Dagur - 02.06.1965, Page 5
4
Skrifstofnr, Hafnarstræti 90, Akureyri
Súuar 1-1160 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Samvinnu-
stefnan
í DAG og í gær halda eyfirskir sam-
vinnumenn aðalfund samtaka sinna,
Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri,
sem er þróttmesta kaúpfélag landsins ‘
og þykir á margan hátt til fyrirmynd
ar. Hundruð fulltrúa og gestir hafa
hlýtt á skýrslu framkvæmdastjórans,
Jakobs Frímannssonar, yfir störf á
síðasta reikningsári og um fyrirhug-
aðar framkvæmdir, ástand og horfur
í samvinnumálum. Fram hafa verið
lagðir endurskoðaðir reikningar til
samþykktar eða synjunar og reksturs
ágóðariúm verður væntanlega ráðstaf
að í dag.
Þessi fjölmennustu félagssamtök í
okkar landsfjórðungi eru öllum
frjáls og þau eru opin fyrir allri gagn
rvni vegna þess, að reikningar eru
birtir opinberlega og eru ekkert
leyndarplagg. í þessu kaupfélagi, eins
og öllum öðrum, hefur fátæki mað-
úrinn jafnan atkvæðisrétt hinum
ríka, tekjuafgangi er skilt og skilað í
viðkomandi reikninga félagsmanna
og stofnsjóð þeirra eftir því sem sam
þykkt er hverju sinni, en rennur ekki
í vasa kaupsýslustéttarinnar. Bygg-
ingar félagsins ganga ekki kaupum
og sölum cins og eignir einstaklinga
og sjóðir þess eru ekki burtu fluttir
eins og algengt er hjá öðrum.
Sumar starfsgreinar Kaupfélags
Eyfirðinga eru hrein þjónustufyrir-
tæki, sem cinkaframtakið hefur ekki
áhuga á, en cru engu síður nauðsyn-
legar. Styrkur félagsins er samtaka-
máttur fólksins, sem vill vinna að
vissum hagsmuna- og menningarmál-
um á grundvelli samvinnustefnunn-
ar, nær þar markverðum áföngum,
sem einum og einum er ókleift.
Sem heild hefur samvinnustefnan
þokað einstaklingunum þrepi hærra
í þroskabraut en köld og hrifsandi
gróðahyggjan megnar. Samvinnu-
stefnan setur réttindi mannsins ofan
valdi fjármagnsins, vinnur að því að
gera sem flesta fjárliagslega sjálf-
bjarga með úrræðum samvinnunn-
ar í verzlun og margháttuðum sam-
skiptum öðrum.
Margt orkar eflaust tvímælis í
stjórn samvinnufélaga og mistök eiga
sér stað. Og félögin eiga í höggi við
stérka andstæðinga, sem stundum
villa um fyrir mönnum með misjafn
lega góðgjörnum upplýsingum.
Fræðslustarf er því eitt af hinu nauð
synlegasta í starfi slíkra félaga, einn-
ig til að mæta réttmætum spurning-
um og gagnrýni félagsmanna sjálfra.
Ef til vill er sá þátturinn mikilsverð
astur í náinni framtíð.
SlIdarverksmÍSjurnar Ráðstefna um atvinnumálin
á Norðurlandi
geta brætt yfir 80 þúsund mál á sólarhring
og tekið 433 þúsund mál í þrær
SAMKVÆMT þeim upplýsing-
um, sem blaðið aflaði sér í gær,
eru afköst síldarverksmiðjanna
á Norður- og Austurlandi á
þessu sumri sem hér segir, ef
með eru taldar þær viðbótar-
framkvæmdir sumra verksmiðj
anna, sem yfir standa, en vænt-
anlega koma til nota á yfirstand
andi vertíð:
Höfðakaupstaður 6000 mál,
Siglufjörður 28500 mál, Húsavík
1200 mál, Raufarhöfn 5000 mál,
Seyðisfjörður 5000 mál, og vænt
anleg viðbót 2500 mál og enn-
fremur ný verksmiðja 2500 mál,
Vopnafjörður 4000 mál, Reyðar
fjörður 2500 mál, Bakkafjörður
600 mál, Borgarfjörður 600 mál,
Neskaupstaður 4000 mál, Eski-
fjörður 2500 mál, Fáskrúðsfjörð
ur 1700 mál, Breiðdalsvík 600
mál, Ólafsfjörður 600 mál, Hjalt
eyri 7500 mál, Krossanes 3000,
og Djúpavík 1000 mál. Síldar-
verksmiðjan á Sauðárkróki var
talin 1200 máia verksmiðja en
hefur ekki verið notuð um ára-
bil. Þá eru litlar síldarbræðsl-
ur í Hrísey, Dalvík og Þórshöfn,
en ekki er blaðinu að fullu kunn
ugt um vinnslugetu þeirra.
