal blaða- manna. Hún varð að varðveita sitt góða naln, og væri nokk- uð sem hún óttaðist mjög á sínum vettvangi, þá var það að láta leikhúsgesti líta sig kaldhæðnislegum meðaumkunnar- augum. Það væri enn verra en að missa Eirík. Hana hafði langað til að liitta unga prestinn Hólm, sem liafði verið svo djarfmæltur í kirkjunni. Hún hafði hugsað sér liann eitthvað áþekkan Eiríki: Röskan og einbeittan ungan náunga, sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefði dottið í hug að verða prestur. Annars áttu þeir víst margar skemmtilegar stundir á þessum kristilegu stúdenta- fundum. Hún hefði sjálf átt bróður, sem lá við að yrði guð- fræðingur í fyllstu alvöru eftir einn slíkan fund, og hún var lieldur ekki af því tagi, sem tit af fyrir sig hefði nokkuð á móti trúarbrögðum. Það væri slík stemning í þeim og gott að liafa þau með í leiðinni. Hún var sem sé stórlirifin af leikmennt með dálítið hástemmdu trúarbragðaspjalli og dulspeki. En séra Hólm varð henni svo mikið undrunarefni, að hún varð í standandi vandræðum og ruglaðist algerlega í ríminu. Hamingjan góða, hvernig ætti hún að hefja máls við liann? Harin væri ekki minnstu vitund alúðlegur í við- móti né vinsamlegur, hann rétt aðeins reis úr sæti og bauð henni að setjast, og settist síða nsjálfur aftur og starði á hana gegnum gleraugun án þess að brygði fyrir brosi né nokkurri hlýju í augnaráði. Það eina sem nokkru skipti var að Editlr var þegar ljóst. að hér var við sérstæða manngerð að skipta, en henni datt alls ekki í hug, hvað hún ætti að segja við hann, hún liafði búist við að samtal þeirra mundi hefjast alyeg sjálfkrafa. Hún Sagði því rétt af handahófi, að hún kæmi til að þakka horium fyrir ummæli hans í ræðu, sem nú væri lielzta umræðuefni allra í borginni. Séra Hólm spurði alveg forviða, hvað það væri, og hálf- rugluð skýrði Edith honum frá því, að hann ætti að hafa sagt, að liann dæmdi alls ekki lrart ósiðsamar nranneskjur, en aftur á nróti gæti hann ekki þolað né liðið þá, sem sí og æ lréldu uppi lrrókaræðum um ósiðsemi annarra, og að þetta væri svo mátulegur skellur á dómgirnina og allt kjaft- æðið, sagði Edith, að þau lrefðu öll stórskemmt sér við þetta á leiklrúsinu, — já, því að lrún væri leikkona. Séra Hólm varð svo hverft við, að hann varð nærri orð- laus, en spurði svo að lokum, lrvort þetta gæti verið satt, að fullyrt væri að hann hefði sagt annað eins og þetta. Hann sagði þetta eins og teldi hann sennilegast, að þetta væri allt skáldskapur lrennar sjálfrar. En er hún fuilyrti að þetta væri altalað, sagðist hann harma það mjög, að fólk skyldi geta misskilið sig svo hrapalega. Þetta hefði Irann aldrei sagt, enda væri það hreinasta brjálsemi að segja slíkt. En aftur á móti minntist hann þess, að hann ltefði eitt sinn sagt, að það gæti verið jafn siðspillandi að fylla lrugann og velta fyrir sér.ósiðsemi annarra, eins og að vera sjálfur þræll slíkra lasta. Síðan spurði Irann kuldalega, hvort þetta væri erindi lrennar. — Nei, sagði hún, — en lrún hefði lreyrt að hann væri æskuv.inur Eiríks Hamars. Hún sá þegar á andliti hans, að áhugi hans vaknaði, og þá varð hún svo glöð í þessu vand- ræðaástandi sínu, að upp úr lrenni flæddi langtum meira og fleira en hún eiginlega lrafði ætlað sér að segja: Áður en hún áttaði sig fyllilega, hafði hún sagt séra Hólm, að hún hefði verið trúlofuð Eiríki í tvö ár, og þau hefðu ætlað að gifta sig, en nú alt í einu hefði Eiríkur algerlega snúið baki við sér. Edith lrafði alls ekki búizt við, að þetta gæti fengið svo mikið á séra Hólm. Séra Hólnr svaraði í allt að því bitrum róm, að þessu ætti hann bágt með að trúa á vin sinn, Eirík Hanrar. Þá tók Editlr þairn kostinn að látast verða móðguð og sagðist ekki geta skilið, að hann lrefði minnstu ástæðu til að draga í efa það sem hún væri að segja honunr. Hún hefði búizt við að nræta góðfúsum skilningi Irjá lronunr, já, blátt áfranr búizt við að hann myndi fús til að gera sitt bezta til að greiða úr þessum vandræðum hennar, því hann hlyti þó að skilja, hve alvarlegt það væri fyrir konu að verða svik- in. Hann svaraði þessu engu, en sat aðeins og horfði alvar- lega á hana. Og nú varð hún aftur svo rugluð, að hún til- efnislaust tók að leiðrétta fyrri ummæli sín: — Eiginlega hefðu þau ekki verið trúlofuð í ganraldags skilningi, og hann hefði ef til vill ekki beinlínis gefið lrenni neitt hjú- skaparheit, — og er henni virtist að nú hefði hún