Samtals er vinnslugeta verk-
smiðjanna, eða á að verða í sum
ar 80100 mál á sólarhring.
FERÐAHANDBOKIN
í FJÓRÐA SINN
BLAÐINU hefur barizt fjórða
útgáfa af Ferðahandbókinni og
er hún enn aukin og endurbætt,
24 síðum stærri en áður og fylg
ir henni auk þess 16 síðu fylgi-
rit.
Sérstakt vegakora með núm-
eruðum reitum auðveldar leit
á kortinu að þeim stöðum, sem
um getur í bókini. Meðal ný-
mæla er leiðarlýsing Gísla Guð
mundssonar og er yfir Austur
land, frá Jökulsá á Fjöllum til
Jökulsár á Breiðamerkursandi,
en fyrir í bókinni var hliðstæð
lýsing yfir Vestfirði, Snæfells-
nes og Dali.
Þá fylgir hinni nýju Ferða-
handbók ritið Gönguleiðir eftir
Sigurjón Rist, og gefur höfund-
ur þar hinar gagnlegustu leið
beiningar um val gönguleiða í
öllum landshlutum. En fyrir í
bókinni var kafli um bifreiða-
slóðir á miðhálendi fslands, sem
í nýju útgáfunni en endurbætt-
ur.
Þá eru í handbókinni aðvör-
unarorð frá lögreglunni, slysa
varnafélaginu og bifreiðaeftirliti
og skrá er um sæluhús, listi yfir
fuglana, minnisblað fyrir stanga
veiðimenn, sagt frá gististöð-
um, olíustöðvum o. m. fl.
Ferðahandbókin er nauðsyn-
leg ferðafólki og hún er líka góð
vinargjöf.
Verksmiðjurnar austanlands
geta unnið 33300 mál.
Þróarrými samtals í verk-
smiðjunum norðanlands og aust
an er 433 þús. mál. þar af 65
þús mála þróarrými í byggingu.
Á Suður- og Vesturlandi er
allmikið af síldarbræðslum og
hafa þær verið stækkaðar veru
lega í seinni tíð og ráðgert að
síldarflutningaskip flytji til
þeirra síld af miðunum austan
við land. Hefur einni slíkri verk
smiðju verið veitt ríkisábyrgð
fyrir kaupum á síldarflutninga-
skipi til slíkra flutninga. Um
það mál hefur verið ritað all-
mikið í blöðum nú í vetur og
vor.
En af framansögðu er ljóst, að
ef unnt er að miðla síldaraflan
um norðanlands og austan til
vinnslu og verkunar til hafna
á Austurlandi og Norðurlandi,
er hægt að nýta mikinn afla er
á land kann að berast, miðað
við venjulega nýtingu sumar-
veiddrar síidar hér við land.
RÁDSTEFNA um atvinnumál á
Norðurlandi var haldin á Akur
eyri dagana 29. og 30. maí sl.
Þátttakendur á ráðstefnunni
voru 39 kjörnir fulltrúar frá
fimm kaupstöðum og átta stærri
kauptúnum á Norðurlandi. Þá
voru boðnir til ráðstefnunnar
allir alþingismenn úr kjördæm-
um Norðurlands og ennfremur
fulltrúi frá Sambandi ísl sveitar
félaga.
Formaður undirbúningsnefnd
ar Áskell Einarsson setti ráð-
stefnuna kl. 1,30 e.h. á laugar-
dag 29. maí í Gagnfræðaskóla
Akureyrar. Hann gat aðdrag-
anda ráðstefnunnar og megin-
verkefna. Kom fram í ræðu
hans, að ráðstefnan er haldin að
forgöngu bæjarstjóranna á Norð
urlandi, sem skipuðu undirbún-
ingsnefndina og í þeim tilgangi
að hefja samstarf á milli sveitar
félaga með líka atvinnuhætti,
um framgang sameiginlegra
hagsmunamála. Megin verkefni
ráðstefnunnar væri að leita úr-
ræða um lausn atvinnumála
fjórðungsins nú í dag, jafnframt
því að benda á ráð til þess að
treysta atvinnulífið til frambúð
- HEILDARVELTA K.E.A. VARÐ 700 MILU.
(Framhald af blaðsíðu 1).
þakka félagsmönnum öllum, er
svo að segja undantekningar
laust hafa staðið traustlega með
félaginu, falið því viðskipti sín
hvort heldur vöruinnkaup eða
vörusölu. Sýnir hin mikla sölu
aukning félagsins í öllum þess
um verzlunum, jafnt á Akureyri
sem í útibúunum við Eyjafjörð,
að Eyfirðingar og Akureyringar
treysta félaginu jafnt til útveg
unar neyzluvöru sem afurðar-
sölu. Aldrei hefur skráð úttekt
ágóðaskyldra vara félagsmanna
reynzt eíns mikil og á síðast-
liðnu ári, sem sannar það bezt,
að félagsmenn meta endur-
greiðsluna á undanförnum ár-
um og skilja hvers virði það er
að fá, þótt ekki sé nema 4% af
viðskiptum ársins fært í stofn-
sjóð sinn, sem er handbært fé
á elliárum eða þegar alvarleg
veikindi, brottflutningur eða
dauðsföll bera að höndum.“
Jakob Frímar.nsson Fram-
kvæmdastjóri KEA flutti mikla
og ítarlega skýrslu um rekstur
og hag félagsins, sem í senn var
mjög fróðleg í heild og glögg í
einstökum atriðum. Hann rakti
þróun verzlunar í hverri deild
og hverju útibúi, sagði frá niður
stöðum þeirra og bar saman við
næsta ár á undan. Heildaraf-
komu félagsins taldi fram-
kvæmdastjórinn fremur hag-
stæða og hann sagði, í sambandi
við væntanlegar framkvæmdir:
Fyrir fáum dögum hófst Mjólk
ursamlagsbyggingin nýja, sem
er stærsta Grettistakið. Seglin
munu ekki verða dregin saman,
en varasamt er að berjast á
mörgum vígstöðum í senn. Því
eru nú færri verkefni á óska-
lista okkar um framkvæmdir
en oft áður, en þeim mun stærri.
Framkvæmdastjórinn minnt-
ist þess, að þetta væri 27. sinn,
sem honum væri falinn sá heið
ur að birta fulltrúunum árs-
skýrslu Kaupfélags Eyfirðinga,
og hefði hún jafnan verið fagn
aðarefni fulltrúum. KEA væri
enn í vexti og yrði það 80 ára
á næsta árí, væri eitt af elstu
og traustustu kaupfélögum
landsins og hann vonaði, að
Eyfirðingar ættu jafnan þann
metnað fyrir hönd samtaka
sinna, að enn yrði haldið í horf
inu. Hann skýrði frá því að heild
arsala Kaupfélags Eyfirðinga
hefðu á árinu orðið yfir 700
millj. kr. og er það 28,5% aukn-
ing frá fyra ári.
Fundur stóð enn yfir í gær,
þegar þessar línur eru ritaðar
og lýkur honum í dag. Verður
síðar sagt nánar frá aðalfundin
um, eftir því sem ástæða þykir
til.
Fyrsta síldin komin
Húsavík 31. maí. Fyrsta síldin
kom hingað á laugardaginn, 29.
maí, og er það jafnframt fyrsta
síldin, sem tekið er á móti í
norðlenzkri höfn á þessu ári.
Það voru Helgi Flóventsson,
sem kom með 1800 mál og Ak-
urey með 250 mál. Dagfari kom
svo með 800 mál síldar í nótt.
Síldin fer í frystingu og
bræðslu. Það er skrítin tilviljun,
að Helgi Flóventsson landaði
líka fyrstu síldinni í fyrra, sem
þá barst til norðlenzkrar hafnar
— og sama mánaðardaginn. For
maður er Hreiðar Bjarnason.
ar og finna leiðir til samvinnu
um uppbyggingu Norðurlands,
með heildarskipulagningu og
framtíðar áætlup um fram-
kvæmdir og framfarir.