slegið of miklu af og gert sjálfa sig hlægilega, bætti hún því við, að þau hefðu að minnsta kosti haft samræði í full tvö ár. Séra Hólnr var framvegis staðfastur og óhagganlegur og spurði, hvort það raunverulega væri meining lrennar, að lrann ætti að neyða Eirík til að kvænast henni án þess hann óskaði þess sjálfur. Þá tók hún allt í einu aftur allt senr hún hafði áður sagt, fór að gráta og sagðist alls ekki hafa hugsað sér þann mögu- leika, hún hefði aðeins viljað grennslast eftir hvort séra Hólnr, sem lrefði verið kunningi Eiríks á stúdentsárum hans, kynni að vita einhverja ástæðu til þess, að hann alls ekki vildi kvænast. Hún hefði hugsað sér að hann hefði ef til vill verið ástfanginn á æskuárum sínum. Séra Hólm sat framvegis og starði á lrana og var í æstu skapi. Hér væri allmargt að atlruga. Hefði Eiríkur raun- verulega rofið hjúskaparheit, þá hefði ef til vill verið skylda sín að hafast eitthvað að, reyna að minnsta kosti að gera honunr ljóst, hve illa honum hefði farizt. Nú var hann ekk- ert nákunnugur Eiríki á þessum vettvangi, gat því ekki sagt með neinni vissu, hvort hann hefði verið ástfanginn á stúdentsárum sínum, en honunr virtist sanrt að Irann °æti nrunað ungu stúlkuna Ástríði Ström, senr var svo ástfangin í unga stúdentinum Níelsi sem dó. Skyldi Eiríkur ekki hafa lraft hana í huga? Hólm vissi það alls ekki og hafði senni- lega ekki dottið það í hug fyrr en rétt í þessu. En hann mundi nú nrargt um Eirík sem styrkti hann í þeirri trú, að þannig nryndi Jretta einnritt hafa verið, — og væri þessu þannig varið, yrði lrann sannarlega að vernda Eirík. í þess- um fáránlega ruglingi, sém konan sú arna hafði á prjónun- unr, væri auðvitað fulhri' hélmingurinn ekki satt. En lrefði hann yfirleitt leyfi til að sinna slíku? Það var þá eitt, að lronunr myndi aldrei detta í hug að ganga um meðal manna með siðferðispredikanir, og svo lritt að hann mátti heldur ekki fornrálalaust taka upp vörn fyrir Eirík og sitja hér og forsvara hann, þar senr hann hefði þó greini- lega hagað sér miður vel. Séra Hólm fitjaði upp á dálitlu sanrtali við Edith, — spurði hana hvort Eiríkur hefði fyrst hitt lrana í leikhúsi. — Nei, sagði hún. Eiríkur væri ekkert lrrifinn af leiklist. Þau hefðu lritzt í samsaéti. — Og hvað svo? spurði séra Hólm. — Jú, sagði hún undirleit og roðnaði: — Það var svo að segja ást við fyrstu sýn, og síðan hefðu þau unað sér svo vel sanran, að hún gæti alls ekki skilið að nú skyldi vera slitnað upp úr því, og í hreinskilni sagt væri aðeins það sem hún vildi — ætlaði að biðja hann um að lrjálpa sér til að komast að því, hvaða ástæða væri til þess að Eiríkur yfir- gaf hana. Séra Hólnr spurði lrana lrvernig staðið hefði á því að slitnaði svo skyndilega upp úr á nrilli þeirra, og þá glopraði hún því út úr sér, að hún sjálf hefði verið svo óvarkár að heimta að lrann giftist sér, og það hefði auðsjáanlega vald- ið því, að hann hefði rofið allt samband þeirra á milli. Séra Hólm varð léttara fyrir brjósti og spurði: — Það hefir þá ekki verið hann, sem hefur fengið yður á sitt vald með því að heita yður meiru en hann hefir ætlað sér að halda? Þið eruð þá að því leyti nokkurn veginn jafn- góð bæði. Edith viðurkenndi það. — En kæmist nú þetta í samt lag aftur ykkar á milli, sagði séra Hólm, þá mynduð þér sennilega áður en langt líður heimta á ný að hann kvæntist yður? Þessu svaraði F.dith með því, að það hlyti honum sem presti að þykja sanngjarnt. Og væri það ekki blátt áfram syndugt að lifa þannig saman í lausaleik? Séra Hólm gat ekki stillt sig um að hlægja. Honum þótti mjög fyrir því, en hann skellihló og gat ekki stillt sig né neytt sig til að vera alvarlegur. Edith lá við að reiðast þessu, en fann þó sjálf til þess, hve öll aðstaðan var nú orðin skringileg, og hugsaði þá með sér, að bezt myndi ef til vill að spjalla um allt þetta í spaugi. — Þótt ég sé prestur, sagði séra Hólm, þá er ég því rniður ekki sérlega leikinn í því að stigbeygja syndina. Teljið þér sjálf að þetta sé synd, get ég ekki séð að þeð breytist minnstu vitund til batriaðar, þótt þið giftust þvert á móti vilja Eiríks og samþykki. Raunverulega sæti allt við hið sama . . . Synd- in er ekki fólgin í því. Syndin felst aðeins í því, að samfarir ykkar virðast algerlega skorta alla dýpri ást en aðeins sjálft samræðið. Hann reyndi að segja þetta í fyllstu alvöru, en gat samt Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.