Fundarstjóri var kjörinn Jón
ísberg, sýslumaður, Blönduósi
og fundarritarar voru Kristján
Helgi Sveinsson, Sigurður
Tryggvason og Árni Jónsson.
í upphafi ráðstefnunnar flutti
fjármálaráðherra Magnús Jóns
son ávarp og gat þess að ríkis-
stjórnin hyggðist beita sér á
næsta Alþingi fyrir nýrri laga-
setningu um framkvæmdasjóð
strjálbýlisins.
í ávarpi fulltrúa Sambands
ísl. sveitarfélaga Unnars Stefáns
sonar komu fram upplýsingar
um þær fyrirætlanir, sem efstar
eru á baugi um skipulags-
bundna uppbyggingu landshluta
t.d. Vestfjarðaráætlunina. Þá
gat hann um í helztu atriðum
hvernig aðrar þjóðir t.d. Norð-
menn höguðu uppbyggingu
landsbyggðarinnar og benti á
að margt mætti af þeim læra.
Fyrir ráðstefnunni lágu frá
undirbúningsnefnd greinargerð
ir og tillögur varðandi atvinnu-
ástand og úrbætur frá kauptún
um og kaupstöðum á Norður-
landi, auk annarra þingskjala.
Ráðstefnunni var skipað í
þrjár verkefnanefndir er skiptu
þannig með sér verkum: fram-
tíðarmál, atvinnumál og sk-yndi
úrræði.
Á laugardagskvöld bauð bæj
arstjórn Akureyrar fulltrúum
til kvöldverðar í Skíðahótelinu.
Fundir á ráðstefnunni hófust
að nýju á sunnudag kl. 2 e.h. og
að loknum umræðum um tillög
ur og nefndarálit var gengið til
afgreiðslu mála. Allar ályktanir
ráðstefnunnar voru samþykktar
samhljóða. í þeim kemur m.a.
fram að nauðsynlegt sé að á
Norðurlandi fari fram svæðis-
skipulagning og kerfisbundin
byggðaruppbygging. Lýst er á-
nægju yfir fyrirhugaðri stofnun
framkvæmdasjóðs strjálbýlisins.
Lögð áherzla á skipulagða at-
vinnuuppbyggingu með auknu
fjármagni og .verkaskiptingu í
atvinnugreinum á milli byggðar
laga.
Þá taldi ráðstefnan nauðsyn
að ríkisstjórnin hlutaðist til um
að bæjar- og sveitarfélögum
verði lánað fé þegar í vor til
atvinnuaukningar. Atvinnuleys
isbætur verði hækkaðar og fjár
magni atvinnuleysistrygginga-
sjóðs verði fyrst og fremst beint
til þess að lána til atvinnuupp-
byggingar í þeim byggðarlög-
um er búa við ónóg atvinnuskil
yrði og verjast þurfa atvinnu-
leysi. Aflatryggingasjóður bæti
að mestu mismun á aflahlut og
kauptryggingu, þeirra báta er
leggja upp í heimahöfn. Stofn-
lán fiskibáta verði lengd. Ríkið
hafi forgöngu um síldar og fisk
flutninga til Norðurlands til at
vinnuaukningar.
Þá fól ráðstefnan undirbún-
ingsnefndinni að starfa áfram
og fylgja eftir tillögum hennar
og kalla saman fulltrúafund
kaupstaða og kauptúna á Norð
urlandi til þess að ræða um at-
vinnu og svæðismál Norður-
lands.
Undirbúningsnefndina skipa:
Áskell Einarsson, bæjarstjóri,
Húsavík, formaður, Magnúe E.
Guðjónsson, bæjarstjóri, Akur-
eyri, ritari, Ásgrímur Hart-
mannsson, bæjarstjóri, Ólafs-
firði, Rögnvaldur Finnbogason,
bæjarstjóri, Sauðárkróki, Stef-
án Friðbjarnarson, bæjarritari,
Siglufirði.
Sjómannskonan
Um aldaraðir við erfiðiskjör
er öll hennar bundin saga.
Við skort og ótta um ótrygg för
og einveru, langa daga.
Við ástvinamissi, söknuð, sorg
og sárindi brostinna vona.
Hún bar þó ei þjáning né þraut sín’a á torg
hin þolgóða sjómannskona.
En mikið um þig er ei skjalað og skráð
né skrumað á forsíðum blaða.
í hógværri þögn er oft drýgð sú dáð,
sem drýgst er til varna skaða.
I kjöltu þér sveinninn sat og hló,
með sögnum til framtaks hann hvattir.
Þú baðst fyrir honum, á djúp er hann dró
en dáða hann aldrei lattir.
Þú lífgar og hlúir með líknandi mund
að langþreyttum, hröktum og þjáðum,
og marga þú átt hefir andvöku stund
þá aðrir sváfu í náðum.
Þótt aldrei að verðleikum gjaldist þér gjöld
þér gefast skal landsins sona
þökk og virðing — um ár og öld —
þú íslenzka sjómannskona.
F. G.
IKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKHKHKHKí
RONALD FANGEN
EIRÍKUR HAMAR
Skáldsaga
43
KHSÍHSCBSÍHSOÍHSÍHSÖ'
— Og samt held ég, að þér blygðist yðar, sagði Eiríkur,
þótt ekki væri af neinni annarri ástæðu, en að yður er ljóst
að það myndi ekki auka álit yðar, ef alkunnugt yrði, hvers-
konar störf þér hafið fengizt við.
Fylkir brosti vorkunnsamlega:
— Haldið þér mig það barn, að ég kæri mig um álit og
viðurkenningu. — Viðurkenningu hvaðan og hverra? Hald-
ið þér að mér sé ekki ljóst, hverskonar samfélagi við lifum
og hrærumst í? Peningar eru alltaf í miklu áliti og fínir.
Hamar, ef ekki í fyrstu umferð, Jiá að minnsta kosti í Jreirri
næstu. — Það eru aðeins hlægilegar ósjálfstæðar mannskepn-
ur, sem reika víðs vegar og þyrstir í almenningsálit, falleg
blaðaummæli og Jressháttar. Þær lifa og hrærast á skóla-
strákastiginu og eru smeykar um einkunnirnar sínar. Þess-
háttar hefi ég enga Ji>örf fyrir.
— Þér gerið peningana að algerlega hlutlausu hugtaki,
og sarnt væru J)eir einkis virði, ef Jaeir væru ekki ímynd
ájjreifanlegra verðmæta. Og áþreifanleg.verðmæti eru aftur
háð mörgum siðrænum eiginleikum.
— Já, Jretta virðist all-áheyrileg heimspeki, svaraði Fylkir
kaldhæðnislega, en engu síður eru peningarnir í sjálfu sér
áþreifánlegir, og Jieir una sér ef til vi 11 helzt hjá Jreim, sem
aldrei hafa aflað sér verðmæta í yðar gjálfuryrta skilningi.
Það eru aðeins afar fáir sem hafa vit á peningum, sem hafa
eðilsávísun á þeim vettvangi, og þangað leita peningarnir.
Og þeir menn beina peningum sínum á ný þangað sem Jreir
una sér.vel, eða með öðrum orðum samkvæmt sérstöku pen-
inga-siðgæði, sem er hátt upphafið yfir yðar tilfinningar og
„verðmæti“. Það er Jressvegna sem ber og verður að útmá
alla tiifinninganæma viðskiptamenn á fjármálavettvangi!
— Þetta er nú samt ekki alveg óskeikult, sagði Eiríkur.
Því að samkvæmt óhagganlegri eðliskvöt viðurkennir sam-
félagið suma peninga og aðra ekki. Peningar okurkarla eru
til dæmis ekki mikils virtir.
— Eg neita Jdví ekki að til séu hleypidómar, og það sem
Joér nefnið er heimskulegur hleypidómur. Okrararnir gegna
gagnlegu starfi í mannfélaginu, og hve mjög sem Joeir eru
fyrirlitnir, Jrá J^yrpast alltaf umsækjendur utan um Jrá. Þeir
eru máttugir. Það eru allir peningamenn. Og álit Jrað sem
þér talið um, Jrað fylgir peningunum, en ekki persónunum.
Þér getið veitt því eftirtekt, að Jrað eru alltaf Jjeir sem
óheppnir hafa verið í fjármálum, sem látlaust predika sið-
gæði. Drottinn minn dýri, þeir hafa eitthvað sér til huggun-
ar, en gera með þessu alla aðra leiða á kjaftæði sínu,. því
Jrað eina sem fullorðnir skilja, er að peningarnir eru hátt
upp hafnir yfir allar þessar barnalegu siðfræðilegu hug-
myndir.
— Þér talið öldungis eins og Joér ættuð ekki snefil af
mannlegri sögu, Fylkir lögmaður. Það hefir bæði glapið
mér sýn og valdið mér gremju, að Jrér hafið svo algerlega
útmáð hvern vott um uppruna yðar.
— Það stafar af því eingöngu, að ég fyrirlít hinn meðal-
mennskulega norska kaupsýslumann, sem vissulega á að
græða fé, en einnig jafnvissulega hlaða utan að sér öllum
sína erfða- og áunnu ónothæfu siðgæðishugmyndum, sem
aldrei koina að neinu haldi.
— Þér eruð Joá með öðrum orðum algerlega utangátta
samfélagslega, sagði Eiríkur.
Fylkir svaraði stuttur í spuna:
— Já, mér myndi vera alveg sarna, hvar ég væri, að Joví
undanskildu að Jrað er alltaf uppörvun og hvatning í því
að vinna þar, sem manni fyrst og fremst hefur liðið illa, og
þar sem fólk er að meðaltali svo framúrskarandi heimskt á
hinn bóginn.
— Þér hafið Joá í raun og veru algerlega stjórnleysingja
heimsskoðun. — Þér finnið yður ekki tengdan við nokkurn
skapaðan hlut. Yður mætti því vera nokkurnveginn alveg
sama, hverskonar samfélagi þér lifðuð í, og hvernig okkar
eia;ið samfélasfi ves;nar.
O o o
— Já, Sagði Fylkir, — Jretta barnahjal að velta fénu, Jjað
tek ég ekki sérlega alvarlega. Það gæti ef til vill valdið
nokkrum erfiðleikum skamrha liríð, en mínir peningar
munu gæta sín vel, og þótt hinir stjórnandi þjóðbyltingar-
merin geti skipað öllu öðru og látið það skrölta um hríð,
þá strandar Jrað ætíð á Joví, að þeir hafa ekki vit á pening-
um, Jdví það hefir enginn Jressara rugluðu tilfinningablesa.
Og þá er þörf fyrir fjármálamanninn. Hans er ætíð þörf.
Og mjft vérður ætíð Jrörf. Og sem sagt, Hamar, ég hélt að
a
þér hefðuð rétta hörku í starfinu. Árum saman varð ég ekki
var eins einasta rangs viðbragðs hjá yður. Þér gerðuð ná-
kvæmlega það sem gera átti, og eins og Jaað átti að gera.
— Já, það er satt, sagði Eiríkur, það stafaði af Jdví að ég
var sljór.
— En nú eruð þér Joá vaknaður, sagði Fylkir með snögg-
um, stuttum hlátri. Segið mér hreinskilnislega, Hamar, haf-
ið þér orðið ástfanginn? Ég hefi verið að velta því fyrir mér,
hvort Jrað myndi vera eitthvað Jaessháttar, sem væri að yður.
— Jafn hreinskiínislega svarað: Það kemur yður ekkert
við!
— Nei, nei, nei, við vorum aðeins eftir atvikum farnir
að tala hreinskilnislega, en því má ekki ofbjóða, það er alveg
rétt hjá yður.
— En hamingjan góða, sagði Eiríkur, hve þér hljótið að
þjást af huggunarlausum leiðindum með yður sjálfum.
— Nú gæti ég svarað með yðar eigin orðum: — Það kem-
ur yður ekkert við, en ég ætla að halda áfram í hreinskilni,
og ég fullvissa yður um,- að mér líður á allan hátt alveg
framúrskarandi vel. Ég hefi takmarkað mitt svonefnda
einkalíf, eins og mér er frekast unnt. Þér mynduð vera léleg-
ur sálfræðingur, ef þér skylduð halda, að ég sé einskonar
siðgæðislegur lausalopi. Þvert á móti, ég J^ykist mega segja
að ég sé nokkurn veginn laus við allt jnað, sem í daglegu
tali telst lestir. Skilyrði mín í því tilliti hefi ég beitt róttækri
hörku. Og ég fullvissa yður um að það er óviðjafnanlega
miklu fróðlegra að athuga þetta hjá öðrum. Ég hefi því
raunverulega aldrei byrjað nýjan dag spenningarlaust. Ég
hefi alhliða útsýn yfir mannleg fyrirbæri hérlendis og get
því daglega fylgst með fróðlegum sjónleik og skemmtileg-
um, sem auk Jiess hefir Jjann kostinn, að allt sem Jrar fer
fram er ótvírætt sat.t.
— Hvaðan hafið Joér alla yðar miklu manriþekkingu?
spurði Eiríkur.
— Látum nú eitthvað fá að vera mitt eigið leyndarmál,
svaraði Fylkir undirhyggjufullur. Ég mun aðeins svara því
almennt, að því er eins farið með Jressháttar mannþekkingu
eins og peninga: — Hún leitar þangað sem henni er unnað,
og þar sem skilningur fyrirfinnst á því að hagnýta hana
skynsamlega.
Fylkir stóð skyndilega upp og gekk fram að dyrum fram-
skrifstofunnar og opnaði þær. Hann nam staðar í dyrunum.
— Sjáið þér nú allt það, sem þér hafið yfirgefið, Hamar,
— en mér annars til mikillar gleði. Hér uni ég mér alveg
dásamlega. Hér hefir allt tætzt eins og ég vonaði. Og ég get
fullvissað yður um, að nú fara fróðlegir tímar og forvitni-
legir í hönd, og margt furðulegt mun henda bæði hér heima
og úti um víða veröld. Ég sem bý að mínum fróðleik og
get hælt mér af því að hafa áreiðanlega og glögga innsýn
um óorðna viðburði, sé Jrað fyrirfram að fjöldi mjög virtra
og hátt metinna manna mun hrapa, en ég mun ekki lirapa,
og einmitt Jressvegna mun álit mitt, — sem Jaér hafið svo
miklar áhyggjur af, - aukast og hækka. Ekkert hefði verið
Jjví til fyrirstöðu, að þér hefðuð getið fengið að fylgjast með,
því að hefðuð þér haldið áfram að vera eins og J>ér voruð
í upphafi, hefði ég haft yðar fulla þörf. En nú er ekki að
fást um Jntð. Þegar þér kornuð fram á fundinum til hags-
muna fyrir Bjart, voruð Jrér bæði duglegur og hugrakkur,
en það var afskaplega æsandi, að Jrað var samtímis auðséð,
að Jrér eigið heima meðal amlóðanna og skussanna hérlend-
is, sem kjósa fremur lítinn fánýtan svonefndan siðgæðisleg-
an sigur og spilla þar með allri framtíð sinni, heldur en að
fylgja þeirri eðlishvöt, að tilfinningar snerti alls ekki við-
skiptamál. Þessvegna sagði ég þar, og það kaldhæðnislaust,
að í yður færi mikill kraftur til spillis, því að sé afstaða
manns ekki rétt, hvað stoðar Jrá að vera góðum hæfileikum
gæddur!
Eiríkur sat og virti fyrir sér grannvaxna og unglega glæsi-
mennið í dyrunum, og síðan skrifstofurnar Jrar sem hann
hafði gengið út og irin árum saman, og enn á ný dáðist
hann að Fylki. Hann hafði rétt að mæla. Við hlið hans
hafði Eiríkur gengið samfeta öll sín sljóleika-ár. Sá var að-
eins munurinn á Jreim tveim, að Fylkir vissi hvað hann
hafðist að, og að Eiríkur gat ekki lengur gert Jiað, er honum
loks varð ljóst, hvernig honum væri varið, og í hverju Jrað
væri fólgið sem honum væri nokkurs varði. En Fylkir vissi
sannarlega hvað hann gerði. Og hvernig gæti Eiríkur and-
mælt honum. Hann hafði jafnrétt fyrir sér og Eiríkur. Það
væri barnalegt að beita einhverjum siðgæðishugleiðingum,
sem ættu að vera jafngildar fyrir Fylki sem fyrir sjálfan
hann. í raun og veru lægju öll siðfræðihugtök eins og dauð
og ónothæf lnúga, unz þar kærni að hraustur maður og
hugaður sem kysi sér jrað, sem hann þarfnaðist og mótiði
Jrað samkvæmt dýpstu Joörf lífsorku sinnar. Við Jdví væri
ekkert að gera, og Eiríkur sagði:
— Ég hefi lært mikið hjá yður, Fylkir lögmaður. Yður
virðist ég heldur aumur og lítilmótlegur, og ég vil hrein-
skilnislega játa, að ég dáist að yður. Því verður ekki neitað,
(Framhald)'.